Vísir - 21.11.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 21.11.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4.00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað þarf að lækka? Forsætisráðherra mun liafa sagt í þingræðu fyrir nolck- urum dögum, að fyrr skyldi gengið að auðnum í landinu en að lækkað verði kaupið. Al- mennt skilja menn þessi um- mæli svo að kaup megi ekki lækka að krónutölu frá því sem nú er. En að öllum líkindum heiir ráðlierrann átt við það, að afkomuskilyrði launþeg- anna skyldu ekki versna frá þvi sem nú er. Hér er raunverulega um tvennt ólíkt að ræða, tvennl, sem í hinum margvíslegu um- ræðum um dýrtíðarmálin, er venjulega blandað saman og notað er af mörgum vísvitandi til að trufla hugsun almenn- ings. Þetta er nú aðallega not- að í þeim tilgangi að tortryggja þá, sem lialda því fram að framleiðslukostnaðurinn í landinu verði að lækka. Það er sagt að þeir sem slíku halda fram, séu að ráðast á kjör al- mennings, að þeir vilji hafa i frammi kaupkúgun og annað slíkt. Þetta fellur i góða jörð hjá þeim, sem halda að sérhver skerðing á krónutölu launa þeirra sé raunveruleg kaup- iækkun. Hið núverandi raunverulega kaup verkamannsins eða laun- þegans, er grunnkaup hans. Það sem hann fær greitt um- fram grunnkaupið, er uppbót vegna dýrtíðarinnar, sem vex eða minnkar, eftir því hvort dýrtiðin færist upp eða niður. það sem hann fær umfram grunnkaupið er því aðeins ætlað að gera hann skaðlausan af verðbólgunni, eins og hún er á hverjum tíma. Ætti honum því raunverulega á sama standa hvort verðbólgan vex eða minnkar þegar þess er gætt að hann á að geta veitt sér svipuð gæði fyrir grunnkaup sitt og uppbót á hvorn veginn sem verðlagið hallast. En hins- vegar er vöxtur verðbólgunnar honum stórhættulegur eins og öðrum, vegna þess, að afleið- ingarnar eru venjulega stöðv- un og atvinnuleysi. Þess vegna er það blekking, sem nú er mikið notuð hér í pólitísku skyni ,a|5 öll kaup- lækkun miðað við núverandi krónutölu sé kaupskerðing. Og því er haldið fram að fram- leiðslukostnaðinn sé ekki hægt að lækka nema með því að skerða kaupið til frambúðar. Þetta er mikill misskilningur. Það sem verkamanninum er mest virði til frambúðar er ó- breytt grunnkaup. Það sem honum er greitt þar að auki er uppbót fyrir dýrtiðina. Jafnvel þótt hann þyrfti að gefa eitt- hvað eftir af þeirri uppbót um stuttan tima til þess að koma niður verðbólgunni, þá er það ekki raunverulega kauplækkun til frambúðar. Hinn mikli framleiðslukostn- aður, sem nú er orðinn hættu- Iegur öllum atvinnurekstri, stafar ekki að verulegu leyti af sjálfu grunnkaupinu. Hann stafar aðallega af dýrtíðinni, sem nú hefir nálega þr(ifaldað Frá hæstnrétti: Oheimilt að spyrja um hvað gerist á sáttafundiim Úrskurði Félagsdóms skotið fil hæstaréttar. Nýlega var kveðinn upp dóm- ur í hæstarétti í málinu Alþýðu- samband Islands f. h. Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar gegn Vinnuveitendafélagi Is- lands. Tildrög máls þessa eru þau, að nú er rekið fyrir félagsdómi mál milli sömu aðilja, út af á- greiningi um það, hvaða merk- ingu beri að leggja í orðið „lýs- isbræðsla“ í kjarasamningi nefndra aðilja frá 22. febr. 1944. Samningur þessi lcomst á * grunnkaupið. Þess vegna er það í'yrst og fremst dýrtíðin, sem verður að minnka. Þá minnkar framleiðslukostnaðurinn um leið. Það er ekki í þágu verka- mannsins að dýrtíðinni sé hald- .