Vísir


Vísir - 22.03.1944, Qupperneq 1

Vísir - 22.03.1944, Qupperneq 1
Hitstjórar: kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson ÍSkrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar ] Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 22. marz 1944. 67. tbl. Strandbðgg ð ei i MiðjaÉrhafi. Franska herstjórnin skýrir frá strandhöggi, sem unnið hef- ir verið á eyju í Miðjarðarhafi. Eyja þessi er milli Korsiku og meginlands Italíu, en er ekki nafngreind í tilkynningunni. Var Þjóðverjum komið gersam- lega á óvart og unnu frönsku vikingarnir öll þau verk, sem þeim voru ætluð, en er þeir liéldu aftur til Korsíku, tóku þeir með sér 36 þýzka fanga. Orustuskip skjóta á á Mili'hringrifið. Orustuskip Bandaríkjanna eru nú aftur farin að láta til sín taka á Marshalleyjum. 1 tilkynningu frá Nimitz flota- foringja í Pearl jHarhor er þess getið, að amerísk orustu- skip liefði á sunnudag verið látin skjóta á Mili-hringrifið austarlega á eyjaklasanum, en síðan voru sprengjuvélar látnar heimsækja það á eftir. Þessi árás orustuskipanna þykir tákna það, að Bandaríkjamenn ætli sér að taka Mili-hringrifið, bráðlega. Þá er þess jafnframt getið í fyrsta sinn, að tvíhreyfla Mit- chell-vélar liafi bækistöðvar á Marshall-eyjum. Þær hafa með- al annars ráðizt á Ponape. IVIn þýxkum flug:- vélnm gfrandað. Þjóðverjar gerðu enn árásir víða á enskar borgir í gærkveldi. Sumar flugvélanna réðust á London og vörpuðu niður nolikrum sprengjum, einkum íkveikjusprengjum og komu upp eldar á nokkrum stöðum. En brezka varnarliðið tók alls- staðar liraustlega á móti Þjóð- verjum og voru níu af flugvél- um þeirra skotnar niður. A 2, hundrað ílugstöðvarskip. Bandamenn hafa smíðað meira en hundrað lítil flug- stöðvarskip í stríðinu. Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, upplýsti það á fundi með blaðamönnum í gær, að Bandarikin hefði afhent Bretum 38 flugstöðvarskip — livert 10 þúsund smálestir á stærð — með láns- og leigulaga- kjörum. Sjálf hefði Bandaríkin nú 50 slik skip. Sé það meðtalið, sem Bretar liafa smíðað af þessum skipum, en þeir voru frumkvöðlar á þessu sviði, liafa bandamenn smíðað á annað hundrað slík skip.- Þjóðverjar aðvaraðir á klukku- stundarfresti. Þjóðverjar eru nú farnir að tilkynna oftar en áður, ef flug- menn bandamanna eru yfir landinu. Verður þetta tilkynnt á klukkustundarfresti framvegis að öllu jöfnu, cn ef stórbreyt- ingar verða milli venjulegra til- kynnnga, þá verður aukatil- kynning send út. Rúmenar halda leynifund. Talaö um stjórnar— breytingu. Fimm stunda leynifundur var haldinn í Bukarest í gær, segir í fregn frá Ankara. Fundinn sátu helztu stjórn- mála- og hernaðarleiðtogar Rúmena, en er fundinum var lokið, gekk hermálaráðherrann á fund fulltrúa þýzlcu herstjórn- arinnar i borginni. Líklegt er talið, að Rúmenum sé nú alvara að reyna að slíta bandalaginu við Þjóðverja. Ný stjórn í Rúmeníu? I fregnum, sem borizt hafa til Ankara, er talið líklegt, að Hitler hyggi á stjórnarbreyt- ingu i Rúmeníu, til þess að reyna að styrkja aðstöðií sína þar enn frekar. Er talað urn stjórn manna úr Járnvarðlið- inu, en forsætisráðlierra verði Dragolino, hershöfðingi. Japanir bugaðir á Admiralty-eyjum. Setulið Japana á Admirality- eyjum hefir nú verið brotið á bak aftur. Fyrir sex