Vísir - 13.04.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1944, Blaðsíða 1
fcítstjórar: krí stján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) ‘ ' Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsíngar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla > * 5 llnur 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 13. apríl 1944. 82. tbl. Varnir Þjóðverja rofnar á Perekop og Kerch. Rússar sækja fram 40 km. á 24 klst. Vamir Þjóðverja á Perekop- eiðinu og Kerch-tanga eru þegar úr sögunni og Rússar geisast inn 'á skagann af ótrúlegum hraða. Þess er getið í lierstjórnartil- kynningunni í gærtyveldi, að þær liersveitir Rússa, sem sæki að norðan inn á skagann hafi í gær farið 40 km. á aðeins ein- um sólarhring. Rússar hafa oft sótt hratt fram, en aldrei með svo stórkostlegum hraða og þarna. Er það nægjanleg sönn- un þess, að Þjóðverjum hafa alveg fallizt liendur. í gær tóku Rússar alls um 300 bæi á Krímskaga. Þjóðverjum á skaganum mun ekki undan- komu auðið, því að Rússar liafa yfirráð á Svartahafi og Þjóð- verjar liafa aðeins um 250 flutningaflugvélar til afnota á þessum hluta vígstöðvanna. 26.000 féllu. Rússar segjast hafa fellt um 26.000 Þjóðverja hjá Skala fyrstu 10 daga jjessa mánaðar. Auk þess segjast þeir hafa tekið 7000 fanga, auk 187 skriðdreka og sjálfakandi byssa, 120 venju- legra fallbyssna og 7500 flutn- ingabíla. í lierstjórnartilkynningu Rússa í gær er sagt frá nokk- urri framsókn víðast á suður- hluta vígstöðvanna, meðal ann- ars í Kanpatafjöllum. x Loftárás var gerð á Kon- stanza í Rúmeníu í fyrrinótt. Var sprengjum vavpað á liöfn- ina, oliuhreinsunarstöð og járn- brautarstöð í borginni. Hitler vill ráða vali liðsíoringja. Hitler hefir skipað sérstakan foringja til að hafa yfirumsjón með vali og menntun þýzkra liðsforingjaefna. Fram að þessu liefir herinn sjálfur haft þetta val, meðan úr nógu var að velja. Nú*þykist Hitler ekki framar geta trúað hinum eldri foringjum fyrir þessu starfi og hefir því útnefnt foringja úr lífverði sínum, til að hafa það á hendi. í útvarpi á þýzlcu frá London er frá því skýrt, að yngstu liðs- foringjarnir i þýzka liernum, sem valdir hafa verið eftir hin- um nýju reglum, sé liallaðir „Hitler-drengir" og njóti þeir ekki trausts hermannanna. Alþjóðaher til að vernda friðinn, Bandaríkin eru búin að koma sér niður á það, sem þau telja bezta fyrirkomuíagið til vernd- ar friðinum. Breckenridge Long, aðstoðar- utanríkisráðherra, hélt ræðu i gær um þetta og sagði, að Bandaríkin væru hlynnt því, að komið verði á fót samtökum til að viðhalda friðinum, þjóð- irnar verði að skuldbinda sig til að beita ekki valdi, ef deilur risu og hafa verði alþjóðaher til l>ess að koma í veg fyrir að ein- stakar þjóðir geti rofið friðinn. Arásir á Truk ogr Knrilej'jar. Bandaríkjamenn halda áfram sókn gegn Japönum viðsvegar um Kyrrahafið, bæði norðar- lega og sunnarlega. í gær var gerð emi ein árás á Truk, án þess að flugvélar Bandaríkjamanna yrði fyrir neinu vgrulegu fjóni. Hafa nú verið gerðar átján árásir á hálfri annari viku. Þá var og í gær gerð árás á Paramushiru á Kuril-eyjum. Japanir liafa eflt varnir sínar þar undanfarið og komu nokk- urar flugvélar ekki aftur. Herskip skjóta á Bougainville. Herskip Bandaríkjamanna hafa látið til sín taka við Salo- i monseyjar. í gær voru þau látin skjóta á stöðvar Japana á Bouganville- eyju, á stað, sem þeir hafa víg- girt svo vel, að hann stöðvaði sókn Bandaríkjamanna. Flugsveitir bandamanna hafa lialdið uppi árásum á Japan, eins og venjulega og var meðal annars varpað 210 smálestum af sprengjum á stöðvar viö Hansaflóa. Auk þess var ráðizt á Rabaul. »Veit ég það, Sveinki!« Ameríska vikublaðið Time birtir eftirfarandi fregn og fullyrðir að hún sé sönn: Amerísk flugsveit er á leið til Þýzkalands frá Ítalíu og flýgur inn yfir svissneska grund. Foringi svissneskrar loftvamabyssusveitar talar við foringja flugsveitarinnar í talstöð: „Þið eruð yfir svissnesku Iandi.