Vísir - 25.09.1944, Qupperneq 3
VISIR
Alfreð Andrésson: /
KVÖLDSKEMMTUN,
meS aSstoS Har. Á. Sigurðssonar og Sigfúsar Halldórs-
sonar í Gamla Bíó þriðjudagmn 26. seþi. kl. 11,30 e.h.
Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
í dag og þriðjudag.
2 stúlkui
vantar á búið á Vífilsstöðum.
Upplýsingar í síma 9332.
Félag matvörukaupmanna
heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8,30.
Dagskrá: Ýmis áríðandi félagsmál.
Stjórnin.
Jarðarför konunnar minnar og móður okkar,
Hrefnu Kristjánsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. þ. m. Athöfn-
in hefst með bæn á heimili hennar, Bjargarstíg 16, kl. 1 e.h.
, Ingibjartur Jónsson
og dætur.
Ástkær eiginkona mín, ntóðir, tengdamóðir og dóttir,
Elín Storr,
andaðist að kvöldi þess 22. þ. m.
Fyrir rnína hönd, f jarstaddrar dóttur og tengdasonfir,
föður og annara ástvina.
Ludvig Storr.
i, ^msa
Þn§und og: ein nótt
Hin sígilda þýðing Steingríms Thorsteinssonar.
Skrautútgáfa með 300 myndum.
Tvö bindi af þremur komin ut.
Bæði bindin fást í vönduðu skinnbandi.
ÞÚSUND OG EIN NÓTT er löngu viðurkennd sem einn af fegurustu
gimsteinum heimsbókmenntanna. Hún er lesin af öllum þjóðum, kyn-
slóð eftir kynslóð. Engin kynslóð vill vera án hennar. Ungir og
gamlir eru jafn hugfangnir af henni. — Svo heillandi bók er
ÞÚSUND OG EIN NÓTT.
Hngr §að lieim
ritgerðasafn eftir frú Rannveigu Þorvarðardóttur Schmidt. — Frú
Rannveig, sem er Reykvíkingur, hefir verið í langdvölum erlendis.
Hún var mörg ár ritari íslenzku sendisveitarinnar í Kaupmannahöfn,
en er nú búsett í Bandaríkjunum. Hún hefir ritað fjölmargar greinar
fyrir blöð og tímarit ,og hefir einnig haldið erindi og fyrirlestra um
Island í Bandaríkjunum.
I HUGSAÐ HEIM er úrval af greinum frú Rannveigar, frásagnir af
fólki, sem hún hefir kynnzt, og ýmsum myndum brugðið upp, bæði
héðan að heiman og erlendis frá.
i
Halldór Kiljan Laxness ritar formála.
Atli Már hefir gert teikningar í bókina.
HUDTOtrU UYKHOIT.
LAMSLT B O Ð
Byggingarsjóður verkamanna hefir ákveðið að bjóða út 2 handhafaskuldabréfalán,
annað að upphæð 1,300.000 kr., Fitt að upphæð 700.000 kr. Verður andvirði þeirra
varið til byggingar verkamannabústaða á Akranesi, í Neskaupstað, á ísafirði og í Vest-
mannaeyjum.
Til tryggingar lánunum er skuldlaus eign Byggingarsjóðs, ábyrgð ríkissjóðs og bak-
ábyrgð hlutaðeigandi bæjarfélaga.
Annað lánið, að upphæð 1.300.000 kr.f endurgreiðist á 42 árum
(1946—1987) og eru vextir af því 4% p. a.
Hitt lánið, að upphæð 700.000 kr.f endurgreiðist á 15 árum (1946
—1960) og erii vextir af því 3%% p. a.
Bæði lánin endurgreiðast með sem næst jöfnum afborgunum eftir hlutkesti, sem not-
arius publicus framkvæmir í júlímánuði ár hvert..Gjalddagi útdreginna bréfa er 2. janú-
ar, í fyrsta sinni 2. janúar 1946. Vextir greiðast eftir á, gegn afhendingu vaxtamiða, 2.
janúar ár hvert, í fyrsta sinni 2. janúar 1945. Innlausn útdreginna bréfa og vaxtamiða fer
fram hjá Landsbanka íslands.
Skuldabréf 4% lánsins eru að fjárhæð 2000 kr., en af hinu láninu eru gefin út 2000
kr. og 1000 kr. skuldabréf.
Miðvikudaginn 27. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig
fyrir skuldabréfum í
LANDSBANKA ÍSLANDS, Reykjavík.
Skuldabréf beggja lána era boðin út á nafnverði, en bréf 15-ára
lánsins fást aðeins keypt í samban di við kaup á bréfum lengra láns-
ins. Kaup á hinum síðarnefndu bréfum gefa forkaupsrétt að bréfum
styttra lánsins allt að helmingi þeirrar upphæðar, sem keypt er af
bréfum lengar lánsins.
Kaupverð skuldabréfa greiðist Landsbanka Islands mánudaginn 2. október 1944,
gegn kvittun, sem gefur rétt til að fá 'bréfin afhent þegar prentun þeirra er lökið. —
Skuldabréfin bera vexti frá 1. október 1944. Þeir, sem greiða skuldabréf, sem þeir hafa
skrifað sig fyrir, síðar en 2. október næstk., greiði til viðbótar kaupverðinu vexti frá 1.
október 1944 til greiðsludags.
Reykjavík, 25. september 1944.
STJÓRN BYGGINGARSJÓÐS VERKAMANNA
Magnús Sigurðsson
Jakob Möller Stefán Jóhann Stefánsson
___ Guðlaugur Rósinkranz Arnfinnur Jónsson.
í \
iiuivwivi;
frá AÐALMARKAÐINUM, Laugavegi 100.
Kindakjötið kom aftur í dag.
,
/. ,* 1' i
Tryppakjötið kemur aftur á morgun.
( * . •
%
Gulrófur. rauðrófur og gulrætur
, væntanlegar aftur næstu daga.
Norðan-síldin
er komin í heil- og hálftunnum, einnig í stykkjatali.
Ennfremur höfum við fyrirliggjandi
sólþurrkaðan saltfisk.
í 10, 25 og 50 kg. pökkum, mjög ódýran.
é
Einnig: Harðfisk, rikling, kartöflur, hvitkál og tómata.
Gjörið svo vel og komið með ílátf en vér höfum vel kunnan, þaulvan-
an saltára, er sér um söltunina fyrir yður.
Virðingarfyllst
i
AÐALMARKAÐURINN
I
Laugavegi 100.
Sími 2694.