Vísir - 27.12.1943, Blaðsíða 3
4
» H
DpmkirKj^.- j-vik.,
Aö vonum heiir engin einstök
bygging í þessum bæ oröiö
eins nátengd helgisiöum jólanna
og gamla dómkirkj„n okkar í
hjarta bæjarins. Mun ilestum
Reykvikingum þannig íariö, aö
þeim finnst fielgi jólanna þá fyrst
byrja, er klukkur dómkirkjunnar
senda hljóma sína yfir bæinn aÖ-
fangadagskvöld, og nýja árið íyrst
byrja, er hljómar kirkjuklukkn-
anna hafa kvatt gaml árið á miö-
naetti hinn 31. desember. Hefir svo
veriö um þær kynslóðir, sem byggt
hafa bæinn allt frá því er dóm-
kirkjan reis af grunni á þessum
statS.
★
ótt dómkirkjan okkar sé lítif og
Qsambærileg hið ytra höfuð-
kárkjum annarra þjóöa Noröur-
landa, er hún þó rótgróin í með-
vítund allrar þjóðarinnar sem höf-
uðkifkja allra íslendinga. Hefir
hún óbreytilega veriö þátttakandi
í erfiöri baráttu þjóðarinnar fyrir
tiiveru sinni, einmitt þau ár, er Is-
lendingar byrjuöu aö leysast úr
viöjum kyrkings og erlendra yfir-
ráöa og endurheimtu sjálfstæði sitt
o'g fullveldi.
Rúmlega 700 prestar hafa hlotiö
vígslu í dómkirkjunni, og miöaö
viö aldur kirkjunnar mun erfitt að
finna því samanburð hlutfallslega
viö aðrar stærri þjóöir.
'k
Þ
Dé
|ómkirkjan á sér þá erföasögu
hér í bæ, sem bindur hana
traustum böndum hugurn manna,
og jafngildir hún þa.nnig vegleg-
ustu musterum stórþjóöa.
Sakir fámennis, fátæktar og erf-
iöra lífskjara, hafa íslendingar
ekki haft þeim flikum aö skarta,
sem sambærilegar væri öðrum
stærri þjóöum. Þó var dómkirkjan
okkar, þegar hún var reist í nú-,
verandi mynd, langsanrlega stærsta
og virðulegasta hús landsins, og
stærsta samkomuhús allan fyrsta
fjóröung tuttugustu aldar.
Á sinn látlausa hátt hefir dóm-
kirkjan í Reykjavík fest rætur í
hjarta bæjarins, sem ekki munu
upp rifnar, þótt önnur veglegri
kirkjúhús risi af grunni.
*
Byggingarsaga kirkjunnar.
Um baö Ieyti, er flytja skyldi
biskupsstólinn frá Skálholti til
Reýkjavíkur, var farið aö athuga
hvort gámla kirkjan þar (i bæjar-
fógetagáröinum), væri nothæf sem
dómkirkjá. Hinn 11. ágúst 1785
var framkvæmd skoðun á kirkj-
unui, sem léiddí í ljós, aö hana
þyr’fti mikiö að stækka, þegar
flytja skyldi skóla og biskupsstól
til bæjaíins.
læitaö var því að öðrum hehtug-
tim stað, og kirkjan byggð upp að
nýju, þar sem hún stendur nú. Var
kþstnáÖurinn áætlaður 2000 ríkis-
dalir, byggö úr timbri.
Um haustið 1787 kom hingað til
lands skip með 105 tylftir borövið-
ar, en helmingur skemmdur af fúa
er hingað kom. Viöurinn var
geymdur í flæðarmálinu lítt var-
itin í 4 ár, og þá notað úr honum
það sém hægt var.
Meö konunglegri tilskipan var
byggingaráformunum breytt þann-
ig um líkt leyti, að kirkjan skyldi
byggð úr íslenzkum steini, en ekki
tiinbri.
★
pkki er meö neinni vissu vitað,
“ hver uppdráttinn aö kirkjunni
gerði, en opinberar byggingar
hér á landi voru þá allar gerðar
af arkitektum Danakonungs. Lík-
Iega hefir þáverandi konung-
legur arkitekt, Georg David
Anthon, sem um líkt leyti mundi
haía teiknað Landakirkju í Vest-
mannáeyjum (1774), og Bessa-
staöakirkju (1777), hafa gert fruifi-
úppdrætti aÖ dómkirkjunni í
Reykjavílv (Sá hinn sami arkitekt
teiknaði í Kaupmannahöfn Marm-
arakirkjuna og Kristjánskirkju.)
Um þetta liggja ekki fyrir nein-
ar heimildir hér á landi, en eft'ir
uppdrættinum aö dæma, sem ér í
vörzlum húsameistara ríkisins, þá
er fullvíst, aö góðir kunnáttumenn
hafa leyst þann hluta verksins af
hendi.
