Vísir - 26.03.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 26.03.1943, Blaðsíða 3
V I M H VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritatjórar: Kristján GuSlangsaon, Hersteinn Pólsson. Skrifstofs: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 166 0 (fimm línur). VerS kr. 4,00 á mánuSi Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjóðleikhúsið. Alþingi liefir nú lýst yfir þeim vilja sínum, að liald- ið skuli áfram byggingu Þjóð- leikhússins og hún fullgerð svo fljótt sein verða má. Vissulega er tínii til þess kominn og hefði betur fyrr mátt vera, með því að ekki getur vanzalaust talizt að býgging þessi skuli liafa staðið hálfgerð um áratug, þótt rík þörf væri á 'henni vegna menningarlífs þjóðarinnar, og er þar ekki úm leiklistina eina að ræða. Hér í höfuðstaðnum hefir verið átakanlegur skortur viðunandi húsakýnna fyrir listamenn t. d. söngvara og aðra hljóinlistarmenn. En ekki her að sakast um orðinn hlut og úr því sem koniið er, virðist það aðalatriðið að byggingunni verði annarsvegar hraðað sein mest, en hinsvegar verði hún svo úr garði gerð að til fulls sóma inegi teljast og samboðin því hlutverki, sein þarna á að vinna. Leikfélagið hefir nýlega rætt mál þetta á aðalfundi sínum og vakið réttilega máls á því, að jafnframt því, sem nauðsyn ber til að Þjóðleikhúsbygging- unni verði liraðað, beri einnig að gefa því fullan gaum, að hið væntanlega starf innan bygg- ingarinnar verði að undirbúa, en i því fellst að leikurum gefist kostur á að iðka list sína í fram- tíðinni frekar sem æfistarf en tómstundavinnu. Þar gildir hið fomkveðna, að enginn verður óbarinn biskup og <»11 list bygg- ist ekki einvörðungu á guðleg- um innblæstri heldur einnig og jafnvel öllu frekar á starfi og þjálfun. Það er óneitanlega allhjákát- legt að leikstarfsemin hér i höf- uðstaðnum, sem Jiegar er orðinn það fjölmennur að hann má telja verðandi borg, hefir um 40—50 ára skeið ekkert viðun- andi hús fengizt er leiklistar- starfið gæti notazt við, og nú er jafnvel svo ástatt að Leikfélag- ið hefir engin húsakynni til æf- inga, önnur en þau, sein félagið fær fyrir náð einhversstaðar úti um bæinn. Segir það sig sjálft að æfingar verða með þvi móti óeðlilegum erfiðleikum háðar og spilhr það jafnvel ár- angri verulega frá því sem yrði, ef unnt yrði að fá viðunandi húsrúm til æfinga. Akureyri, Vestmannaeyjar og nú síðast Hafnarfjörður hafa kqmið upp fyrirmyndar sam- komuhússbyggingum lijá sér, þar sem búið er að leikstarfsem- inni á allt.annan og betri hátt, en hér i Reykjavík hefir þekkzt til þessa. Eru þó öll skilyrði til að slíkur rekstur stórbygginga beri sig miklu betur hér en annarstaðar, enda öll líkindi til að Þjóðleikhúsið megi reka án verulegs halla, ef rétt er á hald- ið. En hvað sem því liður er á engan hátt óeðlilegt að ríkið styrki rekstur þess, m. a. með skemmtahaskattinum, sem eðli- legt er að renni til Þjóðleikhúss- ins þótt byggipg þess verði full- gerð. Starfið, sem þar. er unnið ber einnig að tryggja i framtíð- inni. .. ..... Leiklistarstarfsemi hér i höfr RáðDiogarstoía Reykjavíkor hefor annazt 20-30 þðsood ráðningar Viðtal við Gunnar Benediktsson lögfræðing Ráðningar^tofa Reykjavíkurbæjar hefir nú starfað nokkuð á 9. ár