Vísir - 21.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 21.08.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 21. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGAFAN YISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.1 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Falsspámenn. ■j|að er stundum gott, 'að geta látið hverjum degi nægja sína þjáning. En það gengur ekki til lengdar, að hugsa ekkert fyrir morgun* deginum og sitja áhyggjulaust í sólskini líð- 'andi stundar. Einn flokkur í landinu hefur þó barizt fyrir þessari lífsspeki undanfarin ár og róið að því öllum árum, að þjóðin tileink- aði sér hana. Sá flokkur er kommúnistar. 'Þeir hafa með öllum ráðum knúið upp verð- Jagið í landinu á þeim forsendum, að dýr- tíðin hér hefði ekkert að segja, vegna þess að hún mundi verða ennþá meiri í nágranna- löndunum eftir stríðið. Nú eru að opnast augu fólksins fyrir fals- spóm kommúnista og öllu atferli í sambandi við þessi mál. Allir útreikningar þeirra hafa strandað. Allt þeirra fimbulfamb um þessi mál á enga stoð í veruleikanum, en skamm- sýni þeirra og vaðall er nú að stofna öllu atvinnulífi þjóðarinnar í fullkominn vanda. Þeir sögðu fyrir einu ári, að það hefði ekk- sert að segja fyrir atvinnuvegi landsins, þótt tverðlagið hækkaði. Við mundum samt geta selt afurðirnar til útflutnings fyrir það verð, sem við þyrftum að fá, vegna þess að verð- íag í nágrannalöndunum mundi hækka svo imikið eftir strið, að við mundum vel stand- ast alla samkeppni. • Á grundýelli þessa boðorðs hefur atvinnu- ‘lífið í landinu verið rekið síðan kommúnist- ar komust í ríkisstjórnina. Kaupgjald hefur ihækkað um allt land. Eramleiðslukostnaður- inn hefur enn aukizt. Vér höfum klifrað hærra og hærra upp dýrtíðarfjallið, vegna þess að of margir óskuðu að trúa á verðhækkunar- fagnaðarboðskap konunúnisja. En falsspámenn hafið þér jafnan á meðal yðar, stendur í biblíunni. Slíkt er engin nýj- ung, en illa getur farið, ef of margir trúa ])eim. Flestum er nú að verða ljóst, hvert íalsspá kommúnista getur leitt oss, ef ekki er spyrnt við fótum. öll lönd í kringiun okk- nr ætla sér að halda niðri dýrtíðinni eftir stríðið. Utanríkisráðherra Breta sagði fyrir skömmu, að þeir ætluðu að sjá um, að fólk- ið fengi sama verðmæti eftir stríð fyrir fé, sem það hefur lánað ríkinu, eins og það fékk, •þegar féð var tekið að láni. Bretar ætla ekki að láta kaupmátt sterlingspundsins rýrna. - Vér höfum þrisvar sinnum meiri dýrtíð en Danir eða Svíar. Danir urðu að selja Bretum afurðir sína fyrir 10% lægra verð en þeir telja sig þurfa fá, vegna þess að nýlendurnar bjóða enn lægra verð. Smjör kostar í Dan- mörku aðeins þriðjung af því, sem íslenzkt smjör kostar. Bandaríkin erú stærstu kaup- icndur Svía að trjákvoðu, sem er ein stærsta ntflutningsvara þeirra, en Ameríkumenn neita að kaupa á því verði, sem Svíar vilja fá. Það er of hótt. Þetta eru fá dæmi af mörgum. En þetta er ekki alveg í samræmi við spádóma konnnúnista. Þeir hafa, ásamt ýmsum auðtrúa og lítil- sigldum