Vísir - 22.08.1944, Blaðsíða 1
Hltitjórar:
K r i s t j á n Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur;
Félagsprentsmiðjan (3,.hæð)
34. ár.
Ritst|órar | Blaðamenn Slmti
Auglýsingar 1 1660
Gjaldkeri S llnur
Afgreiðsla
Reykjavík, þriðjudaginn 22. ágúst 1944.
Í|S8. tbl.
Hvergi lát á sókn bandamanna — leitazt við að um-
kringja Paris, taka Toulon og eru fast við Marseilles.
Amerísk sveit sögð
geysast suður
til Bordeaux.
Talin vera 200 km.
suður af Leiru.
lím helgina bárust fregnir
um það frá Spáni, að
amerísk skriðdrekasveit fæn
greitt suður eftir Frakklandi
og stefndi til landamæra
Spánar.
Engar opinberar fregnir
liggja fyrir um þetta frá banda-
manna hálfu, enda er þess vart
að vænta, þar sem berstjórn
þeirra hefir telcið iipp þá stefnu,
að halda nær ölul leyndu um
ferðir hersveita sinna.
En í morgun bárust enn fregn-
ir um þetta og þykist orðróm-
urinn nú vita, hversu langt þess-
ar'sveitir séu komnar, nefnilega
til Angouleme, sem er við járn-
brautina frá Tours til Bordeaux,
rúmlega 200 km. fyrir sunnan
Leiru-fljót. Þær mæta hvergi
neinni mótspyrnu.
Brottflutningar
frá SV-Frakklandi.
Eins og menn rekur minni til
hárust fregnir frá Norður-Spáni
fyrir nokkuru — eða rétt eftir
að Bandaríkjamenn brutust
suður úr Normandie — að Þjóð-
verjar mundu vera að sprengja
upp birgðir sínar í SV-Fraldc-
landi, til undirbúnings brott-
flutnings hersveita sinna þar.
Ef þessar fregnir um fratn-
sókn Bandaríkjamanna eru
sannar, virðast Þjóðverjar hafa
flutt lið sitt brott af allri strand-
lengju Vestur-Frakklands.
Japan vcrðnr
sigrrað án inn-
rásar.
Það þarf ekki að gera innrás
í Japan til að vinna sigur á
Kyrrahafi.
Þetta sagði Nimits flotafor-
ingi við blaðamenn fyrir helg-
ina. En til þess að sigurinn sé
ekki til einskis unnin, verða
bandamenn að liafa herlið i Jap-
an um nokkurt skeið — eins og
Roosevelt forseti hefir sagt, að
gert muni verða.
Nimitz og foringjaráð hans
hafa gengið frá fyrirætlunum
um það, hvernig haga skuli öll-
um meiriháttar hernaðaraðgerð-
um á Kyrrahafi á næstunni.
Chnrchil viBl ekki
lofa nciuu um
striðslokin.
ChurchiII hefir verið í heim-
sókn hjá 5. og 8. hernum á Ital-
íu og ávarpað báða nokkurum
orðum.
Hann sagði í ræðu sinni hjá
5. hernum, að hann mundi
verða látinn vinna mörg og
merkileg stórvirki á ókomnum
tímum eins og fram til þessa.
„Fimmti herinn mun ávallt taka
áríðandi þátt í baráttunni fyrir
frelsi heimsins.“
Við 8. herinn sagði Cliurchill
meðal annars: „Eg get eklci spáð
skjótum stríðslokum, en held-
ur ekki ábyrgzt að slríðinu
verði ekki lokið áður en við
gerðum ráð fyrir.“
19 japönsknm skipum
sökkt.
Amerískir kafbátar hafa enn
sökkt 19 japönskum skipum.
Meðal skipa þessara var eitt
létt beitiskip og að auki varð-
skip i þjónustu flotans. Sum
flutningaskipanna voru stór, en
flest voru þó heldur lítil, þvi að
Japanir eru hættir að senda hin
stærri skip sín á hættusvæði.
SS-foringi setlur
næstur Himmler.
Nazistar hafa náð enn meira
valdi yfir hersveitunum, sem
eru heima fyrir í Þýzkalandi.
