Vísir - 28.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1943, Blaðsíða 3
VlSIR Heildarskipulag Reykjavíkur innan Hringbrautar -»•> I I i s| J&toi/Ælfxxa'Jjc, J}O.jpUnl SriFULAOSMtPNOUl /IsrLí/CWfíD/ /*'Ú6» sti-tAt/fýj rrtsK.HÚx Bœiiii V esturbœr Miðbœr Austurbœr Lan-dsspítalinn Norðurmýrc Skipulag og helztu umferðaræðar- Hér að ofan birtist heildar- uppdráttur af framtíðarskipu- lagi Reykjavíkurbæjar, sem getið var fyrir skemmstu hér í blaðinu, eftir að blaðamenn böfðu verið boðaðir á fund þeirra Geirs G. Zoega formanns Skipulagsnefndar ríkisins og Harðar Bjarnasonar skrifstofu- stjóra nefndarinnar. Uppdrátturinn sýnir glögg- lega þær lielztu breytingar seni felast í lillögum nefndarinnar, en sakir þess hve myndamótið er liltölulega lítið og þar af leið- andi óskýrt verða menn að átta sig á uppdrættinum eftir þeim fastapunktum á honum sem þeir kannast við, svo sem Tjörn- inni, höfninni, kirkjum, sjúkra- húsuni o. s. frv. Ef tækifæri gefst, mun Vísir siðar birta uppdrætti af einstök- um bæjarhlutum í gleggri og stærri mælikvarða ásamt lielztu skýringum. , Helztu breytingar, sem upp- drátturinn gerir ráð fyrir eru á þessum stöðum í bænum: a) Miðbærinn og Tjarnar- svæðið. b) Þingholtin. c) Skólavörðuhæðin og aðliggj- andi götur. d) Skothúsvegur framlengist. e) Iðnaðarsvæði við Mýrargötu, auk margra breytinga við einstaka götur. f) Aukin og rýmkuð opin svæði, barnaleikvellir og skrúð- garðar. Það, sem virðist skipta veru- legu máli í tillögum nefndar- innar, er að leitazt hefir verið við að marka alíri þungaumferð leiðir utan til við sjálfan mið- bæinn, sem er ætlað að taka við persónuumferð i breikkuðum og aðgengilegum verzlunargöt- um, þar sem breikkunarmögu- leikar eru fyrir hendi. Vesturgatan breikkar til muna og flyzt á kafla sunnar og kemur þannig í eðlilegn framhaldi af Hafnarstræti. — ÞungaUmferðin beinist binsveg- ar frá Skvilagötu um Tryggva- götu og Mýrargötu í Hring- braut. í gegnum miðbæinn til suðnrs beinist meginumferðin um Kalkofnsveg, Lækjargötu, Frí- kirkjuvég um Sóleyjargötu í Ilringbraut, og hinsvegar frá Grófinni um nýja götu í Grjóta- þorpi í breikkaða Suðurgötu og Melaveg. Lækjargötunni er ætlað að geta skipt umferðinni úr gatna- kerfi austurbæjarins í Kirkju- stræti og Áusturstræti og til suð- urs og norðurs eftir ástæðum. Breidd Kirkjustrætis, Aðal- strætis og Lækjargötu verður 22V2 meter og er hugmyndin með þeirri breikkun sú, að kom- ið verði fyrir e. t. v. grasreitum við gangstéttarbrúnir þar sem henta þykir með bekkjum, frek- ar en að þessi gatnabreidd sé höfð vegna mikillar umferðar og á sú tilhögun einkum við um Kirkjustræti, sem liggur í „hjarta“ miðbæjarins. Tjarnarsvæðið vestanvert er ætlað sgm skemmtigöngusvæði með lakmarkaðri annarri um- ferð. Hafnarstræti og Austur- stræti verða eftir sem áður ein- stefnuaksturs-götur. Tborvald- sensstræti opnast við húsaröð að Austurstræti og framlengist í Vonarstræti. Garðurinn suður af Alþingishúsinu opnast suður að Vonarstræti, og liúsin þar eiga að hverfa. í Þingholtunum kemur ný gata, nokkuru sunnar en nú- verandi