Vísir - 17.01.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 17.01.1945, Blaðsíða 4
4 V T S IR Miðvikudaginn 17. janúar V I S I R DAGBLAÐ *Otgefandi: BLAÐACTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f Skörin íæiist npp í bekldnn. T oksins eru skattafrumvörp stjórnarinnar ölt ^ komin fram í dagsljósið. Er varla ofsagt, að farið hafi verið inn á flestar þær fjáröfl- unarleiðir, er stjórninni standa opnar. Tekju- skatturinn hefir verið hækkaður, öll síma- gjöld liækkuð um 50%, vitagjöld, stimpil- gjald, lestagjald hækkuð um 60%, tollur af innlendri framleiðslu um 50%, eignarskattur um 50%. Og síðast en ekki sízt, veltuskatt- ur á félög og einstaklinga, sem einhver við- skipti reka, er nemur samtals 9—10 millj- ónum króna. 1 fljótu bragði gera menn sér ekki grein fyrir hvaða skattabrjólæði hér er á ferðinni. En jiegar farið er að athuga þetta nánar og í Ijós kemur hvílík blóðtaka þetta er fvrir alla, sem hlut eiga að máli, þá getur engum ílulizt, að þessi skattpíning er sjúkleg ráð- stöfun, örþrifaráð til þess að halda eyðslu Iiins opinbera og kvörn dýrtíðarinnar í full- um gangi. Meðan svo er, er hægt að benda á að allt gangi sinn gang, að allt sé í framför, að ekkert sé að óttast, þótt strengja þurfi hverja taug til að útvega það fé, sem mvlía dýrtíðarinnar þarf til að geta snúizt. Hér á landi stynja allir undan sköttunum til hins opinbera, áður en farið er að leggja á ])á hinav nýju klyfjar. Skattarnir eru ])ann- ig, að þjóðin sjálf lítur á ])á sem óréttlátar álögur. Þegar þjóðin hættir að virða einhver l<)g, ])á eru þau brotin og ekkert lögregluvald getur reist rönd við, þegar svo er komið. Með liinum síðustu skattatillögum befir skörin færzt upp í bckkinn. Skattahrjálæðið er kom- ið í algleyming, og það cru lítil líkindi til að skattalög verði virt af þjóðinni sem skvldi, íyr en hún finnur að skattarnir eru orðnir sanngjarnir og viturlegir. Nú eru þeir hvorugt. Ríkisstjórnin segir, að þessir óviturlegu skattar séu nauðsvnlegir. Aðrir segja, að þeir séu það ekki. Stjórnin verður að leggja á skatt- ána vegna þess, að hún var neydd til að fylgja þeirri stefnu socia 1 ista-flokkanna, að halda nppi framleiðslukostnaðinum í landinu og halda við hinni miklu verðbólgu, sem nú er. Þetta er.kallað að „sporna gegn lækkun vinnu- Iauna“. Stjórnin valdi ekki þá leiðina, sem vit- urlegri var, „að klífn niður stigann“, eins og Mhl. heimtaði áður cn stjórnin var mynduð. Slík aðferð hefði tryggt vinnulaunin og gert óþarfar þær miklu skattaálögur, sem nú er hlaðið á landsmenn. Stærsti skatturinn cr veltuskatturinn og er áætlað, að tekjur af honum nemi 9- -10 millj- ónum króna. Þetta er ósanngjarnasti skattur, sem lagður hefir verið á hér á landi, vegna þess að ekkert tillit er tekið til afkomu skatt- greiðenda. Þeir verða að greiða skattinn af veltu sinni, hvort sem þeir tapa eða græða á rekstrinum. Skatturinn er ó engan hátt frá- dráttarhæfur og er })ví raunverulega eignar- skattur. Hver^i mun slíkur skattur hafa ver- ið lagður á þannig, að fyrirtækin sjálf verði