Vísir - 01.07.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur. Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamenn Stmli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 145. tbL Myndir af Hitler brenndar á báli, Ólgan f HLöfn nær hámarki. Fregnir hafa borizt frá Kaup- mannahöfn til Stokkhólms um að í fyrrinótt hafi ólgan í Kaup- mannahöfn náð hámarki. Fólk þyrptist út á göturnar í þúsundatali og skeytti ekkert um bann Þjóðverja um að allir skyldu halda sig innan dyra frá kl. 11 til sólarupprásar. Kveikti mannfjöldinn víða bál á gatna- mótum og torgum og var mynd Hitlers brennd á báli, þar sem ekki var völ á betra brenni. Lögreglan reyndi fyrst að nota eingöngu kylfur sínar við að ryðja göturnar, en síðan var herlið látið skjóta á mannþyrp- ingarnar. Verkföllin hafa breiðzt út enn og hafa hafnarverkamenn og bakarar bætzt í hópinn. Þýzkir njósnarar teknir í U.S. Tveir þýzkir njósnarar hafa verið handteknir í Bandaríkjun- um. Menn þessir fóru á vélbáti vestur um haf frá Frakklandi og höfðu í fórum sínum alls- konar tæki til að koma skila- boðum um herflutninga og sigl- ingar. En mennirnir léku ekki lengi lausum hala, því að þeir voru handteknir degi eftir land- gönguna og bíða nú dóms. 158 sambands- félög í U.M.F.I. Ungmennafélag Islands telur nú 158 sambandsfélög, með 8500 félagsmönnum. Á fundi, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, voru gerðar nokkr- ar ályktanir, og eru merkileg- astar af þeim þær, sem hér fara á eftir: Sambandsstjórn falið að at- huga möguleiká á endurbygg- ingu Þrastalundar. Samþykkt að ráða Kristján Eldjárn cand. mag. leiðbein- anda ungmennafélaganna um örnefnasöfnun. Samþykkt að Iandsmót U. M. F. 1. í íþróttum skuli haldið að Laugum i S.-Þingeyjarsýslu, eða öðrum hentugum stað norðanlands, vorið 1946. ' Bnizt við nýrrl | sdkn Japana til Impal. Bandamenn búast við því, að Japanir geri enn eina tilraun til I að ná Impal á sitt vald. Það liggja tvennar ástæður fyrir því, að Japönum er nauð- syn að ná þessari borg. önnur er sú, að ná henni fyrir bæki- stöð til framhaldssóknar inn í Indland, en hin er að ná í mat- vælabirgðir þær, sem Bretar eiga þar. Er farið að sverfa að japönsku hersveitunum, sem hafast enn við fyrir sunnan borgina og flutningar á vistum j til þeirra frá Burma mundu vera miklu meiri erfiðleikum háðar en úrslitatilraun til að ná Impal, því að dauðinn virðist bíða þeirra, hvort sem er. — 8œjar fratlíf Messur: Hallgrímssókn. Messa í Austur- bæjarbarnaskólanum kl. 2 e. h. Síra Jakob Jónsson prédikar. Að messu aflokinni verður aðalsafnaðarfund- ur sóknarinnar. Fríkirkjan. Messa kl. 5, sira Ámi Sigurðsson prédikar. Hafnarfjarðarkirkja. Messað kl. 5 e. h., síra Garðar Þorsteinsson prédikar. Dómkjrkjan. Messa kl. 11 f. h„ síra Bjarni Jónsson. Helgidagslæknir: Ólafur Helgason, Garðastræti 33, sími 2128. Áheit Hvalsneskirkju, Höfnum: Kr. 50.00 frá K. Þ. Aheit á Strandarkírkju, afhent Vísi: Kr. 20.00 frá J. Þ. 15,00 frá J. J. 5,00 frá þakklátri móður. 3,00 frá gamalli konu. Til dönsku flóttamannanna afhent Vísi: Kr. 470,00 f rá starfsfólki Ríkisútvarpsins Næturakstur í nótt: B. S. R. Simi 1720. Aðra nótt: Hreyfill, sírni 1633. Hjúskapur. 