Vísir - 29.04.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1944, Blaðsíða 2
Laugardagur 29. apríl 1944. VISIR Um það leyti, sem nefndar- álitið var birt, var visitalan 247 stig (fyrir ágúst) og liafði þa lækkað frá áramótum um 25 stig, að nokkru leyti með fjár- greiðslum úr rikissjóði. Mjólk- in var þá seld á 1,40 og dilka- kjöt á 5,90 kíló. En samkvæmt verði sex-manna nefndarinnar þurfti mjólkin að hækka upp i 1,70 og kjötið í 8,65 i smásölu. Þessi verðmunur var þess vald- andi, að visitalan þurfti að [ hækka um ca. 20 stig. Hér var því um stórfellda hækkun að ræða, er gerði það enn torveld- ara en áður liafði verið að halda dýrtiðinni i skefjum. Var ekki nema tvennt fyrir höndum að gera, eins og sakir stóðu þá, að selja vörurnar á fullt verð og láta vísitöluna hækka með öllum sinum afleiðingum eða leitast við að halda verðinu að nokkru leyti niðri með framlagi úr rikissjóði og setja á þann hátt um stundarsakir skorður við dýrtíðarflóðinu. Sá kostur var valinn. Flestum var þó ljóst, að vér vorum hvergi nær lausn dýrtiðarmálsins en áður. Hækkun vísitölunnar. Vísitalan komst lægst á sið- asta ári niður í 245 stig og haíði þá lækkað um 27 stig frá ára- mótum. Síðan hækkaði hún aft- ur og er nú 266 stig. Þessi hækkun um 21 stig, er vegna verðhækkunar á cftirfarandi_ útgjaldaliðum: Stig Kjöt og mjólkurafurðir ... 5.9 Kornvörur ................ 2.3 Garðávextir .............. I J Saltfiskur ............... C2 Eldsneyti, ljósmeti og hús- næði .................. 1 Fatnaður og búsáhöld .... 7.3 Ýmislegt.................. Hækkun þessi skiptist því nær að jöfnu a utlendar og innlendar vörur. Má því segja að helmingur hækkunarinnar hafi verið óviðráðanlegur vegna þess að orsakir til þess er að rekja til verðhækkunar á er- lendum markaði. Þegar hætt verður fjár- greiðslu ríkissjóðs vegna kjöts, mjólkur og smjörs, hækkar visítalan þegar i stað um 14— 15 stig. En nýr, óhemju þrýst- ingur til verðhækkunar í ýms- um greinum fylgir í kjölfarið. Stöðvun á greiðslum ríkis- sjóðs til verðlækkunar. Eg skýrði frá þvi á þingi i vetur i skýrslu um fjárhag rík- isins, að búast mætti við því að greiðslum rikissjóðs til verð- lækkunar yrði hætt, ef sýnilegt þætti að kaupgjald í landinu verði knúið svo upp, að verð- laginu verði ekki haldið í skefj- um. Eg endurtek þetta hér og víl bæta því við, að eg tel það fánýta og óviturlega ráðstöfun að leggja fram milljónir til að borga niður verðlagið á sama iíma og það er hækkað með vaxandi vinnulaunum. Það væri aðeins að hjálpa verðbólgunni, að veita milljónum út i at- vinnulífið án nokkurs árang- urs og þannig auka hina sjúku peningaveltu. Þar að auki eru takmörk sett fyrir þessum greiðslum. Má vel svo fara, að þau mörk séu ekki langt undan. Uerð afurðanna. Grundvöllur sá, er sex-manna nefndin lagði um verð landbún- aðarafurða, virðist aí bændum sjálfum talinn sanngjarn og nærri réttu lagi. Verðlag nefnd- arinnar er aðeins byggt upp fyrir árið 1943. Hagstofan hef- ir hinsvegar reiknað út hvert verð afurðanna hefði átt að vera 1942 samkvæmt grund- velli nefndarinnar. Það verð er að