Vísir - 13.12.1943, Page 4
VISIR
Amerískar bæknr teknar npp I Bókabúð Æskunnar I dag:.
■ GAMLA BIÓ m
Augu flotans
(Flight Cömtnand).
Robert Taylor.
Ruth Hussey.
Water Pidgeon.
Sýnd kl. 1 og 9.
KI. 3«/2—6'/2.
(I live on Danger).
Chester Morris.
Börn fá ekki aðgang.
FRtJ INGIBJÖRG CL.
ÞORLÁKSSON.
Framh. af 1. síðu.
*im aldamótin lagði hún Ieið sína
Jil Danmerkur og dvaldi þar
'jhjá skyldfólki sínu i föðurætt
um hrið. I Kaupmannaliöfn
kynntist hún Jóni Þorlákssyni,
sœgum stúdent, og tókust brátt
eneð þeim kærleikar og einlæg
■vínátta, sem entist, meðan þau
lifðu bæði.
Arfur frá menntuðu æsku-
íhelmili og þroski álhliða fræðslu
er gott veganesti, en örlög ráða
lifskjörum. Eigi vissu þau hjón
það fyrir, er þau lögðu út á lífs-
brautina saman, að á þeirra
herðiim ætti síðar að hvíla meiri
ábyrgð og traust en nokkrum
öðrum jafnöldrum þeirra yrði
sýnt. Það mun sjaldan hafa
hvarflað að frú Ingibjörgu,
þegar hún var á ferðalögum
með manni sínum í lians erfiða
og vandunna verkfræðistarfi,
að á hans herðum myndi síðar
livíla fyrirsvar allrar þjóðai-inu-
ar, inná við sem útá við, og
mun hún þó snemma hafa sann-
færzt um hans afburða gáfur
og mannkosti.
En hafi Jón Þorláksson verið
hmdi sínu og þjóð þarfur mað-
ur og nýtur leiðtogi, þá var kona
hans það eigi síður. Það var ís-
landi mikið lán að eiga að „hús-
freyju landsins“ konu, sem átti
þann þroska og liáttvísi, sem
svo mjög reynir á í hennar
stöðu. En þar kemur til sögunn-
ar meira en menntunin ein. Is-
lendingar eru samkvæmismenn
litlir og hafa enda átt fá tæki-
færi til þeirrar þjálfunar. En
þeir eiga að miklu leyti með-
fædda liæfileika, sem sé gest-
risni og höfðingslund. Meðan
þau hjónin sátu í fyrirrúmi hér
J ólavörur
f y r i r
DÖMUR:
Undirföt úr satín og prjóna-
silki. — Silkisokkar frá 5.95.
— Kjólaefni, allskonar —1
prjónageorgette — ullarefni
— ablasksilki, margir litir.
— Siffontaft — silkiefni
munstruð og ómunstruð —
spejlfiauel óvenju falleg.
— Gardínuefni, þykk og
þunn. — Morgnnsloppar fyr-
ir telpur Ioðnir innan — tösk-
ur — smellur — tölur —
fviimi — gjafakassar fyrir
dömur og herra — krullu-
pinnar — vasaklútamöppur
— silkivasaklútar — Jarly og
Ponds púður og crem — leð-
urbelti livit — o. m. fl.
HERRA:
Nærföt — náttföt — sokkar
— bindi — skyrtuhnappar
framan og aftaní — veski —
huddur — spil, margar gerð-
ir — raksápa og crem —
snyrtivörukassar (gjafa-
kassar fyrir dömur og herra)
— treflar — hanzkar, fóðr-
aðir — ullarvesti — talkúm
o. fl. o .fl.
BÖRNIN:
Leikföng allskonar — arm-
hönd og nælur — vasaklút-
ar með myndum — spil alls-
konar — hermannabúningar
— strætisvagnabúningar —
knöll, margar gerðir — jóla-
tréspokar — hárborðar o. m.
fl. —
Gjörið svo vel og athugið hvort það sem yður vantar
fæst ekki í ¥efoaðar¥Örnbnðin
Vesturgötu 27.
Ciloréal
hinn heimsviðurkenndi augnahára- og augna-
brúnalitur, gefur hárunum eðlilegan gljáa,
rennur ekki af við svita, krem né sápuþvott.
