Vísir - 12.10.1943, Blaðsíða 2
v isi h
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteii.n Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsnaiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgöta 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
í deiglunni
rá því hefir verið skýrt hér
i hlaðinu, að formaður Fram-
sóknarflokksins herðist nú fyrir
nýrri flokkaskipfingu í landinu,
og rakin nokkuð skrif hans í
þessu efni. Virðist allmikill á-
hugi vera ríkjandi tneðal þing-
manna um breytta flokkaskipan
og má sjá þess merki í hinu op-
inbera málgagni Sjálfstæðis-
flokksins, Isafold og Verði, en
svo sem kunnugt er hefir flokk-
urinn nú tekið að sér útgáfu
þess blaðs, og er Jón Pálmason
frá Akri ritstjóri fyrir flokksins
hönd. Hefur Jón starf sitt með
því að rita um flokkaskipting-
una í landinu, og kemst að þeirri
niðurstöðu, að augljóst sé að
mikií nauðsyn sé á því, að
flokkaskiptingin breytist frá því,
sem nú er. Því aðeins sé þess að
vænta, að þingræði og lýðræði
geti fengið að njóta sín í landi
voru á komandi timum, enda sé
enn ekki annað heppilegra
stjórnarform fundið svo vitað
sé. Flokkarnir eigi aðeins að
vera tveir, og aukaatriði sé hvað
þeir heiti. Annarsvegar myndu
þá standa allflestir sveitamenn
og allir þeir bæjarmenn og
kauptúna í hópi verkamanna,
embættismanna og atvinnurek-
enda, sem ekki liafi trú á alls-
herjar ríkisrekstri og þjóðnýt-
ingu á atvinnuvegum landsins.
Hinsvegar stæðu svo eðlilega all-
ir þjóðnýtingarniemi. Með því
einU niótí áð tíl þessarar áttar
snúi, megi vænta þess að sú ill-
viga persónupólitík og nagg um
smámuni, sem leiði af mörgum
flokkum, fari minnkandi, enda
sé þess mikil þöi-f. Getur Jón
þess einnig í grein sinni, að fyrir
bændasamtökum Sjálfstæðis-
flokksins vaki að sameina alla
sveitamenn í einn og sama flokk,
þannig að þeir geti starfað sam-
an í friði. Virðist þá auðsætt, að
ekki beri mikið á milli Jónasar
Jónssonar og Jóns Pálmasonar
i skoðunum um mark og leiðir
í þessu efni, enda sennilegt að
skoðanir þeirra eigi miklu rík-
ari ítök fnnan flokkanna og
verður að líta svo á, að Jón
tali fyrir meirihluta Sjálfstæðis-
flok'ksins og liá miðstjórn hans
sérstaklega.
Vitað er að skrif Jónasar Jóns-
sonar hafa haft mikil áhrif úti
um sveitír landsins. Klofningur í
Framsóknarflokknum er yfir-
vofandi. Eysteinn Jónsson og
Hermann Jónasson róa sem fast-
ast gegn formanni flokksins, en
allar likur benda til að barátta
þeirra beri engan árangur, nema
þá helzt í kaupstöðum. Þessir
menn munu í bili ráða öllu um
stjórn Timans og innihald. Er
talið sennilegt að þau yfirráð
kunni að fá skjótan endi, þótt
enn haldist þau um skeið. Auð-
sætt er að stjórnendur Timans
óttast áhrif formannsins, og
hafa því valið þann kostinn, að
tala i svipuðum tón um stofnun
fi amleiðenda flokks, en virðast
þó upp á siðakastið elcki vera
sama sinnis og formaðurinn. Sé
þetta talin heppileg bardagaað-
ferð í svip, til þess að villa á
sér heimildir, eða til hins, að
halda. öllum dyrum opnum og
láta ráðast um þá endanlegu
stefnu, Þrátt fyrir þetta er allt
Páll ísólfsson
fimmtugur
Hátíðsirlil|ómleikaia vegna afniæliis
lians.
PÁLL ISÓLFSSON er fimmtugur í dag. í tilefni
af afmæliiiu hefir Alþingishátíðarkantata
hans tvívegis verið flutt í Fríkirkjunhi undir
stjórn liarts, í lyrra skiptið á sunnudag, í siðara skiptið
i gærkveldi. Verkið var samið í tilefni af hátíðinni
1930, og lilaut Páll fyrstu verðlaun og mikið lof dóm-
nefndarinnar, en meðal annara, sem í henni sátu, var
danska tónskáldið heimsfræga Carl Nielsen.
