Vísir - 13.12.1943, Síða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðiaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
83. ár.
Skíðaskáli Vals við Kol-
viðarhól vígður í gær.
Skíðanefnd Vals bauð fjöimenni héðan úr bænum í gær, þ.
á m. tíðindamönnum blaða til að vera viðstadda vígslu hins
nýbyggða skíðaskála félagsins, sem það hefir reist í mynni
Sleggjubeinsdals við Kolviðarhól.
Skálinn er 9]/2 X6 metrar að
ummáli. í honum er stór salur
neð arni, svefnloft fyrir 40—
50 manns, eldhús, pokageymsla
og stór forstofa.-Hann er raf-
lýstur með vindrafstöð.
Skíðanefnd.
Vals annaðist|
byggingu skál-
ans og koml
honum upp aðj
öllu leyti
sjálfboða-
vinnu. Enn er
eftir að byggj:
skíðageymslu
og verður1
henni komið
ípp fyrir
framan skál-
ann í einskonar jarðhýsi.
Þorkell Ingvarsson formaður
skíðanefndarinnar bauð gestina
velkomna og aflienti félaginu
skálann til afnota frá skíða-
nefndinni.
Margar ræður voru fluttar, og
töluðu þar Sveinn Zoéga, for-
maður Vals, Benedikt G. Waage
forseti I.S.I., Guðm. Kr. Guð-
mundsson skrifstofustjóri,
Kristján |Ó. Skagfjörð stórkaup-
maður, Jón Kaldal Ijósmyndari,
Guðm. Ásbjörnsson forseti bæj-
arstjórnar, sira Bjarni Jónsson
Þorkell
Ingvarsson.
vígslubiskup, Steinþór Sigurðs-
son mag. sient., Árni B. Björns-
son gullsmiður og lÓlafur Sig-
urðsson kaupmaður.
Bar ræðumönnum öllum sam-
an um það, að skálinn væri hinn
ágætasti, vandaðasti og smekk-
legasti í hvívetna og dáðust að
hinu mikla og óeigingjarna
framtaki Valsmanna.
Skíðanefnd Vals skipa þeir
Þorkell Ingvarsson formaður,
Andrés Bergmann, Jóhannes
Bergsteinsson, Eyjólfur Magn-
ússon, Magnús Bergsteinsson,
Axel Gunnarsson og Hermann
Hermannsson.
Alls munu hafa mætt við
skálavígsluna 50—60 manns,
þar á meðal ýmsir gamlir vel-
unnara félagsins og voru gest-
um framreiddar rausnarlegar
veitingar.
Er gleðilegt "til þess að vita,
hve áhugi ungu kynslóðarinnar
fer stöðugt vaxandi fyrir útilífi
og yetraríþróttum og á liver sá
þökk skilið, sem stuðlar að bætt-
um skilyrðum til þeirra hluta.
Með skála sínum hefir Valur
ekki aðeins reist sér verðugt
minnismerki, lieldur og lílca
bætt aðstöðu fjölda manns til að
njóta útivistar, skíðaferða og
hressandi fjallalofts.
Sovét-hershöfðingjar heim-
sækja vígvellina á Italíu.
Herir bandamanna 1 stöðugri sókn.
© HEBINN sækir all-liratt fram á ströndum Adríahafs og
nálgast borgina Ortona, sem er aðeins 20 km. fyrir
sunnan Pescara. Fimmti herinn sækir einnig fram að vestan-
verðu, og gagnárásartilraun Þjóðverja við Mignano hefir verið
lirundið. Nokkrir hersliöfðingjar rauða liersins hafa verið í
heimsókn á vígstöðvum fimmta hersins og lokið miklu lofsorði
á framgöngu hermanria og foringja.
Sovét-herforingjarnir liafa
ferðazt um það landssvæði, sem
bandamenn hafa hernumið á
Italíu, og hefir þeim litizt vel á
þá skipulagningarstarfsemi, sem
þar hefir fram farið. I gær og
fyrradag fóru þeir um mikinn
hluta af sjálfri víglínunni og
lentu á einum stað í stórskota-
hrið. Þar særðist brezkur for-
ingi, sem var fylgdarmaður
þeirra og túlkur.
