Vísir - 10.02.1944, Side 2
VlSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐATJ TGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 66 0 (fimm linur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féalgsprentsmiðjan h.f.
Björg eða hrun.
J" ramkvæmdastjóri Alþýöu-
sambandsins skýi-ir frá því
i Alþýðufblaðinu i gær að verka-
menn í Hafnarfirði séu betri
kjara aðnjótandi en stéttar-
bræður þeirra hér i Reykjavík.
Vel kann þetta að vera rétt. Hitt
er annað mál að ekki er hagsæld
verkamanna í Hafnarfirði meiri
en svo að þaðan barst fyrsta
neyðax'ópdð, — fyrsti fyrirboði
þess, seim koma skal, sjái þjóð-
in ekki að sér og víki af vegi
verðbólgujunar. Atvinnuleysið,
— bölið, sem allir eru sammála
um að eigi ekki rétt á sér, —
stakk fyihst fæti niður í jHafnar-
firði og muh þó betur liafa ræst
úr en iá llorfðist. Hátt kaup
tryggir ékki stöðuga atvinnu né
yfirleitt viðunandi afkomu. Sé
atvinnuvegunum og einstak-
iingunum um megn að stand-
ast hið háa kaupgjald, þýðir það
að úr atvinnu dregur, — menn
halda að sér höndum, ráðast
ekki í nýjar framkvæmdir og
láta jafhvel nauðsynlegasta við-
hald og aðrar athafnir, sem á
annáð bórð lx»la bið ,biða þar
til nauðsynin rekur til fram-
kvæmda. Kröfunum verður þvi
að stilla svo í hóf að atvinnu-
vegirnir fái annarsvegar undir
risið, en hinsvegai' orðið þess
umkomnir að veita vaxandi
fólksfjölda í landinu atvinnu,
en hvorugt mun nú vera tryggt
eins og sakir standa, livað þá
að reyna megi enn frekar á þol-
rifin en gert hefir verið.
Allir eru sammála um að at-
vinnuleysi er böl, — dýrasta ó-
hófið af öllu óhófi i landi hverju.
Jafnvel hafa menn haft á orði
að nauðsyn béri til að sett verði
í sljórnskipunarlög að atvinnu-
, leysi skuli útlægt gert úr land-
inu, en ekki dugir þá að láta
sitja við orðin • tóm. Atvinnu-
leysið heldur innreið sína um
leið og kröfur um liækkandi
kaupgjald óg framkvæmd
þeirra ofbjóða atvinnuvegunum,
og atvinnuleysið helzt hvað svo
sem lögin segja, þar til sam-
ræmi er sltapað og heilbrigði i
atvinnuliáttum öllum. Allir
vinnandi menn í landinu, hvort
sem þeir stunda svokallaða
verkamannavinnu eða ekki, eiga
rétt á sanngjarnri þóknun fyr-
ir störf sín, þannig að þeir geti
lifað lífi sem samboðið er þegn-
um menningarþjóðfélags. I þvi
efni erum við þó ekki einráðir,
ineðan við erum erlendum
markaði liáðir. Þar er mæli-,
kvarðinn á livað framleiðslan
þolir. Þótt framleiðslutækin öll
yrðu þjóðnýtt yrði það skamm-
ur vermir að ákveða kaupgjald
það hátt að framleiðslan væri
rekin með halla, og innan stund-
ar myndi að því reka að upp
væri það étið, sem áður kynni að
hafa verið aflað, og lánstraust
jafnfram þrotið, þannig að
ekki yrði lengi lifað á því. Það
þýðir ekki að gera sér tyllivon-
ir né gyllingar um óþrjótandi
auðlindir, þegar þær eru ekki
fyi’ir hendi, enda tæmdar hafi
þær einhverjar verið á sínum
tíma. Stríðsgróðatímabilinu er
lokið. íslendingar voru ekki
nægilega þroskaðir til þess að
varast villuna, en liitt er óreynt
Stórkostlegar framfarir í
sundmálum Islendinga.
Ægir setti met 1
8x50 m. boðsundi
Úrslit sundmóts Ægis í gær-
kveldi urðu þessi:
Hleiri en lielmingrur fnllnaðarprófi
barna lauk sundprófi á §.I. skálaári
Skýrsla Þorsteins Einarssonar íþróftafuiltrúa.