ð við. Því meiri sem liún er, því meira ógnar hún atvinnu hans og afkomu. Þess vegna má ekki láta villa jér sýn á því, þegar rætt er um .ækkun f ramleiðslukostnaðar, að það sé sama og krafa um ^ækkun á grunnkaupi. Slíkt er fjarri sanni og hefir yfirleitt ekki verið rætt svo teljandi sé, að ráðast þurfi á grunnkaupið. Það er ekki ólíklegt að fram- leiðslan geti borið það út af fyr- ir sig. En það er dýrtíðin, sem verður að lækka og þá lækkar jafnframt allur vinnukostnað- ur í landinu. Það sem þá gerist er að krónan verður meira virði en áður. Ef að hægt er að gera það án þess að dýrtíðaruppbót rýrist um stundarsakir, þá er það vel farið. En jafnvel þótt dýrtíðaruppbótin þyrfti að skerðast eitthvað í stuttan tíma, meðan verðlagið lækkaði,- mundi það bera margfaldan ávöxt síðar með öruggari at- \dnnu og óskertum launum. Um daginn og veginn. ■JJ mræður manna snúast um marga hluti um þessar mundir. Margir bíða þess með nokkurum óstyrk, eins og við er að búast, hvernig hinar nýju álögur verði, sem stjórnin hefir boðað og sagt er að Keflvíking- arnir liafi klappað fyrir með krepptum hnefunum. Sumir segjga að lagður verði á hár veltuskattur. Aðrir segja að tekjuskatturinn verði þrefald- aður. Enn aðrir segja að gengí krónunnar verði lækkað og rík- issjóður eigi að græða á þvi 100 millj. kr. Allt eru þetta getgát- ur sem enginn óskty- að rætist en allir vita að eitthvað illt vérð- ur að ske. Sumir láta í ljós undrun sína yfir því hvað stjórninni gangi illa að koma sköttunum á papp- írinn en aðrir segja að frestur sé á illu beztur. Menn ræða jafn- vel um þá fjárstæðu, að afgreiða fjárlögin með litlum — 50 millj. kr. — tekjuhalla og skatt- arnir komi eftír nýár. Þetta sýnir allt saman hversu gaman- samir menn geta orðíð þegar þeir ræða „um daginn og veg- ,inn“. Jafnframt þessu tala menn um alvárlegri hluti, svo, sem öngþveiti bátaútvegsins í vetur vegna skorts á fiskilínum. Allt liefir verið gert sem unnt er til þess að fá aukinn veiðarfæra- skammt frá Bretlandi og Banda- ríkjunum en lítil s'em engin úr- lausn fengizt enn. Útlitið er því ekki gott þótt enn kunni að ræt- ast eitlhvað úr. Fáir liefðu trúað því að vér þyrftum að sitja í landi færalausir við beztu fiski- mið heimsins um hábjargræðis- tíma ársins. Vonandi fer betur en á horfist nú. fyrir piilligöngu sáttasemjara og sáttanefndar, sem skipuð var sarnkv. 22. gr. laga nr. 80/1938. Einn sáttanefndarmanna, Emil Jónsson, núverandi ráðherra, kom fyrir félagsdóm sem vitni, og voru af hálfu Dagsbrúnar lagðar fyrir hann eftirfarandi vitnaspurningar: a) Er það rétt, að sáttasemjari eða hin stjórnskipaða, sátta- nefnd skýrði fyrir báðum aðilum að orðið „lýsis- bræðsla“ í 5. gr. samnings- ins næði yfir alla vinnu á lýsisvinnslustÖðvum, aðra en út- og uppskipun á lýsi? b) Teljið þér, að samninga- nefnd Vinnuveitendafélags Islands hafi samþylckt, að orðið „lýsisbræðsla" í 5. gr. samningsins, sem nefndur er í 1. spurningu næði til þeirr- ar vinnu, sem talin er upp í 3. spurningu? Stefndi í málinu, Vinnuveit- endafélagið mótmælti þvi, að spurningar þessar yrðu lagðar fyrir vitnið, og taldi það ekki heimilt samkv. 