Himmler hefir nefnilega skip-
að Hans nokkurn Jutner.stað-
gengil sinn við stjórn varaliðs-
ins, sem er heima í Þýzkalandi.
Jutner þessi er foringi í SS-
sveitunum og hefir verið gerð-
! ur liersliöfðingi.
1 Til 20. júli höfðu Fromm og
Olbricht stöður þær, sem
Himmler og Jutner liafa, en eru
báðir dauðir.
10,000 sjiiklingar hafa verið
sendir frá S.-Englandi til N,-
. Englands, vegna rakettu-
sprengjuskothríðar Þjóðverja.
60,000 ítalskir stríðsfangar
vinna nú af frjálsum vilja ým-
iskonar störf á Bretlandi, meðal
annars 5000 við járnbrautir
landsins.
Jugoslavar sam-
einast.
Ákvörðun um konung-
dæmið eítir stríð.
Stjórn Péturs Jugoslavakon-
ungs og þjóðfrelsisnefnd Titos
hafa gert með sér sáttmála.
Samningurinn er á þá lund, að
menn Péturs heita Tito öllum
stuðningi, sem þeir geta véitt,
svo og öllum, sem berjast gegn
liinum sameiginlega fjand-
manni.
Stjórn Péturs, sem er undir
forsæti Suhasitch, fyrrum hér-
aðsstjóra í Króatíu, hefir gefið
út ávarp til Jugoslava, þar sem
þeir eru allir hvattir til aðganga
í her Titos og er bráðabirgða-
stjórn liansé viðurkennd, unz
hægt sé að setja á laggirnar lög-
lega stjórn fyrir allt landið.
Engin ákvörðun verður tekin
um það nú, hvort konungdæmi
slculi vera áfram í landinu.
Verður þjóðin látin greiða at-
lcvæði um það.
Frakkar að
hreinsa til
í Toulon.
Framsveitir vart 50 km.
frá Avignon við Rón.
gandamenn hafa alveg sleg-
ið hring um Toulon og
vinna franskar hersveitir að
því af kappi að hremsa til í
borginm. Margir fangar hafa
verið teknir.
Bandamönnum tókst að
brjótast inn í borgina eftir að
tvö orustuskip og sex beitiskip
höfðu haldið uppi stórkostlegri
skothríð á höfnina, þar sem
Þjóðverjar höfðust aðallega
við.
Aðrar hersveitir sóttu i átt-
ina til Marseilles fyrir norðan
Toulon. Voru þær í gærkveldi
10—11 km. frá borginni. Her-
sveitir þær, sem fóru talsvert
norðar, það er hjá Aix, hafa
mætt talsverðri mótspyrnu og
þar varð fyrst vart við jarð-
sprengjur eftir að gengið var á
land í Suður-Frakklandi.
Tæþa 50 kílómetra
frá Avignon.
Enn hefir ekki verið gert
uppskátt um árangurinn af
sókn hersveitanna, sem komn-
ar eru norður fyrir Durance-
ána. Er gert ráð fyrir því, að
þær muni vera á leið til Avign-
non, einnar mestu borgar við
Rón. I gærkveldi áætluðu hlaða-
menn, að framsveitirnar mundu
eiga tæpa 50 km. ófarna til
borgarinnar og væri þær bún-
ar að fara um 160 km. síðan
þær gengu á land.
Valensole og
Castellane teknar.
Þá hafa bandamenn tekið
horgirnar Valensole og Castel-
lane, sem eru báðar um það hil
80 km. frá sjó, fyrir austan Du-
rance. En líklegt þykir, að
framsveitir sé komnar talsvert
lengra norður á bóginn.
I gærkveldi var talið að loka-
áhlaup væri að hyrja á Cannes
með aðstoð herskipa.
Flugvellir tilbúnir.
Spitfire-vélar eru nú farnar
að nota flugvelli í Suður-
! Frakklandi, sem gerðir hafa
| verið í skyndi með hjálp föð-
urlandsvina. Sifelldar árásir
eru gerðar á flutninga 1 Rón-
dalnum.
„ísland er lífsnauðsyn-
leg bækistöð“,
segir Conally, öldungadeildarþingmaður.
