Vísir - 12.12.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.12.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félágsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað bei á milli? Sumir menn spyrja, hvers vegna allir séu ekki sam- mála um það, að skapa nýjar í'ramkvæmdir í landinu og aukna velgengni. Um það er engin deila. Allir eru því fylgj- andi. En það sem ber á milli cr leiðin til að ná þessu takmarki. Leiðin, sem stjórnin heí'ir val- ið, samkVæmt yfirlýstri stefnu hennar, er sú, að láta verðbólg- una og dýrtíðina haldast eins og nú er, láta ekkert lækka, i trausti þess að hjólin haldi á- fram að snúast með þeim fram- leiðslukostnaði, sem nú er í landinu. Auk ])ess skal ekkert sparað á sviði opinberra fram- kvæmda. Til þess að Jiægt áé að halda þessu þannig gang- andi, þarf að leggja á skatta eða taka lán svo tugum milljóna króna skiptir. Þetta ástand á svo að vera undirstaðan fyrir stórkostlegri aukningu og upp- byggingu atvinnuveganna.Þetta er leiðin, sem stjórnin vill fara. Þegar einhverju miklu á að koma í framlcvæmd, er það höfuðskilyrði málefnisins vegna, að lagt sé inn á rétta braut þegar í byrjun. Ef það er ekld gert, getur það haft í för með sér óbætanlegt tjón fyrir mál- efnið, sem á að koma í fram- kvæmd. Það getur tafið fram- kvæmd þess um langan tíma eða jafnvel komið algerJega í veg fyrir framkvæmdina. Það er eins og maður, sem villist inn á rangan veg og verður að fara langa leið til haka til þess að komast á rétta veginn. Tím- inn, sem hann varð að nota til þess að komast á rétta leið, gat verið ómetanlega dýrmætur. Þeir, sem eru sannfærðir um, að leið stjórnarinnar til nýsköp- unar og vaxandi vehnegunar, sé röng, eru í engum vafa um, að það getur kostað þjóðina langan, dýrmætan og erfiðan tíma, að komast ó liina réttu leið, ef eklii er bráðlega tekin önnur stefna en nú. En stjórnin segir: Þessa leið höldúm vér þangað til vér rekumst á það, að hún leiði ekki í rétta átt. Það er sagt, að þegar menn séu orðnir villtir, geti þeir stundum ekki áttað sig á því, hvort vath renni upp eða niður. Þess vegna getur það oft tekið langan tíma fyrir menn að átta sig. Þeir, sem eru vantrúaðir á ieið stjórnarinnar, eru trúaðir á það, að engin mistök verði við- urkennd fyrr en almennt at- vinnuleysi er orðin staðreynd vegna almennrar relestursstöðv- únar. Þá verður farið að at- huga málavöxtu. Stefna stjórnarinnar heldur við dýrtíðinni. Núverandi fram- leiðslukostnaði er haldið uppi með því að láta dýrtíðina af- skiptalausa. Meðan núverandi vísitala lielzt, verður engin breyting á dýrtíðinni. Land- búnaðarvörurnar eru nálega 40% af vísitölunni og hafa á hana langmest áhril'. Ef kaup- gjald lækkar ekki fyrir næsta vor, sem engin líkindi eru til nú, þá er nú þegar fyrirsjáanlegt, að landbúnaðarvörur verða í sama verða næsta haust eins og þær eru nú. Árangurinn verður Nemendur Menntaskólans á Akureyri munu koma hingað suður. Ferð Reykvíkinga norður var í alla staði hin ánægjulegasta. l|ektor Menntaskólans, Pálmi Hannesson, kom ásamt fimm nem- ** endum skólans úr kynnisför til Akureyrar fyrir síðustu helgi. Voru