Á s. 1. skólaári stunduðu 6576 börn sundnám hér á
landi af 14.839, sem yfirleitt stunduðu nám í skólum,
og eru það rétt 44.3 af hundraði allra skólabarna.
Af fullnaðarprófsbörnum, sem samtals voru 2367
luku 1281 eða 54.1% tilskildu sundnámi.
Þessar upplýsingar fékk Visir
lijá Þorsteini Einarssyni íþrótta-
fulltrúa í gær. Nýlega hefir Þor-
steinn skrifað mjög atliygli-
verða grein í Menntamál, uni
framkvæmd sundskyldunnar
hér á landi, þar sem m. a. kem-
ur i Ijós, að sundnám i barna-
skólum hefir aukizt á þremur
sl. árum um meira en lielming,
eða úr 32% upp í 72%.
Sundkennsla fór sl. skólaár
fram í 56 sundstöðum. Sund-
staðirnir eru allmisjafnir, allt
frá seftjörn og sjávarlóni með
glóðarhaus-hitað tjald á bakk-
anum upp i flísalagða Sundhöll
Reykjavíkur.
„Ýmsar nýungar liafa komið
fram i sundkennslu“, segir í-
þróltaráðunauturinn, „svo sem
i hitun og hreinsun, auk þess,
sem fyrirkomulag sundlauga
hefir fullkomnazt og reynsla er
fengin fyrir því, að ekki er nægj-
anlegt, þótt menn hafi vatns-
helda þró. Vistleiki og hollustu-
hættir verða að fylgja með í út-
búnaði stétta, búnings- og bað-
ldefa. Reynzlan liefir einnig
sýnt, að viðleguskilyrðin við
flesta þá sundstaði, sem börn
verða að dvelja við, eru ófull-
nægjandi og ekki nolliæf i mis-
jafnri tíð, og því er á nokkur-
um stöðum hafinn undirbún-
ingur að Lyggingu dvalarskála.
Nýuing á sviði sundkcnnsl-
unnar má telja það, að sund-
kennari ferðaðist um með sund-
laug sl. sumar. Sundlaugin er
gerð úr þykkum se’gldúk. 1 Ól-
afsvik og á Hellissandi var þessi
ferðalaug sett upp við hrað-
frystiliúsin þar og fyllt af kæli-
vatni frá aflvélunum. Á báðum
stöðunum var kennt i tvær vik-
ur og lærðu alls rúmlega 60
börn sund í þessari litlu ferða-
laug.
Allmikilla framfara má vænta
í sundmálum landsins næsta
skólaár. Nú sem stendur eru 8
hversit þeim tekst að }>ola
neyðina. Við höfum dæmi
Norðmanna frá siðustu heims-
sundlaugar í smiðum, sem full-
gerðar verða áður en næsta
skólaár Iiefst, og aulc þess losna
2 sundlaugar úr leigu setuliðs-
ins.
Til þess að létta undir með
koslnað við sundnám, hefir rík-
ið haft þá reglu að greiða %
af launum sundkennara og
greilt styrk upp í þóknun til
gæzlumanna. Einnig liefir það
tekið þátt í flutningskostnaði
sundnema.
Erindi lögð fyrir
bæjarstjórn.
! Þessi erindi hafa m. a. verið
lögð fyrir bæjarstjórn og munu
koma til umræðu og ákvörð-
unar á fundi hennar í kvöld:
| Bai’navinafél. Sumargjöf fer
fi’am á kr. 140.000 styrk árið
j 1944.
! Blindravinafélag íslands sæk-
! ir um 6000 kr .styrk úr bæjar-
j sjóði árið 1944.
| Þingstúka Reykjavíkur sæk-
ir um 10 þús. kr. styrk til starf-
seminnar árið 1944.
Verkamannafélagið Dagsbrúu
sækir um 10 þús. kr. styrk árið
1944 til „Styrktarsjóðs Dags-
brúnarmanna“.
Fræðslumálafulltrúi sendir
greinargerð um nauðsyn þess að
stofnað verði lieimili fyrir vand-
ræðadrengi.
Stjórn Námsflokka Reykja-
vílcur fer fram á kr. 16.000 styrlc
úr bæjarsjóði árið 1944.
Verzlunarskóli Islands sækir
um hækkun á styrk, upp í kr.
40.000, vegna vaxandi fjölda
nemenda og aukinnar kennslu.