og má með sanni seg.ja, að hún hafi afrekað miklu og ráðið fram úr vanda í'jölda fólks, er til herinar hafa leitað. Frá stofnun stofunnar og til síð- ustu áramóta hafa alls Ieitað til hennar á áttunda þús- und karla og kvenna sem atvinnulaus hal'a verið, en samtals hala vinnuumsóknir, sem Ráðningarstofunni hafa horizt verið rúmlega 34.000. Visir átti lai við Gunnar Benediktssou lögfræðing, sem er framkvæmdarstjóri Ráðn- ingarstofunnar og lét hann blað- inu allýtarlega greinargerð um störf stofnunarinnar í té, sem fer hér lá eftir: „Atvinnulíf gjörbreyttist á árinu 1940, þannig að atvinnu- leysi livarf þá nieð öllu, og það. má segja að starf Ráðningar- stofunnar liafi þá alveg snúizt við. Áður snérist það um að út- vega atvinnuleysingjum vinnu, en frá 1940 hinsvegar til þess að hjálpa atvinnurekendum að ná í starfsfólk. Siðastliðin Ivö ár liefir liver atvinnusækjandi sem leitaði til stofnunarinna fengið atvinnu. Ráðningarstofan annast hin siðari árin atvinnuleysisskrán- ingar fyrir Reykjavíkurbæ og í febrúarmánuði s. 1. gáfu sig að- eins fram 50 manns, þar af 29 kvongaðir karlinenn og 27 ein- hleypir en engin kona. Nokkrir af þessum mönnum komust þegar í vinnu, og hinsvegar mikil vinna framundan svo hér er ekki um neilt atvinnuleysi að ræða. Ráðningarstofa Reykjavíkur- hæjar liefir starfað frá því 20. okt. 1934, og til hennar hafá alls leitað fram að síðustu ára- mótum 2420 konur og 4902 karlmenn, frumskráðir eða samtals 7322 manns. En tala uðstaðnum á að baki sér langt og óeigingjarnt starf margra manna og kvenna, og ekki verð- ur annað sagt með nokkurum rétti, en að liún iiafi náð hér furðulegum þroska, þegar þess er jafnframt gætt að fæstir ís- lenzkra leikenda hafa átt þess nokkurn kost að afla sér veru- legrar menntunar á þessu sviði. Nokkurir hafa j)ó í seinni tið forframast á erlendum skólum, og liafa sjálfir unnið að fram- sagnar- og leiklcennslu eftir að liingað hefir komið. Hafa þess- ir menn þegar lagt góðan grund- völl að því, sem verða vill, þ. e. a. s. stofnun fullkomins skóla, á sinn máta eins og Tónlistar- félagið rekur, og ekki er að efa að sá skóli myndi fá næg verk- efni, ef hann ætti að öðru leyti \ið viðunandi skilyrði að búa. Kennaraefni eru þegar fyrir hendi, en ef talið væri að á kynni að vanta, mætti ávallt bæta úr þvi, með því að íá liingað erlenda kennara eftir þvi sem þurfa þætti á ári hverju. Fordæmi eru þegar fyrir hendi, sem sýnt liafa að allar lirakspár verða að engu ef áhugi er með í verki og nægjanleg fórnfýsi í upphafi. Allt tekur sinn tíma, og vafa- laust verður enn nokkur drátt- ur á því að Þjóðleikhúsið verði fullklárað og tekið til afnota. Þann tíma á að nota, eins og Leikfélagið bendir réttilega á, til þess fyrst og fremst að und- irhúa það starf sem þarna á að vinna, og væri á engan hátt ó- eðlilegt að Alþingi hefði þetla einnig i huga, þanníg að ráð- stafanir þess mættu koma að fullum og tilætluðum notum. frum- og eiidurskráðra kvenna er 962(5 og karlmanna 24427, eða samtals 34053. Ráðningarstofan liefir ávallt tekið skýrslu af umsækjendum um það, livenær þeir liafi flutzt i bæinn. Þar af leiðandi sést á hyerjum tíma hlutföllin, i hópi atvinnuunisækjenda, á milli fæddra í Reykjavik og að- fluttra. Af 