Vísir - 27.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR
VISIR
DAG6LAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Goðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötn 12
(gengið inn frá Ingólff'stræti).
Símar: 166 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 6 mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Fordæmi bænda.
J* RUMVARP ÞAÐ sem nú er
framkomið á Alþingi um
stöðvun dýrtíðarinnar, er flutt
af meiri hluta fjárhagsnefndar
neðri deildar og hefir því vænt-
anlega stuðning tveggja stærstu
flokkanna og jafnvel fleiri.
Ráðin sem á að nota til stöðv-
unarinnar eru ekki ný. Það eru
þau ráð sem flokkarnir hafa
skammað stjórnina mest fyrir,
sem sé 10% lækkun á afurða-
verði bænda og fjárframlag úr
ríkissjóði. Aðeins verður fjár-
framlagið miklu meira en
stjórnin gerði ráð fyrir. Til
þess að farið væri að öllu leyti
eftir. tillögum stjórnarinnar
skortir það eitt á, að aðrir en
bændur láti eittlivað af mörk-
um til niðurfærslu dýrtíðarinn-
ar.
Rændur falla frá hækkun á
afurðaverðinu, sem talið er að
þeir eigi heimtingu á eins og
sakir standa. Þeir gera þetta
vegna þess að þeir sjá, að stefnt
er að algeru hruni ef dýrtiðin
er ekki stöðvuð. Má segja að
slíkt sé í eigin þágu, en það
er þá jafnframt í þágu allra
landsmanna og ekki sizt í þágu
þeirra sem engu vilja fórna.
Það er skiljanlegt að bændum
þyki hart aðgöngu að þurfa
einir að leggja af mörkum og
aðrir taki þar engan þátt í.
Þeir hafa jafnan boðið að taka
á sig sinn hlut, ef aðrir vildu
eins gera. En einhverjir urðu
að byrja að klifra niður stig-
ann og nú hafa bændur haft
að því frumkvæðið og jafn-
framt gefið öðrum stéttum
þjóðfélagsins fordæmi sem
þeim væri holt að fylgja. Það
væri allri þjóðinni fyrir beztu.
Hitt er mörgum ógeðfeldara,
ef borgaraflokkarnir nota nú
þann stuðning, sem bændurnir
hafa rétt þeim, til þess að gera
samninga við kommúnista er
mundu verða framleiðslu
landsmanna til stórtjóns.
Morgunblaðið heldur því fram
að Vísir sé að spilla fyrir sam-
vinnu flokkanna með því að
vara við öllu samstarfi við
kommúnista. Þetta blað hefir
aldrei dregið dul á það, að
kommúnistarnir muni öllum
verða ótrúir og þeir muni
svíkja þá mest sem trúa þeim
bezt. Að þeir séu óþjóðhollir
og stefni markvisst að því að
sundra þjóðfélaginu. Að höfuð-
orsökin fyrir núverandi öng-
þveiti í íslenzkum stjórnmál-
um er sú, að stærsti flokkur
þingsins hefir í tvö ár verið að
reyna að ná vinfengi hinna
tiu-niðurrifsmanna á þingi sem
kalla sig socialista. Morgun-
blaðið liefir aldrei Peynt að
spilla þeirri viðleitni. í dálk-
um þess hefir allan þennan
fima aldrei andað köldu í garð
kommúnistanna en oft i garð
Vísis. Það má spilla heilbrigðri
stjórnmálasamvinnu á margan
hátt. Þvættingur Morgunblaðs-
ins um að Vísir sé andstæður
þeim ráðstöfunum, sem sam-
þykktar voru á Búnaðarþingi,
eru staðlausir stafir, en hinsveg-
ar vnr skýrt hér í blaðinu hlut-
laust frá hvað fram fór á
Bæ'vlafundinum á Selfossi.
Verður þessum þætti málsins
gerð betri skil síðar.
Útvarpið ætlar að senda
sinn eigin fréttaritara á
vígstöðvarnar í Evrópu.
Teknir verða upp^nýjir liðir á
útvarpidagskrána í vetnr.
jQtvarpsráð bauð í morgun
blaðamönnum til kaffi-
drykkju að Hótel Borg.
