Vísir - 03.01.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Siml: 1660 5 llnur 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 3. janúar 1944. 1. tbl. Arásir á Berlin í nótt ogr t.vri'inótt. 101 árás hefir nú verið gerð á borgina. 1 Q stórárásin á Berlín síðan 18. nóvember var gerð * í nótt. Segir í tilkynningu Breta að árásin hafi verið mjög hörð. Var þetta 101. árásin á Berlín síðan stríðið brauzt út. Bretar misstu 29 flugvélar í nótt. Árásina í fyrradag gerðu ein- göngu Lancaster-vélar og vörp- uðu þær niður rúmlega 1000 smál. sprengja. Ault þess var ráðizt á Hamborg og ýmsar borgir í Vestur-Þýzkalandi. Veður var óvenjulega slæmt þessa nótt, stormur og skýjað loft og telur stjórn sprengju- sveitanna brezku, að flugvélar hennar muni aldrei hafa farið i verra veðri til Þýzkalands, en það boði ekki gott fyrir Þjóð- verja, ef hægt sé að gera árásir í slíku tíðarfari. Flugvélarnar komu ekki yfir Berlin fyrr en um kl. 3, til þess að forðast tunglskinið. Skýja- þykkni var upp í 8000 feta hæð, en ofar voru einnig skýja- slæður. Fáar orustuflugvélar urðu á vegi Breta og mun þeim hafa verið stefnt til Hamborgar, því a?5 árásin þar hófst heldur fyrr. Berlin var þvi aðallega varin af lof tvarnabyssum. 1 fregnum frá Stokhólmi í gær var sagt, að þá brynni enn eldar í Berlin. Rússar aðeins um 30 km. frá pólsku landamærunum Versta veður á j Undanhald Þjóðverja úr Dnjepr- bugðunni virdist óumflýjanlegt. Italíu. maniiii íyjretlondi. 55.000 smál. sprengja varpað á s.l. ári. Ira Eaker flughershöfðingi Bandaríkjanna í Bretlandi, sem nú er á förum til Afríku, gaf í gær yfirlit yfir starfsemi flug- hers síns á síðasta ári. Varpað var á Þýzkaland og stöðvar i Norður-Frakklandi 55,000 smálestum af sprengjum. Þar af var varpað 12,000 smál. í desember og mánuðinn áður 6000 smálestum. í fyrstu árásunum í janúar voru aðeins rúmlega 50 fjór- hreyfla-flugvélar, en í marz voru þær orðnar rúmlega 100. Dagana 30. og 31. desember fóru hinsvegar rúmlega 1500 amer- ískar flugvélar til meginlands- ins hvorn daginn og var meira ■en helmingur þeirra fjórhreyfla. Nýja-Guinea. ið siiiir Japönum á Huonskaga ógnað úr 3 áttum. Amerískt lið hefir gengið á Iand á norðurströnd Nýju- Guineu. Herinn gekk á land hjá hafn,- arbænum Saidor, sem er um 50 mílur fyrir suðaustan Madong. Mætti honum lítil mótspyrna og tókst honum að ná höfninni og flugvellinum á vald sitt, en áður liafði verið gerð loftárás á bæ- inn og 200 sinál. sprengja varp- að til jarðar. Þetta lið er langt að baki þeim sveitum Japana, sem hörfa fyr- ir Ástralíumönnum á Huon- skaga, og er þeim nú ógnað úr þrem áttum, af Áshyaliumönn- um úr suðvestri í Ramu-dalnum og austri á Huon-skaga, og vestri í Saidor. Árið byrjaði með því á Italíu, að ofsarok hindraði nærri allar hernaðaraðgerðir á ströndum Adríahafsins. Veður hefir aldrei verið eins vont síðan bandamenn gengu á land. Símalínur slitnuðu víða, allt lauslegt fauk og á einum stað gekk sjór á land og færði herbúðir í landi að hálfu í kaf. Flugvélar gátu alls ekki hrevft sig og var það í fyrsta skipti, sem það gerðist, siðan þær fóru að liafa bækistöðvar á megin- landi Italíu. Fótgöngulið banda- manna liáði því aðeins smá- vægilegar viðureignir. 