25. þ. m. voru gefin saman i hjónaband ungfrú Helga Guð- mundsdóttir, Súluholti, og Karl J. Eiríks, Torfastöðum, Biskupstung- um. Utvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Útvarpshljómsveitin leikur j norræn lög. 20.45 Leikrit: Þættir úr „Melkorku" eftir Kistinu Sigfús- | dóttur (leikstjóri: Haraldur Björns- | son). 21.35 Hljómplötur: Klassisk- ' ir marsar. j Framsókn klofnar á Siglufirði. Þormóður Eyjólísson rekinn úr Framséknarfélaginu. Vegna ágreinings um endurbyggingu Rauðku. J^llmikil átök hafa átt sér stað innan Framsóknarflokksins á SiglufirSi og hefir þeim lokiS svo um sinn, að Þor- móður Eyjólfsson ræðismaður hefir verið rekinn úr Fram- sóknarfélaginu á staðnum. Sundurþykkjan stafar af hinu svonefnda „Rauðkumáh“, en það hefir risið út af fyrirætlunum um að endurbyggja Rauðkuverksmiðjuna. Var Þormóður andvígur endurbygg- ingunni, en aðrir Framsóknarmenn — með bæjarfógeta í broddi fylkingar — vilja að verksmiðjan verði endurbyggð. Var haldinn fundur í Framsóknarfélaginu á Siglufirði um síðustu helgi og bar Guðmundur Hannesson bæjarfógeti þar upp tillögu um það, að Þormóði væri vikið úr félagmu. Var tillagan samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm, en fjórir fundarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Báðir aðilar búa sig undir stórorustu á Odonbökkum Tækifærið komið til að reka bandamenn 1 sjóinn. En bandamenn hafa leynda hermenn frá Afríku og Italíu. JJú er tækifærið komið, " sem Þjóðverjar hafa beðið eftir, að reka her bandamanna í sjóinn í einu lagi.“ Brezka útvarpið hefir ofan- greind ummæli eftir hermála- fræðingi Transozeanfréttastof- unnar þýzlcu. Hermálafræðingurinn kann- aðist við það, að það hefði ver- ið mikill sigur fyrir banda- menn að ná Cherbourg, en nú væri búið að fylkja svo liði gegn bandamönnum í Normandie, að hægt væri að láta til skarar skríða gegn hersveitum þeirra. Fleiri þýzkar flugvélar. Þýzki flugherinn lætur nú bera meira á sér en fyrst eftir innrásina. Þó senda Þjóðverjar að jafnaði ekki fram meira en svo sem 200 flugvélar á dag að jafnaði. Aðstaða þýzku flug- sveitanna er einnig erfið að því leyti, að flugvellir þeirra eru langt inni í landi og margir að- eins bráðabirgðabrautir vegna skemmda þeirra, sem flugvélar bandamanna liafa unnið á stærstu flugvöllum þeirra. l Reyndir hermenn í brezka liðinu. Herstjórn bandamanna hefir látið það Uippskátt, að það sé annar brezki lierinn, sem bei*j- ist í vinstra fylkingararmi bandamanna í Frakklandi. Hon- um er stjórnað af Dempsey hershöfðingja, sem hefir verið sleginn til riddara fyrir góða stjórn á mönnum sinum. I her þessum er mikið af reyndu liði, sem hefir barizt við Þjóðverja i Afríku og viðar. Þannig eru þarna m. a. skozkar liersveitir, sem voru í 8. heín- um brezka, enskar hersveitir úr 1. hernum, sem barðist allan tímann í Tunis og loks ýmsar hersveilir, sem voru i 5. her bandamanna á Ítalíu. Mikil eítirspurn eftir garðávöxtum. Ræktun garðávaxta í gróður- húsum virðist, það sem af er