Vísir - 06.06.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmti
Auglýsingar 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 6. júní 1944.
125. Ibl
HERSVEITIR BANDAMANNA STREYMA
TIL FRAKKLANDS I LOFTI OG A LEGI.
Hernaðaraðstaðan: Aðalher bandamanna hefir gengið á land milli Coen
Cherbourg, nyrzt i Normandie.
vestan Signuósa — og
Chrarchill talar:
4000 stór skip og þúsundir
smáskipa á Ermarsundi.
11.000 flugvélar ern íil verudar
landgöngfuiiiii.
hurchill hélt ræðu í neðri málstofunni í morgun og gaf
^ þar síðustu fréttirnar af innrásinni. Hann skýrði meðal
annars frá því, að 4000 stór skip tæki þátt í innrásinni, auk
margra þúsúnda smáskipa, en 11,000 flugvélar af „fyrstu
Iínu“ (tvær eða þrjár til vara fyrir hverja þeirra), eru til
verndar innrásarherjunum.
Hann skýrði frá því, að fjöldi
fallhlífahermanna hafi verið lát-
inn svifa til jarðar á ýmsum
stöðum og hefði þeim tekizt að
koma sér fyrir á þeim stöðum,
sem þeim var ætlað að taka.
Orustuskip voru búin að
halda uppi skothríð á strand-
virkin, þegar gengið var á land,
og voru með þeim monitor-skip,
sem eru grunnrist og búin
þungum fallbyssum, auk beiti-
skipa, Tókst þeim að þagga að
mestu leyti niðri í strandvirkj-
unum á þeim stöðum, þar sem
gengið var á land.
Þjóðverjar höfðu komið fvrir
allskonar hindrunum í sjó úti
fyrir ströndum, en smáskip
voru látin hreinsa slóð fyrir
flutningaskipin, svo að þau
komust klakklaust til strandar.
Hélt Churchill því fram, að
bandamenn liefði getað komið
Þjóðverjum að óvörum, þegar
jjeir hófu innrásina.
Þá skýrði Churchill frá ])ví,
að fallhlífahermenhirnir hefði
verið látnir svífa til jarðar á
tímabilinu frá 6—8,15 (4—6,15
ísl. tími), en litlu síðar hefði
verið gengið á land af smá-
skipum.
Eisenhower ávarpar her-
numdu þjóðirnar og segir:
Búizt til uppreistar.
Landgangau er á mörgnm
itöðum, en þeir ern ekki
allir nefndir.
Nákvæmlega 1740 dögum eítir að styrjöldin hólst með árás
Hitlers á Pólland hafa bandamenn byrjað innrásina á meg-
inland Evrópu og með því hafið sókn þá, sem þeir ætla
að láta brjóta Þjóðverja á bak aftur.
Rétt fyrir birtingu í morgun flaug fjöldi flugvéla úr 9.
flugher bandamanna inn yfir norðurströnd Frakklands og
út úr þeim stukku fallhlífahermenn í tuga- og hundraðatali.
Þeir voru framsveitir innrásarhersins, sem þá voru á leið til
strandar i innrásarbátum. Bandamenn hafa ekki enn látið
uppi, hvar meginárás þeirra sé, en Þjóðverjar hafa hinsvegar
tilkynnt, að herskip þeirra hafi lagt til orustu við innrásarskip
bandamanna á Signuflóa, fyrir austurströnd Normandi-skaga.
Flugvélar Breta fóru óvenju-
lega snemma af stað til megin-
landsins í gærkveldi. Að jafnaði
fara jiær ekki fyrr en nokkurum
stundum eftir að myrkt er orðið,
en að ])essu sinni flugu þær út
yfir Ermarsund, áður en kvöld-
sett var. I nótt var árásunum
Iialdið áfram af krafti og voru
hörðustu árásirnar gerðar á
Calais og Dunkirk. Þjóðverjar
tilkynntu þó, að ekki liefði verið
gerðar neinar tilraunir til land-
göngu þar og hafa árásirnar þá
að líkindum verið gerðar til ]æss
að draga athygli Þjóðverja frá
hinum raunverulegu fyrirætl-
unum bandamanna.
Montgomery stjórnar.
1 London liéfir það verið lil-
kynnt, að Montgomery hers-
höfðingi hafi á hendi stiórn
hersveita þeirra, sem sendar
liafa verið suður yfir Ermar-
sund. Hersveitirnar erú brezkar,
aineriskar og kanadískar.
Brezk-amerískur floti vernd-
ar flulningaskipin og innrásar-
I)átana og eru tvö amerísk her-
skip fyrir hver-þrjú hrezk. Auk
]>ess eru skip með norskum,
griskuni og hollenzkum áhöfn-
um lil verdnar lierflulningun-
um.
jÖguríegur
flugvélafjöldi.
Fréttaritarar, sem eru í ýms-
um borgum á Suður-Englandi,
segja, að aldrei Iiafi slíkur flug-
vélafjöldi verið á ferli yfir
Mennirnir hér að ol'an eru meðal æðstu foringja bandamanna. Lengst til vinstri er Dwight D. Eisenhower, yfirhershöfðingi banda-
manna. Hann er rúmlega fimmtugur að aldri. — Næsta myndin er af Omar Bradley, hershöfðingja, sem er yfirmaður allra amerískra
herja á vígvöllunum. — Þá kemur Sir Bertram Ramsay, yfirmaður alls flota handamanna, sem styður innrásaraðgerðirhar. — Sir
Arthur Tedder, sem er vinstra megin á myndinni lengst til hægri, hefir á hendi mikilvægasta embættið, sem flugmanni nokkuru
sinni hefir verið falið. Maðurinn á myirdinniimeð^Tedder er Ira Eaker, sem nú er yfirmaður flugherja bandamanna á Italíu. —
Ermarsundi og hafa verið á
flugi fram og aftur yfir sundinu
Frh. á 3. síðu.
Ætlunin að taha
Cheibouig-skaga,
segja Þjóðverjar.
Þjóðverjar segja, að það sé
greinilega ætlun bandamanna
að taka Cherbourg-skaga með
tangarsókn.
Lið hefir verið sett á land
beggja vegna við skagann inn-
arlega og eiga sveitirnar að
sækja inn á hann og taka þar
höndum saman, til þess að hægt
sé að hreinsa fyrir norðan þær
og opna höfnina í Cherbourg
fyrir heri bandamanna.
Þjóðverjar segjast hafa tekið
marga fanga og hefir einn
þeirra, enskur hermaður, látið
svo um mælt, að bardagarnir sé
svo ægilegir, að hann hafi al-
veg fengið nóg af þeim fáu mín-
útum, sem hann barðist, áður
en hann var tekinn til fanga.
Harðir bardagar eru meðal
ífnnars liáðir hjá borginni Caen,
sem er skammt frá Signu-flóa.
Þar berst lið ]>að, sem á að
sækja vestur á bóginn eftir rót-
um Cherbourg-skagans.
FLRSTIJR mm* FKETTIRXAR
af mm
1V.LÍ
'á
IIJ