Vísir - 06.01.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 06.01.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðiaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Slmli Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 linur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 6. janúar 1944. 4. tbl. Kaj Munk myrtur. Þjóðverjar hafa myrt danska kcnnimanninn og leikritahöf- undinn Kaj Munk. Danska útvarpið í London birtir þá fregn, að fjórir vopn- aðir menn liafi komið heim til hans á Jótlandi og haft liann á bi'ott með sér, en síðan fannst lik hans i nokkurri fjarlaegð. Hafði síra Mnnk verið skotinn til bana. 1 þessu sambandi er rétt að minnast þeirrar fregnar, sem Vísir birti í fyrradag, er skýrði fá banatilræði við Ole Björn Kraft og Dam blaðamann. Þarf -varla getum að því að leiða, að þama sé sömu menn, eða menn af sama flokki að verki á öllum stöðunum. Bridgekeppnin hélt áfram í fyrrakvelcl. Leikar fóru þannig, að sveit Brands Brynjólfssonar vann sveit Eggerts Gilfers, sveit Guðm. Ó. Guðmunds- sonar gerði jafntefli við sveit Gunnars Möllers, sveit Jóns Guðna- sonar vann sveit Guðm. Sigurðs- sonar, en sveit Gunnars Péturs- sonar sat hjá. Siðasta umferð fer fram á þriðjudaginn kemur. Bandaríkja-flug- her stærstur í heimi. 2.385.000 manns i honum. Flugher Bandaríkjanna er nú hinn stærsti í heimi, segir Henry Arnold flughershöfðingi í skýrslu, sem hann hefir gefið um flugherinn. 1 byrjun þessa árs voru sam- tals 2,385,000 menn i ameríska flughernum, en af hernaðar- ástæðum er ekki hægt að láta uppskátt, hversu margar flug- vélar hann liefir til umráða. „Markmið « sprengjuárása bandamanna á Þýzkaland,“ sagði liann ennfremur, „er að gera innrásina mögulega með sem minnstu tjóni fyrir banda- menn á mönnum og hergögn- um, með þvi að eyðileggja framleiðslugetu þeirra. Árás- irnar eru undirbúnar með vis- indalegri nákvæmni með þetta fyrir augum. Ætlunin með sókninni er lika að þjaka svo þýzka flug- hernum, að hann geti ekki var- izt, og sá tími mun koma, þegar varaforði Þjóðverja af flugvél- um verður þrotinn og þá getur ekkert hjargað þeim.“ ELZTA FLUGSTÖÐVARSKIP BRETA. Mynum er teKln aí þilfari brezka flugstöðvarskipsins Argus og sjást menn vera að renna flugvél á lyftuna, sem flytur hana upp á þilju. Argus er elzla flugstöðvarskip Breta, ]>ví að það er rúmlega 25 ára gamalt. Loítsóknin frá Bretlandi færist enn mjög í vöxt. 11001 báit(nl(31 sáltmála Þjóðverjar reyna að vingast við Pólverja. Pólverjum hefir ekki enn verið boðið að gerast aðilar að sáttmála Tékka og Rússa, segir forsætisráðherra Pólverja í við- tali við News Chronicle. Þegar Benes forseti var fyrir skemmstu i Moskva og undir- ritaði vináttusáttmála við Rússav lét liann svo um mælt i viðtali við blaðamenn, að það mundi vera gott, að Pólverjar yrði að- ilar þessa sáttmála. En þeim hefir ekki verið boðið það enn. News Chronicle átti viðtalið við Mikolaczyck eftir að pólska stjórnin hafði setið á fundi og rætt sambúðina við Rússa. Mikolaczyck kvað Pólverja fúsa til þess að gerast aðilar að sátt- málanum, en fyrst yrði þeir að taka upp stjórnmálasamband við Rússa. Þá skýrði ráðlierrann frá því, að undanfarna fjóra mánuði liefði Frank landstjóri í Pól- landi gert margar tilraunir til þess að fá pólsku þjóðina á band sitt, en hún hefði alltaf vísað þessu á bug. Rússar vildu, að Pólverjar hæfi algera uppreist, en pólska stjórnin verið þvi mótfallin, þar eð hún taldi ekki tíma kom- inn til þess, en nú nálgaðist liann, svo að búast mætti við stórtíðindum innan Póllands innan skamms. Þegar svo væri komið, að Pólverjar hefði grip- ið til vopna, væri vonandi, að samkomulagið kæmist í gott horf með Pólverjum um. og Rúss- Síðiiitu íréttir Brezki flugherinn gerði í nótt harða loftárás á Stettin. Um sama leyti fóru Moskito-flug- vélar til árása á Berlín. 