Ciloréal
er ekta litur.
Áhöid til litunar og notkunarreglur fylgja í
hverjum pakka.
Ciloréal
er kærkomin jólag-jöf.
En þvi miður eru birgðir mjög takmarkaðar.
Verzlunin ERLA
Laugavegi 12.
Kvcnsokkar
<$lkóvmh/atRt$efíiL
rnsonor
á landi, gat forsætisráðherrann
| jafnan treyst taktvísi og þokka
konu sinnar, og hann gat lika
vitað, að hún aflaði þjóðinni
traustra vináttubanda, eigi siður
en Iiann. Með forsætisráðherra-
frúnni og drottningu landsins
tókst líka traust vinátta, sem
eigi fyrntist, þótt leiðir skildu.
En þær frú Ingibjörg og Georgía
rikisstjórafrú bundust fyrir
löngu einlægum vináttubönd-
um, enda hefir löngum verið
margt likt með hinum opin-
beru skyldum þeirra.
Þau átta ár, sem liðin eru
frá því, er frú Ingibjörg missti
mann sinn, liefir hún lítið liaft
sig í frammi, og hefir þó um
margt verið leitað aðstoðar
hennar og viturlegra ráða. Um
ýmis áhugamál íslenzkra kvenna
hefir það verið svo, að eigi hafa
ráð þótt ráðin, nema hennar
nyti við. En á lieimili sínu hefir
hún notið ástríki tveggja dætra
sinna, Önnu, sem fyrir nokkr-
um árum giftist Hirti Hjartar-
syni verzlunarmanni, og Elínar
Kristínar danskennara. Þau
Anna og Hjörtur eiga litla dótt-
ur, sem er nafna og augasteinn
ömmu sinnar.
Þótt segja megi, að hver sé
sinnar gæfu smiður, er óhætt
að fullyrða, að frú Ingibjörg
hefir notið mikillar hamingju
um dagana, enda þótt sorgin hafi
einnig sótt hana lieim. I dag
fagnar hún sínum merkisdegi i
hópi systkina sinna, fjölskyldu
og vildustu vina. Hún getur litið
yfir langan og merkan starfs-
dag, sem unninn var eigi siður
fyrir alþjóð en liið merka heim-
ili hennar. En hún getur einnig
liorft fram á við, því að mikið
starf og henni liugleikið bíður
liennar, því að hún starfar nú
ötullega með starfssystrum sín-
um í kvenfélaginu „Hringnum“
að miklu umbóta- og menning-
drmáli.
Á afmælisdegi frú Ingbjargar
á þetta blað eigi heitari ósk en
þá, að ísland eignist sem flestar
lconur lienni líkar, og horfir þá
eigi óvænlega um virðingu þjó&-
arinnar og álit.
B. G.
Folkeldis-
kveðjnr
til ríkisstjóra.
Islendingar samankomnir í
Kaupmannahöfn 1. desemher
1943 senda yður, herra ríkis-
stjóri, og íslenzku þjóðinni
heztu kveðjur sínar í tilefni af
25 ára hátíðinni.
íslenzk námsstúlka í Minnea-
polis sendir þjóð sinni og yður,
lierra ríkisstjóri, sínar liugheil-
ustu árnaðaróskir á þessum
merkisdegi íslendinga.
tir§ögn úr
Alþýðaflokknnm
Guðni Pálsson skipstjóri hef-
ir í dag sagt sig úr Alþýðu-
flokknum með eftirfarandi
bréfi:
„Hér með segi eg mig úr Al-
þýðuflokknum, út af því að eg
hefi ekki getað fundið mann í
fyrrnefndum flokki, sem hefir
getað fetað í fótspor Jóns heitins
Baldvinssonar.“
W œ 0Á
Í3jami Cju&Mimdsioit
löggiltwr akjalaþýöari (enaka)
Snðurgötu 16 Simi 5828
Nýslátrað
trypppakjöt
i heildsölu og smásölu.
Reykhúsið
Grettisgötu 50. — Sími 4467.
Ottomansett
Ottoman og 2 stólar, ný-
legt, til sölu með sanngjörnu
verði. Uppl. Laugaveg 34 A,
milli 7 og 9.
Móttaka á flutningi
„Sverrir“
til Arnarstapa, Grundar-
fjarðar og Stykkishólms ár-
degis á morgun.