Páll Isólfsson var um langt skeið eini íslenzki einleikarinn,
sem talizt gat tónlistarmaður á heimsmælikvarða, en siðan er
hann tók að rita tónverk, hefir hann kQinizt i röð fremstu tón-
smiða vorra, og er því engin furða, þótt afmælis lians sé með
ágætum minnzt, enda er hann manna hezt þokkaður og hvar-
vetna aufúsugestnr.
Sannarlega mun margan fýsa
að heyra þetta mikilfenglega
tónverk flutt í heild við góð skil-
yrði, en það er sannast að segja,
að verkið mun hafa farið fyrir
ofan garð og neðan lijá öllum
þorra manna, þegar það var flutt
a Þingvöllum á alþingishátíð-
inni árið 1930, sVo sem títt er
um söng úti undir berum liimni.
Karlakórskaflarnir „Þér land-
nemar, hetjur af konungakyni“
og „Brennið þið, vitar!“ hafa
síðan margsinnis verið sungnir
af kórum okkar, sérstaklega þó
siðarnefnda lagið, og fyrsti kafl-
inn eða „Lofsöngurinn", sem er
fyrir blandaðan kór, var fluttur
hér á vegum Tónlistarfélagsins
fyrir nokkrum árum. Ivantatan
hefir að geyma fagra lcafla og
tilkomumikla, og mun engum
blandast hugur um, sem heyrt
hefir þá, að slíka tónlist getur
enginn annar en hámenntaður
tónlistarmaður gert, sem gædd-
ur er þróttmikilli skapandi gáfu.
Eg skal ekkert um það segja,
hvort þessar tónsmíðar Páls eru
við alþýðuskap, sennilega eiga
þær það sammerkt hinni liærri I
tónlist að vera það ekki. Þeii%
sem liafa þroskaðan Stilek'k,
hljóta að getá flindið fegurðina
í verkinu, og eg fyrir mitt leyti
cr í engum vafa um réttmæti
niðurstöðu dómnefndarinnar,
sem v(aldi þessa kantötu, en
hún var skipuð færustu mönn-
um, þar á meðal tónskáldinu
fræga Carl Nielsen. Þess skal
getið, að Emil Thoroddsen fékk
milcið lof hjá dómnefndinni fyr-
ir sína kantötu, en hann hafði
ekki gengið að fullu frá henni
og fékk 2. verðlaun. í kantötu
Páls eru — auk karlakórslag-
anna — þessir kaflar sérstaklega
ef tirtektarverðir: „Lof söngur-
inn“ (Þú mikli, eilifi andi) og
gert, sem unnt er til þess að
draga úr áhrifum formannnsins
bak við tjöldin.
Öll sólarmerki henda til nýrr-
ar flokkaskipunar í landinu, og
sennilega er hún þegai’ 'komin
betur á veg en menn grunar.
Ekki er gert ráð fyrir að nýir
flokkar taki til starfa fyr en
kosningar standi fyrir dyrum
og munu ýmsir liyggja á kosn-
ingar á sumri komanda, þótt
vel geti þær dregist enn frekar.
Þótt óvissa sé í stjórnmálunum
nú í svip, skýrast línurnar óðum.
Núverandi flokkar virðast sum-
ir hverjir reiðubúnir til að kveða
upp sinn dauðadóm, en taka upp
nýtt gervi og nýja stefnu. A.-
menningur verður að taka af-
stöðu til slíkra breytinga, og er
lionum því hollt að hlýða á þær
raddir allar, sem um þessi mál
fjalla. Ösennilegt er að floklc-
arnir i landinu geti aðeins orðið
tveir. Hitt er líklegra, að stofn-
aður verði framleiðendaflokkur,
kommúnistar starfi í sama anda
I og áður, en í bæjunum rísi upp
frjálslyndur milliflokkur og
verði liann þar langsamlega
! fjölmennastur.
„Sjá liðnar aldir líða hjá“. Páll
Jiefir nýlega sagt um verkið:
„Það er hold af mínu holdi og
blóð af mínu blóði. Flest mótív-
in, sem eg nota í því, eru gamlar
tónmyndir, sem sóttu á mig,
þegar eg var barn austur á
Stokkseyri.“ Þetta eru eftirtekt-
arverð ummæli höfundarins og
er það alveg áreiðanlegt, að lög-
in í kantötunni eru öll sömu
ættar, þvi sami persónuleikinn
birtist í þeim, öllum.