15 flug- vélar Breta komu ekki aftur úr þessum leiðöngrum. Brasilíulið sent í stríð í næsta mánuði í næsta mánuði mun fyrsta brasilska liðið, sem tekur þátt í stríðinu, fara að heiman. Þetta er fótgöngulið að noklc- uru leyti og verður það 30— 50,000 manns, en síðar mun meira lið verða sent úr landi. Foringj aliðið verður brasiliskt, en það mun lilíta yfirstjórn bandamanna. Fyrsti liópur brasiliskra or- ustuflugmanna er farinn til frekara náms í Bandaríkjunum. Roosevelt reynir að leysa járnbrauta- deiluna, Roosevelt hefir nú gert enn eina tilraun til að leysa járn- brautadeiluna. Forsetinn liefir skipað nefnd einni að talca til endurskoðunar álit sitt um kaupkröfur starfs- manna járnbrautanna og þá sér • staklega kaupkröfur þeirra fyrir eftirvinnu. Um þessar mundir er Roose- velt að semja ræðu, er hann flyt- ur fyrir þingheimi innan skamms. Hröð sókn suður frá Rússa Kiev. Hergagnaskortup Þjóðvepja neyöir þá til undanhaids* S ókn Rússa suður og vestur á bóginn frá Iviev hefir nú náð enn meiri hraða og fer hájtta sú, sem ógnar Þjóð- verjum i Dnjepr-bugðunni, vaxandi með liverjum deginum sem liður. Arnold hershöfðingi í lieimsókn í Bretlandi, rabhar við amer- áska flugmenn, sem eru nýkomnir úi- flugferð. Síðan Þjóðverjum var stökkt á brott úr Bjelaja Tserkov liafa Rússar sótt fram með geypi- hraða og sögðu sumar fregnir í morgun, að þeir væru komnir 40 km. suðaustur fyrir þessa borg. Geti þeir haldið þeim liraða, fara liorfur mjög versn- andi fyrir Þjóðverja. Berdisjev hafði verið Rússum örðugur ljár í þúfu, en þar sem þeir liafa tekið þá borg, er gerl ráð fyrir, að Rússar leggi næst óherzlu á að ná Vinnitsa. Meðan Þjóðverjar héldu bæði Berdisjev og Bjelaja Tserkov, gátu Rússar ekki komizt til Vinnitsa, cn sú l>org cr mjög mikilvæg sam- göngumiðstöð fyrir Þjóðverja, því að þar fer mikill hluti þeirra flulninga fram, sem Þjóðverjar þarfnast austur í Dnjepr-bugð- unni. ' Dnjepr að byrja að leggja. Þjóðverjar segja, að Dnjepr sé að byrja að leggja neðst, en þegar hún verður orðin alísuð, verður mesta hindrunin fyrir Rússa við ósana úr sögunni. Þótt ekki sé baizt inni í Dnjepr- bugðunni, búa háðir aðilar sig ]>ó af kappi undir næstu lotu og segjast Rússai’ fara i njósna- flokkaleiðangra á degi hverjum, til þess að kanna livar Þjóð- verjar sé veikastir fyrir. Skotfæraskortur háir Þjóðverjum. Rússneskur hernaðarscrfræð- ingur liefir ritað í eitt af hlöð- uin Rússa um vanmátt Þjóð- verja til að verjast Rússum. Tek- ur hann í sama streng og brezk- ur hernaðarsérfræðingur, sem sagði fyrir skemmstu, að Þjóð- verjar neyddust til að láta und- an siga vegna þess, að þeir gæti ekki stöðvað Rússa sakir her- gagnaslcorts. Segir ]>essi Rússi, að þegar Þjóðverjar fóru með háli og brandi um Evrópu þvera og endilanga, hafi þeir getað það í kráfti þess, livað þeir liöfðu mikið ógrynni hergagna, en nú sé þessu öðruvísi varið. Nú liafi loftsókn handamanna lcikið framleiðslu Þjóðverja svo grátt, að þeir geti ekki lengur lialdið í horfinu. Og eftir ]>ví sem lofl- sókn Brela fari vaxandi, muni undanhald Þjóðvcrja vcrða liraðara Leikfélag í Borgarnesi Borgnesingar stofnuðu i fyrravetur leikfélag, sem hefir starfað síðan af miklum áhuga og atorku, og nú síðast hefir það fært Leynimel 13 á svið. Félagið heitir Leikfélag Borg- arness og i fyrravetur tólc það eitt stórt verk til meðferðar, en það var Mildahæjar-Sólveig eft- ir Böðvar frá Hnífsdal. Var nppfærslan mjög dýr, vegna hins mikla útbúnaðar, sem leik- urinn krefst. I liaust var byrjað að æfa Leynimel 13 og hefir það þegar verið sýnt nokkurum sinnum við liúsfylli. Aðalhlutverkin leika þau Jón Magnússon gjald- keri, Ásbjörn Jónsson