Vísir - 21.11.1944, Side 1

Vísir - 21.11.1944, Side 1
R!tstj<5rar: Kristján Guðlaugsscn Hersteinn Pálsson Skrifstofur Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkerl Afgreiðsla Slmti 1660 5 linur 34. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 21. nóvember 1944s 235. tbl. / Ný borhola á Reykj- um. Nýlega er búið að bora nýja holu á Reykjum, sem gefur 8—í) lítra á sekúdu, bg er hún n ú komin í samband. Er stefnl að því að auka vatns- magnið í Hitaveitu Revkja- víkur, og hefir það verið að smáaukast að undanförnu. Búið er að leggja í nærri 2700 hús tiér í bænum og er bæjarlögninni í tiöfuðdrátt- um lokið. Hinsvegar er ekki búið að ganga að fullu frá dælustöðinni í Öskjuhlíðinni; sem ætlað er að auka þrýst- inginn þegar kaldast er í veðri. Nýlega er og lokið við að ganga að fullu frá fjórða geyminum á Öskjuhlíðinni, en framkvæmdir töfðust um tíma við hann vegna járn- smíðaverkfallsins. Hitaveitustjóri tjáði Vísi að eyðsla lieita vatnsins væri enn ,svo mikil að skammta yrði vatnið á næturnar. Væri ósk- andi að bæjarbúar sæu sóma sinn í því að eyða tieitu vatni ekki að óþörfu. linstri £ylkmgfa.rai*iniir her§in§ ve§tan Rínar þpka §ig:raðnr. Orustusiup hæft í liöfn a Uorneo. Amerískar flugvélar réðust á laugardag á höfnina í Brunei á norðvesturströnd Borneo. Þar í böfninni var japönsk flotadeild til að taka eldsneytis- birgðir og tókst að liæfa tvö stærstu lierskipin, orustuskip og stórt beitiskiþ. Fyrrnefnda skipið varð fyrir finim sprengj- um, en hitt fyrir fjórum. Þau brunnu l)æði, er frá var horfið. Flol ta iiiön iB u ui f jölgar fráHoi’egi S'ænsk blöð segja frá því, að flóttamannastraumurinn frá Noregi til Svíþjóðar fari vax- andi. Kemur fólk jafnvel stundum ] í stórhópum yfir landamærin og | segir það frá mörgum sögum J um illvirki Þjóðverja og kvisl- | inga. 1 Norður-Noregi er illri meðferð á landsbúum, einkum viðbrugðið. Þjóðverjar halda líka áfram handtökum á þekktum mönn- um í Oslo, einkum prestum. Síðan innrásin liófst hafa duflaslæðar bandamanna slætt upp rúmlega 1600 tundurdufl fjæir ströndum Frakklands og Belgiu. Dr. Subasitcli, forsætisráð- herra jugoslavnesku stjórnar- innar, er kominn til Moskva og liefir þegar rætt við Molotov. Tuttugu og sex Bandaríkja- menn fórust og fjórir særðust, er amerísk flugvél hrapaði til jarðar fyrir norðan Brighton í Englandi í fyrradag. HvirfilRiylur yfir Lejto. Hvirfilbylur hefir gengið um Leyte og stöðvað hernaðarað- gerðir. Veðrið gat þó ekki komið í veg fyrir það, að Bandaríkja- menn liafa getað þrpngt lítið eitt hringinn um þá 2000 Japani, seni umkringdir voru í fjöllun- um á Mið-Leyte. 1400 japönskum kaup- förum sökkt. Síðan Bandaríltin lentu í stríðinu fyrir tæpum þrem árr um hefir floti þeirra sökkt samtals 1400 kaupförum Jap- ana. Skip þessi voru samtals rúm- ar fjórar mflljónir smálesta að stærð og með mörgum þeirra fórst'mikill fjöldi licrmanna. Á þessu sama tímabili flutti flot- inn 1,2 milljónir hermanna til fjandmanrialanda og grandaði alls 10,000 flugvélum Japana. Þjóðverjar búast við sókn Rússa ml Eystrasalts og Karpatafjalla. Lokasóknin hafiixi gegn Liban. Þjóðverjar búast við því, að Rússar hefji sókn þá og þegar milli Eystrasalts og Karpata- fjatla. 