Bókhlöðustígur og endar hún við torg, þar sem nú‘ er Óðinstorg. Skiptist þaðan umferðin inn á Skólavörðustíg og Þórsgölu, en þaðan um Ei- ríksgötu til austurs og suðurs verða því aðalumferðaræðar persónuumferðar frá austurb. þessar: Ilverfisgatan (ein- stefnuakstur), Laugavegur að Bankastræti (einstefnu- akstur), hin nýja gata í Þingholtunum, Skálholtsstíg- ur, sem breikkar og i'éttist af neðst, og Skolhúsvegur, sem framlengist að torgi við Berg- staðastræti, í breldvunni ofan við Lækjargötu allt að Skotliús- vegi koma i framlialdandi i byggingalínu opinberar bygg- ingar. Stærstu umferðartorg mið- bæjarins verða annarsvegar Lækjartorg, mjög stækkað, og liinsvegar mjög rúmgott torg á gatnamótum Túngötu, Suður- götu, Aðalstrætis og Kirkju- slrætis. Að öðru levti munu lesendur i geta áttað sig á fyrirliuguðum breytingum á uppdrættinum hér að ofan. m. a. flutti liann ræðu á móti í Dýrafirði þann 11. júli s. 1. Síra Sveinn Víkingur ferðast um Þingeyjarprestakalí, aðal- lega um Norður-Þingeyjarsýslu, en síra Árni ferðast um Borgar- fjarðarsýslu, prédikar þar og heldur kristileg erindi. Munu allir prestarnir ferðast um þetla svæði i nokkurar vikur. Kirkjublaðið, 6. tbl. kom út á mánudaginn. Flytur það m. a. grein eftir sira Benjamín Ivrist- jánsson, er hann nefnir „Ástar- játning skáldkonungsins“. Ræðir síra Benjamín í grein þessari ritdóm Halldór Kiljan Laxness um bókina „U111 veg- inn“, eftir Tao the king, en rit- dómur þessi birtist í 3. hefti Tímarits máls og menningar í fyrra. Auk þessa er í ritinu grein um visitasiuferð biskups og ýmsar kirkjulegar fréttir. Ástralskir blaðamenn hafa undanfarið verið i heimsókn í Englandi. Þeir liittu marga ráð- lierra, Maiski sóvét-sendiherra og fleiri merka rrienn. Auk þess skoðuðu þeir skipasmíðastöðv- ar, liergagnasmiðjur og önnur hervirki. Mínar hjartans þakkir til allra þeirra, er heimsóttu mig og d annan hátt sýndu mér vinarhug á 50 ára 1 afmæli minu. G u ð b j ö r n Á s b j ö r n s s o n, |. Baldursgötu 18. Framtíðarstarf Ungur maður með stúdentsmenntun og sem hefir unnið við margskonar skrifstofu- og verzlunarstörf óskar eflir atvinnu við skrifstofuslörf eða sölumennsku nú þegar eða á hausti komanda. — Þeir, sem vildu sinna auglýsingu þessari. gjöri svo vel að leggja inn tilboð á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. ág- lií^t, merkt: „Framtíðarstarf 777“. Bíll til sölu Clievrolet vörubill, model ’33, með nýrri vél og nýjum gúmmíum. Uppl. Vörubílastöðinni á morgun frá kl. 1—8. — Prestar í predikunar- ferð. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá skrifstofu bisk- ups eru nú þrír prestar á prédik- unar- og fyrirlestraferð um landið. Eru það þeir síra Jakob Jónsson, síra Sveinn Víkingur og síra Árni Sigurðsson. Síra Jakob Jónsson ferðast um Vestfirði prédikar í kirkj- um og flytur erindi á samkom- um og ungmennafélagsmótum, Amerískir karl I I annaskór Höfumfengið hina margeftirspurðu ..laylor’ -skú 18 tegundir, hvérja annari fallegri. $ Lárus G. Lúðvíkssou, tskóverxlnn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.