Víða á viglínunni lentu lier-
foringjarnir og fylgdarmenn
þeirra í skothríð Þjóðverja, þótt
ekki kæmi að sök. Hafa herfor-
ingjarnir leyft blaðamönnum að
hafa það eftir sér, að land það,
sem fimmti herinn sækir fram
á, sé álcaflega torsótt, og sé mik-
il furða, hversu hernaðaraðgerð-
ir gangi vel, miðað við staðliætti
og ákafa vörn óvinanna. Líkja
þeir landssvæðinu við sum
landssvæða þeirra, sein torsótt-
ust urðu í Rússlandi.
Það var tilkynnt um hádegið,
að bandamenn hefði tekið 6000
Þjóðverja til fanga á Ítalíu, síð-
an ráðizt var á land hjá Salerno.
Svarar þetta til h. u. b. hálfrar
herdeildar, og eru fallnir og
særðir hermenn ekki taldir með.
Rn§sar §ækja fram í
Dnjepr* krikannm.
Stöðva gagnsókn Þjóðvexja hjá Kiev.
RÚSSAR sæk ja hægt en örugglega fram í Dnépr-
krikanum og hafa nú um helgina unnið nokkr-
ar stöðvar og talsvert land af Þ jóðverjum þar
suður frá. Norðar á vígstöðvunum eru gagnárásir Þ jóð-
verja hjá Kiev að fjara út, og telja sumir fréttaritarar
að Rússum hafi þegar tekizt að stemma stigu við fram-
sókn Þjóðverja á þessum slóðum.
Skriðdrekasveitir rauða her§ins vinna nú að því að „þurrka
upp“ einangraðar sveitir Þjóðverja, sem orðið hafa eftir á ýms-
um stöðum i Dnépr-krikanum. Við Tsjerkasi gengur Rússum
betur, og hafa þeir þar tekið borgina Tsjikerin og unnið á ná-
lægt Malin. ,
Fréttaritarar sima frá Moskva,
að nú geti eigi verið langt þess
að bíða, að bardagarnir á Kiev-
svæðinu snúist við á hendur j
Þjóðverjum, ef það sé ekki þeg-
ar orðið. Benda þeir á að Rúss-
ar hafi neytt Þjóðverja til að
draga allmargt liðs frá Kiev-
vigstöðvunum suður í Dnjepr-
krikann, til að verjast árásun-
um þar.
Sóknin lijá Snamenka og Kir-
ovograd hefir valdið þvi, að
Þjóðverjar hafa orðið að senda
lið að Kiev-vígstöðvunum þang-
að suður. Eftir þessu beið Kon-
jev marskálkur, og hefir hann
nú ráðizt að baki Þjóðverjum
með mikinn her, og þykir þvi
aðeins tímaspursmál, þar til
Þjóðverjar liætta sókn til aust-
urs og snúast til varnar i vest-
urátt.
I gær var frá því skýrt í rúss-
neskum fregnum, að árásir
Þjóðverja væri nú aðeins gerðar
á mjóu svæði, en hvergi nærri á
þeifh breiðu vígstöðvum, sem
þeir áður sóttu fram á.
I síðustu fréttum segir að
Rússar hafi lagt til gagnatlögu
vestast á Kiev-vígstöðvunum, og
mun þar átt við þessa sókn Kon-
jevs, sem áður liafði elcki verið
tilkynnt um, heldur höfðu
fregnirnar komið frá blaða-
mönnum.
Brezkar fluai/élar á
Umm slliva
fyrsta kihitni.
Flugher Breta, sem bækistöð
hefir á Azöreyjum, hefir sökkt
fyrsta kafbátnum, eftir því
sem tilkynnt var opinberl. í gær-
kveldi í London. Það var flug-
virki úr brezka flughrenum, sem
kom auga á kafbátinn og lagði
þegar til atlögu.
Steypti flugvclin sér þegar yf-
ir kafbátinn og lét vélbvssu-
skotiirið dynja á honum úr öll-
um frambyssum virkisins, en
öðru sinni sneri virkið til at-
lögu og varpaði djúpsprengjum.
Kafbáturinn sást greinilega
sökkva.
