Vísir - 26.05.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 26.05.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálssbn Skrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstfórar Blaðamenn Simli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 ilnur Afgreiðsla 34. ar. Reykjavík, föstudaginn 26. maí 1944. 116. tbl. Lýðveldiskosningarnar: Talningu lokið í helming kjördæmanna. 1 gær var lokið talningu í 14 kjördæmum og eru úrslitin þessi: Sambandsslitin....... 47.855 já 257 nei Lýðveldisstofnun.... 46.675 já 819 nei 1 gær voru atkvæði talin í 6 kjördæmum: Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Borgarfjarðársýslu, Mýrasýslu, Vestur-diúnavatnssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, og urðu úrslit þessi: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldisstjórnarskrá .... Borgarf jarðarsýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldiss tj órnarskrá .... Mýrasýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldisstjórnarskrá .... Vestur-Húnavatnssýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldisstjórnarskrá .... Vestur-Skaf tafellssýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldisstjórnarskrá .... Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Sambandsslit ............. Lýðveldisstjórnarskrá .... Já Nei Auðir Ögildir 3226 8 12 30 3171 15 * 1856 6 4 22 1826 12 1101 2 5 11 1087 3 853 5 1 . 7 838 5 919 4 ? ? 916 6 ? ? 1653 9 14 26 1612 15 62 13 Pólsk »sendi- sveií« í Moskva. Vegna fréttakorns í Vísi i gær þess efnis að „sendiráð hins nýja pólska ráðstjórnarríkis“ sé komið til Moskva, vill kons- úlatið taka fram það sem liér fer á eftir: Frá því að rússneska stjórnin sleit stjórnmálasambandi við stjórn pólska lýðveldisins, sem nú sitnr í London og fer með málefni Pólverja um leið og hún stjórnar baráttu pólsku þjóðar- innar heima fyrir, hafa Rússar jafnan virt að vettngi tilmæli Pólverja til að koma stjórn- málasambandi á að nýju og neitað að semja til sátta í deilu- máli þvi er þeir stofnuðu til við pólsku stjórnina þvert ofan í gerðir Atlantshafssáttmálans er Rússar höfðu lýst sig aðila að. Hinsvegar hafa Rússar léit- ast við að ala pólska quish'nga í Rússlandi, en slikra manna heflr hvergi gætt Póllands meg- in við landamærin, og mun „sendiráð“ þetta eitt afsprengi slikra tilrauna. Reykjavík, 25. maí 1944. Pólska konsúlatið, B<b)op /iit I.O.O.F. 1^126526872 =9.0. Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja blaðið að bera þakkir til Glímufél. Ármanns fyrir fé það, kr. 2801.24, sem formaður þess afhenti bókasafni okkar, sem var ágóði af dansleik, er haldinn var 17. þ. m. Ennfremur þakkir til hr. Egils Benediktssonar fyrir að lána hús- næði endurgjaldslaust. Útvarpið í kvöld. Kl. 2030 Erindi: Landbúnaðar- vélar og íslenzkur búskapur, I (Jó- hannes Bjarnason vélaverkfræðing- urf). 22.55 Strokkvartett útvarps- ins: Kvartett nr. n í D-dúr eftir Mozart. 21.10 Upplestur (Árni Óla 'blaðamaður). 21.30 Hljómplötur: Söngvar eftir Schubert. 21.50 Fréttir. ‘ 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Dýrðarnóttin eftir Stravinsky. b) Brúðkaupið eftir Stravinsky. Næturlæknir: Kjartan R. Guðmundsson, Lækj- argötu 6 B. Simi 2929. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Rakarastofur verða opnar til kl. 6 síðdegis á morgun. Arnesingafélag 10 áira: Samsæti haldið að Hótel Borg. Þann 27. þ. m. eru 10 ár lið- in frá því Árnesingafélagið var stofnað hér í Reykjavík. 