sumu leyti talsvert lægra en útsöluverð var. Ct frá því hef- ir Hagstofan reiknað hver vísi- talan hefði átt að vera í árslok 1942, ef sex-manna nefndar verðgrundvöllurinn hefði þá verið i gildi, og kemst að þeirri niðurstöðu, að vísitalan mundi hafa átt samkvæmt því að vera nálægt 242 í stað 272 stig. A ár- unum 1941 og 1942 hefir land- búnaðurinn því fengið greitt fyrir afurðir sínar, að þvi er bezt verður séð, mjög mikið fé umfram það verð, sem hann hefði átt að fá samkvæmt grundvelli sex-manna-nefndar- innar, þegar teldð er tillit til söluverðs varanna og uppbóta frá ríkissjóði. Eg er ckki i vafa um, að þessu fé er vel varið, ef það fer til þess að byggja upp sveit- irnar og rækta jörðina, en hjá þvi getur ekki farið, að það hefir átt sinn þátt i verðbólg- unni innanlands, þótt margt fleira komi þar til greina. Verðhækkun í haust. Með þeirri kauphækkun, sem nú hefir orðið, sýnist litill vafi á því að samkvæmt vísitöluút- reikningi landbúnaðarafurð- anna muni verð þeirra hækka allverulega á næsta hausti, ef ekkert er að gert í tíma. Þá skellur kauphækkunaraldan til baka á allan almenning í land- inu með hækkuðu verði á nauð- synjum. Fáir munu hirða um j að gera sér ljósa grein fyrir því ástandi, sem af þessu lciðir. En það er karlmannlegra og væn- legra til sigurs að liorfa gegn erfiðleikunum en grafa höfuð- ið í sandinn og bíða þcss er verða vill. — Ef ekkert verður að gert, munu allar varnir gegn ■ dýrtiðinni smám saman molna i sundur. Ný verðhækkunar- alda skellur yfir á komandi hausti og mun þá flóðbylgja dýrtiðarinnar halda áfram að rísa þangað til aðalatvinnuveg- ir landsmanna stöðvast vegna þess að útflutningurinn er ekki lengur arðberandi. Framleiðslukerfið á leirfótum. Eins og málum er komið í dag, standa lslcndingar mjög höllum fæti í samkeppni við allar nágrannaþjóðir sínar um sölu á afurðum, vegna hins mikla framleiðslukostnaðar, sem hér er nú. Ef þessi aðstaða versnar enn stórkostlegar vegna vaxandi dýrtíðar, meðan framleiðslukostnaður viðskipta- þjóða vorra stendur í stað, er öll útflutningsframleiðslan síð- ar dauðadæmd. Engin þjóð fæst til að kaupa hana fyrir það, sem hún kostar. Geta menn hugsað sér öllu alvarlegra eða hörmulegra útlit? Undanfarin tvö ár hafa landsmenn flutt út vörur fyrir fjárhæð, er svarar til um 2000 kr. á hvert mannsbarn i land- inu. Fyrir allt þetta höfum vér þurft að kaupa vörur í staðinn. Islendingar þarfnast líklega f jölbreyttara innflutnings en nokkur önnur þjóð. Lífskjörin i landinu fara mikið eftir því, að nægilega sé hægt að fá inn- flutt af erlendum nauðsynjum. Eh til þess þurfum vér að geta framleitt og selt framleiðsluna á erlendum markaði. Allt framleiðslukerfi landsins stendur nú á leirfótum, er munu molna sundur þann dag sem friður kemst á í álfunni. Þjóðin lifir nú frá hendinni til munnsins og hún ma ekki láta það verð blekkja sig, scm nú fæst fyrir alurðirnar. • Það stendur ekki til langframa. Það er hollt að hafa það hug- fast, að þótt útflutningurinn sé lifsnauðsyn fyrir þjóðina, þá getur heimurinn auðveldlega lifað án þess að kaupa nokkuð af því, sem