Vísir - 21.10.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 21.10.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii . Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 21. október 1943. 240. tbl. 40 Pólverjar skotnir. Þjóðverjar hafa skotið 40 gísla í Varsjá í Póllandi. Alls voru sextíu menn teknir j Iiöndum vegna þess að Þjóð- | verjar sögðu að tveir þýzkir her- j menn hefði verið drepnir í borg- j inni. Fjörulíu gíslanna voru síð- an valdir úr og tuttugu skotnir i hvorri þeirra gatna, þar sem drápin á Þjóðverjunum höfðu farið fram. Loftárás á Diiren. Flugvirki Bandaríkjanna fóru í leiðangur til Þýzkalands frá Bretlandi í gær. Ráðizt var á mikilvæga málm- verksmiðju í borginni Diiren, sem er miðja vega milli Aachen og Köln, við jámbrautina milli þessara borga. Þykir verksmiðj- an svo mikilvæg, að það rétt- læti að h’eil flugsveit væri send til að granda henni. Önnur amerisk sprengjusveit réðst á flugvelli í Hollandi. Þess er getið i fréttum, að flugvirki hafi aldrei notið vernd- ar eins margra Thunderbolt- véla í árás á Þýzkaland. Auk þess voru Spitfire-vélar með i leiðangrinum. Átta sprengju- flugvélar vantar, en 11 orustu- vélar Þjóðverja voru skotnar niður. Rannsókn stríðs- glæpa. Nefnd stofnud. Fulltrúar flestra banda- mannaþjóðanna hafa samþykkt að stofna tafarlaust nefnd, er rannsaki stríðsglæpi. Var haldinn fundur um mál- ið i utanríkismálaráðuneytinu i London í gær en þar voru full- trúar 15 þjóða, meðal annars jreirra, sem verst liafa orðið fyr- ir barðinu á nazistum í striðinu. Sir John Simon var í forsæti fundarins og skýrði hann frá þvi, að brezka stjórnin liefði á- kveðið að sjá um, að meðal vopnahlésskilmálanna verði skilyrði um það, að bandamönn- um verði afhentir stríðsglæpa- menn meðal andstæðinganna, svo að hægt verði að koina fram við þá refsingu. Lottárásaótti í Ung- verjalandi. Brottflutningur barna er nú hafinn frá Budapest, höfuðborg Ungverjalands. Síðan bandamenn byrjuðu á árásum sinum sunnan frá Mið- jarðarhafi á lönd í Evrópu, Iief- ir mikill ótti gripið menn í þeim löndum, sem veitt hafa Hitler stuðning. Búast Ungverjar við árásum á Budapest, því að þar eru margar verksmiðjur, sem starfa fyrir Þjóðverja. Skipanir hafa verið gefnar um að styrkja loftvarnir í öllum borgum og að flytja skuli 150,000 börn frá Budapest. Ástralskur flugmaður hefir verið sæmdur Viktoriukrossin- um fyrir hetjuskap. Hann var skotinn niður í 52. fugferð sinni yfir Nýju-Gunineu. (Það er liægt að sæma látna menn Viktoríu- krossinum.) Hæsta fallhlífarstökk í heimi Þéssi maður, sem hér sést mynd af, er læknir í ameríska hern- um og liánn liefir stokkið út úr flugvél í meiri hæð en nokkur maður annar. Hann stökk út i 40,200 feta hæð, til þess að reyna nýja súrefnisgrímu. Á leiðinni niður missti hann af sér annan hanzkann og kól fyrir bragðið á hendinni, því að þar uppi var 45 stiga frost. Bretar hafa grefið Itölum loforð. ekki nein Atök í vændum milli Sforza og Badoglio. Utanríkisráðuneytið brezka gaf í gær út tilkynningu, þar sem því er harðlega mótmælt, að Bretastjórn hafi gefið Badogliostjórninni nokkurt loforð um lönd eftir styrjöldina. Væri allar slíkar fregnir uppspuni einn. Ráðuneytið sagði, að Þjóð- verjar hefði að undanförnu breitt út þær fregnir, að Bretar hefði keypt Badoglio-stjórnina til þátttöku með bandainönnum með því að lieita henni, að gangast fyrir því eftir stríðið, að llalir fengi að lialda eyjum þeiin, sem þeir hafa i Eyjahafi — Tylftareyjum — og jafnvel einhverjum fleiri löndum, sem hafa verið tekin af þeim. Segja Bretar, að þetta só ekki gert í öðrum tilgangi en að reyna að koma af stað missætti milli þeirra og Grikkja, sem geti aldrei jiolað það, að ítalir verði meðhöndlaðir öðruvisi en þeir eiga skilið með stríðsþátt- töku þeirra. Sforza tekur forustu. 