Vísir - 03.11.1943, Page 3
VÍSIR
VISIR
Innheimtumaður
Röskur og áreiðanlegur piltur eða stúlka óskast strax
til að innheimta mánaðarreikninga.
Þurfa að vera vel kunnug í bænum. A.v.á.
Ríkissjóður á að greiða
kostnaðinn við íramkvæmd
lögreglumála í landinu.
Nýtt frumvarp komið fram á Alþingi.
JARNI BENEDIKTSSON borgarstjóri flytur frumvarp á
Alþingi um lögreglumenn, þar sem gert er ráð, fyrir því
að ríkisstjómin ákveði fjölda lögregluþjóna í hverjum kaup-
stað eða kauptúni, þar sem hún telur lögregluþjóna þörf. Það
sé og ráðherra sem skipar lögi-egluþjóna og veitir þeim lausn
og ennfremur skuli kostnaður allur, sem leiðir af framkvæmd
þessara laga þ. á m. laun allra lögregluþjóna og annarra lög-
reglumanna greiddur úr ríkissjóði.
Húsakynni bæjarbóka-
saíns Reykjavíkur alltof
þröng.
Bækiir §afn§in$ liafa §jöfaldazt að
töln. §íðan fliitt var í Iní§akynuin
i Ingfólfsstrætt 13.
Viðtal við Snorra Hjartarson bókavörð.
TJ úsnæði Bæjarbókasafns Reykjavíkur er nú orðið
** svo þröngt, að ekki verður við unað lengur, en
þó er ekki útlit fyrir annað en j>að verði að kúldrast í
sömu húsakynnum ^nn um óákveðinn tíma.
Vísir átti tal við Snorra Hjartarson bókavörð safnsins
og skýrði liann svo frá, að safnið liefði verið í sömu húsakynn-
unum — í Ingólfsstræti 12 — í 15 ár, en á þeim tima liefir
bindatala safnsins nærri sjöfaldazt og var húsrúinið l>ó ekki
of stórt, þegar í það var flutt.
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaogsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgöia 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hreinar
YFIRLÝSING ríkisstjórn-
arinnar varðandi sjálf-
stæðismálið hefir vakið meiri
og óskiptari ánægju manna á
meðal, en dæmi eru til. Allir
ijúka upp einum munni um
það, að rikisstjórnin hafi gert
tvennt í senn: Tekið afstöðu
til sjálfstæðismálsins, sem var
í samræmi við vilja alls þorra
manna, og sett niður óviðeig-
andi deilur um málið, sem öll-
um leiddust. Hefði yfirlýsing
þessi verið gefin af ríkisstjórn,
er skipuð liefði verið af flokk-
unum, liefði hún énga athygli
vakið og að engu gagni kom-
ið, en með því að ríkisstjórn-
in er þaðvsem kallað er „beztu
manna stjórn“, er nýtur einkis
flokksfylgis, hefir yfirlýsing
hennar sérstakt gildi í augum
þjóðarinnar og markar í raun-
inni afstöðu hennar til endan-
legrar afgreiðslu málsins.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
er skýr og ótvíræð. Aldrei hafa
lireinni línur verið dregnar í
nokkru máli. Hver sá, er ef-
ast kann að hafa, efast ekki
lengur. Afgreiðsla málsins er
tryggð og tryggð á þann hátt,
sem allir óska, — jafnvel þeir
270 áhrifamenn, er rituðu nafn
sitt undir yfirlýsinguna frægu
um frestun afgreiðslu málsins.
Þessir menn vilja það sama
og við hinir og eru sízt verri
íslendingar en við, en hinsveg-
ar skyggnast þeir um of um
allar gættir. Afstaða þeirra
markaðist af óþarfri varúð, en
ekki af hinu, að þeir væru ó-
skertu sjálfstæði mótfallnir, er
fyrsta og bezta tækifæri gæfist.
Þessir menn munu á engan hátt
reynast verr en aðrir, er á
hólminn kemur, og enginn má
leggja þeim varúð þeirra til
lasts.
