Vísir - 02.08.1944, Page 3
VISIR
FlngrsaKngrönsriir
í frnmtíðinni.
Eftir VISCOUNT KNOLLYS.
Hafa menn gert sér grein íjt-
ir, að þjóð þessa lands á flug-
flota, sem síðastliðið ár flaug
tólf og hálfa milljón milur, en
það jafngildir þvi, að flogið sé
daglega allan ársins hring frá
Englandi til Nýja-Sjálands og
þaðan aftur til Englands og frá
Eng^lndi til New York og til
haka.
Eg byrja svona vegna þess,
að það er undrunarefni, hve
margir menn gera sér ekki grein
fyrir, lxvað brezki flutninga-
flugflotinn gerir á stríðstímum.
Menn hafa heyrt mikið um
liina hávaðasamari lilið striðs-
reksturs vors, svo sem það,
hvernig áhafnir flugvéla vorra
flugu til Malta, þegar hún var
í umsátursástandi, hjálpuðu til
að flytja lið bx-ott frá Krít,
fluttu vistir í vestur-eyðimörk-
inni og stökktu Focke-Wulf-
flugvélum á flótta, þegar þær
gerðu árásir á Mosquito-flug-
vélar vorar, sem héldu uppi
flugferðum til Svíþjóðar. En
þetta eru aðeins nokkur dæmi.
því að þetta er það sem vér ger-
um dag eftir dag, er vér fljúgum
í þjónustu flutningadeildar
flughersins, sem stjórnað er af
Sir Frederick Bowhill, mar-
skálki, sem við höfum hið nán-
asta samstarf við.
Við erum i þjónustu flug-
málaráðuneytisins. Við flytjum
það, sem okkur er afhent og
þangað, sem okkur er skipað.
Við aðstoðum við að lialda uppi
samböndum milli meginlands
Bretlandseyja og eyjanna, sem
eru allt i kringum þær.
Menn hafa heyrt nokkuð um
„ferjuna“ til Ameríku, yfir
Norður-Atlantshafið. Menn vita
eflaust við hvað er átt með
henni. Landflugvélar okkar
fljúga til Aemríku með flug-
menn þá, sem flogið hafa am-
erískum sprengjuflugvélum til
Englands. Þessir flutningar hafa
nú staðið í tvö ár, sumar og
vetur i hvernig veðri sem var
og meirí hraða hefir verið náð
en áður hefir þekkzt. Yfirmað-
ur flutningadeíldarinnar stjórn-
ar þessum flutningum, sem
flugvélaúliafnirnar halda uppi,
3200 mílna leið frá Englandi til
Montreal og til Englands aftur,
nokkurum sinnurn á viku,
stundum án nokkurrar viðdval-
ar; oftast er þó höfð viðdvöl á
einum stað. Allt annars eðhs er
leiðin Suður-Afrika til Indlands
um Egyptaland. Þessi leið snert-
ir Bretlandseyjar ekki neitt,
‘þótt hún sé 8000 mílna löng.
Þá má geta um áætlunarferðirn-
ar, sem við höldum uppi frá
Englandi til hinna nálægari
Austurlanda og Indlands. Sú
leið er lika mjög löng eða um
8000 mílur. Við fljúgum þvert
yfir Afríku frá Gullströndinni
til Súdan og Egyptalands. Þetta
er sama leiðin, sem við könnuð-
um fyrir nokkurum árum. Við
höldum einnig uppi reglubundn-
um flugferðum með hinum
stóru Boeing flugbátum okkar
þvert yfir Atlantshafið um Ný-
á sumrin. Þetta eru flugleiðirn-
ar, sem við höfum haldið uppi
og munum lialda uppi í fram-
tíðinni eins reglulega og unnt
er á styrjaldartímum. Erfið-
leikar á reglubundnum flug-
ferðum á styrjaldartimum eru
margvíslegir. Eg hefi flogið
30.000 mílur eftir þessum leið-
um og þekki þessa erfiðleika
af eigin reynd. Nú njótum við
ekld sömu liagræða og fyrir
stríð um veðurfregnir og lend-
ingar við slæm skilyrði, en við
munum njóta þeirra þeim mun
betur eftir strið. í eftirlitsferð-
um til allra stöðva á meginlönd-
unum fjórum, kynntumst við
ýmsum viðfangsefnum okkar í
nútíð og framtíð. Þau eru mjög
mismunandi. T. d. var eg dag
einn að athuga lendingar- og
brottfararskilyrði á fluvöllum
í 7.000 feta hæð i Eritreu. Þar
er loftið þynnra og lengri leið
þarf til að hefja sig til flugs.