hér er framleitt. Og hann lifir án þess ,ef verðið er hærra en hjá öðrum á sambæri- legum vörum. Vér ráðum svo að segja engu um það, á livaða verð afurðir landsins seljast á erlendum markaði. Framboð annarra landa ræður þvi að mestu. Þegar þetta er hugleitt, getur fáum dulizt, í livilíkt fádæma öngþveiti stefnir nú fyrir allri framleiðslu í þessu landi vegna dýrtíðarinnar. Hér er fram- leiðslukostnaður margfalt hærri en i nokkru öðru landi i Ev- rópu. En vér þurfum nauðsyn- lega að flytja út tiltölulega meira af afurðum en nokkur önnur þjóð í álfunni. Iðnaðurinn. Um iðnaðinn er sama að segja og útflutningsframleiðsl- una. Hann er hvergi nærri sam- keppnishæfur við samskonar erlendan iðnað. Vinnulaunin eru hér miklu hærri vegna dýr- tiðarinnar. Af þessu skapast svo það þjóðskaðlega öfug- strcymi, að sú iðnaðarfram- leiðsla á örðugast uppdráttar, sem mest þarf að nota manns- höndina. Þetta vérður skiljan- legt þegar þess er gætt, að frá ófriðarbyrjun hefir verðlag hækkað í Bretlandi um 29 slig, i Bandaríkjunum um 25 stig og i Svíþjóð um 42 stig. En hér hefir það hækkað um 166 stig. Þetta eru tölur, sem tala móli, er ekki verður rengt eða mis- skilið. Iðnaðurinn er nauðsynlegur liður i atvinnurekstrinum, en hann má ekki vera baggi á út- flutningsframleiðslunni með þvi að halda uppi háu verðlagi í landinu og þar með háum framleiðslukostnaði. Minnsta krafa, sem lil hans er hægt að gera, er sú, að hann geti, að verði og gæðum, keppt við er- lendan iðnað með hjálp þeirra tolla, sem hverju sinni eru á erlendu vörunni. Sá iðnaður, sem framleiðir tæki, er eiga að endurgreiða höfuðstól og vexti, svo sem skip og hús, hann stöðvast sjálf- krafa, þegar verð tælejanna er orðið svo hátt, að vonlaust er að þau fái borið sig á nokk- urn hátt. Skipasmíðarnar hér eru ljóst dæmi um þessa þróun. Þessi iðngrein er að stöðvast, vegna þess að verð skipanna er komið út í öfgar. Eg sé ekki nokkra von til, að hægt sé á næstu árum að reka útgerð hér á landi með skipum, er kosta 10—12 þús. kr. smálestin og eru margfalt dýrari en skip smíðuð i öðrum löndum. Það er hörmulegt að svona er kom- ið, en þetta verðlag er ekki hægt að vernda með því að úti- loka innflutning skipa. Það væri sama og að setja skatt á nýsköpun útgerðarinnar, sem liún getur ekki risið undir. Afskriftir útgerðarinnar. Njdega var reynt að létta út- gerðinni róðurinn og tryggja nokkuð afkomu hennar með því að heimila ,mönnum að fyrna útgerðartækin á helm- ingi skemmri tima en áður. Af þessu leiðir að skattabyrðin á allri nýsköpun atvinnuvegarins verður mjög mikið léttari en áður meðan verið er að afskrifa atvinnutækin. Þessi ráðstöfun er ekki gerð vegna núverandi ástands sérstaklega, heldur að- allega til þess að tryggja af- komu útvcgsins í framtiðinni. Hinsvegar ætti þetta einnig að vera mjög verulcg hjálp fyrir þá, sem nú liafa eignazt skip eða frystihús með óeðlilega háu verði. En það er ógerlegt að heimila svo háar fyrningar á skipum, að slikt gcti haldið skipabyggingum gangandi með núverandi verði. Niðurfærsla verðlagsins. Allt stefnir nú í þá átt að inn- lenda