Vísir - 11.12.1944, Page 2

Vísir - 11.12.1944, Page 2
VÍSIR VISI3 D A.G ULAfi Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Hristján Guðlaugsson, x Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. . Félagsprentsmiðjan h.f. Vinir lýðræðisins. Oft hefir það veríð haft á orði, að lítill vandi væri að verj- ast óvinum; en hitt væri vanda- samara að sjá við vinahópnum. Lýðræðinu i heiminum hefir orðið hált á þessu. Flestir ein- ræðisherrar hafa i upphafi þótzt vera ákafir lýðræðissinnar, en hafa loks kastað grímunni, er þeir voru komnir til valda, þannig, að þeir treystust til að brjóta einræði sínu braut. Þess- ir menn hafa jafnvel verið svo ákafir lýðræðissinnar, að þeir hafa skipað sér í fylkingu lengst til vinstri og allt viljað fyrir al- þýðuna vinna. Slíkt framferði er oft og einatt erfitt að var- ast, en of lítil tortryggni hefn- ir sín. Forsætisráðherra Breta og raunar ríkisstjórnin öll hefir átt í vök að verjast að undan- förnu, vegna skoðana sinna á því, hvað lýðræði sé. Taldi for- sætisráðherrann að lýðræði væri ekki í því fólgið, að göturæn- ingjapólitík væri í heiðri höfð, einvörðungu af því að slíkir menn teldu sig lýðræðissinna, en fyrir þeim vekti hins vegár að ná undir sig völdum með vopnavaldi. þíitt væri fýðræði, að óbreyttir þjóðfélagsþegnar gæti. óáreittir og óttalaust geng- ið að kjörborði og valið þing- fulltrúa og stjórn skoðunum sínum samkvæmt. Fyrir slíkt lýðræði kvaðst forsætisráðherr- ann vilja vinna. Það er mála sannast og ætti hver þjóð að athuga í tíma, að í skjóli lýð- ræðisins starfa öfgaflokkar beinlínis með það fyrir augum, að bregðast því, er henta þykir j og koma á einræði um heim all- ■ an. Er hér um stríðsfyr- | irbrigði að ræða og annað ekki, en fjölmargir lj’ðræðissinnar hafa ekki gert sér grein fyrir þessu viðhorfi svo sem skyldí. I öllum hinum frelsuðu löndum Evrópu eru nú háð liörð átök milli lýðræðisflokkanna, sem vilja halda lögum í heiðri og öfgaflokkanna, sem vilja faTa að hætti göturæningjanna og gera upp sakirnar við andstæð- ingana án laga eða dóms. Slíkt réttarfar og réttarvitund er ekki samrímanleg hugarfari sannra lýðræðissinna, er leggja öðru frekar áherzlu á að lög- um og rétti sé haldið uppi í landi hverju, eða með öðrum orðum að fullt öryggi borgar- anna sé ríkjandi í stað algers öryggisleysis. Engin þjóð er svo smá, að henni beri ekki að gjalda var- ; huga við mönnum og flokkum, ; sem starfa innan vébanda lýð- ; ræðisins í anda einræðis og of- j beldis, en einkum ber borgur- ; unum að gæta þess vandlega, ' að láta ekki ánetjast af slíkum öfgaflokkum. Dæmin eru deg- inum Ijósari í því efni, að þess- ir flokkar þykjast bæði vera þjóðlegir og stórhuga, — stefna I dægurmálanna er látin skyggja j á þá heildarstefnu, sem á bak við liggur, til þess eins að ná ' tangarhaldi á sálum manna og j vinna þá sér til fylgis. Góðu málin eiga að vinna menn til fylgis við vondan málstað og vissulega hefir það víða tekizt furðanlega. Líklegt er að átök- Brýn þörf fyrir 20-30 nýja bygginga- verkfræðinga hér á landi. Viðtai við Finnltoga itiíl Þorvalds- isoii forisiöðnmann verkfræðideildar háskólan§. Hé landi er nú skortur á 20—30 byggingaverkfræðing- um, að minnsta kosti, til að starfa hjá ríkis- og bæjar- stofnunum og hjá einkafyrirtækjum. Þetta sýnir m. a. hvílík nauðsyn það hefir verið að koma á stofn verkfræðideild við Háskóla Islands, þeirri er stofnuð var 1940. Þar munu nú stunda um eða yfir 30 nemendur og hefir aðsóknin verið svo ör, að háskólaráð hefir ekki séð sér