En nú ætla eg að tala um
flugið eftir stríð. Greiðari sam-
göngur 'stofna til nánari kynna
milli manna á sviði einlca- og
opinberra viðskipta. Þeir, sem
viðskipti eiga saman geta nú
hitzt i stað þess að skrifast á,
og allir vita, hve mikill munur
er að þekkja þann, sem skrifað
er, heldur en að láta álit sitt á
honum og skapgerð hans vera
komið undir kynnum, sem
hann hefir haft af honum gegn-
um bréfaviðskipti.
Verzlunarmenn, sem ferðast
til annara landa, þurfa ekki að
vera eins lengi burtu frá skrif-
stofum sínum, heimilum og
fjölskyldum, og óhjákvæmilegt
væri, ef þeir ferðuðust með
hinum gömlu farartækjum,
skipum eða járnbrautum. Þró-
un flugsamgangnanna er þýð-
ingarmikil vegna tækifæris þess,
sem æskunni hýðst við þær, þvi
að við viljum bæta þekkingu
þeirri, sem við höfum öðlast
meðan á stríðinu stendur við
það, sem við áður vissum og
örfa með því æskuna til dáða
i framtíðinni.
Fyrsta viðdvöl, Kairo.
Við skulum hugsa okkur að
kalt janúarkvöld sé óg að við
séum að stíga upp í stóra fjög-
urra hreyfla farþegaflugvél,
sem að innan er rúmgóð og
skrautleg. Við sjáum upphúin
rúm og heita drykki fram-
reidda, svo að við áttum okkur
varla á því, að við erum i flug-
vél. Við fljúgum i 20.000—
30.000 feta hæð, því að uppi
i loftinu er kjörorðið: Þvi
hærra, þeim mun betra. En við
finnum elcki loftþrýstinginn,
því að þar til gerð tæki í flug-
vélinni halda honum jöfnum.
Um níu klukkustundum síðar
erum við vakin og boðið te og
ef við lítum nú út um gluggann,
sjáum við pýramídana og er við
höfum þvegið okkur og rakað,
stígum við út úr flugvélinni, í
björtu sólskini til þess að fá
okkur morgunverð i Kairo,
fyrstu áfangastöðinni frá Lon-
don. Næsta dag erum við ef til
vill komnir til Suður-Afriku
eða Indlands.
Og nú munuð þið spyrja nieð
fullum rétti, hvað eigi að gera
til þess að England taki viðeig-
andi stöðu á sviði flugsam-
gangna eftir stríð. Þeir, sem
hugsa um innanlandsflugsam-
göngur, eru að hrjóta heilann
um, hvað hægt sé að gera til
þess að endurbæta þær, en í
þessari grein tala eg aðeins um
viðfangsefnih á sviði flugsam-
gangna milli landa og í þeim
efnum skoðum við okkur, sem
erum í þjónustu brezku milli-
landaflugsamgangnanna sem
ráðgjafa hvers þess, sem verður
falið að annast flugleiðir milli
Bretlands og annara landa. Við
höfum enga löngun til að halda
einir uppi flugsamgöngum
milli landa.
Við vitum eldd ennþá, hvaða
þátt einstaklingsframtak, flutn-
ingshagsmunir o. f 1., svo sem á
sér stað á sviði siglinga og járn-
brautarsamgangna, kunna að
eiga í þessum millilandasam-
göngum. En við þurfum að
hafa skipulagskerfi tilbúið að
stríðinu loknu, því að við þurf-
um á slíku að halda fyrir þá,
sem vilja bæta millilandaflug-
samgöngur okkar með reynslu
þeirri, sem herflugflotinn hefir
öðlast í stríðinu. Eitt er Jjó vist.
Hvort sem verða mun sérleyfi
eða ekki á millilandaflugsam-
göngum, verður aldrei skortur
á samkeppni, þvi að þótt ekki
verði nema eitt brezkt félag,
sem heldur uppi flugsamgöng-
um á hinum ýmsu leiðum, þá
mun það áreiðanlega fá næga
samkeppni frá félögum annara
þjóða, til að örfa til framtaks,
en það yrði vissulega vel þegið
af okkur.
Eitt af augljósustu viðfangs-
efnum okkar á næstu árum er
að sannfæra menn um það, .að
við höfum hæfan flugflota til að
lialda uppi fljótum og örugg-
um ferðum. Flugvélranar, sem
við gerum ráð fyrir að verði
telcnar í notlcun þegar að stríði
loknu, liafa farþegarúm, sem
hægt er að fljúga í í 20.000 feta
hæð, án þess að farþegarnir
verði annars varir en að flogíð
sé í 7—8000 feta liæð. í þessum
flugvélum mun verða útbúnað-
ur, sem gerir þeim fært að
fljúga gegnum frjósandi loft.
