Vísir - 29.07.1944, Síða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIABAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján GuSIaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 166 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Upphaf eða endir
FRÁ í>VÍ er Hitler brauzt
til valda og flokkur hans,
hefir kommúnistagrýlunni
mjög verið hampað á megin-
landi Evrópu. Hættan var talin
vofa yfir í austrinu, og myndi
flæða yfir Evrópu strax er her-
veldi Þýzkalands yrði Juotið á
bak aftur. Er innrásin í Rúss-
land var ákveðin, sendi Hitler
trúnaðannann sinn og stað-
gengil Rudolf Hess til Bretlands
í þeim erindagerðum að leita
hófanha um samninga, þannig
að Bretar gæfi Þjóðverjum ekki
aðeins frjálsar hendur í austri,
heldur styrktu þá einnig til að
vinna á Rússunum, með því að
láta þeim í té alla hergagna-
framleiðslu sina og aðra þá
framleiðslu, sem að gagni mátti
koma i síýrjaldarrekstri. í þeim
umræðum var mjög hampað
kominúuistahættunni, en Bret-
ar voru ekki hræddari við hana
en svo, að þeir léðu ekki máls á
samningum, en ákváðu að halda
baráttu sinni áfram við hlið
Rússa ef verða vildi. Samvinna
Rússa og annarra bandamanna
hefir síðan orðið nánari með ári
hverju, ög ætla má að einangr-
un Rússlands verði óþekkt fyrir-
brigði að ófriðnum loknum,
enda munu ráðstjórnarríkin
eiga fullan þátt í alþjóðasam-
vinnu. Gefur það góðar vonir
um að talcast muni að skapa
viðunandi ástand í heiminum,
enda kann það ekki góðri lukku
að stýra að mestu stórveldi
heims skerist úr leik eins og
raun varð á í Þjóðabandalaginu
á sinni tið og innilokunarstefn-
an vaði því næst uppi í algleym-
ingi.
Átökin á meginlandi Evrópu
um þessar mundir eru furðu-
lega athyglisverð að því leyti, að
auðsætt er að Hitler hugsar sér
nú að stofna til margboðaðrar
baráttu „allra gegn öllum‘“, en
að bolálievisminn njóti upp-
skerunnar. Þetta er síðasta há-
frompið, sem Hitler hefir á
hendinni og hann hefir spilað
því út. Meðan þýzki herinn beitir
öllum kröftum gegn innrásar-
herjnm bandamanna, er alger
upplausn ríkjandi á austurvig-
stöðvunum. Rússar taka þar
stór iandflæmi á degi hverjum
án verulegrar mótstöðu og er
nú svo komið að ekki er annað
sýnna, en að alger tortiming
bíði þar þýzka hersins fyrr en
varir, en jafnframt berist leik-
urinn inn fyrir landamæri Aust-
ur-Prússlands og þannig inn í
Stór-Þýzkaland sjálft. Þegar
svo er komið verður þess vænt-
anlega skammt að bíða að innra
hrunið skelli yfir, upplausnin í
hernum leiði til uppreistar, en
jafnframt flæði rauði herinn
inn yfir Þýzkaland að austan og
bandamenn að vestan. Auðsætt
er að engilsaxnesku þjóðirnar
óttast ekki kommúnistahættuna
hið minnsta,eins og blað komm-
únista hér vill vera láta. Þessar
þjóðir hafa beinlinis boðað
löngu fyrirfram og um leið og
samvinna við Rússa var upp
tekin, að þau stórveldi, sem
sterkust yrðu að ófriðinum
loknum og þar á meðal ráð-
stjórnarríkin, myndu skipa
málefnum heimsins á viðunandi
veg, og þar yrði virt frelsi til
sjálfsákvöhðunar og sjálfs-
stjórnar hvers einstaklings. í
því felst liinsvegar engin yfir-
lýsing um að stjórnskipulag eða
stefna ráðstjórnarríkjanna nái
yfirhöndinni, nema síður sé,
enda er barizt fyrir lýðræði
fyrst og fremst en ekki einræði.
Hvorki Bretland né Bandaríkin
munu sjá ástæðu til að breyta
stjórnarháttum sinum, jxítt þeir
vinni stríðið við hlið Rússa og
skipun mála annarra þjóða
verður rædd af öllum þessum
aðilum.
Kommúnistar mættu þvi
muna hið fornkveðna, að ei er
sopið kálið þótt í ausuna sé
komið, og sigur bandamanna
jdir Þjóðverjum, er ekki per-
sónulegur sigur kommanna
hér á mölinni eða yfirleitt
stefnu þeirra, sem sögð er ald-
arfjórðungi aftur úr, ef miðað
er við framkvæmd stefnunnar í
ráðstjórnarríkjunum og þær
breylingar, sem hún hefir tekið
frá því er byltingin var gerð.
