Vísir - 05.06.1944, Síða 2

Vísir - 05.06.1944, Síða 2
VISIR VISIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GnSlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 C 0 (fimm línur). Yerð kr. 4,00 á mánnði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Lýðveldiö viðurkennt UTANRÍIÍISMÁLARÁÐ- HERRA Vilhjálmur Þór iýsti yfir því i ræðu sinni til sjómanna i gær, að Roosevelt Bandaríkjaforseti hefði tilnefnt sérstakan fulltrúa, með æðsta virðingarheiti sendiherra, lii að mæta í umboði Bandaríkjanna á hátíðinni er lýðveldið verður stofnað, sem vafalaust verður 17. júní n.k. Mun óhætt að full- yrða að értgin tilkynning önnur iiefir vakið þvílíka gleði og hrifningu með þjóðinni allri. Bandaríkjaforseti gefur með þessu viðurkenningu Banda- ríkjastjórnar á lýðveldisstofn- uninni, á virðulegan og fagur- legan hátt, og viðurkenningin kemur, einmitt þegar ísienzka þjóðin þarfnaðist hennar mest. Lýðveldisstofnunina þarf áð tryggja út á við. Eftir ofan- greindar ráðstafanir Banda- ríkjaforseta verður það vafa- laust greiðara og auðveldara, en líkur vorn til áður, og hefir ís- lenzku þjóðinni aldrei verið gefin hetri gjöf. Þessi lilið máls- ins liefir verið rædd í erlendum blöðum, á þann hátt, að í það var látið skína, að óvíst væri hversu gengi með að afla stað- festingar út á við, á þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hefðu verið, en ekki væri að efast um vilja íslenzku þjóðarinnar. Það er einnig mála sannast að þátt- taka i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni var miklu meiri, en unnt var að gera ráð fyrir og jafnvel bjartsýnustu menn gerðu sér vonir um, en þess utan var vilji þjóðarinnar einn og óskiptur og lýðveldisstofnunin þannig byggð á traustustu hornsteinum inn á við. Annað eins hefir hinsvegar skeð í veraldarsögunni og það, að vilji smáþjóðar væri ofurliði borinn, ef ráðstafanir hennar hentuðu ekki öðrum þjóðum meiri máttar i þann og þann svipinn. Þótt íslenzka þjóðin vildi stofna lýðveldið eða endur- vekja það, gat vel svo farið að aðrar þjóðir treystust ekki tií, eins og sakir standa, að leggja yfir slíka lýðveldisstofnun bless- un sína. Um lagalegan og sið- ferðilegan rétt þjóðarinnar til •slíkra ráðstafana er ekki að ef- ásþ en þrátt fyrir það gátu at- vikin hagað því svo, að staðfest- ing annarra þjóða yrði ekki auð- sótt. Hið volduga lýðveldi Bandaríkin hafa rutt erfiðleik- unum úr vegi fyrir íslenzlcu þjóðina. Þau hafa gefið ótví- ræða yfirlýsingu um, að við feigum réttinn og að við eigum að fá að njóta hans. Þau hafa þannig tryggt hið langþráða sjálfstæði, sem barist hefir ver- ið fyrir i 700 ár, með misjöfn- um árangri, þannig að margt hefir snúist þjóðinni til óheilla, þótt fram þokaðist til sigurs að síðustu. Ráðstafanir forseta Bandaríkjanna verða aldrei of- metnar og íslenzka þjóðin hefir aldrei fyrr orðið slíks skilnings og velvildar aðnjótandi, þótt margt hafi verið vel til hennar gert á umliðnum öldum. Xlr þessu er það jafnframt tryggt að islenzka þjóðin getur efnt til lýðveldisstofnunar og haldið hátíð sína, með glöðum hug og bjartsýni á það, sem Glæsileg hátíðahöld $jomannadag:§in§. Skipshöfnin af Helgafelli varð hlutskörpust í öllum keppnum. ^ijómannadagurinn var í gær. Hátíðahöldin í heild munu vera einhver hin glæsi- legustu sinnar tegundar og hin fjölmennustu. Hátíðahöld- m fóru að mestu leyti fram við hinn nýja sjómannaskóla, en hornsteinnmn að byggmgunm var lagður við þetta tækifæri af ríkisstjóranum, herra Sveim Björnssym. Hátíðahöldin hófust kl. 8 f. h. með því að fánar