Vísir - 04.03.1944, Blaðsíða 2
V I S I R
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiffsla Hverfisgötu 12
(gengið ánn frá Ingólfsstræti).
Síraar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féalgsprentsmiðjan h.f.
Afkoma ríkissjóðs.
g jörn Ólafsson fjármálaráð-
herra gaf á Aiþingi i gær
skýrslu um afkomu ríkissjóðs
á síðasta ári. Hafa tekjurnar
aldrei verið jafn háar, enda
námu þær kr. 109,5 milljónum,
en árið 1942 kr. 86,736, og höfðu
tekjurnar verið það hæstar til
þess tíma. Gjöldin á árinu námu
hinsvegar kr. 93,1 og er tekju-
afgangur því 16,4 milljónir kr.
Verður það að teljast sæmileg
afkoma, eftir atvikum.
Ekki verður sagt að útlitið sé
jafn glæsilegt á þessu ári. Síð-
asta Alþingi afgreiddi fjárlög
mjög óvarlega, þrátt fyrir ítrek-
aðar aðvaranir fjármálaráð-
herra. Er allt útlit fyrir að
stærstu tekjuliðir fjárlaganna
muni hvergi nærri standast á-
ætlun, og er þar um að ræða
verðtollinn fyrst og fremst.
Gerði fjárveitinganefnd ráð fyr-
ir á siðasta þingi, að hann myndi
nema á þessu ári svipaðri upp-
hæð og á árinu 1942, eða nálægt
40 milljónum króna, og voru
tekjur þessar áætlaðar kr. 30
milljónir á fjárlögum. Fjár-
málaráðherra benti á við um-
ræðurnar að óverjandi væri að
áætla tekjur þessar svo háar,
enda mundu þær nema kr. 32—
33 millj. á árinu 1943. Reyndist
það einnig svo, að telcjur þessar
námu kr. 33,871 á síðasta ári.
Þessi tekjustofn er að bresta,
af þeirri einföldu ástæðu, að
vörurnar, sem tollinn eiga að
bera, eru ekki fáanlegar, nema
af skornum skammti. Því leng-
ur sem stríðið stendur, því meiri
þurrð verður á ýmsum vöru-
greinum, og er hún mest á ýms-
um vörum, sem bera háan verð-
toll. Gerði fjármálaráðherra ráð
fyrir að verðtollstekjurnar yrðu
ekki liærri á þessu ári en kr. 20
—25 milljónir, en í janúar og
febrúar þessa árs hafa þær orð-
ið nálega helmingi lægri en á
sama tima í fyrra.
Fjármálaráðherra taldi allar
líkur á, að verulegur greiðslu-
halli yrrði á fjárlögum yfirstand-
andi árs. Fjárlögin voru af-
greidd frá þinginu með nokkr-
um greiðsluhalla, en auk þess
var tekjuáætlunin óvarleg. Gat
ráðherrann þess, að ýmsir, þar á
meðal þingmenn, hefðu látið í
Ijós undrun sína yfir að ráðherr-
ann skyldi taka við fjárlögum
þannig afgreiddum af þinginu.
Taldi ráðherrann hinsvegar, að
vandræðin væru þegar nóg fyr-
ir, þótt ekki bættist það við, að
aukið væri á þau á slikan hátt
og þannig skapað ástand, sein
fæstir myndu telja æskilegt.
Þá vék ráðherrann að því, að
Alþingi hefði veitt stjórninni
heimild til að halda niðri verð-
lagi með fjárframlagi úr rikis-
sjóði, en hinsvegar hefði þingið
ekki séð stjórninni fyrir tekjum
til að standa straum af þessum
greiðslum. iHefði stjórnin Ieitað
fyrir sér um lagaheimild til
tekjuöflunar til að standast þessi
útgjöld, en ekkert samkomulag
virtist mögulegt í þessu efni.
Teldi stjórnin því tilgangslaust
að leggja fram frumvarp til
tekjuöflunar, en með þeim
greiðsluheimildum, sem ‘stjórn-
in hefði, teldi hún sig hafa fu’l-
an rétt til að meta hvaða útgjöld
Engin kyrrð á austurvíg-
stöðvunum á þessu ári,
Vorveður í R.úss-
landi undanfarna
mánuði.
Rússar 40 km. frá
Lettlandi.
jóðverjar munu ekki
geta gert sér neina von
um það, að hlé verði á sókn
Rússa, þegar vora tekur,
símaði Moskvafréttaritari
Lundúnablaðsins News
Chronicle i gær.