Hraði þessara flugvéla er áætl-
aður 240 mílur á klst. eða
meira, en með þeim hraða er
unnt að fljúga viðstöðulaust frá
Londan til Egyptalands eða
þvert yfir Atlantshafið á móti
vindum þeim, sem næstum allt-
af blása þar. Síðar mun meiri
vélaorka og stéllausar flugvél-
ar gera mönnum unnt að fljúga
liraðar, lengra og með þyngra
hlass, en þetta hefir í för með
sér liærri farþegatölu og lægri
fargjöld. Það er enginn efi á
því, að vísindamenn þeir og
flugvélaframleiðendur, sem
hafa byggt flugvélar þær, sem
nú eru að vinna stríðið, munu
tafarlaust að styrjöldinni lok-
inni snúa sér að framleiðslu
fundnaland og stundum ísland
véla og flugvéla, sem verða
meðal þeirra beztu, sem völ er
á. Við liöfum nýlega séð mynd-
ir af einni þessara flugvéla,
York-vélinni, sem framleidd er
af sömu verksmiðju og fram-
Ieiðir hinar frægu Lancaster-
flugvélar. Eg hefi flogið i York-
vélinni. Hún er annað og meira
en venjuleg sprengjuflugvél,
hún er mjög líldeg til að verða
ágæt farþegaflugvél.
Athugun á þörfum þeirra,
sem ætla að fljúga. 1
Menn eru ef til vill að liugsa
um það nú, hvers allir hinir
væntanlegu farþegar okkar
þarfnast og æskja. Við höfum
sent margar spurningar til
nokkurra þúsunda manna, sem
líklegastir eru til að verða far-
þegar okkar í framtiðinni. Við
viljum kynnast þörfum þeirra
og óskum og erum siðan ráðnir
í því að halda uppi fullkomn-
ustu flugsamgöngum i heimin-
um. Við höfum einnig rætt við
áhafnir flugvélanna um þetta
mál.
Og nú skulum við elcki eyða
miklum tíma í að tala um, hve
flugsamgöngur liafa náð
skammt í fortíðinni. Látum alla,
sem áhuga liafa á þróun brezlcra
flugmála hjálpa til að byggja
upp það, sem getur orðið mikið
brezkt fyrirtæki. Til þess ósk-
um við að hafa skilning manna
á þvi, hvað fyrir okkur vakir.
Við væntum stuðnigs manna
þegar flugsamgöngur okkar eru
óaðfinanlegar, en þegar svo er
ekki„ tökum við með þökkum
á móti gagnrýni. Við viljum, að
menn segi til um það, hvað gera
þarf.
England hefir haft forustuna
í flutningamálum áður. Eg er
viss um að þegar fram liða
stundir, verður staða okkar sú
sama á sviði flugmála. Við vilj-
um með flugsamgöngum okkar
leggja okkar slcerf til frekari
þróunar og nánaii skilnings
meðal þjóða heimsins, en slíkur
skilingur er skilyrði fyrr raun-
verulegum friði og endurreisn.
Þvotfahúsið Drífa
verður lokað á morgun j
(íimmtudag) eftir kL 1.
EINKALEYFI.
Hagnýting íslenzkra einkaleyfa nr. 122, á útbúnaði við sjálf-
brennandi rafskaut, og nr. 123, á útbúnaði við rafskaut og til að ,
festa þau upp, stendur til boða árið 1944. Lysthafendur semji j
við: Det Norske Aktieselskab for Elektrokemisk Industrie, að-
alslcrifstofa, Oslo, Noregi. Utbús-skrifstofa: 101 Park Avenue,
New York Cityv U. S. A.
Uii^liiisra
vantar til að bera VÍSl um
Bræðraborgarstíg
Laugaveg neðri.
Dagrblaðið TMB
Höfum beztu tegund af amerískum
kaffibæti fyririiggjandi.
Þórður Sveinsson & Co.s h.L
HÚSEIGN,
með góðri baklóð óskast keypt nú þegar.
Blikksmiðja Reykjavíkur
Laugavegi 5 3 A.
LEIGULÓÐIR
Leigulóðir til íbúðarhúsabygginga verða látnar í
haust í Kaplaskjóli. Á lóðunum á að byggja ein-
lyft hús.
Eyðublöð undir umsóknir og allar upplýsingar
er hægt að fá í skrifstofu bæjarverkfræðings hjá
arkitekt Þór Sandholt alla virka daga kl. 11 —
12 f. h.