Tom Connally, formaSur utanríkismálanefndar öldunga-
deildar Bandaríkjaþings, hefir látið í Ijósi skoðun sina
á stefnu þeirri, sem hann telur að Bandarikin eigi að hafa
í framtíðinni að því er snertir öflun bækistöðva úti um heim.
Connally sagði meðal annars: „Bandaríkin ættu að halda
öllum þeim eyjum, sem þau haía tekið herskildi á Kyrra-
hafi, fyrir norðan Miðjarðarlinu, ef þau óska eftir þeim.
Á Atlantshafi ættu Bandaríkin að reyna að ná samningum
um langa leigu á öllum bækistöðvum á eyjum þar, en ef
hægt væri ætti Bandarikin að reyna að eignast þessar
eyjar.
Það er lífsnauðsyn, að hafa bækistöðvar á
fslandi."
Þannig fórust Connally orð, og er þess rétt að geta, að
nefnd sú, sem hann er formaður fyrir, er ráðamest í Banda-
ríkjunum um utanrikisstefnu landsins.
í Bandarikjunum fara nú að gerast alltiðar umræður um
ísland og framtið þess. Virðist kominn timi til þess, að
hver geri hreint fyrir sinum dyrum i þessum efnum.
Slörf gjaldeyrisráð'
§tefnnnnar í Bretton
Wood§.
rilkyiming: frá ríkisstjornluni.
Árás á Kirkjunes.
Rússar gerðu loftárás á skip
og hafnarmannvirki í Kirkju-
nesi í Noregi í fyrradag.
Þrjú þúsund smálesta flutn-
ingaskip varð fyrir sprengju og
sökk, en tvö önnur skip urðu
fyrir skemmdum. Auk þess
urðu sprengingar í höfninni og
eldar kviknuðu.
Hraðbátar réðust á skipalest
undan N.-Noregi og var nokkur-
um skipum sökkt.
^Isi hefir borizt tilkynning frá
ríkisstjórninni um gjaldeyr-
isráðstefnuna í Bretton Woods.
Hefir lítið eitt verið fellt úr
henni, það sem skiptir minnstu
máli.
Saga þessa máls, í fáum drátt-
um, er sú að í aprílmánuði 1943
birtust tvennskonar tillögur um
alþjóðafjármálaviðskipti að ó-
friðnum loknum. Voru þær frá
Bandaríkjastjórn og Breta-
! stjórn. Um líkt levti voru og
birtar tillögur frá Kanadastjórn
og frönskum fjármálamönn-
um. Fyrir forgöngu Bandarikj-
I anna var svo unnið að sam-
komulagstillögum um þessi mál
allt fram til þess að fundur-
inn í Bretton Woods hófst. Á
fundinum tókst að ná allsherj-
arsamkomulagi uni:
1. Gjaldeyrisjöfnunarsjóð og
2. Alþjóðabanka,
og verða þær tillögur nú lagðar
fyrir hlutaðeigandi stjórnir og
þing til samþykktar eða synj-
unar, og er til þess ætlazt, að
ölluin undirhúningi geti verið
lokið fyrir árslolc 1945.
í
Tilgangur Gjaldeyrisjöfnunar-
sjóðsins er,
1) að stuðla að alþjóðasam-
vinnu í peningaviðskiptum,
2) að efla milliríkjaverzlun,
auka atvinnu og tryggja
launakjör,
Innbrot í Kron.
I nótt var brotizt inn í vefn-
aðarvöruverzlun Kron á Skóla-
vörðustíg 12 og stolið þaðan
2000 krónum í peningum.
Farið hafði verið inn um
glugga á bakhlið hússins, og
peningunum stolið úr peninga-
kassa.
3) að vinna að gengisfestingu
og koma í veg fyrir óheil-
hrigða samkeppni,
4) að koiha á peningagreiðsl-
um þjóða á milli og draga
úr höftum, sem spilla al-
þjóðaviðskiptum,
5) að veita hráðabirgðalán til
að jafna greiðsluhalla og
tryggja greiðslujöfnuð til
frambúðar.