Yfirsmiöurinn var danskur múr-
arasveinn, að nafni 'Lárs Jörgen
Svendsen, og aö byggingu kirkj-
unnar unnu fjórir danskir múrarar,
einn timburmaður og einn snikk-
ari.
Byrjaö var á verkinu voriö 1790,
(ífe .
Nýja kirkjan (Phot. Óskar).
en húsið fullgert í upprunalegri
mynd 1794, eftir mikinii seina-
gang og léleg vinnubrögö. Nam
þá kostnaðurinn 6254 ríkisdölum.
Þrátt fyrir þennan mikla kostn-
að þurfti kirkjan fljótlega við-
geröar, og þótti mjög ötraust. Er
þess getiö, aö eitt sinn Um Hvita-
sunnu hafi kirkjufólk ruöst á dyr
í dauðans ofboöi, af hræöslu við
aö kirkjan væri að hrynja. Tróð-
ust nokkurir undir, en sumir brutu
rúöur og forðuðu börnum út um
gluggana. Ekki er þess getið að
stórmeiðsli hafi af hlotizt.
Árið 1840 fékk kirkjan orgel, og
varð fyrsti organleikari íslenzku
kirkjunnar Pétur Guðjohnsen, þá
fullnuma i þeirri list, er gerði hann
að föður islenzkrar kirkjutónlistar.
Gamla kirkjan.
Dómkirkjan var siðar endur-
byggð í núverandi mynd, og
því verki lokiö 1848, en þá þótti
hin gamla kirkja orðin með öllu
ónóg. Vígsla fór íram 28. október,
og framkvæmdi athöfiiina Helgi
biskup Thordersen. f
Nam kostnaður endurbygging-
arinnar 4Q þúsund ríkisdölum.
Uppdráttinn geröi konunglegur
danskur arkitekt, að nafni Lauritz
Albert Winstrup (1815-^18^9).
Kom hann sjálfur hingað til lands,
vegna undirbúnings kirkjubygg-
ingarinnar, árið 1846.
Á breytingaruppdrættiWinstrups
er gert ráð fyrir turni, sem nær allt
frá jörðu. Klukkuturn sá, sein nú
er á þaki kirkjunnar, er því algjör
breyting til hins verra frá þvi sem
ráögert var í byrjun. Er líklegt
að ráðamenn þeirra tíma hafi talið
aö hár og mikill túrn mundi ekki
standast islenzk ofviðri og storma.
Væntanlega veröur þessu 'breytt
í rétt horf strax og fært þykir, og
mun þá kirkjan fá á sig mun virðu-
legri svip og veröa til fegurðar-
auka í bænum.
*
IJm haustið 1878 var hafin ný
^ viögerð á kirkjunni, og m'. a.
byggöur kórinn. Var þvi verki lok-
ið siðla árs 1879, en framkvæmdir
annaöist Jakob snikkari Sveinsson.
Messufall varð allan þann tíma,
en í Jiess stað haldnar guðsþjón-
ustur í líkhúsi kirkjugarðsins.
Að breytingum loknum var
kirkjan vígð af Pétri biskupi Pét-
urssyni, og höfðu þá í*fyrsta skipti
verið settir ofnar i dómkirkju
landsins.
Sætafjöldi kirkjunnar var þá,
sem nú, fyrir 850 manns, og má
tejja það vel við vöxt, miðað við
fólksfjölda. í manntali frá 1850
er íbúafjöldi í Reykjavik talinn
vera 1149 manns, sem eykst upp í
5802 til aldamóta.
★
Biskupar og þjónandi prestar.
T andlegu félagslífi bæjarins á
* dómkirkjan merka sögu, en
andrúmsloftið og saga kirkjunnar
er að sjálfsögðu mótuð af starfs-
mönnum hennar, þjónandi prest-
I um "óg biskupum landsins.
Pýkir' mér'þvi 'hlýðá að teljá þá
í réttri röð, allt frá því er biskups-
stóll fluttist hingað til bæjarins
frá Skálholtsstað og dómkirkjan
fékk hér aðsetur sitt, og varð
dómkirkja árið 1785.
TJ iskupar voru þessir:
Hannes Finnsson (1777—96),
Geir Vídalín (1797—1823), Stgr.
Jónsson (1824—45), Helgi Thord-
ersen (1845^-67). Pétur Pétursson
(1867—89), Hallgrímur Sveins-
son (1889—1908), Þórhallur
Bjarnarson (1908—16), Jón Helga-
son (1917—38), Sigurgeir Sigurðs-
son frá 1939.
*
restar-dómkirkjunnar:
* Guðmundur Þorgrímsson, (dá-
inn 1790, áður en dómkirkjan var
fullbyggð), Geir Vídalín (1790—
97), Brynjólfur Sigurðsson (1797
—1814), Árni |JeIgason (1814—
25), Gunnlaugur Oddsson (1826—
35), Helgi Thordarsen Ci835—45).
