Vísir


Vísir - 09.06.1943, Qupperneq 1

Vísir - 09.06.1943, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæö) 13. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 9. júní 1943. Ritstjórar Blaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 128. tbl. Þýzkir hermenn og hershöfóingjar handsamadip. Churcliill liefir skýrt frá því, a'ð bandamenn hafi tekið tæp- leya fjórðung inilljónar fanga í Tunis, og hafi um helmingur- inn verið Þjóðvérjar. Efri myndin er af þýzkum óbreyttum her- mönnum, sem á að flytja frá vígvöllunum, en neðri myndin er af tveim hershöfðingja þeirra, sem teknir voru til fanga. Til vinstri er Cramer hershöfðingi, yfirmaður allra bryndeilda möndulsins i Afríku og.von Broich, yfirmaður 10. þýzku bryn- deildarinnar. Framleiðsluaukning í Bandaríkjunum. Stríðsframleiðsla Bandaríkj- anna jókst að mun í síðasta mánuði. T. d. jókst framleiðsla allra vo-pna um 7 af hundraði. Me.st varð framleiðsluaukn- ingin á litlum skipum, sem not- uð eru tii að leita uppi kafbáta. Hefir framleiðslan á þeim auk- izt um 83 af hundraði. Þá hefir líka orðið talsverð aukning á flugvélaframleiðslunni. Hún jókst i lieild um 14 af hundraði, en framleiðsla stórra flugvéla jókst um tæplega 20%. Gashernaður i yfirvofandi, segir Roosevelt. Ef möndulveldin grípa til gass, munu Bandaríkin svara lafarlaust í sömu mynt. Roosevelt forseti sagði á fundi sínum með blaðamönnum í gær, að þess sæist æ greinilegri merki, að möndulveldin væri að undirbúa gashernað. Lýsli liann yfir því, að ef gasárás yrði gerð á einhverja bandamanna- þjóð þá mundu Bandarikin lita á það sem gasárás á sig og grípa til öflugra gagnráðstáfana. 1 Alsír er tilkynnt að Nogués liershöfðingi, sein hefir verið iandstjóri í Marokko s. J. 0 ár, hafi sagt af sér og Pirot, land- stjóri i Sýrlandj 1938—40, verði settur í stað lians. Fullkomin kyrrð í landinu. Stjórnin í Argentínu hefir af- numið hernaðarástandið, sem verið hefir í landinu síðan 17. desember 1941. Þella var gert, þegar stjórnin var búin að fá skýrslur um það lrá öllum héruðum landsins, að allsstaðar væri allt með kyrrum kjörum. Hún liefir lilca lýst yfir því, að hún muni taka upp nýja stefnú út á við, sein komi ekki lrani i orðum, lieldur gerðum og muni miða að því, að auka sem mest samheldnina við önn- ur ríki í Ameríku. Loks hefir stjórnin tilkynnt, að liúri hafi á prjónunum ýms- ar ráðstafanir til að draga úr dýrtíð i landinu. Livorno fengið * versta útreið, Livorno hefir fengið versta útreið ítalskra borga, sem bandamenn hafa ráðizt að á It- alíu sjálfri. Milano-fréttaritari Neue Zii- richer Zeitung 'hefir farið lil borgarinnar og eftir förina símaði hann hlaði siini á þá lei'ð, að engin borg á meginlandi íl- alíu hefði orðið t'yrir annari eins eyðileggingu og þessi horg á Mið-ltálíu. Kkkert hverfi horg- arinnar hefir farið varhluta af sprengjmn handaniauna. Þjóðverjar senda mikið líð daglega til Italíu. Þeii* ætla að vei'ja iantlið, meðan þess er kostnr. ____• v- Hersveitir, sem var eytt við Stalingrad, endurreistar. ú skoðun gerir ekki iengur vart við sig meðal bandamanna, að þeir muni ^iga í liéiggi við Itali eina, ef innrás verður gerð, því að Þjóð- verjar hafi í hyggju að hlaupast. á hrott frá þeim, iáta þá eina um að verja land sitt og koma sér sjálfir upp varnalínu norður i Alpafjölium. Tvö merk Lunúnablöð birtu fregn um þetta efni sama dag- inn fyrir skennnstu. Sögðu þau, að Þjóðverjar væri ckki að- eins að flytja lið silt norður til Alpafjalla, þar sem þeir liefði í hyggju að koma sér upp varnakerfi umhverfis Brenner-skarð, heldur létu þeir Gestapo-menn sína taka saman pjönkur sínar og fara heimleiðis. Einn af fyrirlesurum brezka útvarpsins tók Jætta inál lil at- lnlgunar í fyrirlestri sinum í morgun. Sagði liann, að l>ess sæist engin merki, að Þjóðverj- ar hefðu í hyggju að hlaupast á brott frá ítölum og þeir mundu alls ekki liafa það í hyggju. Þvert á móti væri þeir daglega að senda lið suður til ítaliu og þar væri nú unnið af þinu mesta kappi að hyggingu strandvirkja. Það er ógerningur að víggirða alla strandiengju Italiu á þeim skamina tíma, sem liðinn er, síð- an sýnt var, að þar mætti húast við innrás. Það liefir heldur ekki verið reynt, heldur lagt kapp A það að víggirða sem bezt þá staði, þár sem helzt er að vænta innrásar, vegna þess að þar er auðvelt uni lándgöngu, stórborg.