þeir þá búnir að vera sex daga nyrðra í mjög góðu vfirlæti. Nemendur þeir, er fóru norð- ur með rektor skólans, voru Einar Pálsson, Magnús Magnús- son, Hclga Vilhjálmsson, Hulda Valtýsdóttir og Haraldur Jó- hannesson. Vísir átti tal við einn nem- endanna, Einar Pálsson, sem Jafnframt er inspektor skólans. og innti hann eftir ferðinni norður. „Ferðin var fyrst og fremst farin í því skyni, að kynnast skólalífinu við Menntaskóla Ak- ureyrar og treysta enn betur tengslin milli skólanna. h"r þetta fyrsta kynnisferðin milli þess- ara hliðstæðu skóla. Það var tekið konunglega á móti okkur, enda þarf ekki að lýsa hinni frábæru gestrisni Sigurðar skólameistara og Halldóru konu hans. Sátum við þar að veizluhöldum og í alls- konar samsætum, en annars bjuggum við nemendurnir í heimavist skólans, við sátum í kennslustundum og fylgdumst bæði með kennslufyrirkomulagi og skólalífinu, eins og það kom okkur fyrir sjónir. 1 heild virt- ist okkur bæði námsgreinir og kennslufyrirkomulag vera með svipuðu móti þar og hér. Helzti munurinn á skólanum er sá, að Menntaskóli Akureyrar er að nokkuru leyti heimavist- arskóli, og tjáði Sigurður skóla- meistari okkur, að markmið sitt væri að gera hann að algerum heimavistarskóla. Annað, sem.er allmikið'með öðru sniði nyrðra en hér, er í- þróttalíf nemendanna. Þar er t. d. skíðaíþróttin fastur liður i kennslunni, enda er þar mjög auðvelt um skíðaferðir og á skólinn sérstakan skíðaskála, sem nefndur er „Utgarður“. Vorum við einnig boðin þangað. sá, að vísitalan getur ekki lækk- að á næsta ári, nema að mjög litlu leyti, þótt erlendar vörur lækkuðu stórlega í verði. Ef vinnulaunin lækka ekki mjög bráðlega, svo að bændur geti fengið mikið ódýrari ‘ vinnu- kraft næsta. sumar en þeir höfðu síðastliðið sumar, þá verður engin hreyting til lækkunar á verði landbúnaðarvara næsta haust. Vísitalan lækkar ekki, heldur verður hún þá að hækka stórlega, nema ríkið horgi um tvo tugi milljóna króna til að halda henni í því, sem hún nú er. Það fé verður ekki hægt að leggja fram í því skyni næsta haust. Hvað tekur þá við? Fyrsta skrefið á leiðinni til minnkandi dýrtiðar á næsta ári er það, að framleiða landbúnað- arvörurnar ódýrari næsta sum- ar en geft hefir verið undan- farið. Til þess er ein leið og að- eins ein, að landbúnaðurinn fái ódýrari vinnukraft. Stjórnin tel- ur ])ess ekki þörf. . Þessi torfæra á leið ríkis- stjórnarinnar verður ekki um- flúin. Þessi eina torfæra er bein- línis trygging fyrir áframhald- andi dýrtíð í Iandinu. Þetta er eitt af því, sem gerir þá, er eitthvað hugsa, vantrúaða á leiðina sem farin er. „Dýrtíðar- leiðin“ leiðir ekki til hagsældar. En hún er auðveldari og vin- sælli í hyrjun. Það bakar sér enginn lýðhylli mcð því að valda mönnum sársauka, þótt ekki sé nema í svip. „Dýrtíðarleiðin“ réttir að mönnum mjúkan kodda til að sofa á, en martröð- in kemur á eftir. Það má loks taka fram, að við fengum hið ágætasta skyggni báðar leiðir og var ferðin okkur í alla staði liin ánægjulegasta. Vonandi er þessi ferð aðeins byrjun á nánari við- kynningu og nánara samstarfi milli skólanna ög væri þá æski- lcgast, að heilir bekkir gætu farið í slíkar kynnisferðir. Og með auknum flugsamgöngum ætti það að verða tiltækilegt áður langir tímar liða. Ætlast er til að nemendur Menntaskól- ans á Akureyri komi í áþekka kynnisför hingað suður áður en langt Ííður.