verðlagið fari svo mjög- hækkandi á þessu ári, að ekki verði við ráðið, ef ekki er sterk- lcga tekið í taumana. Það verð- ur héðan af varla gert á ann- an hált en þann, að færa nið- ur með samningum eða laga- boði afurðavcrð og vinnulaun svo að núverandi vísitala lælcki nokkuð án þess að fjórgreiðsl- ur úr rikissjóði komi til. Þetta nægir þó að líkindum aðeins meðan ófriðurinn stendur til þess að atvinnuvegirnir stöðv- ist ekki, að undanteknum þeim atvinnugreinum, sem nú þegar eru að stöðvast vegna ofmikils framleiðslukostnaðar. Þeim verður varla bjargað fyrst um sinn. Þetta kann að nægja um hrið, en engin litilsháttar lækk- un dýrtíðarinnar nægir þó lil þess að gera útflutningsfram- leiðslu landsins samkeppnis- færa og seljanlega á erlendum markaði þegar striðinu lýkur. Til þess þarf miklu meira átak. Hinsvegar er þcss að vænta að verðlag erlendrar vöru lækki nokkuð vegna lægri flutnings- gjaldá strax og vopnaviðskipt- um er hætt. Mundi þá það hafa þau áhrif, að verðlagið lækk- aði hér innanlands og visitalan gengi niður. Um leið er líklegt að færi að draga úr verðbólg- nnni og þeim orsökum, sem henni valda. Einkenni verðbólgunnar. Verði hinsvegar ekkert úr að- gerðum til að stöðva verðlagið og færa það niður, en í þess stað mörg öfl að verki til að brjóta þann garð, sem enn heldur í skefjum llóðbylgju dýrtíðarinnar, þá stöðvast at- vinnureksturinn að mestu leyti áður en langt um líður og víð- tækt atvinnuleysi tekur við. Þegar svo er komið fjarar verð- hækkunin út, eða réttara sagt, húu hættir að vaxa. En áður en þeim áfanga er náð, hefir þjóðin fengið að horfa á hin auðmýkjandi einkenni óheftrar verðbólgu: Óhemju „spekula- sjón“ í fasteignum, ólögleg liaktjaldasala nauðsynjavöru á okurverði, siðspilling í við- sldptum og fyrirlitning á gjald- miðli landsins. Fjármunirnir sækja á fáar hendur. Hinir fá- tælui verða snauðari. Verðbólg- an leggst þyngst á þá, sem minnst eiga. Við þessu er verið að reyna að sporna. Þetta er ógæfa, sem lendir á öllum, en þyngst á þeim, sem.aumastir eru í þjóð- félaginu. Það er þetta, sem reynt er að forðast með þvi að knýja dýrtíðina niður, þann vá- gest sem aðrar þjóðir heims ótt- ast meir en nokkuð annað böl. Það er þvi nærri broslcgt, þrátt 1‘yrir hina mildu alvöru þessa máls, að heyra suma menn hamra ]iað seint og snemma, að þeir sem vilja stöðva dýr- tiðina geri það eingöngu til að lækka laun almennings. Þess- um mönnum cr rétt að fyrir- gcfa. Þeir vita ekki hvað þcir segja, ef orð þeirra eru ekki visvitandi fals og fláttskapur. Krónan er góð eign. Svo er nú komið fyrir mörg- um, sem skammt hugsa um þessi mál, að þeir eru sann- færðir um að krónan kunni að verða einskisvirði og þess- vegna kasta þeir henni út fyrir hvað sem er, án þess að spyrja um hvað hlutirnir kosta, sem þeir fá i staðinn. Þetta hugar- far ýtir undir eyðsluna, sem er þjónustukona verðbólgunnar og skapar hætlulega lausung í meðferð fjármuna. Þcssum mönnum og öðrum er hægt að segja með fullri vissu, að krón- an verður ekki einskisvirði. Verðmæti hennar getur rýrnað eitthvað, en þeirri rýrnun eru þó sterk