Vísir - 19.05.1943, Síða 2

Vísir - 19.05.1943, Síða 2
VtSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefaadi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F, Ritstjórar: Kristján GuSI&ukssoii, Qersteinn Pélsson. Skrifstofa: Félassprentsmiðjunni. Afgreiðsia Hverfisgötu 12 (gengiö iun frá Ingólfsstræti). Simar: 1660 (fimm línur). Vérð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félágsprentsniiðjan h.f. Vinnst og tapast. Bjartsýnir menn hafa verið að gera sér vonir um, að við íslendingar gætum setið að einliverju leyti að amerískum markaði eftir stríðið, þannig að viðskiptasamhönd þau, sem nú hafa verið mynduð þurfi ekki að falla niður að nýju, eða þar til næsta Evrópustyrjöid skell- ur á. Hjálmar Björnson við- skiptafulltrúi liefir nýlega ver- ið um þetta spurður í blaðavið- tali, og getur hann þar þess að fyrsta skilyrði þess að svo megi vera sé vöruvöndun og enn- fremur verðlagið. Vöruraar verði að vera samkeppnishæfar og frá þeim gengið á þann hátt, sem amerískir neytendur geta við unað. Hér er um sannindi að ræða, sem augljós eru, en hitt er svo allt annað mál hvort íslenzkir framleiðendur iiafa, gefið j>eim slíkan gaum sem skyldi, eða hagað framleiðsl- unni eftir því. í öllum iðnaði Ííbma fram tvenn sjónarmið. Sumir hallast að því að vanda framleiðslu sína, spara engan tilkostnað svo að hún megi verða markaðshæf og útgengileg' vara, en telja að hitt skipli minna máli þótt mik- ill ágóði fáist ekki í upphafi, með því að aukin sala muni jafna slíkt upp síðar eða tryggja að minnsta kosti markaðúm. Aðrir líta svo á að sá sé beztur framleiðandinn, sem framleitt geti vöru fyrir hið lægsta verð og haft af henni sem mestan stundarágóða, alveg án tiilits til þess hvort varan reynist síð- ar seljanleg, er ný og breytt við- horf koma til greina. Þeissi spar- semi og ágóðavon hefir um of sett svip sinn á innlenda fram- leiðslu að undanförnu, og marg- ar þær vörutegundir, sem ís- lenzkum neytendum hafa verið boðnar, hafa á engan hátt getað talizt markaðshæfar. Reynslau kemur svo og talar sínu máli, en hún hefir sannað nú á stríðs- árunum og eftir að innflutning- ur rýmkaðist lítið eitt, að salan á hinni innlendu framleiðslu hefir í ýmsum greinum stór- ininnkað og ef til vill horfið með öllu. Hér eiga íslenzkir framleiðendur á engan hátt sameiginleg sök, en þeir tapa sem töp eiga skilið og óþarft er að hafa um það fleiri orð. Öll svikseöni í framleiðslu hefnir sín, ef viðskiptalífið i landinu er heilbrigt að öðru Ieyti. Þótt þetta sé viðhorfið inn á við gildir nokkuð hið sama um framleiðslu, senx ætluð er erlendum markaði, en þar við bætist þó að þedm mun hættu- legri er sviksemi í slíkri fram- leiðslu, sem hún getur gerspillt áliti og trausti þjóðarinnar út á við, og jafnvel haft þær af- leiðingar að markaður lokist is- lenzkri framjleiðslu með öllu um lengri eða skemmri tíma. Ætti rikisvaldið því að láta sig rnikiu skipta hvaða vörur eru fluttar á erlendan markað, sem og i hvaða ástandi þær eru, — hvort< þær geta. yfirleitt talizt boðleg vara eða ekki. Nauðsyn- legt er að koma upp opinberri rannsóknarstöð, sem hefir