7322 frumskráðum körlum og konum, sem til Ráðningar- stofunnar liafa leilað frá upp- hafi, er aðflutt fólk 5522, en að- eins 1800 fæddir hér í Reykja- vík. Og er skiptingín þannig að ; aðfluttir karlar voru 3479, að- fluttar koiíur 2043, en fæddir karlar i Reykjavík 1433 og konur 377. Meira að segja á þremur síð- astliðnum árum, eftir að at- vinnuleysi hvarf með öllu í'hæn- í um, er það athyglisvert, að ul- | anbæjarfólk liefir leitað allmik- | ið til Ráðningarstofunnar í at- | vinnuleit. j Af atviniiuumsækjendum, i sem leituðu til Ráðningarstof- umiar árið 1940 var 395 manns aðflutt, eða 223 karlmenn og 172 konur. Árið eftir komu 172 utanbæjarmanns til stofunnar í atvinnuleit (122 karlar og 50 konur) og i fyrra 84 utanbæjar- menn (48 karlar og 36 konur) eða samtals 651 atvinnuumsækj- andi á þessum þremur árum. Þá má geta jæss, að Ráðn- ingarstofan liefir jafnan ráðið töluvert af fólki út úr bænum, bæði til landhúnaðarstarfa og eins til starfa við sjó. Frá þvi stofan tók til starfa, hefir hún alls ráðið út úr bænum 4340 karla og konur, þar af 3170 karl- menn og 1170 konur. Iiinanbæjarráðningamar skiptast hþisvegar þannig, að 9613 karlmenn eru ráðnir og 8378 konur, eða alls 17991. En heildarráðningar frá því stofan tók til starfa og fram að síðustu áramótum eru 22331. Fyrstu árin sem Ráðningar- stofan starfaði voru erfiðleika- og atvinnuleysisár. Það var oft og einatt erfitt að standa frammi fyrir fólki, sem hvorki átti brauð eða mjólk í sig né börnin. Við lögðum okkur í líma til að lijálpa þessu fólki og stundum tókst það, en allt of oft ekki. f Nú eru tímarnir orðnir aðrir og betri. Við liorfum ekki lengur framan í fátækt og eymd — allir sem þrá vinnu, fá hana, og þetta er líka ákaflega mikill léttir fyrir okkur, sem vinnum á Ráðningarstofunni.“ Að lokum segir Gunnar: „Af viðkynningu Ráðningar- stofunnar við þúsundir verka- manna er það reynsla okkar og niðurstaða, að atv.umsækjend- ur líta ú það sem sárustu óham- ingju, komi það fyrir vegna at- vinnuleysis, að þeir þurfi að leita opinberra styrkja til að fram- fleyta lifi sínu og fjölskyldu sinnar. Þeirra alvarlegasta þrá eráð fá vinnu, bæði í góðæri og á atvinnuleysistímum, ög þeirra gleði er því meiri, því lengri og öruggari sem vinnan er. Það eru ánægjulegar stundir að virða fyrir sér gleðisvipinn á verka- manninum þegar hann er með vinmikortið í höndunum.“ Rýmkun á benzín§kömmt- llllilllli. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að rýmka til um benzínskömmt- unina á þann hátt, að skömmt- unartímabil það, sem nú stend- ur, verði á enda í lok næsta mánaðar í stað maímánaðar. , Fyrsta skömmtunartímabilið var upphaflega ákveðið 100 dagar, en nú verður það stytt um 31 dag. Stjórnin hefir einn- ig ákveðið, að þeir, sem eigi eft- ir af benzínskainmti sínum, þegar næsta tímabil liefst í maí, megi notfæra sér það á nýja tímabilinu. Þeir, sem þurfa ekki nauð- synlega að nota hifreiðar sínar vegna atvinnu sinnar, ætti að nota þær sem' minnst, þangað til allir vegir eru orðnir góðir og þurrir, til þess að sem mest sparist aí' henzínskammti þeirra og gúmmí slitni sem minnst. iWit Dómar fyiir rán, nytja- stuld og ölvun við akstur. Sakadómari kvað í gær upp tvo dóma yfir þremur