Vísir - 17.03.1943, Síða 2
V I s 1 K
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ.
Ritstjórar: Kristján GuBUngsson,
Hersteinn Pálason.
Skrifstofa: FélagsprentsmiðjnnnL
Afgreiðsla Hverfisgötn 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm línur).
VerS kr. 4,00 á mánuSL
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ekki á mörgu völ!
n lþýöublaðið getur verið
gamansamt á stundum, og
það jafnvel í hinum alvarleg-
ustu málum, en venjulega er
í þeirri gamansemi falin nokk-
ur óheppni eða l>ein slysni,
ef miðað ec við málstað þann,
sem á að verja. t gær Ieggur
einn af stærri spámönnum Al-
þýðublaðSins út á ritvöliiun
og ræðir dýrtíðarmálin, og þá
einkum skrif þessa blaðs um
þau efni. Kemst hann m. a.
svo að orði:
„Vísir veit vel, að a. m. k.
þrír þingflokkarnir og auk
þess Alþýðusambandið hafa
lagt fram stefnuskrá í dýr-
tiðarmálunum. Hver þess-
ara. aðila hefir sagt: Hér er
okkar lausn á vandamáliuu,
sem við teljum lúna einu
réttu og framkvæmanlegu.
Ef aðrir vilja ekki á þær
fallast, þá er það ekki á
okkar ábyrgð, þó ekkert
verði gert.“
Vissulega er hér með rétt
mál farið, enda hefir þráfald-
lega verið á það bent hér í
blaðinu, að allir þeir flokkar,
sem skírskotað er til í um-
inælunum hér að ofan, liafi
i þessu efni farið svo gálaus-
lega að ráði sínu að óverjandi
sé. Sjálfstæðisflokkurinn einn
hafði fullan skilning ó því, að
ef vænta mætfi í upphafi að
samvinna ætti að takast um
stjórnarmyndun og lausn dýr-
tiðarmálanna, þýddi ekki að
setja alveg ófrávíkjanleg skil-
yrði fyrir samningunum, sem
hlytu að leiða til þess eins, að
samningar tækjust ekki. I»ótt
flokkurinn hefði þegar mark-
að stefnu sína í öllum aðalat-
riðum, er mál þessi vörðuðu,
taldi hann óhyggilegt að setja
þegar í upphafi fram kröfur
sínar, — auk þess sem ófrá-
víkjanlegar, — eins og hinir
flokkarnir gerðu, með þvi að
við samningaborð yrði ávalt
að gera ráð fyrir einliverri til-
slökun, ef viðunandi lausn
ætti að fást fyrir flokka þá,
er áð samningunum stóðu.
Þetta höfuðskilyrði fyrir
samhingum yfirieitt skildu
hinir flokkarnir ekki og sögðu
því í rauninni fyrirfram að
samningar kæmu ekki til
greina. Þeir vörpuðu af sér
allri ábyrgð, settu fram meira
og minna gjfuryrtar og rót-
tækar stefnuskrár, og sögðu:
„samþykkið þið þetta — ann-
ars tölum við ekki við ykkur.“
Það voru úrslitakostir, sem
þannig voru settir í upphafi
af þessum þremur , iflokkum,
en ekki samningatilboð, sem þó
hefði verið að vænta, miðað
við allar aðstæður.
Þegar núverandi ríkisstjórn
settist á rökstóla, lágu kröfur
allra flokkanna, — einnig
Sjálfs'tæðisflokksins, — fyrir,
en kröfur þeirra allra, nema
hins síðastnefnda, voru ófrá-
víkjanlegair, og segir sig þá
sjálft hvaða vit hefði verið í
að fara að reyna sérstaka
samningaleið við flokkana,
þegar þeir sjálfir íiöfðu brotið
allar brýr að baki sér i þvi
efni, og ekki náð neinu sam-
komulagi, þótt þeir teldu að
1 »Arctic« §endir sér nerðarmer] frá ki. EldsvoQi l oilueldl. Kviknaði frá rafmagni.
1 wy i Slökkvihðið var í gærkveldi kvatt inn á Frakkastíg• 24 B,
tillögur, sem hún taldi alla
flokka geta sætt sig við í meg-
inatriðum. Það voru engin lík-
indi til að stjórnin næði samn-
ingum við flokkana fyrirfram,
þar sem þeir gátu ckki sjálfir
samið sín í millum, en dýrmæt-
ur tími hefði þá farið alger-
lega til einskis, enda stjórnin
gert sig seka um sama glap-
ræðið og þingflokkarnir, sem
eytt höfðu löngum tíma í
einskisnýtt starf. Hitt hlaut að
vera þingflokkunum nokkurt
aðhald, að ákveðnar lillögur
væru bornar fram, sem ótvi-
rætt miðluðu málum milli
flokkanna, og sem þeir hlutu
að samþykkja eða hafna, og
taka í því tilfelli á sig alla á-
byrgð á úrslitunum og örlög-
um þjóðarinnar.