1 til- efni af því hafa félagsmenn á- kveðið að halda samsæti að Hótel Borg þ. 3. júní næstkom- andi og munu þar verða flutt minni félagsins og sýslunnar, ræður fluttar, sungið og leikið. Aðalmarkmið þessa félags- skapar er, eins og annara slíkra félaga, að stuðla að einingu og kynningu sýslubúa, scm búsett- ir eru hér í bæ. Auk þess hefir félagið tekið sér fyrir hendur að gefa út sögu Árnesinga og er þegar kominn út fyrri hluti fyrsta bindis, en ætlunin er sú hjá félaginu, að gefa út stórt og merkilegt heim- ihlarrit um sýsluna. Það fyrsta af þessu verki, sem þegar er út komið, er Jarðfræði Árnessýslu, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur hef- ir ritað og „Gróður og jurta- líf“ eftir Steindór Steindórsson á Akureyri. Seinni hluti bindisins mun væntanlega koma út seinni hluta næsta vetrar og eru það lýsingar á sýslunni og annað, er hana varðar. Mun Guðni Jóns- son magister skrifa þennan hluta, en hann verður jafn- framt ritstjórj alls ritsins. Svíum fjölgar. Barnsfæðingum hefir farið ört fjölgandi í Svíþjóð undan- farin fimm ár. Eftir siðasta stríð fækkaði fæðingum mjög og urðu fæstar 85,000 árið 1933. Átta árum síð- ar voru þær aftur orðnar 100,- 000, en á siðasta ári náðu þær metfjöldanum 125,000. Á tíu ára tímabilinu, sem lauk um síðustu áramót, hækkaði fæð- ingatalan úr 13,7 í 19,2 á þús- und ibúa. — Dánartalan hefir haldizt nokkurnveginn óbreytt á sama tíma, um 70,000 árlega. Roosevelt hefir beðið þingið að veila 20.000 milljónir dollara aukafjárveitingu til liersins. Áð- ur var búið að veita samtals 40.000 milljónir til hans á næsta fjái'hagsári. Silðarfraileiieiður StBfll SllBSIllll. Síldarframleiðendur stofnuðu með sér sölusamlag í gær. Hefir þessi nýja stofnun þegar farið fram á að verða löggiltur út- flytjandi á saltsíld. Um tíma hefir undirbúnings- nefnd unnið að þessum málum af liálfu síldarframleiðenda, sem í voru þrir menn, þeir Ing- var Vilhjálmsson, Óskar Hall- dórsson og Ólafur Þórðarson. Stofnendur samlagsins fram- leiddu samanlagt um 84% af saltsíld síðasta árs og eru allir stærstu síldarsaltendurnir þar meðlimir. Stjórn samlagsins sldpa: Ingvar Vilhjálmsson formaður, og meðstjórnendur eru Sveinn Jónsson forstj., Sandgerði, Gunnlaugur GuÁjónsson útgerð- armaður, Siglufirði, Jón Þórð- arson forstjóri, . Siglufirði, Gunnar Larsen forstjóri^Ákur- eyri og Óskar Halldórsson úf- gerðarmaður, Reykjavik. Mikil óánægja hefir verið ríkjandi með störf Sildarút- vegsnefndar síðastliðið ár. — Grein um það mál er á annarj síðu. Spren§r| nbrot, eða livað? Fyrir nokkurum dögum voru tveir menn á gangi hér í bæn- um, sem ekki er í frásögur fær- andi; en þegar minnst varir gefur annar þeirra frá sér ámátlegt hljóð og kippir upp öðrum fætinum, því hann fann allt í einu ti lnokkurs sárs- auka í honum. Þegar hetur er að gáð, sér maðurinn sér til ólýsanlegrar undrunar, að örlítið gat er kom- ið á skóinn — sem var þykkur leðurskór — á þeim fætinum, sem hann fann til í, og þegar hann hefir farið úr skónum sér hann að einnig er komið lítið «at ofan á sokkinn og sár kom- ið á eina tána af fimm sem voru í skónum. Ekki er vitað, livað það var sem hafði sært liann, en enginn vafi er þó á því, að þessi fiári kom úr háa lofti, því liann féll beint niður á skóinn og mikill kraftur hefir verið á honum, þar sem hann, eins og fvrr get- ur. fór í gegnum hykkt leður og sokk og skildi eftir sár á tánni. Er ekki ólíklega tilgetið, að hér hafi verið um sprengjubrot eða annað því um líkt áð ræða og má það kallast hin mesta mildi að ekki skyldi hljótast meira slys af þessu. Knattspyrnan. 2 flokks mótið: llrslit í kvöld. 