Vísir - 10.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 10.07.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðjudaginn 10. júlí 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐACTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Mistök, sem veiða bætt. j^Iþýðublaðið birti þá frétt nú nýlega að danskir frelsisvinir liefðu tekið þá fimrn Islendinga frá borði, sem fluttir voru í land frá Esju, er hún lá utan við Kaupmannahöfn. Við komu skipsins og síðar við tilkynningu frá utanríkismálaráðuneytinu hefir liins veg- ar sannast að hér var um missögn að ræða, þannig að Ifrez'k hernaðaryfirvöld munu Jiafa átt hér ldut að ináli, en ekki Danir. Þótt viðt liörmum atburðinn, gleðjumst við þó yf- ir því, að danskir borgarar skulu ekki hafa verið við málið riðnir og liafi fyrir sitt leyli virt alþjóðalög. Hins vegar virðist hér vera tim að ræða mistök brezkra hernaðaryfir- valda i Danmörku, sem vafalaust verður bætt fyrir á viðunandi hátt og þá öllu öðru frek- ar þannig, að þeir menn, sem teknir voru frá horði, fái viðunandi uppreist enda eiga þcir ekki einir þar hlut að máli heldur íslenzka þjóðin öll. Bretar hafa sýnt í styrjöldinni allri að þeir virða rétt smáþjóða svo sem við verður komið vegna alþjóða hagsmuna og engín ástæða er til að efast um að þeir viki frá þessari reglu nú, þótt mistök hafi orðið Iijá trúnaðarmönnum þeirra. Stafaði hrezka heimsveldinu eða hinum sameinuðu þjóðum öllum hætta af íslendingum þeim, sem frá borði voru teknir átti aldrei að hleypa þeim um borð í Esjuna með því að vfirgangur sá, er síðar var sýndur er mikil móðgun gagnvart vinveittri þjóð og munu flestir telja að um klaufaleg mistök sé að ræða, en annað ekki. íslenzk hlöð hljóta að harma fréttaburð, sem lagaður er til að skapa óeiningu og úlfúð þjóða í miilum og ekkert er þeim skyldara en að leiðrétta missagnir. Danir virðast hér enga sök eiga, og gremja i þeirra garð er því ástæðulaus. Eyrr á öldum hélt rómverska ríkið vernd- arhendi yfir horgurum sinum á þann veg, að sómi þótti að þvi að vera rómverskur þegn. Má segja að Bretar hafi um sumt haft svip- aða aðstöðu síðar á öldum og þeir hafa öll- um þjóðum frekar gætt þjóðarsóma sins og ekki misheitt valdi sínu að óþörfu. Fj’rir það nýtur brezka heimsveldið meiri virðing- ar um heim allan en dæmi munu: til vera um aðrar þjóðir en þarmeð er ekki sagt að það hafi ekki sætt fullri gagnrýni hafi út af bor- :ið. Smáþjóðum eru einstaklingarnir dýrmæt- ari en stjórþjóðum. Það er staðreynd. Við Islendingar megum enga menn missa og viljum þar af leiðandi halda þeirri verndar- hendi yfir þegnunum, sem við erum menn lil að alþjóðalögum, sem.Bretar og hinar sameinuðu þjóðir hafa barist fyrir og vernda. Slika baráttu kunnum við vel að mela, sem og almennt frelsi til siglinga um heimshöfin. Til þess sendum við skip til meginlands Ev- rópu að það mælti flytja íslenzka horgara j hingað til lands, sem ekki hefðu til saka unn- ið. Hinir hljóta sinn dóm. En úr því að is- Jenzkir horgarar eru komnir um borð í ís- Jenzkt skip og það hefir látið frá landi er slikt framferði engum sæmandi að taka nienn þar frá borði gegn vilja skipstjóra og vilja þeirra. Vafalaust verður úr þessu bætt, svo sem efni standa til. Við höfum enga á- stæðu til að ætla annað, ef dæma má eftir annarri afstöðu Breta í okkar garð. Sjötugur í dag: Sigurður Halldórsson trésmíðameistarí. Þegar eg kom unglingur hingað til Reykjavíkur þótti mér hún mikil I)org, og var þó íbúalala liennar þ ' ekki fjórði hluti þess, sem nú er. Veitti eg þá athygli einstöku mönnum, sém mér sýndust að einhverju leyti auðþekktir frá fjöldanum. Einn Jæssara manna, sem mér sýndust þá „setja svip á bæinn“ var Sig- urður Halldórsson sem i dag heldur sjötugsafmæli sitt. Heyrði eg hans þá m. a. getið í sambandi við stjórnmála- haráttuna í bæhum, og Jiótti andstæðingum hans sem þar væri ekki við lambið að leika sér. Sigurður Halldórsson er einn þeirra sona Reykjavíkur, er gert liafa sér lar um að taka virk.un þátt í