Vísir - 21.03.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 21.03.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 34. ár. « Reykjavík, þriðjudapnn 21. marz 1944. Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl S llnur Afgreiðsla 66. tbl. FINNAR HAFNA SKILMALUM RUSSA. Bandamenn erii óvið- RiiiiBÍr ikjótum §I§:ri. Telja friðinn óundir. búinn, ef hrun kemur á næstunni í Þýzka- landi. Daily Mail vill tafarlaust friðarráðstefnu. rezku blöðin eru nú farin að ræða það með alvöruþunga, að verið geti að sigur bandamanna sé miklu nær, en nokkurn grunar. Þykja þeim horfur nú þannig á austurvígstöðvunuin, að svo sé af Þjóðverjum dregið, að það sé alls ekki óhugsandi, að allt hrynji í Þýzkalandi áður en var- ir. í þvi samhandi varpa sum þeirra fram spurningunni um það, hvort bandamenn sé raun- verulega við því húnir, að sigra nú, þnátt fyrir allt tal þeirra um nauðsynina á að vera undir sig- urinn húnir. Daily Mail segir til dæmis í ritstjórnargrein, að margt bendi til þess, að bandamenn sé ekki búnir að koma sér saman um það, hvernig þeim beri að haga sér, þegar sigurinn vinnst. Bend- ir blaðið þessu til sönnunar á ummæli Roosevelts um skipting ítalska flotans í sambandi við kröfur Rússa, og viðurkenningu Rússa á stjórn Badoglios og sendiherraskiptin þeirra í mill- um og þykir þetta bera vott um það, að bandamenn hafi ekki komið sér á sameiginlega stefnu í þessum efnum. Enga bið. Blaðið gerir þá kröfu, að bandamenn stofni tafarlaust til ráðstefnu til þess að leggja grundvöllinn að friðarmálunum og heimtar, að þar verði byggt á Atlantshafssáttmálanum, sem Roosevelt og ChurchiII gerðu með sér árið 1941, og liinu ferns- konar frelsi, sem Roosevelt tal- aði um í einni af ræðum sínum nökkuru síðar. Times ritar líka um Atlants- hafssáttmálann í sambandi við stríðslokin, þótt þar sé ekki tal- að eins berum orðum um það, að stríðið kunni brátt að vera á enda í Evrópu. Segir Times, að þess verði að krefjast af brezku stjórninni, að hún vísi leiðina til lieilbrigðrar skipunar í sam- lientri Evrópu, með þvi að birta yfirlýsingar um stefnu sína og íkoma þeim í framlcvæmd, þar sem því verður við komið, til þess að sannfæra allar þjóðir heims um það, að hún sé einlæg og ekkert búi undir. Nú hefir verið barizt um Cassino í 5 daga samfleytt, en úrslit eru ekki sjáanleg enn. © Lancaster-vélar réðust á sprengiefnaverksmiðjur í Angouleme hjá Bordeaux í nótt. Moskito-vélar réðust á V.- Þýzkaland. — 5 japönskum skipum sökkt. Voru á leið til Vivak. Japanir hafa enn beðið herfi- legan ósigur fyrir flugher banda- manna við N.-Guineu. í fyrradag urðu njósnaflugvél- ar vör við fimm skip, sem voru á leið til Vivak. Var sendur mikill hópur flugvéla á vett- vang og lauk viðureign þeirra við japönsku skipin með því, að þeim var öllum söklct. Tvö þeirra voru stór herflutninga- skip. í gær var gerð árás á Vivak, híunda daginn í röð, og í fyrri- nótt héldu hers'kipin uppi slcot- hríð á bæinn. Burma: Báðir segjast hafa betnr Fregnirnar frá Burma eru mjög mótsagnakenndar. Japan- ir segja Breta á undanhaldi hvarvetna og Bretar segjast hafa stöðvað Japani