löggjöfum vorum, teymt þjóðina út i forað verðbólgu og dýrtíðar, sem erfitt verð- "ur að komast úr, nema landsmenn losi sig við falsspómennina jafnframt og þeir losa sig .við öngþveiti verðbólgunnar. Síldverðarnar: Bræðslusíldaraflinn rúmlega þriðjungur aflans í fyrra. JJeildarsíIdarafiinn á öllu landinu nam á miðnætti síðast- liðinn laugardag 450,599 málum. Er það rúmlega þriðj- ungur af heildaraflanum um sama leyti í fyrra. Bræðslusíldin skiptist þannig á verksmiðjurnar: H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði ....... 38467 hektól. H.f. Djúpavík, Djúpavík.............. 44905 — Ríkisverksmiðjurnar, Siglufirði...... 133329 — Síldarverksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar . 20161 — H.f. Kveldúlfur; Hjalfeyri............... 81163 — Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri h.f. .. 21031 — Ríkisverksmiðjan, Raufarhöfn..... 97272 — H.f. Síldarbræðslan, Seyðisfirði ..... 14271 — Samtals 18./8. 1945 450.599 hektól. — 19./8. 1944 1290.205 — — 21./8. 1943 1275.101 — — 22./8. 1942 1460.194 — Tölurnar í svigum tákna tunnur í salt. Hinar tölurn- ar tákna mál í bræðslu. Botnvörpuskip: Islendingur, Rv. 2791 (203) Öl. Bjarnas., Akr. 4333 Gufuskip: Alden, Dalv. 3811 (147) 1292 (391) 714 (282) 230 (905) 2716 (718) 1106 (720) 1528 (347) 1282 (631) 1073 (378) 824 (193) 1525 1252 (159) 6045 326 (335) 2566 5432 2645 1124 (458) Ármann, Rv. 2580 (159) Bjarki, Sigluf. • 3264 Eldey, Hrísey 3074 (506) Elsa, Rv. 2496 (514) Huginn, Rv. 4754 (24) Jökull, Hafnarf. 3039 Sigríður, Garði 1174 (159) Mótorskip (1 um nót): Álsey, Vestm.eyj. 3252 Andey, Hrísey 2748. (735) Anglía, Drangsnes 205 Ánna, ólafsf. 1466 (880) Ársæll, Vestm. Ásbjörn, Akran Ásbjörn, ísaf. Ásgeir, Rv. Augbjörn, Isaf. Austri, Rv. Baldur, Vestm. Bangsi, Bol.v. Bára, Grindav. Birkir, Eskif. Bjarni Ól„ Keflav. 318 (164) Björn, Keflavík 2001 (194) Bragi, Njarðvík 634 (240) Bris, Akureyri Dagný, Sigluft Dagsbrún, Rv. Dóra, Hafnarf. Edda, Hafnarf. Edda, Akureyri Egill, Ölafsf. EÍdborg, Borg.n. 5939 Erlingur II., Vm. 523 (655) Erna, Sigluf. 4505 Ernir, BoLv. 541 Fagriklettur, Hf. 4470 Fiskaklettur, Iif. 3678 (505) Freyja, Rvík 5999 Freyja, Neskaupst. 100 (110) Friðr. Jónss., Rv. 3265 (465) Fróði, Njarðvík 717 (199) Fylkir, Akran. 2264 (533) Garðar, Garði 515 (352) Geir, Sigluf. 1244 (277) Geir goði, Keflav. 336 (514) Gestur, Sigluf. 213 (231) Glaður, Þingeyri 2453 (187) Gotta, Vestm.eyj. 92 (345) Grótta, Sigluf. 1954 (768) Grótta, Isaf. 5260 Guðm. Þ„ Gerð. 1535 (314) Guðnjg Keflavík 1681 (323) Gullfaxi, Nesk.st. 232 Gulltoppur, Ól.f. 1837 (170) Gullveig, Vestm. 236 (102) Gunnbjörn, Isáfj. 1934 (390) Gunnvör, Siglufj. 3203 (446) Gylfi, Rauðav. 924 (293) Gyllir, Keflav. 402 (189) Hafborg, Borg.n. 1588 (138) Ileimir, Vestm. 1577 (664) Hermóður, Ak.n. 1119 (518) Hilmir, Keflav.. 1083 (449) Hilmir, Vestm. 166 (305) Hólmsberg, Kv. 610 (290 Hrafnk. Goði, V. 1772 (979) Hrefna, Akran. 647 Hrönn, Siglufj. 548 (122) Hrönn, Sandg. 1240 (398) Huginn I., Isafj. 3349 (241) Huginn II. Isafj. 