„Hrímfaxi“
til hafna frá Þórshöfn til
Siglufjarðar til kl. 18 á
morgun.
Sendisveinn
röskur og reglusamur óskast
nú þegar.
HOSG AGN AVERZLUN
REYKJAVÍKUR.
Vatnsstíg 3.
fUNDÍR^TÍtK/NNÍNL
St- Framtiðin.
Fundur í kvöld. Kvikmynda-
sýning og erindi. Nýir félagar
mæti kl. 8,30.
ÍLtFÁfi-fliNDrai
BRÚN kventaska tapaðist s.l.
laugardag, sennilega á Ránar-
götu. Finnandi vinsamlega beð-
inn að tilkynna í shna 5593. —
_________________(321
SUNDROLUR og handklæði
hefir fundizt. Vitjist Bárugötu 6,
kjallaranum, gegn greiðslu þess-
arar auglýsingar._(324
TAPAZT hefir benzinbók,
merkt R 1182 og skoðunarvott-
orð af sama bíl. Vinsamlegast
skilist á Bifröst. Sími 1508. —
__ (333
llHCISNÆÆlI
SJiÓMAÐUR óskar eftir litlu
herbergi. Tilboð merkt „Norsk“
sendist blaðinu fyrir 18. þ. m.
(319
2—3 HERBERGI óskast leigð.
Eitt eða tvö með aðgangi að
eldhúsi, en eitt mætti vera í
öðru húsi. Fyrirframgreiðsla 4
—6 þús. kr., einnig afnot af
sima. Tilboð sendist afgr. blaðs-
ins fyrir þriðjudagslcvöld merkt
, ,Fyrirf r amgreiðsla' ‘. (320
HERBERGI til leigu fyrir
karlmann. Uppl. kl. 7—9 Hverf-
isgötu 94. (305
■ TJARNARBló
Glerlykillinn
(The Glass Key).
Brian Danlevy.
Veronica Lake.
Allan Ladd.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börnum innan 16 ára
bannaður aðgangur.
HÚSHJÁLP getur sá fengið,
sem getur leigt mér 1 herbergi
og eldhús. Tilhoð merkt „Hús-
næði—liúshjálp“ sendist afgr.
Visis fyrir miðvikudagskvöld.—
(312
TIL LEIGU stór stofa og lier-
bergi, samliggjandi. Tilboð, er
tilgreini nafn, heimilisfang,
starf og hvort viðkoinandi getur
leyft aðgang að síma leggist inn
á afgreiðslu blaðsins fyrir mið-
vikudagskvöld, merkt „Útsýni“.
(329
Félagslíf
VALIJB
MEISTARAFLOKKUR
1. og 2. flokkur.
ÆFING I KVÖLD kl. 8,30 í
Austurbæjarskólanum.
FERÐAFÉLAG ISLANDS
heldur skemmtifund í Oddfel-
lowhúsinu þriðjudagskvöldið þ.
14. des. 1943. Húsið opnað kl.
8,45. Hr. sendikennari Cyril
Jackson flytur erindi (á ís-
lenzku) með skuggamyndum
um hið fagra vatnahérað (Lake
District) i Englandi. Dansað
til kl. 1. Aðgöngumiðar fást á
þriðjudaginn í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar og ísa-
foldarprentsmiðju. (304
ÆFINGAR í KVÖLD:
Kl. 8—9 íslenzk glíma.
Kl. 9—-10 Meistara- og
1. fl. knattsyrnumenn. I Aust-
urbæjarskólanum kl. 9,30 Fim-
leikar, 1. fl. karla. Stjórn KR.
K.f.U.IC
A. D. — Fundur á þriðjudag-
inn. Bjarni Eyjólfsson liefur
bibliulestur. Allt lcvenfólk vel-
komið. (306
NÝJA Bíó ■
Söngdísin
(Juke Box Jenny).
Skemmtileg söngvamynd.
Aðalhlutverk:
KEN MURRAY.
HARRIET HILLIARD.
Hljómsveit undir stjórn
Charles Barnet og
Wingy Malnone.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
fKViMKÚia
STÓLKA óskar eftir ráðs-
konustöðu. Uppl. í síma 5114.