mönnum fyrir rán, nytjastuld og ölvun við akstur. Annar þessara dóma var í máli réttvisínnar gegn árásar- mönnunum tveimur, sem réðusl á manninri við Vörubílastöðina „Þrótt“ fyrir skemmstu og rændu af honum tösku með á- fengi. Annar þessara manna, Finnbogi Guðnumdsson, hlaut 6 mánaða fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Fé- lagi lians var dæmdur í tveggja niánaða fangelsi, skilorðsbund- ið, en sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Hinn dómurinn var kveðinn upp yfir manni, sem teldð hafði hifreið í heimildarleysi við Odd- fellowhúsið, og ekið henni, mjög drukkinn, suður Hafnar- fjarðarveg. Þar ók liann bif- reiðinni út af veginum og skemmdist hún mjög mikið. Fyrir tiltæki þetta, sem telst undir nytjastuld og ölvun við akstur, sæti maðurinn 20 daga varðlialdi og sé sviptur ökuleyfi ævilangt. Auk þess er honum dæmt að greiða eiganda bifreið- arinnar 5000 krónur í skaða- hætur vegna tekjumissis, er eig- andinn varð fyrir á meðan gif- reiðin var í viðgerð. Innbrot í skartgripaverzlun. Meðan myrkvunm stóð yfir var brotizt inn í úra- og skart- gripaverzlun Haralds Hagan í Austurstræti. Var brotin rúða í hurð, loku skotið frá og farið inn í búðina. Þarna var stolið armbands- úrum, 2 kvenna og 2 karla, og auk þess nokkrum silfurmun- um, 2 silfurbikörum með höld- um, sykurkeri, rjómakönnum og krydd-setti. Auk þess hurfu 2 silfurarmbönd með plötu, er ætluð eru til að grafa nafn á, og eru notuð í Englandi til að merkja fólk, til þess að hægt sé að þekkja það, ef það ferst af loftárásum. Slík armbönd hafa lítt verið notuð hér á landi til þessa. Fólk er beðið að gera rann- sóknarlögreglunni aðvart, ef það kemst á srioðir um ofan- talda hluti, svo að grunsamlegt sé. — Æfingin í gær tókst þolanlega. Loftvarnaæfingin í gærkveldi héfst 7 mínútum yfir kl. 9 og stóð yfir í 1 klst. og 3 mín. Þetta er víðtækasta loftvarna- æfingin, sem enn hefir verið lialdin liér á landi og náði .yfir suðvesturland allt. Hér í Reykjavík var raf- magnsstraumurinn tekinn af, en þrátt fyrir mvrkvunina sáust ljós í gluggum allviða í bænum. í mörg hús var þó farið og kraf- izt að slökkt yrði. Vísir átti tal við lögreglustjór- ann, Agnar Kofoed-Hansen og spurði um álit hans á æfing- urinii. Hann kvað hana hafa gengið þolanlega, og hefði hún verið haldin fyrir ári, mætti telja árangur hennar ágætan. Ýmis- legt kvað lögreglustjóri mega læra af æfingunni, sérstaklega Iivað þjálfun einstakra sveita innan loftvarnasveitanna srierti, en henni var í ýmsu ábótavant. Þá gat lögreglustjóri þess, að \ ænta mætti annarar loftvarna- æfingar á næstunni. Nokkur spellvirki, svo sem, rúðubrot og innbi’ot voru fram- in meðan mýrkvunin stóð yfir. fréttír Háskólafj'rirlestur. HjörvarSnr Árnason, M.F.A., flytur annan háskólafyrirlestur sinn í kvöld kl. 8.30 í hátíðasal háskól- ans. Efni: Frönsk málaralist á ip. og 20. öld. Skilggamyndir. AÖgang- ur er ókeypis ög öllum heimill. 