4865 (260) Huginn III. Isafj. 1768 (516) Jakob, Rv. 316 Jón Finnss., Garð. 516 (174) Jón ÞorL, Rv. 2088 (459) Jökull, Vestm. 1482 (458) Kári, Vestm. 3150 (277) Kefívíkingur, Kv. 1826 (730) Keilir, Akran. 1662 (299) Kristján, Akur. 4833 Kristjana, Ó.fj. 1092 (533) Kári Sölm., Ó.fj. 57 (112) Leo, Vestm. 364 (173) Liv, Akureyri 1246 (417) Magnús, Nesk.st. 3266 (289) Már, Reykjavík 457 (461) Meta, Vestm. 866 Milly, Siglufj. 1234 (180) Minnie, L. Ár.sk.s. 471 (478) Muggur, Vestm. 840 (40) Nanna, Rv. 1046 (403 ) Narfi, Hrisey 5657 (275) i Njáll. ÓJafsfj. 1649 (442) Olivette, Stykk.h. 1018 (310) Otto, Akureyri 1634 (601) Reykjaröst, Kv. 704 (477) Richard, Isafj. 3211 Rifsnes, Rv. 4027 (167) Rúna, Akureyri 4361 (406) Siglunes, Sigluf. 1104 Sigurfári, Akran. 2248 (306) Síldin, Hafnarf, 3644 Sjöfn, Akranesi 882 (319) Sjöfn, Vestm. 982 (900) Sjöstjarnan, Vm. 2112 (213) Skálafell, Rv. 1646 (96) Skeggi, Rvík 56 (85) Skógafoss, Vm. 940 (66) Skíðblaðnir, Þing. 446 Sleipnlr, Nesk.st. 4657 (248) Snorrij Sigluf. 672 (356) Snæfell, Akureyri 5995 Stella, Nesk.st. 1375 (235) Stuðlafoss, Reyð.f. 172 (168) Súlan, Akureyri 2757 Svanur, Akran. 2850 (232) Svanur, Rvík 114 Sæbjörn, Isaf. 992 (906) Sæfari, Rvík 3978 (585) Sæfinnur, Nesk. 3483 (147) Sæhrímnir, Þing. 4107 Særún, SigTuf. 1642 (509) Thurid, Keflavík 2541 (428) Trausti, Gerðum 946 (496) Valbjörn, Isaf. 146 (83) Valur, Akranesi 150 (523) Villi, Siglúf 196 (220) Víðir, Garði 424 Vjebjörn, Isaf. 901 (561) Von II, Vestm. 1346 (432) Vöggur, Njarðv. 786 (263) Þorsteinn, Rv. 1571 (338) Mótorskip (2 um nót): Alda/Nói 612 (153) Baldvin/Ingólfúr 1244 (451) Barði/Vísir 2344 (252) Björn J./ Leifur 2593( 1411) Bragi/Gunnar 347 (172) Egill S./Víkingur 694 (376) Einar Þ./Gautur 1396 (487) Freyja/Svanur 1562 (198) Frigg/Guðm. 1336 (109) Fylkir/Grettir 595 (219) Magni/Fylkir 2337 (185) Guðrún/Kári 584 Gunnar/Jóhann 755 (634) Framh. á 6. síðu Flugferðir „R. Th.“ á Flaeyri við önund- til Flateyrar. arfjörð hefir scnt mér eftirfar- andi hréf uni samgöngurnar við Vestfirði: „Samgöngur hafa alltaf verið slæmar við Vestfirði, skipagöngur strjálar og vega- samhand ekki við aðira landshluta. — Það var því ekki furða, þótt menn fögnuðu því, að flug- samgöngur hæfust með föstum áætlunarferðum vikulega. — En því miður reynist þetta aðeins fagur draumur, sem ekki ætlar að rætast í bráð, því að hver vikan af annari líður svo, að flug- vélin kemur ekki, a. m. k. liingað til Flateyrar. * Veður Stundum hamlar veður, en í önn- hamlar oft. ur skipti eru aðrir staðir (sem þó hafa betri samgöngíir) metnir meira, en ferðin hingað iátin falla niður. Þetta kemur sér mjög illa. Fólk kemur víða að hingað ög biður hér árangurslaust. Þetta veldur fólki skaða, skapraun og margskonar óþægindum og þaðl missir auk þess trúna á þetla framtíðarfyr- irtæki. Það er auðséð að hér vantar samkeppn- ina. Hér eru sérleyfishafar að verki, sem vita að engir aðrir geta komið og bjargað farþeg- unum áfram. Bílstjórar hafa í flestöllum til- fellum uppfyilt'skýldur sinar gagnvart farþeg- unum, enda eiga þeir afkomu sína undir þvi^ að þeir séu scm flestir.