Það er algerlega rangt, að
ríkisstjórnin hafi sett fram
frumvarp sitt í sama anda og
þingflokkarnir, þannig að hún
hafi i upphafi fullyrt, að ef
þingflokkarnir gengju ekki að
þvi eins og það lægi fyrir,
myndu friðslit verða milli
Alþingis og ríkisstjórnarinnar.
Bæði forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra lögðu á það ríka
áherzlu, að þeir væru reiðu-
búnir, — sem og ríkisstjórnin
öll, — að ræða væntanlegar
breytingartilögur, sem fram
kynnu að verða bornar og láta
í té allar upplýsingar, er Al-
þingi kynini áð æskja eftir,
eða nefnd, sem um málið fjall-
aði. Hitt segir sig sjálft, að rík-
isstjórnin getur ekki unað við
að flokkarnir gerspilli frum-
varpinu í höndum hennar með
ástæðulausum útúrdúrum og
meinlokum, sem stafa af þver-
úð einni, á sama liátt og kröfu-
gerð þeirra, er fram var sett
er Alþingi settist á rökstóla.
Ríkisstjórnin hefir tekið að sér
að leysa dýrtíðarmálin, og fái
hún ekki notið samvinnu Al-
þingis á hún vissulega ekki á
mörgu völ til að ná setlu
marki, en það væri máske
ekki úr vegi að flokkarnir
tækju áður fyrri afstöðu sína
til endurskoðunar.
ALÞINGI
Höfundarréttur og listvemd.
Samdnað Alfjinffi sam-
þykkti í gær með 26 sam-
hljóða atkvæðum þingsátffkt-
iimartillogu, þar sem Alþingi
„ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að láta undirbúa heild-
arlöggjöf um höfundarétt
og listvernd. Við undirbún-
ing málsins skal leitað til-
lagna frá Bandalagi ísl-
listamanna.“
Tillagan mun hafa verið
flutt að tillilutan Bandalags
ísl. listamanna samkvæmt
ákvörðun listamannaþingsins
í haust. Flm. voru Gunnár
Thoroddsen, Eysteinn Jóns-
son, St. Jóh. Stef. og Sigurður
Thoroddsen.
Laun starfsmanna ríkisins.
Tillaga stjórnarinnar um
sérstakar launabætur fyrir
starfsmenn ríkisins var sam-
þykkt með 31 : 6 (6 sátu hjá).
Samkvæmt tillögu þessari
framlengjast launabætur þær
(25—30 af hundraði) sem
samþ. voru i fyrasumar um
eitt ár frá 1. júlí þessa árs.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Fagurt er á fjöllum" ann-
að kvöld. Aðgöngumiðar seldir
frá kl. 4 í dag.
Mann tekur út af
á Isafirdi og druknar.
„Arctic“, skip Fiskimálanefndar, sendi frá sér neyð-
armerki í morgun. Var ekki hægt að fá neina vitneskju
um hvar skipið væri statt, né hvað væri að. f gær var
skipið statt djúpt út af Sandgerði, þá með rifin segl, en
samt bjóst það við að komast fyrir Skagann í nótt.
Sennilega hefir það þó ekki orðið, og í morgun barst
neyðarskeyti frá því. Skipverjar geta ekki sagt hvar
skipið er statt og það virðist, sem þeir heyri ekki til
lands.
Allir l>átar úr veT.stöðvuni
suður með sjó, af Akranesi og af
\restfjörðum hafa náð landi,
nema vélbáturinn „Svanur“ frá
Stykkishólmi, sem ekki er enn-
þá kominn að. Hefir lieyrst til
lians i morgun, og er einhver
bilun í honum, en það er eins
með hann og .,Artic“, að það
er ekki vitað iivar hann cr
staddur. Gerir þctta miklu erf-
iðara fyrir með alla hjálpai-
starfsemi.
Tveir tólar frá Bolungavík
komust ekki að landi fyr en i
morgun, vegna veðurs, en tveir
bátar með bilaðar vélar nutu
aðstoðar stærri skipa og voru
dregnir til lands. Annar l>essara
báta var vélbáturinn „Hallur“
frá Sandgerði, kom togari hon-
um til lijálpar og dró hann til
Keflavikur. Hinn báturinn var
„Ifrefna“ frá Akranesi. „Sæ-
björg“ náði honum og ætlaði
með hann til Akraness, en komst
þar ekki upp vegna brims og
sjávarróts og varð því að snúa
með bátinn bingað suður.
Það slys vildi til á ísafjarð-
ardjúpi, að mann tók út af ein-
um bátnum og drukknaði. —
Yegna ills símasambands er ekld
vitað hvar slys þetta bar að
höndum, né á hvaða báti.
Sambandslaust er við Vest-
mannaeyjar og hefir ekkert
frétzt þaðan í morgun.
Síðustu fréttir.
Um það leyti sem Vísir fór
í pressuna fékk blaðið þær upp-
lýsingar hjá Slysavamafélaginu,
að alltaf heyrðist öðru hverju
til Arctic og það siðast, að skipið
væri að reka á land. Hvar það
er, veit enginn, því að tæki
skipsins virðast vera eitthvað
biluð. í fyrstu heyrðist loft-
skeytastöðinni það vera Garðs-
skagi, en síðar Akranes, sem
kallið kæmi frá. Hafa verið
gerðar ráðstafanir til þess að
bjálparsveitir verði til aðstoðar
á báðum þessum stöðum.