Skýrði formaður ráðsms,
Magnús Jónsson prófessor,
þar frá dagskrá útvarpsins
á komandi vetri.
Ákveðið er, að dagskráin í
vetur verði borin uppi af föst-
um liðum og verður nokkrum
slíkum liðum bætt við þá, sem
verið hafa að undanförnu.
Mest áherzla verður lögð á
þjóðleg efni, og er þar fyrst að
telja lestur Islendingasagna
á sama hátt og í fyrravetur.
Þann þátt annast, dr. Einar
Ólafur Sveinsson og byrjar
hann á því að lesa Laxdælu.
Þá er nýr þáttur, sem nefnd-
ur verður „Myndir úr sögu
þjóðarinnar“, og hefir Vilhj.
Þ. Gíslason tekið að sér að sjá
um þann þátt, annað hvort
flytja hann sjálfur eða útvega
hæfa mcnn til þess. Verður þar
brugðið upp myndum úr sögu
íslands, mönnum, málefnum og
stefnum, sagt frá viðreisnar-
baráttunni o. fl. Þriðji liðurinn
af Jjjóðlegu efni nefnist „Is-
lenzkir nútímahöfundar“. Þar
lesa höfundarnir sjálfir upp
sögur eftir eigin vali. Gunnar
Gunnarsson var beðinn að ríða
á vaðið .með þennan þátt, en
gat eigi komið því við að svo
stöddu, svo að orðið hefir ofan
á að Halldór Kiljan Laxness
byrjaði og flytur þáttinn 10—
15 sinnum til að byrja með.
Þá er þáttur um íslenzka nátt-
úrufræði, sem Pálmi Hannes-
son, Árni Friðriksson fiski-
fræðingur og stjórn Náttúru-
fræðifélags Islands hafa Iofað
að lcggja til efni.
Nýr liður um almennt efni
nefnist „Samtíð og framtið“.
Vilhjálmur Þ. Gíslason sér að-
allega um þennan lið og verða
þar tekin til meðferðar ýms
mál, sem efst eru á baugi á
hverjum tíma, svo sem tækni-
mál í hinni komandi veröld eft-
Fordæmi Svía.
EINS OG KUNNUGT ER hafa
verkalýðsfélög Svíþjóðar
gert samninga um það við
vinnuveitendur að ekki skýldi
greidd full dýrtíðáruppbót á
laun, til þess að hamla á móti
verðbólgu í Iandinu. Frá byrj-
un ófriðarins hefir visitalan
bækkað um 54 stig en vinnu-
laun eru greidd méð dýrtiðar-
uppbót sem nemur 21% af
laununum. Launþegar fá sam-
kvæmt því aðeins b0% af vísi-
tölunni. Hér er greidd 100%
vísitaja. Nú kjmni einhverjum
að koma til hugar að hér væri
um kúgun að ræða af hendi
átvinnurekenda. En slíkt væri
harla Qlíklegt þar sem jafnað-
armenn hafa hreinan meiri
hluta á þingi og ráða mestu í
ríkisstjórn. Þetta hefir verið
gert með frjálsum samningum
sökum þess að Svíum er ljóst,
að verkamennirnir tapa mest
allra ef dýrtíðin er látin vaxa.
Forvígismenn verklýðsfélag-
anna hér á landi hafa margir
þá skoðun að vaxandi dýrtið
sé æskilegust. Má segja að mik-
ill sé munur á forustu Svía i
verklýðsmálunum og forustu
kommúnista hér.
ir styrjöldina og því um líkt.
Yfirleitt nær þessi liður yfir
allt mögulegt um nútímann og
framtíðina og hafa ýmsir góð-
ir menn lofað aðstoð sinni,
eins og t. d. Gísli Halldórsson
verkfræðingur, Edvarð Árna-
son símaverkfræðingur og
margir fleiri.
Þá er þáttur, er nefnist
„Lönd og lýður“, nokkurs kon-
ár söguleg þjóðfræði um sam-
tíma viðburði. Knútur Arn-
grímsson og Einar Magnússon
hafa lofað að sjá um þennan
þátt að mestu leyti.