- ir á næstu grösum o. þ. h. ítalskar hersveitir hafa að sögn verið látnar renna saman við þýzkai', til þess að þær berj- ist betui' og það eru aðeins fáar mikilvægar foringjastöður, sem Þjóðverjar liafa látið Itölum eft- ir. — — Eyjarnar verða fyrst fyrir innrás. Það er alm.emi skoðun, að bandamenn ínuni fyrst Ieitasl við að ná ítölsku eyjunum, enda hafa þeir lagt mesta áherzlu á að veikja varnirnar þar. ítalir og Þjóðverjar liafa lika unniö að endurbótum á víggirðingum þar. Þær ver^a þó til lítils, ef l>eir geta ekki haldið yfiriáðum i lofti vfir eyjuinun. i i Endurreisn Sta.íingrad-herdeildanna. Undanfarna mánuði hefirver- ið unnið að því í Þýzkalandi, að endurreisa frægustu herdeild- irnar, sem hörðust við Stalin- grad forðum og biðu ósigur þar, en ætlunin er að endurreisa þær allar með tímanum. Ein fyrsta deildin, sem var tilbúin til har- daga á nýjan leik, var frá Vín- arborg. Það er talið ósennilegt, að Þjóðverjar láti þessar deildir fara til Rússlands, vegna minn- inganna um örlög fyrri deikl- anna með sömu nöfnum þar i landi, en láta þær heldur fara til Ítalíu og berjast þar. Fasistar reknir. Jafnframt þvi sem landvarn- irnar eru auknar eru ýmsar ráð- stafanir gerðar til að styrkja landið inn á við. Undanfarna tvo sólarlninga hafa 28 háttsett- ir fasistar verið settir af og i þeirra stað settir menn, sem Mussolini telur sér tryggari og duglegri. Suinii' þessara manna liafa veri'ð reknir fyrir a'ð safna mat- vælahirgðum og verzla á „svarta markaðimim". Árásirnar í gær. Aðalárás flugliers handa- manna i N.-Afriku voru í gær á Messina. Voru Liheratoi vélar sendar til að ráðast á járnbraut- arstöð borgarinnar og endastöð ferjanna frá Reggio á Ítalíu. Líka var ráðist á Pantellaria allan daginn hvildarlaust og flotadeild skaut á evna. (Sjá fregn í næsta dálki). Þjjóðveriar fara aftiar tiS (iorki. Þjóðverjar hafa enn farið til ^ árásar á Gorki, fyrir austan Moskva. í herstjórnartilkynningu Þjóð- ver'ja i gær var greint frá þvi, að gerð tiefði verið loftárás á mikilvægt iðnaðarsvæði og i gærkveldi sögðu Rússar frá því, að þarna hefði verið um tilraun til ái'ásar á Gorki að ræða. Segj- asl Bússar hafa dreift þýzku flugvélunum, áður en þær koni- usl inn yfir borgina og skotið 7 niður. Enda þótt lofthernaðurinn sé kominn á jafnliátt slig og þeg- ar sem mest gengur á að sum- arlagi, er saint allt kyrrt á landi. ítalir flytja lið írá Albaníu. lstanbul-fréttaxitaii Daily Telegraph símar, að hann hafi feng-ið áreiðanlegar fregnir af því, að Italir flytji mikið herlið ofan úr sveitum Albaníu. Sumt af þessu li'ði er flutt til Ítalíii og þangað eru heztu her- sveitirnar sendar, en hinar eru látnai' taka sér stöðu með strönduin fiam lil l>ess að slyrkja þær sveitir, sem hafa á iiendi strandvörzln milli Dur- azzo og Valona. A því syæði er einna mest liættan á landgöngu bandamanna, ef þeir ná fótfestu á Italiu og liafa Suður-Ítalíu á valdi sinu. Það var skýrt frá því um J>að hil á sama tima í útvarpi frá Róm og Lon- don í morgun, að setulið- inu á Pantellaria hefði verið settir úrslitakostir i gær, en |>að neitað að geiast upp. Stór floladeild hélt nppi langvarandi skot- hríð á eyna og hauð síðan seltdiðinu að gel'ast upp, lil jiess að það yrði ekki stráfellt. Fléó í I vrklaiidi Mikil fióð eru nú af völdum rigninga í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Rétt hjá borginni eru tvö stöðuvötn. Flóðu ]ian yfir hakka sina og árnar, sem renna úr þeim, náðu saman vegna vatns- magnsins, en við það rufu þær stíflu