Lítil mjólk í
morgun.
/ gær brugðust allar mjólk-
ursendingar til bæjarins, enda
var lítil mjólk á markaðnum
í morgun og smátt skömmtuð.
Austanbílarnir komust ekki
nema að Miðtfelli við Þing-
vallavatn.
Laxfoss komst ekki til Borg-
arness.
f gær urðu Mosfellssveitar-
bílar að snúa við á móts við
Blikastaði.
Þó kom nokkur mjólk úr
nærsveitunum seinni part
dagsins og einnig bátur af
Akranesi. Það var þessi mjólk,
sem var til sölu í morgun.
Mjólkurbílar lögðu af stað
frá FJóabúinu í moírgún og
ætluðu að freist að komajst
hingað, en ekki var vitað,
hvernig gengið hefði, þegar
blaðið fór í pressuna.
Lítil von er til þess að nokkur
mjólk flytjist til bæjarins í dag.
Báðir vegimir austur eru teppt-
ir og hæpin von um að nokkur
mjólk berist úr Borgarfirði.
Er Vísir ótti tal við vegamála-
skrifstofuna á morgun var ekk-
ert útlit á að vegimir austur
yrðu færir í dag. Þrátt fyrir
stöðugt starf snjóplóganna í alla
nótt og snjómokstur mannafla,
sem sendur var á Mosfellsheiði
í morgun, em litlar likur til að
heiðin verði fær í dag.
Afgreiðsla Laxfoss skýrði
blaðinu frá því, að ekki væri
óhugsandi að báturinn færi í
Borgarnes kl. 1 M>, en þó væru
líkurnar til þess litlar.
Fyrri hluta dags i gær var ó-
færð svo mikil í bænum og ná-
grenni hans, að flestar strætis-
vagnaferðir tmfluðust að
meira eða minna leyti, og sum-
ar lögðust alveg niður. Komust
strætisvagnar t. d. ekkert inn
fyrir bæinn og ekki til Hafnar-
fjarðar fyrir hádegi.
Ung
óskar eftir atvinnu, helzt við
afgr. í búð eða verksmiðju-
vinnu. Uppl. i sima 2299, kl.
7—8 í kvöld.
Bæjcsr
fréttír
FöstuguðsJjjónustur.
Dómkirkjan kl. 8.15, síra Bjarni
Jónsson. Fríkikjan kl. 8.15, sira
Arni Siguðsson. — Hafnarfjarð-
fellur niður i kvöld.
Barnaskólarnir.
Eins og getið var um i blaðinu
i gær, verður Laugarnessskóla lok-
að út þessa viku, aðallega vegna
þess, hve börnin i þvi hveríi eiga
erfitt með að sækja skólann. —
Hins vegar hefir ekki verið álitið
nauðsynlegt að loka öðrum skól-
um, þótt kennsla væri lögð niður
eftir hádegi i gær, og starfa þeir
því áfram.
Handknattleiksmótið.
í kvöld keppa kv.fl. K.R. og
i.fl. karla Vikingur-Fram og K.R.-
Ármann.
Náttúrulækningafélag Islands.
Aðalfundi félagsins, sem halda
átti í kvöld, er festað. Verður aug-
lýst siðar, hvenær fundurinn verð-
ur haldinn.
Næturakstur.
Aðalstöðin. Simi 1383.
Næturlæknir.
Halldór Stefánsson, Ránargötu
12. Sími 2234. — Næturvörður í
Lyfjabúðinni Iðunn.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 Föstumessa í Frí-
kirkjunni (sira Árni Siguðsson).
21.20 Kvölclvaka: Gils Guðmunds-
son, kennari: Um róður á vertið
1 á Suðurlandi. Sjómannalög.
Lögregluíjónn fær bæt-
ur vegna fyrirvara-
lansar uppsagnar.
Nýlega var dómur uppkveð-
inn í bæjarþingi Reykjavíkur í
máli er Páll Guðjónsson lög-
regluþjónn höfðaði gegn lög-
reglustjóranum í Reykjavík,
borgarstjóra f. h. bæjarsjóðs og
fármálaráðherra f. h. ríkis-
sjóðs, vegna fyrirvaralausrar
brottvikningar Páls úr starfi í
nóvembermánuði 1941.
Taldi lögreglustjóri og færði
sem ástæðu fyrir brottvikning-
unni, að Páll hefði sýnt ítrek-
aðan mótþróa. Um sama leyti
vék lögreglustjóri Bjarna Egg-
ertssyni úr stöðu, án þess að
gefa upp sakir, en veitti hon-
um 6 mánaða uppsagnarfrest,
og loks sagði hann Kjártani
Bergmann upp stöðu, sem hann
var settur i, án þess að tilkynna
sakir. Vakti mál j>etta mjkla
athygli á sinni tíð.