voru dregn- ir að hún á íslenzkum' skipum hér við höfnina og húsum í bænum. Auk þess liófst merkja- sala og sala Sjómannadags- blaðsins um það leyti. Hin eig- inlegu hátíðahöld hófust síðan um hádegið með hópgöngu sjömanna frá Miðbæjarbarna- skólanum undi íslenzka fánan- um inn að byggingu nýja sjó- mannaskólans. Þar hafði verið hafður sérstakur umbúnaður fyrir hátíðahöldin. Meðal ann- ars var þar settur upp sérstak- ur ræðustóll fyrir framan bygg- inguna og voru ræður dagsins fluttar þaðan. Eftir að hópgangan hafði staðnæmst fyrir framan skóla- bygginguna hófst minningar- athöfn um þá sjómenn, sem far- izt liafa síðan á síðasta sjó- manadegi. Lögskráðir sjómenn sem drukknað hafa á árinu eru 63 en alls hafa 67 íslendingar druknað á árinu að meðtöld- um farþegum á skipum sem farizt hafa. Biskupinn herra Sigurgeir Sigurðsson Iiélt aðal- minningarræðuna, en einn af hemendum Stýrimannaskólans Hreinn Pálsson framkvæmda- stjóri í Hrísey söng einsöng. Meðal annars Alfaðir ræður og Taktu sorg mina svala haf. ETtir minningarguðsþjónust- una var hornsteinninn lagður að hinni nýju skólabyggingu sjómannaskólans. — Fram- kvæmdi ríkisstjórinn herra Sveinn Björnsson athöfnina, og flutti um leið ávarp til sjó- mannastéttarinnar. Ennfrem- ur fluttu ávörp og ræður Vil- hjálmur Þór utanríkis- og sigl- ingamálaráðherra, Sigurjón Á'. Ólafsson, Kjartan Thors og Ás- geir Sigurðsson skipstjóri. Á milli ræðanna lék Lúðrasveit Reykjavikur nokkur lög. í sam- bandi við ræðu ríkisstjóra fór fram sérstök heiðursatliöfn. Fremsti fánaberinn úr skrúð- göngunni gekk fram fyrir ræðu- pallinn og heilsaði ríkisstjór- anum með; íslenzku fánakveðj- unni, en’ríkisstjórinn gekk nið- ur úr ræðustólnum og bar fán- ann að vörum sér Síðan voru afhent björgun- arverðlaun ársins. Fram- kvæmdi formaður sjómanna- dagsráðsins þá athöfn. Verð- Iaunin hlaut að þessu sinni Þorsteinn Jóhannesson skip- stjóri á vélbátnum Jóni Finns- syni frá • Gerðum, en hann bjargaði skipshöfninni af vél- framundan er. Hafi stjórn og forseti Bandaríkjanna þökk fyrir þennan ómetanlega vinar- greiða, sem menn kunna vel að meta nú, en lærist þó að meta enn betur síðar og er frá líður. íslenzka þjóðin mun ávallt standa í þakklætisskuld við Bandaríkin fyrir vinsemd þeirra og stuðning í verki við síðustu aðgerðir í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. bátnum Ægi í síðastliðnum febrúarmánuði úr bráðum sjávarháska undan Garðskaga. Að lokum voru afhent vei’ð- laun sjómannadagsins fyrir iþróttakeppni. Skipshöfnin af botnvörpungnum Helgafelli hlaut alla vinningana. í reipdrættinum tóku þátt skipshafnir Esju, Súðarinnar og botnvörpuskipsins Helgafells. Skipshöfn Helgafells vann bæði Esju og Súðina og Esja vann skipshöfn Súðarinnar. í fyrra var skipshöfn Súðarinnar hlut- skörjiust og vann þá verðlaunin, en skipshöfn Helgafells vann þau af Súðarmönnum í þetta sinn. Skipshöfn Helgafells varð einnig hlutskörpust i kapp- róðrunum, björgunarsundinu, stakkasundinu, aðferðum í hag- nýtum vinnubrögðum, svo sem netbætingu og vírsplæsingu. I netabætingunni varð fyrstur Sigfús Bjarnason á 5 mínútum og 35,7 sek., en í vírsplæsingunni varð fyrstur Haraldur Ólafsson á 8 mín. 26 sek. Um kvöldið voru veizlufagn- aðir að Hótel Borg, og í Odd- fellowhúsinu. Bæjakeppni í bridge. I þessari viku 'hefst á Akur- ejnri keppni í bridge milli Reyk- víkinga og Akureyringa. Sex Reykvíkingar fara norð- ur á morgun, til að halda uppi .heiðri höfuðstaðarins og eru þeir þessir: Árni Jónsson, Bene- dikt Jóhannsson, Brynjólfur Stefánsson, Guðmundur