Kantatan var uppfærð í Frí-
kirkjúnni síðastl. sunnudag af
Karlakórnum Fóstbræðrum,
Kvenna'kór Tónlistarfélagsins og
Hljómsveit Reykjavikur undir
stjórn höfundarins, en Pétur Á.
Jónsson óperusöngvari söng
einsöngshlutverkin og' Óskar
Borg lögfr. hafði framsögu á
nokkrum köflum. Voru þarna
margir kraftar að verki, því
söngfólkið vav nálega 100 manns
og í liljómsveitinni eru um 40
inanns. Er kirkjan varlá nógu
stór fyrir svona þróttmikinn
söngflokk, en söngurinn tókst
vel undir öruggri og myndug-
legri stjórn höfundarins, en þó
liöt' SÖilgur Fóstbræðra af öllu
öðru í karlakórlögunum. Slæm
heyrnarskilyrði áttu sinn þátt í
að sumt naut sin miður en skyldi
í söng og liljómsveit, en um það
verður ekki_sakazt meðan ekki
er völ á rúmbetri liúsakynnum.
Pétur Á. Jónsson óperusöngvari
gerði sinu hlutverki góð skil,
eins og vænta mátti, en hin vold-
uga rödd lians hefði notið sín
betur, ef hann hefði ekki orðið
að standa niður á gólfinu ofan
í áheyrendunum vegna þrengsla.
Framsögn Óskars Borg var með
listrænum tilþrifum.
Áður en kantatan var upp-
færð, lék dr. von Urbantschitsch
„Chaconne‘‘ eftir Pál ísólfsson
á kirkjuorgelið. Verkið er sam-
ið um upphafsstefið á Þorláks-
tíðum, sem fræðimenn telja al-
íslenzkan tíðasöng og elzta ís-
lenzka músík, sem geymzt hef-
ir. Er þetta verk í stóru broti
og myndi enginn veifiskati geta
gert slíká tónsmíð sem þessa.
Annars þekki eg verkið ekki
ennþá nógu vel, til þess að geta
farið nánar út í það. Orgelleikur
dr. von Urbantschitsch var leyst-
ur vel af liendi.
Páll Isólfsson er fimmtugur
í dag. Þegar litið er yfir liðin ár,
þá hefir hann markað flestum
öðrum dýpri spor í tónlistarlífi
okkar, og er það ekki ofmælt,
að án lians væri íslenzk tónlist
ekki Jnigsanleg eins og hún er
í dag. Hann fór ungur utan og
lærði orgelleik lijá Carl Straube
i Leipzig, fremsta orgelleikara
Þýzkalands, og er það til marks
um það, hvaða áht Straube hafði
á honum, að hann fól lionum
að gegna um tíma orgelleikara-
starfinu við Tómasarkirkjuna i
Leipzig. Páll hefir hvarvetna
hlotið óskipta viðurkenningu
sem orgelsnillingur, bæði utan-
lands og innan. Þó verð eg að
segja, að framan af, þá er hann
spilaði hin miklu orgelverk hér
heima, þá var ekki laust við að
„hann prédikaði fyrir daufum
eyrum“, því þá var tónlistar-
þroski manna elcki orðinn svo
mikill, að menn gætu melt slíka
fæðu.En smám saman hefir orð-
ið breyting á þessu, svo nú er
það allstór hópur manna, sem
getur lilýtt á orgelleik hans sér
til gagns. Eftir að Páll var sezt-
ur að hér Jieima, hefir hann látið
margvísleg tónlistarmál til sín
taka og hefir starf hans verið
sérlega giftudrjúgt. Jafnframt
orgelhljómleikunum lióf hann
að uppfæra kirkjukórverk eftir
Bacli, Hándel, Braluns o. fl„ því
honum var það kappismál, að
Jandar lians fengju að kynnast
liinni hærri kirkjutónlist. Eftir
að Tónlistarfélagið kom til sög-
unnar hefir verið haldið áfram
á þessari braut og hefir þetta
víkkað sjóndeildarhring inajma
á þessu sviði. Hér er ekki rúm
til að rekja hin margvíslegu
tónlistarverkefni, sem hann hef-
ir Ieyst af liendi um dagana.