Má það teljast furðulegt afrek
hjá kommunum hér að standa
í stað svo langan tíma og hyggj-
ast að gera enn um nokkurt
skeið. Orð hefir verið á þvi gert
af spámönnum og spekingum,
að annað hvort sé mannkynið á
hraðri leið til algerrar eyðingar,
eða að upphaf nýs lifs sé í vænd-
um. Því fer svo f jarri að komm-
únisminn sé hið nýja líf, sem
fyrirsjáanlega kemur, að vafa-
laust þyrfti enn eina heims-
stjn-jöld til að ryðja honum
braut, eða brjóta hann á bak
aftur. Áður en að því rekur mun
mikið vatn hafa flotið til sjávar
og núlifandi kynslóð væntanlega
komin undir græna torfu, nema
því aðeins að slíkt uppgjör færi
fram strax, sem engin ástæða
er til að ætla. Kommarnir geta
ekki farið að dæmi Karls Marx
og sett fram kenningar, sem
miðaðar eru við ríkjandi ástand,
en eltki þær breytingar, sem
verða kunna ýmissa orsaka
vegna síðar, og þá þróunarinnar
fyrst og fremst, en það vilja
þeir gera sökum rýrnunar i
heilasellunum frá því er þeir
hættu að hugsa sjálfstætt og
gleymdu gagnrýnisgáfunni.
Boðskapur þeirra um komandi
kommúnisma skelfir engan.
Friðarsamningar þeir, sem
verða gerðir og skipun alheims-
mála i sambandi við þá, geta
boðað endi á kommúnismanum
engu síður en upphaf. Allt þetta
skýrist á sínum tíma og komm-
arnir geta beðið rólegir þangað
til, en muna mega þeir það að
allt hefir sitt upphaf og endi,
— jafnvel kommúnisminn.
Forseti íerðast
umhverfís land.
Forseti íslands hefir ákveðið
að ferðast um landið.
Hefst ferðin sunnudaginn 30.
júlí um Borgarfjarðar-ogMýra-
sýslu með viðdvöl á Akranesi
og i Borgarnesi. 31. júlí í Dala-
sýslu með viðdvöl í Búðardal.
1. ágúst um Húnavatnssýslu
með viðdvöl á Blönduósi. 2.
ágúst um Skagafjörð með við-
dvöl á Sauðárkróki. 3. ágúst um
Þingeyjarsýslu með viðdvöl á
Húsavík. 4. ágúst á Akureyri. 5.
ágúst á Siglufirði. 6. ágúst á
Hólmavík árdegis og ísafirði
síðdegis. 7. ágúst á Patreks-
firði. 8. ágúst í Stykkishólmi.
Eftir 2—3 daga dvöl i Reykja-
vík mun forseti að forfallalausu
fara til Vestmannaeyja og Aust-
fjarða. Þar á eftir mun hann
heimsækja nærsýslurnar á Suð-
urlandi. 1 fylgd með forseta
verður Pétur Eggerz forseta-
ritari.
Nauðsyn að auka ílutninga
á afurðum hraðfrystihúsa.
lliísin full svo að vart er hægt að
Irysta beitnsíld.
Voði fyrir dyrum, ef þetta lagast ekki.
^egna þess Kvað flutningar
til útlanda á afurðum
hraðfrystihúsanna gengur nú
seint, horfir til vandræða um
frystingu beitusíldar fyrir
næstu vertíð.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Vísir hefir aflað sér,
eru flest hraðfrystihús á land-
inu nú full af fiski, svo að mörg
þeirra geta ekkert fryst af síld,
en önnur aðeins lítið eitt af því,
sem nauðsyn er að frysta, ef
beituskortur á ekki að gera
vart við sig á næstu vertíð.
Orsakirnar til þessa eru ýms-
ar. Bretar hafa sjálfir séð um
flutning á fiskinum, en hafa
fækkað skipum við þá flutninga
upp á síðkastið og skip, sem
liefðu getað tekið fisk til út-
flutnings, hafa verið látin taka
kjöt. Fyrir bragðið hefir fisk-
urinn safnazt fyrir í landi og
munu nú um 15,000 smálestir
fiskjar bíða afskipunar.
Að vísu er nokkur von til
þess, að flutningar frá frysti-
húsum hér við Faxaflóa verði
auknir á næstunni, en mjög litl-
ar horfur munu vera á þvi, að
frystihús úti um land fái úr-
lausn.
