Vísir - 23.10.1943, Blaðsíða 4
Laugardaginn 23. október 1943.
VISIR
Sundmót Armanns.
Sundmót Ármanns fór fram á
miðvikudag. Áhorfendur voru
margir. Fyrst fór fram keppni í
4X50 m. bringusundi. Var
mjög skemmtileg keppni milli
A-sveitar Ármanns og KR. Var
Ármannssveitin alltaf lieldur á
undan og sigraði á 1 mín.« 24.1
sek. sem er nýtt met. 2. varð
sveit KR. á 1 mín. 27 sek. sem
einnig er undir gamla metinu
l. 27.7 (Ægir 1942). 1 50 m.
frjáls aðferð drengja sigraði
Halldór Rachmann (Æ.). 2.
Garðar Halldórsson (Æ.). 3.
Hreiðar Hólm (Á.). 1 50 m.
bringusundi telpna sigi-aði Hall-
dóra Einarsd. (Æ.), 2. Guðrún
Tryggvadóttir (I. R.). 3. Þóra
Scheving (Á.). í 100 m. bak-
sundi komu aðeins tveir til
leiks. Guðmundur Ingólfsson
(ÍR .) sigraði á 1 mín. 22.4 sek.
2. Pétur Jónsson (KR.). í 100
m. bringusundi karla var hörð
keppni milli fyrstu mannanna.
Sigurvegari varð Sigurður
Jónsson (KR.) 1 mín. 22.6 sek.
2. varð Magnús Kristjónsson
(Á.) 1 mín 23.8 sek. 3. Einar
Davíðsson (Á.). I 400 m. sundi,
frjálsri aðferð, var keppt um
„Vísis“-bikarinn í fyrsta sinn.
Vinnst hann til eignar þrisvar i
röð eða fimm sinnum, alls. Voru
keppendur jafnir framan af, en
fóru of hægt fyrri hluta leiðar-
innar. Þegar tveir þriðju leið-
arinnar voru búnir fór Guðm.
Guðjónsson að draga frani úr
Guðm. Jóriss. (Æ), sem þó herti
sig einnig. Guðm. Guðjónss.
(Á) sigraði á 6 mín. 13.2 sek. 2.
Guðm. Jónsson (Æ) 6 mín. 18.4
sek. 3. lóskar Jensen (Á). — í 50
m. bringusundi drengja var sig-
urvegari Hörður Jóhannesson
(Æ), 38.5 sek., sem er nokkuð
góður tími. 2. Hannes Sigurðs-
son (Æ). 3. Valur Júliusson (Á).
Að lokum var keppt i 8x50 m.
sundi frjálsri aðferð. Var það
mjög spennandi keppni. Ár-
mannssveitin var aðeins fyrst
framan af og komst smátt og
smátt nokkuð fram úr, en síð-
uslu 3 menn Ægis drógu mjög
á, einkum Logi Ein., á næstsið-
asta spretti, svo að Stefán Jóns-
son (Á) og Hörður Sigurjóns-
son (Æ) bjTjuðu nærri jafnir á
síðasta spretti. Miðja vegu voru
þeir alveg jafnir. Hörður ef til
vill örlítið á undan, og í marlc
komu þeir svo jafnt, að ekki
varð á milli séð. KR var alltaf
liltölulega st'utt á eftir, enda
varð ekki mikill munur á tím-
anum, þó áhorfendur gleymdu
þeim vegna spenningsins um
bina. 1.—2. Ármann og Ægir á
3 min. 59.2 sek. 3. KR á 4 mín.
03.9 sek'. — Var varpað hlutkesti
um 1. og 2. verðlaun og vann
Ármann hlutkestið.
íslenkza . v\ÖVS^
fœst
hjd hóksölum
Afgreiðslustúlka
í vefnaðarvöruverzlun, óskast nú þegar. Umsóknir ásamt mynd
og upplýsingum um aldur og fyrri störf, leggist inn á afgr. þessa
blaðs fvrir 26. þ. m., merkt: „Fljótt“.
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI
nokkrar
pakkhústrillur
frá Ameriku
Lárns Oskar§son «& €o.
Sími 5442. —
Laugaveg 35
vandaðar BARNA- og UNGLINGAKÁPUR í miklu úrvali,
amerisk snið. — Einnig BARNA- og UNGLINGAKJÓLAR,
SKÓLAKJÓLAR og DAGKJÓLAR með löngum ermum. —
SAMKVÆMISKJÓLAR. — Svartar KÁPUR með silfurrefum
koma fram i búðina á laugardagsmorgun, einnig Swaggerar
úr persianer-astrakani.
Síg*. Ooðmnndsson.
Tízkan
Pallíettnperlubönd
Bezt aS augijsa I Vísl.
og motiv
í miklu úrvali
Laagaveg 17
I
I
Sími óska§t
Þeir, sem vildu sinna þessu leggi nöfn
sín á afgreiðslu VÍSIS merkt „Símanúmer“
eigur
yðar
hjá
Almennar tryggingar h.f.
Símar 2704 og 5693.
Austurstræti 10.
2 stúlkur
óskast nú þegar að Tryggvaskála á Selfossi.
Uppl. hjá Gísla Gíslasyni í Belgjagerðinni frá kl.
9—6 daglega. Eftir kl. 6 á Grettisgötu 50.
Hnlin ki*it
nýkomin
kr. 28.15 pr. 50 kg poka
VerzL O. Ellingsen h.í.
<
A R
M rni
& V
Amerískt dömunærföt
Undirkjólar, stakir
QJíÆíl &G. Laugavegi 48 Sími 3803
Sund-
skýlur
Herrabúðin
Skólavörðustíg 2.