Deilurnar um afgreiðslu
sjálfstæðismálsins eru niður
settar. Engum heilvita manni
dettur í hug að halda þeim á-
fram, enda varðaði slíkt þyngri
áfellisdómi í augum þjóðar-
innar en liegningarlög gera ráð
fyrir. Héðan i frá er brautin
bein og hrein. Ekkert hik, —
enginn undansláttur. Island
fyrir íslendinga og íslendingar
viljum við allir vera. Þeir, sem
voru í vafa, eru það ekki leng-
ur. Teningunum er kastað og
það kom upp, sem allir vildu.
íslendingar munu standa sam-
an um afgreiðslu málsins, hvað
sem að liöndum kann að bera,
en engin ástæða er til að kvíða
neinu. Yfirlýsing ríkisstjórn-
arinnar er gefin að vandlega
athuguðu máli og ekki stefnt
í neina óvissu. Hver sá, er ekki
virðir þá niðurstöðu, sem nú
er fengin, er ekki Islendingur.
Þá fyrst er hægt að uppkveða
áfellisdóm, er menn bregðast
við endanlega afgreiðslu máls-
ins, en allt annað ber að meta
á betra veg. íslenzka þjóðin á
að sýna, að hún stendur ótvístr-
uð og óskipt um stofnun lýð-
veldis í landinu. Þegar býður
þjóðarsómi, þá eiga fleiri en
Bretar eina sál.
Árið 1928 flutli Bæjarhóka-
safnið í Ingólfsstræti 12 og þá
var bindafjöldinn um 7 þúsund.
Nú nemur bindafjöldinn 47 þús.
bindum. Árið 1928 nam útlán
bóka 30 þús. bindum, en árið
1942 143 þús. bindum, svo að
tala útlánsbóka hefir nærri
fimmfaldast. Mest var þó lánað
út af bókum árið 1940, þá voru
lánuð út 180 þús. hindi alls. Að
bókaútlánið hefir minnkað frá
því 1940 telur Snorri að stafi
af vaxandi velmegun fóllvs og
um leið auknum, bókakaupum
þess.‘Annars nemur bókaútlán-
ið á degi hverjum því sem næst
400 bindum, og Snorri telur
það vera aðalgæfu safnsins hvað
mikið af bókum er alltaf í unir
ferð, því að annars myndi horfa
til stórra vandræða.
Húsakynni safnsins eru 5 her-
bergi, flest lítil, þar í meðtalinn
lestrarsalur og skrifstofa bóka-
varðar og skrásetjara, auk
bókageymslu í einu her-
hergi í kjallara. Veggflöt-
ur safnsins er notaður til
liins ítrasta, sumsstaðar er bók-
um, raðað í margfaldar raðir
ofan á skápa og hirzlur, en ann-
arsstaðar, eins og t. d. í bóka-
geymslunni, verður að stafla
bókunum á gólfið. Það sem ef
til vill er allra verst, er það að
ekki er hægt að koma fyrir, á
aðgengilegan hátt, nándar nærri
öllum útlánabókum safnsins,
iivað þá l>eim, sem, eiga eftir að
hætast við.
Lestrarsalinn sækja um 40—
50 manns að meðaltali á dag. í
honum eru sæti fyrir 20—30
manns við langborð. Salurinn
er þröngur og óvistlegur og fyr-
irkoinulag hans samsvarar ekki
á neinn hátt sjálfsögðum kröf-
um um lestrarsali í söfnum.
Snorri Hjartarson sagði að
minnsta liúsrými sem Bæjar-
bókásafnið kæmist af með
þyrfti að vera allt að því fimm-
falt stærra en það, sem safnið
hefir nú. Meðal annars er nauð-
synlegt að lcoma upp bæði les-
stofu og sérstakri útlánadeild
fyrir börn. Hann sagðist telja
gott útlánahókasafn eina mestu
menningarstofnun hvers bæjar-
félags, en það þyi'fti að svara til
nauðsynlegustu og sjálfsögð-
ustu kröfum um húsnæði og fyr-
irkomulag. Björt og rúmgóð
liúsakynni, sem laða fólk að sér
og myndi safnið þá verða meira
og almennara notað en nú. 1
Osló og Stokkhólmi eru bæjar-
bókasöfnin meðal glæsilegustu
stórhýsa. Snorri kvaðst vita
að Reykjavíkurbær hefði í mörg
horn að líta hvað byggingar
og aðrar framkvæmdir snerti,
en eitt af því fyrsta sem hefjast
þyrfti handa um, væri útvegun
á öðru og stærra húsnæði fyrir
Bæjarbókasafnið. Sú hugmynd
hefir að vísu komið fram, að
Bæjarbókasafnið fengi húsrúm
í væntanlegri æskulýðshöll. Sú
hugmynd út af fyrir sig er á-
gæl, en hinsyegar er hætta á,
að æskulýðsliallarhyggingin
dragist lengur en Bæjarbóka-
safnið l>olir, í l>eim húsakynn-
um, sem það er nú.
