Vísir - 06.06.1944, Page 1

Vísir - 06.06.1944, Page 1
iýUMtS'l'UiC Mltíiti llc i^ttt tst AM — - Mv frii'tttii.^tifnf OtllKl Æukablað 34. ár. ES £3 Reykjavík, þriðjudaginn 6. júní 1944. Frekari innrás- arfregnir i síð- desrisblaðinn. 124. tbl. Elnenhower lilk.imi- ii* að MÍItnin gregrii Frakklandi sé lialin. Klukkan 7,32 í morgim var gefin lit fyrsta tilkynning frá aðalbækistöðvum bandamanna, og var hún svohljóðandi: „Undir stjórn Eisenhowers hershöfðingja hóf floti bandamanna í morgun - undir vernd mikils flughers - að setja heri á land á norðurströnd Frakklands.”. Þýzka Transozean-íréttastofan tilkynnti um klukkan fimm í morgun, að inn- rás bandamanna, sem svo lengi hefði verið beðið eftir, hefði hafizt snemma í morgun. Sagði fréttastofan, að fallhlífalið heíði verið látið svífa til jarðar víða á ströndinni frá ósum Signu-fljóts og vestur til eystri héraðamarka Nor- mandi, en skip úr þýzka flotanum eigi í höggi við skip og báta bandamanna undan ströndum Frakklands. Fréitastofan gaf út hverja tilkynninguna af annari um hernaðarað- gerðir bndamanna. I einni þeirra var skýrt frá því, að fjöldi fallhlífa- f i hermanna hefði komið niður I nágrenni Le Havre og væri gerð hörð hríð að höfninni, en auk þess hefði sézt til innrásarbáta undan henni og væri þeir mjög margir. önnur tilkynning fréttastofunnar var um það, að mik- ill fjöldi fallhlifahermanna hefði verið látinn svífa til jarðar nyrzt í Normandie-héraði (Cherbourg-skaga) og segj?st Þjóðverjar gera ráð fyrir, að hlutverk þeirra sé að ná á vald sitt flugvöllum, sem þar eru. Um sama leyti og innrásin byrjaði, segja ÞjóSverjar, aS miklar loftárásir hafi veriS gerSar á Calais og Dunkirk, en þar hafi þó ekki veriS reynt aS komast á land. ! ÞaS leiS hálfur þriSji tími Dwight. D. Eisenhower Eisenhower hershöfðingi hef- ir á skömmum tíma komizt til vegs og virðingar með Banda- rikjamönnum, og ber að þakka það einstæðum hæfileikum hans, dugnaði og menntun. Hann er nemandi hinna færustu hershöfðingja Ameríku á þess- ari öld, Pershings og Mac- Arthurs. Var hann um langan tíma náinn samverkamaður hins síðarnefnda á Filippseyj- um, og er það meðal annars þakkað áætlunum hans, hversu MacArthur tókst að verjast lengi á eyjunum og selja þær Japönum dýru verði i mönnum og hergögnum. En siðan Evrópustriðið brauzt út, og þar til hann var sendur til her- stöðvanna i Afriku, var hann aðal-aðstoðarmaður George Marshalls hershöfðingja, for- ingja herráðs Bandaríkja- manna. Eisenhower var meðal hínna fyrstu, er sá nauðsyn þess að byggja upp fullkomið árásar- og varnakerfi með aðstoð skriðdreka, og var honum frá öndverðu Ijóst, hversu gífurlega þýðingu skriðdrekarnir myndu eiga eftir að hafa í stríðinu. Til marks um glöggskygni hans er frá því sKýrt, að hanH hafi fyrir mörgum árum lýst hlutverki skriðdreka til varnar í hernaði. en sömu aðferð notuðu Rússar með miklum árangri á öndverð- um timum þýzku innrásarinn- ar, áður en þeir komust i hreina sókn. Honum er líka mjög ljós þýðing flughersins og þörf ná- innar samvinnú milli hers, véla- hers og flughers, en fyrir tólf árum gerði hann vandaðar og ýtarlegar áætlanir um fram- leiðslukerfi Bandaríkjanna á stríðstimum, og hefir frá því verið skýrt, að ekki hafi þurft að gera nema fáeinar lítilsháttar breytingar á því fyrirkomulagi, Framh. á 2. síðu. Gerd von Rundstedt í landi þar sem her og her- þjónusta hefir um margra kyn- slóða skeið verið jafn-ríkur þáttur og í Þýzkalandi, hefir ekki farið hjá þvi, að herinn og foringjaráð hans yrðu að ýmsu leyti ríki i ríkinu. Hefir það enda þótt við brenna, að herforingja- stéttin þar i landi færi sínu fram, hvað sem hinni fóltísku forystu liði, hvort sem sú forysta var falin umboðsmönnum þjóðar- innar, arftökum keisaravalds eða valdaránsmönnum þeim, sem siðastliðin tiu ár hafa með