Það er íslendingum — og
jafnframt Bretum, sem kaupa
fiskinn — hið mesta hagsmuna-
mál, að svo mörg skip sé höfð
í þessum flutningum, að þeir
geti gengið tafarlaust. Meðan
ekki er hægt að losa frystihús-
in, er engin von til þess að hægt
sé að afla nægilegrar beitu fyr-
ir næstu vertíð og þá eru vand-
ræði fyrir dyrum. Á Siglufirði
verður t. d. aðeins hægt að
frysta helming þess beitumagns
sem fryst var i fyrra. Þar við
bætist svo, að síldarafli er svo
tregur, að nota þyrfti hvert
tækifæri, sem hægt er, til að
afla síldar í beitu.
Þá hefir og komið fyrir, að
raddir hafa heyrzt um það frá
Bretlandi, að ísfiskurinn frá Is-
landi sé ekki góður, þótt það
sé vitað, að þar er ekki Islend-
ingum einum um að kenna, því
að þeir flytja ekki sjálfir allan
ísfiskinn. En þessar tafir á
flutningum hraðfrysta fiskjar-
ins gæti orsakað það, að menn,
sem eru ókunnugir málavöxt-
Frá ráðningarskrifstofu land-
búnaðarins liefir blaðinu borizt
eftirfarandi upplýsingar. Sem
kunnugt er, lauk skrifstofan
störfum um siðustu helgi og
hafði þá starfað frá þvi i byrj-
un maímánaðar.
318 beiðnir um kaupafólk
bárust skrifstofunni, og skipt-
ust þær þannig:
124 kaupamenn, þar af 7 lielzt
til ársvistar.
195 kaupakonur, þar af 7 helzt
til ársvistar.
77 drengir undir 18 ára aldri,
þar 1 helzt til ársvistar.
15 stúlkur undir 18 ára aldri,
Auk þessa var beðið um 36
færeyska kaupamenn, og liefir
því alls verið beðið um 411 ísl.
verkamenn og 36 færeyska, og
var raunar beðið um fleiri. En
fleiri beiðnir voru ekkiskráðar,
þar eð fyrirsjáanlegt var, að
fleiri menn gæfu sig ekki fram.
Til ráðningarstofunnar komu
aðeins 20 Færeyingar af 30,
sem Búnaðarfél. Islands hafði
verið beðið að útvegi hér vinnu
í sveit.
Á starfstíma sínum annað-
ist ráðningarstofan þessar
ráðningar:
45 kaupamenn,
53 kaupakonur,
46 drengir,
13 stúlkur,
20 Færeyingar.
Auk þess er skrifstofunni
kunnugt um, að nál. 30 bænd-
ur, er þar voru skráðir, hafa
fengið nokkra eða fulla úrlausn
um verkafólk utan skrifstof-
unnar, sumir þó fyrir óbeina
um, teldu sökina hjá Islending-
um, að þeir gætu ekki staðið
við gerða samninga og það yrði
notað til að ófrægja okkur.
Af því, sem hér að ofan er
sagt, er það Ijóst, að lausn verð-
ur að fást hið fyrsta á þessu
máli. Verður ríkisstjórnin að
gera það, sem í hennar valdi
stendur, til að greiða fyrir þess-
um flutningum.
milligöngu skrifstofunnar. Þá
er skrifstofunni kunnugt um,
að a. m. k. 85 skrásettir verk-
seljendur hafa ráðizt í sveit til
bænda, sem ekki leituðu til
ráðningarskrifstofunnar. Hins-
vegar er skrifstofunni kunnugt
um, að riftað hefir verið nokkr-
um ráðningum.
Eftir því, sem næst verður
komizt, er 167 bændum, sem
leitað liafa til ráðningarskrif-
stofunnar ófullnægt um:
79 kaupakonur,
142 kaupamenn,
31 dreng,
2 unglingsstúlkur,
16 Færeýinga.
Langflestar beiðnir hafa bor-
izt frá bændum í Árnessýslu
eða 96, þá úr Gullbringu- og
Kjósarsýslu 43, úr Rangárvalla-
sýslu 38, úr Borgarfjarðarsýslu
32 og úr Mýrasýslu 30. Úr öðr-
um sýslum eru beiðnir frá einni
upp í 13 og úr Suður-Múlasýslu
og N.-Þingeyjarsýslu hafa eng-
ar beiðnir komið til skrifstof-
unnar.
