Vísir - 27.04.1944, Blaðsíða 3
VlSIR
NJÁLS SAGA
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins hefir lát-
ið frá sér fara nýja útgáfu á
Njálu, svo sem rætt var á Al-
þingi ekld alls fyrir löngu, og
liefir raunar einnig verið nokk-
uð getið i blöðum og mjög á
tvo v£gu. Magnús Finnbogason
kennari hefir húið bókina und-
ir prentun, en svo sem kunn-
ugt er, kastar Magnús aldréi
höndum íil neins þcss verks,
sem honum er trúað fyrir, enda
virðist bókin prýðilega úr garði
gerð. Hér er fyrst og fremst
um alþýðlega útgáfu að ræða,
sem annarsvegar er prýdd
myndum af helztu sögustöðum,
Islandskorti og héraðakortum
til frekari skýringar, og loks
eru skýrð aftan við lesmálið ó-
venjuleg orð eða orðasambönd
og vísur á svipaðan liátt og gert
var i útgáfu Sigurðar Krist-
jánssonar, sem mjög er vinsæl
meðal þjóðarinnar. Virðist all-
ur frágangur vera liinn prýði-
legasti og her að fagna því að
almenningur getur þannig eign-
azt þessa prýði hókmennta
vorra í handhægu og aðgengi-
legu formi. Bókin mun vera
gefin út í óvenjumiklum ein-
takafjölda, enda mun henni
ætlað að komast inn á hvert
heimili landsins. Er hér um
þarfa og tímabæra útgáfu að
ræða.
SAGA VESTUR-íslendinga.
Þjóði’æknisfélag Islendinga í
Vesturheimi, eða nefnd manna
innan þess, liefir hafizt handa
um útgáfu á sögu íslenzkra
landnema í Vesturheimi og
ráðið Þorstein Þ. Þorsteinsson
skáld til þess að safna í verk-
ið heimildum og semja það að
öðru leyti. Fyrir nokkrum ár-
um kom fyrsta bindið út og
eignuðust það margir hér á
landi sér til mestu ánægju, og
nú hefir annað bindið nýlega
borizt hingað. Er nú frásögn
um landnemana raunverulega
hafin, með því að fyrsta bindið
fjallaði aðallega um harðindin
hér á landi áður en vesturfarir
hófust, og orkaði nokkuð tvi-
mælis. Þetta bindi sögunnar
skýrir hinsvegar frá vesturför-
um á árunum 1855—1875 eða
um fimmtung aldar. Er efnis-
skráin í aðalatriðum svo sem
hér greinir: Utanfarar, Brasilíu-
farar, Upphaf aðalvesturfara,
Stórhópurinn fyrsti, Fyrsta ís-
lenzka nýlendan í Kanada, Fé-
lagsandinn frá Milwaukee, Ut-
flutningur 1874 og 1875, Mark-
land, Vestur um óbyggðir.
Frágangur bókarinnar er all-
ur liinn vandaðasli. Er liún
myndum prýdd og uppdráttum,
en formála fyrir verkinu rita
þeir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
og Sigurður Júl. Jóhannesson
læknir og skáld, en hann er for-
maður útgáfunefndar. Saga
þessi er Islendingum öllum
mikill fengur. Annarsvegar vill
heimaþjóðin kynnast nokkuð
afdrifum þeirra Islendinga, er
út sóttu, og þá ekki sízt sú
kynslóð, er nú lifir í landinu
og lítur á þennan útflutning
öðrum augum en gert var, er
hann fór fram. Hinsvegar eru
nú síðustu forvöð að halda öllu
þvi til haga, sem unnt er, með
því að útflytjendur munu nú
flestir fallnir fyrir ofurborð, og
er Islendingum vestra það
metnaðarmál, að láta ekki af-
drif þeirra og haráttu gleym-
ast. Sýnir útgáfan þjóðrækni
Islcndinga vestan liafs vel og
rækilega, og vonandi reynist
þeim kleift að ljúka þessari
merkilegu útgáfu til fulls. Hafa
þeir þá eignazt ágætt heimild-
arrit fyrir síðari tímann, —
máske þurrt nokkuð á köflum,
sem eðlilcgt er, — en þangað
má sækja efni i önnur rit létt-
ari til aflesturs. Þetta ritsafn
ætti að j)i’ýða hvert heimili á-
samt hinum fornu Islendinga-
sögum og öðrum þjóðlegum
fróðleik.