Fréttaflutningur útvarpsins
mun verða með svipuðum hætti
og verið hefir, nema að frétt-
irnar verða fremur auknar
heldur en hitt. Þá hefir útvarp-
ið ákveðið að senda sinn eig-
in fréttaritara til vígstöðvanna
í Evrópu, sem gæti svo sent út-
varpinu fregnir af viðburðun-
um eftir þvi sem þeir koma
honum fyrir sjónir af eigin
sjón og reynd. Er þetta stór-
merklegt nýmæli, sem vafa-
laust á eftir að afla íslenzkum
hlustendum mikils fróðleiks í
gegn um útvarpið. Þetta mun
vera komið í lag hér innan-
lands hvað kostnaðarhliðina
snertir og annað, en eftir er að
! ganga frá ýmsum atriðum, sem
1 varða herstjórnir bandamanna
! og fleira.
Þættinum „Um daginn og
veginn“ verður breytt dálítið,
þannig að annan hvern mánu-
dag verða tveir menn, sem
flytja hann. Munu fyrst um
sinn Vilhjálmur Þ. Gíslason og
Sigurður Einarsson rabba sam-
an um daginn og veginn.
Kvöldvakan verður á mið-
vikudögum, eins og undan-
farna vetur og verður reynt að
vanda til hennar eftir föngum.
Leikritin verða með svipuð-
um hætti og að undanförnu,
nema að nú hefir þriggja
manna nefnd, kosin af útvarps-
ráði (Páll Steingrímsson, Vilhj.
Þ. Gislason og Helgi Hjörvar)
tekið að sér að sjá um þann
þátt í samráði við leikstjóra og
leikendur.
Fyrsta leikritið, sem , tekið
verður til meðferðar er „Kon-
ungsefnin“ eftir Ihsen. Er það
sem kunnugt er mikið verk og
-r~T- .............
Scrutator:
mun verða leikið á tveimur leik-
kvöldum, 28. október og 4. nóv-
ember. 2. des. verður leikið stórt
leikrit eftir franskan nútíma-
höfund, Bernard. Fjallar það
leikrit um styrjöldina.
Ráðgert er, að útvarpssagan,
verði „Vor egen Stamme" eftir
Johan Bojer. Mun Helgi Hjörvar
að öllum líkindum flytja hana.
Þakklátasti hlus tendahópur-
inn eru vafálaust börnin og
verður reynt að gera barnatím-
ana sem bezt úr garði.
Ekki er alveg húið að ganga
frá tónlistarstarfsémi útvarps-
ins, en eftir því sem tónlistar-
stjóri útvarpsins, Páll ísólfsson,
sagði, mun áherzla verða lögð
á flutning þjóðlegrar tónlistar
ásamt annari tónlist, og mun í
ráði að fá hæfa menn til
fræðslufyrirlestra um það efni.
Tónlistarskólinn og útvarps-
hljómsveitin munu ekki liggja
á liði sínu til að gera þessa
starfsemi útvarpsins, sem ávallt
verður einn meginþáttur jæss,
sem fjölhreyttasta og bezta.
„Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál“ verður með svip-
uðum hætti og að undanförnu,
en tekinn verður upp nýr liður,
sem nefnist „Ljóðskáldakvöld“.
Munu ljóðskáld þar lesa upp
kvæði sín.
Á þriðjudögum verður dag-
skráin lengd tii kl. 11 og verður
þá reynt að hafa eitthvert létt-
meti á boðstólum það kvöld.
Formaður útvarpsráðs skýrði
blaðamönnum frá ýmsU fleiru,
sein miðar að því að gera dag-
skrána sem fjölbreyttasta, og
er það vel, þegar útvarpsráð er
vakandi við starf sitt sem er
bæði erfitt og vandasamt, því
að erfitt er að gera svo að öll-
um liki.
ÖlfusárW fær bifreiS-
um í vlkulokin.
Þessa dagana er verið að
gera Ölfusárbrúna færa til
bifreiðaumferðar og verður hún
væntanlega fær í lok þessarar
viku.
Undirbúningur er þegar haf-
inn að ^smíði nýrrar brúar á
ölfusá og verður lágt kapp á
að koma henni upp hið allra
fyrsta.
Tværmilljoniríil
vorkam.bíÍ8taða.
