Vísir - 22.12.1944, Page 4
4
VlSIR
Föstudaginn 22. des.
V I S I R
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLAÐAUTGÁFAN VISIR H/F
Ritstjórar: Kristján GuSlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Ilverfisgötu 12
Símar 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f
Lækbnn fisbverðsins.
^endiherra Islands í London, Stefán Þorvarð-
arson, heí'ir skýrt frá þvi opinberlega, að
fiskverð i Bretlandi muni óumflýjanlega
lækka á næstunni, vegna aðgerða þeirra, sem
Bretar hafa á prjónunum til að auka.fisk-
veiðarhar. Hafa þeir í hyggju að opna fiski-
miðin í Norðursjónum, sem verið hafa hern-
aðarsvæði til þessa, og jafnframt levsa þeir
Jiotnvörpuskip úr herþjónustu, svo að hægt
í’>é að húa þau á vciðarar. Var sagt frá hinu
síðarnefnda hér í blaðinu fyrir nokkurum
mánuðum.
Hér í blaðinu hefir því hvað eftir annað
verið haldið frám, að sú hætta mundi vofa
yfir, þegar færi að draga til úrslita í stríð-
inu, að fiskverð færi fljótléga lækkandi, er
Brctar gætu sjálfír fafið að snúa sér að því
að veiða í soðið fyrir sig. Hefir blaðið varað
yið afleiðingum þess, ef eigi verða gerðar nein-
ar ráðstafanir til að mæta hinni yfirvofandi
yérðlækkun á aðalútflutningsvöru okkar og
hvatt til þess að unnið yrði að því að lækka
dýrtíðina til að vega á móti lækkuninni á
íiskverðinu.'
Þessu hefir ekki verið sinnt, og af sumum, I
einkum kommúnistum, hefir það verið talin ■
liin mesta goðgá, að sýna nokkura gætni í
þessum efnum. Hafa þeir meira að segja lagt
sig fram um að sýna fram á það í ræðu og
riti, að vöruverð muni fara hækkandi að stríð-
inu loknu og taka þar til samanburðar vöru-
yerð frá síðustu stríðslokum. En hér er ólíku
saman að jafna, því að aðrar þjóðir hafa lært
af reynslu síðasta stríðs óg áranna cftir þaö*
og agtla ekki að brenna sig á sama seyðinu.
Bretar hafa t. d. gelað haldið verðlaginu í
landi sínu að mestu i skefjum og verðlags-
ráðstafanir þeirra eru svo öflugar, að ekki er
hætta á að verölagið fari þar úr böndunum,
þótt breyting verði á í heimsmálunum og stríð-
inu ljúki. Við höfum hinsvcgar ekkert lært.
. Hér er allt látið reka á reiðanum og þeir
fnenn taldir óalandi og óferjandi, sem hvetja
til þess, að gerðar verði þegar i stað ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að eins fari hér
á landi eftir stríðið og í þeim löndum, sem
.verðbólgan lék verst eftir síðasta stríð. Iíver
yill að bið samá eigi sér stað bér og i Þýzka-
landi, Jjar sem menn urðu að hafa ferða-
töskur til að geyma laun sín í, og ótlu þá
yarla í sig og á ?
Lækkun fiskverðsins verður hið versta áfall
fyrir okkur Islendinga, ef við gerum ekki ráð-
stafanir til að taka afleiðingum þess. Til Jæss
að verja okkur áföllum, verðum við að lækka
seglin þegar í stað, byrja að klífa niður þann
tind verðbólgunnar, sem sinnuleysi undan-
farinna ára hefir skapað hér á landi. Gerum
yið |)að ekki, ])á er voði búinn, Mörgum mun
ef til vill þykja of seint að. grípa til ráðstaf-
ana í þessu efni. En svo er ekki. Ef látið er til
skarar skríða þegar í stað, þá má bjarga miklu
af Jieim verðmætum, sem hér hafa borizt á
land síðustu árin. En ef þessu er enn skotið
á frest, sókninni gegn dýrtíðinni enn i'restað,
þá mun allt færast í kaf áður en varir.