að bera hann, auk allra annara skatta. Er hér lengra gengið í ósanngirni gagnvart skattgreiðendum en venja er í siðuðum lönd- um. Stýiimannaskólannnt beist 20 þús. kióna gjöf til sjóðssfoínunai. Skólmn á nú 60—70 þás. kr, í sfóðum. j^týrimannaskólanúm barst nýlega stórgjöf, að upp- hæð 20 þúsund krónur. -—- Með gjöf þessan á að mynda styrktarsjóð, er beri nafn Ingvars Guðjónssonar, ítgerðarmanns. Ingvar Guðjónsson útgerð- armaður lauk farmanna- prófi við Styrimannaskólann órið 1915 og upp frá þvi bar hann alltaf hlýjan hug til skólans. Annars er ])essi 20 þúsund króna gjöf gefin til minning- ar um Ingvar, svo og um Kristinu Árnadóttur, móður Ingvars, og loks um Kristinu Eyjólfsdóttur, móður frú Magneu Halldórsdóttur, konu Frímanns Guðjónssonar bryta. En þeir Frímann og Ingvar vóru bræður. Sjóðnum á að verja til þess að styrkja fótæka en efnilega némendur til náms á Stýri- mannaskólanum. Stýrimannaskólinn á ])rjá aðra sjóði, að upj)hæð 40 -50 þús. kr„ sem aðallega skak varið til styrktar nemendum skólans, og ])á fyrst og fremst þeim, sem féþurfa eru eða skara fram úr við nám. Sjóðir þessir eru: Styrktar- sjóður nemenda, Iíorta- og bókasafnssjóður og Verð- launa- og styrktarsjóður Páls Halldórssonar, skóíastjóra. Auk þess hafa skólanum borizt tvær nxinningargjafir, dánargjöf frú Elísabetar Gunnarsson og gjöf frá Geir Sigurðssyni skij)stjóra. Námu gjafir þessar um 5 þúsund krónum. Yisir hefir fengið upplýs- ingar um sjóði þessa og til- gang þeirra hjá Eriðriki Olafssyni, skólastjóra Stýri- maiínaskólans, sem hefir sjóðina i vörzlum sínum. Stvrktarsjóður nemenda er bæði sjúkrasjóður og al- mennur styrktarsjóður, sem nemendur eiga að stjórna sjálfir. Er hann að upphæð 15.000 krónur og cr veitl úr honum árlega eftir umsóknum og þörfum nem- enda. Korta- og bókasafnssjóð- urinn var gefinn af Þorgilsi Ingvarssyni hahkafulltrúa og konu hans, Ágústínu Vigg- ósdóttur, til minningar uní Viggó son þeirra. sem var nemandi í S týrimannaskó 1- anum, en fórst in'eð „Heklu" sumarið 1911. Tilgangurinn með sjóðnum er að liann kaupi og eignist dýrar náms- bækur og kort og láni svo fátækum piltum í skóíanum. Sjóður þessi er 5—6 þús. kr. að upphæð. Verðlauna- og styrktar- sjóður Páls Halldórssonar skólasljóra var stofnaður af samkennurum og nemend- um Páls árið 1912. Tilgang- ur með sjóðnum er að verð- launa pilta, sem ljúka prófi við skólann, fyrir framúr- skarandi kunnáttu og skyldu- rækni við námið. Ennfremur til þess að stvrkja efnitega nemendur til framhaldsnáms í siglingafræði við erlenda skóla, og í þriðja lagi til }æss að veita kennurum skólans ulanfararstyrk til að kynna sér ýmsar nýungar í sam- handi við kennsluna. Þessi sjóður er nú um 25 þúsund krónur. Páll Halldórsson hefir unn- ið skólanum allra manna lengst, eða í 40 ár, og þar af var hann 37 ár skóíastjóri. Af þessu leiðir og að hann liefir útskrifað fleiri skip- stjóraefni en nokkur skóla- stjóri annar. Páll var alh’a manna vinsælastur, en þó stjórnsamur og Töggsamur, reglumaður og prúðmenni í hvívetna. Dánargjöf l'rú