Dómur undirréttarins i máli
Páls taldi að sakir þær, er lög-
reglustjóri taldi fram honum á
hendur, væru ekki það miklar,
að þær réttlættu fyrirvaralausa
brottviknmgu, og ætti Páll því
kröfu á 6 mánaða kaupi, kr.
7.500.—, með 5% ársvöxtum
frá 11. des. 1941, auk greiðslu
úr Eftirlaunasjóði Reykjavíkur-
bæjar kr. 1327.31 og loks kr.
800.— úr bæjarsjóði og rikis-
sjóði að jöfnu upp í málskostn-
að. —
Kristján Guðlaugsson hrl.
flutti málið af hálfu Páls, eti
Einar B. Guðmundsson hrl. af
hálfu lögréglustjóra.
út frá rafmagnslampa, að því
er ætlað er.
Eldurinn var í efri hæð
hússins, í íbúð Kristinar Ein-
arsdóttur ekkjufrúar.
Töluverðar skemmdir urðu,
áður en slökkt yrði, en ekk-
ert slys varð.
Um liálf tólf var slökkvi-
liðið aftur kvatt út, að þessu
sinni á Vesturgötu 26 A. En
þar var búið að slökkva, áð-
ur en slökkviliðið kom.
Tryggingamálin.
Félagsmálaráðuneytið hefir
falið þeim Jóni Blöndal hag-
fræðingi, Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni tryggingafræðingi
og Klemenz Tryggvasyni hag-
fræðingi að rannsaka, hversu
bezt megi tryggja félagslegt ör-
yggi á sem flestum sviðum liér
á landi í framtíðinni.
Verkefnið er í fyrsta lagi fólg-
ið i því, að rannsökuð sé fjár-
hagsleg geta þjóðarheildarinn-
ar, með tilliti til atvinnuhátta
og afkomu landsmanna. í öðru
lagi er ætlazt til, að undirbúnar
séu tillögur um heidlarfyrir-
komulag löggjafar, er tryggi
sem bezt félagslegt öryggi
landsmanna i framtíðinni á öll-
um þeim sviðum, þar sem al-
mannatryggingum verður kom-
ið við.
Viðreisnin eftir
styrjöldina.
Hin nýja styr jöld gegn hungri, veikindum, örbirgð
og hverskonar bágindum.
Einkaviðtal Jaromir Necas, viðreisnarráðherra tékk-
nesku stjórnarinnar í London, við H. C. Taussig, frétta-
ritara Vísis. —
Þótt viðtal þetta f jalli að mestu um viðreisnarmál
Tékka eftir styrjöldina, ber þess að gæta, að allar
meginlandsþjóðirnar eiga í rauninni við sömu eða svip-
uð vandamál að stríða. Necas er 54 ára að aldri, og hef-
ir verið félagsmálaráðherra Tékkóslóvaíku. Um skeið
var hann forseti Alþjóðaverkamálaskrifstofunnar. —
Hann kom fyrir nokkru frá Vesturheimi, þar sem hann
kynnti sér ýms mál á sviði stjómmáia, félagsmála og
iðnaðar, og heimsótti ýmsar stofnanir.
En þótt þessir menn vinni
þannig að því, að leggja grund-
völl að allsherjar viðreisn í áK-
Nú, þegar mesta styrjöld,
sem nokkum tíma hefir háð
verið í heiminum, stendur sem
hæst, vinna nokkurir menn í
Lundúnaborg að undirbúningi
hinnar inestu baráttu, sem háð
hefir verið fyrr eða síðar. En,
þótt einkennilget megi virðast,
verður ekki barizt til úrslita í
þessari „orustu“ eða baráttu,
fyn- en skotið hefir verið sein-
asta skotinu í styrjöldinni, og
friður er kominn á meðal hinna
hrjáðu og illa á sig komnu
Evrópuþjóða.
Þessir menn hafa tekið þung-
ar byrðar á sínar herðar. Þeir
eiga við óhemju erfiðleika að
stríða, því að þeir og hersveitir
þeirra eiga að hefjast handa,
þegar vald nazista hefir verið
upprætt hvarvetna að fullu og
öllu. Hlutverk þessara leiðtoga
verður að bæta úr þvi stórkost-
lega tjóni, sem brúnstakkar
Hitlers hafa valdið í löndum
þeim, er þeir hafa vaðið yfir.
Hlutverk þeirra er m. a. að sjá
megnilandsþjóðunum, sem nú
hafa soltið árum saman heilu
eða hálfu hungri, fyrir mat-
vælabirgðum. Hlutverk þeirra
er að finna verkefni, atvinnu,
handa milljónum manna, þegar
hjólin stöðvast í hergagnaverk-
smiðjunum.
unni, taka þeir að sjálfsögðu
enn undir einkunnarorðin:
„Fyrsta markið er að sigra í
styrjöldinni“. Því að án sigurs
yfir Hitler geta þeir ekki byrj-
að baráttu sína — hina nýju
styrjöld gegn hungri, veikind-
um, örbirgð og hverskonar bág-
indum.
