Vísir - 17.08.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3..hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreíðsla Reykjavík, íimmtudaginn 17. ágóst 1944. 184. tbl. Sóknin til Parisar hafin aí kappi á ný. Bandamenn fara hratt í S.-Frakklandi. Hersveitirnar komnar 15-20 km. frá Mið- jarðarhafi. B Mæta enn engri veru- legri mótspyrnu. laðamenn síma í morgun frá Róm, að framsveitir bandamanna mum nú vera komnar 15—20 km. frá sjó í Suður-Frakklandi og fara þær greitt ennþá. 1 gær tilkynnti herstjórn bandamanna þarna, að fram- sveitirnar væri komnar 13 lon. upp í land og hefði þeim ekki verið veitt nein veruleg mót- spyrna. Þá var ekki búizt við því, að nein töf yrði í nótt. Nokkrir fangar hafa verið teknir, eða 2—3000, en það þykir lág tala, þegar þess er gætt, hversu langt var farið. Njóta bandamenn góðrar leið- sagnar franskra föðurlands- vina, sem höfðu haft nánar gætur á Þjóðverjum og öllum tilfærslum þeirra síðustu vikur. Dalir að baki Toulon og Marseilles. Upp af Frejus-flóa, sem er einn af landgöngustöðum bandamanna, gengur dalur í norðvestur. Þar sem honum sleppur, tekur við annar dalur, sem lækkar í vestur-átt. Ef bandamenn fara eftir þessum dölum, og það er talið mjög sennilegt, komast þeir að baki stöðvum Þjóðverja við Marseil- les og Toulon. Allir vegir fullir af farartækjum. Blaðamaður, sem flaug yfir innrásarsvæðinu í gær, símar, að þar sé allir vegir fullir af farartækjum bandamanna. Fyrst fara jeep-bílar í skyndi- leiðangra til njósna, en á eftir þeim koma skriðdrekar og síð- an vörubílar með nauðsynar og mannafla. Bandamenn eru ekki komnir að aðal- vörnunum. Mörgum skipum sökkt segja Þjóðverjar. jþýzka útvarpið segir, að bandamenn sé ekki enn komnir að varnakerfi því, sem Þjóðverjar hafi komið sér upp á Rivierunni, eystn hluta Miðjarðarhafsstrandar Frakklands. Undirlendi er lítið á strönd- inni þarna og eru virkin ekki byggð fyrr en uppi i fjöllunum, sem eru talsvert frá ströndinni, víða 10—15 km. í burtu. Þar segir þjrzka útvarpið, að til sé virkjakerfi, sem muni standast sókn bandamanna. Sé þetta rétt, eru bandamenn viða komnir að virkjum þess- um, því að framsveitir þeirra eru sagðar vera komnar rúma 15 lun. leið upp í land. Samt hefir þess ekki verið getið, að þessar hersveitir hafi lent í verulegum bardögum. Skipum sökkt. Innrásarfloti bandamanna var sérstaklega hart leikinn, er hann sigldi nn í St.Tropez-flóa, segja Þjóðverjar. Var mörgum skipum sökkt þar, en önnur urðu fyrir margvislegum skemmdum. Þessi flói er miðja vega milli le Lavandou við Neq- höfða og St. Rafael. Auk þess segja Þjóðverjar, að flugvélar þeirra hafi unnið tjón á skipum bandamanna. Úr vestri Þegar St. Malo var tekin. 