Byggingarsjóður verka-
manna býður út tveim lánum,
að upphæð samtals tvær millj-
ónir króna.
Lánsfénu verður varið til
byggingar verkamannabústaða
á Alu'anesi, í Neskaupstað, á
Isafirði og í Vestmannaeyjum.
Annað lánið er að upphæð 1,3
milljónir króna og endurgreið-
ist á 42 árum, en hitt 700 þús.
k-r., éndurgreiðist á 15 árum.
Menn geta skrifað sig fyrir
skuldabréfum lijá Landsbank-
anum frá deginum á morgun.
Síðan árið 1941 hefir Bygg-
ingarsjóður verkamanna tekið
5 milljón króna lán til bygg-
ingar verkamannabústaða í
Reykjavík, á ísafirði, Akureyri,
Hafnarfirði, Vestmannaeyjum,
Akranesi og Neskaupstað.
Leikhúsið:
Pétur Gautur.
Eins og frá hefir verið skýrt
hér í blaðinu fyrir skömmu, er
Pétur Gautur fyrsta leikritið,
sem Leilkfélagið tekur til sýn-
ingar á þessu leikári. Var leik-
ritið sýnt s.l. sunnudag við á-
gætar viðtökur áhorfenda.
Nokkur hlutverkaskipting
hefir átt sér stað frá því, sem
var í fyrra, sökum þess að
nokkrir leikaranna eru nú ekki
í bænum. I stað Eddu Bjarna-
dóttur, sem lék lilutverk Sól-
veigar í fyrravetur, leikur nú
Dóra Haraldsdóttir. Tekst
henni að mörgu leyti vel upp
i Jiessu hlutverki, enda þótt
hún fullnægi ekki nándar nærri
þeim kröfum, sem áhorfendur
hljóta að géra um persónuleika
og yndisþokka þeirrar stúlku,
sem fer með þetta hlutverk.
Regína Þórðardóttir fer með
hlutverk grænklæddu konunn-
ar í stað öklu Möller, sem nú
leikur sem gestur hjá Leikfé-
lagi Akureyrar. Tekst frúnni al-
veg sérstaklega vel að túlka
'þessa persónu í leiknum, og er
þetta þó síður en svo auðvelt
hlutverk, enda vakti leikur
hennar sérstaka hrifni áhorf-
enda. Það verður ekki um það
deilt, að frú Regína telst til
okkar fremstu lcikara og á skil-
ið verðugt hrós fyrir frammi-
stöðu sína í þessu hlutverki.
G. Eirii
Haustar að.
Hann er farinn að kólna. ÞaS
getur varla talizt hernaðarleyndar-
mál, því að menn þurfa ekki annaS j
en aS reka nefiS út um dyragættina
til aS finna nepjuna. HaustiS er
komiS, þaS er rosi í veSrinu og
Esjan er farin aS grána í toppinn
viS og viS um nætur. Tré eru farin
aS fella blöSin og gras fariS aS
sölna víSa-
í lok síSustu viku fóru menn aS
taka fram vetrarfrakkana, sem átt
hafa frí í sumar. Sumir menn vilja
spá hörSum vetri aS þessu sinni og
gamall maSur sagSi viS mig fyrir
sex vikum, meSan enn var hin mesta
veSurblíSa, aS þaS legSist einhvern
veginn í sig, aS komandi vetur
mundi verSa einhver harSiasti, sem
komiS hefSi síSasta aídarfjórSupg.
i
Jafndægri.
Eg gerSi hvorki aS. játa né neita,
því aS enginn er eg veSurspámaS-
ur, en þess verSur líklega ekki langt
aS bíSa, aS viS fáum aS sjá hversu
sannspár gamli maSurinn reynist.
Á laugardaginn var jafndægri á
hausti og nú fer máttur ljóss og
hlýju þverrandi. BléssuS sólin er
aS missa völdin og myrkriS aS ná
tökum á landinu okkar.
En eg er ekki álveg viss uni aS
harSindin, sem gamli maSurinn var
að tala um( hafi átt aS stafa ein-
göngu af völdum frosta og kulda.