ná- kvæmt eftirlit með aliri fram- Yfir 20 milljónir lítra vatns renna á sólarhring til Reykjavíkur. Reykjavík - mestu vatnseydslu- borg i lieimi - skortir meira vatn. ■p ftir vatnsleiðslupípum Reykjavíkurbæjar renna á hverjum sólarhring 18.9 millj. lítrar af vatni. Ef miðað er við 43 þúsund íbúa í hænum, fær liver íhúi 450 lítra á sólarhring, en það er á að gizska- 250 lítrum meira vatnsmagn á hvern mann en íhúar flestra stór- borga heimsins nota. Visir fékk þær upplýsingar hjá j>eim verkfræðingum hæjar- ins Helga Sigurðssyni og Jóni Sigurðssyni að í rauninni rynni eim meira vatnsmagn til bæjarins eða um 21 milljón lítrar alls á hverjum sólarhring, en rúml. 2 millj. lítra er eytl úr pípunum áður en vatnið kemst í vatnsgevmana. Ef allt valnið er talið með, og miðað við 43 þús. ibúa, verður vatnseyðslan 485 lítra á mann. Frá því að nýja vatnsæðin var lögð árið 1933 og til komu erlenda setuliðsins 1940 var yfirfljótanlegt vatn í bænum. En þar áður bar öðru hvoru á vatnsskorti, einkum í háttliggjandi bæjarhlutum, svo sem Skólavörðuholtinu og víð- leiðslu og gætir þess að ekki sé önnur vara setl á markap, en sú sem er markaðshæf, en mjög skortir á að slíkt eftirlit sé nú fullnægjandí, enda verður það ekki framkvæmt að neinu gagni nema því aðeins að það sé fram- kvæmt á fullkonúnni rannsókn- arstöð. Slíkt eftirlit á ekki að ná einvörðungu til ákveðinna vöruflokka, heldur allra vöru- flokka, sem eftirlitið getur á annað borð haft uxnsjón með. Við verðum að gæta þess, að um liinn erlenda markað er erfitt að keppa og verður ekki gert með öðru móti en því, að vöru- vöndun hjá okkur standi að tngu að baki framleiðslu ann- arra þjóða, sem, sambærileg get- ur talist. Til vandræða liorfir einnig hversu mikið er sent af óunn- um vörum úr landinu. Mætti þar nefna sem dæmi lýsið, sem allt er selt héðan óunnið og ýmsar fleiri hrávörur, sem all- ar eru unnar erlendis og nytj- aðar, en því næst jafnvel fluttar aftur hingað til lands fullunn- ar. Þetta þyrfti að breytast og yfirleitt ættum við Islendingar að fylgja því boðorði, að senda enga óunna vöru úr landi, en vinna úr þéim það, sem vinna þarf sjálfir. Ljóst er það, að til þess þai-f mikið fé, bæði að því er snertir vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða, og ætti rikið að hyggja fyrst og fremst að þvi, að styrkja slíka viðleitni, í stað þess að ofbjóða þessum atvinnu- vegum með auknum sköttum og álögum, þannig að þeim opn- ist aldrei möguleikar til að bæta rekstur sinn og koma honum í nútíma horf. Vegna eftirlits- skorts og trassaskapar getur vel svo farið að allt það, sem viimst, liafi tapazt, ekki aðeins um stund, lieldur með öllu, en verði stefnt að því í fullri alvöru að bæta liag atvinnuveganna, verð- ur það ekki gert á annan hátt en þann, að auka þeim út- þensluskilyrði og um leið at- vinnuna í landinu. Vafalaust kunna ýmsir að sjá úlfa og ljón á þeirri Ieið, en hvað seím því líður er ekkert að óttast, verði kákið ekki látið nægja eitt og út af fyrir sig. Markaðir vinnast hvorki né haldast, nema þvi að- eins að til þess sé unnið, en við eigum enn langt i land um alla