En þótt þeir geti ekki enn
sem komið er hafizt handa á
vttvangi hinnár nýju styrjald-
ar, geta þeir unnið að undirbún-
ingi öllum, og þegar hefir þeim
orðið furðulega mikið ágengt.
Og undirbúningsstarf þeirra
mun verða trygging fyrir því,
að framhaldsstarfð heppnist.
Héma um daginn lagði eg
leið mína í stórhýsi við Sloane
Street, en þar hefir Viðreisnar-
ráðuneyti tékknesku stjómar-
innar í London aðsetur sitt. Á
þriðju liæð í sömu byggingu
hefir pólska rikisstjómin í Lon-
don aðsetur sitt. Þetta fannst
mér tákn þess, að samvinnan
milli bandamanna myndi verða
góð, jafnt í friði sem styrjöld.
Eg ákvað að lita inn til Jaro-
nir Necas til þess að kynna mér
störf hans og ráðuneytis hans.
Nacas vakti þegar athygli
<0
(5
*
il
8
•2
i
mina á einum höfuðerfðleika,
sem við er að stríða.
„Við vitum,“ sagði .hann, „að
Jægar nazis.tar að lokum verða
hraktir úr hernumdu löndun-
um, munu ]>eir skilja eftir
„sviðna jörð“, eyðileggja mann-
virkí og birgðir og allt, sem ]>eir
geta. Þeir munu brenna og
myrða, láta greipar sópa. Þeir
munu breima korninu, sem þeir
gátu ekki flutt til I»ýzkalands,
og slátra stórgripunum. Þéir
munu hrenna opinberar bygg-
ingar, orkuver, gasstöðvar, eyði-
leggja samgöngutæk.
Við vitum, að þeir munu
gera þetta, því að þegar ]>eir sjá
ekkert nema eigið lirun fram-
undan, munu þeir leitast við að
koma því til leiðar, að fyrir hin-
mn mgeinlandsþjóðunum fari
eins illa og þeim. En svo er hitt
annað mál, að það er undir því
komið hversu snarir i snúning-
um bandamenn verða, hversu
mikið eyði leggingarstarf þeir
geta innt af höndum. Jafnvel
áður en við byrjum að Ieggja
niður fyrir oss áætlun vora
veldur það oss erfiðleikum, að
vér vitum ekki hversu mlklu
efni vér höfum til taks til þess
að hef ja viðreísnarstarfið.“
Eg spurði Necas hvernig
bandaménn ihyridu leysa þetta
vandamál.
Hann hélt áfram:
„Vér munum gera náð fyrir
hnu versta —- gera ráð fyrir að
allt verði í rústum á megínland-
inu, og að byggja verði algerlega
frá grunni. í fyrsta lagi verður
að sjá fyrir matvælum lianda
öllum hinum hungrandi lýð í
fjölda mörgum löndum. Land-
búnaðurinn verður í rústum.
Landvarnaráðherra belgisku
stjómarinnar í London, sagði
fyrir skemmstu, að allt væri
undirbúið að flytja matvæli í
stórum stíl til Belgiu, fyrirvara-
laust að kalla. Við liöfum ekki
heldur verið iðjulausir.
Ráðuneyti okkar starfar í
þremur deildum. Ein starfar að
útvegun matvæla og flutningi á
þeim, önnur deild vinnur að
undirbúningi á sviði verklýðs-
og heilbrigðismála, og seinast
en ekki sízt, þriðja deildin vinn-
ur að undirbúningi að því að
hyggja upp það, sem naizstar
hafa lagt í rúst.
Matvæladeildin hefir séð um,
að miklar malvælabirgðir eru
fyrir hendi í Bandaríkjunum, til
flutnings tli Tékkóslóvakíu, ]>eg-
ar dagur frelsisins rennur upp.
Við gerum oss ljóst, að eitt
fyrsta höfuðviðfangsefni land-
búnaðar vors, er viðreisn land-
búnaðarins, þvi að liin sönnu
auðæfi hverr arþjóðar er mold
hennar, en hinsvegar vitum vér,
að það verður árs verk að
minnsta kosti, að koma öllu í
gang á sveitabýlunum. Ef til
vill lengur. Það veltur á þvi
hversu Þjóðverjum verður á-
gengt í að skilja eftir sviðna
jöað.
Fyrsta frelsisárið getum við
því ekki gert ráð fyrir að fram-
leiða matvæli handa sjálfum
oss. Við verðum að flytja þau
inn. Og það verður ekki eins
auðvelt og það virðist vera. I
fyrsta lagi er það erfiðleikum
bundið að afla skipakosts — í
öðru lagi er flutningurinn frá
ströndinni til Tékkóslóvakiu.
Eg vil nefna dæmi þessu til
skýringar. Okkur væri hentast
að flytja matvælin og annað
sem flytja þarf frá Ameríku, til
Hamborgar, og þaðan eftir járn-
brautum, en flutningakerfi
Þjóðverja verður í megnasta ó-
lagi eftir styrjöldina. Flutning-
ar á Elbu gætu ráðið bót á vand-
anum. En til þess að geta notað
Elbu tl flutninga, ef allt verður
þá ekki í rústum í Hamborg
eftir loftárásirnar, en setjum nú
svo, að hægt verði að nola Elbu
til flutninga frá Hamborg. í
fyrsta lagi þurfum vér að hafa
V I S I R
Nnndmot K.R.