“ * Vantar Það er ekki nema eðlilegt, að íbúar flugvélar. þeirra staða, sem húa við lélegar sam- göngur, þyki þeir bera skarðan hlut frá borði, þegar hið nýja farartæki, flngvélin, sem ætlað er að taka þá til flutnings, getur ekki lcomið því við af einhverjum orsökum. En eg held, að það sé fyrst og fremst flugvélaleysi að kenna en ekki hirðuleysi, að ekki er hægt að fullnægja eftirspurninni eftir flugfari milli hinna ýmsu landshluta. Það er' á flestra vitorði, að þegar flugfært hefir verið, hafa margar ferð- ir verið: farnar vesíur og jafnvel flogið að næt- urlagi. * Sem fæsta Þrátt fyrir þetta hefir elcki verið króka. hægt að fullnægja nema hluta af flutnfngsþörfinni. En flugfélögin hafa sýnt það, að þau, hafa fullan hug á því, að geta fiutt hvern þann mann, sein flugfars óskar og er ekki hægt annað að segja en að1 þau hafi tekið meiri famförum á þeim skamma tíma, sem þau hafa starfað, en nokkur maður þorði að vona, jafnvel þótt bjartsýnn væri. Og þótt sam- göngur með öðrum flutningatækjum lcunni að skána eitthvað á. næstu árum, þá er alveg víst um það, að flugið hefir náð svo miklum vin- sældum, að það þarf ekki að óttast samkeppn- ina. * Fleiri Við erum búnir eða um það bil að flugdagar. fá nýjar flugvélar og má þá segja, > að við séum sæmilega birgir af þeim tækjum. En þá er annað atriði, sem nauð- synlegt er að taka traustum tökum hið fyrsta. Það er að fjölga flugdögunum, aulca svo öryggi flugferða, að hægt sé að fljúga milli helztu staða á landinu, þótt veður sé eklci sem bezt.. Eins og nú standa sakir er eklci flogiði nema í góðu veðri, en þegar flugvélar eru ekki hreyfð- ar, ef dimmviðri er eða veður óhagstælt að öðru leyti, þá geta oft liðið margir dagar og jafnvel vikur milli flugferðav Þvi fylgir tap og allskonar tafir. * Miðunarstöðvar Mér skilst, að það sé miðunar- nauðsynlegar. stöðvar, sem -okkur vantar til þess, að hægt sé að fjölga flugdögum og fljúga í misjöfnu veðri. Virðist ]iað vera sjálfsagt hlutverk hins opinbera að byggja slíkar stöðvar sem fyrst — þessa vita flugvélanna — til þess að bæla samgöngur um landið. Hvað hraða snertir standa flugvélar langt framaii bílum og skipum, en þær eiga enn efiir að yfirstíga þann erfiðleikann, sem liáir keppinautum þeirra aðeins stundum, nefnilega duttlungum veðursins. Miðunarstöðvar mundu verða mikil hjálp í því. * Misskilningur. í lilefni af því, að málaferli hefjast bráðlega gegn hclztu foringjum nazista, hefir enskt blað birt eftir- farandi gamansögu. Það er verið að yfirheyra einn af forsprökkimum og hann er spurður að því, hvers vegna Þjóðverjar hafi ekki gefizt upp fyrr, hvers vegna þeir hafi verið að draga stríð- ið á langinn. „Herra minn,“ svaraði nazistafor- inginn. „Við drógum ekki striðið á langinn. Við vildum að það endaði sem allra fyrst.“ „Nú, hvernig stendur á þyi,?“ „Til þess, að geta byrj- að að undirbúa næsta strið."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.