Bezt ganga ráðningar í ná-
grenni Reykjavíkur, upp #i
Borgarfjörð og í Árnessýslu, og
helzt fá þeir bændur úrlausn,
sem komið geta á ráðningar-
skrifstofuna og setið um verka-
fólkið, sem þangað kémur.
Þegar atliugað er, hvernig
skráningar hafa borið að á
starfstíma skrifstofunnar og
hvernig ráðningar hafa tekizt
fyrir það fólk, sem skráð var
hvern mánuðinn, þá verður
þetta eins og hér segir:
Scrutator:
<p
QoucUvl
C£
Ráðningarstofa landbúnaðarins annaðist
177 ráðningar til bænda.
Lédik störfum um slðastliðna helgi.
Kirkjugiarðarnir.
Jón Arnfinnsson fer enn á stúf-
ana i Vísi 22. þ. m. í „Raddir al-
mennings". Eg mun nú ekki eýða
miklu rúmi til andsvara þessum
seinni skrifum hans, þvi þess gerist
ekki þörf. Það sem eg sagði í fyrra
svari mínu stendur óhaggað. Jóni
er það auðsjáanlega mikið áhuga-
mál, að koma því inn hjá fólki að
kirkjugarðurinn sé illa hirtur. Svo
langt gengur hann í þessu efni, að
hann skirrist ekki við að segja ins-
vitamdi ósatt um það. Hann segir
að ekki hafi Verið sprautuð trén í
garðinum, þó eg hafi skýrt honum
frá því að á þessu ári, svo sem áð-
ui1, voru öll tré í garðinum spraut-
uð, á þeim tíma sem heppilegast er
talið. Það var snemma í þessum
mánuði sem Jón átti tal við mig
inni á Freyjugötu, og þá sagði eg
honum þetta, og þar að auki það,
að skógfræðingur garðanna hefði
bæði áhuga og samvizkusemi til að
gera það sem hægt væri trjágróðr-
inum til vemdar.
(Eftir þessari reynslu af sann-
leiksást Jóns hef eg litla trú á hon-
um sem heimildarmanni og tel ekki
ástæðu tihað eyða tíma í trjáskoð-
un með honum. Auk þess hafa menn
sem notið hafa trjáræktarvísdóms
Jóns og verka, átt tal við mig og
látið lítið af hans öryggiskrafti mót
óþrifum í trjám og görðum. Það
væri sjálfsagt hægt að fá nánari
vitneskju um garðræktarafrek Jóns,
þó eg hafi ekki fundið ástæðu til
að leggja mig eftir því, fram yfir
það, sem eg hefi sjálfur rekið mig
á. Mér eru sem sé störf hans óvið-
komandi þegar hann heldur sig utan
kirkjugarðanna. En þar hefir hann
sem betur fer ekki starfað svo að
heitið geti um æðilangt skeið.
Felix Guðmundsson.
Hraðsamtöl.
Miklir erfiðleikar eru oft og ein-
att á að ná símasambandi við Akur-
eyri sökum þess hve línan er á hlað-
in. Að degi til verða menn að bíða
von úr viti, taka hraðsamtöl eða
forgangshraðsamtöl til þess að
komast að, en slíkt er æði útgjalda-
samt. Yfir síldveiðitímann hefir
ávallt verið miklum erfiðleikum
bundið að fá greiða afgreiðglu á
þessum línum, með því að útvegs-
mennirnir hafa yfirleitt ekki spar-
að forgangsréttinn, þótt þeir hins-
vegar hafi þurft að greiða nokkuð
fyrir hann. En hvað munar um
einní kepp í sláturtíðinni ? Auðveld-
ast var fyrir menn, sem ekki höfðu
svo brýnum erindum að gegna að
þau þyldu nokkra bið, að tala til Ak-
ureyrar á kvöldin. Þá gekk af-
greiðslan yfirleitt greiðlega. Starfs-
fólk símans hefir undantekningar-
litið reynt að greiða eftir frekustu
getu fram úr hvers manns vandræð-
um, en fengið misjafnar þakkir fyr-
ir, þegar biðin hefir verið farin
að „taka á taugarnar.“. 1 rauninni
er furðulegt hve einstakri þolin-
mæði símameyjarnar eru gæddar.