Tvö ný met.
nægan ikosit fljótasklpa, sem
yrðu að vera undr hernaðareft-
irlLti bandamanna. Vegna af-
vopnunar Þýzkalands og til
þess að koma i veg fyrir
skemmdarverk og að flutningar
verði hindraðir, verður að her-
nema Ilomborg og ýmsar borg-
ir, sem verða mðstöðvar flutn-
Inga, svo sem Magdéburg, Dres-
den og fleiri. Þetta ætti að nægja
sem dæmi um þá erfiðleika, sem
við og állir bandamenn eiga við
stríða.
Það er ekki nög að bolla-
leggja um þessa hlut. Allt verð-
ur að vera tilbúið til athafna,
undir <éins og unnt er að hef jast
hanla. Sú hætta vofir yfir, að
þegar við fáum land okkar afl-
ur, verði helmngur ]>jóðarinnar
að því kominn.að deyja liungur-
dauðaÁ
Eg spurði Necas um verklýðs
og atvínnumálin og fyrstu orð
hans sannfærðu mig um hve
gifurlegt vandamál ]>ar er við
að glíma.
„Herra Phelan, forstjóri Al-
þjöða verklýðsmálaskrifstof-
unnar áætlar, að tala atvinnu-
leysingja i Evrópu að styrjöld-
inni lokinni verði um 150 millj.
manna, þegar hjól stríðsfram-
leiðslunnar stöðvast. I Þýzka-
landi einu er áætlað að verði 15
míllj. atvinnuléfsingja. Til
Tékkóslóvakíu munu koma aft-
ur frá Þýzkalandi um 250.000
verkamenn, sem þangað voru
fluttir til þvingunarvinnu. Þetta
eru ekld iðnlærðir verkamenn.
Þjóðverjar notá sína menn og
þjálfa til liinna vandasamari
verka. Nú er það augljóst mál,
að hægt verður að veila miklum
fjölda atvinnuleysingja störf
við margskonar viðreisnarfram-
kvæmdir. Við að byggja upp
það, sem naziztar hafa eyðilagt.
En hugleiðið hversu stórkostlegt
skipulagningarstarf hér bíður
okkar. Og svo er að útvega vélar
og annað í stað þess, sem naz-
istar eyðiieggja.
Við höfum únnð markvíst að
undirbúningi þess, að endur-
reisa menningarlíf ]>jóðar vorr-
ar. Þar er einnig mikið vexk-
efni. Við höfum ráðið einn af
kunnustu menntamönnum þjóð-
arnnar til þess að hafa fox*yst-
una í því starfi. Ekki að eins
hefir skólum vorum og bóka-
söfnum og öðrum menntastofn-
unum verið lokað, heldur hefir
eignum þessara stofnana verið
rænt. Þar er sömu sögu að segja
og i öðrum hemumdu löndum.
En auk þess hefir allt samband
þjóðarinnar við menntámenn
og menningarstofnanir annax-a
þjóða verið rofið. Við munum
gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til þess að ráða bót á þessu.
Eg get ekki annað en vikið að
þvi, að brezkir námumenn liafa
hundist samtökuin um að end-
urreisa þorpið Lidce, sem Þjóð-
verjar lögðu i rúst: Við inunum
sjá um, að hin nýja Lidice verði
verðugt minnismerki þeiiTa,
sem nazstar myrtu þar. Við
munum byggja hna nýju Lidice
]>annig, að aldrei gleymist þján-
ingar ]>eirra, sem áður bjuggu
þar. Því að ]>eir dóu, svo að
Tékkóslóvakía mætti lifa um
allan aldur.“
Necas stóð upp — augsýni-
lega hrærður. Hann rétti mér
hendina.
„Eg vona að þér sjáið af þessu
liversu stórt'hlutverk okkar er
— þótt eg hafi ekki haft tima
til þess a ðminnast á nema fátt
eitt. I ráðuneyti mínu vinnum
við dag og nótt, og við teljum
það ekki eftir okkur. Við vitum,
að undir starfi okkar er komin
fi'amtið Tékkóslóvaíku.“
Spellmann kardínáli frá
New York er kominn til Norð-
ur-Afríku. Hefir hann verýð
þar á aðra viku og ferðast
á fjórða þúsund kílómetra
milli herbúða ameriska hers-
ins.
IKvarpið
Rabb Árna Jónssonar um
daginn og veginn var eitthvert
hið snjallasta, sem lengi hefir
heyrzt í útvarpinu, og var ]>að
alger óþarfi að byrja það á af-
sökun (smíðagalli, sem er á allt
of mörgum erindum), enda var
þulurinn búinn að tilkynna, að
Árni flytli þáttinn þetta kvöld
i stað Vilhjálms Þ. Árni tók
mjög alvaidega á einum megm-
galla þjóðlífs vox*s, þessu enda-
lausa fjasi, sem einhvernveginn
spinnst út af hverju sem er, og
]>á jafnan helzt því, er sízt
skyldi. Fyrir skömmu liljóp
taugaæsingur i forystumenn
þjóðmálaflokkanna út af gagn-
rýni á athafnaleysi þeirra og
því ófremdar-ástandi, sem
skapazt liafði, áður en núver-
andi rikisstjórn var mynduð.