1 fregn frá Alsír i morgun segir, að Sforza greifi, sem er kominn til ítalíu, muni að lík- indum verða kosinn formaður eins stj órnmálaf lokkanna ítölsku í dag. Heitir sá flokkur „athafnaflokkurinn“, sem veitir honum stuðning. Ef jies^i fregn reynist sönn imm hún tákna upphaf átaka milh Badoglios og stjórnar hans annarsvegar og flokks Sforza og annara flokka, sem eru andvígir Badoglio, hinsvegar. i Harðastir bardagar á miðvíg’stöðvunum. Sóknin á ítalíu heldur áfram og eru bardagar harðastir um miðbilc vígstöðvanna. Þjóðverj- ar eyðleggja allt á undanhald- inu og skjóta meira að segja nautgripi fyrir bændum. Fimmti herinn hefir tekið 17 þorp undangengna sólarhringa og er kominn af rótum Masico- fjallgarðsins, sem Þjóðverjar búast um í. Eru fjöll þessi um 16 kni. fyrir nörðan Volturno- fljót. Þau eru allt að 8000 m. há. N.-Guinea: Japanir í gagn- sókn. Japanir eru byrjaðir gagn- sókn milli Madang og Finsc- hafen. Herstjórnartilkynning Mac- Arthurs í morgun greinir frá því, að þeir liafi unnið litið eitt á, en manntjón þeirra sé mikið. Þeir liafa reynt öðru sinni að komast á land að baki ba-nda- mönnum, eu sú tilraun mis- tókst eins og sú fyrri. Flugmenn bandamanna liafa skotið niður 17 japanskar or- ustuvélar yfir Salomonseyjum. Þjóðverjar taka Susak Þjóðverjar hafa tekið hafnar- borgina Susak í Jugoslaviu, skammt frá Fiume. Jugoslavneska herstjórnin til- kynnti þelta í gær og sagði, að Þjóðverjar hefði neyðzt til að tefla fram miklu liði, meðal annars um 100 skriðdrekum, • r Rússar nálgast aðra ]arn- braut frá Dnjepro- petrovsk. Mótipýrua S®|«överja orðin mjög: öfiug:. BcrlíiiarRmar kvíðnir. ókn Rússa suður frá Kremensjug heldur áfram af líkum hraða og áður, enda þótt Þ jóðver jar virðist nú vera búnir að átta sig eftir fyrsta ósigurinn, þegar Rússar brutust í gegnum varnir þeirra. Harðnar vöm þeirra með hverri klukkustund og tefla þeir fram æ meira liði, sem þeir flytja að frá öðrum hlutum vígstöðvanna. Rússar stefna nú til borgarinnar Krivoi Rog, sem er hvorl Iveggja i senn, mikil iðnaðarborg og mikilvæg samgöngumið- stöð. Sögðu suinar fregnir í gærkvöldi, að þeir ætti eftir um 40 km. þangað, en leiðin væri ekki eins löng til járnbrautar- innar, sem liggur uin borgina, því að hún kemur úr norðaustri. * Erlendir blaðamenn í Rúss- landi búast við þvi, að bardag- ar verði mjög harðir um Krivoi Rog, því að ef Rússar taki þá horg, megi megnið af þýzka lið- inu í bugðunni þar fyrir austan teljast daúðadæmt. Hafa flug- menn orðið varir við mikla lið- flutninga i grennd við borgina og segja líka frá því, að mikill mannf jöldi vinni að þvi að treysta víggirðingarnar við liana. Rússar sóttu fram allt að 10 km. á þessum vigstöðvum i gær og náðu nokkrum bæjum úr liöndum, Þjóðverja. Voru meðal þeirra þrjár stöðvar á járn- hrautinni, sem þeir rufu í fyrra- ciag, svo að þeir hafa náð enn betri tökum á lienni. Kvíði í Þýzkalandi. Sænskir fréttaritarar í Berlín síma blöðúm sínum, að það hafi vakið mikinn ugg og kvða, að Rússar skyldi liafa getað brotizt yfir Dnjepr, því að þar hafði herstjórnin Jjotzt geta stöðvað sókn Rússa. Fréttaritari Stockholms-tidn- ingen símar, að menn geri sér j nú fyllilega ljóst í Berlín, liversu illa horfir á austurvígstöðvun- um. Menn sjái, að það sé ætlan Rússa að hrekja Þjóðverja frá Dnjepr út á bersvæði, þar sem litið sé nm varnir af náttúrunn- ar liendi. Aftontidningen birtir þá fregn frá fréttaritara sinum, að það hafi verið dapurlegasti dagur Berlinarbúa, síðan strið- ið liófst, þegar þeir fréttu, að Rússar hefði brotizt yfir Dnjepr. i Milli Gomel og Kiev. Rússar liafa tvö brúarstæði yfh* Dnjepr milli Gomel og Kiev og segir í fregnum þaðan í gær, að hersveitir þeirra liafi unnið nokkuð á. Reyna Rússar að um- kringja Gomel og hafa tekið sex virki í sókninni framhjá borg- inni. Götubardagar geisa enn í Melitopol