1 kvöld kl. 9 fer fram úrslita- kappleikur í 2. flokki milli K.R. og Vals, en þessi tvö félög eru nú jöfn að stigum. Leikur enginn vafi á því, að þessi leikur verður spennandi, því leikirnir milli Vals og K.R. eru það alltaf. Hefir oft komið fyrir, að félögin hafi þurft að keppa fleiri en einn leik til úr- slita. öldungadeild þingsins í Washington hefir framlengt láns- og leigulögin urn eitt ár með 63:1 atkv. Sisterna og Aqiuno fallnar Bandamönnum í hendur. Ellefu Norðmenn líflátnir, Skemmdastörf og njósnir Frá Stokkhólmi er símað að 11 Norðmenn hafi veiið dæmd- ir til dauða af SS-lögreglurétti í Oslo, en aftökurnar hafi þegar farið fram, eftir að Quisling hafði neitað um náðun. Níu mannanna voru ákærðir fyrir skemmdastarfsemi, en 2 fyrir að senda upplýsingar úr landi og vinna að njósnum. — Höfðu þeir faiáð til Bretlands með flotadeild, sem gerði árás á Svoldur í marzmánuði 1941. Þar í landi höfðu þeir numið loftskeytafræði og komizt ólög- lega aftur til Noregs. Er talið að þeiri hafi þá haft meðferðis fullkominn loftskeytaútbúnað frá Englandi og sent fréttir vai'ðandi hernaðarráðstafanir í Norður-Noregi, enda rekið þar njósnir. Reynist þetta í'étt að vera, hafa menn þessir unnið að njósnum árum saman í Noregi, og vekur það allmikla athygli út um heim. Báturinn, sem óttast var um kominn fram. í gærkvöldi auglýsti Slysa- varnafél. eftir m.b. „Trausta“ því menn voru farnir að óttast um afdrif hans: Seinna í gærkvöldi náði svo- loftskeytastöðin í Vestmanna- eyjum sambandi við hann og lónaði hann þá út af Portlandi við Dyrhólaey. Ilafði báturinn hreppt versta veður og snúið aftur, er hann var kominn austur undir Meðal- Jand, því eitthvað hafði festst í skrúfunni, en hann gat þó siglt. — Var báturinn á leið frá ver- stöð við Faxaflóa til Norðfjarð- ar. Ármann vann Snnd- knattleiksmótið 5:0. Sundknattleiksmót íslands lauk í gærkveldi í Sundhöllinni með leik milli Ármanns og K.R. og sigraði Ármann með 5 mörk- um gegn engu. Allmikið kapp var í leiknum og bjuggust áhorfendur við nokkuð jöfnum leik, þar eð tvo ágæta menn úr sveit Ármanns vantaði, þá Stefán Jónsson og Þórstein Hjálmarsson, en Ár- menningar unnu samt með of- angreindum markafjölda. Stað- setningar og samleikur Ármenn- inga var með ágætum. í liði Ármanns voru Ög- mundur Guðmundsson, Sigurð- ur Árnason, Lárus Þórarinsson, Sigurjón Guðjónsson, Guð- mundur Guðjónsson, Gísli Jónsson og Magnús Kristjáns- son. Að leikslokum afhenti Er- lingur Pálsson formaður Sund- ráðs Réykjavikur sigurvegurum Sundknattleiksbikar íslands, en þetta er í 5 skipti af 7 sem Ár- mann hefir unnið þetta lands- mót. Hitler-línan úr sög- unni og hröð fram sókn Bandamanna Fimmti hennn hefir tekið Cisterna, eftir harða Bardaga og sækir örugglega fram. Þá hafa borgirnar Aquino og Piedmonte einnig falliS í greipar bandamanna, en Aqu- ino vár talið eitthvert örueg- asta vígi ÞjóSverja innan Hitl- erslínunnar, sem nú er rofin meS öllu. 8. herinn fvleir sigri sínum eftir, en ÞióSveriar hrekjast norSur eftir á undan brynvagnasveitum og fót- eönguliði bandamanna. Loft- árásum er stöSuot haldiS uppi á herstöðvar ÞiöSveria, sam- gönguæðar að baki herjum heirra oe horpir, sem eru á beirra valdi og Þeir hafa mik- ilvæg not af. Framsveitir fimmta hersins, sem sóttu fi'am frá Terrachina, hafa sameinazt Iandgönguliðinu við Anzio og komið sér örugg- lega fyrir í hinum nýju stöðvum sínum. I f jóra mánuði hefir lier- liðið við Anzio haldið uppi harðri og erfiðri baráttu, en er nú ekki lengur einangrað. Clark hershöfðingi heimsótti Anzio- liðið þegar í gær, og þakkaði því góða framgöngu. Itorio er nú fallin bandamönnum í hendur. Átökin í Cisterna og Aquino voru mjög hörð, og varð að taka bæina hús fyrir hús. Leyniskytt- ur Þjóðverja höfðu komið sér þar vel fyrir og varð að upp- ræta þær í harðvítugum bardög- um. Allmargir fangar liafa ver- ið teknir og