Var þá óspart rælt um „árásir
á Alþingi“ og svo látið líta út,
sem allir ]>eir, sem ekki sættu
sig orðalaust við gerðir (eða
aðgerðaleysi) þingsins, væru Al-
þingi og þingræði fjandsamleg-
ir. Árni tók undir orð forseta
sameinaðs Alþingis um þetta
efni og undirstrikaði, hversu
fráleitt það væri í lýðfrjálsu
landi, ef sú stofnun, sem telsi
hyrningarsteinn þjóðræðisins,
skyldi biðjast undan gagnrýni.
Annað atriði i ræðu hans var
samningur útvarpsins við
Bandarikjaherinn — annað
efni, sem valdið liefir stormi i
vatiisglasi. Er það skoðun hans,
að þar liöggvi sá, er hlífa skyldi,
ef vér færum að óvingast við
Bandaríkjamenn út af vinsam-
legum og drengilegum tilboð-
um, áður en nokkur fái séð,
hvernig úr rætist. Hinsvegar,
sagði Árni, látum vér oss merki-
lega fátt um finnast, þótt við
séum affluttir æði hastarlega i
víðlesnum blöðum banda-
manna, brezkum og amerísk-
um. Væri sönnu nær að sýna
hinum erlenda her fulla vin-
scmd heima fyrir, en krefjast
þess á móti, að slikar missagnir
séu jafnharðan leiðréttar.
B. G.
Frú Theresia Guðmundsson
veðurfr. flutti í gærkv. afar-
skennntilegt og fróðlegt er-
indi um skýjamyndanir og
Á sundmóti K. R„ sem.fram
fór i Sundliöll Reykjavikur i
fyxrakvöld, náðust yfirleití
mjög góðir árangrar. Tvö met
voru sett og gerðu það systkin-
in Sigurður Jónsson, KR, í 200
m. bringusundi karla, tíminn
var 2 mín. 57,1 sek„ og Sigriður
Jónsdóttir, KR, í 50 m. bringu-
sundi kvenna. Tími liennar var
43,9 sek.
Gamla metið í 200 m. bringu-
sundinu átti Sigurður sjálfur og
var það 2 mín. 57,3 sek„ en
gamla metið í 50 m. bringu-
sundi kvenna átti Þorbjörg Guð-
jónsdóttir, og var það 44,8 sek.
Árangur einstakra greina var
sem hér segir:
100 m. fjáls aðferð karla.
1. Stefán Jónsson Á 1:05.4
2. Rafn Sigurvinss. KR 1:06.8
3. Einar Hjartarson Á 1:14.0
Af 7 keppendum á skrá voru
fjórir veikir og gátu ekki mætt,
en annars var talsvert spennandi
sund milli Stefóns og Rafns. I
sundinu var keppt um sundbik-
ar KR í þessari vegalengd og
vann Stefán hann i annað sinn í
röð. Stefán virðist vera talsvert
sterkari á sundinu en Rafn.
/
200 m. bringusund karla.
1. Sigurður Jónsson KR 2:57.1
2. Sigurjón Guðjónss. Á 3:10.0
Á skrá voru aðeins þeir tveir
og er það mjög fátt. Tími Sig-
urðar er mjög góður og met,
sem fyrr segir. Einnig i þessu
sundi var keppt um Sundbikar
KR, og vann Sigurður liann nu
i annað sinn i röð. Þess skal get-
ið, að bikarana báða skal vinna
!il eignar þrisvar í röð eða fimm
sinnum alls.
skj'jafar. Var einkum eftir-
tektarvert hve fallegt mál
frúin talar og hversu íslenzk-
ur málhreimur hennar er.
Hún er norsk að uppruna og
fluttist eigi hingað til lands
fyrr en liún var gift manni
sínum, Baxða Guðmuhdssyni
þjóðskjalaverði.
200 m. bringusund drengja
innan 16 ára.
1. Halldór Lárusson Iþrf. Reyk-
hyltinga 3:16.6 j
2. Einar Sigurvinss. KR 3:27.0
3. Hörður Jóhanness. Æ 3:31.0
I þessu sundi kom. fram nýr
piltur, sem vænta má mikils af.
Er það Halldór Lárusson. Hann
synd,ir mjög rösklega, en er
sýnilega ekki vanur keppni, en
i honuni býr efni, sem vert er
að taka eftir og þjálfa réttilega.
Tími hans er mjög góður, þeg-
mjög þunglamalega og auk þess
frekar illa. Mætti brýna betur
0
400 m. frjáls aðferð karla.
1. Gúðm. Jónsson Æ 6:28.5
2. Sigurg. Guðjónss. KR 6:36.5
3. Pétur Eiríksson KR 6;50.3
í þessu sundi var nær engin
keppni, allir keppendurnir syntu
fyrir mönnum að vera betur
undir svona löng sund búnir, en
þeir virtust vera. Tímar eru lé-
legir.