RN. Cátnp Reykjavík
Dansloiknr
verður haldinn í Lauga-
vegs skálanum fimmtud.
26. þ. m. (Með vinsam-
legu leyfi Cdr. Kent RN)
KVENFÓLK VELKOMIÐ
Lögfræðistörf
Fasteignasala
JÓN EIRÍKSSON.
Lögfræðingur.
Vesturgötu 56. Sími 5681.
Hokkrar
stiilknr
geta fengið atvinnu
hálfan eða allan dag-
inn nú þegar.
Helzt vanar við að sauma
llÉÉði
Kápu- og kjólabelti
úr lakki og leðri
II. Toft
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
1 • • PK A Hfe m ra til að bera út blaðið um Sóleyjargötu Oa^klaðið
Okknr vasitar D h) D
1 ISUK N Vísir
Tarzan
°g
fíla-
mennirnir.
Vr* 43
„Þú getur reitt þig á að einhvern
veginn mún Tomosi takast að vinna bug
á þér“, sagði Gemnon. „Eg kom hing-
að til að bjarga þór, en eg sé engin
ráð til þess. Vinur minn er höfuðs-
maður varðliðsins í nótt, en ef eg
skildi dyrnar eftir opnar, þá myndi
Tomos drepa hann.“
^,,Eg sé enga leíð til bjargar eins
og stendur,“ sagði Tarzan. „Þú skalt
fara, vinur minn, því að þér er ein-
ungis hætta búin af að vera hér. En
láttu mig fá rýtinginn þinn. Hann gæti
komið í góðar þarfir.“ Gemnon fékk
honum rýtinginn og fór siðan leiðar
sinnar.
Tarzan fór að sofa aftur, unz dag-
ur rann, eins og hans var venja. Sið-
an beið hann þess sem verða vildi.
Ekki hafði hann gert sér neinar hug-
myndir um það, hvernig hann gæti
varizt ofsóknum Tomosar, en hann
treysti því, að hann gæti einhver ráð
fundið.
Stundu eftir hádegi heyrði hann
fótatak. Hugði Tarzan að fangaverð-
irnir væri komnir til að færa honum
vistir. En svo var ekki, því að þelr
höfðu ekkert meðferðis, annað en vopn
sín. Voru þeir komnir til að sækja
hann og hafa víst ekki þótzt þurfa að
færa deyjandi manni mat.
JAMES HILTON:
Á vígaslóð,
208
nálguðust veröndina, sagði
liann:
„Mér þykir leitt, sjálfs mín
vegna, að eg skyldi ekki hafa
verið brattari eftir gönguna upp
á tindinn, því að eg var sannast
að segja búinn að ákveða, að
tala við yður þarna uppi á tind-
inum, um mál, sem er mér hjart-
ans mál.“
„Það gleður mig. Og þér völd-
uð fjallstind — efsta tindinn til
þess að segja mér frá þessu —
það er dásamlegt — en við finn-
um sjálfsagt einhvern annan
stað.“
„Vissulega,“ sagði hann og
hló. „Nú spyrjum við ekki um
hvar þetta verður, heldur hve-
nær.“
„Hví ekki í fyrramálið? Við
gætum farið í vélbátnum um
víkina — mamma kemur ekki
með okkur — lienni er svo illa
við að fara út á sjó.“
„Þetta er ágætis hugmynd."
„Þegar að lokinni messu —
eg heyrði Roone segja, að guðs-
þjónustan yrði að þessu sinni í
salnum í gistihúsinu. Þá þurfum
við elcki að ganga til þorpsins og
getum verið lengur á sjónum.“
„Fyrirtak'.‘‘
„Og eg hlakka svo til — nú
get eg ekki um annað liugsað
þangað til á morgun en hvað það
muni vera, sem þér ætlið að
segja mér.“
„IJlakkið þér til þess —“
„Innilega.“
En þegar þau höfðu boðið
iivort öðru góða nótt reikaði
liugur hans víða. Hann fann ekki
til neinnar þreytu eftir göng-
una, en liann var dálítið lúinn,
eins og eðlilegt var, og til þess
að liressa sig upp, lagði hann
leið sína inn í skenkistofuna, en
þar var hann sjaldsénn gestur.
Roone var þar og kona hans,
nokkrir sjóliðsforingjar og pilt-
ur, sem liafði verið í veiðiferð þá
um daginn. Þau ætluðu að
spjalla við liann, en hann var
fremur fámáll, og var þarna að-
eins stutta stund. Sannleikur-
inn var sá, að nú gat hann ekki
um annað hugsað en það, sem
hann ætlaði að ræða við Mary
daginn eftir.
Því næst tók hann kertastjaka
sinn (í gistiliúsi Roone var enn
fylgt mörgum gömlum venjum)
og gekk upp á. fyrstu hæð gisti-
liússins, þar sem herbergi hans
var. Hann var staðráðinn í að
fara snemma á fætur og vera
viðstaddur guðsþjónustuna, en
hann hafði í rauninni dregið það
allt of lengi að hlýða messu.
Hann leit út um gluggann og sá
þaðan glampandi Ijósið á fram-
siglu beitiskipsins á vikinni.
Svo fór hann að hátta. Þegar
hann var lagztur fyrir lagði hann
aftur augun. Svefn sótti á hann
siðan er liann draklc wliisky-ið
niðri í skenkistofunni, og þegar
hann var að sofna var hann
glaður, hamingjusamur eins og
unglingspiltur, sem liorfir öi’-
uggur fram á veginn umvafinn
Ijóma ástarinnar.
----------E n d i r.----------
Kristján Guðlangsson
Hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutími 10-12 og 1-6.
Hafnarhúsið. — Sími 3400.
Rækjur
Humar
Sími 1884. Klapparstíg 30.