Við bæjarbókasafnið starfa nú
fimm manns auk hókavarðar og
auk kennara þess í Austurbæj-
arbarnaskólanum, sem veitir út-
búi safnsins þar forstöðu.
Hvað hókakosti safnsins við-
kemur, má telja hann nijög
góðan í alla staði, enda hefir
frá fyrstu verið reynt að vanda
til hans eftir föngum, bæði hvað
innlendar og útlendar bækur
snertir.
í sambandi við útlán bóka má
gela l>ess, að skáldsögur eru
mest lesnar eins og allsstaðar í
söfnum,, en þar næst koma þjóð-
ur rit um þjóðleg fræði og hæk-
ur sögulegs efnis.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Lénharð fógeta í kvöld.
Aðgöngumi'ðasalan hefst kl. 4 í dag.
Hraðferðum norður
er nú Iokið, því að Öxnadalsheiði
er orðin ófær. Póstferðum verður
haldið áfram í vetur, og verður ek-
ið bifreiðum þar sem fært er, en
annars staðar flutt á hestum. 1 gær
var lokið við nýja veginn yfir
Vatnsskarð, frá Bólsstaðarhlíð og
norður háskarðið.
Barnaspítali.
Það er margt sem okkur vant-
ar — eitt af þvi er sjúkrahús
fyrir hörn. Enginn finnur þessa
vöntun betur en mæðurnar og
það er því engin tilviljun, að
konurnar hafa beitt sér fyrir
því, að reyna að bæta úr þessu
og afla þess fjár, sem til þess
þarf að koma bamaspítala á
fót. Mér er ekki kunnugt um
það, hve miklu þeim hefir tek-
izt að safna í þessu augnamiði,
en ætla má, að mikið fé þurfi til
þess að hrinda þessari hugsjón
í framkvæmd, svo kostnaðar-
samar sem allar framkvæmdir
eru nú. En mér hefir dottið í
hug, hvort það gæti ekki flýtt
fyrir slíkum framkvæmdum, ef
hægt væri að fá húsnæði leigt í
bráð fyrir slika starfsemi.
Laust fyrir stríð var byggt
stórhýsi eitt mikið hér í Hafn-
arfirði — nunnuklaustrið í Jó-
fríðarstaðalandi. Ætlunin var
sú, að erlendar nunnur flyttust
í klausturbyggingu þessa, þá er
liún væri fullgerð, en þá var
stríðið hafið, svo að ekkert varð
úr því, og ætla má, að enn kunni
að líða allmörg ár áður en úr
því verður. Og eftir stríð má
vera að aðstæðurnar verði orðn-
ar það breyttar, að ekkert verði
úr þesusm fyrirætlunum yfir-
leitt.
Mér er sagt að hús þetta
standi nú autt. Væri ekki athug-
andi fyrir þá, sem vinna að því
að koma barnaspítala á fót,
Kartöflusýki
Alþýðublaðsins.
Það virðist hafa komið heldur
illa við Alþýðublaðið, að Vísir
sýndi fram á firrur þess í sam-
bandi við kartöfluverðið í gær.
Blaðið lieldur, að langflestir
liafi getað keypt kartöflur til
vetrarins, þegar inn verður að
llytja 60% af ársþörf lánds-
manna vegna uppskerubrests.
Og í því samhandi verður líka
að gæta þess, að framleiðendur
nota víða sjálfir megnið af þeim
kartöflum, sem þeir rækta, ef
ekki allar, og ekki geta aðrir
neytendur birgt sig af þeim.
Sannleikurinn er því sá, að
langfæstir liafa getað hirgt sig
aí kartöflum til vetrarins og
verðlækkunin hefir því raun-
verulega mikil áhrif á fram-
færslukostnaðinn
Rök Alþýðublaðsins eru álilta
gáfuleg og geip Hannesar á
iiorninu fyrir skemmstu, um að
við megum ekki láta það henda
okkur, að uppskerubrestur verði
til þess, að við flytjum inn-kar-
töflur frá styrjaldarþjóð!