Um og eftir miðjan þenna
mánuð fer snjóa að leysa undir
venjulegum kringumstæðum i
Rússlandi, símar hann enn-
fremur, en að þessu sinni verð-
ur raunverulega ekki um neinar
leysingar að ræða, þvi að það
liefir ekki verið um neinn vetur
að ræða á undanförnum mán-
uðum. Snjóar þeir, sem féllu í
Moskva i síðasta mánuði hurfu
jafnóðum og nú sér þar ekki á
hvítan blett og sama er að segja
um mörg önnur héruð í land-
inu.
Mestan hluta vetrarins liafa
Rússar og Þjóðverjar orðið að
lieyja hinar miklu orustur sín-
ar í vorrigningum og leðju, sem
gerir allar hreyfingar nærri
ómögulegar. Orustan mikla um
Kiev var háð í stórrigningu og
næstu vikur sóttu menn Vatu-
tins fra^m rúmlega 300 km. i
rigningu, leðju og krapi. Þegar
Rússar sóttu fram til að um-
kringja 8. þýzka herinn, urðu
hermennirnir stundum að vaða
leðju sem náði þeim í miðjan
kálfa eða lengra.
„Úr því að Rússar hafa gelað
sótt á í slíku veðri i vetur, þá
geta þeir gert það áfram,“ segir
blaðamaðurinn að lokum.
„Þjóðverjar geta ekki gert sér
neinar vonir um að þeir fái
livíld til að sleikja sárin í vor.“
í Eistlandi og
hjá Lettlandi.
Rússar lialda áfram
sókn
fjárlaganna skyldu mæta af-
gangi, ef þess verður freistað.
að halda verðbólgunni í skefj-
um á þann hátt, sem verið hefir.
Vegna þeirra merkilegu tíma-
móta, sem þjóðin stendur á, t'el-
ur ríkisstjórnin skyldu sína að
verjast áföllum og forðast alla
árekstra, meðan undirbúningur
að stofnun lýðveldis fer fram
og þar til því máli er komið
heilu í höfn. Eftir þann tima er
lildegt að meðferð knýjandi við-
fangsefna verði ekki slegið á
frest.
Loks gat fjármálaráðherra
þess, að hann hefði áður lýst
yfir, að hann myndi ekki stofna
skuldir til þess að að annast út-
gjöld fjárlaganna, ef tekjur
hrökkva ekki fyrir þeim öllum.
Ef að því kemur, er ekki annað
fyrir hendi en að draga úr þeim
útgjöldum, sem ekki snerta
beinlínis nauðsynlegan og lög-
boðinn rekstur ríkisins. Aðra
leið taldi ráðherann ekki færa,
ef skynsamlegt vit ætti að ráða,
þegar tekjustofnar rikisins
bresta eða fjárlög eru samin af
lítilli varúð. Þingmenn þeir, sem
til máls tóku af hálfu flokkanna,
höfðu sitt hvað við það að at-
huga, að ríkisstjórnin gripi til
þess ráðs, að skera niður fjár-
veitingar, en þó virðist það
liggja í augum uppi, að annað
ráð sé ekki fyrir hendi, enda
ætti þingið að gefa stjórninni
skýra og ótvíræða heimild til
slíks niðurskurðar, sem er ó-
hjákvæmilegur fyrr eða síðar.
sinni fyrir suðvestan borgina
Narva. Hafa þeir unnið þar
nokkuð á, en það tefur þá mik-
ið, hversu erfiðlega gengur að
uppræta herflokka Þjóðverja,
sem hafast við í litlum virkjum
hingað og þangað innan um
mýrar og í skógum.
Fyrir suðvestan Pskov hafa
Rússar einnig unnið á og tekið
um 20 bæi. Þeir nálgast óðum
járnbrautarbæinn Ostrov, voru
25 km. frá honum í gær. Geti
þeir rofið járnbrautina um
hann, liafa Þjóðverjar aðeins
eina braut eftir til undankomu
frá Pskov.
Rússar voru í gærkveldi að-
eins 40 km. frá landamærum
Lettlands.
Talsímaþjónustan.,..
Frli. af 1. síðu.
sérstakri fjárveitingu til slysa-
varna eða á annan hátt.
|I4ér er um mikilvæga öryggis-
ráðstöfun að ræða, sem er nauð-
synleg i sambandi við talstöðv-
ar bátanna í hvaða veiðistöð
sem er, Hún hefir reynzt mjög
vel í Vestmannaeyjum, og
mundi það lika verða annars-
staðar, þar sem líkt er ástatt.