Hann hefir verið organleikari
tveggja stærstu safnaða landsins
og undirbúið til prentunar, á-
samt Sigfúsi heitnum Einars-
syni, kirkjusöngbókina, og er
það mikið verk og vel af hendi
leyst. Hann hefir verið skóla-
stjóri Tónlistarskólans frá byrj-
un og Jiaft með höndum stjórn
útvarpshljómsveitarinnar síðan
ríkisútvarpið var stofnsett. Hann
jtéfir jafnan staðið í fylkingar-
brjósti í tónlístarmálum eða öllu
heldur liefi.r hann verið mað-
urinn, sem aðrir hafa fylkt sér
um. Eg -hefi lengi litið svo á,
að Páll væri sterkastur á svell-
inu sem orgelsnillingur, og má
]>að sjálfsagt til sanns vegar_
færa, en þó held eg að tónsmíðar
hans muni lengst halda nafni
lians á lofti, því um það er eng-
um blöðum að fletta, að Jiann
hefir þegar samið mörg lög, sem
standa munu um ókomna tíma.
Á þessum merkisdegi Páls Is-
ólfssonar eru allir tónhstarvinir
samtaka um, að hylla snilling-
inn og þakka þessum höfðingja
í ríki íslenzkrar tónlistar vel og
dyggilega unnin störf 1 þágu
þjóðlífsins.
B. A.
Leiðrétting.
Frá því 1905—1935 liafa verið
þrjár lögskipaðar ljósmæður i
Rvík, síðan tvær til 1. okt., en frá
þeim tíma ein, því þá lét Þuríður
Bárðardóttir af ljósmóðurstörfum.-
Vísir hefir verið lieðinn að skýra
frá þessu til að leiðrétta missögn
i lilaðinu síðastl. föstudag.
Gjafir til barnaspítala.
Áheit frá N. N. kr. 10.00. Áheit
frá S. B. kr. 30.00. Gjöf frá frú
Ásdísi Johnsen kr. 1 þúsund. Kærar
þakkir. Stjórn kvenfélagsins
„Hringurinn“.
Páll ísólfsson.
Myndin er tekin fyrir
15 árum, um það leyti.
sem Páll samdi Al-
þingishátiðarkantötu
sina.
„Grænmeti og ber allt árið“
Heimsókn á grænmetissýningu
Húsmæðrakennaraskólans.
Það var björgulegt um að litast í Húsmæðrakennaraskóla
íslands í gær, þegar blaðamönnum gafst kostur á að iíta
þar inn, til þess að sjá grænmetissýningu þá, sem liefst þar í
dag. Og til þess að nafnið á þessum greinarstúf yrði sem áhrifa-
mest, var nauðsynlegt að taka það traustataki af matreiðslubók
skólastýrunnar, frk. Helgu Sigurðardóttur.
Skólinn tók til starfa síðast-
liðið liaust og eru námsmeyjar
tíu. Verða þær útskrifaðar
næsta vor og geta þá teliið að
sér kennslu í húsmæðraskólum
landsins. Frk. Helga Sigurðar-
dóttir er skólastýra eins og að
ofan getur, en auk þess eru þar
ýmsir aðrir kennarar, sem liver
um sig lcennir sína sérgrein.
Þeir eru Trausti Ólafsson, dr.
Júlíus Sigurjónsson, dr. Broddi
Jóliannesson, Ófeigur Ófeigs-
son, Ragnar Jóliannesson og
Þórleifur Þórðarson.
Skólinn starfaði í sumai’ að
Laugarvatni, frá því seint í maí
þangað til i októberbyrjun.
Hafði hver námsmeyjanna lit-
inn garð, 30 ferm., sem þær
hirtu að öllu leyti sjálfar, en
auk þess hafði skólinn garð
sameiginlega. Voru ræktaðar
allar þær tegundir af grænmeti,
sem hér geta þrifizt, og stúlkun-
um kennd meðferð þeirra, nið-
ursuða, þurrkun og þess háttar,
sem of langt yrði upp að telja í
stuttri blaðagrein. Garðyrkju-
kennari var frk. Jóna Jónsdóttir
frá Sökku í Svarfaðardal.
Má geta þess sem dæmi um
Bæjap
fréffír i
Næturlæknir. ,
Slysastofan, sími 5030.