vorsins, vera heldur minni en á sama tíma í fyrra. Og ]iað sem berst af tómötum og agúrkum á markaðinn fullnæg- ir ekki eftirspurninni. Einkum lierst mun minna af tómötum en á sama tima í fyrra, en aftur á móti heldur meira af agúrk- Vörubílstjórar hófu verkfall \ hér í morgum. Naiiiniiiffar náðúst á Akureýri í gær. — Verkfall yfirvofandi f Ey jum. ítalía: Hraðari sókn á vesturströndinni Bandamenn hafa aukið hrað- ann í sókn sinni vestast á Ítalíu- vígstöðvunum. Þetta stafar af þvi, að Þjóð- verjar Iiafa liætt að reyna að tefja sókn þeirra með bardög- um bakvarðasveita og láta sér nægja að rífa upp vegi, sprengja upp Trýr og leggja sprengjur í jörð. Blaðamenn á Italíu sima, að herstjórn bandamanna geri sér vonir um að ná Livorno um helgina og í siðasta lagi um miðja næstu viku. Mundi taka þeirrar borgar verða mikill fengur fyrir bandamenn, enda þótt miklar viðgerðir verði að fara fram á höfninni, áður en hún verður nothæf á nýjan leik. Rússar 300 km. frá Austur-Prússlandi. Sókn Rússa heldur áfram af sama kappi og áður í Huita- Rússlandi og norður á finnsku . vígstöðminum. í Hvita-Rússlandi hafa Rúss- ar meðal annars farið yfir Beresina-ána á breiðu svæði og eru lengst konmir átta kiló- 1 metra inn í Vilnahérað i Fól- ! landi. Framsveitír Rússa þar eiga um .'500 km. ófarna vesl- ur til landamæra Austur-Prúss- landi. Þær sveitir Rússa, sem Isóttu hraðast fram í gær, fóru um 30 km. Milli Ladoga og Onega hafa Rússar tekið allmarga staði og einnig fyrir norðaustan Viborg. 18^.000 Þjóðverjar á einni viku. Herstjórn Rússa hefir nú til- kynnt, að fyrstu viku hernað- araðgerðanna í Hvita-Rúss- landi liafi þeir fjórir rússnesku lierir, sem þar sækja á, tekið eða fellt 184.000 Þjóðverja. Hafa um það bil þrír fjórðu lilutar þess herafla verið felldir. Hergagfiatjón Þjóðverja er m. a. sem hér segir, að sögn Rússa: 950 skriðdrekar og sjálfakandi byssur, 5000 fall- byssur af öðrum gerðum, þús- undir spengjuvarpa og um 30,- 000 vörubifreiðar. ^Förubílstjórar hér í Reykja- vík hófu verkfall í morg- un. Hafa samningaumleitanir milli þeirra og atvinnurek- enda staðið yfir um hríð, en ekki borið árangur. Vörubílstjórafélagið Þróttur hér í bæ lét nýlega fara fram atkvæðagreiðslu um það meðal félaga sinna, hvort stjórninni skyldi veitt heimild til að gera verkfall ef samningar næðist ekki. Veittu félagsmenn þessa heimild og var verkfallið þá boðað frá 1. júlí. Jónatan Hallvarðsson saka- dómari, sáttasemjari, hefir haldið marga fundi með aðil- um, en þeir báru ekki árangur.. Siðasti fundur stóð fram á nótt í gær, en í morgun hófu vöru- bílstjórar verkfall. Samninga- umleitunum verður haklið á- fram í dag. Akureyri. Samningum hafði einnig ver- | ið sagt upp á Akureyri, en í gær náðist samkomulag þar fyrir tilstilli Þorsteins M. Jóns- sonar sáttasemjara, sem liafði unnið að málinu í þrjá daga>. I Samningar náðust um það, að kaup i almennri verka- i mannavinnu skvldi vera kr. kr. 2.50 á klst., en eftirvinna bætist með 507' og næturvinna með 1007 • Unnið skal 8 stunda vinnudag, en kaffitímar greið- ast eigi. Sé verkamenn kallaðir til vinnu