1 Bandaríkjamenn skríða á maganum eftir götu einni í St, Malo, til þess að leyniskyttur geri þá síður að skotspæni sínum. Barizt var um borgina í átta daga, áður en Þjóðverjar voru loks hraktir á brott. S. L F. sýknað í máli sem reis vegna verkfalls Iðju. Dómur upp kvedinn í gær. I gærkveldi var kveðinn upp dómur í Félagsdómi í málinu Alþýðusamband Islands f. h. Iðju, félags verksmiðju- fólks í Reykjavík, gegn Vinnuveitendafélagi Islands f. h. Fé- lags íslenzkra iðnrekenda vegna Niðursuðuverksmiðju S.I.F. Málið var höfðað með stefnu dags. 9. ágúst. Tildrög þessa máls eru þau, kvæmdarstjóri og skrifstofu- Um þessar mundir er á döf- inni í Argentínu mesta fjár- svikamál, sem þar hefir komið upp um langt skeið. Hafa erf- ingjar auðkýfings nokkurs svikið ríkið um 100 milljónir pesos. Diwight D. Eisenhower / er sá hershöfðingi handamanna, sem einna mest hefir verið um ritað síðan stríðið hófst. Samt I^efir hann verið mun skemmri tíma í ameríska hern- um en margir þeir, sem hann hefir verið sett- ur yfir. Hann er gæddur óvenju- legum skipu- lagshæfileikum. að þann 31. f. m. féll úr gildi fyrir uppsögn kjarasamningur sá, dags. 30. júli 1943, er i gildi hafði verið milli Iðju og Félags ísl. iðnrekenda, og þann 1. þ. m. mánaðar hófst verkfall af hálfu Iðju hjá iðnrekendum yf- ifleitt. I Niðursuðuverksmiðju S.I.F. unnu, þegar verkfallið hófst, aðeins tveir félagsmenn úr Iðju og lögðu þeir niður vinnu. Að öðru leyti unnu þar félagskonur úr Verkakvenna- félaginu Framsókn. Lögðu þær niður vinnu einn dag, en fóku hana svo upp aftur, og hélt rekstur verksmiðjunnar áfram á sama hátt og áður, þrátt fyr- ir verkfallið, en vélstjóri, fram- Rússar hörfa úr borg hjá Varsjá. Rússar brutust inn í pólsku borgina Sandomierz í gær og standa þar nú yfir götubardag- ar, Þessi horg stendur á vestri bakka Vistulu og hafa Rússar getað hreikkað hrúarstæði sitt yfjr .fljótið norður til henhar. Lánist þeim að taka borgina, hafa þeir rutt úr vegi einu mesta virki Þjóðverja fyrir vestan ána þarna. Þjóðverjar halda áfram gagn- áhltaupum sínum í Iíarpata- fjöllum, austan Varsjár og í Lettlandi. Hafa Rússar orðið að láta undan síga úr smáborg fyrir austan Praga, sem er aust- urhverfi Varsjár. En sá vinning- ur Þjóðverja er Iiarla lítill i samanhurði við þann milda kostnað, sem þeir liafa lagt í til að ná þessum árangri. í Eistlandi hafa Rússar tekið 70 bæi i sókn sinni vestur frá Pskov. stjóri verksmiðjunnar, sem ekki eru í verklýðsfélagi, bættu á sig störfum Iðjumannanna tveggja. Stefnandi telur, að mcð því að halda áfram rekstri verk- smiðjunnar með þeim hætti, sem lýst hefir verið, hafi for- ráðamenn hennar gerzt brotleg- ir við 18. gr. laga nr. 80/1938. Eru dómkröfur hans þær, að stefndi verði sektaður fyrir að hafa stuðlað að því að afstýra löglega hafinni vinnustöðvun með aðstoð meðlima stéttarfé- lags innan Alþýðusambands Is- lands. Þá krefst hann og máls- kostnaðar úr hendi stefnda eft- ir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Kröfur sínar hyggir stefnandi á því„ að Niðursuðuverksmiðja S.I.F. hafi samkvæmt áður- nefndum samningi milli aðilja máls þessa, frá 30. júli 1943, verið talinn meðal þeirra iðn- rekenda, er samningur sá hafi Frh. á 2. síðu. Tíðari loftárásir á og við Filippseyjar. Bandamenn herða nú loft- árásir sínar á Filipseyjar og eyjarnar þar í kring. I fyrradag var árás gerð á borgina Davao á Mindanao- evju. Hún er mesta borgin á suðureyjunum. Þá hafa árásir verið endurteknar á Halmahera, sem er vestur af norðvestur- horni N.