(317
ST|ÚLKA óskar eftir ráðs-
konustöðu. Uppl. í síma 5032,
frá kl. 7—9, (323
REGLUSÖM stúlka á fertugs
aldri óskar eftir góðri atvinnu.
Tilboð sendist Vísi fyrir mið-
vikudagskvöld, merkt „36“. —
________________________(330
HERBERGI til leigu. Sá, sem
getur útvegað góða stúlku í vist,
hálfan eða allan daginn, gengur
fyrir. Tilboð sendist hlaðinu
fyrir annað kvöld, merkt „Vest-
urbær“. (331
GÓÐ stúlka óslcast í vist, allan
eða liálfan daginn. Sérherbergi.
Hávallagötu 9. (332
VINNA. Okkur vantar 2 dug-
lega menn, sem eru vanir að
steypa holstein. Kaup og vinnu-
tími eftir samkomulagi. Uppl.
lijá Kristjáni Gíslasyni, Lindar-
götu 65, eftir kl. 7 síðdegis. —
(334
J ÓL AHREIN GERNING, —
húsamálning, viðgerðir úti og
inni. — Ingvi. Sími 4129. (747
UNGUR maður vill komast á
sjó, á transport eða í millilanda-
siglingar. Tilhoð merkt „Milli-
landasigling“ sendist afgr. Visis
fyrir 15. þ. m. (310
VANTAR stúlku við af-
greiðslustarf og aðra við ekl-
hússtörf. Veitingastofan, Vest-
urgötu 45. (141
IKAUFSKÁillfiÍ
SEGLASAUMAVÉL (ekki
flatborðs) óskast. Tilhoð merkt:
„Seglasaumavél, sendist Vísi.
_______________________(186
TIL SÖLU ný peysufatakápa,
svört, á Framnesvegi 44, mið-
hæð.__________________(315
TIL SÖLU 60 hænuungar,
sem eru að komast í varp. —
Verðtilboð leggist inn á afgr.
blaðsins fyrir þriðjudagskvöld,
merkt. „60“.__________(316
BORÐSTOFUBORÐ, eik, —
mjög vandað — til sölu Fram-
nesvegi 68. (318
2 NOTUÐ barnarúm, sundur-
dregin, til sölu. Uppl. Hring-
braut 141, II. hæð t. v. (322
TIL SÖLU svartur, notaður
vetrarfrakki úr góðu ensku efni,
stórt númer. Tjarnargötu 30,
SINGER rafmagnssaumavél
til sölu, stærri tegundin. Verð-
tilboð leggist inn á afgr. Vísis
fyrir næstu helgi, merkt „Raf-
saum“. (307
2 DJUPIR stólar til sölu. A.
v. á._________________(309
FALLEGAR plusskápur og
drengjamatrosaföt á 5 ára til
sölu. Einnig kjólar eftir pönt-
unum. Einnig sníð og máta. —
Valgerður og Klara. Uppl. í
sínia 4977. (308
TIL SÖLU handsnúin sauma-
vél i góðu standi. Til sýnis frá
kl. 10—12 f. h. á morgun. —
(311
TIL SÖLU stofuborð og
barnarúm, hvorttveggja nýtt. —
Uppl. Miðstræti 10, efstu hæð.
(3t8
GET smíðað nokkrar kappa-
stangir eftir máli. Uppl. i síma
4461, milli 6 og 8. (326
TVÍSETTUR klæðaskápur
óskast. Uppl. í sima 5538. (311
miðhæð, kl. 5—6 í dag. (325
TIL SÖLU sem ný matrosaföt
á 5 ára dreng _og nýr smoking
á fremur háan mann. Til sýnis
á Bergsstaðastræti 64, eftir kl.
7 í kvöld. (327
REIÐHJiÓL (gott) til sölu á
Njálsgötu 32 kl. 6—8 í kvöld.
Verð kr. 300. . (328
wmmmm^mmmmmm^mmmímmm—mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmm
APPPELSÍNU-marmelaði í
glösum, gott og ódýrt. Verzl.
Þórsmörk. (863
KAUPUM — SELJUM:
Húsgögn, eldavélar, ofna, afls-
konar o. m. fl. Sækjum, send-
um. Fornsalan , Hvérfisgötu
82. Sími 3655. (535