Þær gegna þreytandi störfum ár
eftir ár og fá margt orð í eyra, en
þrátt fyrir það láta þær slíkt ekki á
sig fá. Starfið hlýtur þó að vera
þreytandi og „hugasvekkjandi“,enda
munu þess dæmi að stúlkur, sem
lengi hafa unnið á miðstöðvunum,
bili á taugum og þoli ekki argið
lengur. En hvernig er réttur þeirra
tryggður þegar svo er komið? Fá
þær auðveldari störf eftir langa
þjónustu, ef þess gerist þörf ? Slíkt
væri eðlilegt og myndi tíðkast hjá
hverjum góðum vinnuveitanda. —
Vafalaust gerir landsímastjórnin
slíkt hið sama. En hvernig er hag-
ur stúlknanna tryggður bili þær al-
veg, þannig að þær séu ekki vinnu-
færar? Það er athugunarefni og
þeirri hlið málsins mun ekki hafa
verið sinnt svo sem skyldi. Ætti að
bæta fyrir fyrri syndir í þessu efni,
og eitthvað mun hafa verið gert,
þótt það nái ekki til þeirra, sem
þegar eru farnar úr þjónustunni
og eiga við heilsuleysi að striða.
Þær eiga hins vegar lika rétt á sér
og munu ekki vera það margar að
verulega munaði um að styrkja
þær sem vera ber af fé símans eða
opinberu fé.
Bændur Verkaf.
Skrán. Ráðn. Skrán. Ráðn.
Maí .. 192 99 94 65
Júni .. 93 34 85 63
Júlí .. 34 13 49 29
319 146 228 157
Ráðningartölurnar sýna ekki
hvaða ráðningar gerðust hvern
mánuðinn, heldur hitt, hvað
ráðist hafði að lokum af verka-
fólkinu eða til bændanna, sem
skráning hvers mánaðar sýnir.
Samanburður á skráðum
beiðnum bænda og ráðningum,
sem tekizt hafa, sýnir, að ráðn-
ingar móti beiðnum nema þeim
hundraðshluta, er hér greinir:
Fyrir kaupam. 36.3% 70.3%
— kaupak. 27.2% 87.0%
— drengi 60.0% 73.0%
— stúlkur 86.6% 70.0%
Aftari tölurnar sýna, hvað ráð-
ist hefir hlutfallslega af skráðu
verkafólki. Færeyingar eru
ekki teknir með i töfluna hér
að ofan.
kona Gunnars ræðismanns Ól-
afssonar í Vestmannaeyjum var
borin til grafar í gær, en hún
andaðist að lieimili sínu 19. þ.
m., eftir langvarandi vanheilsu.
Frú Jóhanna var Reykvik-
ingur að uppruna, dóttir Eyþórs
Felixsonar kaupmanns, sem
allir eldri Reykvíkingar kann-
ast við og konu lians, Kirstínar
Ásgrímsdóttur. Ólst hún upp í
föðurgarði, en árið 1898 giftist
liún eftirlifandi manni sínum
og fluttist með honum austur
til Mýrdals, en þar gerðist hann
verzlunarstjóri fyrir Brydes-
verzlun. Eftir tíu ára dvöl í Vík
fluttust þau hjón til Vestmanna-
eyja og gerðist Gunnar þar ein-
hver mesti athafnamaður, sem
verið liefir i Eyjum, en auk þess
hlóðust á hann margvisleg
trúnaðarstörf. Samfara öllu
þessu reyndi að vonum engu
síður á húsmóðurina en hús-
bóndann, og var heimili þeirra
hjóna alla tíð orðlagt fyrir
margvislega rausn og myndar-
skap. Hafa þau reynt hvort-
tveggja, að hafa úr litlu að
spila og -einnig allsnægtum,
enda lengst af verið vel efnum
búin, en þau kunnu einnig vel
með að fara og kærðu sig ekki
um lifsvenjubeytingar þótt
efni ykjust.
Eins og verða vill á langri
leið fóru þau hjón ekki á mis
við ýmsar raunir um æfina. Af
sex börnum, sem þeim varð
auðið, eru þrjú á lífi: Guðlag,
gift Andrési Þormar aðalgjald-
kera landssímans, Nanna, gift i
Eyjum ásamt Halldóri lækni
hér i bænum, kvæntur Valgerði
Vilhjálmsdóttur. Látin eru:
Kristín, sem dó i bernsku, Ólaf-
ur, sem drukknaði í Vestmanna-
yejum ásamt Halldóri lækni
Gunnlaugssyni o. fl. og Sigurð-
ur verzlunarstjóri, sem var önn-
ur hönd föður síns meðan hans
naut við.
Frú Jóhanna átti við þrálátt
heilsuleysi að stríða, en bar þá
byrði með prýði. Hún var mild
lcona og góð, hæglát og ekki
fyrirferðarmikil i daglegri
framgöngu. Hún var glaðvær
að eðlisfari og vel látin af öll-
um, sem henni kynntust.
Vinur.
Ibornar
kvensvuntur
nýkomnar.