Vísir - 28.03.1944, Page 2

Vísir - 28.03.1944, Page 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJF. Ritstjórar: Eristján GaBlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Landkynning. Tjj ráfaldiega hefir verið um það rætt í blöðum, að nauð- syn bæri til aukinnar landkynn- ingar fyrir okkur íslendinga. Er- lendur blaðamaður gat þess ný- lega 1 ræðu, liverja þýðingu starfsemi útbreiðslumálaráðu- neyta stórþjóðanna hefði, og væri þeim þörf á slíkri starf- semi, væri heldur ekki að efast um slika þörf smáþjóðanna. Að stórþjóðunum og starfi þeirra beinast allra augu, en um sum- ar smáþjóðirnar veit allur al- menningur víðast um lieim sára- litið og ékki neitt, hvað þá að þeim sé gaumur gefinn þegar um viðskipti er að ræða, sem smáþjöðunum gætu að verulegu haldi komið og hefðu ef til vill betri sldlyrðí tií að uppfylla, en aðrar þjóðir stærri. íslenzka þjóðin hefir allt til þessa lítinn skilning liaft á þörf- inni fyrir landkynningu, og jafnvel hafa þær raddir lieyrzt, að hér væri ekkert að kynna nema ómenningu. Hvað sem um þróunina hér má segja, er hitt þó vist, að framleiðsla okkar er á ýmsum sviðum hlutfallslega meiri en annara þjóða, og stend- ur í engu henni að baki, einkum að því er neyzluvörur snertir. Þegar af þeim ástæðum ættu menn ekki að vera algerlega skeytingarlausir um landkynn- ingu út á við, og því fé, sem til slíkrar starfsemi myndi vera varið, yrði að engu leyti á glæ kastað, en gæti borizt hingað aftur i auknum viðskiptum og almennri hagsæld. Jafnhliða framleiðslustarfseminni og sölu framleiðslunnar verður þjóðin svo að leggja á það rikt kapp heima fyrir, að byggja upp land- ið og atvinnuvegina, þannig að samboðið sé menningarþjóð, og takist okkur að búa vel að at- vinnuvegunum, ætti framtíð þjóðarinnar og sjálfstæði að mega heita tryggt. Um þessar mundir ferðast æðsti maður íslenzku kirkjunn- ai um Vesturheim. Berast af honum þau tíðindi, að liann fer víða um, og er sýndur margvís- legur sómi. Fyrirlestra og ræður flytúr hann á fjölda stöðum og i enn fléiri stofnunum, og fjalla fyrirlestrar hans aðallega um ís- lenzk málefni kirkjuleg og menningarleg. Leikur ekki vafi á að ferð biskups vekur allmikla athygli á landinu, og er okkur það mikils virði, að þjóðirnar í Vesturheimi fái sem réttastan skilning á lífi okkar og högum. Til þessara þjóða höfurn við nú beint viðskiptum okkar og átt að fagna þar hinni mestu vin- sernd og greiðvikni á allan hátt. Aðstaða okkar hefir verið á ýmsan hátt erfið, en þrátt fyrir það höfum við átt að fagna slík- um skilningi frá hálfu þessara viðskiptaþjóða okkar, að allt til þessa hefir okkur tekizt að selja megnið af framleiðsluvörunum og afla okkur nauðsynja vegna atvinnurekstrar og lífsframfær- is. Sér hver maður, að það er ekki þýðingarlaust hverjum skilningi við mætum í Vestur- heimi, þótt einnig beri að leggja áherzlu á að verða sama skiln- ings aðnjótandi með öðrum þjóðum, sem viðskipti okkar Verjendur sleifarlagsins í öryggismálum á hröðum ílótta. Viðurkenna að íslenzk skip, fullnægi ekki íslenzkum Iðgum, í tugatali. Umræður þær, sem hafn- ar voru hér í blaðinu um öryggismál sjómanna í byrjun þessa árs hafa að mörgu leyti borið giftu- drjugan árangur nú þégar. Samtök sjómanna í heild liófu strax umræður um málið innan sinna vébanda, eftir að því hafði einu sinni verið hreyft, og gerðu um það margskonar ályktanir, sem allar miðuðu að því að hvetja til framkvæmda um að rannsalca og endurbæta eftir föngum, það sem fyndist vera í ólagi. Hið sterka almenn- ingsálit, sem skapaðist. um mál- ið á stuttum tíma mun einnig liafa valdið því að Alþingi tók það réttilega til meðferðar og fól það