Guð- mundsson, Lárus Karlsson og Stefán Stefánsson. * Nestispakkar. Tek við pöntunum á nesti í smærri og stærri ferðalög. Pantið í tíma fyrir 17. júní. Sími 5870. STEINUNN YALDIMARS. S t ú 1 k a. hreinleg og vönduð, ósk- ast í létta vist. Sérher- bergi. Hátt kaup. Uppl. ekki gefnar í síma. SVANA JÓHANNSDÓTTIR, Bergsstaðastræti 86. TELPA, 10—12 ára, óskast til að gæta drengs á 2. ári. — JÓN SIGTRYGGSON, tannlæknir, Guðrúnargötu 10. Linoleum fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. Gólíf lísar fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. D0DGE, 6 manna, til sýnis og sölu í Shellportinu, Lækjargötu, í kvöld kl. 7—9. Stúlku vanatr strax í þvottahús Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund. Uppl. gefur ráðskona þvottahússins. Bíll til sölu. Tilboð óskast í 5 manna bíl, smiðaður ’37. Til sýnis á Gunnarsbraut 26 kl. 7—8 e. h. 2 hreingern- ingarkonur vantar strax á Elli og hjúkrunarheimilið Grund. Uppl. gefur yfirhjúkr- unarkonan. Sumaibústaður, nálægt bænum, til sölu ódýrt. — Sími 4878. — Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1875. KNATTSPTRlVUniÓT fSLANDS verður hátíðlega sett í kvöld kl. 8.30 á íþróttavellinum. LÚÐRASVEITIN SVANUR leikur frá kl. 8 í kvöld keppa e IIMJl oo K.R. Allir út á völl í kvöld! UPPB0Ð. Opinbert uppboð verður haldið á morgun, 6. þ. in., á eftirtöldum húseignum, svo sem hér segir: Kl. 1 e. h. á Hverfisgötu 16 A. Kl. 3 e. h. á Njálsgötu 4B. I Hverfisgötu 16 A er laus neðri hæðin (3 herbergi og eldhús), stórt herbergi á neðstu hæð og svo lítið herbergi. Borgarfógetinn í Reykjavík. Skiúfblýantui og kveikjaii —einn og sami hlutur — íslenzkir íánalitir. — Nokkrar aðrar tegundir af vindla- og cigarettu- kveikjurum. — Tinnusteinar (Flints). — Lögur (Lighter Flued). BBIST0L, BankastiætL Tilkynnmg: Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til hækkaðrar vísi- tölu, að frá og með 1. júní 1944 megi saumalaun ekki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæði: Fyrir klæðskerasaumuð karlmannaföt mega saumalaun eigi vera hærri en kr. 329.00 fyrir einhneppt föt, en kr. 339.00 fyrir tví- hneppt föt. Fyrir klæÖskerasaumaðar kven- kápur mega saumalaun vera hæst kr. 188.30, en fyrir dragtir kr. 207.30. Fyrir algenga skinnavinnu má reikna hæst kr. 20.00, auk hinna ákveðnu saumaláuna. II. Hraðsaumastofur: Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst kr. 282.00. Hjá klæð- skeraverkstæðum og hraðsaumastofum skulu saumalaun fynr aðrar tegundir fatn- aðar vera í samræmi við ofangreint verð. III. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera' kr. 154.50, nema ef um algenga skmnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 1 74.50. Fyrir saum á drögtum má hæst taka kr. 170.00. Reykjavík, 1. júní 1944. Verðlagsstjórínn. Böshan pilt eða stúlku vantar okkur til afgreiðslustarfa nú þegar. íiuisinudí Aðalstræti. SIKA sementsþéttiefni. Steypu-Sika: Til vatnsþéttunar á steypu í kjallaragólf og veggi í jörðu. Sika 1: Til vatnsþéttunar bæði í múrhúðun og steypu< Sika 2: Þéttir (storknar) á 10—30 sekúndum. Sika 4: Þéttir (storknar) á 1—8 mínútum. Plastiment: Steinsteypuþéttir, minkar vatnsmagn um 8— 15%, seinkar storknun, en eykur styrkleika, þannig að eftir 7 daga er styrkleikinn 20% meiri, og eftir 30 daga 30% meiri en önnur steypa, sem er jafn mjúk. Fyrirliggjandi: J. Þ0RLÁKSS0N & N0RÐMANN. Bankastræti 11—Sími 1280. SILFURPLETT Matskeiðar Matgaflar Teskeiðar nýkomnar. K. EINARSSON & BJdRNSSON /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.