Næturvörður. ,
Laugavegs apótek. |
Næturakstur.
r
B.S.R., sími 1720. ,
„Of margar tölur og annað verra“,
nefnist ritgerð. ér Kjartan Jó-
liannesson, starfsmaður á Skattstof-
unni, hefir samið og gefið út, og
fjallar hún um skattaálögur. Er þar
vakin athygli á ýmsu því, er miður j
fer i skattamálunum og ákveðnar
tillögur bornar fram til úrlióta. Er
full nauðsyn á því, að mál þessi
séu rædd og þá einkum af þeim,
sem um framkvæmdina annast og
liafa því náinn Jainnugleika á mál-
inu. Hins vegar eru skattamálin við-
kvæm mál og ekki heppilegt að ræða
þau með flokkspólitík fyrir augum
einvörðungu og hefir Kjartan al-
gerlega sneitt fram hjá því skeri,
og setur athugasemdir sínar fram .
algerlega hlutlaust, svo sem vera
ber. Höfundur getur þess, að blað j
eitt hér í bæ hafi ætlað að birta j
ritgerðina, en blaðstjórnin hafi hins i
vegar synjað um birtingu. Ritgerð-
in fæst í bókaverzlunum.
Bílstjórar, athugið!
Sérlivert smábarn á veginum, er
lifandi aðvörun um að aka varlega.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Lénharð fógeta annað
kvöld. Aðgöngumiðar seldir i dag.
Eimreiðin.
Júlí—septémber-hefti Eimreið-
arinnar 1943 er nýkomið út. Meðal
efnis þessa heftis er sagan Fórn
öræfanna, eftir Jochum Eggertsson,
veigamikil saga úr sveit á íslandi,
gerist á fyrri hluta 18. aldar. Sag-
an er prýdd teikningum eftir Jist-
málarann Barböru W. Árnason. Af
greinum i heftinu má nefna Vil-
hjálmur Stefánsson og Ultima
Thule eftir dr. Jón Dúason, Væng-
illinn, bifreið framtíðarinnar og i
Byggðir hnettir, ný viðhorf í
stjörnufræði eftir ritstj., Hóp-
kennsla og einstaklingskennsla eftir
Steingrím Arason og Á síldveiðum
eftir Gils Guðmundsson. Þá flytur j
Eimreiðin smágreinir ýmsar, radd- \
ir frá lesendunum, ritsjá um nýj-
ar bækur o. fl.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Erindi: Er styrjöldin
stríð milli hagkerfa ? III: Sósíal-
isminn. (Gylfi Þ. Gíslason dósent).
20.55 Lög og létt hjal (Jón Þór-
arinsson). 21.20 ' Hljómplötur:
Kirkjutónlist.
það, livað grænmetið var mikið
notað í skólanum i sumar, að
álegg var eklci keypt allt sum-
arið. Aulv þess var mjög mikið
soðið niður, saltað eða þurrkað,
svo að liægt er að geyma það
allt árið um kring. Má sjá
vinnulirögð námsmeyjanna á
sýningunni, sem er opin til
klukkan sex í dag og verður
opin á morgun kl. 2—6 og 8—-
10. Þar eru svo margar tegund-
ir af allskonar grænmeti að
aðra en sérfræðinga skortir orð
til að'lýsa því svo að tæmandi
sé. En liúsmæður og aðrir ætti
að leggja leið sina í skólann,
sem hefir aðsetur sitt í liáskól-
anum, því að iá þessu eins
og svo mörgum öðrurn svið-
um er sjón sögu ríkari. Og það
er óhætt að fullyi-ða það, að
sýningargestir komist á þá
skoðun, að það er hægt að nota
grænmeti og ber allt árið, en
ekki aðeins um blásumarið,
meðan hægt er að borða „upp
úr görðunum.“
Á næstunni liefst í skólanum
námskeið fyrir 14—16 ára telp-
ur og fyrir stúlkur eftir ára-
mót. Námsmeyjar skólans sjá
um kennsluna.
Skólinn hefir gott húsnæðí
og segir frk. Helga Sigurðar-
dóttir, að það gæti ekki verið
betra, nema sérstakíega hefði
verið byggt yfir skólann.
Sá, sem getur lánað
kr. 3000
getur fengið íbúð. — Tilboð,
merkt: „LanghoIt“ sendist
afgr. Vísis fyrir kl. 6 í dag.
Stúlku
vantar strax í þvottaliús
Elli- og hjúkrunarheimilisins
GRUND.
Uppl. gefur ráðskona þvotta-
hússins.
Húshjálp eða
kennsla
i boði, fjrrir þann sem getur
leigt reglusamri stúlku her-
bergi. Má vera mjög lítið og
jafnvel óinnréttað. Tilboð,
merkt: „Strax“ sendist Vísi.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan dag-
inn.
VERZL. SELFOSS.
Sími 2414.
Kr. 5000,00
2ja lierbergja íbúð óskast
strax. Fyrirframgreiðsla kr.
5000.00. Tilboð sendist afgr.
Vísis, merkt: „5000“.