siðan ríkisstjórninni til enanlegrar fyrirgreiðslu. Sam- kvæmt því hefir ríkisstjór'nin skipað nefnd hinna færustu manna, þar sem í eiga sæti full- trúar sjómanna, til að rannsaka þetta mál og gera réttlátar til- lögur til úrbóta. Má vafalaust gera ráð fyrir að rannsókn, sú, sem nú er unnið að í þessum efnum, eigi eftir að verða heilla- drjúg til að byggja á löggjöf og skynsamlegar framkvæmdir um þetta stórmál í framtíðinni. Það sem sannar betur en nokkuð annað, auk þess sem að framan er talið, hversu nauð- synlegt var að hreyfa þessu máli er hversu fáir hafa orðið til þess að verja þá hlið málsins, sem liér var deilt á og rökstutt á sín- um tíma, að nauðsynlegt væri að umbæta. Margir mætir menn hafa hinsvegar lekið í sama strenginn og hvatt til eðlilegrar rannsóknar og framkvæmda. Þeir fáu, sem liafa kosið sér það hlutskipti að berja höfðinu við steininn, liafa þó reynzt að vei-a beinast væntanlega til að stríð- inu loknu. Til eru menn, sem ekki sjá j nema eitt land í lieiminum og virðast varla þekkja önnur lönd að nafni til hvað þá meira, — og raunar lieldur ekki heima- landið, sem ávallt verður horn- reka þegar hitt er nefnt. Hvað sem um starfsemi slíkra manna má segja, er það eitt óhætt að fullyrða, að þeir hafa asklok fyrir himinn og óverulegt út- sýni, hvað þá að nefna mætti víðsýni í því sambandi. íslenzka þjóðin verður að forðast dæmi slíkra undanvillinga. Jiún verð- ur að Ieggja kapp á að sýna öðr- um þjóðum vinsemd, þannig að liún njóti einnig vinsemdar hjá þeim, en sitja ekki í glórulausri ; einangrun á sviði menningar og viðskipta. Landkynning þarf að stofna, auka og efla á allan hátt. Fé hefir verið varið til margra hluta óþarfari, og allur frestur í þessu efni getur reynzt stór- skaðlegur. Stríðinu fer nú vænt- j anlega senn að verða lokið, en er þar að kemur gerbreytast við- horfin. Við verðum þá að vera vel undir það búin, að taka hverju því, sem að liöndum ber,- en það verður bezt gert með því að glæða skilning annara þjóða á erfiðum lífskjörum þjóðar- innar og því hlutverki, sem hún hefir gegnt, einnig á styrjaldar- árunum, og hverjar fórnir hún hefir fært, þótt hún hafi ekki borið vopn gegn nokkurri þjóð. þeir menn er sízt hefði mátt ætla, að vildu koma i veg fyrir að þessi mál væru í óaðfinnan- legu lagi. Meðal þessara fáu manna er því miður skipaskoð- unarstjóri rikisins, og nokkrir aðrir óliklegir þjónar þess opin- bera. Dagblöðin i landinu hafa liinsvegar sýnt þann gleðilega þroska að láta ekki stjórnast af öðru en réttu viðliorfi til stað- reyndanna í umræðunum um þetta mál, að einu, því miður því stærsta þeirra, undanskildu. Lengi vel þagði þetta blað al- gerlega um málið nema hvað það léði rúm sitt undir fáeinar vaðalsgreinar, sem voru skrif- aðar af svipaðri virðingu fyrir hinu sanna í málinu og komm- únistar myndu sýna í skrifum sinum um harðskeyttann liægri- flokks þingmann. Siðar hefir jietta sama blað hafið skrif um þetta mál frá eigin brjósti og ýmist borið ósannindi eða sví- virðingar á þá menn og þau blöð, sem fyrst hreyfðu þessu ináli og hlutu þakkir allra sæmilegra manna fyrir. Þetta eina hlað mun liinsvegar liafa hlotið mikla vanvirðu í dómum ahnennings, fyrir sinn óskiljanlega málflutn- ing nú þegar og hljóta þá rétt- mætu viðurkenningu í ríkari mæli, því lengur sem það reynir þannig að vinna á móti eðlileg- um framgangi þessa nauðsynja- máls. Ein merkasta sönnunin um á- standið í þessum málum, er bók- að álit sjódóms Reykjavikur, sem var falið af ríkisstjórninni að rannsaka orsakir eins hörmulegasta sjóslyss, sem hefir átt sér stað hér við land um ára- tugi, m. a. til þess ef unnt yrði, að læra eitthvað af þeirri