Mprgunbl. lepur upp „rök“
Alþýðutyaðsins a grínsíðu sinni
í morgun. Er ekki ljóst, hvort
sá, er hlut á að máli, gerir það
til að gera gys að Alþýðublaðinu
eða af meðfæddum bjánaskap.
Stúdentafélag Reykjavíkur
efnir til umræ'Öufundar um stjórn-
skipun lý'Öveldisins í 1. kennslu-
stofu Háskólans í kvöld kl. 8)4.
—- FramsögumaSur verÖur Bjarni
Benediktsson borgarstjóri. — Auk
þessa fara fram venjuleg! aðalfund-
arstörf.
Taflfélag Reykjavíkur
efnir til skákkeppni milli Aust-
ur- og Vesturbæjar á sunnudaginn
kemur. Nokkuru síðar fer fram
Innanfélagsmót T.R. Félagið hefir
fengiÖ húsnæði á Hótel Heklu. For-
maÖur þess er Aðalsteinn Halldórs-
son.
livort ekki væri tiltækilegt að
fá þessa klausturbyggingu
leigða til slíkra afnota, eða fá
aðstoð hns opinbera til þess að
Iiún yrði tekin eignarnámi? Við
megum sannarlega ekki við því,
að slíkar slórhyggingar standi
auðar, og eg gæti trúað því, að
þessi bygging væri að mörgu
leyti tilvalin fyrir slíka starf-
semi, sem liér um ræðir.
Ódýr hús.
Hannes á horninu var nýlega
að skýra frá húsinu hans Valdi-
mars í Ilraunsholti, og gat þess
sérstaklega, hve húsið hefði
orðið honum ódýrt fyrir það,
live mikið liann hefir unnið að
því sjálfur. Við að lesa þessa
frásögn komu mér í hug tveir
ungir bændur á Álftanesi, sem
hyggðu sér sinn livort húsið
fyrir nokkurum árum. Hús
þeirra eru vönduð steinhús, sem
þeir unnu að sjálfir að mestu,
eins og Valdimar. En til þess
að hraða byggingunni og spara
fé, notuðu þeir tómstundir sin-
ar veturinn áður til þess að
steypa steina í þar til gerðum
mótum og úr steinum þessum
hlóðu þeir síðan veggi hússins.
Varð þetta þeim til mikils sparn-
aðar.
Annars er nú í smíðum hús
á Álftanesi sem er allsérkenni-
legt og fráburgðið því, sem áð-
ur liefir sézt hér. Hús þetta á
Gunnlaugur Halldórsson arki-
Gert er ráð fyrir þvi í frum-
varpinu, að skipshafnir varð-
skipanna verði taldar til lög-
reglumanna ög að ráðherra
verði einnig heimilt að ákveða
það sama uni tollverði, með
því sldlyrði að þeir inni þá af
liöndum störf lögreglumanna.
Um ástæðuna fyrir því, að
frumvarp1 þetta er fram komið
segir í greinargerð flutnings-
manns á þessa leið:
Það er nijög gagnstætt eðli
málsins og sanngirni að leggja
lögreglukostnað á sjóði hæja og
stærri lcauptúna. Ríkinu ber
sama skylda til löggæzlu þar
sem annars staðar á landinu.
Bæjar- og sveitarstjórnirhafaog
engin álirif á stjórn lögreglunn-
ar á þessum stöðum fremur en
öðrum í landinu. Bæjarstjórnir
eiga að visu í orði kveðnu að
skipa lögregluþjóna, en mega
eigi gera það nema eftir tillög-
um lögreglustjóra, og hafa þeir
úrslitavaldið um skipunina. Að
öðru leyti hafa bæjarstjórnir og
engin áhrif á stjórn lögreglunn-
ar, en samt eru þær skyldaðar
til greiðslu kóstnaðar af henni.
Jafnvel fjöldi lögreglumanna
er nú yfirleitt ákveðinn af
tekt. Það er tveggja hæða hús
en sérkennilegt fyrir það, að í
því eru engir lóðréttir veggir á
liliðum, lieldur mjókkar það
upp allt frá jörðu eins og tjald.