50 ára er í dag Anton Eyvindsson, brunavörður, Fjölnisvegi 4. Poul Keumert, hinn þjóðkunni danski leikari, á sextugsafmæli i dag. „Árstíðirnar”, eftir Joseph Haj'dn verða sungn- ar og leiknar, undir stjórn Robert Abrahams í Gamla Bíó n.k. sunnu- dag kl. i)4 e.h. Af vissum ástæð- um er ekki unnt að endurtaka hljóm- leikana oftar, en þega þeir voru haldnir fyrir nær hálfum mánuði, vöktu þeir mikla hrifningu áheyr- enda. Hér er því um einstakt tæki- færi að ræða fyrir alla hljómlista-r vini að njóta góðar skemmtunar. Handknattleiksmótið. í kvöld keppa l.R. og Valur til úrslita í 1. flokki, og verður það síðasti leikur þessr móts. Eftir leik- inn fer fram afhending verðlauna. Sambandsþing UJM.F.Í„ hið 14. i röðinni, verður haldið að Hvanneyri dagana 24.—25. júní næstk. En næstu tvo dagana á eftir verður landsmót U.M.F.Í. i íþrótt- um haldið, einnig að Hvanneyri. Keppt verður í hlaupum, stökkum, köstum, sundi og glímu. Auk þess verða fimleikar sýndir. Keppt er um verðlaunaskjöld, en handhafi hans er U.M.S. Kjalarnesþings. Nú eru 12 héraðasambönd innan U.M. F.l. með um 6 þús. félaga. Bridge-keppnin. Fimmta umferð, sem fram átti að fara í gæVkveldi, féll niður, vegna loftvarnaæfingarinnar. Verður keppt á mánudagskvöld. Næturakstur. Bifreiðastöðin Hekla, sími 1515. Næturlæknir. Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður i Ingólfs apó- teki. Útvarpið í kvöld. ' Kl. 2030 Útvarpssagan: Kristín Svíadrottning, X (Sigurður Gríms- son lögfr.). 21.00 Strokkvartett út- varpsins: Þýzk þjóðlög, útsett af Kássmeyer. 21.15 ’Erindi: Islenzk þjóðlög (með tóndæmum) II (Hall- grímur Helgason tónskáld). 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Vieuxtemps. b) Konsert í D-dúr eftir Chausson. Stúlka óskast til Steingríms Torfasonar, Hafnarfirði. > Simi 9082. Jóhannes úr Kötlum. ÞEGAR TÍMAR LÍÐA verð- ur hernám íslands og dvöl hins fjölmenna setuliðs í landinu talinn einn merkasti atburðurinn í sögu þess. Þessi stórviðburður verður skráður í sögunni, sem einhver örlaga- ríkasti atburðurinn fyrir þjóð- ina á síðari öldum. Hann mun verða ótæmandi efni fyrir söguritara og sígilt yrkisefni íslenzkra skálda og rithöfunda. Menning íslands og framtíð þess byggist ekki síst á verkum skálda og listamanna, sem þjóð- in á og kemur til með að eiga. Afstaða þeirra til þess viðhorfs, sem skapaðist í landinu við her- nám þess, verður einn snarasti þátturinn í samheldni þjóðar- ínnar um hin andlegu og sögu- legu verðmæti sín. Nú er fyrsta hernámssagan komin út, VERNDARENGL- ARNIR eftir Jóhannes úr Kötl- um, Ijóðskáldið, sem hefir dregið sig út úr skarkala fjöl- býlisins og skrifar ósnortið af honum um áhrif þessa söguríka tímabils, eins og þau mæta því. Sumum kann að þykja skáld- ið á köflum ósanngjamt, en um allt er deilt — og um samúð og þjóðartilfinningu skáldsins efast enginn eftir lestur þessar- ar bókar um hernám hins ósnortna litla eylands í norður- höfum, ósnortna af vígvélum og styrjaldarhug — og kynn- ingu heimilanna, sem það Iand byggir af brúnklæddum þús- undum manna, sem tala fram- andi tungur. Vemdarenglamir em fyrsta heraámsskáldsagan — og síðar verður hún notuð sem heimild um viðhorf ís- lenzku þjóðarinnar og hugs- unarhátt á hernáms- og setu- liðsárunum 1940—1943. ttg. Sendisvein vantar hálfan eða allan dag- Inn. — PW ECII.I ■•j;y>ra20QX.J cmpno »Fagranesu og M.s. „Richard,, Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, Bolungar- víkur og ísafjarðar í dag eftir því sem rúm leyfir. Mótorbátur 50—80 smálesta óskast til flutninga á milli Akraness og Reykjavíkur. V I S I R <0 <0 ■Pl h % •3 Fjórðn !