Flugvélar Breta á Azoreyjum
komast nú yfir að vakta meir
en eina milljón fermilna af At-
lantshafi til viðbótar, og hefir nú
það svæði, þar sem flugverndar
nýtur ekki fyrir skipalestir
bandamánna, minnkað svo, að
örlítið svæði má teljast óvaktað
af flugvélum. En flugvélar hafa
nú bækistöðvar á Azoreyjum,
Gibraltar, Bretlandseyjum, Is-
landi, Grænlandi, Kanada, Ný-
fundnalandi og Bandaríkjunum,
og er það nær heill hringur.
Vináttusamningur
Rússa og Tékka.
Rússar hafa gert vináttusamn-
ing við tékknesku stjórnina í
London, og hafa bæði Benes for-
seti og Stalin marskálkur látið
í Ijós ánægju sina með samning-
inn. Með samningnum eru aftur
upp tekin hin vinsamlegu sam-
skipti Tékka pg Rússa, eins og
þau voru, áður en stríðið brauzt
út, sagði Benes. Samningurinn
er þáttur í þeirri viðleitni hinna
sameinuðu þjóða, að binda enda
á árásarstyrjaldir og tryggja
'frið og velvilja meðal allra
þjóða.
I Moskva kemur það fram í
blöðum, að Rússar álíta, að
Tékkóslóvakía m'uni aldrei taka
þátt í myndun „öryggisbeltis“
unihverfis Sovét-Rússland, en
það hefir verið ein aðal-hug-
mynd Rússa í utanríkisstefnu
þeirra, hversu mjög þeirra hafa
óttast samblástur Vesturveld-
anna gegn sér.
Fiskkanpmeon í Fleet-
wood safna fé til
togarakaupa.
1 Fleetwood er almennt bú-
izt við fiskskorti fyrst í stað
eftir striðið, samfara aukinni
eftirspurn. — Hafa fisk-
kaupmenn hafizt handa um
að safna fé til kaupa á nýj-
um togurum, og hafa þegar
safnazt 50.000 sterlingspund.
Kaupmenn álíta, að þeir
togarar, seiii teknir hafa ver-
ið til flotaþarfa, muni þurfa
mikilla breytinga við, áður en
þeir geti lagt á fiskveiðar, en
útlendir togarai-, sem verið
hafa að veiðum frá Englandi,
muni að sjálfsögðu hverfa til
landa sinna. Af þessum ástæð-
mn vilja þeir kaupa cða leigja
sér togara til fiskveiða að
stríðinu loknu.
Dauðaslys.
Á laugardaginn varð kona
fj7rir enskri herbifreið á Mela-
vegi og beið bana af.
Konán hét Guðný Eyjólfsdótt-
ii, kona Tryggva Péturssonar
bilasmiðs á Njálsgölu 34. Hún
mun hafa verði á fimmtugs
aldri.
Ekki er enn fyllilega ljóst með
hvaða hætti slvsið bar að hönd-
um, en talið er að konan hafi
gengið á vinstri vegarbrún og
bifrciðin ekið aftan á liana.
Loftárá - r.
Moskitóflugvélar Ereta fóru
í gærkveldi til árása á Þýzsa-
land, en flugvirki Ameríku-
manna fyr um daginn. Ráðizt
var á Emden, segja Þjóðverjar.
I nótt og í morgun var löftárás-
unum haldið áfram.
Kjötverð í fyrra
39°|o of hátt.
HAGSTOFAN hefir nú reiknað út verðlag á landbúnaðar-
afurðum fyrir árin 1939—1942, samkvæmt grundvelli
þeim, er lagður var af sex-manna nefndinni. Útreikningur
þessi er gerður samkvæmt fyrirmælum fjármálaráðuneytis-
ins út af þingsályktun, er nýlega var samþykkt þaraðlút-
andi í efri deild.
í skýrslunni er landbúnaðarvísitalan fyrir 1943, skv. niður-
stöðu sex-manna nefndarinnar, talin 100. Vísitala áranna
1942—1939 á að sýna rétt hlutfall í framleiðslukostnaði,
sem er þannig:
1943 vísitala 100
1942 — 61
1941 — 39
1940 — 36
1939 — 22
Af þessu sést, að framleiðslukostnaður ársins 1942 hefir ver-
ið 39% lægri en árið 1943, og hefði þvi verðið í fyrra ú land-
búnaðarafurðum átt að vera lægra sem því svaraði. Hins veg-
ar hefir reynslan sýnt, að verðið í fyrra var ekki lægra en
það er í ár. Virðist það benda til þess, að í fyrra hafi af-
urðaverðið innanlands verið sett miklu hærra en það hefði
átt að vera skv. grundvelli sex-manna nefndarinnar.