28. gr. laga nr. 80/1938. Féll úrskurður félags- dóms á þá leið, að nefndar spurningar yrðu ekki lagðar fyrir vitnið. Segir svo í forsend- um úrskurðar félagsdóms: „Samkvæmt 4. mgr. 28. gr. laga nr. 80/1938, er óheimilt án samþykkis beggja samningsað- ilja að skýra frá eða leiða vitni um, hvað aðiljar hafa lagt til á sáttafundum. Telja verður að efni 4. spurn- ingarinnar falli beint undir nefnt lagaákvæði, þar sem spurt er um, hvort annar samningsað-' ilja hafi samþyklct tiltekið til- hoð frá hinum samningsaðilajn- um. Ber því að synja þess, að hún verði lögð fyrir vitnið. Hvað 3. spurningunni viðvík- ur þá fjallar hún að vísu aðeins um það, livað sáttamenn hafi' sagt við samningsaðilja. En hún er nátengd 4. spurningunni og svar sáttamanns við henni gæti gert nauðsynlegt, að rannsökuð yrðu, til frekari upplýsingar málavöxtum, tilboð og yfirlýs- ingar samningsaðiljanna fyrir sáttamönnum og raunverulega skapað öðrum aðiljanum þá að- stöðu í málssókn, að hann yrði neyddur til þess að skýra frá málsatvikum, sem honum ann- ars væri ekki skylt, samkvæmt framannefndu lagaákvæði. Þá ber og á það að líta, að það verður að teljast mjög heppileg regla, að sáttamenn i vinnudeil- um þurfi sem minnst að bera um það, hvað fram hafi farið á sáttafundum. Að þessu athug- uðu þykir ekki heldur rétt, að 3. spurningin verði lögð fyrir vitnið.“ Dagsbrún skaut úrskurði þessum til liæstaréttar, en sam- kvæmt lögunum um stéttarfé- lög og vinnudeilur má skjóta úrskurðum félagsdóms um vitni til þess réttar, og krafðist þess að hann yrði úr gildi felldur og heimilt talið að leggja fram- angreindar spurningar fyrir vitnið. Úrslit málsins í hæstarétti urðu þau, að úrskurður félags- dóms var staðfestur með skir- skotun til forsendna hans. Listdans ungfrú Sif Þórz. Guðmundnr Jénsson heSIr sungið 9 slnnnm fyrií Heykvlkinga. Guðmundur Jónsson söngv- ari hefir nú haldið 9 hljóm- leika fyrir Reykvíkinga og á- vallt fyrir fullu húsi. Aðeins einn maður annar hefir haldið hér jafn marga hljómleika 1 einu. Var það Ein- ar Markan, sem söng hér árið 1929 níu sinnum í röð. Guðmundur Jónsson mun dvelja hér fram yfir nýár og er þá ætlunin að halda nokkra hljómleika með breyttri söng- skrá. 8<‘X Diýir Bcikvcll- ir tcrOa srerdir í bsciium. Bæjarráð hefir nýlega sam- þykkt að láta gera sex leikvelli víðsvegar í bænum. Leikvöllum þessum verða ætl- aðir staðir hjá Selbúðum, við Sóleyjargötu og Ilringbraut, á Vitatorgi, við Barónsstíg, milli Njálsgötu og Bergþórugötu og hjá verkamannahústöðunum á Rauðarárholti. Á fundi þeim, sem samþykkti þetta, var borgarstjóra falið að leita eftir því hjá lóðareiganda Landalcotstúns, hvort bærinn gæti fengið þar lóð til barna- leikvallar. Námskeið fyrir vél- stjóra I liraífrysti- húsum. Námskeið fyrir vélstjóra frystihúsa hófst Timmtudaginn 16. þ. m. i fundarsal vélsmiðj- unnar Héðinn h.f. Námskeiðið er lialdið samkv. ályktun aðalfundar Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna í sumar. Kennsla er verkleg og í fyrir- lestraformi og kenna þar um 20 menn. Námskeiðið stendur yfir í hállan mánuð og eru þátttak- endur um 40 vélstjórar víðs- vegar að af landinu. Danssýning ungfrú Sif Þórz fór vel fram og var í alla staði ánægjuleg. 