Nemendasamband Kvenna-
. skólans í Reykjavík sækir um 30
þús. kr. styrk til byggingar leik-
fimihúss við skólann.
íþróttafélögin Ármann, í. R.
og K. R. fara fram á að slyrkur
til félaganna verði bækkaður úr
1500 kr. í kr. 4500, til hvers fé-
lags.
Skíðafélag Reylcjavíkur sæk-
ir um 5 þús. króna styrk til raf-
ljósastöðvar í Slciðaskálanum í
Hveradölum.
Knattspyrnufél. Víkingur —
skíðadeild — fer fram á 5000 kr.
viðbótarstyrk til sldðaskála-
byggingar hjá Kolviðarhóli.
Tennis- og Badmintonfélag
Reykjavíkur sækir um 2000 kr.
styrk úr bæjarsjóði árið 1944.
Leikfélag Reykjavíkur sækir
um hækkun á styrk til félagsins
árið 1944, úr kr. 10.000, í kr.
20.000.
Skólanefnd Gagnfræðaskólans
i Reykjavík skorar á bæjarstjórn
að leggja á þessu ári fram fé
lil byggingar skólahúss. Áætlar
framlag af hálfu bæjarsjóðs kr.
1.380.000.
Milliþinganefnd í skólamál-
um telur að nú þegar beri að
hefjast handa um byggingu
barnaskóla á Melunum, tveggja
gagnfræðaskóla og iðnskóla.
Breytingaxtillögur
Sjálfstæðismanna
við fjárhagsáætlun
Reykjavíkur.
Þessar breytingartillögur frá
bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins við fjárhagsáætlun
Reykjavíkurbæjar hafa verið
lagðar fram.
(Til læknisstarfa) fyrir kr.
3.600 komi kr. 5.000.
Til verndar vandræðaungling-
um, eftir nánari ráðstöfun bæj-
arráðs, 100.000 kr.
(Skátaskólinn): Fyrir 15000
kr. komi 25.000 kr.
Framlag til byggingar leik-
fimisliúss fyrir Kvennaskólann
30.000 kr.
(Lúðrasveit Reykjavíkur).
Fyrir 10.000 kr. komi 15.000 kr.
(Tónlistarskólinn). Fyrir
10.000 kr. komi 25.000 kr.
(Laugardalssvæðið). Fyrir
150.000 kr. komi 300.000 kr.
Áður hefir Vísir skýrt frá
breylingarlillögum þeim, sem
bæjarráð liefir gert á fjárhags-
áætluninni.
Þjóðrœknisfélagið
og Blaðamannafélag Islands efna
til kveðjusamsætis fyrir Björn
Björnsson blaðamann á Hótel Borg
næstk. þriðjudagskvöld. Aðgöngu-
miðar að samsætinu fást í Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar og
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga-
dóttur.
50 m. skriðsund karla:
1. Rafn Sigurvinsson K.R. 28,7
2. Hörður Sigurjónsson Æ 28,9
3. Óskar Jensen Á 29,1
Rafn synti vel að öðru leyti en
því, að hann var mjög þungur
á fyrri leiðinni.
100 m. skriðsund drengja,
16 ára:
1. Halldór Bachmann Æ 1:15.5
2. Hreiðar Hólm Á. 1:20:5
3. Garðar Halldórsson Æ. 1:22.7
Tími Halldórs er prýðilegur af
15 ára gömlum ungling.
200 m. skriðsund:
1. Sigurg. Guðjónss. IvR. 2:46.3
2. Guðm. Guðjónsson Á. 2:47.7
3. Guðm. Jónsson Æ. 2:48.5
Sigurgeir kom þarna öllum á
óvart með sigur i sundi þessu.
| Hann synti með stórum, drjúg-
i um tökum.
100 m. bringusund kvenna:
1. Unnur Ágústsd. KR. 1:40:5
2. Kristín Eiriksdóttir Æ. 1:42.8
| 3. Halldóra Einarsd. Æ. 1:42.9
Allar stúlkurnar syntu vel en
Unnur þó einna bezt.
400 m. bringusund karla:
1. Sigurður Jónsson KR. 6:43.2
2. Einar Davíðsson Á. 6:59.2
3. Hörður Jóhanness. Æ. 6:59.2
Hörður kom öllum á óvart
með því að vera svona nærri
því að sigra Einar. Hörður er
aðeins 16 ára.