annað fært en setja hömlur um aðgang að náminu. Tólf kennarar störf- uðu við deildina í fyrra, en í vetur varð að bæta tveimur við, vegna þess hve námsgreinarnar eru margþættar. Forstöðumaður deildarinnar er Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga frá menntamála- nefnd neðri deildar Alþingis um Háskóla Islands, þar sem meðal annars eru sérstök lagafyrirmæli'um verkfræðideildina. Gera má ráð fyrir að frumvarp þetta nái samþykkt, því að engum þeim, er ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, dylst nauðsyn þess að verk- fræðideild verði rekin álram við háskólann. Vísir hefir farið þess á leit við Finnboga Rút Þorvaldsson verkfræðing, að hann skýrði blaðinu frá verkfræðideildinni, stofnun hennar og störfum, erfiðleikum hennar og við- fangsefnum. Fyrstu tildrög að stofnun vcrkfræðideildar við háskólann kom fram i frumvarpsformi á Alþingi 1931, en áður liafði Verkfræðingaíelag Islands hreyft þessu máli. Það var þó fyrst og fremst hið breytta viðhorf vegna ófriðarins, er nýir stúdentar gátu ekki sótt háskóla á Norð- urlöndum og í Þýzkalandi, sem leiddi til þess, að háskóla- ráð ákvað í samráði við V.F.I. að hefja undirbúningskennslu i verkfræði við Háskóla Islands haustið 1940. Til þess að fyrrihlutapról' í verkfræðideild Háskóla Islands gæti veitt aðgang að fram- haldsnámi 'við erlenda tækni- iiáskóla, varð að miða námið við fyrrihlutapróf þess há- skóla, sem gerir mestar kröf- ur um bóklegt nám. Meðal ann- ars af þeim ástæðum var ákveð- ið að taka Danmarks tekniske Höjskole til fyrirmyndar. in í liinum frelsuðu löndum á meginlandi Evrópu veki menn til umhugsunar og glæði skiln- ing þeirra i þessum efnum. Ekki hefir okinu fyrr verið létt af l^essum þjóðum, en að öfga- flokkarnir rísa upp til þess að vinna gegn málstað banda- manna, sem fyrst og fremst berjast fyrir lýðræðinu i heim- inum, og allt atferli flokka þcss- ara er slíks eðlis, að það getur stofnað þeim herjum í beinan voða, sem fórnað hafa blóði sínu fyrir frelsi þeirra og sjálf- stæði. Allt öðru máli gegndi, ef gengið hefði verið á rétt þess- ara þjóða og þeim meinað að skipa málum sínum sjálfar, en því fer víðsfjarri að svo sé. Þjóðirnar eiga einmitt að rétt- um lýðræðisreglum að mynda sér stjórnarform, en aðkomu- lierinn reynir ekly að hafa nokkur áhrif i þvi efni, hversu innanlandsmál hlutaðeigandi þjóða snúast, þótt hann verði að sjálfsögðu að vernda öryggi sitt. Við Islendingar getum engin áhrif haft á gang málanna á meginlandi Evrópu, en við get- um margt af þessú lært og vær- um heimshir og hlindir, ef við gerðum það ekki. Ilið nýfengna sjálfstæði og ríkjandi stjórnar- form verðum við að tryggja. Hyer yfirsjón i því efni og all- ur dráttur getur orðið þjóðinni dýrkeypt og hættuleg revnsla og raun. Minnumst þess, að ekki eru allir viðhlægjendur vinir, og ekki allir þeir, sem hæst gala um lýðræðið sannir lýðræðissinnar. Fyrra liluta námsins er unnt að ljúka á tveim árum, en til siðari hluta þarf tvö og hálft til þrjú ár, en fæstir slúdentar ljúka námi á svo skömmum tima. Það eru einkum tveir erfið- leikar, sem hinni nýju liáskóla- deild hefir veitt erfitt að ryðja úr vegi. Annað er að fá kenn- ara að deildinni, en hitt er að fá kennslubækur erlendis frá. Verkfræðingar eru fáir i landinu og auk þess eru þeir störfum lilaðnir. Þetta veldur því, að erfitt er að fá kennara að deildinni, en hinsvegar lögð á það megináherzla, að fá hæf- ustu menn í hverri grein. Vegna þess, hve kcnnslan er fjölþætt, þurfa kennararnir að vera margir og