Hér er þvi farið fram á það,
að þessari sérstöku símaþjón-
ustu vegna slysavarna verði
komið á i verstöðvum landsins
yfirleitt og henni haldið uppi þá
tíma árs, sem brýnust er nauð-
synin, en hana teljum við vera á
þeim tímum, sem sjór er mest
sóttur, eða á aðalvertíðum livar-
vetna.
Þá er enn fremur fram á það
farið i tillögu þessari, að allar
verstöðvar eigi aðgang að því
að ná símasambandi við Reylcja-
vík, þegar þörf krefur vegna
slysavarna. Það er vitanlegt, að
nú um hríð hefir það verið og
verður vist framvegis einnig
siðúr að leita aðstoðar Slysa-
varnafélags íslands til hjálpar
bátum í neyð, einkum frá þeim
stöðvum, þar sem ekki er neitt
Scrutator:
I
björgunarskip við hendina, og
að aðalstöðvar Slysavarnafélags-
ins eru í Reykjavílt, er líka full-
kunnugt.
Þess vegna er það einkum á-
ríðandi, að unnt sé að ná til
Reykjavikur tafarlaust frá
livaða verstöð sem er, þegar leita
þarf aðstoðar handa bátunum.
1 stærstu verstöðvunum, t. d.
Vestmannaeyjum, Akranesi og
Keflavík, hefir afgreiðslutimi
símastöðvanna að vísu verið
lengdur frá því, sem upphaflega
\ar ákveðið, og er þar afgreitt
sumstaðar til kl. 10 að kveldi og
sumsstaðar til miðnættis. En
þetta mun ekki gilda fyrir hinar
smærri stöðvar, og yfirleitt er
það ófullnægjandi, jafnvel þótt
haldið sé opnu til miðnættis.
Gera þarf allsstaðar ráðstafanir
til þess, að boðum Slysavarnafé-
lagsins megi koma, hvenær sem
er sólarhringsins, með aðstoð
simans.“
Úrval.
i. hefti 3. árg. er komið út, fjöl-
breyft og. vandað að efni. Meðal
þess, sem ritið birtir, má nefna:
Hamingjuósk, úr Bréfum Matthí-
asar Jochumssonar, er jazz tónlist?
Áburður úr sorpi. Starf fréttaþuls-
ins. Napoleon Bonaparte. Gastúr-
bínan. Upphitun með geislum. Al-
bert Einstein o. m. fl. — Úrval fell-
ur íslendingum vel í geð, vegna
þess hversu fjölbreytt efni þess er
— eitthvað fyrir alla — og er ó-
hætt að segja, að val ritstjórans,
Gísla Ólafssonar, á efninu hefir
yfirleitt tekizt mjög vel.
Hjúskapur.
I dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Sigurbirni Einarssyni
ungfrú Þorgerður Nanna Elíasdótt-
ir (útgerðarmanns Magnússonar frá
Bolungavík) og stud. juris Guð-
laugur Maggi Einarsson (Kristjáns-
sonar húsasmíðameistara). Heimili
ungu lijónanua verður fyrst um
sinn á Freyjugötu 37.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Torfhildur Þorkelsdóttir, Lauf-
ásveg 45 og Kristinn Sigurðsson,
Bjarnarstíg 12.
ö V
QaAdih. aÉ/nmnw£S
Blaðsöluturn á Lækjartorgi.
Vísi hefir borizt fyrirspurn um
það, hvað líði blaðsöluturn á Lækj-
artorgi, og er ekki annað um það
að segja, en að umsókn þeirra er
enn „til athugunar“ hjá bæjarráði.
Eg átti í vetur tal við nokkra menn,
er starfa að afgreiðslu blaða, um
þetta efni, og töldu þeir það myndu
verða til mikilla bóta, ef föstum
blaðsölustöðum yrði komið upp sem
víðast í bænum. Það *tefur af-
greiðslu blaðanna að fást við lausa-
sölu, og almenningi er hentugra
að leita blaðanna þar sem þau eru
jafnan fyrir hendi. Blaðsöluturn á
Lækjartorgi myndi bæta úr brýnni
þörf, og er von til þéss að víðar
myndu rísa upp sölustöðvar fyrir
blöð og tímarit, ef þarna væri haf-
izt handa. Mér er kunnugt um, að
fyrir bæjarráði hefir verið lögð
teikning af smekklegum turni, og
ætti það ekki að skaða, einkum þeg-
ar tekið er tillit til þess, að bæjar-
ráð hefir ekki vandað mikið til feg-
urðar í þessu hjarta bæjarins. Til
vitnis um það er hinn undarlegi
skúr, sem á Lækjartorgi stendur.