“ • Knattspyrnuspilið. Nú er svo komið, að hægt er að leika hér knattspyrnu árið um kring, ])ví nýlega er komið á markaðinn áfbragðs knatt- spyrnuspil. I þessum knatt- spyrnuunnandi bæ hlýtur spil þetta að verða mjög kærkomin nýjung, enda mun vera geysi- leg eftirspurn eftir því. Of langt mál yrði að skýra gang þess hér, en írágangur þess er mjög smekklegur. Það er í stórum kassa, prýddum lit- myndum af mörgum góðum knattspyrnumönnum. I kassan- um eru (i leikir (spjöld) milli knattspyrnufélaganna í Reykja- vík. Á hverju spjaldi eru mynd- ir af foringjum og markmönn- um liðanna, sem eigast við, auk margs fleira, allt í réttum lit- um. Ytarlegur leiðarvísir, ten- ingur og knöttur fylgir hverju spili. Fullorðnir jafnt ym hörn geta haft gaman áf spili þessu, því gangur þess er eins og í raunverulegri knattspyrnu, bæði spennandi og skemmtilegur. Knattspyrnuvinur. Tvæi nýjai bækui. I gær komu í bókaverzlanir tvær nýjar bækur frá bókafor- laginu Norðri. Er önnur bókin sænsk verð- launasaga eftir Margit Söder- holm. Heitir bók þessi „Glitra daggir, grær fold“, og hlaut á sinum tíma miklar vinsældir í Svíþjóð og annars staðar, þar sem hún hefir komið út. Hin bókin heitir „Bandarík- in“ og er eftir hinn fræga rit- höfund Stephen Vincent Benet, sem nýlega er látinn. Fjallar bók þessi um þróun Bandaríkj- anna frá dögum ensku nýlendn- anna í byrjun 17. aldar til vorra daga. Gott kveld. Um langt skeið hefir kirkju- nefnd kvenna í Dómkirkjusöfn- uðinum hlynnt að kirkjunni og guðsþjónustunum á ýmsa vegu. Skrúðgarðurinn litli við kirkjuvegginn, blómin á altar- inu við liverja messu og margt fleira minna kunnúga á trú- festi þeirra og alúð gagnvart kirkjunni. Stöku sinnum leitar' kirkju- nefndin til safnaðarins um dá- lítil fjárframlög til safnaðarins. En sú málaleitan er ekkert „bónakvak“. Styrktarmenn fá fullt endurgjald fyrir aurana. Margbreyttan söng, hljóðfæra- list og gott erindi hafa þeir fengið, sem sótt hafa samkom- ur kirkjunefndarinnar í Dóm- krikjunni undanfarin ár og svo mun enn verða á samkomu nefndarinnar annað lcveld. Valdimar Björnsson, blaða- maður, sonur Gunnars ritstjóra Björnssonar í Minnesota, er mjög áheyrilegur ræðumaður og hefir væntanlega frá mörgu að segja. Annars má sjá á aug- lýsingu hér í blaðinu, að kon- urnar hafa fengið margt gott fólk sér til aðstoðar. „Eg dauðsé eftir að eg skyldi vera að fara“, heyri eg fólk stundum segja, er það kemur frá misjöfnum skemmtisam- komum. En það er engin hætta á, að noltkur þurfi að andvarpa á þá leið, þótt hann fari í Dóm- kirkjuna annað kveld. Komið og fyllið kirkjuna. S. Á. Gíslason. Samúð vegna Goðafoss Forseta Islands og forsætis- ráðherra hafa borizt margar samúðarkveðjur vegna Goða- fossslyssins, m,- a. frá .