Vísir - 08.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR
Sérstaklega mikið um
ferðalög um verzlun-
armannahelgina.
Sást varla bifreið á stoðvunum.
För templara til Vestfjarða
tókst mjög vel.
Viðtal við Þorstein J. Sigurðsson.
jgins og kunnugt er, efndi Þingstúka Reykjavíkur til farar til
Vestfjarða um síðustu helgi. Vísir átti í dag tal við Þorstein
J. Sigurðsson kaupmann, sem var formaður fararnefndar, og bað
hann um að segja ferðasöguna í höfuðdráttum. Fer frásögn hans
hér á eftir:
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: ,1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
»Með einhverjum
hætti«
FTIR ÞVÍ sem Morgunbl.
skýrði frá fyrir nokkrum
vikum, liöfðu flokkarnir á-
kveðið að taka upp viðræður
um stjórnarmyndun i lok júlí-
mánaðar. Má því búast við að
þessar viðræður séu nú hafnar.
Má og nokkuð marka af leið-
urum Mbl. og Þjóðviljans sem
ræða nú um samstarf á degi
hverjum.
Sérstaka athygli mun það
hafa vakið meðal þeirra fáu,
sem lesa Þjóðviljann og eldd
eru kommúnistar, að nú eru það
utanríkismálin sem eiga að vera
aðalatriðið í samvinnunni. Allt
snýst nú hjá þeim um þessi mál.
Lítur þetta mjög einkerinilega
út þegar gætt er hinnar fjand-
samlegu afstöðu sem þeir und-
anfarið hafa telcið gagnvart
Bandaríkj unum og þeirrar ó-
kurteisi sem þeir hafa sýnt
þeirri þjóð í skrifum sínum og
framkomu undanfarna mánuði.
Hinn mikli áliugi sem komm-
únistarnir sýna nú fyrir utan-
ríkismálunum, verður ekki
slcýrður á annan veg en þann,
að þeir vilji hafa gagnger áhrif
á það hvernig islenzka þjóðin
snýr sér i þessum málum. Til
þess vilja þeir taka þátt í „sam-
starfi“ flokkanna og þeir segj-
ast ekki trúa öðru en það megi
takast að vinna saman að stjórn-
armyndun „með einhverjum
hætti“. Mun vera við það átt,
að kommúnistarnir bendi á
mann í stjórnina, sem þeir geti
lálið koma á framfæri skila-
boðum en beri ekki ábyrgð á,
eins og þeir buðu í vor.
Samvinna ábyrgra flokka er
nú nauðsyn. Því fyrr sem hinir
flokkarnir skilja það, að engin
hætta stafar af kommúnistun-
um, þegar menn hætta að táka
þá álvarlega, því fyrr verður
liægt að sameinast um skyn-
samlegar aðgerðir.
Straumhvörf
skammt undan.
NÆSTU sex mánuðir munu
morgu breyta hér sem
annársstaðar. Enginn vafi er
ruí á því að stríðinu i Evrópu
verður lokið á þessu ári með
ósigri Þýzkalands. Hvort eftir
þessu þarf að bíða í þrjár vikur
eða þrjá mánuði getur enginn
sagt ð« leikslokin eru skammt
undan. Þetta hefir nú fjvst orð-
ið ljóst síðustu vikurnar eftir að
innrásin heppnaðist að fullu og
eftir að í Ijós kom hinn mikli
árangur af sókn Rússa.
Við þessa skyndilegu breyt-
ingu verður einnig liér á landi
að horfa á margt í öðru Ijósi en
gert var fyrir 2—3 mánuðum.
Þegar stríðnu lýkur, hlýtur að
detta botninn úr mörgu hér hjá
okkur, sem höfum lifað í 4 ár á
/.1r..njulegum stríðsgróða á
r >kar mælikvarða. Stríðsgróða-
tekjumar munu hverfa eins
skjótt og þær komu. Verðlækk-
un hlýtur að koma vegna þess
hversu verðlagið hefir verið
, Tásið upp á óheilbrigðan hátt.
r?r verðbólgan væri ekki jafn-
rn;kil og hún er nú, þá þyrfti
ekki að óttast þær illu afleiðing-
JJm verzlunarmannahelgina 1
var alveg sérstaklega mik- 1
ið um ferðalög fólks út úr '
bænum, enda var veðursæld j
óvenjulega mikil, hér og í
nágrannasveitum. Vísir átti
sem snöggvast tal við Berg-
stein Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóra Bifreiðastöðv-
arinnar ,,Hreyfils“, í morgun.