“ Flugforinginn: „Eg veit.“ „Skothríð verður hafin á ykkur, ef þið lendið ekki taf- arlaust.“ Flugforinginn: „Eg veit.“ Ógurleg skothríð er hafin frá loftvamabyssunum. Flugforinginn talar við svissneska foringjann í tal- stöð: „Þið skjótið 1000 fetum of lágt!“ Svissneski foringinn: „Eg veit!“ Á einni nóttu jafn- mikið sprengju- magn og 1914-18. í vikunni sem leið voru 26 ár liðin, síðan brezki flugherinn vay skipulagður á þann hátt, sem hann er nú. Brezk blöð skrifuðu mikið um flugherinn i þessu tilefni og gera samanburð á beztu flug- vélunum þá og nú. Árið 1918 var Bristol-orustuvélin hrað- fleygust og hezt af flugvélum Breta. Ilún fór mest með 160 km. hraða á ldst., en nú fara orustuvélar meira en fjórum sinnum hraðar. Eitt hlaðanna minnist þess, að í allri styrjöldinni frá 1914—18 ' var ekki varpað til jarðar meira sprengjum^gni en nú á einni nóttu. Tanner vill frið. Tanner, fjármálaráðherra Finna, vill nú fá frið við Rússa með einhverju móti. í fregnum frá Helsinki segir, að hann hafi um páskana borið fram þá tillögu á þingflokks- fundi, að reynt yrði að losa Finna úr stríðinu með einliverju móti. Eftir því, sem hezt verð- ur vitað, hefir þingið ekki enn tekið neina ákvörðun i friðar- málunum. 12.000 smál. sprengja varpað á Þyzkaland á 4 sólarhringum Fólk *er nú flutt í allar íhúðirnar í hæjarhúsunum á Melun- um. Myndin sýnir suðurldið húsanna, þar sem eru svalir fyrir hverja íbúð. ‘.CAROLINE ISLANDS asoMí>es TRUKÍá S •• PONAPE —mmmr .. ISLANDS ENIWETOK. MILES □ 400 .6j§WOTJE KWAJALEIN NEWc<s^EW IRELAND BR|TA!N^ SOLOMON ^2^'USLANDS NEW ^ GUINEA ‘ Vtulagi NAURU Pacific Ocean I.GILBERTIS. J°,e MANUS- MILES 0 20 LOS NEGROS • • • * , GUADALCANAL j£öcplJOea. MABBENIS. .louu . .« C<HORNOIS. o - • cý •* . £ Kortið liér að ofan sýnir afstöðuna milli stöðva Jieirra, seni Bandaríkjamenn sækja nú að á Kyrra- liafi, svo sem Truk, Ponape o. fl. Litla kortið sýnir Admiralty-eyjar, sem teknar voru nýlega. Jón Þorsteinsson skíðakappi íslands. f gær var keppt í stökkum í 20—32 ára aldursflokki á Lands- móti skíðamanna á Siglufirði. í fleiru var ekki hasgt að keppa, vegna þess, hve veðrið versnaði. Það voru allt Siglfirðingar, sem stukku, vegna þess að Akureyr- ingar og Reykvíkingar voru farnir af stað heim til sín . Úrslit i stökkunum urðu þau, að Jón I>orsteinsson har sigur úr hýtum, stökk 34 og 33.5 metra og lilaut 230 stig. Næstur varð Jónas Ásgeirsson, stökk 33.5 og 30 metra og hlaut 223.2 stig. Þriðji varð Sigurgeir Þór- arinsson, stöklc 33 og 33.5 metra og hlaut 217.8 stig. Titilinn skiðakappi íslands og þar með Skiðabikar Islands vann Jón Þorsteinsson fyrir samanlagíian bezta árangur i göngu og stökki. Hlaut hann 467 stig. Annar varð Ásgrimur Stefánsson, hlaut 441 stig og þriðji Jónas Ásgeirsson, hlaut 427.2 stig. Jón Jónsson úr Þingeying meiddi sig lítilsháttar í reynslu- stökki og gat þar af leiðandi ekki keppt. Guðmundur Guð- mundsson skiðakappi s.l. árs gat ekki varið titilinn vegna þess að hann fór með öðrum Akureyr- iugum norður í fyrradag. Það, sem eftir er.af landsmót- inu, er stökkkeppni um And- vökubikarinn, stökkkeppni i 17 —19 ára aldursflokki og hruni. SKÍÐAMÓT VESTFJARÐA. A skírdag og föstudaginn langa var keppt í svigi, stökki og bruni á skíðamóti Vestfjarða. Sigurjón Ilalldórsson úr Ár- manni í Skútulsfirði bar sigur úr hýtum i tvíkeppni i göngu, og stökki. 