I.O.O.F. 5. = 1252108'/,=
Aðalfundur
Náttúru f ræði f élagsins verður
haldinn á laugardaginn kemur í i.
kennslustofu háskólans og hefst kl.
5 e- h.
Næturakstur
iBifreiðastöð Steindórs, srmi
1580.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 Tjtvarpshljómsveitin
(Þórarinn Guðmundsson stjórnar):
a) Vorhugleiðingar eftir Nevin. b)
Lög úr óperunni „Valsdraumurinn"
eftir Oscar Strauss. c) Vorkoman
eftir Ph. E. Bach. d) Tyrkneskur
marz eftir Michaelis. 20,50 Frá
utlöndum (Axel Thorsteinsson).
21.10 Hljómplötur: Lög leikin á
celló. 21.15 Lestur íslendingasagna
(dr. Einar Ól. Sveinsson). 20.40
Hljómplötur: Gunnar Pálsson syng-
ur. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok.
n
Scrutator:
J^cucLdjbi aÉnmmn^s
Gott ráð.
styrjöld fyrir augum. Þar var
stríðsgróði gífurlegur, en þar
kom einnig hrunið að stríðinu
loknu. Norðmenn voru þó miklu
efnaðri og á allan hátt betur
undir það búnir en við að mæta
hruni, en reyndist. það fullerf-
itt samt.
Það er ábyrgðarleysi að
stofna nú til verkfalla og vinnu-
deilna, samfara aukinni verð-
bólgu og fyrirsjáanlegu fjár-
liagshruni. Það eru óhappa-
menn, sem beitt hafa sér fyrir
slíku og nú hafa foryztuna, og
í rauninni eru kauphækkunar •
kröfurnar enn eitt dæmi um
sjúkt stjórnmálaástand í land-
inu. Kommúnistar þoldu ekki
frýjun Alþýðuflokksins í fyrra
og gleyptu agnið nú. Hitt er ó-
séð liversu mikil bjargráð
kommunum til handa kaup-
bækkunarkröfur Alþýðufloklts-
ins reynast, en einkennileg fyr-
irbrigði gerðust i þjóðlífinu, ef
þaðan væri bjargar að vænta.
Rafmagnsveitunni
hefur verið falið að annast inn-
heimtu á gjöldum fyrir hitaveituna.
Einn lesandi blaðsins vakti at-
hygli þess á ,,þjóðráði“, sem kom-
múnistar hafa fundið upp og liera
nú fram í bæjarstjórn. Þeir vilja
láta bæinn stofna banka vegna þess
hversu skuldugur hann er. Er það
að Iíkindum í fyrsta skipti sem ætl-
azt er til að skuldir séu notaðar til
þess að setja peningastofnun á lagg-
irnar. Væntanlega verður Jjessu vel
tekið af bæjarstjórn, og verður fróð-
legt að sjá, hvernig þessi frumlega
tilraun tekst.
„Daglegt brauð.”
„Vegfarandi“ skrifar meðal ann-
ars: „Eg stóð í dag fyrir utan Póst-
húsiðog horfði á lögregluþjón nokk-
urn stjórna umferðinni. Austurstræti
er nú lokað hjá Landsbankanum og
bílarnir verða að fara suður eða
norður Pósthússtræti, flestir fara
til suðurs fram hjá Hótel Borg, og
er vagnastraumurinn allmikill af
stórum og litlum ökutækjum. Á
þessum spotta Pósthússtrætis stóðu
bílar báðum megin götunnar, svo
að ógerningur var fyrir tvo stóra
bila að mætast þarna, Enda varð
árangurinn skjótt sá, að bílarnir
lentu þarna í einni þvögu og ráð-
þrota lögreglumaður snerist þar í
kringum sjálfan sig og bílana, án
þess að fá nokkuð að gert. Eg undr-
aðist stórum það stjórnleysi, sem
lýsti sér í því, að banna ekki bílum
stæði að minnsta kosti öðru megin
í Pósthússtræti, ineðan Austurstræti
er lokað og öll umferð verður að
fara þarna um. Annars er furðulegt,
hversu mönnum er látið haldast uppi
að láta bílana standa beggja megin
í þröngum og fjölförnum götum,
eins og Aðalstræti og Pósthússtræti.
Virðist ekkert eftirlit með þessu af
hendi lögreglunnar."
Vígin í bænum.