1 þýzkum útvarpsfregnum var í gær sagt frá miklum herflutn- ingum Rússa til vigstöðvanna í Austur-Prússlandi, vígstöðv- anna milli A.-Prússlands og Varsjár og syðst í Póllandi, suð- ur undir hliðum Kárpatafjalla. Sóknin ])ar mundi beinast gegn Slesíu og iðjuhéruðum Þjóð- verja þar. Auðvitáð er ekki hægt að segja neilt um það með vissu, hvar Rússar muni leita á í vetr- arsókn sinni, en í fregnum frá Moskva er sagt, að veður og faéri sé orðið hagslætt. Jörð er nú alls staðar stirðnuð eftir tiaustblotana og hægt að aka þyngstu liergögngum hvar sem er, án þess að hætta sé á því, að þau liggi í. Þjóðverjax hraktir úr Durazzo. Atbanskir skæruliðar hafa náð hafnarborginni Durazzo á sitt vatd. Alhanar hafa vérið í stöðugri sókn gegn Þjóðverjum síðustu vikur og náð meðal annars Tir- ana og Cettinje úr höndum þeirra. Er þeim mikill styrkur að því, að hrezkar liersyeitir herjast með þeim. Hafa þær mikið stórskotalið, en það skorti fyrstu liersveitir bandamanna, sem sendar voru yfir Adriahaf til að berjast með mönnum Tit- os. Flugvirki ráðast á Japan. Kvikmynd af lýðveldistökunni verður gerð í Ameríku. Myndin verður í eðlilegum litum og tekur 2 klst. að sýna hana. Thor Thors, sendihei’ra Is- 110 flugvélar eyðilagðar við Manilla. Hin stóru flugvirki Banda- ríkjamanna gerðu í morgun harða árás ádðjuver á Kyusyu. Engar fregnir hafa borizt um tjón af þessari árás, en meira er v^tað um árás, sem amerísk- ar flugvélar af flugslöðvarskip- um gerðu á Manilla á laugar- dag. Eyðilagðar voru alls um 110 flugvélar Japana, en 3 skip- um var söklct í höfnina. Eitt þeirra var olíuskip. Eins og kunnugt er, réð nefnd sú, er sá um hátíðahöldin í tilefni af lýðveldishátíðinni, til sín þrjá menn til að taka kvikmyndir af hátíðahöldun- um. Fyrir þessu Vali urðu ljós- myndararnir Kjartan Ó. Bjarna- son, Edvarð Sigurgeirsson og Vigfús Sigurgeirss. Verða kvik- myndir þessara mamia send- ar vestur um haf á næstunni, til að láta fullgera þær þar. 1 ráði er að skeyta þær saman í eina stóra kvikmynd, sem taka mun allt að tveimur tímum að sýna. Framan við myndina verður nokkurs konar formáli um land og þjóð, áður en kemur að sjálf- um hátiðahöldunum. Inn í þessa kvikmynd verða tekjrir kaflar úr helztu ræðum þeim, er flutt- ! ar voru, svo og klukknahring- ingin um allt land og annað það, cr fram fór. Að sjálfsögðu verður eingöngu íslenzk hljóm- list í myndinni og mun Páll Is- ólfsson sjá um þann þátt. — Kvikmyndin verður i eðlilegum lituin og á að vera hin full- komnasta í alla staði. 90 íulltriiar á llan§t- þing'i (Jmdæmis* stnknnnar. Ályktanir um lokun áfengfsverzlun- arinnar, héraðabönn og vínveitingar á skemmtunum. Rússar vinna á í Ungverjatandi. Miktir bardagar halda áfram i norðurliéruðum Ungverja- lands, þrátt fyrir óliagstælt veð- ur. Rússar tólcu meðal annars þorp, sem var um 3 km. frá „járnbrautarborginni Miskols. Leggja Þjóðverjar mikið kapp á að verja þá borg, því að þaðan liggur járnbraut norðvestur til Slóvakíu. í grend við Erlau, sem er skamt frá Budapest, tóku Rúss. ar nokkur þorp. Sókn hjá Libau. Þjóðverjar segja, að Rússar sé byrjaðir inikla sókn hjá Libau í Lettlandi, en í borginni og umhverfi hennar er talsvert þýzkt lið