Skýrði hann blaðinu frá því,
að varla hefði sézt bíll á stöðv-
unum yfir helgina, svo að telj-
andi væri, því að þeir hafi þeg-
ar á laugardag verið, flestallir,
pantaðir til langferða, hingað
og þangað upp um sveitir
landsins. Kvað hann ekki nánd-
ar nærri liafa verið hægt að
fullnægja allri eftirspurn eftir
bifreiðum, og hafi þó allir bíl-
ar verið látnir fara, sem not-
hæfir voru, með tilliti til hjól-
barða og annarra nauðsynlegra
bifreiðahluta. Telur Bergsteinn
hjólbarðaskortinn valda miklu
um það, að ekki sé hægt að
ferðast eins langt á mörgum
bifreiðum, sem æskilegt væri.
Sagði hann þó nokkra bíla hafa
orðið að „sitja heima“ sökum
þessa skorts.
Flestir munu hafa ferðast til
Þingvalla, eyi einnig allmargir
að Laugarvatni, Gullfossi og
Geysi og annara staða hér í
nágrenninu.
Þá ferðaðist fjöldi fólks eitt-
hvað út fyrir bæinn, með
strætisvögnum og áætlunar-
bifreiðum, enda er það óum-
deilanlegt atriði, að menn
njóta betur sumars og sólar,
þó ekki sé farið nema ör-
skammt út fyrir bæinn, held-
ur en í bænum sjálfum, — og
veldur göturykið þar mestu
um.
Eins og geta má nærri, fóru
mjög margir út úr bænum i
einkabifreiðum sínum, og all-
margir munu hafa farið á reið-
hjólum sínum og reiðhestuin
og nokkrir ferðuðust fótgang-
andi.
Þjóðminjasafnið
á Háskólalóðinni.
Bæjarráðsfundur var haldinn
s.I. föstudag og gerðist meðal
annars þetta:
Bæjarráð samþykkti fyrir
sitt leyti, að þjóðminjasafna-
bygging verði’ reist á Háskóla-
lóðinni. Háskólaráðið hefir boð-
ið lóð undir væntanlegt hús
þjóðminjasafnsins á lóðinni
fyrir vestan Gamla Stúdenta-
garðinn á mótum Melavegs og
Hringbrautar og telur bygging-
arnefnd þjóðmirijasafnsins að
þessi lóð geti komið til greina.
Samþykkt að úthluta ekki
fleiri bráðabirgðalóðum við
Vogaveg. Á lóðum þessum eru
íbúðarliús, sem fullnægja ekki
kröfum byggingarsamþykktar-
innar og eru byggð með því skil-
yrði, að þau verði tekin burtu,
bæjarsjóði að kostnaðarlausu,
þegar krafist verður, með sex
mánaða fyrirvara.
ar, sem nú verður ekki hægt að
umflýja. Þeir sem hj^ggnir eru
fara að búa sig undir að
mæta þeim afleiðingum sem
breytingin veldur. Við skulum
aðeins vona að umskiptin verði *
ekki á þann hátt að verðbólgan
breytist skyndilega í verðlækkun
sem hafi í för með sér atvinnu-
leysi og margskonar erfiðleika.
íþróttamót Austfirð-
inga háð s,l. snnnud.
\
4 ný Austurlandsmet
sett.
Iþróttamót Austfirðinga var
háð síðastl. sunnudag að Eið-
um. Keppt var í 10 greinum
frjálsra íþrótta, sundi og knatt-
spyrnu. Tólf félög tóku þátt í
mótinu. Ungmennaj og íþrótta-
samband Austurlands stóð fyr-
ir mótinu.
4 ný Austurlandsmet vor,u
sett og eru þau þessi:
1 þrístökki, Ólafur Ólafsson
stökk 13.29 m., kringlukasti,
Þorvaldur Árnason (Huginn),
Seyðisf.) 39.85 m., í hástökki,
Þorvaldur Árnason (Huginn,
1.70 m., og í stangarstökki
Björn Magnússon (Umf. Hróar,
Hróarstungu) 3.12 m.