50 m. baksund karla.
1. Logi Einarsson Æ 36.9 sek.
2. Guðm. I»órarinss. Á 38.9 —
3. Guðm. Ingólfss. ÍR 39.7 —
4. Pétur Guðjónsson Á 39.7 —
Logi var vel að sigri sinum
kominn, þar sem liann sýndi
greinilega yfirburði, bæði í
sundaðferð og i liraða. Hörð
keppni var milli Guðm. Ing-
ólfssonar og Péturs. Guðm. Þór.
er i greinilegri framför.
50 m. bringusund konur.
1. Sigríður Jónsd. KR 43.9 sek.
2. Unnur Ágústsd. KR 44.8 —
ai litið er á aldurinn. Aðrir þátt-
takendur i sundinu syntu einnig
rnjög vel. Af 8 piltum skráðum
voru 2 veildr.
Timarnii* eru báðir mjög góð-
ir, annar undir eldra meti og
; liinn sá saro i og metið var. —-
Keppni var töhrverð. Unnur hef-
i ir mjög tífö tök, en Sigríður
j liefir mjög sterklegt sund og
( má búast við núkhi af þeim !>áð-
j um nú á næstunni.
50 m. frjáhi LÓferð drengja
innaiV Jfe ára.
1. Halld. Baéiimann Æ 32.3 selfc,
2 Marteinn lirist, Æ 37.8 — ’
3. Baldur Zoptv Æ 37.7 —
Keppni var ekki mikil. Hall-
dór sýndi hér greinilega yfix*-
burði yfir keppendur sína, ero
honum fer, afö þvi er virðist, lit-
ið fram núAúL' .Af 7 skráðum
voru 3 J>átt5okoridur veikir,
•i
4 x 50 m. briwrn-feoðsund karia
1. A-sveit KR 2:28.6
2. Sveit Á 2:28.8
3. B-sveit KR 2:43.7
Þetta var eitl áoalsund kvölds-
ins. Strax eftií' fyrsta sprett var
KR á undan, efiir annan sprett
var KR A-sve;ti og Ármana jöfn..
Fiftir þriðja sp.vett var Ármanm
fyrstur, en KJR fylgdi fast á <aft-
ir, en i síttoftia sprettinum.
beppnaðist S.igurði Jónssyni að-
ná aðeins fram úr Magnúsi
Kristjánssyni, sem var enda-
maðnr Ármennmga, og þar með •
var KR búinn afö sigra. Ármenri-
ingarnir virtusl ekki eins góð-
ir og á* siðastatanóti, enda fengui
þeir nii lakari tíma en þa.
Að síðustn, fór fram re«p-
dráttur á sundi Var það nýjimg,
sem litla eftirtekt vakti, og virð-
ist ekki geta notið sín sem reip>-
tog á landi.
Tilkynningai um hreytingu
sundriðla og tíraa voru mjög
slæmar, náðu atls ekki til áhorf-
enda. Þarf Sundhöllin og sund-
félögin að bæta Úr því, með þvi
að nota kalltrékt og góða til—
kynningartöfhi með stöfum,
sem hægt ei afö renna inn á töfl-
una, og koma henni svo fvrir,
að liún geti hangið uppi á með-
an næsta sund fer frani, án þess
þó að vera fyrir keppendum,
þegar þeir varpa sér til sunds.
Foringjar Bandaríkjahers í Norður-Afríku
Myndin sýnir m. a. Lloyd R. Fredendall hershöfðingja, yfir-
foringja ameríska flguhersins í Tunis (í miðju), Mark W.
Clark liersh. (2. frá liægri) og James H. Dolittle, foringja 12.
flughers Bandaríkjanna (1. hægri).
Þeir eru að horfa á flugvélar, sem lenda á flugvelli að aflok-
inni árásarferð.
Þ. M.
Innilegar þakkir fœpl ég hér
med Ríkisstjórninni, Alþingi og öli-
um þeim fjölda manna, fjœr cg nær,
sem heidruöu minningu þeirra
manna, er fórust meö M.s. Þormóði
og sem á margvísiegan og hjart-
næman hátt hafa audsýnt aöstand—
endum djúpa hryggd, samúð ög hjálp
i sorgum þeirra. *♦ .*•
Gísli Jónsson
Móðir mín, i ;
Sigríöur Júllana Kristjánsdóttir
andaðist i sjúkrahúsi Hvítabandsins 16. þ. m.
Fyrir mína hönd og annara vandamánna.
Jóhanna Bjarnadóttir.
Jarðarför
Sigrídar Gunnjónu Stefánsdóttur
frá Fremra-Núpi i Vopnafirði, sem andaðist í Landakots-
spítala föstudaginn 12. þ. m„ fer fram frá dómkirkjunni
laugardaginn 20. þ. m. kl. iy2e;h. '"' !
Fyrir hönd aðstandenda. ' ;
Steinunn Jóhannsdóttir. Stefán Lárusson.