Ásmundur Jónsson (settur vetur-
inn 1835—36; skipaður 1846, fékk
Odda 1854), Ólafur Pálsson (1S54
—71, Hallgrímur Sveinsson (1871
—89), Jón Steingrímsson settur
(1887—88), Þórhallur Bjarnarson
settur (1889—90), Stefán Tlior-
arensen settur (1889—90), Jóhann
Þorkelsaon (1890-^-1924), Bjarni
Hjaltested aðstoðarprestur (1903
—09), Haraldur Níelsson (1909—
10), Friðrik Friðriksson þjónaði
í veikindaforföllum H. N., Bjarni
Jónsson vígslubiskup, frá 1910, og
Friðrik Hallgrímsson dómprófast-
ur, frá 1925.
★
Organleikarar kírkjunnar.
undir hljómlist og söngstjórn kom-
TTin kirkjulega athöfn og fram-
** kvæmd hennar er ekki síður
in, en hinni prestlegu athöfn.
Dómkirkjan í Reykjavík hefir
átt því láni að fagna, að njóta
starfskrafta sumra beztu tónlistar-
manna vorra.
Fyrstur þeirra, og faðir islenzkr-
ar kirkjuhljómlistar, er Pétur Guð-
johnsen, sem tók við starfinu 1848.
í réttri röð írá honum koina:
Jónas Helgason, Brynjólfur Þor-
láksson, Sigfús Einarsson og Páll
ísólfsson.
★
Skreyting kirkjunnar.
TVað heíir stundum komið til um-
ræðu, að dómkirkjuna skorti
hlýleika og veggjaskraut hjð innra,
svo sem kirkjulegar myndir. Lút-
herska kirkjan hefir yfirleitt lit-
ið fengizt um slika hluti. en mikið
mætti þó bæta um hér í dómkirkj-
unni, með hlýlegri veggjalit og
fullkomnari ljósaútbúnaði.
Víða erlendis eru kirkjuveggir
eða kór skreyttur myndurn presta
og kirkjuhöfðingja. Fer það eink-
ar vel, og festir betur „tradition"
hverrar kirkju í hug safnaðarins.
Eg er þess mjög hvetjandi, að sú
nýbreytní verði tekin upp hér hjá
okkur, að innrömmuð málverk
þjónandi presta og biskupa verði
látin skreyta veggi kórs og kirkju,
og myndir organleikara næst söng-
palli.
Við það fengi kirkjan á sig
virðulegri og blýlegri svip hið
innra, sem jafnframt gerði hana,
þegar frá liða stundir, merkilegt
safn erfðasögu íslenzku dómkirkj-
unnar.
*
W lokum óskar „Bærinn okkar“
** öllum lesendum síntim farsæls
komandi árs.
Hörður Bjarnason.
IJTSALi A
Yegna þess, aS verzlunin hættir um áramót-
in, verða allir HATTAR seldir fyrir mjög
lágt verð.
Hattaverzlun Sigríöar Helgadóttur
Lækjargötu 2.
b
1
Ntúlku
vantar til afgreiðsln.
.YaVJaxlýnt'
CAFÉ HOLT,
Laugaveg 126.
Lá^niffÍN'Utikir
litilla niaiiiia.
Nýlega las eg það í dagblaði
einu hér í bænum, að mikil gleði
hefði fallið ungmennum hæjar-
ins í skaut þessa dagana, þegar
heita vatnið væri hætt að renna
i Tjörnina, því nú gæti hinn
upprennandi æskulýður notað
sér hið góða skautasvell, sér og
öðrum til ánægju og yndisbóta.
Hvernig notar svo æskulýðurinn
sér þessi gæði, sem i sjálfu sér
eru honum holl og heilsusamleg,
ef rétt væri notuð og sízt um
of? Greinagóður maður sagði
mér í dag, að í gær hefði hann
séð stráka nokkra og suma
þeirra nærri fullvaxna, vera að
leika sér að því, að elta 14 eða
15 endur á skautum sínum fram
og aftur um þvera og endilanga
Tjörnina og fuglarnir hafi flúið
undan þeim og flögrað á gler-
liálu svellinu, sökum þess hve
hált það var og þeir hafi því
livorki getað fótað sig á því né
hafið sig til flugs eða á nokkurn
veg getað forðað sér undan á-
reitni pilta þessara og ærslalát-
um, enda liafi fuglarnir verið
ungar frá síðastl. sumri og hafa
ekki sést þar áður. Sé þetta rétt
hermt, sem mér virðist engin
ásæða til að efa, þykir mér á-
stæða lil að spyrja: Eru bæjar-
menn eigi lirifnir af þvilíkri
æsku, eða þeim mönnum, livort
sem ungir eru eða aldraðir, sein
feitir og pattaralegir fara um
fjöll og firnindi til rjúpnadráps,
þegar fuglar þessir flýja af f jöll-
um ofan til þess að leita sér
hjargar niðri á láglendinu, þar
sem einliver bjargarvon er fyr-
ir þá í liarðindum á heiðum
uppi og harðfenni, sem þeir fá
eigi við ráðið? Vitaníega ætla eg
mér eigi þá dul, að geta talað
til hjartna unglinga þessara og
eldri manna, en eigi þykir mér |
„sport‘‘ þeirra neitt göfugmann- !