1 fyrsta sinn kom hér á sjónarsvið danskona, sem ckki stendur að baki bezt æfð- um erlendum listdönsurum. Ungfrúnni er danslistin í blóð borin, en það er ekki nægilegt. Fáir hérlendis hafa hugboð um hvílíka þjálfun, sjálfsafneitun og fórnárvilja það heimtar, að ná þeirri leikni, er kallast megi sannur listdans. Flestir íslenzkir listamenn hafa orðið að búa við erfið og óblíð kjör öll sín þroskaár, og sérhver listamaður, er lagt hef- ir á þá viðsjárverðu og erfiðu braut, að læra og leita sér þroska, hver á sínu sviði, á það sannarlega skilið, að mæta skilningi. Til þessa tíma hefir listdans- inn verið Islendingum sem lok- uð bók, því sannleikurinn er sá, að af öllum listgreinum mun tileinkun hans erfiðust. List- dansinn krefst sívarandi, sívak- andi og sívaxandi samsvörunar í þroska og tækni, þar sem þjálfun og samstilling anda og efnis eru sýndar í líkamshreyf- ingum, í mýkt og hrynjandi, sem orðið hefir að temja frá blautu barnsbeini. Balletdansskóli er hér enginn í þeim skilningi, er erlendar list- kröfur heimta. Þar verða nem- endur, Jiegar á æskuskeiði, að byrja nám sitt og standast þær erfiðu raunir, er sýna, hvort þeir muni reynast hæfir til námsins. Ungl'rjú Sif Þói’z skilur hlut- yerk sitt út í yztu æsar, enda hrífur lxún hugi áhorfenda sinna. Af lífi og sál hrærist hún i dansinum og nýtur sín bezt í skapgerðardönsunum. Leikni hennar — fram yfir miðlungs list — dansendur, sem oft eni venjulærðir og því littbreytan- legir og fastheldnir og skortir svipbrigði tilfinninganna — er auðsæ, enda hefir hún þá miklu náðargáfu og kann með hana að fara, sem fyllir dans hennar hrifandi yndisþokka og boðar vaxandi frjóleika gróandi lífs. Hvað tádansinn áhrærir náði hún ekki öruggu jafnvægi, get- ur það stafað af taugaóstyrlc, er hverfa kann með aukinni æf- ingu. I „nýtízku-Ballet“, „Musik- Chopin“, „Rússneskum bænda- dansi“, „Enskum sjómanna dansi“ og „Lótusblóminu“, njóta sín mætavel hæfileikar hennar sem skapgerðardansara. „Lótusblómið“ er ærið kröfu- harður dans, er heimtar full- kominn aga líkamskerfisins, með því handahreyfingar eru jiar aðaltúlkandi efnisins. Lót- usblómið lifir og deyr sama dag. Daglangur vöxtur þess, beygingar og hneigingar og lið- andi hreyfing upp til ljóssins r. Scrutator: c" V. XjQucLdbi aÉnmnwýS Reykjavík úr lofti. ÞaS er alltaf gaman og fróÖlegt að kynnast stöðum og héruðum af nýjum sjónarhóli. Þeís vegna er því alltaf tekiÖ fegins hendi af bla'Sa- uiönnunum okkar, þegar þeim er boðið að bregða sér upp í loftið að skoða borgina og umhverfi hennar úr flugvél, líkt og þegar flugfélagið Loftleiðir bauð blöðunum að senda menn til að skoða og kynnast nýja flugbátnum síðast liðinn laugardag. Þegar komið er hátt í loft sér maður fyrst, hvað Reykjavík er í raunínni lítíll blettur, jxó menn j)yk- ist þurfa að fara í bíl eða strætis- vagni örskamman spöl millí húsa. Bærinn tekur varla stærra svæðí en myndarleg mykjuskán á túni — eg bið góða bæjarmenn að afsaka.sam- líkinguna, en mér finnst hún svo anzi þjóðleg. Göturnar eru eins og mjó blýantsstrik, flest bein en þó sum dálítið hlykkjótt, eins og barn hafi verið að leika sér að draga strik á blað. En þær götur eru líka frá þeim tima, þegar Reykjavík var sjdlf barn að aldri. Strik fullorð- insáranna eru bein, breið og djarf- Jeg, Hggja hornrétt hvert á annað víðast hvar og lóðareitirnir eru skipulegir, eins og krefjast verður ]>cgar þeir eru gerðir af meistara- höndum. Þústurnar og títuprjónahausarnir. Þústur tneð ýmsum litblæ renna með