Nýr skákmeistari.
Magnús G. Jónsson, sem í vik-
unni vann titilinn Skákmeistari
Reykfavíkur, er mjög kunnur skák-
maður og hefir teflt i meistaraflokki
i meira en tíu ár, eða síðan hann
kom hingað heim að afloknu námi
i rómönskum tungumálum. Hann
lauk meistaraprófi við Sorbonne-
háskóla eftir mjög ágætan náms-
feril, og var frakkneska aðalgrein
hans, en italska og spænska auka-
greinir. Að námi loknu starfaði
hann lengi á skriístofu frakkneska
konsúlatsins hér, en kenndi jafn-
framt frakknesku við Háskólann.
Þegar Páll Sveinsson menntaskóla-
kennari lét af störfum við Mennta-
skólann, gerðist Magnús eftirmað-
ur hans, og mun Páll tæplega hafa
kosið sér betri mann til að hálda
starfinu áfram. Magnús þykir mjög
snjall kennari. Hann fékk ungur
áhuga fyrir skák og tefldi allmikið
í skóla, og varð hann þó að hafa
hraðan á, því að hann lauk námi
5. og 6. bekkjar á einum vetri.
En hann tók fyrst fyrir alvöru að
sinna skáklistinni að afloknu há-
skólanámi. Komst hann brátt í
meistaraflokk og hélt sér lengi vel
í miðjum flokki, unz hann tók að
vinna á fyrir nokkrum árum, og
að þessu sinni var hann taiinn hafa
talsverðar líkur til að vinna keppn-
ina.
Bridge-keppni.
Áður en skákkeppninni var lok-
ið, hófst keppni í bridge, en það
spil reynist hér, eins og víðar, tals-
vert skæður keppinautur skáklist-
arinnar, einkum vegna þeirra mögu-
leika, sem heppni gefur keppend-
um. Tvær umferðir hafa verið
leiknar, og er enn auðvitað ekkert
hægt að segja um útlit fyrir úrslit.
Áhugi fyrir bridge hefir farið mjög
vaxandi hér á landi síðustu árin,
og heyrzt hefir jafnvel að nokkrir
góðir spilamenn hafi fundið upp
ný sagnkerfi eða endurbætt þau
sagnkerfi, sem venjulega er sagt
eftir, en það er aðallega Culbertson-
kerfið, þótt flestir noti jafnframt
])ví kerfi Blackwoods um ásaspurn-
ingar. Það er vert að geta þess hér,
að aðgangur er heimill að keppn-
inni, meðan húsrúm leyfir, og greiða
þeir aðgangseyri, sem ekki eru með-
limir Bridgefélagsins. Gestir mega
athuga spil og fylgjast með keppni,
en verða auðvitað að gæta hljóð-
legar umgengni og varast að hafa
áhrif á gang spilanna.
Jon Magimssoii
skald.
Þá er Iokið þínu stríði
í þeystum veðrum heims,
ýtt frá landi á víðan víði
vona-fegraðs geims.
Þótt sú leið til ljóssins hærra
6ggb og þér í hag,
traustum þegni á Fróni færra
finnst oss samt í dag.
Þann veg steigstu fjörva fetin
fram, — í verki og trú,
að skáldinu eigi minna metinn
manninn birtir þú.
Ei var búist fasi fláu,
farið hvergi geyst,
þú varst einn af þessum fáu,
þér varð jafnan treystL
Þú, sem fleiri, muna máttir
margan grýttan spöl,
fráleitt víst í æsku áttir
allra sælda völ.
Framaleið þér samt ei sóttist
sveinum öðrum ver,
unz sýtna, gamia sveitin þóttist
sæmd að fullu af þér.
Kyrrð á strindi og dvali um dalinn
drýgst þér yndi hjó,
hægstreym lind í ljóði falin,
lítt þar vindum sló.
Um þig stafaði ýmsa vega
eitthvað gjafamilt,
því mun afar þungum trega
þér til grafar fylgt.
J a k. T h 0 r.
Jón Magnússon
skáld.
Jón skáld Magnússon er til
grafar borinn í dag og á ísland
þar á bak að sjá einum af sínum
beztu sonum og autt rúm er á
fremsta bekk í skáldahópi þjóð-
arinnar. Jón var drengur góð-
ur, — vaxandi og batnandi. Með
samvizkusemi og dugnaði
komst liann úr örbirgð til bjarg-
álna, en glæsilegar gáfur og göf-
ugt innræti hafa reist honum
bautastein, sem lengi mun vara
um ókomin ár.