í 100 m. hlaupi varð fyrstur
Guttormur Þormar, Umf.
Fljótsdæla 11.4 sek.
800 m. lilaup vann Björn
Andrésson, Umf. Borgarfjarð-
ar, 2:17.0 mín.
3000 m. hlaup: Björn And-
résson, Umf. Borgarfj. 10:22.0
mín.
Langstökk: Guttormur Þor-
mar 6.22 m.
Kúluvarp: Þorvaldur Árna-
son 12.30 m.
Spjótkast: Tómas Árnason
51.37 m.
I knattspyrnu kepptu Ung-
mennafél. Borgarfj. og Austri
á Eskifirði, og sigraði Umf.
Borgarfjarðar með 7:2. Veður
var hið bezta og fór mótið vel
fram.
Kveðja íslendinga
í Noregi.
Frá Guðna Benediktssyni,
formanni íslendingafélagsins í
Osló, liefir þessi kveðja borizt,
dagsett í Osló 17. júní:
„íslendingar og Norðmenn,
sem mættir eru til að hylla 17.
júní og hið nýja sjálfstæði fs-
lands, senda landi og þjóð kær-
ar kveðjur og heillaóskir.
Lifi fsland — lifi frelsið!“
(Fréttatilk. frá utanríkis-
ráðuneýtinu).
Frídagarnir.
Margir notuðu þessa helgi til að
komast úr bæjarrykinu og lyíta sér
upp eftir langar inniverur eða lý.j-
andi störf. Þó munu vart allir hafa
bomizt, sem vildu og stafar það
meðal annars af því, að erfitt er
m fluttninga, þótt ekki sé nema um
stuttar vegalengdir að ræða, en
sumir hafa ekki átt heimangengt svo
lengi, að þeir hafi getað verið heila
daga að heiman.
Nú hefði verið gott að eiga full-
kominn skemmtistað fyrir bæjar-
búa, sem gátu af einhverjum ástæð-
um ekki komið þvi við að fara að
heiman. Það hefði ekki verið ama-
legt að eiga baðstað í hjarta bæj-
arins, eins og Gísli Halldórsson
verkfræðingur hefir stungið upp á.
Fjölbreytturf skemmtistaður.
En mér finnst í rauninni ekki
nóg að hafa baðstað, þótt hann sé
alveg sjálfsagður út af fyrír sig.
Ýmis holl skemmtun er til önnur en
að synda og busla. Það sem Eeykja-
vík þarf að eignast, er fullkominn,
fjölbreyttur útiskemmtistaður, þar
sem fólk getur skemmt sér víð ýmsa
leiki og gleymt dagsins önn.
Hér áður fyrr, meðan gamli
íþróttavöllurinn var enn við lýði, var
þar til byrjunin að slíkum skemmti-
stað. Þarna voru rólur, hringekja
og sitthvað fleira, sem mörgum
Lagt var af stað kl. 7 á laug-
ardagskvöld. Fararnefnd skip-
uðu þeir Þorsteinn J. Sigurðs-
son og var liann formaður eins
og áður var sagt, Einar Björns-
son og Helgi Helgason.
Fyrst var lialdið inn í Djúp
inn fyrir Æðey og blasti þá við
hin aðdáunarlega fegurð lands-
lagsins á þessum slóðum. Til
ísafjaðar var komið kl. 10% f.
h. á sunnudagsmogrun og var
þegar gengið til kirkju. í kirkj-
unni talaði presturinn sr. Sig-
urður Kristjánsson og söng
kirkjukórinn undir stjórn Jón-
asar Tómassonar tónskálds,
nókur lög. M. a. var sung-
ið mjög fallegt lag eftir tón-
skáldið sjálft. Lék tónskáldið
undir á kirkjuorgelið, ,sem einu
sinni var dómkirkjuorgel í
Reykjavík. Að þessu loknu var
gengið til skips og sezt að snæð-
ingi, en það tók nokkuð langan
tíma, þar eð þátttakendur í för-
inni voru um 300 að tölu, en fyr-
ir frábæran dugnað brytans á
Esju, Sigurðar Guðbjartssonar,
lipurð hans og skiplagshæfi-
leika, gekk borðhaldið afburða
vel alla ferðina. Einnig má
þakka þetta ágætri frammi-
stöðu starfsfólks brytans. •—
KI. tæpl. 2 var gengið í fylkingu
upp í bæinn undir forustu
Lúðrasveitar- Reykjavíkur, sem
A. Klahn stjórnaði að vanda.
Fáni templara var í fararbroddi.