■ IjómSrikar Tónli§tarfélagsins. Þættir ur „Árstíðunum“ eftir Joseph Haydn. Hljóm- sveit og samkór undir stjórn Róberts Abraham. — Þrír einsöngvarar. — „Vísir“ hefir minnst á 4. hljómleika Tónlistafélagsins oftar en einu sinni, og meðal annars hefir B. A. ritað um þá all-langa grein, þar sem meiri áherzla er þó lögð á fróðleik um tónsmíðina „Árstíðirnar“ eftir Haydn, en hitt að segja skýrum orðum kost og löst á meðferð- inni á henni í þetta sinn. Það kann nú að þykja fram- hleypni, og sem verið sé að bera í bakkafullan lækinn, að eg hæti hér nokkm við, og ekki víst að eg bæti nokkuð um. Eg hefi ekki séð önnur um- mæli um þessa hljómleika, en felast í þessari grein B. A„ og þar finnst mér það á vanta, með- al annars, að eg held að alveg sé óhætt að fullyrða, og yfir því er ástæðulaust að þegja, að Hljóm- sveit Reykjavíkur hefir aldrei leyst jafn glæsilega af Jiendi vandasamt viðfangsefni, og í þetta sinn. Þetta kann að valda misskilningi, og lil að fyrir- hyggja hann.strax, skal það tek- ið fram, að mér kemur ekki til liugar að þetta eigi nokkuð skylt við það, að í þelta sinn stjórnaði maður sem Abraham lieitir, en ekki sá eiginlegi og ágæti „fóstri“ sveitarinnar, Urbansch- itsch. Nei, það eru áhrif og verk þessa fóstra hennar og Björns Ólafssonar, konsertmeistarans, og iðni og elja og einlægur á- liugi, og hollusta liðsmannanna, sem vér erum nú farin að sjá af fagran árangur. Að vísu var hljómsveitin að þessu sinni lið- færri, en hún er venjulega. — Þarna voru sennilega aðeins úr- valsmennirnir, enda tilgangs- laust að tildra fleiri mönnum upp á pallinn, en skilað geta við- fangsefni sem þessu með yfir- liurðum. En þannig skipuð, er kominn á hljómsveitina tiginn svipur, yfirbragð, sem aðeins liefir séð votta fyrir öðru hvoru áður, sem von er til. Má vel vrea, að j>etta hafi komið betur fram fyrir þá sök, að þarna var ann- ar aðili, svo til nýr af nálinni skilst mér (Söngfélagið ,,Harpa“), sem eflaust mætti sitfhvað gott um segja, en er þó eigi til hlýtar fsegður málmur og eigi vel samræmdur að jafn- vægi, og raunar að mörgu leyti lakari en góðir samkórar, seih Reykvikingar hafa átt kost á að lilýða á. En kappgjam mun liann vera, sörigstjórinn, Róberts Ahraham, og all-fær — máske þó full „mekaniskur“, og líklegt að þarna sé að verða til góður samkór undir lians sprota. í stuttu máli: liljómsveitin naut sín með ágætum vel, út af fyrir sig, en síður þegar kórinn tók undir. Skorti þá nokkuð á þrótt hjá hljómsveitinni, eða öllu heldur að jafnvægis væri gælt sem skyldi. CEiLOPHAI pappír fyrirli^Jandi I. Bxynjólfsson & Kvaxan Naltfiskur Ufsaflök seld mjög ódýrt næstu daga. Minnsta afgreiðsla 50 kg. Niðursuöuvepksmiðja S.Í.F, Lindargötu 46. Sendisveinn vantar á Landsímastöðina. Uppl. hjá ritsímastjóranum kl. 10—12. Þrjár fraiiimlsÉöðustiilkiir Tviskiptar vaktir. vantar 1. apríl. — Kaup 350 kr. og fæði. — Áskilið að þær séu ekki í ástandinu. Tilboð, auðkennt: „Frammistöðustúlka“, sendist Visi fyrir mánudagskvöld. Búðum okkar verður lokað milli 12 og 3 á mopgun, sokum jarðar- farar. G. 4>I..tl-'.SKO.