legt né til þess fallið, að verða
þeim til mikils fagnaðarefnis á
jólunum, séú þeir annars nokk-
11 ð um þau að liugsa, lieldur um
mat sinn og maga, stundargleði
sína, drápgirni og skemmdar-
fýsn í garð hinna vanfæru og
villtu málleysingja. Sennilega
hafa orð mín engin áhrif á þá,
svo mikla menn og mikilláta.
Hinu gæti eg fremur trúað, að
þeir kunni mér þakkir litlar fvr-
ir það, að vekja athvgli annara
manna á hinu ójxikkalega athæfi
þeirra, enda er það ljótt og því
lúalegra, sem það er alveg að
-ástæðulausu og ýmislegt annað
þarfara að hafa fyrir stafni og
skemmta sér við. Övild þessara
manna og ýmugust, ef einhver
yrði, mundi eg láta mér i léttu
rúmi liggja, en aðeins óska þess
eins, að allir góðir níenn hafi
nánar gætur á þessu og þvílíkú
framferði þeirra og komi fram
Iögmætum refsingum á hendur
þeim, því mér er, sem mörgum
öðrum, meira um það liugað,
að frekar sé hlynnt að fuglalifi
voru, en að því sé svo freklega
misboðið, sem raun er á, og oft
að óþörfu.
Reykjavík, 22. des. 1943.
jöú rSíáson.
æ
ÞAt) BORGAR SIG
AÐ AUGLÝSA
I V I S I !
Hótel Borg
Stúlku vantar á Hótel Borg.
Upplýsingar á skrifstofunni.
J!
• c
J'U;
Klasslskar plötnr
í miklu úrvali nýkomnar.
PLÖTUALBUM fyrir stórar og smáai' plötur.
NÁLAR, margar tegundir.
AMERÍSKIR FERÐAFÖNAR fyrirliggjandi.
Hljóðfærahúsið
Dráttarvextir
Hér með er athygli skattgreiðenda vakin á því, að dráttar-
vextir tvöfaldast á tekju- og eignarskatti og verðteekkunarskatti
ársins 1943, hafi gjöld þessi ekki verið að fuilu greidd fyrir
næstkomandi áramót, og verða vextirnir þannig 1% fyrir hvern
byrjaðan mánuð úr þvi, í stað %% á mánuði áð'ur.
Jafnframt er þeim, sem kaup eða þóknun taka hjá öðrum og
enn hafa ekki greitt gjöld sin, bent á, að kaupgreiðendum þeirra
verður um áramótin falið að halda eftir af kaupi þeirra upp i
skattgreiðslur, en það losar gjaldandann ekki undan greiðslu
fullra dráttarvaxta.
• ■ ' i • ' • .1 - • 1 *•• ‘ -
Reykjavik, 20. desember 1943.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN,
Hafnarstræti 5.
Jarðarför elsku mannsins mins, • ‘ ..... 1i ,
Jóns Odds Jónssonar
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. þ. m.
Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna.
Njarðargötu 27, kl. 1 e, h.
Ingibjörg (bliiisdóttir.
Hér með tilkynnist að
Bæring Bjarnason
Vatneyri, Patreksfirði,
andaðist að heimili sinu 22. þ. m.
Aðstamdendur.
Jarðarför föður og tengdaföður okkar,
Einars Kristlns Auðunasonar
v prentara,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. þ. m. og
hefst með bæn að heimili hins látna, NjaSðargötu 45, kl.
2 eftir Íiádegi.
Ingibjörg Kristinsdéttir. Sveinbjörn Kr, Biefánsson.
Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamöninuú, að ekkjan
Steinunn Jakobina Bjarnadóttir
frá Vík í Fáskrúðsfirði, andaðist að heimili súiiu, Vifilsgötu
24, þann 24. þ. m.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Jarðarför mins hjartkæra eiginmanns,
Einþórs B. Jónssonar.
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudagimi 29. þ. m. og
hefst með húskveðju frá lieimili hans, Grettisgötu 48, kL •
1 eftir hádegi.
Fyrii' mína hönd og annara vandamanna.
Guðrún S. Jónsdóltir..
V