Vísir - 02.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR Ný starfstilhögun á Slökkvistöðinni. ___• t Brunavörðnni fj’ölgað og: vaktir þrískiptar. Viðtal við Pétur Ingimundarson, slökkviliðsstjóra. J tileí’ni af því, að nýlega hefir verið gerð breyting á fyrirkomulagi við vaktaskiptingu á slökkvi- stöðinni, snéri Vísir sér til Péture Ingimundarsonar slökkviliðsstjóra og spurðist fyrir um ])ær breytingar sem gerðar hefðu verið. Fer hér á eftir frásögn síökkvi- liðsst jórans: Brunamálanefnd. vísir? DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 36 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kynlegir kvistir. JjAÐ eru til undarlegir menn, — menn, sem þykj- ast berjast fyrir þjóð sína og vilja lienni vel í öllum grein- um. í því sambandi skiptir ekki máli, hvort þjóðin er smá eða stór, — livort það eru Norð- menn eða íslendingar, — eðl- ið hlýtur alltaf að vera samt við sig. Norðmenn öðluðust fullt sjálfstæði 1905. Islending- ar æskja þess og eiga rétt á því nú. t»eir hafa aldrei farið dult með að þeir eigi þennan rétt og muni nota hann er fvll- ing timans er komin. Alþingi hefir hvað eftir annað ákveðið sambandsslit er sambandslaga- sáttmálainn væri útrunninn. Enginn flokkur hefir skorizt úr leik, en allir verið á einu máli. Þegar á á að herða, renna þeir af hólminum, sem hæst hafa látið, og fullyrða jafnvel að Islendingar eigi ekki rétt á sjálfstæði, með þvi að það „brjóti í hága við norrænar sambúðarvenjur“. Heilaga ein- feldni! Þessir undarlegu menn þykj- ast herjast fyrir jafnfrétti allra manna, en hljóta þeir ekki jafnframt að berjast fyrir jafn- rétti allra þjóða. Er það ein- vörðungu þeirra eigin þjóð, sem er réttlaus og verður að skipa skör lægra en öllum öðr- um þjóðum? Hefir íslenzka þjóðin frá öndverðu ekki unn- að frelsinu, og hefir hún ekki um aldir barizt fyrir þvi að öðlast það hnoss? Hefir hún ekki með starfi sínu og striði sýnt og sannað, að henni vegn- ar því aðeins vel, að hún njóti frjálsræðis? Er þá yfirleitt um það að ræða, að þessari smá- þjóð á úthjara veraldar detti í hug að semja af sér nokkurn rétt varðandi sjálfstæði sitt og tilveru? Menn mega ekki rugla þvi tvennu saman, hvort íslenzka þjóðin á skilyrðislausan rétt til sjálfstæðis, eða hvort hún þarf að semja við Dani um ýms önnur mál vegna sambandsslit- anna. Það eru með öllu óskyld mál. Um sjálfstæðismálið verð- ur ekki samið, en um allt ann- að milli himins og jarðar. Þótt styrjöldin gerbreyti og umbylti öllu, má aldrei svo fara, að hún láti íslenzku þjóðina gleyma rétti sínum og kröfum vegna þess réttar. Það eru engar sam- búðarvenjur til meðal nor- rænna þjóða, sem réttlæta það að íslendingar tvínóni í sjálf- stæðismálinu. Það er leitt, að upp skuli hafa komið deilur um þetta mál, sem allir eru í rauninni sammála um, en sýn- ir hinsvegar að flokkshagsmun- ir geta stangazt óþyrmilega við þjóðarhagsmuni, ef menn eru svo skammsýnir, að miða ein- göngu við líðandi stund og hitt, á hvern hátt þeir geti lagt stein í götu pólitísks andstæðings. Andstaðan gegn sjálfstæðis- kröfum Islendinga stafar ein- göngu af þvi, að sumir menn eru þannig