takmörk sett. Krónan er betri eign en ýms verðmæti, sem nú eru keypt fyrir marg- falt verð. Þess vegna geta menn verið rólegir, þótt þeir eigi eitt- hvað af krónum í kistuhand- raðanum. Leggið þær til hliðar. Gleymið þeim um stundarsakir. Síðar munu þær koma í góðar þarfir. Sparnaðurinn er mjög nauðsynleg dyggð, eins og sak- ir standa. Molbúaháttur. Þjóð, sem keppist við að auka tekjur sínar með verð- þenslu og dýrtíð, er eins og maður, sem hyggst muni geta drýgt mjólkina með því að bæta í hana vatni. Því meira vatn, sem hann setur í hana, því þynnri verður hún og nær- ingarminni. En í könnunni hjá \ honum lækkar ekki og i ein- feldni sinni hrósar hann happi yfir því að hafa fundið slíkt snjallræði. Þegar börnin hans gerast föl á vangann undrast hann hvað muni valda. Slíkur molbúaháttur á sér nú stað í fjárhags- og atvinnulifi þjóð- arinnar. Mikill hluti lands- manna lifir enn i þeirri trú, að stöðugt hækkandi tekjur sjúkr- ar og lækkandi krónu veiti þeim aukin lifsgæði. Sorglegast er að hópur manna í landinu reynir af al- efli að halda mönnum við þessa lífsskoðun, þótt hún hljóti að leiða til almennrar atvinnu- stöðvunar og eyðileggingar á þeim verðmætum og hugsjón- um, sem þjóðfélagið byggir á tilveru sina. Ef fyrir þessum mönnum vakir að rústirnar séu bezta undirstaðan til að byggja á og þess vegna sé öngþveitið ákjósanlegt, þá er það ekki þeirra leiðsögn, sem þjóðin þarfnast nú. „Lát frumstofninn haldast en nýtt þó tengja —“ Þótt margt megi finna þessu þjóðfélagi til foráttu, er það þó eigi svo á vegi statt um menn- ingu og mannréttindi, að nauð- synlegt sé að mola# það að grunni til þess að þjóðin geli lifað og starfað farsællega í landinu. Það er ekki nauðsyn- legt að kasta öllu skipulagi þjóðfélagsins í dcigluna til þess að skipta gæðunum og jafna kjörin, til þess að útrýma ör- birgð og útiloka ótta við skort og liungur, til þess að efla sam- hug stéttanna og gera.alla, sem vilja vinna og gcta það, þátt- takendur í afrakstri landsins. Þetta er hægt að gera ef menn /gci'n sér tíma til að hugsa, hugsa meira af alúð en úlfúð, ef menn meta þjóðina meira en flokkinn, ef menn vilja losa sig úr viðjum of mikillar einstak- lingshyggju og viðurkenna þá fornu staðreynd, að þrosld, vel- megun og samheldni þjóðfé- lagsins vex því mcir sem gæð- um landsins og afrakstri er jafnar skipt milli þegnanna. Þjóðin ætti ekki að þurfa að stíga niður í djúp örbirgðar og innbyrðis baráttu til þess að öðlast skilning á þessu. Hún hefir traustan grundvöll til þess að byggja á, sem er hin rót- gróna jafnréttisvitund hennar og lýðræðishugsjón. ’ Þessi grundvöllur var lagður þegar þjóðin helgaði sér landið og hann stendur enn. Hann stend- ur vegna þess aðhann er byggð- ur á þeim réttindum, sem hver maður er borinn til. Á þessum gruudvclli eigum vér að að halda áfram að byggja, en ekki sundra honum, og vér eigum að gera þær breytingar, sem hinn nýi timi krefst, ekki með þvcrúð og nöldri, heldur með viðsýni og örlæti, í samræmi við það, sem þjóðskáldið kvað: „Lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja við kjarnann, sem stóðst, svo að kyn vort ei hvarf sem korn eitt í hafi sandsins.