dögum gengu Bandaríkjamenn á land á stærstu eyjunni, Manus, og tókst þeim að ná aðalborginni þar, Lorungau, á vald sitt eftir fjóra daga. Eru Japanir nú á flólta til fjalla. Mikið af liðinu á Manus hafði verið sent til Los Negros og féll þar í gagnáhlaupum Japana. Varð lítið um varnir hjá þeim eftir það. Aðfaranótt mánudags gerðu Moskito-vélar árásir á Berlin, Aachen, Köln og Diisseldorf. • Lílil frönsk herskip hafa sökkt 3 þýzkum flutningaskip- um á Miðjarðarhafi. Uarnir ipu, Rwn- eniu ob Ungverjainnðs samræoEdar. Árdegisblöðin í London birta þáer fregnir eftir út- varpinu í Ankara, að Þjóð- verjar muni ekki aðeins hafa tekið öll völd í Ungverja- Landi, heldur og í Búlgaríu og Rúmeníu. Er þetta gert, segir Ankara, til þess að sam- ræma varnirnar í Dónárlönd- um, því að ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið í Ung- ver jalandi koma ekki að haldi ef allt er látið reka á reið- anum þar fyrir austan. Amerískur ílughers- höfðingi ferst. Það var tilkynnt í London í fyrradag, að einn af flughers- höfðingjum 8. flughers Banda- ríkjamanna hefði farizt. Flugmaður þessi hét Russel Wilson var talinn einn slyng- asti sprengjuflugmaður Banda- ríkjanna. Hann fór i broddi flugsveita sinna i fyrstu loft- árásina á Berlín, en komst ekki heim aftur. Þegar flugvél lians átti eftir fáeinna sekúndna flug, unz kasta sléyldi sprengjunum, var hún hæfð svo að einn hreyfl- anna stóð i hjörtu báli. Wilson hélt þó áfram, þangað til liann var búinn að varpa sprengjum sínum, en þá tilkynnti hann sveit sinni, að hann gæti ekki fylgzl með henni lengur og yrði hún að lialda áfram án hans. Er hann hafði tilkynnt þetta, missti hann stjórn á flugvélinni og liún lirapaði brennandi til jarðar. Gagnsókn sú, sem Jajianir hófu á Bougainville, er farin út um þúfur og misstu þeir þús- undir manna. Engin itrslit sjánnleg í Cassino-ornstnnni. Bandamenn eiga undir högg að sækja. 1 dag er sjötti dagur orustunn- ar um Cassino og má enn ekki á milli sjá, hvor muni hafa bet- ur. Orustan er háð með allt öðr- um hætti en venjulegar orust- ur, því að einungis smáflokkar eigast við. En grimmdin er samt ægileg og skiptast á á- hlaup1 og gagnáhlaup. Bandamenn eiga við mikla örðugleika að stríða við Cass- ino, því að lið þeirra hefir mjög lítið olnbogarúm, til að beita herbrögðum gegn Þjóðverjum. Á eina hliðina er Rapido-áin, á aðra Guarigliano-áin og á þriðju hliðina Cassino-fjallið, þar sem Þjóðverjar halda enn rústum klaustursins. Bandamenn geta ekki farið á snið við varnir Þjóðverja og verða þvi, nauð- ugir viljugir, að sækja beint framan að þeim, beint í byssu- kjaftana. Upp í móti. En það eru ýmsar aðrar að- stæður, sem valda því, hvað bandanrenn standa höllum fæti. Þeir verða að sækja upp í móti og allar stöðvar þeirra eru lægra settar en stöðvar Þjóð- verja, svo að þeir geta skotið niður á bandamenn eins og þá lystir og gerir það þeim ómögu- legt að safnast saman í liópa til áhlaupa. Hefir stórskota- og vélbj'ssuskothríð Þjóðverja far- ið dagvaxandi síðan um helg- ina, er þeir fengu talsverðan liðsauka til bæjarins. Flutningamir. En þessi góða aðstaða Þjóð- verja hefir ekki einungis þann árangur, að þeir geta hindrað liðssamdrátt bandamanna. Það leiðir einnig af henni, að banda- menn geta ekki flutt til sín birgðir nema