vexti og framförum hæjarfélagsins, og fylgja þannig fornhelgu lifsreglunni: „Eflið heill stað- arins, sem eg setti yður í, því að hans vélgengni skal vera yðar velgengni“. Hann er hér fæddur og uppalinn, hef- ir ált hér heima alla ævi og helgað bæjarfélaginu störf sín. Mun hann af öllum sam- horgurum sínum .talinn á- gætur Reykvíkingur, þótt fæddur sé austan Aðalstrætis en elcki vestan. Sigurður Halldórsson er trésmiður að iðn og atvinnu og hefir hyggt fleiri hús en eg kann að telja. En ásamt iðn sinni hefir hann gegnt fjölda annarra slarfa, sem hann hefir verið kvaddur til, unnið margt að félagsmálum iðnaðarmanna, og ávallt munað um hann, livar sem hann tók i árina. Um hygg- ingarsögu Reykjavíkur og aðra þætti sögu hennar er hann margfróður, en fátt eilt mun skráð af því sem hann veit um þessi efni. Þetta átti aðeins að vera fá- orð afmæliskvcðja, en engin ævisaga. Þess vegna kem eg nú að þvi, sem eg tel mér skylt að minnast sérstaklega. En það er starf Sigurðar í Frikirkjusöfnuðinum Reykjavík. Hann var stofnenda safnaðarins 19. nóvhr. 1899, þá 2.") ára að aldri, og hefir síðan helgað söfnuðinum mikið starf, einkum síðustu áratugina, og her heill hans sífellt fyrir hrjósti. Og eins og honum þykir vænt um söfnuð sinn, svo er honum Ijúft að minn- ast með þökk og virðingu allra þeirra karla og kvenna, lífs og liðinna, er fórnað h.afa söfnuðinum starfskröftum, tíma og fjármunum, og þannig trvggt hag hans og heill frá upphafi. Sigurður var ráði árin 1924—1933, í safn- aðarstjórn 1933—1939, og það ár (1939) var h.ann kos- inn formaður safnaðarstjórn- ar, og gegnir enn því starfi. Árið 1924 var hann formað- ur nefndar, er sá um stækk- un og breytingu frikirkjunn- ar og framkvæmdarstjóri þess verks. Síðar var h.ann einn af livatamönnum j>ess að söfnuðurinn reisti sér prestsselur, og sá um bygg- ingu þess ásamt samverka- manni sínum í safnaðar- stjórn, Einari Einarssyni trésmíðameistam. Þá var það jog að tillögu Sigurðar og | undir forustu hans, að frí- kirkjusafnaðarmenn héldu hátiðlegt 45 ára afmæli safn- aðar síns á síðastliðnum vetri með þvi að leggja fram i frjálsum gjöfum allt það fé er nægði til þess að greiða að fullu skulda-eftirstöðvar þær, er á söfnuðinum hvíldu. Var þetta myndarlega átak gert án nokkurrar auglýs- ingast.arfsemi, og varð öllum til ánægju, er hlut áltu að máli. Sigurður Halldórsson er trúmaður ákveðinn, frjáls- lyndur í skoðunum, sterkur og öruggur fríkirkjumaður, en þó fús til samstarfs við þjóðkirkjuna uin allt sem varðar kristni lands vors al- mennt, m. a. í sambandi við hina almennu kirkjufundi á undanförnum árunt. Og það ætla eg, að Sigurður sé svo hollur og trúr sonur hinnar almennu, kristnu kirkju, að hann ntundi ekki hika við að styðja enn nánara kirkju- legt samstarf, ef hann teldi það kristni lands vors til heilla og söfnuði sinum til sónta. Sigurður Halldórsson kvæntist 17. júní 1910 Ingi- björgu Magnúsdóttur, og hefir sú ágæta kona reynzt •lionum hinn hezti förunaut- ur og styrk stoð i öllum störfum hans. Þessi fáu orð eru einkum rituð til Jtess að óska Sigurði Ilalldórssyni allra lteilla á þessunt timamótum ævinnar, í mínu nafni og annarra samherja í Fríkirkjusöfnuð- inunt. Á. S. Söngskemmtun Birgis Hallórssonar, Þessi vesturíslerizki söng- maður hélt sön^skemmlun í Gamla Bíó siðastliðinn föstu- dag á vegum Tónlistarfélags- if?s og með aðstoð dr. v. Ur- bantschitsch. Mörgum mun liafa leikið forvitni á að heyra hana syngja, því að hlöðin hafa sagl deili á honum og getið þess, að hann hafi meðal annars sungið á óperusviðum vestan hafs. Tónlistarfélagið var og trygging fyrir því, að um frambærilegan söng væri að ræða. Þrátl fyrir óhentug- an tiira, var hvert sæti skip- að í húsinu. Birgir er maður fríður sýn- um, sem kemur vel fvrir á söngpallinum og kann að haga sér hið bezta. En það mun hafa vakið nokkra furðu áhevrenda fyrst i stað, sem sjálfsagt hafa búizt við hljómmikilli rödd hjá manni, VVl U n OlSll Fagur heim- Það var dáltíið drungalegt, þeg- komudagur. ar