\ á SANDIIOLT Annað var það, sem eg veitti scrstaklega atliygli og mér var mikil ánægja að, en það var frammistaða „blásaranna“. Eg hygg að það hafi verið Emil Thor., sem nefndi þá einu sinni „vandræðabörnin“ í hljóm- sveitinni, eða eitthvað því um líkt. Ekki með öllu tilefnislaust. Eg þekki þá alla, piltana, frá fornu fari, veit hvað þeir hafa átt erfitt, veit hvað þeir liafa haft einlægan táhuga á þessu, liver einstakur, livað þeir hafa liaft lítinn tíma til að æfa sig á hljóðfærin, hvað þeir liafa oft verið sárgramir við sjálfa sig. En liafi þeir einhverntíma verið kallaðir „vandræðaböm“ eða eitthvað því um líkt, þá geta^ þeir spurt Emil livað hann segi nú. Þeir þurfa engu að kviða, Mig minnir að það væri Odd- geir (flaulan), sem fyrst kom mér til að rétta úr mér í sæti minu, — eg var svo forviða. Þegar hann var liúinn að skila sínu sólóhlutverki, með prýði og alveg óhikað, sagði eg „bravó, Oddgeir!“ með sjálfum mér. Þorði ekki að segja það hátt, —■ allir voru svo liljóðir og alvarlegii’. Og svo komu þeir, liinir: fagot (Eiríkur), skógar- horn (Óskar), klarinet (Björn) o. s. frv„ — liver öðrum rólegri og yfirlætislausári, en öruggir og smekklegir. Mér finnst sjálfsagt, að þeir viti, að eftir þessu var tekið, að minnsta kosli af þeim, sem eilthvað liafa fylgst með þro'ska liljómsveit- arinnar. Þriðji aðilinn var þarna og þrefaldur: þrír einsögvarar. Og j enn var vakin undrun mín og aðdáun, og það gerði sá ungi maður, sem með hlutverk hónd- ans fór, — Guðmundur Jóns- son. Var mér sagt síðar, að þetta væri frumraun lians á söng- palli, og sagði eg að það myndi lygi vera. En hvað um það: þetta er einn liressilegasti söng- maðurinn, sem hér hefir til hevrzt, og livað mun seinna verða, ef þetta er hans fyrsta raun, svo svipmikill söngvara- bragur var á meðferð lians á sínu hlutverki að þessu sinni. Þau Guðrún Ágústsdóttir og Daniel Þorkelsson eru bæði góðkunnir söngvarar, en iiafa oft gert betur en í jieUa sinn. Virtist mér Daniel t. d. ekki vera nægilega „frjáls“ í lilut- verkinu, og niiér datt í hug að frú Guðrún væri ekki „i essinu sínu“. — Þetta er líka óheppi- legur hljómleikatími: kl. IV2 e. h. — Fannst mér það einkum að söng frúarinnar, að „intona- tion“ var víða óskýr, og þó eink- um að „vibrationin“ var sum- staðar ónotaleg „breið“, þannig að tónninn varð gallaður. Hinsvegar var ýmislegt glamp- andi fagurt lijá henni. Og loks verð eg að bæta einni aðfinnslu við enn: Það var ó- notalegt að sjá þau öll vera að gjóta hornauga til Abrahams, öðru 'hvoru. Þetta má þó afsaka með því, að afstaða þeirra á pallinum, til söngstjórans, var ekki góð og aðstaða þeirra af- leit. Vænti eg að þessar aðfinnsl- ur verði ekki misskildar — því að hér er ekki um illkvittni að ræða. Öðru nær. Það eru merkisatburðir í fá- skrúðugu tónlistarlífi vor Reyk- víkinga, þegar slík stórverk sem þetta eru kynnt. Á bak við liggur óhemju mikil vinna allra þeirra, sem að sliku standa, — og auk vinnunnar ,eru erfiðleik- arnir i hrönnvim, þegar að því kemur að láta til sín heyra. Og í hvert sinn, sem slíkir hljóm- leikar eru haldnir, þá eru þeir í sjálfum sér hrópandi áminn- ing lil Reylcvíkinga um það, að þeir mega ekki láta það lengur dragast, að liefjast lianda og koma upp.húsi, sem boðlegt er þeirri tónlist, sem nú er hægt að flytja hér, og sé það þá Iiaft í huga, að nú eru framfarir að verða örar, og verður því að hyggja höll til farmbúðar. Þessir hljómleikar, sem eg liefi gert hér að umtalsefni, verða endurteknir næstkom- andi sunnudag. 