I.O.O.F. 5.=1264278V2=9.0
Opinberun.
Síðasfliðinn sunnudag opinber-
uðu trúlofun sína Ólöf Sveinsdóttir
Hverfisgötu 159 og Magnús Júl-
iusson, bifreiðarstjóri, Vesturgötu
20.
Útvarpið í kvöld. *
Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin
(Þórarinn Guðmundsson stjórnar):
a) „Morgun, miðdegi og kvöld í
Vín,“ forleikur eftir Suppé. b)
„Morgenblátter", vals eftir Strauss.
c) Indverskur söngur eftir Dvorak.
d) Mars eftir Heinecke. 20.50 Frá
útlöndum (Axel Thorsteinson).
21.10 Hljómplötur: Lög leikin á
cello. 21.15 Spurningar og svör um
íslenzkt mál (Björn Sigfússon).
21.40 Hljómplötur: Islenzk söng-
lög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Nœturakstur.
Hreyfill, simi 1633.
Dómaranámskeiðið
í frjálsum íþróttum heldur áfram
í Háskólanum í kvöld kl. 6.15.
Benedikt Jakobsson’ íþróttaráðu-
nautur talar um stökk.
Óperettan
verður sýnd í kvöld, og eru til
nokkijir njiðar á þá sýningu á
venjulegu verði. — Næsta sýning
verður annað kvöld, og hefst sala
kl. 4 í dag.
Jón Sigurðsson íorseti.
Þeir, sem vilja eignast fallega steypta veggmynd (vangamynd)
af Jóni Sigurðssyni forseta, gjöri svo vel og snúi sér til „Pens-
ilsins“, Laugavegi 4, er gefur allar nánari upplýsingar. -
Myndin er þar til sýnis.
óskast.
3 laghentar slúlkur geta fengið atvinnu í Regnhlífagerðiuni
nú þegar. — Upplýsingar gel'ur
LÁRA SIGGEIRS, Hverfisgölu 28, kl. 6—9 í kvöld.
Húsnæði
4 herbergi og eldhús’ með öllum þægindum óskast strax eða
14. maí. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Æskilegt að bíl-
skúr fylgi. Tilboð aúðkennt „Húsnæðf og bílskúr“ sendist Vísi
sem fyrst.
vantar um mánaðamótin til að bera út blaðið um
eftirtaldar götur:
LINDARGATA
BRÆÐRABORGARSTtGUR
NORÐURMÝRI
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
SÓLEYJARGATA
VESTURGATA
Talið strax við afgreiðsluna. — Sími: 1660.
DasUaðið VÍSIIl
Ritsafu
ÞORGILS GJALLANDA,
Islenzkar þulur og þjóðkvæði, Iívæði Stefáns Ólafssonar I—IJ,
Sveitasögur, Stuttar sögur, Trú og sannanir, SáJin vaknar,
Syndir annara, Gyðjan og uxinn, Börn jarðar, Lampinn,
Rímnasafn I—II. Riddarasögur, Minningar Ingtmnar á Kornsá
og Kaþólsk viðhorf.
BÖKABUÐíN { RAKKASTlG 16.
Bókin, §em vekar mesta eftirtekt, heitir
Allt er fertugum fært
fæst hjá næsta bóksala — Verð kr. 15
Fréttix frá í. S. I.
Ný sambandsfélög: I marz
haf tvö félög gengið í samband-
eð, þau: Umf. Kári, Dyrhóla-
hreppi, Márdal. Form. Erlingur
Sigurðsson. Félagatala 11, — og
Umf. Reykjavíkur, Reykjavík.
Form. Stefán Runólfsson. Fé-
lagatala 220.
Dómaranámskeið I.S.I. Sam-
handsstjórnin liefir falið
íþróttaráði Reýkjavíkur að
undirbúa námskeið fyrir dóm-
ara í frjálsum íþróttum. Verð-
ur námskeiðið um næstu mán-
aðamót. Getur verið, ef næg
þátttka fæst, að námskeiðið
verði í fleiri greinum. Verður
þetta auglýst bráðlega.