Eg held, aS hann hafi líka átt viS,
aS hann grunaSi landsmenn — eSa
öllu heldur forráSamenn þeirra —
um aS þeir mundu ekki koma mál-
um okkar í slíkt horf, aS komizt
yrSi hjá vandræSum og aS þau
mundu þá skella á þjóSinni un) líkt
leyti og vetur gengi í garS.
ÞaS virSast þvi miSur talsverSar
horfur á þvi, aS hann reynist sann-
spár aS þessu leytij Öllum er nú
ljós hættan, sem yfit vofir, ef ekki
verSur gripiS til öflugra, djarfhuga
ráSstafana. Alþingi, forsjónin okk-
ar, er úræSalítiS, þótt þingmenn
sjái nægar lausnir á hverju máli,
eftir því ,sem þeir segja sjálfir.
HarSindin, sem þeir geta leitt
ýfir landiS, munu ekki hverfa fyrir
veldi sólárinnar, þegar hún hækkar
aftur á lofti eftir vetrarhvíldina.
Sólin getur grætt mörg þau sár, sem
veturinn sjálfur veldur, en hin
Utvarpið í Búígaríu hefir
skýrt frá því, að stjórnmála-
sambandi liafi verið slitið við
Ungverjaland.
munu gróa verr, sem af manna-
völdum verSa.
Og þó held eg, að Alþingi sé
óhætt aS treysta því, aS alþjóS
mundi fylkja sér einhugá um þær
ráSstafanir, sem þaS gerSi, þótt þær
kæmi hart niður á henni í svip, ef
þær verða til varanlegra bóta. Menn
ættu ekki aS vera aS horfa í eins
eða tveggja hundraSa atkvæðá tap,
ef fyrir þau fæst framtíSarheill
þjóðarinnar.
<
Nafnlaus bréf.
' SíSustu daga hafa mér borizt
nokkur bréf meS dulnefnum, en
nafnlaus aS öðru leyti. Þótt höfund-
ar slíkra bréfa ætti aS vera búnir aS
sjá þaS, aS ritsmíðar verða ekki
birtar, þegar eg veit • ekki deili á
höfundum, þá skal það tekið fram
enn einu sinni, aS þýSingarlaust er
. fyrir- þá, sem vilja ekki ganga viS
afkvæmi sínu, aS senda mér þaS.
jiitverk þau, sem eg veit ekki hvaSan
komnar eru, fara beint í bréfakörf-
una, en þess skal líka getiS, aS eg
kréfst ekki nafna höfunda til aS
birta þau. Eru þau algert trúnaSar-
mál okkar í milli.
Til sölu
nýtt hús
í Kleppsholti, 3—4 her-
bergi og eldhús, laus til
ibúðar 1. október. Uppl.
í síma 1327, aðeins kl.
5—7 i dag.
GÖÐ ST0LKA.
helzt roskinn kvenmaður,
óskast strax í létta og hæga
vist í Fossvogi. Ágæt raf-
lýst húsakynni, sérherbergi.
Aðeins hjón og 4 ára barn
i heimili. Hátt kaup fyrir
góða stúlku, og frí eftir sam-
komulagi. Leggið tilboð á af-
gr. blaðsins fyrir fimmtu-
dagskvöld, 28. þ. m., auð-
kennt „Fossvogur 30“.
Drengja-
stuttbuxui
stuttar.
H.T0FT
Skólavörðust. 5. Sími 1035. i
ÚTIFÖT
á telpur 1—3 ára
1
Hús til sölu
í Fossvogi, tvö herbergi og
eldhús, hálfur hektari lands.
Utborgun kr. 10,000. Tilboð
sendist afgreiðslu Vísis,
merkt „R. S.“. — Nefnið
símanúmer.
3 stúlkui
óskast
a
Sjúkíaheimilið
8ÓLHEIMAR.
Gott kaup.
Sérherbergi.
Til sölu:
2 notaðar kolaeldavélar,
önnur stór, emailleruð.
Einnig ágætur olíuofn,
notaður. Upplýsingar í
síma 4964.
Stúlka
óskast á
sjúkrahús
Hvítabandsins.
Upplýsingar gefur yfir-
h j úkrunar-konan.
3 stúlkui,
helzt vanar netahnýt-
ingu, óskast til að hnýta
net.
Upplýsingar í skrifstofu
Alliance.