Vísir - 15.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR Áttræður á morgun: Sigurður Thoroddsen fyrrverandi yfirkennari. ^IIGURÐUR THORODDSEN fyrrverandi lands- verkfræðingur oí* síðar yfirkennari við Mennta- skólann í Reykjavík verður áttræður á morgun, 16. júlí. Hann fæddist að Leirá í Borgarfirði, sonur Jóns Thor- oddsens sýslumanns og skálds og konu hans Ólínar Þorvaldsdóttur Sívertsen frá Hrappsey. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum 1882 og verkfræði- prófi frá fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn í janúar 1891 og tók við störfum sem fyrsti landsverkfræðingur Islands í júní 1891. 1 tilefni af þvi að í síðasta mánuði voru liðin finuntiu ár, siðan er Sigurður hóf verkfræðistarf sitt hér á landi, kjöri Verkfræð- ingafélag Islands hann heiðursfélaga sinn með svofelldri grein- argerð: „Þegar Sigurður Thoroddsen lýkur prófi við Fjöllistaskóla Kaupmannahafnar árið 1891 og gerist landsverkfræðingur, — eins og starfið þá var nefnt — 1893, leggur hann fyrstur íslendinga út á braut verkfræð- ianar. Um þær mundir var lítið um verklegar framkvæmdir og mannvirkjagerð hér öll á bernskustigi; átti það rót sína Kennsla í verkstjóm. Starf hins fyrsta verkfræð- ings var ekki einasta fólgið í að gera tillögur um ný mannvirki og leysa af hendi verkfræðileg störf við byggingu þeirra, held- ur varð einnig að kenna verk- stjórum og smiðum, — skapa stétt kunnáttumanna, -— er gæti leyst af hendi hin vandasömustu verk, svo að eigi þyrfti að sækja til þess erlenda starfskrafta. að rekja til fjárskorts og fá- mennis. Hér voru ekki mann- virki, er staðið hpfðu öldum saman, eins og altítt er með öðrum menningarþjóðum. Meir en helmingur þjóðar- innar bjó í torfhúsum; vegir voru því nær engir og sára fáar brýr; einstaka steinhús liöfðu verið gerð, en vatnsveitur, bryggjur eða hafnarmannvirki þekktust hér eigi. Það var ekki nema á nokkurra ára fresti, að við bættist vegspotti, brú eða steinhús. Þegar í það var ráð- ist, varð að sækja erienda, sér- fróða menn til framkvæmda, og það var eins og enginn gæti hugsað sér annað. Það var því siður en svo glæsilegt að leggja fyrir sig verkfræði. Brautryðjandasiarf. Ótrauður hóf Sigurður Thor- oddsen starf sitt, er hann tólc stjórn vegamálanna í sínar hendur. Mörg viðfangsefni biðu hans og ó mörgum erfiðleikum þurfti að sigrast. Starfsskilyrðin er hinn fyrsti verkfræðingur átti við að búa, voru gjörólík þeim, er við verk- fræðingar eigum nú að venjast. Þá var enga reynslu við að siyðjast; til verkstjórnar kunnu menn fátt, og hörgull var á lærðum smiðum. Á fyrstu starfsárum sínum gerði Sigurður Thoroddsen til- lögur og áætlanir um marga þá vegakafla, sem enn í dag eru liinir mikilsverðustu í vegakerfi landsins. Hann átti frumkvæði að þeim brúm, er gerðar voru hér um og eftir aldamótin, — og stóð fyrir byggingu þeirra. Margar voru l>ær mikil niann- virki, einnig á nútima mæli- lcvarða. Var Jxissi þáttur starfsins ærið mikilvægur og erfiður, því ein- mitt um þessar mundir voru liinar fyrstu járnbrýr gerðar hér, en byggingu þeirra voru menn óvanir, þar eð áður var liér eingöngu um trébrýr að ræða. Brúa- og vegagerðir. Það tókst fljótt að vinna bug á þyr j unarerf iðleikum; hver brúin var gerð annari meiri, og framkvæmdir komust fljótt í það liorf, að vegakerfi landsins jókst árlega svo að um munaði. Af þeim framkvæmdum, sem hér er átt við, — um aldamótin — má nefna Hellisheiðarveginn, hina veglegu hengibrú á Jök- ulsá í Axaiýirði, brýrnar á Blöndu, Örnólfsdalsá, Hörgá og Sogið, er bera starfi hins fyrsta verkfræðings ljósan vott. Enn- fremur byggði hann brúna á Þjórsá, þótt aðrir hafi lagt til hennar hin fyrstu drög. Liðnir eru nú fimm tugir ára síðan Sigurður Thoroddsen hóf starf sitt. Hann ruddi öðrum braut, svo að nú starfa hér yfir fimm tugir verkfræðinga. Ómetanlegt gagn hefir að verkum hans orðið, hinar glæsi- legu brýr juku álit verklegrar menningar i landinu og urðu hin mesta hvatning til marg- háttaðra framfara.