Samkvæmt skýrslunni og útreikningi sex-manna nefnd-
arinnar, liefði verðið til bænda átt að vera sem hér segir
hvort árið, 1942 og 1943.
Mjólk .......... 0.75 1. 1.23 1.
Dilkakjöt ...... 3,59 kg. 6.82 kg.
Við þetta bætist svo venjulegur kostnaður. En af tölunum
verður séð, að mikill verðmunur hefði átt að vera á þéssum
tveimur árum, sérstaklega á kjötinu. Getur ekki hjá þ^i far-
ið, að skýrsla þessi muni vekja mikla eftirtekt, ekki sizt í
sambandi við uppbæturnar á framleiðsluna 1942, sem nema
15—20 milljónum króna. _______________________
65 ára f dag;
Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson
Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson,
ekkja Jóns lieit. Þorlákssonar
borgarstjóra, fagnar í dag 65
ára fæðingardegi sínum, en hún
er dóttir þeirra Valgai’ds Claes-
sens, síðar ríkisféhirðis, og fyrri
konu lians, frú Kristínar, dóttur
■ þeirra sýslumannslijónanna
Búlgarar óttast
innrás.
Búlgarar eru teknir að óttast
innrás í landið, og hefir stjórn-
in gert ýmsar ráðstafanir
til að auka kjark almennings.
Andstæðingar stj órnarinnar
heimta enn að friðar sé leitað.
I gær voru haldnir tveir fjöl-
mennir fundir í Sofia. Var ann-
ar haldinn með verkamönnum,
og voru þar skiptar skoðanir.
Vildu margir krefjast þess, að
stjórnin semdi frið, en að lokum
var samin yfirlýsing þess efnis,
að stríðinu skyldi haldið áfram.
Ilinn fundinn liéldu undirfor-
ingjar úr liernum, og sagði í yf-
irlýsingu þeirra, að bandamenn
gætu reynt innrás í landið, en
liei’ir þeirra yrðu að ganga yfir
milljónir búlgarskra hermanna.
I loftárás Liberatorflugvéla á
Sofía, höfuðborg Búlgaríu, á
föstudag, skutu flugmenn
bandamanna niður 11 búlgarsk-
ar Iugvélar, en allar flugvélar
bandamanna komu heilar aftur.
Bandamenn í sókn
a Kyrrahaíi.
Bandamenn sækja fram á
Iluan-slcaga i Nýju-Guineu og
erður vel ágengt. Ilafa þeir
rakið Japani úr öflugum stöðv-
:m nálægt Bonga.
A Salomonseyjum hafa
/ meríkumenn hrundið árás
Japana.Liberator-flugvélar hafa
floglð langa leið til árása á Sala-
bée.
Ingibjargar og Eggerts Briem
á Reynistað í Skagafirði. Hún
giftist manni sínum 10. ágúst
1904, og liafði hann þá nýlega
lokið verkfræðiprófi i Kaup-
mannahöfn. En ári siðar gérðist
hann verkfræðingur landsins,
er Sigurður Thoroddsen yfir-
kennari lét af því starfi, en Sig-
urður er, sem kunnugt er,
kvæntur frú Maríu, systur frú
Ingibjargar. Frú Ingibjörg á tvo
albræður, þá Eggert hæstarétt-
arlögmann og dr. Gunnlaug
Claessen yfirlækni.
Móður sína misstu þau syst-
kin ung', en síðar kvæntist faðir
þeirra aftur ekkjufrúnni önnu
Blöndal (f. Möller), er misst
hafði mann sinn frá þremur
börnum þeirra, Kristjáni, Guð-
rúnu og (Óla. Varð stjúpmóðirin
þeim systkinum liin elskuleg-
asta móðir, eigi síður en sinum
eigin börnum, en þeim Valgard
varð tveggja barna auðið, frú
önnu, konu Ölafs Briem, Gunn-
laugssonar, og Arents stórkaup-
manns.
I þessum fjölmenna og glað-
væra hópi systkina, stjúpsyst-
kina og hálfsystkina ólst frú
Ingibjörg upp og lilaut þá
menntun, sem bezta var hægt
að veita henni hér á landi. En
Framh. á 4. síðu.