1 herstjórnartilkynningunni í morgun er sagt að grimmilegir bardagar séu háðir við strand- veginn norðan við Ortona. Lánsútboð: -> Almennari þátt- taka en áðnr. Síðasti dagur lánsútboðsins fyrir Sogsvirkjunina og Raf- magnsveitu Reykjavíkur er á morgun. Eftir þann tima verða þeir, sém kaupa skuldabréfin, sem bera 4% ársvexti, að greiða }/a% flukagjald til Kaupþingsfé- laga, sem hafa bréfin til sölu. Menn eru búnir að skrifa sig fyrir rúmlega hálfri sjöttu millj- ón króna og hefir Landsbank- inn skýrt Vísi svo frá, að þátt- taka almennings við lánsútboð hafi aldrei verið meiri en nú. Áður voru það einkum stofnan- ir, sparisjóðir og einstakir pen- ingamenn, sem keyptu bréf, en nú er þessu öðruvísi varið. Bruni á Eskifirði, Frá fréttaritara Vísis. Eskifirði i morgun. Aðfaranótt 2. janúar, kl. 2, vaknaði fólk í húsi Lúters Guð- mundssonar við það, að mikill eldur var kominn í framenda liússins uppi, og varð fólkið að bjargast litið klætt, enda húsið þá allt orðið fullt af reyk. Hálftíma eftir að byrjað var að þeyta fyrsta brunalúðurinn, var slökkviliðiðkomiðáveltvang og búið að ná sjó í slöngur sínar. Hófst þá slökkvistarfið og geklc greiðlega að ráða iíiðurlögum eldsins og fékkst nú i fyrsta sinn veruleg reynsla fyrir gæðum slökkvidælu þeirrar, er liingað var fengin fyrir 3 árum. Miklar skemmdir urðu af völdum elds og vatns á efri hæð bússins, en vörur í sölubúð á neðri hæð skemmdust lítið. — Um orsök eldsins er eklci enn vitað. Sjúkrahúsið að Brekku á Fljótsdal brann í nótt. Ibúð hér- aðslææknis var í húsinu. Ekkert slys varð á mönnum af eldinum. Eisenhower kveður menn sína. Eisenhower hefir sent mönn- um sínum á Ítalíu kveðju-dag- skipan. Kveðst hann nú vera á förum til Bretiands, þar sem hann eigi að takast á hendur yfirstjórn sameinaðra lierja Breta og Bandaríkjamanna. „Þið hafið gert það mögulegt, að innrásin verður gerð,“ sagði hann enn- fremur. „Guð varðveiti ykkur, unz við hittumst aftur sigri lirósandi í hjarta Evrópuvirkis- ins.“ Það var tilkynnt í London á nýársdag, að Carl Spaatz, yfir- maður flughers bandamanna, hafi ko'mið til London þá um daginn. B&)av frétftr I.O.O.F. 3 = 125138 = Næturlæknir. SlysavarÖstofan, sími 5030. Næturvörður. Laugavegs apótek. Útvarpið í kvöld. KI. 20.30 Erindi: Úr jarðsögu Árnessýslu (Guðmundur Kjartans-. son jarÖfræðingur). 20.55 Hljóm- plötur: Kreisler leikur á fiÖlu. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rithöfundur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Islenzk al- þýöulög. — Einsörigur (ungfrú Kristín Einarsdóttir): Lög eftir Schubert. 21.50 Fréttir. Dagskrár- lok. Algert einræði í Argentínu. Samkvæmt þýzkum fregnum hefir nú verið sett á algert ein- ræði í Argentínu. Stjórnin hefir lengi liaft hug á því að hanna alla starfsemi stjórnmálaflokka og í fyrradag tók hún loksins rögg á sig. Byrjaði hún nýja árið með því, að leysa upp alla flokka og banna starfsemi þeirra um ó- takmarkaðan tíma. Margir menn hafa verið handteknir í sambandi við þetta bann. Stúlka særist af grjótkasti. Á nýársdag særði erlendur sjómaður stúlku á höfði með því að kasta steini í gegnum bílrúðu. Málsatvik voru þau, að skömmu