Mér er sagt, að eigandinn telji
að Jiús með þessu lagi verði
miklu ódýrara en önnur hús af
sömu stærð, auk þess, sem
smíði þess sé öll miklu einfalld-
ari, og því hægara um vik fyrir
ófaglærða menn að vinna að
slíkri liúshyggingu sjálfir.
Reykjavík — Hafnarfjörður.
Það er ekki alltaf þrautalaust
að komast á milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar, frekar en
fyrri daginn. Bílarnir eru stund-
um svo yfirfullir, að hver treð-
ur á öðrum og oft verða bílarn-
ir að skilja fólk eftir, þó troðið
sé í þá eins og frekast er hægt.
Einn af bílstjórunum, sem aka
á milli bæjanna, sagðist nýlega
liafa flutt 68 farþega á milli í
einni ferð, en bíllinn hefir sæti
fyrir 32. Má nærri geta, hvern-
ig farið hefir um farþegana í
þeirri ferð.
Yið þetta bætist að þráfaJd-
lega kemur fyrir, að ferðir falla
niður, af því að enginn bíll kem-
ur, og er slíkt óafsakanlegt með
öllu.
Er hin hrýnasta nauðsyn á
J>ví, að reynt verði að bæta úr
þessum ágöllum sem eru á
fólksflutningunum á milli bæj-
anna.
dómsmálaráðlierra, stundum
gagnstætt tillögum bæjar-
sljórna.
Kostnaður sá, sem með þessu
er lagður á bæjarsjóði, nemur
mjög miklu. í Reylcjavik einni
eru á fjárhagsáætlun 1943
1800000 krónur ætlaðar til lög-
reglumóla, og fær bærinn ein-
ungis % hluta jæirrar upphæð-
ar endurgreiddan úr ríkissjóði.
Af þessari skyldu hæja til að
greiða lögregluþjónum laun
hefir verið talið leiða, að þeim
bæri einnig að greiða lögreglu-
þjónum hætur, ef þeir væru
settir frá starfi, án þess að næg-
ar sakir væru sannaðar. Þess
vegna var f. d. Reykjavíkurbær
með dómi hæstaréttar 11. des.
1942 dæmdur til að greiða fyrr-
verandi lögregluþjóni bætur af
þessum sökum. En það er þó
að öllu leyti á valdi lögreglu-
stjóra, en að engu leyti stjóm-
arvalda bæjarins, hvort lög-
regluþjónar eru sviptir störfum.
Stormblússur.
Herrabúðin
Skólavörðustíg 2. Sími 5231.
Sciu allra fyr§t
óska eg eftir 2 Iierbergjum
og eldhúsi. Þrennt í heimili.
ÓSKAR JÓNSSON,
sími 5302.
Sófi osr 2 isfólar
óskast til kaups. Stakur sófi
kemur einnig til greina, ef
um það væri að ræða. Uppl.
í síma 5434, eftir kl. 5.
Stúlku
vantar í
KAFFISTOFUNA
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8.
Uppl. hjá forstöðukonunni.
I Krlstján Giðlavpson
Hœstaréttarlögmaðnr.
Skrifstofutími 10-12 og 1-8-
Hafnarhúsið. — Simi S4M.
I i* dagbók Hafnfirðings
tt
■o
n
wi
•X
ð
'Z
■
s
m
r :©
íi *
s
k
X
m
©
£
Sf.
©
S
s
•w
«8 '©
V *m
a m •m
Wl
'0 55
It
\{g 0
Næstmn
CÍEFIMS!
Hlutavelta Heimdallar á föstudaginn í Lista-
mannaskálanum.
Kaffi, matvæli ný og niðursodin, þurkaðir ávextir, kjöt»
skrokkar. Kol í tonnatali. Skófatnaður. Keramik. Pen-
ingar. Slysatpygging með dagpeningum og margt fieira.