að næturlagi, skal greiða þeim fyrir eigi skemmri vinnu en tveggja klukkustunda. I gær og dag fer fram at- kvæðagreiðsla hjá bakarasveifi- um á Akureyri um það, hvort Bakarasveinafélag Islands skuli fá heimild til þess að hefja verkfall hjá bökurum á Akur- eyri, ef ekki hafa náðst samn- ingar um kaup og kjör jieirra fyrir 11. júlí næstkomandi. Það skal tekið fram í þessu sam- bandi, að ekkert sérstakt bak- arafélag er til á Akureyri, held- ur eru bakarar þar meðlimir í Bakarasveinpfélagi Islands, sem þess vegna er rétti aðilinn til þess að boða verkfall, ef til þarf að koma. V estmannaey jar. Nýlega hefir farið fram at- kvæðagreiðsla í Sjómanna- og vélstjórafélagi Vestmannaeyja, um það, hvort stjórn félagsins skuli veitt heimild lil þess að hef ja verkfall, ef samningar um kaup og kjör sjómanna og vél- stjóra þar hafi ekki náðst fyrir Þjóðverjar draga að sér mikið skriðdrekalið. Fleygur Breta lijá Caen mjög híettu- legur. llerstjórn bandamanna býst við því, að Þjóðverjar muni leggja til stórorustu um Caen og brúarstæði Breta yf- ir Odon-ána nú alveg á næst- unni. ^ Fleygur sá, sem brezku her- sveitirnar í 2. her Breta hafa rekið framhjá Caen og yfir Odon-ána, er Þjóðverjum miklu hættulegri, en ætla mætti i svip. Geti Bretar fært út kvíarnar verulega þarna, ná þeir á vald sitt mjög mikilvægum sam- gönguæðum, bæði bílveg og járnbraut, .sem Þjóðverjum er nauðsyn að hafa, til þess að vörn þeirra milli Orne og Signu verði ekki nær óframkvæman- leg. 1. lota um g-arð gengin. Fréttaritari U. P. við höfuð- stöðvar 2. brezka hersins hefir átt viðtal við Dempsey, hers- höfðingja hans. Sagði Dempsey, að bandamenn hefðu unnið fyrstu lotuna, nefnilega að koma sér á land og skapa sér á- kjósanleg skilyrði til frekari sóknar með þvi að ná bvúar- stæði yfir Odon. Nú biði þeir rólegir eftir því að 2. lota hefj- ist. (Sjá um 2. herinn í 3. dálki). Talsmaður við stjórn 2. hers- ins hefir einnig sagt í viðtali við U.P., að Þjóðverjar hafi unnið af slíku kappi undanfarið að því að flytja lið og hirgðir til stöðva sinna andspænis 2. hernum, að það megi telja víst, að þarna hefjist mjög bráðlega mesta orusta, sem háð hefir verið, síðan innrásin var gerð. Hafa Þjóðverjar eirikum dreg- ið að sér mikið skriðdrcka- og stórskotalið þarna. 6 hershöfðingjar fallnir. Hitler tilkynnti í gær, að þýzki hershöfðinginn Doll- mann hefði fallið á þriðjudag. 1 því sambandi bendir her- stjórn bandamanna á það, að þenna dag hafi Typhoon-vélar verið sendar í árás á þýzka að- albækistöð í borginni St. Se- veur, norðaustur af Tours í Norður-Frakklandi. Var bæki- stöðin lögð í rústir. Þetta er sjötti hershöfðing- inn, sem Þjóðverjar missa í Norður-Frakklandi. Frú Sigríður Benónýs er 50 ára í dag. Heimilisfang frú- arinnar er: Roos Bros, Shattuch Square, Berkely California., U.S.A. 4. júlí næstkomandi. Fór at- kvæðagreiðslan þannig, að stjórnin fékk heimild til verk- fallsboðunar og hefir hún notað sér þá heimild og er þvi boðað verkfall þann 4. júlí Hæstkom- andi, ef samningar hafa ekki náðst þá. um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.