mismunandi hraða eftir striku- unum, eins og alla vega litum vatns- dropum væri blásið eftir glerpípu. Þetta eru bilarnir. Þeir renna í all- ar áttir og far'a mismunandi hratt, eftír þvi hvort þeir sem í þeim sitja þykjast þurfa að flýta sér eða ekki. En hvað þurfa menn aÖ vera fara hratt, þegar bærinn er svona lítill? Menn verða komnir á leiðarenda áð- ur en varir, þótt farið sé ofur lítið hægar. Eða kannske bærinn sé „nokkuð stór“, eins og Litla bíla- stöðin, þótt rnanni sýnist hann vejra eins og „krækiber í helviti" þarna uppi ? Og hingaÖ og jxangað má sjá, ef menn eru fráneygir, litla títu- prjónshausa silast eftir blýantsstrik- unurn. Þeir fara sér hægt og kornast samt áfram. Þetta eru heiðraðir kjósendur eða tilvonandi kjósendur, eða kannske verndararnir. Það er ekki hægt aS greina það úr slíkri hæð. En svo er flugið lækkað, flug- vélin sezt og áður en varir er mað- ur kominn inn í hringiðu bæjar- lifsins. En hvað maður er annars litill og bærinn stór og víðáttumik- ill. Þetta hefir þá allt verið sjón- hverfing jxarna uppi! Já, fjarlægð- iu gerir fjöllin blá og mennina litla. Ætli maður verði ekki að taka bíl eða „strætó.“ og lífsins, í aðkasti og andvara, og sívaxandi sólarhungur, unz það, að kveldi, hnígur samari og — deyr; sú túlkun tókst hcnni prýðilega. Hlutverk ljósbrigðanna, er settu mjög svip á dansinn, voru ágæt og lirífandi þrátt fyrir ó- hagstæð skilyi'ði á leiksviðinu. baksýn leikvangsins afleit; er það mjög leitt, með því við- horfsfletir allir hafa sínu hlut- verki að gegna til samræmis heildaráln’ifunum. Væntanlega fær ungfrúin ein- hverja bót ráðna á þeim ann- marka við næstu möguleika. Vissulega mundi góð slag- hörpuhljómsveit falla betur við skapgerðog persónuleik ungfrú- arinnar, og veita list hennar lullkomnara fjörvi, en hljóm- sveit miður samæfðra „músík- anta“. Húsið var fullskipað og hrifning áhorfenda með afbrigðum. Var ungfrúin hyllt með blómum og látlausu lófa- taki og varð að endurtaka marga al' dönsunum. Væntanlega heldur ungfrúin áfram þá sömu braut, er hún sjálf hefir valið og farnazt svo glæsilega. Hún er ung og getur ennþá lært margt og mikið, sjálfri sér til vaxandi sóma, en til lærdóms og yndis fyrir á- horfendur. Islendingar mega vera hreyknir að liafa nú eignazt hina fyrstu virkilegu listakonu á sviði danslistai’innar. Reykjavík, 19./11. 1944. Edith Guðmundsson. Tveir nýir vélbátar smíðaðir á ísafirði. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gær. Skipasmíðastöð Marseliusar Bernhardssonar hér liefir ný- lokið siníði tveggja vélbáta. Annar, „Gullfaxi“, er 19,5 brútto smálestir, hefir 60 hest- afla vél, eigandi er H.f. Kald- hakur Þingeyri. Hinn, Bjanii Ólafsson, er 35 brutto smá- lestir og hefir 140 hestafla Vick- man vél. Eigandi er Albert Bjarnason Keflavík. Bátar þessir eru álitnir hinir traust- ustu og fallegustu. — Þeir munu hefja veiðar innan skamms. K a u p u m allar bækur, hvort heldur eru heil söfn eða einstakar bæk- ur. Einnig tímarit og blöð. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 Sími 3263. * u p H"ð4 IIN er miðstöð verðhréfavið- skiptanna. — Sími 1710 Kalt og heitt Permanent með útlendri olíu. Snyrtistofan PERLA Vífilsgötu 1. — Sími 4146. CIL0REAL Franskur ekta augnabrúna- litur. E R L A, Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.