fyrir hádegi á nýárs- dag kom maður á lögreglustöð- ina og skýrði frá því, að rétt áður hefði hann verið að aka eftir Suðurlandsbrautinni á lcið í bæinn. Er hann var staddur á móts við Lækjarhvamm kastaði gang- andi maður, sem var á vegin- um, lmullungssteini að bifreið- inni. Steinninn lenti á vinstri afturrúðu bifreiðarinnar, braut bana og lenti í andliti stúiku, sem sat í aftursæti bifreiðar- innar og særði liana töluvert. Rússar 70 km. fyrir vestan Zitomir, Hin endurnýjaða sókn Rússa fyrir vestán Kiev heldur áfram og virðist óstöðvandi. Þeir sóttu enn fram langa leið i gær og komust svo kmgt vestur fyrir Odessa-Leningrad-járnbrautina, að þeir rnunu vera aðeins um 30 km. frá landainærum Póllands Bifreiðarstjórinn hélt rakleitt á lögreglustöðina og kærði yfir þessu atliæfi. En er lögreglan kom á vettvang voru liermenn búnir að handsama manninn. Reyndist þetta vera danskur sjó- maður, sem var undir áhrifum áfengis. Amerískir lögreglumenn, sem voru hjá sjómanninum sögðu að liann hefði einnig kastað stein- um á eftir lögreglubifreið, sem ekið liefði þarna framlijá um svipað leyti. Innbrotsþjófar iðnir um áramótin. okkurir innbrotsþjófnaðir hafa verið framdir á gamlárs- kvöld og í nótt, og sumstaðar allmiklu verðmæti stolið. N A fjöllum. Fjöldi manns sótti upp í f jöll- in og skíðasnjóinn um nýárið. Flestir munu hafa verið á Kol- viðar hóli, eða um 200 manns í gær, en dvalargestir voru þar um 80. Skíðaskálinn i Hveradölum var yfirfullur af dvalargestum. í skíðaskála Ármanns í Jósefs- dal voru 50—60 manns og í „Himnaríki” í Bláfjöllum var þéttskipað. í KR-skálanum voru einnig nokkurir skíðamenn. Snjór er víða mikill, færi yf- irleitt gott, og með ágætum í brekkum, sem búið var að troða. Klukkan að ganga tvö á að- faranótt nýársdags var brotin rúða í sýningarglugga í úra- j og skartgripaverzlun Magnús- ( ar Benjamínssonar & Co. Var stolið þaðan 5 úrum, 7 hringj- um og 1 vindlingaveski úr , silfri. Þrir piltar, sem voru þama nærstaddir, lieyrðu brothljóð- | ið og hlupu strax til. Sáu þeir á eftir tveimur sjóliðum vest- | ur Vallarstræti, eltu þá upp í Grjótaþorp, handsömuðu þá þar og leiddu á lögi'eglustöðina. Þessir ungu menn, sem sýndu þetta afrek af sér, heita: Egill Guðm undsson, Bræðrab orgar- stíg 14, Ókifur Guðmundsson, Hofsvallagötu 22, báðir 16 ára, og Páll Ilalldórsson, Hólavalla- götu 5, 18 ára. Sömu nóttina var brotizt inn í veitingastofuna Fróðá á Laugavegi 28. Var stolið það- an 126 krónum í peningum, 48 vindlingapökkum og 8 bjór- flöskum. Enn fremur var brotizt inn i Gufupressuna Stjörnu í Kirkjustræti 8, en óvíst er hvort nokkru hefir verið stolið það- i an. Þá var enn söniu nóttiná stol- ið 2500 krónum i peningum úr ibúðarhúsi i bænum. Hafði ver- ið farið inn í ólæst hús og pen- ingunum stolið úr fötum sof- andi manns. 