gerðir, að þeir geta ekki unnað öðrum að vera á sama máli og þeir og þurfa því óhjákvæmilega að skipta um skoðun. í sjálfstæðismálinu eru Fyrir 1J4 ári var samþykkt af hæjarráði að skipa menn í nefnd til þess að semja nýja brunareglugerð fyrir Reykja- víkurbæ. Nefnd þessi var svo skipuð þ. 11. okt. 1941, og eiga sæti í lienni þeir dr. Björn Björnsson, Kristján Reykdal fulltrúi, Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi, Jón Sigurðsson verk- frajðingur og Pétur Ingimund- arson slökkviliðsstjóri. Lög- fræðilegur leiðbeinandi nefnd- arinnar er Ólafur Sveinbjörns- son lögfræðingur. Nefndin tók til starfa og er hún um það bil að ljúka við frumvarp til reglugerðar um brunamálin. Eitt þeirra mála, sem lágu fyrir nefndinni var athugun á því, hvað gera þyrfti til þess að hæta öryggið á Slökkvistöð- inni. Utköll. Áður en nýja breytingin varð voru vaktirnar á stöðinni tví- skiptar, og var þá hver varð- flokkur 24 klst. á verði sam- fleytt. Var þessu þannig hag- að, að aðeins einn varðmann- anna hafði næturvakt, og átti hann að gegna útköllun yfir nóttina, en aðrir varðmenn liöfðu svefntima sinn á stöð- inni sjálfri, en voru svo vakt- ir, ef hrunaliðið var kallað út. Var þessu skipt á milli mann- anna þannig, að hver einstak- ur vakti sína nótt. Eftir því sem bærinn óx, varð þetta ótryggara, enda hafa störf slökkviliðsins vaxið gríð- arlega með liverju ári. T. d. má geta þess, að fyrsta árið (1918), sem ég var slökkviliðs- stjóri, var brunaliðið ekki kall- að út nema 23 sinnum, en ár- ið 1942 var það kallað út í 196 skipti, og á þessu ári, sem nú er hálfnað, eru útköllin þegar orðin 108. Sjúkraflutningar. Það, sem einnig hefir aukið starfið gífurlega mikið, er hinn sívaxandi sjúkraflutningur, — en hann höfum við allan með höndum, hæði innan bæjar og utan. T. d. má geta þess, að árið sem leið voru fluttir um 1750 sjúklingar, og i sambandi við það skal tekið fram, afr sjúklingar, sem fluttir eru „í ljós“, verður að fara með tvær ferðir, en við teljum aldrei nema aðra ferðina. Vaktaskipting. Að öllu þessu athuguðu lá það fyrst fyrir nefndinni að gera sem hagkvæmastar breyt- ingar á vörzlu stöðvarinnar til frekara öryggis fyrir bæinn. Þurfti því fyrst og fremst að fjölga mönnum við stöðina, og var talið, í sambandi við það, rétt að breyta fyrirkomulaginu á vöktunum og fá þríslciptar vaktir í stað hinna tvískiptu. Bæjarstjórn og hæjarráð Rvík- ur tók þessari málaleitan vel. í rauninni ekki skiptar skoð- anir, — én það eru til undar- legir menn. Þ. 20. marz s.l. var 10 nýjum slökkviliðsmönnum skipað í j vaktir, því að þá fór breytingin I fram á vaktaskiptingu. Var þá vöktunum þrískipt strax og er vaktatíminn nú hreyttur þannig, að til dæmis A- vakt kemur á stöðina kl. 8 að kvöldi, og er leyst af kl. 6 að morgni af B-vakt, en B-vaktin hefir svo vörzlu á hendi frá kl. 6 f. h. til kl. 1 e. h., en þá tekur C-vakt við og er til kl. 8 að kvöldi. Fyrir utan það, livað menn- irnir eru mikið óþvingaðri með þessu fyrirkomulagi, er þetta mjög þýðingarmikið fyrir allt öryggi, þar sem mennirnir eru alltaf viðhúnir, fyrirvaralaust. Að nóttu til er þetta sérstak- lega