þesgum aðiljum: Sendiherrum Islands, sendi- fulltrúum og ræðismönnum er- lendis, viðskiptafulltrúa Fær- eyja í Reykjavík, fulltrúum Is- lands á alþjóðakaupþinginu í Bandaríkjunum, Birni Björns- syni kaupmanni í London, og Porter McKeever, fyrrv. blaða- fulltrúa Bandaríkjanna í Rvik. Ymsir erlendir menn hafa einnig vottað fulltrúum Islands erlendis samúð sína, meðal þeirra sendiherrar Dana íWash- ington og London. Atburðarins hefir verið getið í flestum blöðum Bretlands og Bandaríkjanna. I “The Scots- man”, Edinborg, er sérstaklega' getið læknishjónanna frú Sig- rúnar og dr. Friðgeirs Ölason- ar og barna þeirra, sem fórust, svo og frú Ellenar Downey og barns hennar. 'kWP'H'BTl.IN er miðstöð skiptanna. verðbréfavið- Sími 1710. K aupum allar bækur, hvort heldur eru heil 'söfn eða einstakar bæk- ur. Einnig tímarit og blöð. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 Jólagjafir: Kökuhnífar, — Eplahnífar úr plastic. HOLT Ný bók! Ný bék! Bandaríkin, eftir STEPHEB! VINGENT BENÉT. Bók þessi fjallar um þá þjóð, sem við höl'um kynnzt mest og bezt á styrjaldarárunum. Hún segir frá því, hvernig þjóðin skaut rótum á meginlandi Vesturheims fyrir þrem öldum, þeg- ar þangað sóttu framgjarnir menn, sem vildu lifa lífi sínu frjálsir og jafnir. Baráttan varð erfið og stundum virtust allar leiðir lokaðar að marki ])ví, sem nýlendubúar sóttu að. En þeir voru fúsir til að fórna öllu fyrir frelsi og mannréttindi — eins og afkomendur þeirra nú og því var þeim jafnan sigurinn vís, þótt við ofurefli virtist að etja. — Þjóðin varð mikií og voldug og hún hélt jafnan í heiðri þær grundvallarsetningar, sem hinir mætustu menn höfðu alið í brjósti og sett í letur. — Þetta er í stuttu máli saga Bandaríkjanna. Hún er að vísu slungin mörgum þáttum, en uppistaðan er frelsi og mannrétt- indi. Bókin „Bandaríkin“ er þáttur úr mannkynssögunni og þó væri e. t. v. réttara að segja, að hún sé þáttur úr sögunni um baráttu mannkynsins fyrir frelsi og réttindum til að lifa í friði. Hún er meistaralega skrifuð af Stephen Vincent Benét, einum merkasta rithöfundi Bandaríkjanna. — Þýðingin er eftir Her- stein Pálsson. Kolaoínai amerískir, eml. Olínofnai Linoleun Filfpappi Masonit 4’ X 4 fet Kiossviðui Asbestplötui á þök og veggi. A. EINARSSON & FUNK Skólavörðustíg 22. Samkoma t , . í Dómkirkjimni miðvikudaginn 13. desember 1944, ki 8V2, undir umsjón kirkjuneíndar kvenna. E f n i: Sigíús Einarsson: Lofgjörð úr Davíðssálmum. (Dómkirkjukórinn syngur. Undirleikur Sigurður ísólfsson.) Reissiger: Bæn söngvarans. Massenet: Saknaðarljóð. (Einsöngur Kristján Kristjánsson.) Björgvin Guðmundsson: Tilbrigði um „Dýrð sé guði í hæstum hæðum.“ (Orgelleikur Páll ísólfsson.) Erindi: Valdimar Björnsson. Weyse: Sjáið engil ljóssin lands. Grieg: Ave Maris Stella. Hándel: Largo. Lullivan: The lost chord. (Einsöngur Anna Þórhallsdóttir.) Sigfús Einarsson: Island. (Dómkirkjukórinn syngur. Einsöngur Guðrún Ágústsdóttir, undirleikur Sigurður Isólfsson.) Sálmur: Nú fjöll og byggðir blunda. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 5 kr. Ágóðanum verður varið til að skreyta kirkjuna. Vantar krakka nú þegar til að bera blaðið um RAUÐARÁRHOLT NORÐURMÝRI SOGAMÝRI DAGBLAÐIÐ VISIR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.