1 nótt var brotizt inn i brauð- sölubúð G. Ólafsson & Sandholt á Laugavegi 34 og haft þaðan á brott peningakassa-apparat, með því sem i var, en það mun hafa verið um 150—200 krón- ur. í morgun fannst kassinn upþbrotinn uppi á Gretlisgötu 1 nótt var einnig farið inn i hús og slolið úr vösum sofandi manns úri og 50—60 krónum í peningum. Ölvun var með minna nióti um áramótin, og minni en al- mennt mun liafa verið búizt við. Fer til tónlistarnáms í Vesturheimi, Einn af starfsmönnum Ríkis- útvarpsins, Jón Þórarinsson, er farinn til Vesturheims til tón- listarnáms. Jón hefir fengið tveggja ára lausn frá störfum og mun slunda nám við Yale-háskólann i New Haven, en hann er einn þekktasti skóli vestan hafs. Eft- ir heimkomuna mun Jón taka við störfum i tónlistardeild út- varpsins. Jón Þórarinsson varð stúdent frá Menntaslcóla Akureyrar 1937, en hefir siðan starfað um fjögurra ára skcið í fréttastofu útvarpsins. En þótt Rússar hafi: sótt svo hratt fram þarna, að Þjóðverj- um stafar mikil hæktta af því, er þó hættan af sókn þeirra enn meiri sunnar — fyrir her Þjóð- verja í Dnjepr-bugðunnni. Þar geta Þjóðverjar einungis notazt við tvær járnbrautir til flutn- inga til og frá her sínum austur í Dnjepr-bugðunni og nálgast Rússar aðra þeirra. Liggur hún um borgina Vinnitza og áttu framvarðasveilir Vatulins að- eins um 30 km. ófarna þangað í gærkveldi. Fyrir sunnan og suðvestan Vinnitza rennur áin Bug og er það talið mikilvægt fyrir Rússa að komast að bökkum hennar. Hættan fyrir Þjóðverja. Vegna þess hvað Rússar ógna nú samgöngukerfi þýzka hers- ins i Dnjepr-bugðunni, er allt komið undir þvi, hvort Hitler þverskallast við að sjá hlutina í réttu ljósi, eins og við Stalin- grad. Horfur eru nú svo slæm- ar, að allt virðist benda til þess, að liann verði að fyrirskipa undanliald herjanna í Dnjepr- bugðunni. En vilji liann ekki kannast við það, að hann hafi beðið ó- sigur þarna og skipar hernum að hreyfa sig ekki, þá getur svo farið, að Rússar umkringi hann. En Hitler verður að gefa skip- unina um undanhald strax, ef hún á að koma að haldi. Rússar tóku alls í gær 150 bæi og þorp fyrir vestan Kiev og suðvestan. Meðal Jæirra voru 7 járnbrautastöðvar. í fýrradag tóku Rússar 250—300 bæi á þessum sömu slóðum. Eldsvoði á Hverfisgötu. Laust fyrir ltl. 1 á hádegi í gær kom upp eldur í íbúðarhúsi á Hverfisgötu 59 B. Magnaðist eldurinn mjög fljótt svo að öll hæðin varð alelda á skammri stund og eyðilagðist hún öll og allt sem í henni var. *- íkviknunin mun hafa orðið með þeim hætti að ungir dreng- ir Ivafa farið óvarlega með eld- spítu, sem þeir voru að leika sér að. Iíom eldurinn upp i svefn- lierbergi á efri hæð i ibúð Har- aldar Eiríkssonar pípulagning- armanns, en þar voru tveir litlir (h'Gngir, synir bjónanna sladdir inni. Þegar móðir vþeirra leit inn í lierbergið sá'hún hvar eld- Id.ossar kómu fram undan dí- vani. Þreif bún þá drengina með v'ér út og kallaði þegar á slökkvi- íiðið. Eldurinn magnaðist ákaflega fljótt og þegar slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum hans var allt eyðilagt i ibúðinni og hún öll brunnin að innan. Ilúsið er úr timbri og komst eldurinn í tróð á milli þilja. Varð slökkviliðið að rífa innan úr húsinu til að komast fyrir upptök eldsins. Miklar skemmdir urðu á neðri hæð og i kjallara af völd- um vatns. Innbú Haraldár var vátryggt. í gærkveldi var slökkviliðið kallað vestur á Ásvallagötu, en þar hafði kviknað í bifreið, sem stóð á götunni. Eldurinn var fljótt slökktur, en bifreiðin skemmdist töluvert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.