Síðasll. iaugardag liélt lögregla Reykjavíkur lögreglustjóra
Bandaríkjahersins, Green ofursta, kveðjusamsæti. Green ofursti
er 4. frá iiægri á myndinni. Honum voru færðar ýmsar góðar
gjafir. Viðstaddr voru Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra, Key
hershöfðingi, Bjarni Benediktsson horgarstjóri, Agnar Ivofoed-
Hansen lögreglustjóri, Jónatan Hallvarðsson sakadómari, Er-
lingur Pálsson yfirlögregluþjónn o. m. fl.
riunour
rKveiui bb ijnlkur
Landsmálafélagið Vörður hélt
í gær fjölmennan fund með fé-
lögum sínum ogöðrumsjálfstæð-
ismönnum, og liófu þeir Gunnar
Tlioroddsen og Eyjólfur Jó-
hannson umræður um mjólkur-
málið. Sagði Eyjólfur sögu
mjólkurmálsins í stórum drátt-
um og lauk lienni með harm-
sögu mjólkursamsölunnar. —
Gunnar lýsti átökunum á þingi
um mjólkurmálið og rannsókn-
ina, sem lagl er til að fram-
kvæmd verði.
Á. eftir ræðum þeirra tóku
nokkrir fundarmenn til máls,
þ. á m. Sigbjörn Ármann og
Hannes Jónsson.
Á fundinum kom . einhuga
fram sá vilji Sjálfstæðismanna
að vinna að góðu og lieilu sam-
komulagi við framleiðendur.
Voru fundarmenn yfirleitt and-
vígir þeirri tillögu kommúnista,
að bærinn tæki að sér rekstur
mjólkurstöðvarinnar, töldu eðli-
legast að framleiðendur bæri
úbyrgð á mjólkinni heint til
neytenda. Hinsvegar var það
óttazt að engin slík vinsamleg
samvinna gæti komizt á fót,
meðan pólitískir tilberar gerði
sér mat úr því að hera róg og
illmæli á milli, enda bæri að
stefna að því að samvinna tæk-
ist milli framleiðenda og neyt-
enda án milligöngu þeirra sjálf-
hoðaliða.
frétfír
Sannýall
heitir ný bók eftir dr. Helga Pjet-
urss, sem Bókaútgáfa Guðjóns Ó.
Guðjónssonar hefir sent á markað-
inn. Þetta er 5. bindi Nýals, hins
merkiléga rits dr. Helga, sem fjall-
ar um hinar stórmerku kenningar
hans á framhaldi annars lífs, og
heimsskoðun hans yfirleitt.
Slökkviliðið
var kallað út tvisvar í gær. Hafði
orðið truflun á brunasíma við
Skólavörðustig og Týsgötu og
sýndi hann brunaboð á stöðinni.
Slökkviliðið var einnig kallað að
húsi á Frakkastig, þar sem heim-
taug hafði slitnað, svo að hún log-
aði við húsið.
Mæðrastyrksnefndin
heldur a'ðalfund sinn á föstudag-
inn kemur á sama sta'ð og tíma og
venjulega. Breytingar á lögunum
koma til umræðu á fundinum.
Slysið
t Suðurgötu á mánudag stafaði
ekki af því, að herbillinn hafi mætt
slökkviliðsbíí.
Verkamannafélagið Hlíf
í Hafnarfirði ætlar í vetur að
halda uppi alþýðufræðslu, og hafa
tveir fyrirlestrar þegar verið haldn-
ir i Góðtemplarahúsinu í Hafnar-
firði á vegum félagsins. Flutti bisk-
up íslands erindi um kirkjumáli, en
Jón Rafnsson um verklýðshreifing-
una. í þessum mánuði tala þeir Sig-
urður Nordal og Jóhann Sæmunds-
son, en í næsta mánuði Árni Frið-
riksson og Þorsteinn Einarsson.
Eftir áramótin flytja þessir svo er-
indi: Haraldur Guðmundsson alþm.,
Lárus Pálsson leikari, Símon Jóh.
Agústsson dr. phil., Magnús Ás-
geeirsson skáld, Pálmi Einarsson
ráðunautur, Ragnar Ólafsson lögfr.
og Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri.
Úlvarpið í kvöld.
Kl. 20,30 Kvöldvaka: a) Kvæði
Matthiasar Jochumssonar: „Þuríður
Kúld“ (upplestur). b) Þórbergur
Þórðarson rithöf.: Þáttur um frú
Þuríði Kúld (f. 2. nóv.. 1843), eft-
ir frásögn Árna prófasts Þórarins-
sonar (fyrri hluti). c) Tónleikar.
d) 21,20 Ásmundur Helgason frá
Bjargi: Fyrir austustu nesjum Is-
lands. Erindi (Bjarni Vilhjálmsson
cand. mag. flytur). Ennfremur ís-
lenzk lög.