rann- sókn til eflingar öryggismálum sjófarenda á íslenzkum skipum almennt. Og þá að sjálfsögðu jafnframt um starfsemi skipa- eftirlits ríkisins. í sjódóminn voru kvaddir liinir færustu menn er völ var á, sem vitað er að liafa unnið störf sín af stakri skyldurækni. Álit þessara manna eftir rannsóknina er svona orðrétt í skýrslu þeirra til ríkisstjórnarinnar: „Eins og getið var í upphafi þessarar skýrslu, er hér að- eins getið nokkurra helztu atriða, sem rannsóknin á Þormóðsslysinu hefir leitt í Ijós, en um öll nánari atvik leyfum við okkur að vísa til dómsgerðanna, sem við vænt- um að verði athugaðar gaum- gæfilega. Við þá athugun, svo og við lestur þessarar skýrslu okkar, væntum við og að ljóst verði talið, að ýmissa umbóta sé þörf í skipateikn- inga-, skipasmíða- og skipa- eftirlitsmálum okkar íslend- inga, hvort sem úr því kann að verða bætt með nýrri og breyttri löggjöf um þessi efni, framkvæmdarvalds- athöfnum, eða hvortveggja.“ Þannig farast hinum stjórn- skipuðu sjódómsaðilum orð eft- ir að hafa haft aðstöðu til að kynnast öllum liliðum málsins, j sem sérstaldega dómtilkvaddir | menn af hálfu þess opinbera. | Væri vissulega unnt að tilfæra : mörg dæmi úr sjálfri skýrsl- unni um Þormóðsrannsóknina, j sem sannar mál þeirra áþreif- ! anlega og gerir staðhæfingar skipaskoðunarstjóra ríkisins og annarra verjenda sleifarlagsins um „bezta skipaeftirlit í heimi“ blátt áfram hlæjilegar, ef nolck- uð væri til spaugilegt í sambandi við þetta mál. Nú hefir skýrslan birzt í dag- blöðunum í heild (nema ekki í Morgunblaðinu) og skal því ekki farið út í að rekja hana mikið hér. Aðeins tekin fáein dæmi, er gefa til kynna hvernig „bezta skipaeftirlit í heimi“ starfar. Um afskipti skipaeftirlitsins af breytingunni á Þormóði, eft- ir að Gísli Jónsson hafði sent því leikningu af aðeins hluta af henni, segir orðrétt í skýrslu sjó- dómsins: „Þess er og áður getið, hvernig fór um teikningu þessa hjá skipaskoðunar- stjóra (telur bréf um þau efni hafa mislagzt hjá sér) og afstöðu hans til hennar, það er að hann býst við, að hann hefði samþykkt hana, og það þrátt fyrir að hann hafði í höndum gögn (skýrslu um aðalskoðun á Akureyri, dómsskjal nr. 27) sem sýndi að skipið fullnægði ekki á- kvæðum íslenzkra reglna um styrkleika tréskipa. Ber og að benda á, að skipaskoðunar- stjóri hefir jafnframt lýst því yfir fyrir dóminum, að hann feli yfirleitt skoðunarmönn- um á tré alla úrlausn í þess- um efnum, enda hafi hann ekki sérþekkingu um tré- smíði skipa, og telur hann sig þó eiga að gagnrýna gerðir skoðunarmanna, ef svo ber undir.“ Með öðrum orðum að sjálfan skipaskoðunarstjóra ríldsins ' velgir ekki við að láta gera stór- felda breytingu, sem hver leik- maður sér í hendi sér að krefst meiri styrldeika af skipinu, þótt hann liafi í höndunum sönnun- argögn, sem sýna að skipið sam- svarar ekki íslenzkum lögum um styrldeika, án þess (sam- kvæmt skýrslu sjódómsins) að bolur skipsins sé styrktur að nokkru leyti. Ut yfir tekur þó að skipaskoðunarstjórinn skuli telja það, að hann týndi skjölum í þessu sambandi, nægilega af- sökun fyrir að skipta sér ekki af breytingunni. Síðar í skýrslunni segir um á- stand skipsins: „Annars leka varð og vart á skipinu eftir umræddar breyt- ingar árið 1941 og ávallt síð- an, að því er virðist.