vöruvöndun, þótt skilyrðin geti verið á ýmsan hátt góð og verk- efnin ótæmandi fyrir núlifandi og næstu kynslóðir. ar. Þá var vatnsmagnið lieldur ekki nema 100 sekúndulítrar og var þó tæplega eða ekki um vatnsskort að ræða nema á þeim timum ársins, sem fisk- þvottar stóðu yfir. Með nýju æðinni jókst vatnsmagnið í 240 sekúndulítra. Var með henni gert ráð fyrir að 50 þús. ibúar fengju 400 lítra á hvern ein- stakling. Þarna var gert ráð fyr- ir miklu vatni til fiskþvotta, en |>eir eru mjög vatnsfrekir sem kunnugt er, en nú eru hér engir fiskþvottar um hönd liafðir, svo að vatnsnotkunin fer ekki til þeirra. En hvert fer ]>á allt vatnið, munu bæjarhúar spyrja? Um það er vitaskuld ekki að villast, að mikið vatn fer lil setu- liðsins, ennfremur hefir vatns- notkunin til hafnarinnar og skij>a aukizt til mikilla muna. Eru verkfræðingar bæjarins um þessar mundir að rannsaka vatnseyðslu hersins til ]>ess að finna vatnsmagn það, sem til bans fer. Stendur þetta í sam- bandi við samninga milli Vatns- veitunnar og hersins viðvíkj- andi þvi, að hann dragi úr vatns- notkuninni eða auki vatns- rennslið til bæjarins. Eru ýms- ar ráðagerðir }>egar á prjónun- um í þessu efni og verður skýrt frá þeim strax og ástæða þyk- ir til. Vísir innti vérkfræðingana eftir því hvort líkur væru til að vatnsleysið í bænum myndi lagast nokkuð á næstunni. Svöruðli þeir þvi til, að ]>að hefði þegar nokkuð batnað með ráðs töf unu m bæ j a rs t j órn ar, sem gerðar voru fyrir skemmstu, þar sem bannaður var allur þvottur úr slöngum, en fólk liinsvegar hvatt til meiri sparnaðar á vatni. Þeir töldu það ennfremur víst, að enn mætti hæta úr þessu til muna ef bæjarbúar legðust á eitt með að draga úr vatns- neyzlunni eftir föngum. Sem stendur væúi Re\kjavík tví- mælalaust mesta vatnseyðslu- horg í Evrópu, og fólk væri orð- ið svo vant því að eyða vatni um þarfir fram, að því gengi erfiðlega að skiljast að vatnið þyrfti að spara. Þá mætti benda fólki á, að láta gera við alla ó- þétla vatnskrana, því að slíkur leki, þótt ekki virtist mikill, eyddi ótrúlega miklu vatni. Það sgfnasl sem sé þegar saraaiv keinur, Undaii vatnsskorti i Gvend- arbrunnum þarf hinsvegar ekki að kvarta, því að síðan að stíflurnar, sem komið var upp fyrir neðan Gvendarbrunna í fyrra, voru fullgerðar, hefir valnsmagnið liækkað fyllilega um hálfan meter í brunnunum. Að lokum sögðu verkfræð- ingarnir, að jafnvel ]>ótt ekki tækist að ráða hót á vatnsskort- inum í sumar, sem þeir vonuðu þó fastlega, væri engin ástæða j fyrir fólk að örvænta, því að strax og liitaveitan kemst upp verður heitt vatn notað til baða, en eigi upphitáð vatnsveituvatn, en sem stendur fer mikið vatn til þeirra hluta í bænum. Minnisvarði um norska • / Frú Gcrd Xirieg: notar grföf JLeik- félag$in§ tíl að koma lioimm npp Samtal við frú Grieg'. J TILEFNI af hinni * myndarlegu sýningu á „Veizlunni á Sólhaug- um“ átti tíðindamaður Vísis tal við frú Gerd Grieg fyrir skömmu. Barst talið einkum að starfi hennar fyrir norska sjómenn í Eng- landi, en að því hefir hún unnið ósledtilega í meir en þrjú ár. Hún hefir ennfremur sýnt hug sinn til norskra sjó- manna