Umsóknir sendist bæjarráði fyrir 20. ágúst n. k.
Bæjarverkfræðingur.
ÍBÚÐIR.
Tvær stórar og góðar 3 herbergja íbúðir, ásamt stúlknaher-
bergjum, í húsi sem er í smíðum við Grenimel, eru til sölu.
Fasteigna- og verðbréfasalan
Suðurgötu 4. Sími 3294.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og velvild við
andlát og jarðarför konur minnar,
Valgerðar H. Guðmundsdóttur,
Hringbraut 158. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda
Kristján Helgason.
Bretar vilja ekki
fisk í 4 daga.
Bretar vilja helzt ekki a3
fiskur verði landaður í Bret-
landi 4.—7. þessa mánaðar.
Hér í bænvim hafa spunnizt
miklar tröllasögur út af tilkynn-
ingu þeirri, sem samninganefnd
utanríkisviðskipta hefir birt til
skipaeigenda í útvarpinu síð-
ustu dagana. Er þess farð á leit
í tilkynningunni, að skipaeig-
endur eða umráðamemi skipa
sjá svo um, eftir því sem fært
er, að skip leggi ekki fisk á land
dagana 4.—7. ágúst. Hafa menn
verið að geta sér til, að þetta
muni meðal annars stafa af því»
að einhverjar stórkostlegar
hernaðaraðgerðir sé í aðsigi.
Sannleikurinn er sá, að nú um
helgina verður almennur fridag-
ur i Bretlandi (Bank Holiday)
og verður venjulegum flutn-
ingum ekki haldið uppL
Bardögum lokid
á Tinian
Bandaríkjamenn hafa gengið
á land á eyjunni Rota, sem er
skammt frá Guam.
Þessi fregn Japana hefir ekki
verið staðfest i Washington, en
ástæðulaust er að álita að húm
sé ósönn.
Þá hárust þær fregnir frá:
Tinian í gær, að bardögum megi
heita lokið. Voru Japanir um-
kringdir á eynni, með þvi að
landgöngulið flotans gekk á
land á suðurströnd hennar.
Fimmtarþraut
meistaramót l.S.1. fer fram á
íþróttavellinum í kvöld kl. 6.30.
Keppendur eru 8 að þessu sinni,
allir úr K. R.
Meðal keppenda eru Jón
Hjartar, núverandi Islands-
meistari í fimmtarþraut, Skúli
Guðmundsson, Einar Þ. GuS-
johnsen, Brynjúlfur Ingólfsson
o. fl. Aðgangur er ókeypis. Að-
alhluti meistaramóts 1. S. 1. í
frjálsum íþróttum fer franrti
dagana 12. og 13. ágúst og er
þegar vitað um mikla þátttöku
frá Vestmannaeyjum og Aust-
urlanái.
Handknattleiksílokkur
ísfirzkra kvenna á för-
um heim.
Handknattleiksflokkur ís-
firzkra kvenna lagði af stað
áleiðis til Isafjarðar í gær.
Hefir flokkur þessi sem
kunnugt er tekið þátt í Hand-
knattleiksmóti kvenna, sem liáð
hefir verið í Ilafnarfirði að und-
anförnu og lauk á laugardaginn-
Gat flokkurinn sér góðan orðstiir
og fer ósigraður heim, þótt ekki
ynni hann mótið (Ármann sigr-
aði á jafntefli).
Meðan flokkurinn dvaldi hér
syðra fór liann í boði bæjar-
stjórnar Reykjavikur til Þing-
valla og Sogsfossa, en i hoði
bæjarstjórnar IlafnarfjarSar
fór hann til Gullfoss og Geysis.
í fyrrakvöld fór svo flokkur-
inn í hoði Í.R. austur aS Kol-
viðarhöh og var honum þar
lialdið samsæti. Flutti þar form.
Í.R. ræðu og afhenti stúlkunum
hverri fyrir sig eintak bókar-
innar Island i myndum.
í flokknum voru þessar stúlk-
ur: Maria Guðmundsdóttir,
Hjördís Þorvarðardóttir, Sig-
ríður G. Hagalín, Aðallieiður
Guðmundsdóttir, Kristjana
Guðmundsdóttir, Gyða Saló-
monsdóttir, Guðmunda GuS-
mundsdóttir og Unnur Konráðs-
dóttir.
Fararstjóri flokksins, Ágúst
Leós, hefir beðið blaðiS að færa
öllum þeim bezlu þakkir, sem
sýndu flökknum gestrisni og
stuðluðu að því að gera för hans
sem ánægjulegasta.