og hafa Þjóðverjar flutt þangað mikið af skriðdrck- um. sem flestir voru fluttir frá Norð- ur-ltalíu. Ennfreniur skýrði lierstjóru Jugoslava frá Jiví i tær, að her- sveitir hennar heí’ði hrundið á- hlaupum Þjóðyerja, er Jieir reyndu að ganga á land á þrem eyjuni undan Dalmatiu. Arás á Leipzig í nótt, Bretar heimsóttu Leipzig í nótt sem leið. Fóru hinar stóru flugvélar þeirra þangað, en Leipzig hefir aldrei orðið fyrir árás. Fyrsta tilkynning flugmálaráðuneyt- isins sagði ekkert um árangur árásarinnar. Bretar misstu 17 flugvélar. Ponncl látinn. Sir Dudley Pound, fyrrum yfirflotaforingi Breta, cr lát- inn. Hann lét af störfum fvrir skemmstu sakir vanheilsu. Bílvegnr á ¥atnahjalla. Ferðafélag Akureyrar efndi til 7 skemmliferða s. 1. sumar, en nokkrar ferðir féllu niður vegna óhagstæðs tíðarfars. Lcngsta ferðin var farin lil Austurlands, um Fljótsdalshér- að, til Seyðisfjarðar og Eski- fjarðar. Ein ferð var farin i Herðubreiðarlindir, gengu þrír leiðangursinanna á Herðubreið og héldu síðan áleiðis til Öskju en urðu að snúa við vegna ill- viðra. Gönguferðir voru farnar á Vaðlalieiði um Kambsskarð og á Staðarhnjúk'. Ein aðalframkvæmd Ferða- félags Akureyrar er vegarlagn- ing suður Vatnahjalla, þannig að bilfært verði i Eystri-Polla á Eyfirðingavegi, en með því kemst á bílvegasamband við Sprengisand. í sumar voru fimin vinnuferðir farnar i Vatnahjalla- veg með góðri þátttöku, cn auk þess fór vegaverkstjóri félags- ins, Þorsteinn Þorsteinsson, eft- irlitsferð þangað seint í maí- mánuði ásamt fleiri mönnum og var þá gert við skemmdir, sem vorleysingar höfðu valdið. — Enn þarf allmikilla aðgerða til að Vatnalijallavegur verði fær bifreiðum, því að hann er bratt- ur og erfiður. Ferðafélagið hefir fengið loforð fyrir 2000 kr. styrk úr fjallvegasjóði til þessarar vegagerðar. Þá er um þessar mundir ver- Verzlunarh verfi Hannover í rústum. Myndir, sem hafa verið tekn- ar af Hannover eftir síðustu á- rásir bandamanna, sýna, að óg- urlegt tjón hefir orðið í borg- inni. 1 viðskiptahverfi hennar er næstum liverl hús i rúst. Þjóð- verjar höfðu spennt net yfir nokkurn liluta horgarinnar, fyr- ir næst-siðustu árás, til þess að blekkja flugmennina, en þeir liöfðu flestir verið svo oft yfir lienni, að Jieir gátu samt áttað sig og vörpuðu sprengjum sín- um á netið. Eftir þá árás brunnu eldar í borginni í þrjá sólar- hringa. í síðustu árás á Kassel telja Bretar sig liafa laskað 30 verk- smiðjur mjög mikið, en aðrar minna. í síðusu stórárás á Berlin urðu um 100 verksmiðjur fyrir margskonar skemmdum. Alþingi: Frv. um breyt* ingu fjárhags- ársins. Ríkisstjórnin hefir lagt fram frv. til laga um að fjárhagsár ríkisins skuli vera frá 1. júlí til 30. júní. Segir i atliugasemdum við frv., að leggja skuli fjárlagafrv. fram á reglulegu þingi, sem kömi saman i febrúar, en nú sé svo komið, að lítt gerlegt sé að ákveða tekjur og gjöld ríkisins svo langt fram i tímann. Fjár- lagafrumvörpin verða því að mörgu leyti handahóf, en á þvi má ráða mikla bót með því að færa áætlunartimabilið fram um hálft ár. Auk þessa mundi, ef þetta fjárhagsár yrði, lögfest, ríkisgeikningur fyrir næsta fjáv- liagsár á undan geta verið full- ln’iinn og prentaður fyrir nþðjan febrúar. Fengi Alþingi hann ])á hálfu ári yngri en nú. Fjárhagsár Breta og Dana eru frá 1. apríl til 30. marz, en Bandaríkjanna, Sviþjóðar og Noregs frá 1. júlí til 30. júni. 33018 Hver fékk Hallgrímskirkju- húsið? Dregið var í húshapp- drætti Hallgrímskirkju um hádegið hjá lög- manni. Kom upp númer 33918. Ætlunin hafði verið að draga í gærkveldi, en vegna óviðráðanlegra or- saka var ekki hægt að gera það fyrr en í dag. — ið að safna fé i sælnhússjóð fé- lagsins. Hefir 7 manna nefnd verið kosin til að safna fénu og liafa þegar safnazt um 6 þús. krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.