króað inni. Þá segja Þjóðverjar og frá þvi, að Rússar geri álilaup á varnir Þjóðverja á eina tanganum, sem þeir hafa enn á valdi sínu í Eysýslu. Umdæmisstúka Suðurlands háði hið árlega haustþing sitt hér í Reykjavík dagana 18. og 19. þ. m. Sóttu þingið um 90 fulltrúar frá 17 undirstúkum, 4 barnastúkum og 2 þingstúk- um, og auk þess margir gestir. I uppliafi þingsins tóku 8 um- dæmisstúkustigið og siðan gaf UT. Jón Gunnlaugsson skýrslu um störf framkvæmdanefndar- innar í sumar. Hafa flestar stúkur í umdænrinu verið heim- sóttar, útbreiðslulundir haldnir og stofnaðar 2 nýjar stúkur í Arnessýslu og þingstúka í Rangárvallasýslu. Á sunnudaginn flutti séra Árelíus Nielsson, sóluiarprestur á Eyrarbakka, mjög athyglis- vert erindi á þinginu um skemmtanalíf í landinu. Heiðursfélagar Umdæmis- stúkunriar voru kosin: Guðgeir Jónsson og kona hans, frú Guð- rún Sigurðardóttir, Jón Helga- son prentsmiðjustjóri og Pétur Eyvindsson trésmiður. Hafa þau öll verið í Reglunni siðan um og fyrir aldamót og starf- að mikið fýrir hana. Margar ályktanir voru gerð- ar á þinginu, og þar á meðal voru þessar tillögur samþykkt- ar: 1. Umdæmisþingið telur að á- fengisneyzla tandsmanna sé orðin slíkt þjóðarböl, voði lands í Wasliington, mun hafa milligöngu um hvar kvikmynd- in verður fullgerð, og vérður það sennflega hjá einhverju kvikmyndafyrirtæki í Holly- wood. Vonast er til að myndin geti komizt hingað aftur á næsta vori, og verður hún þá sýnd um allt land. fyrir uppvaxandi kynslóð og siðferði þjóðarinnar, og vansæmd öllu samkvæmis- og félagslífi í landinu, að ekki verði við slikt unað. Telur þingið brýna þörf þess, að fundin verði hið bráðasta einhver markviss leið til úrbóta þessum þjóð- arósóma og voða. Þingið skorar því á forystukrafta bindindismálanna i landinu, og jafnframt á þing og stjórn landsins, að hefjast handa lrið hráðasta með ein- hverjar þær aðgerðir, er koriri að verulegum notum, en telur þó að alger lokun áfengisverzlunarinnar sé hin eina fullnægjandi lausn. Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 1 háð í Reykja- vík 18. og 19. nóv. 1944 skorar á rikissjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að lögin um héraða- bönn geti komið til fram- kvæmda sem allra fyrst. Umdæmisþingið skorar á stjórnir stjórnmálaflokka, íþróttafélaga og annarra fé- laga, að vera vel á verði um að á skemmtunum, sem haldnar eru á þeirra ábyrgð, eigi vinveitingar sér ekki stað og ölvuðum mönnum ekki leyft að taka þátt í skemmtunum þeirra. Vestmannaeyingar vilja fá símstöð sína stækkaða. Þingsályktunartillaga frá lóhanni Jósefssyni. Komið hefir fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá Jóhanni Jósefssyni um stækkun símastöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Fylgir ályktuninni, á- samt greinargerð, bréf frá bæj- arstjóranum í , Vestmannaeyj- um, til póst- og símamátastjóra, þar sem hann skýrir þörfina fyrir þessari stækkun. I greinargerðinni segir, að með því að embættismaður sá, er hér um ræði (þ. e. póst- og símamálastjóri), virðist ekki ennþá liafa tekið afstöðu til málsins, sé málið tekið upp á þingi til flutnings, þar eð það ástand, sem nú ríkir i þessum málum í Vestmannaeyjum, sé alveg óþolandi og liafi raunar verið svo um langan aldur, þó að litilla umbóta liafi lil þessa orðið vart af liálfu póst- og símamálastjóra. Er mikill áhugi ríkjandi fyr- ir þessu máli í Vestmannáeyj- um og vænta Eyjaslceggjar að gerðar verði ráðstafanir til stæklcunar símastöðvarinnar strax á næsta ári. Frakkar sækja norður með Rín fréftír I O.O.F. = Ob. 1 P. =M 1 1261123874 Útvarpið í lcvöld. ívl. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.20 Tónleikar Tón- listarskólans: Dumky-tríóið eftir Dvorsjak (Tríó Tónlistarskólans leikur). 20.45 Erindi: Of sóttur sjór, IV.: Vandamálið eins og það blasir . nú vi'Ö (Árni FriÖriksson m^gister). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.10 íslenzkir nú- tímahöfundar: Halldór Kiljan Lax- ness les úr skáldritum sínum. 21.40 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Leikfélag Reykjavíkur hefir nú sýnt franska gamanleik- inn „Hann“ fjórum sinnum fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir og blaðadóma. Næsta sýning verður á miðvikudagskvöld kl. 8. Bandamenn nagast Diiren. j|ókn Frakka milli Belfort og Sviss hefir haft þær af- leíðingar, að fylkingararmur Þjóðverja á þeim hluta víg- stöðvanna — vinstri armur- inn — hefir beðið mikinn ósigur. Sigur Frakka byggist einkum á því, að Þjóðverjar gerðu ekki ráð fyrir því, að liægt mundi að liefja öfluga sókn í fjallaliéruð- unum þarna og liöfðu því megn- ið af liði sínu norðar. En þegar Frakkar voru komnir í gegnum fjöllin var í rauninni liægðar- leikur að hrekja Þjóðverja af Alsace-slétlunni og hrjótast niður að Rin. Norður með Rín. Jafnskjótt og Frakkar kom- ust niður að Rin, tóku þeir að skjóta á stöðvar Þjóðverja austan fljótsins, en aðrar sveit- ir stefndu norður með því í átt- ina til Mulhouse (Mulhausen) og voru samkvæmt síðustu fregnum rúmlega 10 km. frá horginni. Hersveitum Þjóðverja í Vo- gesafjöllum stafar mikil liætta af þessari sókn Frakka, því að þeir geta ált von á þvi, að franskar hersveitir komi þeim í opna skjöldu þá og þegar. Sóknin til Saar. Fyrir norðan Melz liefir flótti einnig borstið í lið Þjóðverja. Nálgasl menn Patlons borgir Saar-dældarinnar jafnt og þétt, en eiga i snörpum bardögum við baksveitir þýzka hersins. I Metz var allri skipulegri mót- spyrnu lokið, þegar tvær sveit- ir Bandaríkjamanna mættust á aðallorgi horgarinnar. Áhlaupin sitt á hvað. Bretar og Bandaríkjamenn, sem sækja inn í Þýzkaland frá Belgíu og Hollandi eiga í ein- hverjum liörðustu bardögum sínum frá því að gengið var á land. Þjóðverjar gera í sifellu gagnáhlaup og beita allt að 30 skriðdrekrim í einu, en verða þó smám saman að láta undan síga. (Næturakstur annast B. S. Aðalstöðin, sírrii 1383- Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Tjarnarbíó sýriir þessa dagana enska mynd, Fáni herdeildarinnar, um leynistarf- semina í Belgiu. Byggist myndin á sönnum viðburðum. Aðalhlutverk leika Clive Brooks, Jane Baxter, og Clifford Evans. Gamla Bíó sýnir nú skopmyndina Rio Rita með gamanleikurtmum Bud Abbott og Lou Costello. Nýja Bíó sýnir nú myndina Æfintýri í leikhúsi. Fjallar myndin um ástir dansmeyja. Aðalhlutverk leika, Bar- bara Stanwyck og Michacl O’Shea.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.