í flugvélum eða á næturþeli. Einn liermanna- liópur handamanna liafði t. d. ekki fengið neinar birgðir í rúma tvo sólarhringa, þegar flugvél var látin varpa vistum og hergögnum niður til lians. Rússar rjúfa járnbrautina milli Balti og Cernauti. Menntamálaráð ut- hlutar 180.000 kr. Styrkup tii fpæöimanna og náms- manna erlendi«;. Menntamálaráð hefir nú úthlutað styrkjum til fræðimanna og til námsmanna erlendis. Fræðimannastyrkir. Menntamálaráð Islands hefir úthlutað þannig fræðimanna- styrk þeim, að upphæð kr. 30000,00, sem veittur er á 15. gr. fjárlaga 1944: J 1800 kr.: Skúli Þórðarson, mag. art., Steingrímur Þorsteinsson, mag. art., Þorkell Jóhannesson, doktor. 1200 kr.: Árni Pálsson, fyrrv. prófes- sor, Guðmundur Finnbogason, doktor, Guðni Jónsson, mag. art., Jóhann Sveinsson, mag. art., Kristján Albertsson, rithöf., Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur, Þorleifur Bjarnason, rit- höf., Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, rithöf. 900 kr.: Ásgeir Hjartarson, sagnfræð- ingur, Arnór Sigurjónsson, fyrrv. skólastj., Bjöi*n Guð- finnsson, lektor, Björn Sigfús- son, mag. art., Björn Þórólfsson, doktor, Finnur Sigmundsson, Bismarkshafi alveg lokað. Orustuskip skýt- ur á Kavieng. Öllum leiðum Japana út úr Bismarkshafi hefir nú Verið lok að, segir í tilkynningu frá Mac- Arthur í morgun. Landgöngusveitir úr flotan- um ameríska hafa gengið á land á tveim smáeyjum skammt frá Kavieng á Nýja-írlandi og er þannig búið að „innsigla“ sið- ustu bækistöð Japana þarna. Herskip skutu á Kavieng fyr- ir skemmstu og lögðu borgina í rústir með 1000 smálestum sprengikúlna. Var orustuskipið i flotadeildinni og er það i fyrsta sinn, sem amerískt orustuskip fer inn á Bismarkshaf. Beisitig: fýrir nróðnrsstörf, Atílee varaforsætisráðherra ræddi í brezka þinginu í gær um brot brezkra manna, sem vinna að útvarpssendingum möndul- veldanna. Hann sagði, að þeir mundu vissulega verða dregnir fyrir lög og dóm að stríðinu loknu, en ]) ’> yrði ekki farið með þá eins og venjulega striðsglæpariienn. Þeir verða flultir lieim til Brct- íands, ef þeir nást og dærndir eftir þeinr brezkum lögum, sem þeir hafa brotið. bókavörður, Geir Jónasson, magister, Guðbrandur Jónsson, prófessor, Indriði Indriðason, rithöf., Lárus Blöndal, bóka- vörður, Lúðvík Kristjánsson, fræðimaður, Þorvaldur Þórar- insson, lögfræðingur. 600 kr.: Einar Guðmundsson, þjóð- sagnaritari, Jóhann Hjaltason, rithöf., Jón Thorarensen, prest- ur, Kristleifur Þorsteinsson, fræðimaður, Pétur Jónsson, fræðimaður, Stefán Jónsson, fræðimaður, Þorsteinn Bjarna- son, fræðimaður. Úthlutun námsstyrkja. Menntamálaráð liefir einnig úthlutað námsstyrkjum til ís- lendinga erlcndis, samkvæmt fjárlögum 1914,' og hljóta þessir styrki: Framhaldsstyrkir: 5000 kr. Rögnvaldur Sigur- jónsson píanóleikari. 3600 kr. Bragi Magnússon (íþróttir), Eiríkur Ásgeirsson (landbún.), Hjörtur Eldjárn (sauðfjár- rækt), Jóhann Jakobsson (efna- fræði), Sigurbjörn Þorbjörns- son (hagfr.), Unnsteinn Stefáns- son (grasafr.) og Þórhallur Halldórsson (mjólkurfr.). 2400 kr. Ása Jónsdóttir (uppeldisfr.), Ásgrímur Jónsson (garðyrkja), Drífa Viðar (málaralist), Edda Kvaran (leiklist), Hildur Kal- man (leiklist), Hilmar Krist- jónsson (vélfr.), Margrét Ei- ríksdóttir (hljómlist), Sigr. Val- I geirsdóttir (íþr.) og Þorsteinn ! Hannesson (söngur). 