völd farið. Þýzku hershöfðingjarnir, sem almennt eru viðurkenndir að vera með fremstu mönnum heimsins í sinni sérgrein, mynda all-þröngan pólitískan hóp, auk þess sem þeir eru flestir eða allir sömu stéttar og ætternis, enda almennt kallaðir „júnk- arar“, og bendir það til að þeir séu af sveita-aðli Prússlands. Er svo talið að markmið þeirra hafi jafnan verið að gera Þýzkaland að voldugu herveldi og stórveldi, enda hafa áætlanir um þetta sízt verið sparaðar, og er meðal þeirra hin mikla hern- aðaráætlup von Schlieffens, gerð á árunum 1900—1908, en framkvæmd í aðalatriðum 1914 i innrásinni í Frakkland. Talið er að von Kluck marskálkur, sem stjórnaði hægra armi innrásarhersins, hafi þó i verulegum atriðum hvikað frá áætluninni, og varð það til þess að Þjóðverjar biðu ósigur að lokum eftir fjögurra ára styrj- öld. 1 þessu striði var einnig til vendileg áætlun um innrás í Frakkland, og heppnaðist hún, eins og kunnugt er, miklu betur en ráð hafði verið fyrir gert. Um innrás í Rússland varð hins- vegar að fara eftir ófullgerðum áætlunum og við engan styrk af hálfu rússneskra svikara, svo Framh. á 2..siðu. HELZTU VIÐBURÐIR EVROPU- STYRJALDARINNAR. 1939: i 1. sept.: Hitler ræðst á Pólland. 3. sept.: Bretland og Frakkland segja Þjóðverjum strið á liendur. 30. nóv.: Rússar ráðast á Finnaí 1940: 13. marz: Finnar semja frið við Rússa. 9. apríl: Þjóðverjar ráðast inn i Danmörku og Noreg. 10. maí: BRETAR HERNEMA ISLAND. —- Þjóðverjar ráð- \ast inn í Belgíu, Holland og Luxemburg. 2. júní: Dunkirk-orustan á enda. 11. júni: ítalir reka rýtinginn í bak Frökkum. 17. júní: Reynaud segir af sér. Petain myndar stjórn og bið- ur Hitler um vopnahlé. 22. júni: Frakkar undirrita vopnahlé j Compiegne. 7. ágúst: Italir ráðast inn i Brezka Somaliland. 8. ágúst: Orustan um Bretland hefst. 15. sept.: 185 þýzkar ílugvélar slcotnar niður yfir Bretlandi. 28. okt.: ítalir ráðast inn í Grikkland. 1941: 6. april: Hitler ræðst á Grikk- land og Jugoslaviu. 10. mai.: Hess kemur til Eng- lands. — Innrás hafin á Krít. 22. júní: Hitler ræðst á Rúss- land. 7. júlí: AMERISKAR HER- SVEITIR KOMA TIL ÍS- LANDS. 7. des.: Arás á Pearl Harbor. 11. des.: Hitler og Mussolini segja Bandaríkjunum stríð á hendur. 1942: 1. jan.: Hinar 26 sameinuðu þjóðir bindast samtökum um að semja ekki sérfrið. 1. júli: Rommel stöðvaður við Alamein. 16. sept.: Þjóðverjar komast að úthverfum Stalingrad. 3. nóv.: Undanhaldið hefst frá Alamein. 8. nóv.: Bandamenn ganga á land í NV.-Afríku. 12. nóv.: Undanhald Þjóðverja byrjar i Rússlandi. 1943: 2. febr.: Þjóðverjar-gefast upp við Stalingrad. 12. inaí: Uppgjöf á Bon-höfða. 10. júlí: Innrás á Sikiley. 8. sept.: ítalía gefst upp skil- yrðislaust. 18. nóv.: Orustan um Berlin hefst. 1944: 22. jan.: Landganga hjá Anzio. 31. jan.: Innrás á Marshall- eyjar. í DAG: INNRÁS HEFST FRA BRETLANDL frá því, að Þjóðverjar gáfu út fyrstu tilkynningu sína, þangaS til fyrsta tilkynning bandamanna var gefin út klukkan 7,32. Þá var sending á frönsku nýbafin frá öllum útvarpsstöSvum Breta, sem senda jafnan til meginlands- ins. . Allt í einu hvarf rödd þulsins, án þess aS nokkur aS- vörun vðen um þaS gefin, og eftir nokkurra sekúndna þögn var sagt á ensku, aS?nikilvæg tilkynning yrSi lesin eftir and- artak. .-i SíSan var tilkvning sú les- in, sem hér er aS ofan og eft- ir þaS var hún lesin á öllum meginlandsmálum hvaS eftir anaS. Kl. 7,50 tók Eisenhower til máls og sagði m. a.: „Innrásin er gerð eftir sam- ræmdum áætlunum sem undir- búnar liafa verið í samráði við bandamenn okar í austurvegi. Stund frelsisins er að renna upp. Verið þolinmóðir og sá dagur mun koma, þegar eg mun kalla ykkur til að rísa upp gegn harð- stjórum yðar. Þeir Frakkar, sem hafa átt skipti við Þjóðverja, Frh. á 2. siðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.