I
)
Trfgangur Alþjóðabankans er:
1) að stuðla að endurreisn og
þróun atvinnulífsins,
2) að áhyrgjast viðreisnarlán
eða veita þau að einliverju
eða öllu leyti, þegar láns-
kjör einkastofnana teljast
ekki viðunandi,
3) að efla alþjóðalánsstarf-
semi til atvinnu- og fram-
leiðsluaukningar og til batn-
andi lífsskilyrða fvrir al-
menning,
4) að vinna að því, að fram-
leiðsla lil ófriðarþarfa geti
sem fyrst hreyzt í fram-
leiðslu til almenningsheilla.
Sjóðurinn annarsvegar og
hankinn liins vegar skulu vera
sjálfslæðar stofnanir og er
sjóðnum meira ætlað að veita
stutt lán til að koma á við-
skiptajöfnuði, en hankanum
lengri lán og ábyrgðir til efl-
ingar atvinnulífi um langa
framtíð. Reglur um stjórnar-
fyrirkomulag og framlag ein-
stakra þjóða eru þó með lík-
um hætti fyrir báðar stofnanir.
Stofnfé sjóðsins er áætlað
| 8.800 milljónir dollara og liluta-
fé bankans 9.100 milljónir doll-
ara. Var því jafnað niður á
fundinum með hliðsjón af all-
flóknum reglum, sem þó eru
Framli. á 2. síðu.
Tangarsókn
um Paris.
Jafnframt sótt norð—
ur með hægri bakka
Signu.
jjkriðdrekasveitir úr 3. am-
eríska hernum sækja nú
framhjá París á báða vegu
og mun ætlunin að taka borg-
ina með tangarsókn.
Þjóðverjar segja frá því, að
sá her, sem fór yfir Signu norð-
an Parisar, dreifist í tvær áttir.
Stefnir önnur fylkingin norður
á bóginn meðfram hægri bakka
fljótsins, en hin hefir haldið
til austurs og suðausturs og
ætlar að komast að balu Par-
ísarborgar.
Minni fregnir hafa borizt af
hinum tangararminum, sem
farið hefir yfir Signu lijá Fon-
tainebleau. En gert er ráð fyr-
ir því, að það lið muni einnig
skipta sér og sæki önnur fylk-
ingin norður á bóginn til móts
við sveitina frá hinu brúar-
stæðinu, en hin taki stefnu í
austur eða suðaustur.
Sóknin norður
Signubakka.
Talsvert af liði Jiví, sem inni-
króað var hjá Falais, slapp úr
gildrunni ,en með J)ví að sækja
norður eftir hægri bakka Signu
ætla bandamenn að koma í veg
fyrir að J)að komist öllu lengra
en að fljótinu. En Þjóðverjar
segjast vera að koma sér upp
nýrri varnarlínu í Norður-
Frakklandi, að líkindum á
Signubökkum.
Montgomery gaf út dagskip-
an í gær. Sagði hann, að sigur-
inn hefði verið alger og væri nú
lokasigurinn í augsýn. Öfarirn-
ar í Normandie mundu verða
upphafið á því, að Þjóðverjar
misstu öll tök í Frakklandi og
handamenn skyldu nú Ijúka
styrjöldinni hið fyrsta.
König settur
yfir Paris.
De Gaulle hefir sett König
hernaðarstjóra í París.
Þar mun enn barizt á götun-
um, að sögn fólks, sem kom-
izt hefir til bandamanna úr
borginni.
Iýönig hefir skýrt frá J)ví, að
föðurlandsvinir hafi nær öll
völd í Lyons-héraði og siðan á
sunnudag hafa þeir liaft öll
völd í Toulouse. I Efri-Savoie
hafa þeir einnig náð Öllum
völdum.
Rú§§nesk §okn
li|a Ja§§y.
Rúmenar segja, að Rússar sé
byrjaðir sókn í Bessarabíu, í
grennd við Jassy.
I tilkynningum Bússa er ekk-
ert á þetta minnzt, en hins veg-
ar er sagt frá áköfum álilaup-
um Þjóðverja fyrir vestan Biga.
Játuðu Rússar í gær, að þeir
hefði hörfað úr járnbrautar-
borginni Tukums, og munu
Þjóðverjar þá hafa náð sam-
bandi við liðið i Eistlandi.