aukin trygging, því áður var aðeins einn maður vak- andi, þegar úkall átti sér stað, en nú eru þeir sex. Annars má geta þess, að í bæjum erlendis, álíka og Reykjavík og stærri, telzt venjulega svo til, að einn fastur slökkviliðsmaður sé fyr- ir hvert þúsund íbúa, en þessari tölu höfum við ekki enn náð nemayað hálfu leyti. Sjúkrabifreiðar. — Við höfum nú nýlega feng- ið einn nýjan sjúkraflutninga- vagn og annar mun vera á leið- inni, og geri ég þá ráð fyrir, að það muni nægja fyrst um sinn. Auk nýja bíísins, sem við erum búnir að fá, höfum við tvo eldri bíla, sem eru 8 og 9 ára gamlir og nokkuð farnir að ganga úr sér, en nú sem stendur er ver- ið að endurnýja þá. Slökkvitæki. — Við erum vel byrgir af allskonar slökkvitækjum, og eigum við það mikið að þakka því, að í sambandi við loftvarn- ir hæjarins voru keyptar tíu sterkar vatnsdælur, sem Hreinlæti. Heilbrigðislögreglan hefir nú lok- ið við allsherjar skoðun á þrifnað- arástandi í bænum. Hefir komið í Ijós, að ástandið er verst í bakgörð- um og á lóðum að húsabaki, þar sem ókunnugir ganga ekki um. Það er ljót tegund af óhreinlæti, að hugsa fyrst og fremst um það, að sýnast og láta sig litlu skipta óþrifn- aðinn, ef hann ekki sést. Þó eru merkilega mikil brögð að þessu, eft- ir því, sem athuganir lögreglunnar hafa leitt í ljós. í mörgum tilfell- um varð lögreglan vör við óþrifn- að, sem bersýnilega hafði viðgeng- izt árum saman, en sem ekki var nema stundarverk að Iagfæra. Það þætti ekki myndarlegt heim- ili, þar sétri ruslinu væri ýtt út í horn eða undir gólfteppi. Það þykir heldur ekki kurteisi að spýta á bak við mublur, 'en þó er þetta alveg samskonar sóðaskapur og það að hirða ekki þar sem ekki sést til. Kaupmennska. Napóleon sagði í háði um Eng- lendinga, þegar hann þóttist hafa ráð þeirra í hendi sér, líkt og Hit- ler hugði til skamms tíma, að Eng- lendingar væru kaupmangaraþjóð. Eg hef stundum verið að hugsa um ])að, hvort Englendingar hafi þá fengizt jafnmikið við kaupmennsku og íslendingar gera nú, því að síð- slökkviliðið hefir yfir að ráða, ef þörf gerist. Auk þessa höf- um við 8000 metra af slöngum og ýmislegt af öðrum smærri útbúnaði, sem við höfum feng- ið smátt og smátt. Þessi áhöld eru að miklu leyti geymd í smáum liúsum, sem til þess liafa verið gerð, en þau eru dreifð á hentuga staði víðsveg- ar um hæinn. fiskviÉii Ifest- mannaeyiRoa aukinn um 400 smál. i velur Skipastóll Vestmannaeyinga hefir i vetur verið aukinn svo að nemur nærri ¥)0 smálest- um bráttó. Mest eru það bát- ar, sem smíðaðir hafa verið í skipasmíðastöðvunum í Eyj- 'um, en eitt lbO brúttó smálesta skip hefur verið keypt í Fær- eyjum. Fimm nýir bátar liafa verið smíðaðir í Eyjum í vetur, fjór- ir í Skipasmíðastöð Vest- mannaeyja og einn lijá Drátt- arbraut Vestmannaeyja h.f. Samtals eru bátar þessir um 200 hrúttó smálestir að stærð, og allir hinir vönduðustu í hví- vetna. Þá hafa gagngerðar end- urbætur verið gerðar á nokk- urum hátum og þeir verið stækkaðir. Aðeins einn hátur um 20 smál. að stærð, tapaðist á vetr- |num, en annar var keyptur í hans stað. Er hér um ánægjulega stækk- un fiskiflotans að ræða, er bendir til mikilla aukinna at- hafna meðal útgerðarmanna í Vestmannaeyjum. Næturvörður: Reykjavíkur Apótek. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú stud. theol. Geirþrúð- ur H. Sivertsen (Jóns Sivertsen) og Sverrir Bernhöft stórkaupmað- ur. Heimili þeirra verður í Garða- stræti 44. ustu verzlunarskýrslur, frá 1941, herma að hér á landi hafi þá í árs- lok verið 1363 fastar verzlanir, þar af 162 heildverzlanir og 1201 smá- verzlanir. Eftir þessu er meir en hundraðasti hver Islendingur kaup- maður, og af fulltíða fólki eitthvað fertugasti hver maður. — 1 Reykja- vík er hlutfallið minna, því að hér eru tiltölulega fleiri verzlanir en annarsstaðar, eða 824, þar af 672 smáverzlanir og 152 heildverzlanir. Hér er því fimmtugasti hver íbúi kaupmaður eða 27. hver fulltíða maður. Á Akureyri eru 65 verzl- anir (61 smásöluverzl og 4 heildv.). Á síðasta ári fjölgaði verzlunum enn, en fáar voru Iagðar niður, svo að við erum víst orðin ennþá meiri kaupmangaraþjóð en nokkru sinni áður. Samkværat áætlun. Herráðið sat við kaffiborðið í morgun. „Innrásin verður í nótt,“ sagði Cári Thorlax. „Hitler segir að Churchill hafi sagt það sjálfur.“ — „Úr því hann sagði það, þá skil eg ekki, hvers vegna hann sagði ekki hvar hún yrði,“ sagði Bernódús hissa. „Hann hefir sagt hvar,“ skar ísax úr. „Ha?“ sögðu hinir og létu bollana síga. „Munið þið ekki, að hann sagði að innrásin yrði gerð þar sem......“ — „Þar sem hvað?“ — „Þar sem Þjóðverjar ættu sízt von á því,“ lauk Isax máli sínu. Scrutator: JZjoudjdik. cdllmmnwgs Samtal við Jakob Gíslason verkfræðing. TAKOB GÍSLASON VERKFRÆÐINGUR, forstöðumaður * Rafmagnseftirlits ríkisins, er nýkominn heim frá Banda- ríkjunum, en þangað fór hann erinda Rafmagnseftirlitsins til þess að athuga, hvernig hægt væri að sanrræma notkun þeirra raftækja og vara, sem fyrir vestan tíðkast, við það, sem notað hefir verið hér á landi. Vísir liafði tal af Jakobi í morgun og lét hann hið bezta af förinni. Kvað hann sig hafa séð margt og merkilegt nýjunga í rafmagnstækni og að árangur-af för sinni hefði orðið góður. — Valur IsMsieistori. Vann Ii.R. 2:1 Fyrri hálfleikurinn í gær- kveldi, sem lauk með 2:1 fyrir Val, var fjörlega leikinn.' Ellert skoraði fyrsta markið, en Björg- úlfur annað, en rétt áður en hálfleik lauk, skoraði Jón Jóns- son fyrir KR prýðilega fallegt markt af löngu færi. Síðari hálfleikur var daufari, enda hvessti. Valur hafði haft meiri sókn í fyrri hálfleik, en nú hertu KR-ingar sig, og mátti ekki á milli sjá, livor harðar sækti. Hálfleiknum lauk 0:0, og vann Valur því 2:1 og þar með íslandsmeistaratitilinn. Áhprf- endur voru óvenjulega margir. Hafnarí jörð vant- ar leikvelli. Hafnfirðingur einn kom á ritstjórnarskrifstofur blaðsins í gær og skýrði frá síðasta af- reki bæjarstjórans þar syðra í uppeldismálum æskulýðsins þar. Eins og flestir vita, er ekki til neinn leikvöllur í Hafnarfirði og íþróttavöllurinn svonefndi til liáborinnar skammar fyrir bæjarfélagið. Börnin geta því hvergi verið að leikum nema á götunni, en það er stórhættu- legt eins og gefur að skilja, ekki sízt þegar þess er gætt, hvernig hafnfirzkar