Hitaveitan í Reykjavílc er
eitthvert ])að lofsverðasta
fyrirtæki, sem stofnað hefir
verið hér á landi. Það hvgg
eg að allir geti þorið um, sem
notið hafa hennar nú, í tæpt
ár. Þau þægindi og hreinlæti
sem hitaveitan skapar, þeim
sem hennar njóta, er alger-
lega ómetanlegl. Þó liafa
gallar og þeir stórvægilegir
komið í ljós, í sambandi við
þetta merkilega fyrirtáéki og
á eg þar við það, að þegar
kolnað liefir í veðri, hér í
Reykjavik, kuldinn orðið
nokkur froststig. þá hefir
vatnið í hitaveitunni orðið of
lítið og fjöldi þeirra sem
hennar eiga að njóta, orðið að
sitja i hálfköldum húsunum
j nokkurn lima'dagsins. Þetta
| hefir endurtekið sig í hvert
skipti, seni kuldaköst hafa
komið liér og sannar þelta
það greinilega, að þegar
kuldi og frost eru hér, ])á er
lieita valnið ekki nóg til að
halda nægilegum hita í öll-
um þeim húsum, sem nú hafa
fengið hitaveiluna til upphit-
unar. Þetta er ákaflega eðli-
legt og ætti að vera auðvclt
að bæta úr þessu, án ])essrað
skapa nokkurum af þeim,
sem hitaveitunnar njóta, ó-
þægindum og þarf nú lafar-
laust að gera þær ráðslafan-
ir. sem að gaglii koma, til
];ess að framangreind óþæg-
indi éndurtaki sig.ekki.
Mér finnst bað alveg ófyr-
irgefanlégt, að þeir sem hita-
veilunni sljórna,. skuli ekki
nú þegar vera búnir að gera
þær ráðstal’anir, sém með
þarf, til þess að framán-
greindir ágallar endurtaki sig
ekki hvað eflir annað. Og vil
eg nú hér með ke'nda á þá
leið, sem mér finnst liggja
beinast við lil að bæía úr
]:essu ástandi.
Nýlega koin i útvarpinu
lilkynning frá framkvæmda-
sljóra hitaveitunnar um það,
að lieila vatnið sem dælt væri
nú til bæjarins, væri 220
lítrar á sek., eða ca. 10 þús.
tonn á sólarhring. Þetla er
það mesta magn, sem nú
fæst af heilu vatni til bæjar-
ins á sólarhring með ])ví að
pumpa hvíldarlaust til bæjar-
ins öllu því heila valni, sem
fæst úr uppsprettum hita-
veitunnar.
Samkvæmt því, scm upp
hefii' verið gefið, er nú lniið í
að lengja við hitaveituna rúm- \
lega 2.700 bús; eru það þá
ca. sjö tonn af heitu vatni á
hvert hús lil jafnaðar á sól-
arhring. En nú vil eg geta
þess, að samkvæmt iruinni
reynslu þarf freniur litið ein-
býlishús, sem er 6 herbergi,
eldhús og bað, með 7—■8
manna fjölskyldu, að notá
0V2 tonn til jafnaðar á sól-
arhring af vatni hjtaveitunn-
ar til upphitunar og annarar
venj ulégrar hi tavatnsno tk-
unar í fröstlausu veðri, eins
og venjuleg liaust- og vetrar-
veðrátta er hér i Reykjavík.