1 A-flokki í svigi varð Halldór Sveinbjarnar- son frá Skíðafélagi ísafjarðar fyrstur á 1:48.3 míu. í stökki 20 -32 ára varð hlulskarpastur Arngr. Ingimundarson úr Uinf. Grettir, hlaut 20"'.5 stig. I tvíkeppni i 18 km. göngu, og stökki sigraði Sigurjón ýlal1- dórsson, 444,5 stig. Vann hann Skíðagönguhorn Vestfjarða og sæmdarheitið skíðakóngur Vest- fjarða 1944. Hkki Iiun^urs* ucyð í Dire, eis---------- De Valera hefir enn hvatt Ira, til þess að auka matvæla- frámleiðsluna. I útvarpsræðu, sem hann hélt í síðustu viku, sagði hann, að það hefði ætíð verið stefna stjórnar hans að reyna að gera landið sjálffæðandi, en þó hefði orðið að flytja inn um 180,000 smálestir af hveiti á síðasta ári. Menn þyrftu vonandi ekki að óttast hungursneyð, en þó gæti ástandið orðið mjög alvarlegt, ef elcki tækist að auka matvæla- framleiðsluna til muna. Ný hljómsveit Mandólí nhl j ómsveit Reykjavíkur. Nýjlega hefjr yerið stofnuð hér í bænum anandólín-hljóm- sveit, og er það fyrsta hljóm- sveit þeirrar tegundar, sem hér hefir starfað. Sveitina skipa um 20 manns og er raddskipting svo sem venja er til um slíkar hldjóm- sveitir, að maridólínin hafa efri raddirnar, en mandólur, banjo og gítarar neðri raddirnar. Stjórnandi hljómsveitarinn- ar er (4Iaraldur Guðmundsson, en formaður Karl Sigurðsson. Sveitin hefir æft af kappi og getur verið að hún láti til sín heyra að nokkrum thnáTiðnum. 5000 krónur til Barnaspítalans. Barnaspítala 'Hringsins hefir borizt 5000 króna gjÖf frá ó- nefndum hjónum. Stjórn Iívenfélagsins Hririgs- ins hefir heðið Visi að færa hin- um rausnarlegu gefendum sín- ar kærustu þaklcir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Ungmennafélag Reykjavíkur heldur fund í Baðstofu iðnaðar- manna í kvöld (13/4.) kl. 8j/2. Stjórnin biður félaga að mæta vel og stundvíslega, til þess að tefja ekki tímann, því að mörg merkileg málefni eru á dagskrá. r Oveður hafa stöðvað loft- sóknina. Þjóðverjar beita fleiri orustu- vélum. r jóra fyrstu sólarhring- * ana í þessari viku vörpuðu Bretar og Banda- ríkjamenn alls um 12.000 smálestum sprengja á stöðv- ar á meginlandi Evrópu. Á l>essu sama timaðili fóru um 10.000 flugvélar af ýmsum gerðum i árásir og þær skutu niður um 450 þýzkar orustu- vélar i bardögum, sem háðir voru meðan á árásunum stóð. í gær réðust stórar flugvélar frá Ítalíu á flugvélaverksmiðju í Wiener Neustadt og verk- smiðjur i tveim borgum þar i grennd. Voru háðir harðir bar- dagar yfir Alpafjöllum, er flug- vélarnar voru á leið til árásar- innar og á heimleið. Stórar flugvélar frá Bretlandi lögðu og upp í leiðangur, en urðu að snúa aftur vegna veð- urs. Orustuvélarnar, sem fylgdu þeim, voru þá látnar gera árásir á flugstöðvar i Þýzkalandi og Hollandi. I l Fleiri orustuvélar Þjóðverja. Brezkur flugmálafræðingur sagði í gær, að Þjóðverjar hefði greinilega fjölgað þeim orustu- vélum, sem þeir hafa tit varnar í Vestur-Evróplu. Hafa þeir að áliti Breta flutt þær frá ýmsum stöðum á meginlanq|inu, en gripið auk þess til varnarflug- sveita sinna. í lok siðasta árs töldu bandamenn, að Þjóðverj- ar hefði um 1500 orustuflug- vélar „í fyrstu línu“, með 3—4 flugvélar til vara fyrir hverja þeirra, en síðan hafa þeir hrað- að mjög viðgerðum. Þjóðverjar hafa orðið fyrir miklu tjóni á flugvélaiðnaðin- um, en þeir eiga enn svo mikinn varaforða flugvéla, að þeir finna ekki enn tii tjónsins, sagði flug- málafræðingurinn að lokum. En ef bandamenn halda áfram stórárásum sínum, þá mun bráðlega fara að kreppa að þýzka flughernum. LOFTÁRÁSIR í MORGUN. Um kl.,10 í morgun tilkynnti þýzka útvarpið, að stórhópar amerískra flugvéla væri yfir Þýzkalandi á leið til suðaustur- héraða landsins. Loftsóknin hófst á því, að flugvýlar af miðstærð fóru strax I i dögun til árása á N.-Frakk- i land. ; Flugvélar frá Ítalíu réðust í I gær á Budapest. Til dönsku landflóttamannanna, afh. Vísi: 115 kr. frá st^rfsfólki netagerðarinnar Höfðavík h.f. 20 kr. frá S.H. Lindin, ársrit Prestafélags Vestfjarða, 7. árg., hefir Vísi borizt. Ritið flytur fjölda greina, hugvekna og kvæða andlegs efnis. Vandað er mjög til ritsins, bæði að efni og frágangi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.