1800 kr. Edvard Friðriksson (mjólk), í Jóhannes Bjarnason (vélfr.), ! Jón M. Stefánsson (búfr.) og . Páll Sveinsson (sandgræðsla). I ’ Nýir styrkir. 3600 kr. Haraldur Ásgeirsson | (verkfr.), Jón Pálsson (flugvéla- verkfr.), Vigfús Jakobsson ! (skógrækt) og Þór Guðjónsson (fiskifr.). 3000 kr. Baldur Lin- dal (verkfr.), Björn Th. Bald- vinsson (listasaga), Guðjón Á. Kristinsson (hagfr.), Jón R. Guðjónsson (viðskiptafr.), Jón- as G. Kristinsson (skipaverkfr.) og Þráinn Löve (lífeðlisfr.). 2000 kr. Björn Ilalldórsson (hagfr.), Gunnar Magnússon (iðnfr.), Halldór Jónsson (garð- yrkja), Haukur Gunnarsson (yerzl..), Hörður Ágústsson (teikn.), Kjartan Sigurjónsson (söngur), Njáll Símonarson (verzl.), Pálmi Möller (tannl.), Rögnvaldur Johnsen (bygg.), Rcgnv. Sæmundsson (uppeld- isfr.), og Viggó Maaek (verk- fr.). 1800 kr. ívar Daníelsson (lyffr.) og Sig. Jónsson (lyffr.). 1500 kr. Alda Möller (leiklisl), Frh. á 3. síðu. Stórkostlegur ósigur blasir við Þjóðverjum. Hættan færist óðum nær Tarnopol. ðstaða Þjóðverja á suðurvígstöðvunum í Austur-Evrópu versnuðu enn til muna í gær, er fram- sveitum Rússa tókst. að rjúfa jámbrautina milli Balti og Cemauti. Braut þessi var mjög mikil- væg fyrir Þjóðverja, hvort held- ur sem var til að flytja varalið og birgðir á vettvang eða forða því liði, sem berst í Bessarabíu. Halda Rússar áfram að senda lið lið vestur yfir Dnjestr, en mót- spyrna Þjóðverja á þeim slóðum fer þó óðum vaxandi. Þeir reyna auk þess að gera steypi- árásir á brýr Rússa á ánni. — Rússar tóku alls um 40 bæi í Bessarabíu i gær. 1 fregnum Þjóðverja var frá því sagt í gær, að Rússar hefði komið sér upp brúm yfir Bug lijá Pervomaisk og í^ovo Odessa, en tekizt liefði að minka sVfi,iTáðasvæði þeirra á vestri bakka árinnar. Rússar segja hinsvegar, að þeir geri sér vonir um að geta umkringt Pervom- aisk. Þeir nálgast einnig Nikola- jev. Önnur Sedan-orusta. Wesson hershöfðingi, lier- mplasérfræðingur brezka út- varpsins, flutti í fyrrakveld ræðu um aðstöðuna í S.-Rúss- landi. Segir hann, að sókn Rússa j>ar sé að líkiridum annar mesti ósigur Þjóðverja í stiúð- inu.'Sá fyrsti var við Stalingrad, þar sem þeir misstu ekki aðeins stóran her, heldur og frumkvæð- ið jafnframt. Nú geti Rússar valið um margar leiðir, til þess að fylgja þessum ósigri eftir, en að lík- indum yrði þeim mestur hagur í að sveigja suður til Svarta- hafsins. Þá mundu Þjóðverjar vakna af martröð sinni og komast að raun um það, að hægt er að endurtaka Sedan- orustuna. (1. september 1870 gafst Napoleon 3. upp við Sedan með megninu af liði sínu, 86.000 manns — fyrir Bismark). Hættan færist nær Tarnopol. Rúsneskar hraðsveitir kom- ust í gær á þjóðveginn milli Brodi og Tarnopol. Hefir hætt- an færst mjög nær Tarnopol við þetta, ekki sízt vegna þess, að Rússar tóku einnig í gær borg- ina Verba, sem er ekki langt frá Brodi og stendur við járnbraut- ina til Lwow. Brezkir kafbátar hafa sökkt 10 skipum undanfarnar vilcur á N.-Adriahafi, Miðjarðarhafi og við Asíu. Sex að auki var að líkindum sökkt og átta löskuð- ust. ★ Bygging bermálaráðuneyt- isins í Sofia eyðilagðist í árás Breta á borgina aðfaranólt 16. | þessa mánaðar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.