með gjöf þeirri, sem getið er um í sam- talinu. — Eg hafði. ekki liugsað mér að leika sjálf eða liafa mikil af- skipti af leikhúsum, meðan á stríðinu stendur, sagði frú Gerd Grieg í samtali við Vísi. — Mitt verk er og liefir frá þvi eg kom til Englands, verið fyrst og fremst fólgið í þvi að létta norskum sjómönnum lífið og stytta }>eim stundir. Þeir þarfnast athygli og ástríki, því að starf þeirra er erfitt og lýjandi fyrir taug- arnar, I þrjú ár hefi eg starfað, vonað og starfað. Starf mitt fyrir sjómennina liefi eg skoðað sem þátt minn í stríðínu. Minnisvarði um norska sjó- menn. — Eg vil geta þess að Leik- félag Revkjavíkur færði mér fjárupj>hæð að loknum sýning- um á „Heddu Gabler“ og óskaði þess að eg notaði gjöfina handa norskum sjómönnum. Eg hefi áveðið að nota hana til þess að reisa minnisvarða á leiði norskra sjómanna i kirkjúgarð- inum hér. „Hvernig er starfi vðar hátt- að?“ — Því hefir verið hagað svip- að allan tímann fra því það hófst. Eg ferðast um staði þá, sem Norðmenn dvelja á í Eng- landi og Skotlandi, auk þess sem eg heimsæki alla norska spítala. Þess á milli dvel Raddir almennings Til Þjóðviljans. Kona nokkur hefir beðiÖ mig aÖ birta þessa orðsendingu: í Þjóðviljanuni þ. 14. ]>. m. er birt mynd af fjórum húsum, sent blaðið notar i áróðurs skyni. Eg er cigandi eins af þessum húsum og þess vegna vil eg leyfa mér að skýra frá þvi, að blaðið hefir hvorki fengi'ð leyfi hjá mér né nokkurum ö'ðrum til að taka myndir af hús- unum eða hirta þær. Eg hugsa, að mér sé óhætt að segja það fyrir hönd allra íbúa húsa þeirra, sem Þjóðviljinn birtir mynd- ir af, að okkur er enginn greiði ger með þessum áróðri, enda mun blað- inu ekki hafa verið falið að reka erindi okkar. Veðmál. Það er ekki dónalegt að vinna veðmál, þegar flugvirki með allri áhöfn er i aðra hönd. Þetta gerði Montgomery hershöfðingi með því að taka borgina Sfax fyrir 15. apríl. I marzmánuði, þegar hann var búinn að taka Tripoli, komu nokkr- ir ameriskir herforingjar í heim- sókn (il hans. Þeir ræddu um það, að hann mundi líklega ekki fara eins hratt yfir frá Tripoli og þang- að. Montgomery vildi ekkert fullyrða um það, hvernig ganga mundi, en sagði svo: „Hverju viljið þið veðja um það, að eg verði ekki búinn að ná Sfax fyrir 15. apríl?“ Þeir kváðust veðja einu Boeing- flugvirki — ef hann hefði tekið Sfax fyrir hfnn tilskylda tíma, þá skyldi þeir leggja honum til flug- virki til eigin afnota til stríðsloka. Þann 11. april fóru hersveitir úr 8. hernum iun í Sfax. Þá sintaði Montgomery til Eisenhowers: „Hvað um flugvirkið?“ Svarið kom urn hæl: „Hvar á það að lenda?“ Það kom daginn eftir. Ætt Jóns Sigurðssonar. f erindi, er eg flutti í Ríkisút- varpinu á vegunx Bi'eiðfirðingafé- lagsins nú fyrir nokkru, gat eg þess að Jón Sigurðsson forseti hefði ver- ið Breiðfirðingur að ætt. Eg hefi orðið þess var, að surnir hafa hald- ið, að eg teldi hann þar með Breið- firðing, en þáð er misskilningur. Að því tilefni gefnu vil eg taka fram, að i hinu mikla riti dr. Páls E. Ólasonar unx Jón Sigurðsson, sem einnig fæst í prýðilegri, styttri danskri útgáfu, í bókaverzlun Snæ- bjarnar