Þjóðverjar hafa orðið fyrir stórfelldu hergagna- tjóni. Fimmti hei'inn heldur nú á- fram sókn sinni í áttina til Róm- ar. Framsókn herjanna allra er hraðað sem mest, þannig að Þjóðverjum gefist sem minnst- ur tími til að koma sér fyrir í hinum nýju stöðvum sínum. Er viðurkennt í þýzkum fregn- um, að þunginn í sókn banda- manna sé mjög mikill, og hafi þeir yfir að ráða ógrynni véla- hergagna af öllum tegundum, sem þeir beiti mjög fyrir sig. Alger yfirráð heirra í lofti hafa einnig úrslitaþýðingu. Verður Róm hlíft? Stórskotahríðin frá Anziovíg- stöðvunum heyrist greinilega til Rómar, og berst nú leikurinn nær og nær þeirri borg. I um- ræðum, sem fram fóru í brezka þinginu varðandi utanríkismál, kom fram fyrirspurn um hvort vænta mætti að Róm yrði hlíft við hörmungum styrjaldarinn- ar. Gaf Eden þá yfirlýsingu, að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hlífa þessari forn- frægu borg, og mundi það velta á því, hver nauðsyn Banda- mönnum reyndist á að beita borgina hörðu eða ekki, en það ylti á herstjórn Þjóðvcrja. Tal- ið er, að gífurlegt tjón hafi orðið á Italíu á margvíslegum menningarverðmætum, sem ekki verða bætt, enda má heita að flestar þær borgir, sem tekn- ar hafa verið, séu rústir einar, brenndar og sundurskotnar. Ræða Edens Eden u tanríkismálaráðherra hélt mikla ræðu í neðri deild brezka þingsins í gær og er hún nú aðalefni heimsblaðanna. — Lagði liann áherzlu á endur- skipulagningu heimsmálanna undir forystu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Kína og Bret- lands. Þessar þjóðir allar yrðu að taka liöndum saman og koma í veg fyrir að Þjóðverjar og Japanar gætu stofnað til frekari stórvandræða í heimin- um. Frakkland yrði að reisa við að nýju og koma öruggri stjórn á i landinu. Stjórnarnefnd de Gaulle væri aðeins til bráða- birgða, en þjóðinni yrði sjálfri falið að ákveða, liversu stjórn- in slcyldi skipuð. Stórveldi heimsins yrðu að taka úpp nána samvinnu við allar aðrar þjóð- ir og sjálfsákvörðunararrétti þjóðanna yrði að skipa í æðsta sess. Blöðin fara öll lofsamleg- um oi'ðum um ræðuna og leggja ríka áherzlu á þá yfirlýsingu ráðherrans að sjálfsákvörðun- arrétturinn verði virtur, þannig að þjóðir heims geti skipað málum sínum á þann veg, scm þeim hentar bezt. ILoftsóknin. Loftárásum var lialdið uppi í gær á borgina Antwerpen í Belgíu og Aaclien í Vestur- Þýzkalandi. Kom til harðra á- taka í lofti, og mátti heita að brezku flugvélarnar ættu í stöð- ugum viðureignum allt frá því, er þær komu inn yfir megin- landið, og þar til þær héldu það- an heimleiðis að nýju. Telja brezkir flugmenn, að þeir hafi skotið niður fjölda þýzkra flug- véla, en sjálfir segjast Bretar hafa misst 28 sprengjuflugvél- ar. Veðurskilyrði til árásanna voru ekki góð. Talið er að árás- irnar liafi verið rnjög liarðar og náð tilætluðum árangri. Skemmdarverk í Danmöxku. Unnin hafa verið stórfelld skemmdarverk í skipasmiða- stöð Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn. Hafði sprengj- um verið komið þar l'yrir, sem ollu stórfelldu tjóni á stöðinni, en þar mun að updanförnu hafa verið unnið að skipasmíðum fyrir Þjóðverja. Fleiri skemmd- arverlc hafa verið unnin í land- inu að undanförnu, aðallega skemmdir á járnbrautarlínum. Óeirðir í Búlgaríu Búlgörum hefir enn ekki tek- izt að mynda nýja stjórn, en stöðugar umleitanir fara þó fram i þó átt.. Allmikil ó- kyrrð virðist vera í landinu, og hefir þýzkum og búlgörskum | hermönnum lent saman í skær- um. Á laugardag var brczk flug- vél neydd til að lcnda á tyrk- neslcri grund. Flugvélin var á flugi yfir Bosporus-sundi, er , sketið var á hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.