Vísir - 15.08.1944, Blaðsíða 3
iCJMM
VISIR
Tilboð komin í
sænsku bátana.
Sendiráð Islands í Stokkhólmi
hefir undanfarna mánuði starf-
að að öflun fjölda tilboða frá
sænskum skipasmiðastöðvum í
smíði téðra fiskiskipa svo og
tilboða í aðalvélar og hjálpar-
vélar. Fiskifélag íslands hefir
haft tilboð þessi til athugunar
og er það álit þess að tilboð För-
eningen Sveriges mindra Varv
í Gautaborg sé lang hagkvæm-
ast í smíði bátanna, og hag-
kvæmasta vélatilboðið sé frá
A/B. Atlas Diesel í StokkhólmL
Verð skipa og véla verður ca.
í sænskum kr. sem hér segir:
50 rúml. bátar:
Skipsskrokkar með tilheyr-
andi lcr. 145.000.00.
Aðalvél og hjálparvélar kr.
67.000.00.
80 rúml. bátar:
Skipsskrokkar með tilheyr-
andi kr. 193.000.00.
Aðalvél og hjálparvél kr.
73.000.00.
Framangreint skipasmíða-
samband befir skuldbundið sig
til að afhenda alla bátana, 45
að tölu, innan 12 mánaða frá
undirskrift samnings, en af-
greiðslutími véla verður allt að
19 mánuðir.
Kappreiðar Hreppa-
manna að Sandlæk.
Síðastliðinn sunnudag efndu
hestamenn úr Gnúpverja- og
Hrunamannahreppi til kapp-
reiða á melunum fyrir norðan
Sandlæk í Gnúpverjahreppi.
Fjöldi gæðinga úr báðum
hreppunum var þarna saman
kominn. Fáeinir hestar komu
og úr Reykjavík og voru þeir
fluttir á bifreiðum austur.
Dómnefnd var fengin héðan úr
Reykjavik frá Hestamannafé-
laginu „Fákur“ til að dæma á
kappreiðunum.
Hi'slit urðu annars sem hér
segir:
Stökk: 1. verðl. Blesi, eigandi
Þorgeir Sveinsson, Hrafnkels-
stöðum; 2. verðl. Kolbakur, eig-
andi Hrómundur i Gufunesi; 3.
verðl. Þokki, eig. Filippus Jóns-
son, Háholti.
Skeið: 1. verðl. Gulltoppur,
eig. Jón Ölafsson, Eystra-Geld-
ingaholtL
Folahlaup: l. verðl. Bleikja,
eig. Einar Gestsson, Hæli.
Nýstárleg verðlaun v.oru veitt
á þessum kappreiðum. Var það
svipa, mikíll gripur og merkur,
sem Hreppamenn, búsettir í
Reykjavík hafa gefið í því
skyni, að um hana verði keppt
á móti þessu. Ber verðlauna-
gripur þessi nafnið „Hreppa-
svipan“, og slcal hún veítt hesti
þéim, sem er gangbeztur, reið-
liestlegastur og að öðru leyti
þykir sama sér bezt á mótinu.
Verðlaun þessi hreppti Gull-
toppur frá Eystra-Geldinga-
holti.
Á kappreiðunúm mætti Gunn-
ar Bjarnasón hrossaræktar-
ráðunautur og lét liann svo um
mælt, að lirossaræktarstarfsemi
stæði með hvað mestum blóma
í þessum tveim hreppum.
Formenn hrossaræktarfélag-
anna, þeir Einar Gestsson, Hæli
og Sveinn Sveinsson, Hrafn-
kelsstöðum stóðu fyrir kapp-
reiðunum.
Veður var ágætt og fór mótið
hið bezta fram.
Ekið á hest á Þing-
vallaveginum.
Síðastliðinn sunnudag ók bif-
reið á hest á Þingvallaveginum,
ofarlega í Mosfellsdal. Möl-
brotnaði einn fótur hestsins og
eittlivað meira mun hann hafa
meiðzt. Varð að skjóta hestinn
þegar.
Eiga aS undiibúa matvælaframleiðslu.
.Matvælaráðstefnan í Hot Springs, Virginia, Bpndaríkjunum,
kaus á sínum tíma einskonar milhþinganefnd, sem á að undir-
búa tillögur um framtíðarskipun matvælaframleiðslu og dreif-
ingar, svo að bættir verði lifnaðarhættir manna að þvi leyli. —
Þrír starfsmenn nefndarinnar sjást hér á myndinni, fulltrúi
Kína, Bretlands og Póllands._______________________________
Hestamannafélagið Fákur.
Lokaæfing verður á skeiðvelli félagsins miðviltudag-
inn 16. þ. m„ ’kl. 8,30 síðdegis.
STJÓRNIN.
70—80 hestafla mótor
* ,.****■■
óskast keyptur. Upplýsingar í síma 5799.
Eggert Stefánsson
KVEÐJUKONSERT
í Tripoli-Ieikhúsinu
(sunnan við Háskólann)
sunnudaginn 20. ágúst kl. 845 e. h.
Sigvaldi Kaldalons,
Páll ísólisson,
Láms Pálsson og
Vilhj. Þ. Gíslason
aðstoða.
«
ASgöngumiðar fást í bókaverzlunum Sigfúsar Eymunds-
sonar, Lárusar Blöndals og Helgafells.
B ANN.
Berjatínsla stranglega bönnum í Lómakotslandi, Garða-
hreppi.
Sæmundur Þoiðaison.
EIKARSKRIFBORÐ
fyrirliggjandi.
T lésmíðavinnustoian
Mjölnisholti 14. — Sími 2896.
UTSALA
Mlt, s©m eltii ei al
S'U M'A R-KXO LU'M
mec
Laugavegi 17.