Jónssonar, er ætt forsetans rakin og segir þar, að hann hafi í beinan kvenlegg verið 12. maður frá Páli sýslumanni Jónssyni á Skarði, og þar afleiðandi einnig kominn í kvenlegg af afkomanda hans Magnúsi Jónssyni prúða sýslu- manni í Barðastrandarsýslu, svo sem einnig þar er getið. Gat eg þessa eingöngu með tilliti til þess að ýrnsir fræðimenn telja, að at- hyglisverðra gáfria gæti i breiðfirzk- um ættum. Segir hinn ágæti fræði- maður dr. Páll E. Ólason m. a. svo um móðurætt Jóns forseta: “1 móð- urætt er Jón Sigurðsson beinn af- komandi beztu manna landsins og þar gætir frekar (en í föðurættinni) gáfna lærdóms og vísindalegra til- hneiginga.“ Telur dr. Páll að þang- að hafi Jón sótt hugmyndaflug og gáfur frekar en í föðurættina. Vís- ast í þessu efni til rits dr. Páls: Jón Sigurðsson, Islands politiske Förer, bls. 27—28. Get eg þessa eingöngn vegna þess að mér hafa borizt bréf, þar senx þess er farið á leit, að eg geri grein fyrir hvi eg hafi talið Jón forseta af breið- firzkum ættum. Urn Jón rná saina segja og hinn ágæta málara Guð- mund Thorsteinsson: Þeir eru hvorugur fæddir við Breiðafjörð, en báðir af kunnustu ættum Breiða- fjarðar, og eiga þar alla sína ætt- ingja i annanhvorn legginn. Annars ættu menn að kaupa og lesa hin á- gætu rit dr. Páls E. Ólasonar, senx hér eru nefnd að framan. Það eiga bæði höfundurinn og Jón forseti skilið. Kristján G uötaugsson. Rímlist. Fyrir xxokkru var svohljóðandi vísa flutt x Ríkisútvarpinu: Eg að öllum háska hlæ hafi Sóns á þröngu, mér er sama hvort eg næ nokkrxi landi eða öngu. Seinni partur vísunnar er svohljóð- andi: Mér er sarna nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Því er þetta hér nefnt, að þrá- íaldlega er islenzkum rímreglum misþyrmt í útvarpinu og veltur á brageyra hvers einstaklings, hversu með er farið, Þótt öllum geti yfir- sézt og ekkert sé við því að segja, er dálitið leiðinlegt að rímlistinni sé misboðið, enda hætt við að það spilli og eyði tilfiningu almennings fyrir hrynjandi og réttum rímregl- um. Lifandi höfundum hefir þrá- faldlega verið þessi grikkur ger, og una þeir því að vonum illa. eg að jafiiaði svo sem hálfaii niánuð i einu í Ixxndon, en þar sinni eg svipuðuin störfum. Á spítölunum er fátt hægt að gera sjúklingum til skexnmtunar, nema }>eiin, sem minnst eru þjáðir. Þó syng eg þar oft cða les upp í samkomustofunum. En þar sem norskir sjómenn koma að landi, eru allajafna norskar kirkjur eða lesstofur. Þar efni eg til samkomu, syng. norsk þjóðlög og sálma, segí sögur, les kvæði og valda kafla Framh. á 3. síðu. Tómata pasta 1.65 Mayonaise 2.50 Salad Dressing 2.25 Sandwich Spread 3.90 Ananassulta, 16 oz. gl. 5.75 Ananassulta, 2 H>. gl. 10.00 Appelsínumarmelade, 1 lb. gl. 5.75 Appelsínumarmelade 2 lb. gl. 10.00 BI. grænmetissafi 12>/z oz. ds. 2.00 Eplasafi 12/2 oz. ds. 2.00 Appelsínusafi 12 /2 oz.ds. 3.15 Ananassafi 121/2 oz. ds. 3.60 Piparrót 2.25 Ætisveppir 2.80 Capers 2x/\ oz. gl. 3.95 Capers 4/2 oz. gl. 5.85 SHIPAUTCERÐ „Svemr“ hleður til Vestmannaeyja á morgun, fimmtudag. Vörumóttaka til hádegis.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.