En nú vil eg benda á það,
að mikill fjöldi þeirra liúsa,
sem lntaveituna nota, eru
gtærri og sumar byggingar
margfallt stærri en það liús,
sem eg hefi gelið um hér að
framan. Og finnst mér því
ekki óvarlega áætlað, að lil
þurfi livert þessara 2.700
Inisa ca. 10 tónn á sólarhring
i frosllausu veðri, eða með
öðrunl orðum ca. 27 þús.
tonn alls. Og ætli þa sam-
kvæmt þessari áætlun minni
að vaiita ca. 8 þús tonn á
sólarhring, til þess að heita
valnið væri nóg í venjulegu
frosllausu veðri yfir haust-
og yetrar-mánuðina. * E11
revnsla undanfarinna mán-
aða bendir til ])ess, að þau ca.
10 ]nis. tonn, sem til bæjar-
ins koma daglena af heitu
vatni dugi langl lil að hita
upp 2.700 hús, sem tengd cru
hitaveitunni, þegar ekki er
frost og kulcíi. Og er það
miklu betri útkoma en áætl-
un min hér að framan gerir
ráð fyrir og er l>að gotl, ef
svo skyldi revnast i framUð-
inni, ekki sizl þegar þess er
gætt, að lalsverl af heitu
valiú ev notað til uppþvolta
og í böð og annað það, sem
jiieimilum er nauðsynlegt að |
nota heitt vatn til.
Það er gef ið mál, að það |
er sjálfsagi að láta svo mörg j
heimili sem inögulegt er, j
hafa hitaveiluna lil afnota.
núðað við það sem normalt
er notað mestan tima ársins,
til þess að vatnið notist sein
bezt. En lil þess að vatnið
verði ekki of litið þá í'áu daga
eða vikur ársins, sem kuldi
og frost er hér í Reykjavík,
þarf náttúrlega að gera sér-
stakar ráðstafanir til þess að
létta notkun heita vatnsins. í
livenær sem kuldi kemur, til
þess að allir geti haft nægan
hi1a, ekki si'ður köldustu dag-
ana en aðrá venjulega tima. j
Auðveldasta ráðið og ])að '
sem mér sýnist liggjá beinast
við cr það, að stjórn hita-
veitunnar ákveði nokkur hús
Frh. á 6. síðu. i
BRRNASKÓR
nýkomnir.
SKM2UIH B. SIE
Laugavegi 22
Víðförlir Það nnin óhætt að fullyrða, að blaða-
menn. menn eru einhverjir víðförlustu
menn vorra tíma. Iikki á eg þar við
blaðamennina okkar hér á Islandi, þótt þeir
hafi sumir tagt tátsvert iand undir fót, bæði
hér og erlendis, hehlur fréttaritara ýmissa er-
lendra stórblaða og fréttaslofa. Hérna heima eru
fjarlæðir litlar eins og flest annað i þjóð-
félagi okkar ,og þótt blaðamönnum okkar sé
boðið austur á Jdngvelli lil að skocSa breyting-
ar á Valhöll eða auslur að Ljósafossi, til að sjá
nýju vélasamslæðuna í Sogsstöðinni, þá telst
það engin langferð.
En það er dálítið annað mál með hina er-
1 Icndu samstarfsmenn íslenzku blaðamannanna.
Það* er óhætt að segja, að þeir sé allra landa
kvikindi; þeim er ættað að fara hvert á land
sem er, ef þörf krefur. Alig langar til að seg'ja
nokkur orð um þá o gflokk þeirra.
*
Mcð viokomustöð- Mér flaug þetta í hug, þegar
um til Aþenu. eg las hér i blaðinu fyrir
nokkurum dögum um að
maður að nafni Earl Roper væri fréttaritari
Uniíed Press í Aþenu. Maður þessi var frétta-
ritari UP hér á landi fyrir tveim árum. Þá
fékk hann slcipun um að fara lil Englands.
Síðar fréttist af honum suður i Afríku og loks
nú í Aþenu.
Það fer þó fjarri því, að þessi maður sé eitt-
hvað óvenjulega viSförijll. Hanii er ekki meira
en i meða-Hagi i þeirra hópi, sem eru á annað
horð taldir færir um að fara lil annara landa
og „snapa“ fréttir þar.