Uppi í bænum sameinaðist
fylking ísfirzkra templara
skrúðgöngu Sunnlendinganna
og var síðan haldið upp að
skemmtistað þeirra Isfirðing-
anna, Stórurð. (Þar fóru há-
tíðahöldin 17. júni fram.) Þar
ávarpaði Þingtemplar Isfirð-
inga, Grimur Kristgeirsson,
mannfjöldann. Þar næst söng
Sunnukórinn undir stjórn-Jón-
asar Tómas§onar nokkur lög.
Þá flutti stórtemplar, Kristinn
Stefánsson, ræðu af liálfu sunn-
lenzkra templara. Þar næst lék
Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur
Iög, en eftir það flutti Arngrím-
ur Fr. Bjarnason, ritstjóri ræðu.
Loks ávarpaði Þorsteinn J. Sig-
urðsson fararstjóri mannfjöld-
þykir hin mesta skemmtun að, bæði
fullorðnum sem gömlum. Því mið-
ur lagðist þessi hlið íþróttavallar-
starfseminnar niður og héfir ekki
verið endurreist nema að litlu leyti
og aðeins við og við, svo sem þeg-
ar rólum var komið fyrir á nýja
íþróttavellinum.
Tivoti.
Reykjavík þyrfti að eignast
skemmtistað í líkum stíl og Tivoli
í Kaupmannahöfn. Slíkir skemmti-
staðir eru til um alla veröld og munu
þykja sjálfsagðir og ómissandi, þar
sem menn eru einu sinni farnir að
kynnast þeim. Vafaláust mundi
stofnun slíks fyrirtækis verða dýr,
en dreifa mætti kostnaðinum með
því að fara hægt af stað. Og ekki
þyrfti að efast um aðsóknina.
Staðurinn fyrir öllu.
Undanfarið hafa verið stofnaðir
skemmtistaðir í nágrenni Reykja-
víkur, en þeir hafa ekki náð þeim
vinsældum sem skyldi, og þá fyrst
og fremst vegna þess, hversu erfitt
hefir verið um samgöngur. Þess
vegna er sýnilegt, að aðsókn að
skemmtistað innan bæjarins ætti að
vera tryggð, hvað sem samgöngum
til fjarlægari staða líður.
Eg held, að svo margt mæli með
þessu, að það sé ómaksins vert, að
taka það til athugunar.
ann, þakkaði fyrir góðar mót-
tökur og óskaði Vestfirðingum
allra heilla. Kl. 5 e. li. var liald-
in skemmtun fyrir almenning;
þar lék Lúðrasveit Reykjavíkur
við ágætar undirtektir og Brynj-
ólfur Jóhannes.son leikari
skemmti fólki af sinni alkunnu
snilld.
Kl. 8 um kvöldið var fundur
í Þingstúku ísafjarðar; voru þar
fluttar ræður og samþykktir
varðandi bindindis- og bann-
mál gerðar. Um ld. 11% hófust
dansleikir í Alþýðuhúsinu og
Uppsölum og komust þangað
færri en vildu. Undir dansinum
lék hljómsveit úr Lúðrasveit
Reykjavikur.
Næsta morgunn kl. 5 var
haldið af stað til Þingeyrar við
Dýrafjörð. Þangað var komið
um kl. 8%. Gengið var fylktu
liði með Lúðrasveit Reykjavík-
ur í fararbroddi upp í kauptún-
ið. — Við barnaskólahúsið þar
var haldin útisamkoma. Þar
ávarpaði Natanael Móseasson
mannfjöldann, en af hálfu
Sunnlendinga talaði Einar
Björnsson bókari.
Frá Þingeyi’i var haldið ld. 11
f. h. áleiðis til Reykjavíkur.