eina, sem er aðeins þrjá kilómetra frá miðhiki borgar- innar. Herlið var strax lxiðið út lil að reyna að forða tjóni, en fregnir hafa ekki horizt um það. Japanir ílýja enn. Undanhaid Japana fyrir sunn- an Jangtse-fljót heldur áfram og sækja Kínverjar fast á eftir. Kínverjar nálgast Shansi, ílæstu bækistöð Japana, um 100 km. fyrir austan Ichang. Ætla þeir að hrekja Japani sem lengst austur, áður en þcir snúa sér af káppi að Iehang og liði þeirra þar. Ameriskar flugvélar flugu i fvrradag yfir til Franska Indó- lvina og vörpuðu sprengjum i Tong-king-héraði, nyrzt i land- inu. 3 Gestapomenn drépnir í Póllandi. Pólskir ættjarðarvintir hafa drepið þrjá Þjóðverja, sem voru allir meðlimir í Gestapo. Þessir þrir menn voru dæmd- ir til dauða af leynifélagsskap Pólverja, en það sem ]>eir liöfðu unnið til saka var að myrða fanga i haldi lijá Þjóðverjum. • Frá Búlgariu berasl þær fregnir, að ungur maður hafi skotið böðulinn i fangelsinu i Plovdiv (Plrilippoi>olis) til bana og komizt undan síðan. Danlr hafa hemtl á dýrtíðinni. Úr bréfi frá Kaupmannaliöfn, dags. 18. fébr. 1943. „— — — Allir kvarta um dýrtíð, og þó virðist hún ekki svipuð hér á Norðurlöndum eins og heima. VísitaJan hér er 174, en það voru líka gerðar ráðstafanir snemma þótt þær hefðu mátt vera gerðar nokkuru fyrr. En svo er alltaf verið að stinga upp á nýjum ráðum. Eitt meðal hinna nýju ráða er það, að semja lög um þvingun- arlán tii þess að ná sem mestu af lausu kapitali með þannig Iöguðum þving-unarlánum og þessir peningar eiga að hvíla þangað til eftir stríðslok. Rlkis- útgjöld Svíanna árlega greiðast með 60% sköttum, 30% með lánurn til langs tíma og 10% með lánum með mjög lágum vöxtum til stutts tíma. Það þyk- ir heilbrigð fjármálapólitík. Að finna óbrigðul meðui við verð- og kauphækkun og gengisfalK eru l'jármálamenn alltaf að brjóta heilann um. — Einn góður maður sagði við mig í dag: Hvemig verður ástandið heima þegar normaltímar koma. Ríkistekjumar verða um 15 millj. en um 2 millj. fara til æðstu stjómar og utanríkis- mála. — Hér er fyrir löngu síð- an, eins og og þú veizt, sett há- marksverð á flestallar vönir, og þær hafa í langan tíma verið í því verði. Eftir því sem mér skilst hafa t. d. ahar tegundir fiskjar verið í miklu hærra verði hér á Norðurlöndum nú í mörg ár en heima. Reiknað á staðnum. — Verð í Höfn og öðrum bæjum hér hefir verið hér um bil þetta: Nautakjöt 3.50—4.50 kr. kg. í smásölu. Svínakjöt 3.00-4.40. Nýr þorsk- ur 1:20—1.50. Slægðpr þorskur 1.25-^1.75. Koli 2.50—4.50. Síld 1.00—1.20. Smjör 4.40 kg. Mjólk 0.60 líter. Koks kr. 50.00 tonnið. — Stóriðnaður er risinn hér upp á sumum sviðum, sem ekki þekktist áður, þar á meðal að afla og hagnýta, ailskonar skelfisk — helzt krækling — og gera hann að almennri neyzluvöru. Fleiri stórfyrirtæki i þeim tilgangi hafa yerið stofn- uð á síðasta ári og svara mjög vel kostnaði. Tvo síðustu mán- uði ársins öfluðust um 10.000 smálestir saltfiskjar, aðallega við Limafjörðt Svo eru og að rísa upp verksmiðjur annars- staðar. Verksmiðjur, sem vinna úr um 200 smálestum á sólar- hring eru nú byggðar á nokk- urum stöðum til skelfiskiðn- aðar. Bygging fiskiskipa og smíði mótora vex hraðfara. Nýlega voru veittar nokkurar milljónir til þessa, „Tilskud & Laan“. I Danmörku og Svíþjóð þegar stöfnaðir margir fiski- mannaskólar og ýmsar fram- farir á þessu sviði. Sem einstakt í sinni röð má segja að sé, að steinbítur er orðinn einhver dýrasta fiskitegund í Danmörbu og hefir verið lengi. Meðal-stein- bítur kostar 14 kr. (eða 1.75 pr. Vi kg.). Allir finna til þess, að það eru örðugir tímar og örlaga- tímar, og mér skilst, að það sé ekki síður hvað ísland snertir. Eg held að aldrei hafi riðið á fyrir landið að hafa réttláta, einarða, óeigingjarna og vitra stjóm eins og nú og á stjóm- vizku hennar, lipurð og festn veltur framtíð landsins um ald- ir, enginn veit hvað lengi.“ —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.