“ í sjóferðaprófi, sem haldið var af sjó-. og verzlunardómi Reykjavíkur út af strandi vél- bátsins „Svanur“ frá Stykkis- hólmi í janúar 1932, bar skip- stjórinn fyrir réttinum, að hann hefði óskað eflir að skipið sjálft og vél þess ypði skoðað af opinberum skoðunarmanni áður en Iagt var af stað i þessa siðustu ferð, því að ýmsar veilur höfðu komið fram á skipinu, sérstak- lega vél þess. í bólc sjó- og verzl- unardómsins frá þessum tíma segir svo í niðurlagi þessa rétt- arhalds: „Skipstjóri kveðst hafa borið fram þessar óskir við eiganda skipsins, en þegar hann hafi sótt eftirlitsbókina ásamt haffærisskýrteininu til Scrutator: IhxAAbi aÉm&wwýS Orð í belg. Eins og vænta má eru götur og gatnagerð ræddar af miklu kappi í blöðunum um þessar mundir, enda má segja að bærinn hafi aldrei ver- ið í ömurlegra ástandi hvað þetta snertir en einmitt nú. Annað slagið er reynt að afsaka aðgerðaleysi um endurbætur með hitaveitunni og öllu því umróti, ér af henni hlaut að stafa, en ýmsar aðrar ástæður eru einnig til tíndar. En varast skyldi að reyna að telja nokkrum manni trú um að allt sé í lagi í verkleg- um aðgerðum bæjar og ríkis, enda þótt ganga megi út frá því sem gefnu að ráðamenn hafi fullan vilja á umbótum. Á laugardaginn birtu tvö dagblaðanna athuganir um þessi mál. Vikverji Morgunblaðsins birt- ir athugasemdir út af því, sem hér hefir verið um gatnagerð sagt, en Hannes á horninu ræðir um endur- bætur í Vesturbænum. Frost í jörð. Bréfritari Víkverja, sem starfar við gatnagerð bæjarins, segir meðal annars þetta: „Það er ekki rétt að ásaka bæj- arverkfræðing, verkstjóra bæjarins eða gatnagerðarmenn, þótt ekki sé hægt að helluleggja gangstéttir, eða malbika í holur eða skurðr, sem alls staðar eru í götum eftir hitaveitu- gröft. Allir þessír menn hafa full- an vilja á að framkvæma þessi verk. En blaðamenn og borgarar verða að muna, að þótt snjó taki af götum dag og dag, þá ríkir vetur enn, og klaki er fleiri þumlunga þykkur í göturn og gangstéttum, en bæði fyr- nefnd verk er tilgangslaust að láta vinna, fyr en klaki er farinn úr jörðu, og frosta er ekki von á hverri nóttu.“ / Nú minnist ég þess ekki að hafa séð í neinu blaði aðfinnslur út af því að ekki væri unnið að gatnagcrð eða stétta meðan frost væri í jörð, enda virðist ekki hingað til hafa ieg- ið svo lífið á, að nokkuð skaðaði, } þótt ekki væri verið að kasta verki á glæ vegna flýtisins eins. Aðfinnsl- ur hafa aðallega beinzt að því að ekki væri að gert um nauðsynleg- asta viðhald á þessum tímum. En • öll hafa dagblöðin fundið að því, að bærihn ber glögg merki sleifar- lags og hirðuleysis um gatnagerð og hirðingu gatna og gangstétta. Sjö ára bið. Hannes á horninu segir þetta í sínum pistlum sama daginn, laug- ardag: „Sjö ár eru liðin síðan ibúarnir fluttu inn í yngstu verkamannabú- staðina vestur í bæ. Allan þennan tíma hafa þeir, þegar rigning hefir verið, orðið að vaða mold og aur í ökla í og úr húsunum, og hafa stafað hin mestu vandræði af þessu fyrir heimilin, sérstaklega þó þau barnmörgu. Nú er langt komið að fullgera einn fegursta og myndar- legasta barnaleikvöll bæjarins þarna og bætir hann mjög úr brýnni þörf. I gœr var svo byrjað að vinna að því að laga götuspottana við Ieik- völlinn, sem liggja meðfram og heim að húsunum. Ég minnist ekki á þetta til þess að skammast út úr því, hversu lengi íbúarnir hafa orð- .ið að búa við sóðaskapinn, heldur til að þakka fyrir það, að nú er hafizt handa urn umbæturnar ... “ f tíma — eða ótíma. Þessi tvö sýnishorn úr skrifum um gatnagerð í bænum, eru að því leyti fróðleg, að starfsmaður bæj- arins í fyrra dæminu afsakar að- gerðarleysið og telur ekki tíma kom- inn til vegavinnu sakir frosta og ótryggrar veðráttu. Seinna dæmið lýsti hins vegar nauðsynlegri gatnagerð, sem legið hefir niðri í sjö ár, en hafizt er handa um á óheppilegum tíma, að dómi hins verkfróða manns, er fyr var getið. Ég tel þó víst, að hinn nýi bæj- arverkfræðingur láti ekki leggja götur, ef hann telur ekki öruggt, að tími sé til þess kominn, og mundi