Elísahetar Gunnarssoh (ekkju Jóns Gunnarssonar samáhvrgðar- stjóra) er 4000 kr. að upj)- hæð óg á að verja henni til þess að kappa eitthvað til skrauts eða nytja í skólan- um. Þessi gjöf er frá 1941. Þá má loks geta þess, að við skólauppsögn Stýrimanna- skólans s. 1. vor afhenti Geir Sigurðsson skipstjóri skólan- um 1000 krónur að gjöf, sem upj)haf að sjóði til þess að reisa hrjóstlikan í skólahús- inu af Marlcúsi heitnum Bjarnasyni, einuni aðal hvatamanni að stofnun Stýrimannaskólans og fyrsta skólastjóra háns. Væri vel viðeigandi, að í'leiri nem- endur og velunnarar Mark- úsar heitins lijálpuðu til að efla sjóðinn, svo að lík- anið komist sem fyrst upp. — Og nú fyrir nokkuru síðan kom annar gamall nemandi Markúsar heitins til slíölastjóra Stýrimanna- skólans ög afhenti honum 500 krónur í þennan sama sjóð. Var þetta ólafúr Thor- oddsen, skiþstjpri frá Vatns- dal við Palrcksfjörð, en' flciri leggjá hér væntanlega hond að verki. Verldall - yfirvoíandi. Verkalýðs- og sjómannafé- lag Iveflavíkur hefir boðað verkfall frá og með 22. janú- ar n. k„ ef samningar hafa ekki tekizt við atvinnurek- endur fyrir þann tíma. Ef til þessa verkfalls kem- ur, mun það að öllum líkind- um ná til alls landverkafólks þar syðra. Krefjast verka- menn ])ar sama grunnkaups og horgað er hér í Reykjavík, eða kr. 2,45 um tímann, en til ])essa liaaf þeir hal't kaup samkvæmt gamla Dagshrún- artaxtanum, kr. 2.10 um lclst. í grunnkaujij, Póstflng vesto cm haf. f morgun birti Alþýðub'að- ið þá fregn, að póstsamgöng- ur loftleiðis myndu bráðlega hefjast milli íslands og Bandaríkjanna. Skýrði blaðið svo frá, að ríkissljórninni liefði Jjorizt simskeyli frá Guðmundi Illíðdal, j)óst. og simamála- stjóra, sem um þesar mundir dvelur vestra, þess efnis, að sanmingar hefðu lekizt um flugpóstsamgöngur miJli landanna. Vísir sneri sér lil hlaða- fulltrúa rikisstjórnarinnar í morgun og staðfcsti lniim fregnina. BERG9IAL Leiklist.in Það má með sanni segja, að mik- úti um land. ið sé leikið í þessu landi um þess- ar mundir. Yarla líður svo nokk- urt kveld, að útvarpið birti ekki auglýsingar um leiksýningar liingað og þangað úti um land. Á inörgum þessara staða hafa að vísu farið fram leiksýningar við og við á undaijförnum vetr- um, en J)að mun alveg eins daemi, að eips viða sé leikið og á þessum velri. Svo mikið er vist, að útvarpið mun aldrei hafa flutt eins mikið af aug- lýsingum um leiksýningar útj um land og nú í vetur. Mörg leikritin eru góðkunningjar liér. . * „Ráðskonan“ Ráðskona þeirra Bakkabræðra á ísafirði. liefir til dæmis hrugðið sér vestur til fsafjarðar, ef eg man réti og ber ekki á öðru en að hún ætli að verða eins vinsæl á heimilinu J)ar og hjá nágrönnum okkar í Hafnarfirði. Siðast þegar eg heyrði aug- lýsingu um hana, var tilkynnt, að 'nú kæmi hún fram í fjórtánda sinn og mun það met i þejin iandsfjórðungi. Þá hefir Fjalia-Eyvindur verið á fenð í Borg- arfirði eða að minnsta kosli í Borgarnesi, ein- hvers staðar austur í sveiiuin hefir verið Jeikið leikrit, sem heitir „Kvenfóikið heflir okkur“, J)á er’ Þorlákur þreytti einhvers staðar úti á Iandi og ekki má gleyma „Saklausa svallaran- um“, sem var fyrir löngu orðinn leiður á „skömmluninni“ hér og hugði betra til fanga úti um land. Yafalaust eru flciri leikrit í gangi hingað og þangað um iandið, þótt þau hafi ekki verið aug- týst á öldum ljósvakans, =K Fleiri skemml- Þessi mikli leiklistaráliugi barst r.nir í sveitum. í tal hjá mönnum tv.eini, seni eg hitti í gær. Annar er búsettur i sveit og hefir sjálfur tekið þátt í undirhún- ingi margvístegra skemmtana i sínu byggðar- tagi. Hann.sagðist vera þess fullviss, að ef hægl væri u’i vcita fólki út um sveitir einkum ungu kynslóðinni — fleiri og heilhrigðari skemmtan- ir ipnan sveitnnna. þá væri hann sannfærður ú)n ;;.ð u'nga t'.ólkið leitaði ekki eins ört til kaup- f.taðnnna og einknm Heykjavikur. Eitt af þvi, sein unga fólkið saknaði, ef Jiað hefði einu sinni kynnzt kaup.staðalifiiju, væri skemmtanirnar, sem l)ar væri að hafa og væri Jjað ekki nema eðiijegt, að æskan vildi geta skennut sér. Á því væru margvislegir örðugleikat’ í sveituiuun, eins og allir vitá og meðat annars sá’, að erfitt væri að komá af stað skemmtunum að vetrarlagi. I.eiksýningar hefðu oft talsverðan kostnað í för með sér, ef þær æltu að vera sómasamlega úi' garði gerðar, jafnvel þar sem ekki eru gerðar sérstaklega, miktar kröfur og fólögin heí'ðu ekki úr eins mikiu fé að spiia og æskilegt væri Að lokum sagði maður þessi, að hann hefði lengi átt J>á hugmynd, að leikstarfsemi í sveit- um yrði styrkt nokkuð af þv'í opinbera, til þess að hægt væri að hatda henni upþi, Ekki þyrfti mikiðvá hverjum stað, því að Iitil fjárhæð mundi geta komið niiktu til leiðar í þessuni efnum. * Áfengis- Þá er komið að þeim þættinum, er málin enn. rætt var um í tveim hr.éftim, sem eg birli gær. Að Jæssu sinni hirti eg aðeins eitt bréf, en mun næstu daga birta eitt- hvað af þeim, sem eftir eru. Fáein nafnlaus br’éf hefi eg fengið, og vérða þau ekki birt. Bréf þelta er eftir „J. H.“ Hann segir m. a.: . Hvað mundi svo verða, ef opnaðir yrði fleiri útsölhstaðir? Eg er sannfærður um, að það mundi hafa í för með sér stórum aukinn drykkjuskap, sém mundi alls ekki fara minnk- andi .... fyrr en þá eftir óratíma, þegar áfeng- ið væri lniið að éyðileggja marga unga og efni- iega menn. Nei, ])að er áreiðanlega ekki leiðin að fjölga sölustöðunum. Maðurinn hefir haft áfcngi um liönd frá því áður en sögur liófust. Ilefir hann lært að fara með jiað, öðlazt. drykkjumenningu á þess- um ölduni? Eg lield ekki og er þeirrar skoð- unar, nð hánn sé engu færari um að læra það á þessari menningaröld en þeim sem liðnar eru. I’e.ss vegna á að taka frá honum atlt áfengi, alveg eins og bnífur og skæri eru tekin af börnlun, af því að þau verkfæri eru ekki „barná meðfæri.“ En jafnframt yerður að sýna mönnum fram á skaðserni áfengisins. Sú leið hefir ekki vcrið reynd að verulegu leyti og það ér tiana, sem nú á að reyna ....“ Eg ér nú húihn að birta þrjú bindindisbréf og tek næst eitt andstæðingsbréf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.