allsstaðar. Japanir nefna sérstaklega við- ureign á einum stað, sem muni verða Bretum dýrkeypt. Er hún við Manipur-ána í Vestur-Burma Þar segja Japanir að þeir sé að því komnir að hrytja Breta al- veg niður. Bandamenn segjast hinsveg- ar húnir að lirekja Japani með öllu úr Hukon-dalnum, sem er mjög mikilvægur fyrir vegagerð bandamanna til Kína, og Bretar segjast liafa náð á vald sitt hæð einni, sem Japanir höfðu við veginn milli Maungdaw og Buthidaung. Þjóðverjar segjast vera að vinna að því, að auka sjálfstæði Eistlands og Lettlands, með því að stofna emhætti innlendra landstjórna í þeim löndum. íslenzkir hnefaleikamenn hafa undanfarið sýnt hnefa- leika í íþróttahúsi hersins, sem byggt var til minningar um Andrews hershöfðingja. Laugardaginn 11. þessa mánaðar sýndu þar nokkurir menn, sem eru í lmefaleika- skóla Þorsteins Gislasonar. Þykir Bandaríkjamönnum ís- lenzku hnefaleikararnir liðugir og snöggir, hraustir og sterldr, en þeir herjast mjög með öðr- um hætti en hinir amerísku, sem liugsa oft einna mest um að reyna að slá „k. o.“, eins og það heitir á hnefaleikamáli. Kveld það, sem að ofan getur kepptu þessir íslendingar: Mar- teinn Björvinsson, 100 pund, sigraði Friðrik Guðmundsson, 95 pund; Arnkell Guðmunds- son, 120, vann Kristmund Þor- steinsson, 114; Guðjón Mýrdal, 145, vann Magnús Þórarinsson, 142; Jóhann Eyfells, 153, vann Aðalstein Sigursteinsson, 152, á „tfeknisku knock out“ og Gest- ur Guðmundsson, 192, vann Vilhjálm Guðmundsson, 194 pund. Brezkir kafbátar hafa sökkt 7 japönskum skipum, laskað 2 og neytt eitt til að sigla á land. • Japanir eru búnir að stofna sendisveit í Zagreb, höfuðborg króatiska leppríkisins. • Langdrægar fallbyssur Breta hjá Dover skutu í nótt á þýzk skip á Ermarsundi. • Snarpir framvarðabardagar eiga sér stað á vigstöðvum 8. liersins á ítaliu. Umferðarbann á allri suðursfrönd Bretlands Einnig á nokkurum hluta austurstrandar- innar og í Sliotlandi. Hermálaráðuneytið brezka hefir sefið út víðtæka reglugerð um umferðarbann'á ströndum Bret- lands, sem genfíur í gildi 1. apríl, og er ekki dregin dul á það, að orsökin er hernaðarnanðsyn. Reglugerðin, sem gefin ’uar út í gær, bannar aila um- ferð annara en hermanna eða borgara, sem hafa fengið sérstakt leyfi yfirvaldanna til ferðalaga, á öllu svæðinu frá Wash á austurströndinni til Land’s End í Cornwall. Umferðarhann er einnig við Borth-fjörð í Skotlandi. Bannsvæðið1 nær 16 km. upp á land op; þeir sem hlýðn- ast ekki fyrirskipunum hermálaráðuneytisins í þessu eru dæmdir í 300 sterlingspunda sekt eða þriggja mán- aða fangelsi eða hvorttvegg jn. Umferðarbann hefir lemp verið á ýmsum stöðum með ströndum fram á Bretlandi/en þessi refílugerð er strangari en nokkur liinna eldri og viðtækari._ Rússar vildii ekki fallast á iieiiiai* viðræðnr um þá. Rúmum mánuði eftir að Finnum bárust í hendur friðarskilmálar Rússa, hefir finnska stjómin ' tilkynnt, að hún og bing hjóðarinnar telji há óaðgengilega, en lýsir yfir hví, að hún sé fús til að hef'ja umræður á ný. HírðHíialdanði sóln ii I Póllllð 09 RUBOflÍO. Konev og Zukov héldu áfram að kreppa að Þjóðverjum allan daginn í