Velmetinn borgari hér í bænum
skrifar á þessa leið: „-----Mik-
ið var um það rætt manna í milli,
þegar götuvígin voru reist hér á
ýmsum götuhornum, að lítil forsjá*
virtist ráða því, hvar þeim var hol-
að niður. Ekki virtist heldur almenn-
ingi, að hér gæti verið um mikla
hernaðarþýðingu að ræða. Enn
standa mörg vígi, öllum til leiðinda,
og grotna niður, því að pokarnir
fúna og moldin úr þeim rennur nið-
ur. Sumstaðar hefir víggirðing ver-
ið steypt kringum pokana og stend-
ur út á miðja götu.
Þetta er öllum til skapraunar. Eg
efast ekki um, að herstjórnin mundi
taka því vel, ef þess væri farið á
leit við hana, að losa bæinn nú við
þessi vígi. Mundi hún hafa óskipta
þökk bæjarbúa, ef hún sæi sér fært
að verða við þessum oskum.“
óðurinn hans Eggerts.
H. H. skrifar um „Óðinn“ hans
Eggerts Stefánssonar, sem út var
gefinn fyrir nokkrum dögum: „—
— Eg hlustaði á hann í útvarpinu
og hefi lesið hann mér til mikillar
ánægju. Ekki af því að hann sé svo
mikið listaverk, þótt hann sé vel
saminn, heldur af því að hann kem-
ur frá hjartanu. Það er svo fátt, sem
nú er ritað um sjálfstæðismálið og
hægt er að segja slíkt um. Maður
á ekki slíku að venjast i þessu mold-
viðri hártogaðra lagakróka, sem hellt
er yfir fákunnandi almenning, af
þeim, sem vilja að þjóðin verði
frjáls og hinum, sem vilja það ekki."
Rafn Sigurvinsson.
50 m. baksund drengja 16 árar
1. Guðm. Ingólfsson ÍR. 36.4
2. Halldór Bachmann Æ. 39.5
3. Leifur Eiriksson KR. 41.5
Tími Guðmundar mætti kall-
ast prýðilegur hjá fullorðnmn
livað þá hjá 14 ára gömlum
ungling.
50 m. bringusund drengja:
1. Hannes Sigurðsson Æ. 40.1
2. Valur Júlíusson Á. 41.9
3. Jón F. Björnsson lR. 42.3
8x50 m. boðsund karla:
1. Ægir 3:58.2 — met.
2. Ármann 4:02.1
3. K.R. 4.06.0.
Þetta var aðalsund mótsíns
og urðu áhorféndur ekki fyrir
vonbrigðum Þvi þó keppnin
yrði ekki liörð milli Ármanns
og Ægis, því Ægir tók for-
ustuna strax, þá var lvún hörð
milli KR. og Ármanns á köflum.
Hinir nýju methafar Ægis eru
þessir: Edward Færsetli, Ásgeir
Magnússon, Guðjón Ingimund-
arson, Hjörtur Sigurðsson, Har-
aldur Baldvinsson, Jónas Hall-
dórsson, Logi Einarssou, Hörð-
ur Sigurjónsson.
Mót þetta fór yfirleitt prýði-
lega fram og var Ægi og for-
ystumönnum þess til mikils
sóma.
Samkeppnisritgerðir
um Zandbúnaðarmál.
Frá milliþinganefnd búnaðar-
þings í landbúnaðarmálum hef-
ir verið birt tillcynning þess
efnis i blöðum og rikisútvarpi,
að frestur til að skila samkeppn-
isritgerðum um framtíðarskip-
un Iandbúnaðarmála verði
framlengdur til 1. marz mæst-
komandi. Hefir fresturinn verið
framlengdur um þennan tíma
vegna áskorunar og einnig
vegna þess, að samkeppnisrit-
gerð, er afhent var sendiráði
íslands i Kaupmannahöfn hafði
ekki borizt fyrr en nú alveg
nýlega. Hefir þá alls verið skil-
að 22 samkeppnisritgerðum um
þetta efni.
Verzlun
i fullum gangi til sölu af sér-
stökum ástæðum, ef samið er
strax.
SÖLUMIÐSTÖÐIN.
Sími 3323.
Afgreiðslustúlka
óskast á kaffistofu strax —
Uppl. CAFÉ HERÐUBREIÐ,
Hafnarstræti 18, eftir kl. 4 i
dag.