s.l. vetur voru þeir 12, en bætt var tveim- ur við i haust. I þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að af því að deildin hefir ekld náð staðfestingu með lögum, hefir ekki neinn fastur kennari verið ráðinn við hana. Er það mikl- um erfiðleikum buildið, og enda naumast dæmi þess annarsstað- ar, að jafn mikilvægri kennslu sé lialdið uppi í fjögur ár með stundakeunurum einum. En væntanlega verður ráðin bót á þessu með hinu nýja frumvarpi. Annar höfuðerfiðleikinn er að útvega kennslubækur, sem verður að fá erlendis frá. Hef- ir verið lögð á það áherzla, að fá kcnnslubækur frá Dan- mörku, þar eð kennslan er mið- uð við tækniháskólann danska, enda fyrra hluta námið miðað við að nemendur héðan stundi framlialdsnám á Norð’urlönd- um eða í Þýzkalandi. Vegna þess meðlram, live lít- ið hefir fengizt af kennslubók- um til landsins hefir háskóla- ráð ekki séð sér annað fært en takmarka aðgang að verkfræði- deildinnd. Hefir þessi ráðstöfun sætt nokkurri gagnrýni meðal stúdenta, en hliðstæðar ráðstaf- anir eru þó algengar við erlenda háskóla. —- IIinsvegar/ væri það í sjálfu sér mjög æskilegt, að engum stúdent — og yfir- leitt engum manni — þyrfti að bægja frá því námi, sem hann kýs sér að stunda, og þá engu fremur frá verkfræði en öðrum greinumt, * Þcgar tillit er tekið til þess- ara og annara erfiðleika, sem verkfræíiideildin hefir átt í höggi við, má fullyrða, að ár- angur hafi orðið mjög góður5| nemendnrnir yfirleitt ánægðir og aðsólknin mjög mikil. Fyrrit tlutaprófi hafa nú lolc- ið 8 nemendur. Af þeim fór einn til framhaldsnáms í skipa- verkfrælli í Ameríku, en hinir, sjö ljúkí i væritanlega námi hér við deil dina í bvsgingaverk- fræði o| t mundi háskólinn þá útskrifa fyrstu vcrkfræðingana 1946—47. Nemendur fyrrihluta eru yfir 30, og eru þá alls um 10 stúdentar í deildinni. Samkvæmt lauslegri athug- un, sem gerð hefir verið, má fullyrða, að nú vanti 20—30 byggingaverkfræðinga á ríkis- stofnanir, .bæjastofnanir og til einstaklinga, enda er Island þannig land, að hverjum manni má ljóst vera, að verkefni eru hér óteljandi, sem bíða úr- lausnar. Það er nærtækt dæmi um það, hve þörfin er milcil fyrir verkfræðinga hér á þmdi, að allir nemendur verkfræðideild- arinnar hafa fengið atvinnu á sumrin við einskonar verk- fræðistörf, svo sem mælingar o. fl. Svo er eitt atriði i þessu sam- bandi, sem getur haft allveru- það er að beita nemendum verk- fræðideildarinnar á ýms verk- cfni, sem bíða úrlausnar, sem prófverkefpi. Mætti þar tilnefna landmælingar, virkjanir, brýr o. s. frv. og mundu þá nem- endur og kennarar vinna sam- eiginlega að úrlausn verkefnis- ins til að koma í veg fyrir að í því fælust veilur. Gæti þetta flýtt mjög fyrir úrlausn marg- háttaðra verkefna, sem orðin eru aðkallandi hjá þjóðinni. Mætti gjarnan greiða nemend- unum eitthvað fyrir vel leyst verkefni, er yrði þeim nokkur stvrkur, þcgar þeir kæmu frá skólaborðinu og legðu lit í lífs- baráttuna. Nú hefir menntamálanefnd neðri deildar Alþingis borið fram frumvarp til laga um breytingar á háskólalögunum, þar sem gert er ráð fyrir lög- festingu verkfræðideildarinnar, og að þrjú prófessorsembætti verði stofnuð við hana. Háskólaráð hefir sent Alþingi álitsskjal um stofnun verk- fræðideildar, þar sem þetta er m. a. tekið fram: 1. Með stofnun verkfræðideild- ar fengist innlend miðstöð í mörgum tekniskum fræði- greinum' ,en það mundi hafa viðtæk og örvandi áhrif á athafnir og verklegar fram- kvæmdir í landinu. 