“ Þess vegna á vegurinn inn i framtíðina ekki að liggja gegn- um rústir þess skipulags, sem vér nú höfum, heldur á nýtt að tengja við kjarnann og hrinda i framkvæmd þeim umbótum og framkvæmdum, sem tryggja þjóðinni friðsamara og örugg- ara líf. Þjóðin á tvö megin verkefni fyrir höndum í þvi að hagnýta sér miklu betur en nú er gert auðlindir hafsins og moldarinnar og ])riðja megin- verkefnið er að skapa fólkinu öryggi gegn skorti. Þessu verð- ur að koma í framkvæmd hvert með öðru, el’ vér eigum ekki að halda áfram að búa hér sem stritandi kotungar við nægtir náttúrunnar á báðar hendur. Vandi atvinnuveganna verður ekki leystur nema vandi þeirra, sem að þeim starfa, verði leyst- ur samtímis. Til þess þarf að byggja upp atvinnuvegina, en ekki jafna þá við jörðu. Til þess þarf að not- færa sér alll, sem vísindin og tæknin geta boðið. Til þess þarf þjóðin sjálf að byrja á því án tafar, að lngfæra heimilisbrag- inn i sínum eigin híbýlum og semja sig að lifnaðarháttum þeirra, sem hugsa fyrir morg- undeginum. Þá þarf ekki að bera kvíða í brjósti fyrir komandi árum. Kyrrahafseyjar, sem koma við sögu. Ýmsum mun þykja fróðleik- ur i því að lesa um eyjar þær, sem barizt er um á Kyrrahafi nú og verður barizt um á næst- unni. Nýja-Guinea er önnur stærsta eyja heims. Hún er um 2500 km. frá norðvestur- til suðaust- urodda. Breiðust 620 km. Var gefið nafn af spænskum land- könnuðum — um 1545 — því að þeirn þótti eyjarskeggjar mjög líkir svertingjunum á Guineuströnd Afríku. Nýja-Bretland: Eins og hálf- máni í lögun, um 30,000 ferkm. að stærð. William Dampier, enskur sjóræningi og lándkönn- uður, kallaði hana eftir Bret- landi, þvi að honum þótti ströndin lík suðurströnd Bret- lands. Nýja-írland: Tæpir 300 km. á lengd og óvíða meira en 16 km. á breidd. Filip Carteret fann hana 1767 og fór að dæmi Dampiers, kallaði hana Nýja- Irland. Salomonseyjar: Tíu stórar og margar litlar eyjar á 1000 km. löngu svæði. Spánverjinn Mend- ana fann þær. Sögur sögðu, að musteri Salomons í Jerusalem hefði verið skreytt með gulli frá þessum eyjum og voru þær því kenndar við hann. Gilberteyjar: Um 550 kóral- ej'jar á 650 km. svæði. John Byron, afi skáldsins, fann þær árið 1765 og heitir ein þeirra eftir honum, en þær eru í heild heitnar eftir sæfaranum Gilbert, er kom þangað 1788. Karolina-eyjar: Um 550 kór- al-eyjar og hringrif, samtals rúmlega 1250 ferkm. að stærð. Portugalskur maður, Diego da Rocha, er talinn hafa fundið þær árið 1527. Þær heita eftir Karli (C.arolus) 2. Spánarkönungi. Marianaeyjar: Keðja 15 eld- fjallaeyja, sem Magellan fann árið 1521. Hétu fyrst Ladrones- eyjar eða Þjófaeyjar, en voru öld siðar kallaðar eftir Mariu Önnu Austurrílcisdrottningu. Marshall-eyjar: Þrjátíu klasar lágra smáeyja fyrir austan Kar- olinaeyjar. Spænskur landkönn- uður kom þangað fyrstur manna árið 1528, en árið 1788 kom þangað enskur sægarpur, Marshall að nafni, sem gaf eyj- unum nafn sitt. í för með hon- um var Gilbert, sem ofar gelur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.