“ Undirbúning-urinn. Áður en Sigurður hæfi starf sitt hér á landi, starfaði liann rúmlega ár að verkfræðings • störfum í Danmörku, en næsta ár dvaldi liann í Noregi og kynnti sér þar vegalagningar með tilstyrk Alþingis, enda þóttu staðhættir þar svipaðir aðstæðum hér heima. En i júli 1893 var hann skipaður lands- verkfræðingur, eins og embætti vegamálastjóra var þá nefnt. og tók liann þá þegar til ósjilltra málanna. Vegir og brýr. Fyrsta verk Sigurðar var að mæla upp vegarstæði Hellis- heiðarvegarins, sem ætlaður var hestvögnum. Lagði Sigurður veginn þar sem hann er nú, og hefir örlitlu verið breytt um vegarstæði, þótt ólíku sé sam- an að jafna, hestvögnum og bif- reiðum. Ilestavagnavegir máttu ekki hafa nema vissan lág- markshalla, miklu lægri en bif- reiðavegir. Vegina varð því að leggja i miklu fleiri bugðum en nú tíðkast. Það var mikil fram- för í vegagerð, þegar Kamba- vegurinn var lagður. Gamli vegurinn hafði legið næstum því beint af augum og var ill- fær fyrir lestaferðir, vegna mik- ils halla. Um hestvagnaferðir var ekki að ræða. Kambavegur- inn hefir síðan verið styttur til muna, eftir þvi sem farartækj- um hefir fleygt fram. Er hann nú miklu brattari allur en gamli vegurinn var, enda niiklu styttri. En um hestvagnaakstur er nú ekki lengur að ræða á þeim vegi. Mestu brýrnar, sem Sigurður hafði með höndum, voru Jökuls- árbrúin, Þjórsárbrú og Lagar- fljótsbrú. Það var 1894—1895, sem hann sá um eða hafði eftir- lit með byggingu Þjórsárbrúar- innar. Næst lét hann byggja brú yfir Örnólfsdalsá lijá Norð- tungu, og um sama leyti, 1897, var byggð brúin á Blöndu, fyrsta fasta. járnbrúin. Hit.t voruhengi- brýr nema Lagarfljótsbrúin. 1900 var byggð hengibrú yfir Hörgá. Yfirkennarinn. Haustið 1904 var Sigurður settur stærðfræðikennari við Menntaskólann, sem þá nefnd- ist Lærði skólinn. Gegndi hann jafnframt störfum landsverk- fræðings, þar til Jón lieitinn Þorláksson svili hans tók við í febrúar 1905. Ennfremur vann liann áfram að liengibrúnum á Jökulsá og Soginu, sem hann hafði teiknað og hafði smiði á. Þær voru vígðar sumarið eftir, 1905. En i meir en þrjátiu ár gegndi hann siðan kennaraem- bættinu við Menntaskólann, þar til 1935. Var hann þá kominn yfir sjötugt og kominn yfir hæsta aldurstakniark embættis- manna og orðinn einn af yfir- kennurum skólans. Iþróttamaðurinn. Þrátt fyrir háan aldur er Sig- urður Thoroddsen léttdr i spori og kvikur í hreyfingum. Getur hann eflaust þakkað það i- þróttaáhuga -sinum og fjöl- breyttum áhugamálum. Alla ævi liefir liann liaft mikinn á- liuga fyrir iþróttum, verið skautamaður með afbrigðum, góður leikfimismaður, skíða- maður og göngumaður. Þegar kennarar Menntaskólans komu saman til leikfimisiðkana fáum árum áður en Sigurður lét af störfum, kom það í ljós, að elzti kennarinn var þeirra miklu fim- astur. Sem dæmi má nefna, að hann stökk 1 % meter í hástökki með venjulegu leikfimisstökki, og myndi l>að teljast ágætur á- rangur hjá ungum manni, að minnsta kosti gerðu fæstir nem- endur betur. Sigurður er kvæntur frú Mar- íu Kristínu, dóttur þeirra frú Kristínar (f. Briem) og Val- garðs Claessen ríkisféhirðis. Hefir l>eim orðið sex harna auðið, en þau eru frú Sigriður, kona Tómasar Jónssonar borg- arritara,Valgarður verkfræðing- ur, rafveitustjóri í