*
Umhverfis Þeir hlaðamenn, scm eru.verulega
hnöttinn. slyngir í tist sinni, eru sendir um-
hverfis jörðina hvað eí'tir annað,
Þekktásti fréttaritari United Press heitir Edward
Beattie. Hann skrifaði fyrir nokkuru óvenjulega
og skemmtilega bók. Hún fjallar um vegábréfið
hans, sem var upprunalega aðeins 32 blaðsíöur
í d.-'rð jiegar hann var sendur að heiman, en
var nrðið rúmlega 90 síður, er hann kom heim
tii :.ui eíiir fjögurra ára útivist.
Hrrn v..r :erö:r m.'ð tveggja daga fyrirvara
1 v II. : V y'.-slitr til Japans, árið 1937.
i T I > vu Ivvíi. rir.ian mánuð, en þaðan fór
!:..v:i f lí r. cg ar þar um liríð. Þaðan vár
hann sendur vorið 1938 lil Evrópu og dvaldi
nokkurra mánaða skeiö i Þýzkalandi, eða meðau
Hiller var að „narta“ í nágrannana, áður en
hann lagði út i stríðið.
í Póllandi. Þegar Hitler og Slalin gerðu vin-
átlusamning sinn, var Reattie ný-
kominn lil Svíþjóðar, þar sem hann aetlaði áð
eyða fríi sínu við að veiða silung. En þegar
samninguí-inn hafði verið gerður, var hann send-
ur tafarlaust til Póllands. En ídyölin þar varð
skammvinn, því að þegar sýnt var, að riddara-
lið Pólverja stæðist hryndrekum Hitlers ekki
snúning, ók Bealtie og nokkrir blaðámenii aðrir
suður yfir Karpalafjöll lil Rúmoníu.
Xú var haldið til .Vestur-Evrópu, og segir fátt
af því, annað en að Beattie var i Eondon „hlitz“-
\ eturinn og fékk loks lieimferðarleyfi árið 1941.
*
Sá víðförlasti. En þótt Beattie hafi víða farið,
er liann þó ekki viðförlasti máð-
urinn i sinni stétt. Það mun hafa verið Wehh
%liller, sem einnig starfaði hjá LIP, og munii
rnarg.r kailnast við bók hans “I Found Xo Peaee.”
Hann ferðáðist um allar heimsálfur og var í
mestu áliti atlra fréttaritara, meðan háns natit
við. Hann átti hvað eftir annað tal yið helztu
stjórnmálaforingja heims, en segir ])ó i þók sinni,
að hann hafi ailtaf verið taugaóstyrkur áöur
en hann fór. á fund þeirra og ætíð orðið áð
ganga um fyrir utan dyrnar hjá þeim, áður en
hann herti upp hugann til að fara inn til þeirra.
í bók þeirri, sem eg '.gat-hér að ofan, segir
Miller frá því, hvernig hann lék á keppinauta
sína í skeytascndingum vestur um haf 1914—18.
I.eigði UP þá sérstaka ritsímalínu frá París 1il
Bordeaux, svo að skeyti Alillers urðu aldrei fyr-
ir töfmn vegna þrengslanna á aðallínunum.
Miller lézl með sviplegum hætfi í London vor-
ið 1940.
Það væri hægt að tclja upp fjölmarga aðra
ferðalanga, en það skal þó ekki gert. En ]>að
er gaman að kynnast lífi og fcr'ðiim erlendra
blaðamanna, því að þeir ha.fa margir ritað hæk-
ur um ævintýri sín og þær hækur eru raunveru-
Jega brot úr sögu heimsins. Það er ekki laust
við að við íslenzkir hlaðamenn fámn útþrá við
að lesa frásagnir af forðum hinna erlendu star.fs-
bræðra okkar.