Skíðadómari: Gísli Ólafsson
liefir nýlega verið viðurkennd-
ur af l.S.I. sem sldðadómari.
Staðfestar reglugerðir. -— I
marz hefir I.S.I. staðfest eftir-
taldar reglugerðir: Fyrir bikar
í svigkeppni A-fl. Reykjavíkur-
móts, gcfinn af Almenna bygg-
ingarfélaginu, bikar í svig-
keppni C-fl., gefinn af Chemia
li.f. og um Geirfinnsbikarinn,
gefinn af Guðmundi S. Hofdal
til glímukeppni í Mývatnssveit.
Ævifélagar: Þessir hafa gerzt
ævifélagar I.S.I. í marz: Brynj-
ólfur Sveinsson, kaupm., Ölafs-
firði, Guðmundur H. Gíslason,
múarari Reykjavík. Eru ævifé-
lagar þá 279.
Kvenveski,
nýjar gerðir.
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Gæfa fylgir
trúlofunarhringunum
frá SIGURÞÓRI.
Hafnarstræti 4.
Miðstöðvar-
eldavél
til sölu Bergsstaðastræti 53.
Félagslíf
sn
Valur
Meistarafl.
1. og 2. flokkur.
ÆFING I KVÖLD KL. 8.45
á íþróttavellinum Mætið allir.
I.R
Fimmtudagur:
2—3 Frúaflokkur.
6— 8 Old Boys.
7— 8 H. fl. kvenna.
■8—9 Handbolti
kvenna.
9— 10 Handbolti
karla.
10- 11 ísk glíma.
ÆFINGAR 1 KVÖLD.
1 Austurbæjarskólanum
Kl. 9.30 Fimleikar 2 fl.
karla.
Skemmtifund
heldur félagið annað kvöld kl.
9 í Tjarnarcafé. Ýmre ágæt
skemmtiatriði, svo sem sýnd
nýjasta kvikmynd í. S. I. frá
viðburðum síðasta árs. Dans
og m. fl. Aðeins fyrir félags-
menn. Aðgangur ódýrari fyrir
félagsmenn er sýna skírteini þ.
á. Borð ekki tekin frá.
Stjórn K. R.
ICvenskór
og kven-inniskór
teknir upp í dag.
•^kóverzlnnin JORK li.f.
Laugavegi 26.
Alþingishátfðin 1930.
Eftir MAGNÚS JÓNSSON, prófessor.
Þessi stórmerka bók er að verða uppsetlcL —
Ef yður er áhugamál að eignast fallegan mmjæ-
grip um mestu hátíð íslenzku þjóðarinnar, fiá
ættuð þér að kaupa þessa bók áður en það verð-
ur um seinan.
í bókinni eru á 4. hundrað ljósmyndir, kort og
skrautmyndir.
Gefið íermingarbörnunum fallega og dýrmæia
gjöf:
Gefið þeim ALÞINGISHÁTÍÐINA 1930.
H/F LEIFTUR
Tryggvagötu 28. — Sími 5 3 7 9.
____________________________________________!
BEZTAÐ AUGLÝSA í VfiSI j
Ungmennafélag Reykjavíkur
lieldur gestamót í Góðtemplarahúsinu annað kvöld — 28. þ. m.,
— liefst kl. 8,30.
Skemmtiatriði verða: — Kórsöngur — Ræður (stuttar):
Björn Sigfússon, magister,
Þorsteinn Jósefsson, rithöfundúr,
Jón Helgason, blaðamaður,
Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur.
DANS. Hljómsveit hússins leikur.
Aðgöngumiðar fást í verzluninni Gróttu, Laugavegi 19, og við
innganginn eftir ld. 7 annað kvold.
Stjórnfm.
Tvö stór skrifstofuherbergi
við eða i miðbænum óskast til leigu sem fyrst. Tilhoð sendist
í póstliólf 187 fyrir 1. þ. m.
Litli drengurinn okkar,
Jónas Magnús,
verður jarðsettur laugardaginn 29. þ. m. Athöfnin hefst
með bæn kl. 2 e. h. á heimili okkar, Strandgötu 21 B, Hafn-
arfirði.
Guðríður Björnsdóttir.
Guðni J. Kr. Markússon.
_____________________________
t