2. Með því næðist aukið menn- ingarlegt sjálfstæði, og kennslumál ríkisins væru þá ekki með öllu ósjálfbjarga í jafnmikilvægum atriðum og teknisk málefni eru nú og munu verða framvegis. 3. Með því sparaðist erlendur gjaldeyrir, sem næmi 2ja ára náms- og dvalarlcostn- aði állra þeirra stúdenta, sem lykju fyrrahlutaprófi liér við liáskólann, en stund- uðu framhaldsnám erlendis í véla- og rafmagnsverk- fræði, stærðfræði, stjörnu- fræði o. fl. En auk þess spar- aðist að miklu leyti erlendur gjaldeyrir í 4—5 ára náms- kostnað þeirra stúdenta, sem lykju námi í byggingar- verkfræði hér við háskól- ann, en mundu ella stunda allt sérnám sitt erlendis. 4. Þótt námið sé fyrst og fremst fræðilegt og að því leyti alþjóðlegt, væri unnt að haga sérnámi byggingar- verkfræðinganna eftir verk- efnum og aðstæðum hér á landi. 5. Þeim stúdentum, sem stund- uðu nám í framangreindum fræðigreinum, yrði miklum mun léttara að kljúfá kostn- að við námið hér en erlendis. I sambandi við fjölgun ís- lenzkra verkfræðinga, sem að , sjálfsögðu leiddi af stofnun verkfræðideildar við háskólann, má benda á, að miðað við íbúa- tölu munu vera færri verkfræð- ingar hér á Islandi en í nokkru öðru menningarlandi. Þannig eru á Norðurlöndum um tvö- falt fleiri starfandi verkfræð- ingar miðað við íbúatölu en hér heima. SKRIFSTOFUSTÚLKA. Stúlka, vön vélritun, getur fengið vinnu á skrifstofu nú þegar. Æskileg væri kunnátta í ensku. Sömuleiðis gott, en ekki nauð- synlegt, áð hraðritunarkunnátta sé fýrir hendi. Eiginhandar- 'Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri vinnu vmerkist: „Vön vélritun“, og sendist á afgreiðslu blaðsins fyr- ir 17. þ. m. BRUNATRYGGINGAR með beztu íáaulegum kjemm. Þér getið keypt viðbótar (hækkunar) tryggingu, þótt þér hafið tryggingu annars staðar fyrir. Það nægir að biðja um trygginguna í síma og gengur hún í gildi við pöntun. Flsemeu's Istsumnee €o. Cazl D. Tulinius & Co. h.L Austurstræti 14. ■— Símnefni: „Carlos“. Síml 1730. ' Ungir sem menn og vilja læra konur iðn Á allsherjarþingi Vinnuveitendafélags Islands, sem haldið var í Rcykjavík 24.-T-27. nóv. s.l. var kosin nefnd til að athuga „með hverjum hætti lielzt væri unnt að bæta lir þeim brýna skorti, sem nú er á faglærðum iðnaðarmönnum, og afnema þær hömlur, sem nú eru á því að ungir menn hafi frjálsan aðgang að fullkominni iðnmenntun“. Nefnd sú, sem kosin var, telur æskilegt, að afla upplýsinga um það, hversu margir séu þeir ungu menn og konur, sem myndu óska að læra ákveðna iðn, ef kostur gæfist. Öskar nefndin þvi hér með eftir, að allir þeir, sem slikan áhuga hafa, styðji ncfndina í starfi sínu, með því að senda henni nafn sitt, aldur og heimilisfang, ásamt upplýsingum um undirbúningsmenntun og taki fram hvaða iðngrein af þeim, sem hér eru nefndar, þeir myndu vilja ncma: Vélsmíði Módelsmíði Rennismíði Frystivélavirkjun Rafvirkjun Húsasmíði Húsgagnabólstrun Klæðskeraiðn Pípulagningar Blikksmíði Eldsmíði Málmsteypa Flúgvélavirk j un Útvarpsvirkjun Múrsmíði Söðlasmíði Gullsmíði Veggfóðrun Plötusmíði Vélvirkjun (þar undir mótorgæzla) Bifvélavirkjun Skipasmiði Húsgagnasmíði Skósmiði Crsmiði Málaraiðn o. fl. Upplýsingar þær, sem nefndin fær, munu væntanléga geta stuðlað að því að leysa það vandamál, sem hér er um að ræða. Bréf séu send til skrifstofu Félags íslenzkra iðnrekenda, Skólastræti 3, Reykjavík, fyr- ir 1. janúar 1945, merkt: „IÐNNÁM“. Iðnaðarmálanefnd Vinnuveitendafélags Islands,, kosin 27. nóvember 1944. Gísli Halldórsson Sigurjón Pétursson Eiríkur Ormsson {

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.