Til dæmis um veðurblíðuna
má geta þess, að dansað var á
þilfari Esju er hún sigldi fyrir
Lálraröst. Mun slíkt vera fátítt,
ef ekki einsdæmi.
Hélzt sama góðviðrið alla
ferðina með glampandi sólskini.
Um borð á skipinu skemmtu
til skiptis Lúðrasveit Reykja-
víkur og .Brynjólfur Jóhannes-
son við ágætar undirtektir ferða-
fólksins og eiga háðir þessir að-
ilar þakkir ferðafólksins, sagði
Þorsteinn.
Þá kvað hann Pálma Loftsson
forstjóra Ríkisskips eiga mildð
þakklæti templara skilið fyrir
lipurð hans og skilning á þýð-
ingu farar þessarar, sem full á-
stæða er til að halda, að orðið
hafa fjölda Sunnlendinga og
Vestfirðinga til gagns og gleði.
Um skipstjóra og skipshöfn alla
er það að segja, sagði Þorsteinn,
að betra verður ekki á kosið um
lipurð og vinsemd í garð hins
mikla fjölda farþega. — Til
Reykjavíkur var komið ld. tæpl.
11 í gærkveldi og lék Lúðrasveit
Reykjavíkur að síðustú „Ó, guð
vors Iands“.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25, Hljómplötur: Lög úr
óperettum og tónfilmum. 20.30 Er-
indi: Barátta Germana og Slava
um Evrópu, I. (Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur). 21.55 Hljóm-
plötur: a) Kvintett eftir d’Indy.
b) Inngangur og Allegró eftwr El-
gar. c) Kirkjutónlist.
Næturakstur.
Bifreiðastöð íslands, simi 1540.
Næturlæknir.
Læknavarðstofan, sími '5030.
Næturvörður
er í Ingólfs apóteki, sími 1330.
Tilboð
óskast í að hlaða sum-
arbústað við Álftavatn.
Uppl. gefur
ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON,
hrl., Austurstræti 14.
Sími 5332.
JZ
Scrutator:
O
Frjálslynda saín-
aðarins í Reykja-
vík.
Vinningui:
Nýr sumarbú-
staður við Ell-
iðavatn 09 bif-
reið, í einum
drætti.
Dregið 15. ágúst 1944
Verð hvers miða
kr. 5,00.
Happdrœttishúsið.
Glæsilegasta
HAPPDRÆTTI
ársins!
Miðarxtir fást hjá
safnaðarfólki og á
þessum stöðum:
Austurbær:
Verzl. Gimli, Laugavegi 1,
Bókaverzlun Lárusar G.
Blöndal, Skólavörðustíg.
Verzl. Guðmundar Guðjóns-
sonar, Skólavörðustíg 21,
Verzl. Valhöll, Lokastíg 8,
Verzl. Drífandi, Laufásv. 58,
Verzl. Ingólfur, Grundarstíg
12,
Vísir, útibú, Fjölnisvegi 2,
Kiddabúð, Njálsgötu 64,
Verzl. Ingólfur, Hringbraut
38,
Sig. Þ. Skjaldberg, Laugavegi
49.
Lúllabúð, Hverfisgötu 61,
Verzlunin Rangá, Hverfis-
götu 71,
Verzl. Ásbyrgi, Laugav. 139,
Ræsir, Skúlagötu,
Verzl. Drífandi, Samtún 12.
M i ð b æ r:
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar,
Bókavorzlun Isafoldar,
Bókaverzlun KRON.
Vesturbær:
Verzl. Höfn, Vesturgötu 12,
Verzl. Guðlaugar Daðadótt-
ur, Vesturgötu 59,
Hjörtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1,
Utibú Tómasar Jónssonar,
Bi-æðraborgarstíg 12,
Verzl. Drífandi, Kaplaskjóls-
vegi 1,
Pétur Kristjánsson, Asvalla-
götu 19.
I Hafnarfirði hjá:
Verzl. Einars Þorgilssonar,
Verzlun Jóns Mathiesen og
Verzl. Gísla Gunnarssonar.
Nú eru síðustu
forvöð að ná
sér í miða.
Aðalútsölustaður hjá
Stefáni A. Pálssyni,
Varðarhúsinu.