bílavið- gerðarmaður, frú Magnea Ein- arsson og frú Jakobína Halls- dóttir. — Seinna í vetur er ráð- gert að talca eitthvert annað leikrit til sýningar. Formaður félagsins er Hall- dór Hallgrímsson klæðslcera- meistari. Ný sprengjuflugvél Þjóðverja. í skyndiárásum sínum á Bret- land áð undanförnu eru Þjóð- verjar farnir að nota nýja gerð flugvéla, Ju-88. Þetta er hraðfleyg tvihreyfla flugvél með tveggja manna á- höfn. Hreyflarnir eru mjög afl- miklir, en Bretar telja, að Moski- lo-vél þeirra standi þessari nýju vél Þjóðverja á sporði. Ju-88 ber 1 smál. af sprengj- Um, sem er heldur minna en t. d. Wellington-vél Breta. Hún er vel vopnum búin og eru sæti flugmannanna hrynvarin. Rannsúkn á kveflyfi, Um þessar mundir fara fram á Bretlandi rannsóknir á Iyfi, sem menn vona að verði fram- tíðarlyf gegn kvefi. Lyf þetta lieitir Petulin og liafa allir starfsmenn vopna- verksmiðju einnar í Bretlandi hoðizt til að láta rannsaka lyfið á sér. Vísindamaður einn hefir skýrt hrezka útvarpinu frá því, að innan sex mánaða muni verða gengið úr skugga um það, hvorl hér er um óbrigðult lyf að ræða. Rafbíll framtíðarinnar Komið er á markaðinn í Bret- landi nýtt farartæki, sem menn telja, að muni eiga mikla fram- tíð fyrir sér, rafbíll. Bill þessi er knúinn af raf- magni, sem safnað er í raf- geyma um nætur og ber fyrsta gerðin eina smálest, en kostn- aðurinn er tæpur helmingur ]>ess, sem kostar að reka venju- legan henzínbíl. Þessir hílar hykja sérlega lientugir til flutn- inga á mjólk o. þ. h. vegna lít- ils kostnaðar. Mikil árás á Kiel, Tours og Bordeaux. Árásum á Norður- Frakkland haldið áfram. 17 lugherir Breta og * landaríkjamanna gáfu Þjóðverjum engan frið í gær, því að loftsókn þeirra var enn ákafari en í fyrra- dag og var þó enginn efi á því, að sá dagur var mesti loftsóknardagur stríðsins. Flugvirki og Liberator-vélar fói’u í leiðangur til Kiel annan daginn i röð. Að þessu sinni voru þeim veittar varmar við- lölcur af þýzkum oi’ustuvélum. Mættu þeim stórhópar Messer- schmitt-véla, scm voru búnar rakettubyssum og yfir Kiel voru enn fleiri flugvélar. Sumar voru búnar tækjum til þess að leggja þokublæju á stór svæði og jörðu og þannig átti nú að reyna að hylja Iviel sjónum flugmanna Bandax’íkjanna. En þrátt fyrir þetta gátu þcir varpað sprengjum sínum á til- telcna staði, því að flugvélai’nar voru útbúnar liinum nýju mið- nnartækjum, sem gei’a unnt að miða sprengjum gegnum skýja- þykkni. í leiðangi’inum voru 95 þýzk- ar orustuvélar skolnar niður, en Bandarikjamenn misstu 25 stór- ar flugvélar og 12 orustuvélar. t t Til Tours og’ Bordeaux. Meðan vei’ið vai’ yfir Kiel fór smáhópur til Diisseldorf og var liann alveg látinn i friði á leið- inni, en stæi’i’i liópar fóru til Tours og Bordeaux i Frakk- landi. Á }>essum tveim stöðum var ráðizt á flugvelli. Árangur var góður i Tours, þar sem einn flugmannanna sá allar sprengjur sinar falla á flugskýli, annar liæfði olíugeymi og lagði reykinn af eldunum upp í 3000 feta liæð. Yfir Bor- 1 deaux var allmikil mótspyrna. enda var engin orustuvél send með sprengjuvélunum þá leið. Árásir flugvéla af miðstærð. Tvilu’eyfla-flugvélar héldu enn uppi árásum myrkranna á milli, en ekki var þess getið, hvar ái’ásirnar hefði verið gerð- ar. Sumar stöðvax’nar hafa oi’ðið fyrir árásum nærri hvíldarlaust í 30 klst. Aftur varð lítið um varnir af hálfu Þjóðverja, sem spara nú flugvélakost sinn, og komu allar flugvélar Breta og Bandai’íkja- manna lieim lieilu og höldnu. Flugmennirnir gela þess, að stundum liafi vei’ið svo mikill aragrúi flugvéla yfir árásarstöð- unum, að flugvélar, sem síðast komu, urðu að hinkra við, með- an hinar fyrri luku ætlunarverki sínu, því að þær komust ekki yfir skotmarkið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.