gær og eru horfur Þjóðverja sérstaklega alvarlegar í Bessarahíu. í morgun hermdu fregnir frá Moskva, að framsveitir hers Zu- kovs ætti aðeins 12 km. ófarna til Balti, sem er ein mesta sam- göngumiðstöð í Bessarabíu, og eru þá jafnframt um 50 km. fra ánni Pruth. Sækja Rússar þarna fram á breiðu svæði og liafa tekið marga bæi meðal annars Mogi- lev Podolsk, sem er á bökkum Dnjestr. Fyrir austan ána sækja Rússar suður á bóginn frá Novo Ukraina til Odessa. Vestur í Póllandi tóku Rússar í gær um 50 bæi, marga þeirra vestur af Kremenets, sem þeir tóku ó sunnudag. En milli þessara tveggja sókn- ararma Rússa, tóku þeir borg- virlcið Vinnitsa, sem hefir stað- ið í þeim í tvo mánuði, eða síðan Valutin lióf sókn sína suðvestur frá Kíev. Enn hefir ekki' tekizt að fá nein veiðarfæri keypt til lands- ins, þrátt fyrir það að þeir að- ilar, sem um þessi mál f jalla af hálfu íslendinga hafa gert sitt ýtrasa til að ná nauðsynlegum árangri í þessum efnum. Strax eftir að liið gífurlega veiðarfæratjón varð á flestum vei’stöðvum hér á Suð-Vestur- landi í febrúarmánuði, var brugðið við að fá nýja línu til i að vinna upp tjónið, sem var I talið nema urn 100 smálestum. j Auk þess hafði verið unnið mán- j uðum saman að úlvegun veiðar- færa á síðastliðnu ári þólt á- rangurinn af þeirri stöðugu víð- leitni yrði ekki vonum sam- kvæmt. Bretar munu nú vera sá eini aðili, sem við Islendingar getum vænzt að fá þessa vöru hjá. Ungvcrjaljind liertekið. Þjóðverjjir hafa hernumfc Ungverjaland og var Horthy í aðalbækistöðvum Hitlers, er hernámið fór fram. Óstaðfestar fregnir herma, að Hitler liafi kallað Horthy á fund sinn og hafi hann farið ásamt yfirhersliöfðingjum sínum, ut- J anrikis- og hermálaráðherrum, ; en cr þeir voru komnir þangað ‘ tjáði Ilitler þeim, að hann liefði séð sig knúðan til að gera ráð- i stafanir. til vemdar Ungverja- landi, vegna hættunnnar sem stafaði af sókn Rússa inn í Bes- arabíu. Fóru þýziku hersveit- irnar inn í Ungverjaland í'rá ! austri og norðri og tóku á vald sitt allar símastöðvar, útvari>s- j stöðvar og samgöngumiðstöðv- Góðtemplar taka að nota nýjan fundarsal Góðtemplarar hafa tekið til afnota nýtt húsnæði hér í bæn- um. Er það í 'kjallara hússins Frí- kirkjuvegur 11 (Bindindisliall- arinnar). Hefir verið innréttað- ur salur yfir þveran kjallara hússins og hann búinn mjög góðum húsgögnum. Þórir Bald- vinsson gerði teikninguna að salnum en Ástráður Proppé á Akranesi smíðaði öll liúsgögn önnur en áheyrendabekki. Eru liúsgögnin öll hin vönduðustu, bæði að smíði og frágangi. Vígsla þessa nýja fundarsalar fór fram á sunnudaginn. Þeir liafa hana liinsvegar af mjög skornum skammti, sem mun stafa af ýmsum ástæðum, sem rekja má til styrjaldarinn- ar. Mun þeir hafa gefið hinum íslenzku samningsaðilum um þetta mál í skyn, að engin lína sé til eins og er. Málinu mun þó verða haldið áfram af hálfu ís- lenzku stjórnarvaldanna af fullri einurð og eru mi'klar von- ir hundnar við, að úr rætist í þessum efnum sem fyrst. Vesuvius gýs. 200 m. breiður hraun- elgur streymir niður hlíðarnar. Fregnir frá Ítalíu í m»rgun herma, að Vesuvius sé byrjaður að