götur eru. Nú fyrir skemmst tóku nokkrir drengir upp á því að leika sér á túnbletti bak við bæjarskrifstofurnar. Gátu þeir þannig sloppið úr rykinu á göt- unni og verið að heilhrigðum leikjum. En þetta þótti bæjar- stjóranum óhæfa, tók sig til og rak drengina út á götuna! Hafnfirzkum foreldrum finnst það sæmra fyrir bæjar- stjóra, að liann leyfði drengj- unum að leika sér þarna, úr þvi að hann og menn hans hafa ekki séð þeim fyrir öðrum leik- völlum en götunni. Það er varla hægt að hafa meiri tekjur af túninu en svo sem 200 krónur á ári. Sumum finnst það ekki of há fjárveiting til aukins heilbrigðis og bætts uppeldis i Hafnarfirði. fslendingur og hezn- aðazframleiðslan. Fyrir skemmstu var raf- magnstækjaverksmiðju Vestur- Islendingsins C. H. Thordarson í Chicago, sæmd heiðursvérð- launum af hálfu Bandaríkja- stjórnar fyrir framúrskarandi starf verksmiðjunnar í þágu stríðssóknar þjóðarinnar. Verðlaun þau, sem hér er um að ræða, eru veitt pf hermála- stjórn Bandaíkjanna og nefnast „Army—Navy „E“ Award“. Afhending verðlaunanna til verksmiðjunnar og starfsfólks- ins fór fram í veglegri veizlu, sem haldin var í einum af helztu samkomustöðum Chi- cagoborgar þ. 20. apríl síðastl. — Það sem aðallega er ólikt í Ameríku frá því sem liér tíðk- ast, segir Jakob, eru pípur til raflagna, tenglar og öryggi. Pípurnar eru gerðar í alll öðr- um víddum, því að Ameríku- menn nota þumlungamál, þar sem við notum metramál. Píp- ur þær, sem aðallega kemur til ufála að nota hér, eru víðari en hér hefir tíðkazt, en þynuri. — Tenglarnir eru mjög frá- brugðnir. Tíðkast þar bæði þriggja tinda tenglar og tengl- ar með 2 flötum tindum. Þó fann eg tengla af sömu tegund og hér eru notaðir, og verður hægt að panta þá. — Öryggin eru mjög ólík því sem við eigum að venjast. En þar sem hér er farið að smíða öryggi, verður því haldið á- fram, en öryggi ekki keypt að vestan, enda myndi það kosta gagngerða breytirigu á straum- borðum. Þá er ótalið, að hér vantaði nauðsynlega vatnsþétt- ar lagnir, sem við leggjum venjulega með blýstrengjum. Ameríkanar leggja þær í píp- um, og virðist mér sem við verðum að taka upp þeirra að- ferð. Aftur á móti nota þeir samskonar ljósaperur og ljósa- stæði — skrúfuganga, og er ]>að okkur mikill hagur. — Það hefir mikla þýðingu, segir Jakoh að lokum, að við getum Iagað okkur sem mest eftir þeirri „standard“ vöru, sem framleidd er í Bandaríkj- Unum. Á þessum tímum er bæði dýrt og stundum beinlínis ó- mögulegt að fá þær gerðir, sem hér hafa tíðkazt. Hinsvegar standa Bandaríkin svo framar- lega í rafmagnstækni, að flest- ir geta eittlivað af þeim lært. Þar vestra eru miklir erfiðleik- ar um allt vélaefni og málma, og er allt slikt afgreitt sam- kvæmt sérstökum leyfum og forgangsleyfum, og verður því að kaupa það, sem algengast er og mest er framleitt. Hig: vantar íbúð strax. Jón Þozsteinsson skósmiður, Lækjargötu 6. Ritvélar Nýjustu gerð af skrifstofu- ritvélum selur LEIKNIR. i Sömuleiðis stál-skjalaskáp (4 skúffur). Simi 3459. Lítill SiiiiMðor í Vatnsendalandi, lil sölu. — Uppl. Bárugötu 4, kjallaran- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.