Esja var á leið inn Faxafló- ann í gænnargun. Sólin brosti ekki við þeim, sem heim voru að koma — fyrst í stað. Þokan hafði lagt slæðu sína yfir land og sæ, en sólin varð sterkari, og þegar skip- ið lagðist á ytri höfnina, var hún farin að hella geislaflóði sínu yfir bæinn, svo sem bezt mætti sjá allar þær breytingar, er orðið hafa á þeim árum, sem þau rúnl þrjú hundr- uð, er höfðu orðið að búa við hiði þunga hlut- skipti, að vera horfin fósturjarðar ströndum, höfðu ekki fengið að líta „landið helga“. Eg held, að það sé óhætt að segja það, að ísland hafi orðið herlagt land í þeirra augum. * Móttökurnar. En þótt náttúran byði ferða- langana velkomna með því að sýna þeim landið í þess fegursta skarti þá lét- um við, sem i Jwndi sátuni, ekki það eitt nægja. Við reyndum að láta ekki okkar hlut eftir liggja. Við reyndum að húa þeim svo virðuleg- ar. viðtökur, sem kostur var á. Þeim var fagn- að með ræðuhöldum og söng og þeim gafst Iíka kostur á að ávarpa þjóð sína. En það voru ekki aðalviðtökurnar. Þær fékk hver og einn hjá vinum þeim og vandamönnum, sem hiðu þeirra á bryggjunni. Vera má, að viðtök- ur alls almennings hafi ekki haft á sér blæ taumlauss fagnaðar, enda eru fslendiiígar van- ari að dylja frekar tilfinningar sínar, en þó var fögnuður allra fölskvalaus. Nóg að starfa. En það getur þó verið, að nokk- urrar eigingirni gæti i gleði okkar, því að við höfum fulla þörf fyrir þá starfskrafta, sem Esja hefir nú fært að landi. Okkur vantar verkfræðinga, lækna og starfandi menn í mörgum öðrum greinum, og þær áttu allar sína fulltrúa, einn eða fleíri, meðal far- þeganna á Esjunni . Við höfum ekki séð það fyrr en rgtt núna á síðuslu árum, þegar við höfum komizt í nokkur efni, hversu mikið er ógert i landi okkar. , * Margar hcndur Það er til gamalt íslenzkt mál- vinna létt verk. tæki, sem segir, að margar hendur vinni létt verk. Við höfum tmnið mikið á síðustu áratugum, en það heíir í rauninni ekki verið annað en undir- búningur að því, sem koma skal. Það er eins og við höfum verið að þreifa fyrir okkur unt það, hvar við eigum helzt að leggja til atlögu á atvinnusviðinu. Og nú fer sá timi að koma, þegar ið getum fyrir alvöru látið til skarar skríða, farið að hefjast handa um framkvæmd- ir á ýmsum sviðum. Við eigum peningana, hg við erum að byrja að heimta heim mennina, sem vinna eiga verkin, kunna þau og eiga að kenna þau þeim, sem heima hafa setið. * " Sumir eru Það var stungið upp á því hér í snauðir. Bergmáli í vikunni sem leið, að eitthvað yrði gert til þess að hjálpa þeim, sem mundu að líkindum koma heim með létta pyngju cftir langa útivist. Það er nú kom- ið á daginn, að nokkur hópur farþega er lijálp- ar þurfi, og hefir því verið beint til ríkis- sljórnarinnar, að hún greiddi götu þeirra fyrst um sinn. En ríkið er ekki alltaf örlátt, þótt það láti eitthvað af hendi rakna og vel mættu ' einstaklingar bæta einhverju við það, sem það leggur af mðrkum. Við hér heima höfum varla þurft yfir nokkuru að kvarta síðustu ár og gctum vel séð af því, sem þetta fólk skortir. • Kunna frá Farþegarnir á Esju kunna frá mörgu að seg-ja. mörgu að segja, eins og líeyk- víkingar munu komast að nú á •næstunni. Þeir hafa ekki síður kynnzt ógnum ófriðarins en annað fólk í löndum þeim, sem þeir hafa dvalið í. Þeir hafa átt i brösum við lögreglu Þjóðverja, margir hverjir. Þeir hafa lcnt í loftárásum og hrakningum, og þeir hafa orðið að þola skort og allskonar harðrétti, eins og það fólk, sem þeir hafa umgengizt. • Stríðið hcfir Striðið i Evrópu er að vísu húið, nálgazt. en þó má segja með nokkurum rétti, að það hafi nálgazt okkur nokkuð, nú við komu Esju. Við höfðum kynnzt striðinu á sjónum, stríðinu, sem einnig hefir orðið að bana mörgum góðum Islendingi, en nú kynnumst við — þegar það er um garð gengið, — hvernig það hefir verið háð á meg- inlandinu, bæði á vígstöðvunum og að baki þeirra. Við getum vafalaust lært af þvi. 1 einn í safnaðar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.