gjósa. Hraunflóð mikið veltur niður norðurlilíðar fjallsins og hefir rutt úr vegi hindrun nokkurri, sem kom áður í veg fyrir, að hraunið kæmist þarna niður. Hraunflóðið er 200 metra hreitt og 10 metra liátt og það vellur áfram með fjögurra metra hraða á mínútu. Tvö þorp, sem hafa samtals 5000 íbúa, voru í vegi fyrir lirauninu og hauð herstjórn bandamanna úl herliði, til þess að hjálpa þorpsbúum að bjarga eignurti sínum. Kvenfélag Frjálslynda safnaðarins heldur liazar á sunnudaginn kem- wr í Thorvaldsensstræti 2. Félags- konur og aðrir velunnarar eru vin- samlegk beðnir að koma munum til Ingibjargar Sigurðardóttur. Kirkju- stræti 6, / Valger.ðar Gísladóttur, Laugavegi 95, og Guðnýjar Richter, Grettisg. 42B. Snemma í mörgun var gefin út tilkynning um þetta efni í Helsinki. Var tilkynningin all- löng, enda í henni rakin öll saga málsins, frá þvi að Paasi- kivi fór fyrSt á fund frú Kollon- tai í Stokkhólmi. Finnar segjast ekki hafa get- að fallizt á skilmála Rússa í önd- verðu, af þvi að þeim hafi ekki verið ljóst, livernig einstök at- riði í þeim mundi túlkuð, er þau 'kæmi til framkvæmda eða hvernig þeim mundi beitt. Finnska þingið samþykliti, að skilmálunum skyldi liafnað af- þessum ástæðum, en finnska stjórnin hagnýtti sér þó ekki heimildina, sem þingið veitti þvi, til þess að tilkynna þetta, þar eð henni þótti í alla staði liyggilegra og liagkvæmara fyr- ir þjóðina, að gerð yrði tilraun til þess að fá sldlmálana mild- aða ef hægt væri. Lágmarkskröfur. Finnska stjórnin kom því boðum um það til Rús§a, að hún hefði hug á því að fá að ræða um. skilmálana við rúss- neska fulltrúa og beið síðan á- tekta. Svar Rússa kom uifi liæl og þótti Finnum þá sýnilegt, að þeir mundu ekki geta gengið að skilmálunum. Rússar svöruðu nefnilega á þá leið, að skilmál- ar þeirra væri lágmarkskröfur, sem þeir gæti gert iil Finna og umræður um frfekari skil- mála eða fyrirkomulag á fram- kvæmd skilmálanna kæmi ekki til greina fyrr en bardagar væri liættir og Finnar yrði að beygja sig fyrir þesum skilmálum, áð- ur en rætt yrði um livenær liætt yrði að berjast. „Eftir þetta svar Rússa, var Finnum ógerlegt að ganga að skilmálum þeirra og hefir þeim verið tilkynnf það endanlega, þótt Finnar geri sér enn vonir um að koma á friðsamlegri sam- búð við Rússa.“ Með þessum orðum lýkur tilkynningu finnsku stjórnarinnar um frið- arumleitanir. Afstaða þjóðarinnar. Amerísku blaðaménnirriir, sem höfðu verið hoðiiir til Finnlands, eru nú koninir aft- iir til Stoklihólms. Þeir liáfa all- ir símað langar1 greinar vfestur um haf um för: sina og það, sem fyrir augu har. Yfirleitt eru þeir sammála um það, að stjórn landsins njóti ekki algers stuðn- ings þjóðarinnar. Alþýða manna er orðin þreytt á stríðinu og vill geta tekið upp friðsamleg störf sem fyrst. En þarna er þess að gæta, að ekki hefir verið hægt að láta Finna fylgjast með gangi málanna og því ekki liægt að scgjá um afstöðu þeirra, ef þeir hefði verið leiddir í allan sann- leika. Veiðarfærin ófengin Rik.isstj0m.in gerip sitt ýtrasta til ad fá þessa nauösynjavöru til landsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.