alls ekki horfa í tvo til þrjá mánuði til viðbótar árunum sjö, ef hætta væri talin vegna tíðarfars. En hvað uin það. Allir viljum við hið sama í þessum efnum, — að bærinn verði sem fegurst og sönnust mynd um menningarlegan þroska í öllu, er varðar ásjónu bæj- arsins, og því fer fjarri, að ekki sé fyrir beztu að borgararnir séu kröfuharðir í þeim efnum. Vonlegt var. „Það er kraftur í þeim, þessum von Kúchler og von Kleist“, sagði ég. „Já, Þjóðverjar eru ekki von- lausir, meðan þeir hafa þá“, svar- aði ísax. ólafs Sveinssonar, þá hafi hann vísað til að haffæris- skýrteínið væri í gildi til 28. janúar og hann hefði því ekkert með þetta að gera“. Eftir þessu virðist svo sem skipaskoðunarstjóri telji að eft- irlitið eigi ekki að skipta sér af ásigkomulagi skipa, nema þegar aðalskoðun á að fara fram og ómerkir það greinilega staðhæf- ingar hans um stöðugt eftirlit, í varnargreinum hans fyrir sleif- arlaginu hér í biaðinu fyrir nokkru síðan, þar sem hann m. a. bauð undirrituðum góða nótt. 1 Morgunblaðinu í morgun ritar Gísli Jónsson all-langa grein um þetta efni. Er fátt nýlt í þeirri grein nema sú yfir- lýsing hans að hann viti um tugi skipa sein ekki uppfylli bet- ur haffæriskröfur, en Þormóð- ur hafi gert. Um þetta atriði segjr G. J. orðrétt í grein sinni i morgun: „Benti eg ráðherra á þetta í umræðunum um málið á Al- þingi, og sendi honum síðan, samkv. beiðni, lista yfir nærri 20 skip, sm líkt mun vera á- statt með að styrkleika og sjó- hæfni og var með Þormóð, og þó er það ekki nema lítið brot af þeim skipum, sem ekki uppfylla reglugerðina frá 1936 ... .“ Þessi yfirlýsing G. J. sannar betur en nokkuð annað liversu starfsemi skipaeftirlitsins er í miklum ólestri. Tugir skipa hafa verið lceypt til landsins, sem ekki liafa uppfyllt betur haffæriskröfur en Þormóður gerði, undir handarjaðrinum á skipaeftirlitinu, sem á að sjá um að skip, er til landsins eru keypt, fullnægi íslenzkum lög- um Þormóðsrannsóknin og ofan- greind lilvitnun, ásamt ýmsu fleira gefur til kynna að eðli- legast væri að skipaskoðunar- stjórinn biði embætti sínu og sjófarendum ahnennt góða nótt. Því hefir verið haldið fram af ýmsum, sem hafa viljað þagga þetta mál niður og lcoma í veg fyrir heilbrigða lausn á því, að hér sé um að ræða skipu- lagðar árásir á vissar stéttir, þar á meðal útgerðarmenn. Slíkar fyrrur verða ekki teknar alvar- lega frekar en rök Morgun- blaðsins, þegar það segif að skipaeftirlitið þurfi að vera lé- legt af því að skipin séu gömul og úr sér gengin. Þannig mál- flutningur dæmir sig sjálfur. Hitt er ekki vilað um að útgerð- armenn liafi ekki gert allt, sem skipaeftirlitið hefir farið fram á til að ásiglcomulag skipanna sé sæmilegt og ekkert bendir til að þeir myndu ekki halda áfram að gera það þótt eftirlitið værí strangara og krefðist meira af útgerðarmönnum í þeim efn- um. Það er þeirra eigin liags- munamál, ekki síður en sjó- mannanna sjálfra. Þessum málum er nú vænt- anlega að verða komið í það horf að vel sé viðunandi. Hin nýja rannsóknanefnd hefir vafalaust öll þau starfskilyrði, sem hún þarf að hafa til að vinna hennar geti orðið sá hyrn- ingarsteinn, sem skipulag þess- ara mála geti byggzt á í fram- tíðinni. Þótt mistök virðist hafa átt sér stað til þessa, þá er ekki aðalatriðið að vita um þau held- ur að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Það er þeim mun mikilvægara þar sem Islending- ar verða að gera ráð fyrir að sjósókn og siglingar verði elcki minni þáttur í lífsbaráttu þeirra hér eftir en til þessa. A. tféjami Cjuhinundááon löggiltur skjalaþýðari (ensJca) Suðurgötu 16 Sími 5828

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.