Jón skáld Magnússon var
fæddur að Fosskoti í Andaldl í
Borgarfirði árið 1896 og var
þannig 47 ára er hann lézt. Móð-
ir hans reistEsíðar bú að Svarta-
gili í Þingvallasveit og dvaldi’
Jón hjá henni frá 12 ára aldri,
þar til hann fluttist til Reykja-
víkur árið 1916 og tók að nema
beykisiðn. Vann hann að því
starfi allajafna víða um land, en
árið 1930 setti hann á stofn hús-
gagnaverzlun í félagi við aðra,
en hafði nýlega selt hlut sinn í
henni er liann lézt. Árið 1930
kvæntist Jón eftirlifandi konu
sinni Guðrúnu Stefánsdóttur frá
Fagraskógi og eiga þau þrjár
dætur á lífi, en son misstu þau
ungan.
Jón Magnússon var einn af
þeim mönnum, sem gott var að
kynnast og öllum vildi vel.
Ilann var prúðmenni í fram-
göngu allrf, traustur og vinfast-
ur. |IIann var barn náttúrunnar
og kunni að meta alla fegurð.
Hann vildi rækta landið og
klæða, og þótt hann æli mestan
aldur sinn hér á malbikinu í höf-
uðstaðnum, átti svcitin hug hans
og reit liafði hann fengið á
Þingvöllum til umönnunar og
ræktunar. Dvaldi hann þar oft
á sumrum og hafði gróðursett
þar tré og fagrar jurtir. í raun-
inni var hann allt sitt líf að
rækta og græða. Allt annað var
í ósamræmi við göfgi hans.
Jón varði miklu fé af litlum
efnum lengst af til bókakaupa.
Þótt hann nyti ekki verulegrar
fræðslu í æsku, lagði hann alla
stund á að fræðast er honum
gafst þess kostur. Átti hann gott
bókasafn og prýðilega hirt.
Snemma mun Jón hafa tekið að
leggja stund á skáldskap, en
fyrstu ljóðabólc sina, Bláskóga,
gaf hann út árið 1925. Síðar
fylgdu í kjölfarið Hjarðir árið
1929, Flúðir 1935, lcvæðabálkur-
inn Björn á Reyðarfelli 1938, en
allmikið mun hann hafa látið
eftir sig af óprentuðum ljóð-
um. íón var gott skáld og batn-
andi. Hann kastaði ekki hönd-
um til neins, og lét ekkert ó-
vandað fr ásér fara. Munu ýms
kvæði hans með því fegursta,
sem kveðið hefir verið á íslenzka
tungu.
Síðustu ár ævi sinnar vann
Jón að endurskoðun sálmahók-
arinnar og lagði í það mikla
vinnu. Mun starf hans þar, eins
og öll önnur, vera hið prýðileg-
asta, þótt árangur hafi enn ekki
komið almenningi fyrir sjónir.
Jón var alvörumaður og trúmað-
ur, enda bera ljóð hans öll þess
vitni. Gamansamur gat hann
verið og hnyttinn er því var að'
skipta, en Öllum góðum málum
lagði hann lið í orði og verki.
Aldrei heyrðist liann tala styggð-
aryrði til nokkurs manns, en
ákveðinn var hann þó í skoðun-
um og vildi ógjarnan láta hlut
sinn fyrr en í fulla hnefana. Jón
átti mildð verk óunnið er hann
lézt og ef til vill hafa heztu
verk hans farið með honum í
gröfina. Hinsvegar hefir hann
einnig gefið þjóð sinni góðar
gjafir og varanlegar.
Allir sem þekktu Jón munu
sakna hans og raunar þjóðin
öll. Skarðið stendur autt og ó-
fyllt. jHann var búinn flestum
kostum, sem góðan dreng prýða
og hann ávaxtaði pund sitt sem
heilagt og bar dýpstu lotningu
fyrir fegurð og gæðum.
K. G.
CLAPP’S-
barnafæða
í dósum, 14 tegundir.
Sími 1884. Klapparstfg 30.
ItöWSraVLlM
I er miðstöð verðbréfavið-
! skiptanna. — Simi 1710.
4^
st^
ar
sem birtast eiga
Vísi samdægurs,
þurfa að vera
komnar fyrir
kS. 11 ard.