Ilafnarfirði, frú Kristín, gift Bruno Kress, Jónas bæjarfógeti í Neskaup- stað, Gunnar alþingismaður og Mafgrét stúdent, nú í Ameríku. Mun það mála sannast að þau lijón hafi átt barnalán mikið. T¥ý l»ók sem hvert heimili þarf að eignast. Heilsurækt og mannamein heitir ný bók, sem kemur út i haust. Þessi bók er að miklu leyti þýðing á nýúikominni amer- ískri lækningabók, sem margir af kunnustu læknum Bandarikjanna hafa unnið að. Átján læknar í Revkjavik hafa unnið að íslenzku útgáfunni, sem er sniðin fyrir íslend- inga, með því að bæta inn í ýmsu, sem máli skiptir hér á landi, sleppa öðru, sem eingöngu er miðað við Ameriku, en margir kaflar eru meira eða minna umsamdir og sumir alveg frum- samdir af íslenzku læknunum, þar sem það hefir verið talið til bóta. Bókin er samin með það fyrir augum, að veita almenningi fræðslu um læknisfræði nú- tímans, sem er í stöðugri þróun og stefnir meir og meir i þá átt að koma i veg fyrir sjúkdóma, með þvi að auka ekki einungis hreysti og heilbrigði, heldur einnig andlega og likamlega vel- líðan. Margur ólæknandi sjúkdómur stafar af vanþekkingu, og öruggasta ráðið til að koinast hjá hvers konar vanheilsu, er að afla sér þeirrar þekkingar, sem læknisfræði nútímans ræð- ur yfir. Þessir læknar hafa unnið að islenzku iitgáfunni: Bjarni Jónsson, Guðm. Thoroddseai, Gunnlaugur Claessen, Halldór Hansen, Hann- es Guðmundsson, Helgi Tómasson, Jóhann Sæmundsson, Jón Hj. Sigurðsson, Katrín Thoroddsen, Kristín Ölafsdóttir, Kristján Sveinsson, Niels Dungal, Ólaf- ur Geirsson, Ólafur Þorsteinsson, Snorri Hallgrímsson, Theódór Skúlason, Val- týr Albertsson og Þórður Þórðarson. Um útgáfuna annast Niels Dungal. Bókin verður yfir 800 bls., með mörgum mjndum. Til að gera... sem flestum kleift að eigraagt þessa bók, j er öllum gefinn kostur á j að gerast áskrifendur að henni \ shirtingsbandi fyrir kr. 95,00, em bókhlöðuverð er ákveðið kr. 150,00. Á móti áskriftumf tekur Snorri Hallgrímsson, dr. med., póst- ; hólf 673, Rvík, til ágústloka. ¥ Munið að vanheilsa stafar oft af vanþekkingu. Bókaútgáfan DAGRENNING, Rvík. Hr. dr. med. Snorri Hallgrímsson, Pósthólf 673, Reykjavík. Undirritaður óskar hér með að gerast kaup- andi að bókinni IÍEILSURÆKT OG MANNA- IÍIE3N. Andvirðið, kr. 95,00, að viðbættu póst- kröfu og burðargjaldi, mun eg greiða við mót- töku. Nafn............................... ' Heimili r_-_._______________________..... V Póststöð ______________........________________ Bilstlórl óskar eftir vinnu við að aka vörubíl. Tilboð, .merkt: „Bill“, sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld. SPORTHÍJFUR STORMBLÚSSUR VATTTEPPI BAKPOKAR SVEFNPOKAR. | Grettisgötu 57. Bílstjóri óskast nú þegar í Verksmiðj- una Sanitas. Framtíðar at- vinna. Ungur skósmiður utan af landi, óskar eftir verksmiðjuvinnu. Húsnæði verður að fylgja. — Uppl. í síma 5809 frá kl. 6—8 e. h. í dag og á morgun. Munu þau á þessum tímamótum geta litið yfir farinn veg og rifjað upp margt og merkilegt, sem á daga þeirra hefir drifið. En fjölmargir vinir þeirra um allt land munu óska þeim góðra og giftusamra daga. Engar ljósmyndir verða teknar fyrr en 5. ágúst, vegna sumairleyfa. en ljósmyndir, sem hafa verið loíaðar fyrir mánudag n. k. mega vitjast til laugardags 17. þ. m. — Þetta tilkynnist heiðruðum viðskiptavin- um til þess að þeir ónáði sig ekki að öþörfu á Ijósmyndastofuna. . i \ ' Loftur, Bld. Ntnlku vantar í eldhúsið á Vífilsstöðum. Uppl. gefur ráðskonan í síma 5611. Ráðskona eða matreiðslukona óskast á stórt sveitaheimili skammt frá Reykjavik. Kaup frá 600—800 kr. yfir mánuðinn. — A. v. á. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.