€ape
úr silfnrrefa-
skinnnm
-M-v- ..
Crcú&a
Þurrkaðir ávextir
perur — ferskjur — bland-
aðir — þurrkuð epli — grá-
fíkjur.
VERZL. INGÓLFUR
Hringbraut 38. — Sími 2294.
Grundarstíg 12. — Sími 3247.
Lakaléreft
DUNHELT-LÉREFT,
SILKI-LÉREFT.
VERZL.
ZZ85.
Grettisgötu 57.
Ný bók eftir dr. Helga Pjeturss:
SANNYALL
Þetta er 5. hindi Nýals, hins gagnmerka og margþætt* rfí-
verks dr. Helga. Höfundurinn er löngu þjóðkunnur fyxír
visindastörf sín, spámannlega andagift og stómierkilegar
götvanir á sviði náttúruvisindanna. Og hann er ekki affeuss
óvenju snjall vísindamaður, heldur einnig afborðamikilí ríí-
líöfundur.
Enda er hverri nýrri bók frá hans hendi teki<5 með öskípt-
um fögnuði af þúsundum manna, sem láta ekkert osð- er
dr. Helgi skrifar, fram hjá sér fara ólesið.
Sannýall á erindi til allra hugsandi manna
Fæst hjá bóksölum.
Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
eigrendnr
Komum til með að smíða í stórum stíl 2ja og
3ja manna hús á vörubíla. Þurfum ekki að
hafa bifreiðina nema í 3—4 daga. — Talið
við okkur strax.
H.f. Bílasmiðjan
Skúlagötu 4. — Sími 1097.
Aðalfundur Sundfél. Ægis
verður lialdinn í Baðstofu iðnaðarmanna næstk. föstudag, 5.
nóv„ klukkan 8.30. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða
sýndar skuggamyndir úr norðurferðinni í sumar. — Félag-
ar, fjölmennið. Stjórnin.
Aðalfundur Sögufélagsins
verður haldinn í lestrarsal Þjóðskjalasafns fimmtudaginn 4.
''Wsy--
nóv. 1943 kl. 6 síðdegis.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Stúdentafélag Reykjavikur:
FIJMDIJR
í 1. kennslustofu Háskólans i kvöld, miðvikudag 3.
nóvember, hefst kl. 8.30 síðd.
Umræðuefni: " 4 f
Stjórnskipun lýðveldisins.
Framsögumaður: B janii Benediktsson, borgarstjóri.
Auk þess fara fram vanaleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
Heimdallur,
félag ungra sjálfstæðismanna,
biður aila félagsmenn og velunnara
félagsins, sem vilja gefa muni á
hlutaveltu þess, er haldin verður
n.k. föstudag, að senda þá í dag
eða á morgun á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins, Thorvaldsensstr. 2,
eða gera aðvart í síma 2339 og
verða þeir þá sóttir.
PEDOX er nauðsynlegt í
fótabaðið, ef þér þjáist af
fótasvita, þreytu í fótum eða
likþornum. Eftir fárra daga
Qotkun mun árangurinn
koma í Ijós. Fæst i lyfjabúð-
ím og snyrtivöruverzlunum.
(92
Sriístofustúlka
Dugleg skrifstofustúlka, vel að sér í enskri bréfrií-
un og helzt braðritun, íslenzkri og enskri, getur feug-
:ð atvinnu nú þegar hjá heildsölufyrirtæki hér í bæn-
um. Tilboð merkt: „Kalamazoo“.
SöliBinaötir
Duglegur sölumaður óskast nú þegar eða 1. janirar.
Hátt kaup. Góð atvinnuskilyrði.
Tilboð pieð meðmælum, ef til eru, sendist Vísi, merkt:
„Elacio“; fyrir 9. þ. m.
Minn hjartkæri sonur og bróðir
Haukur Jónsaon
andaðist á Landsspitalanum 2. þ. m.
Friðlín Þórðardóttir ©g systkini.
Jarðarför konunnar minnar,
Fanneyjar Jónsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. þ. m.
Athöfnin hefst með húskveðju að héknili hinnar látnu
Hverfisgötu 83, kl. 1 e. h.
Sigurgeir Björnsson.