23. marz 1943. Theodór Ámason. Fíkjur Sími 1884. Klapparstíg 30. 1« &.arf fYRIR VEIZLUR 0G SAMKVÆMI f uULLFOSS HAFNARSTR.I7 • SÍMI 5345 |bmini Veggjanna vöm og prýði. Þekur í einni umferð. Allir litir. ppfHINN «■ Prjónagaxn í 15 litum. VICTOR Laugaveg 33. Stúlka reglusöm og' vönduð, óskar eftir herbergt, helzt með litlu eldnnarplássi. Getur hjálpað til við létt liússtörf 4—6 tíma á dag. — Tilboð sendist Vísi, fyrir 10. april, merkt: „Heim“. Zig Zag saumavél, , nieð mótor og kúplingu, til sölu. — Uppl. í sima 5761. Sumarkjólaefni voru tekin upp í dag. II. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Nýtt Grísakjöt Nautakjöt Hangikjöt nýreykt. Svið Kjöt Fi§knr Sími: 3828 og 4764. möR JflÖR Næstu daga verður seidur ú r v a 1 s d i I k a m ö r 5 kg. poki kostar kr. 30-0© 10 kg. poki kostar kr. 58.00. Ekki sent heim, nema um sé að ræða meira en ltí kg. í sama Siiás. FrystiHúsið Herðubreið Frikirkjuvegi 7. Sími 2678. Ný bók HAGFBÆÐl Eftir Onðlang: Röiinkranz er komin út og fæst í bókaverziunum Bókin er i 15 köflum: Lifsnauðsynjar, þarfi;; FranrLeiðsIa® — Nátlúrán og jarðrentan — Vinna og vinn.ulaun Féð og.fjár- rentan — Tækni og skipulag — Verzlun og við'skipti — Verzl- unarstefnur — Peningar — Erlendur gjaldeynr— Bankar og starfsemi þeirra — Hagsveiflur — FélagsmáJ — Framleiðslu- magn og fólksfjölgun. — Þetta er gagnleg bók Jýrir alla þá, seni vilja kynna sér þjóðfélagsmál eða taka þátt i þeim. Skrifstofan er flutt í Thorvaldssenstræti 2 i Skiili Jóhaons§on «& Co. Þar sem mér hefir verið sagt upp húsnæðinu, hefi eg lagt niður straustofu mina, sem eg liefi rekið undanfarin 35 ár. Þess vegna vil eg selja öll áhöld straustofunnar, sem eru: 1 kolastrauofn með tilheyrandi járnum, 1 strauhorð, 1 gasstrau- vél, 1 gasglansvéí. Tilvalið fyrir einhvern sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu að kaupa þetta. Verðið er sanngjarnt, og eg kýs helzt að selja allt á einu bretti. Þetta verður til sýnis laugard. 27. og mániwi 29, þ. m„ ld. 4—6 e. h. Við þetta tækifæri vil eg þakka hinum mörgo og tryggu við- skiptavinum mínum fyrir viðskiptin á liðnumi árum. Guðbjörg Kr. Guðmundsdóttir, Laufásveg 5. I 1 Augflýiing: um sölu og afhendingu á benzíni ti! biiieiðaaksturs. Að fenginni reynslu á benzínnotkun til bifreiðaaksturs þann mánuð, sem liðinn er siðan benzinskömmtun hófst, hefir ráðu- neytið ókveðið: 1. Að 2. skömmtunartímabil þ. á. fyrir benzín til bifreiða skuli hefjast 1. maí næstkomandi. 2. Að jieir, sem eiga ónotað benzín frá 1. tímahiLi skuli mega notfæra sér það á 2. skömmtunar- tímabili. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið,. 25. maiz 1943. Mjólknr§töðin við Hringrbraut ásamt tilheyrandi bílskúrum er til sölu nú þegar, og til afhendingar er mjólkurstöð sú, er nú er verið að reisa, er fullgerð. SLrifleg tilboð óskast send Mjólkiu’samsölunni i Reykjavík, er gefur állar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilhöði sem er, eða hafna öllum. \ \ « i Mjólkursamsalan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.