V erkimiðjuitúlknr
Getum bætt við nokkrum reglusömum starfsstúlkum í
verksmiðjuna nú þegar.
Uppl. í skrifstofunni á Þverholti 13 frá kl. 9—12 og 1—6.
Kexveiksmiðjan Esja h.f.
UTSALA
I dag hefst rýmingarsala, sem stendur í tvo
daga. Það, sem selt verður, eru:
Dömukjólar, barnakjólar
dragtir og margt fleira.
Komið og kynnist hinni stórkostlegu verð-
lækkun verzlunarinnar.
KJ0LAB6ÐIN
Beigþómgötu 2.
Vegna viðgerðar
verða þvottalaugarnar lokaðar mið-
vikudaginn 16. ágúst og út vikuna. —
Bæjaiveikiiæðixigui.
E L; D A V .£ L A R
nýkomnar.
Verðið lægra en þekkst hefir um langan tíma.
I. ÞOMSSON I
Bankastræþ 11. — Sími 1280.
Föðursystir mín,
Antonía Jónsdóttir,
sem lézt 7. þ. m., verður jarðsett fimmtudaginn 17. þ. m.
Jarðarförin hefst með húskveðju að.heimili hennar, Njáls-
götu 76 kl. 1 e. h. Athöfninni frá kirkjunni verður út
varpað.
Fyrir hönd ættingja
Sigríður Valdimarsdóttir.
} Tvö héraðsmót S á!f»
stæðismanna um
s 1. helgi.'
Héraðsmót Sj álfstæðismanna
úr 3 sýsluin, Mýra- Borgarfjarð-
ar- og Ivjósarsýslum var háð að
Ölver siðastliðinn sunnudag.
Jón Árnason, form. Sjálfstæð-
isflokks Altranéss setti mótið
með stuttri ræðu.
Aöalræðuna á mótinu flutti
Ólafur Tliors, form. Sjálfstæðis-
flokksins. Þá fluttn þarna ræð-
ur þeir Pétur Ottesen, alþm. og
Friðrilc Þórðarson, framkvstj. i
Borgarnesi stuttar ræður.
Öllum ræðunum var vel tekið.
Á milli ræðanna söng karlakór
undir stjórn Halls Þoi’leifsson-
ar. Þá skemmtu þeir Alfreð
Andrésson, .Tón Aðils og Sigfús
Halldórsson. Úrvalsflokkur
kvenna úr glímufél. Ármann,
undir stjórn Jóps Þorsteinssbu-
ar, sýndi þarna. Lolcs var dáns-.
að. Hófst dansinn kl. 7 um>
kvöldið og stóð hann til mið-
nættis. — Fjölmenni mikið var
saman komið að Ölver; mun
þar hafa verið um 1500 manns..
Veður var ákjósanlegt og fór
mótið hið hezta fram. Sjálf-
stæðisfélag Akraness sá um all-
an undirbúning mótsins.
Síðastliðinn sunnudag fór-
einnig fram liéraðsmót Sjálf—
stæðismanna í N.-Isafjarðaiv
sýslu. Var það háð á Reykjæ-
nesi. Sæmundur Bjarnasoir,
form. Félags ungra Sjálfsfæðis-
manna við ísafjarðardjúp setti
mótið og stjórnaði þvi.
Ræður fluttu þeir Sigurður
Bjarnason, alþm. frá Vigur og
Jón Kjartansson ritstj.
Lúðrasveit Isafjarðár lék
undir stjórn Gunnars Hall-
grimssonar og Gísli Sigurðsson
skemmti. Loks var stiginn dahs.
Mótð sóttu um 300 manns óg
fór það hið bezta fram.
I sambandi við héraðsmötiS
var haldinn aðalfundur Félags
ungra Sjálfstæðismanna viS
fsafjarðardjúp. Stjórn félags-
ins var öll endurkosin og ,er
formaður hennar Sæmundúr
Bjarnason, Garðsstöðum, Kjart-
an Halldórsson, Bæjum, gjald-
keri, Páll Pálsson, Ytri-Þúfum,
ritari og meðstjórnendur Bald-
ur Bjárnason, Vigur, Friðrik
Þorsteinsson, Vatnsfirði og
Guðmundur Elinmundsson,,
Heydal.
Um 20 þús. orlofs’
bækur afhendar.
Vísir átti í gær stutt viðtal
við Egil Sandholt póstritara og
spurði hann livernig afhending
orlofsbóka og sölu orlofs-
merkja gengi. Tjáði hann blað-
inu, að þar til i mai s.I., á or-
lofsárinu 1943—44, liefði póst-
og símamálaslmfstofan afiiént
um það bil 20 þúsund orlofs-
bækur og selt orlofsmerki fyrir
tæplega 4 millj. kr. (3.926.G00
kr.).
Orlofsfé þelta fellur allt lil
.útborgunar á þessu ári.
Síðastliðið sumar var ekki
tekið að selja orlofsmerki fyrr
en 15. ágúst, sagði Sandholt,
| svo að búast má við, að á or-
lofsári því, sem nú er að líða,
yerði sala orlofsmerkja mun
meiri, þar eð farið var að sclja
orlofsmerki þegar í byrjun
þessa orlofsárs, en það liefst
15. maí og lýkur 14. maí næsta
ár. —
Greitt er orlofsfé út á alla
orlofsskylda vinnu, sem tilfell-
ur á árinu.
Útvarpið í kvöld.
KI. 19.25 Hljómplötur: L5g úr
óperettum og tónfilmum. 20.30 Er-
indi: Barátta Germana og Slava
um Evrópu, II. (Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur). 20.55 Hljóm-
plötur: a) Klarinett-kvintett eftisr
Holbrook. b) Kirkjutónlíst.