-Guineu. Loks hafa Bandaríkjamenn gert tvær árásir á liöfn eina á Formosa og ráðizt á Pescador- es-eyjar, milli Formosa og Kína. Kappreiðar »Fáksu n.k. sunnudag. Hestamannafélagið „Fákur“ efnir til síðari kappreiða sinna á sumrinu næstk. sunnudag og hefjast þær á skeiðvellinum við Elliðaár kl. 3. Keppt verður í 350 m. hlaupi, 300 m. hlaupi og skeiði. I 350 m. hlaupi keppa 5 hest- ar. Eru sumir þeirra gamal- reyndir gæðingar svo sem Kol- bakur frá Gufunesi, Hörður frá Melum á Kjalarnesi og enn- fremur ungur hestur úr Borg- arfirði, er einnig er nefndur Hörður. ' 1 300 m. hlaupi keppa 5 liest- ar, flestir nýir. Má þar nefna hryssu úr Dalasýslu, er Ör nefnist; er hún eign hlutafé- lags, er nefnist Sprettur h.f. I þessu hlaupi taka og þátt Glaumur úr Árnessýslu og Sprettur úr Borgarfirði. Þá verður og keppt á skeiði. Taka 3 hestar þátt i þeirri keppni, allir gamalreyndir skeiðhestar, Randver frá Varmadal, Roði frá Gufunesi bg Kópur. Eftir að keppni hefir farið Ifram milli allra hestanna í hverju hlaupi, keppa fyrstu hestarnir i liverju hlauþi til úrslita, eins óg venjulega. Lokaæfing fyrir kappreiðar þessar fór fram i gærkveldi og voru þá liestarnir skrásettir. Vinna fyrir verndarann. Að sögn Þjóðverja vinna Pól- verjar og Tékkar nú af alefli að því að efla varnir gegn Rúss- un\. 1 útvarpi til Bandarikjanna í fyrrakveld var sagt, að Þjóð- verjar hefði fengið aragrúa sjálfboðaliða í vinnusveitir sín- ar á austurvígstöðvunum í Pól- [ landi upp á síðkastið, og í Tékkóslóvakíu mættu menn ekki til þess hugsa, að eiga það á hættu, að yfirráð Þjóðverja verði úr sögunni!!! Amerískar flugvélar hafa gert árás á hafnarborgina Ta- kau á Formosa. Bandaríkja- menn aðeins um 30 km. frá Signu. Þrengist um Þjóðverja í Normandie. Jafnframt því sem banda- menn gengu á land á ströndum Suður-Frakklands hófu amerískar hersveitir í Norður-Frakklandi sóknina á nýjan leik austur til Parísar. Herstjórn bandamanná segir ekkert um þessar hernaðarað- gerðir, en í fregnum Þjóðverja í gær var frá því sagt, að her- sveitir þeirra ættu í hörðum bardögum milli Chartres og Dreux. Þeir eiga því aðeins um 30 km. ófarna austur til Signu, þar sem leiðin er styzt til fljóts- ins, en heldur lengra til París- ar, að líkíndum um 70 km. I morgun segja Þjóðverjar götubardaga I Chartres og harða orustu við Dreux. Af engum öðrum fregnum verður ráðið, hversu Banda- ' ríkjamönnum gengur, en ef þeir komast austur að Signu, geta þeir búið Þjóðverjum ann- an eins ósigur og vofði yfir 7. hernum í Normandie. Óljós aðstaða. Mjög er óljóst enn, hversu aðstaðan er milli Falais og Ar- gentan. Það er vitað, að Kan- adamenn hafa brotizt inn í út- hverfi Falais, en alger þögn hefir ríkt um ferðir Banda- ríkjamanna að sunnan, svo að allar fullyrðingar um breidd i hliðsins út úr Falais-hringnum eru getgátur einar. Hins vegar er það vitað, að bandamenn hafa sótt að 7. hernum úr vesturátt og eru komnir að Flers og þar fyrir suðaustan eru þeir komnir að la Ferte. — og suðri. Sir Henry Maitland, sem er yfirmaður allra herja bandamanna við Miðjarðar- haf. Hann hefir verið í hrezka hernum í meira en 30 ár og har- izt víða um lieim. Wilson cr stór maður og gildur. Kalla hermenn hann Jumbo, en það er algengt gælu- nafn á fíhium.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.