Vísir - 17.10.1945, Page 7

Vísir - 17.10.1945, Page 7
Miðvikudaginn 17. október 1945. V I S I R 7 óur frum l EFTIR EVELYN EATDN 48 Augu frú de Freneuse hvöfluðu um hin og i þéssi búsáhöld úr málmi, áður en hún lók upp I tréslejf, sem hékk skammt frá henni. Slórt ker, fullt af kaffi, hékk á krók yfir eldinum. Það myndi verða að nægja öllum i dag. Það myndi reynast nauðsynlegt að skipta því í spónatali. Hún tók lokið af kerinu og horfði niður í það. Jafnframt sá'hún fyrir scr i undirmeðvitund sinni hversu unaðslegt væri nú að geta afklæðzt, síaðið í heitu steypubaðinu, etið vel heita súpu, sneið af steiktu svínaketi og lagzt síðan óhult til svefns. En allt í einu jókst hávaðinn úti fyrir um allan lielming. Það kváðu við skothvellir og skerandi hávaði yfirgnæfði allt annað. Því næst varð þögn en þar á eftir heyrðist org villi- mannanna, sem báru vott um ánægju þeirra og sigurvissu. De Villehon spratt upp og gekk út að glugga- hlerunum. „Kornmyllan,“ hrópaði hann. „Húii stendur i björtu báli!“ „Ó, hamingjan hjálpi okkur, Mathieu. Korn- myllan.“ Nú hlaupa þeir frá rúslunum. Þeir eru .... Þeir ætla að reyna að ná til hússins.“ Frú de Freneuse hafði risið á fætur og hljóp nú út að einum gluggahleranum, sem vissi út að kornmyllunni. Hópur af kvenfólki, sem var að líta eftir liinum særðu, hressti sig nú upjg fylgdu henni eftir og hrópuðu: „Hvað er að'?“ „Ilvað hefir skeð?“ „Eru þeir að hrjótast í gegn?“ „Djöflarnir, kvikindin, fari þeir til and- skotans.“ Út um brotnar rúðurnar, þar sem þær voru allar á gægjum, gátu þær séð alla ringulreiðina, hinn þykka svarta reykjarmökk og eldtungurn- ar, sem léku um kornmylluna og hluta af skíð- garðinum. Þær sáu Raoul de Perrichet þar sem liann liljóp og varðist með byssu sinni. Á eftir lionum fylgdi flokkur Malisita og myllustjór- inn, allir blindaðir af reik. Matliieu de Freneuse kom síðast út úr myllunni. í annarri hendinni liafði hann sax en í liinni rjúkandi skammbyssu, sem virtist honum gagnslaus. Raoul lirifsaði hoga af næsta Indíána, sem lá þar dauður og og lagði ör á streng. Síðan kraup hann á annað hnéð og skaut eins og vitlaus væri á villimenn- ina. Allt í einu missti Mathieu fótanna og féll. Hann hafði verið hæfður mörgum örvum. Þrír Ihdíánar gripu hann þegar í fang sér og báru hann inn í húsið. Tveir þeirra féllu, er þeir reyndu að lyfta honum inn um gluggann. Frú de Freneuse tók hann í faðm sér og lagði liann á gólfið, en hinar konurnar þyrptust um- hverfis þau og signdu sig. Hún lét færa sér vín og har það að vörum hans. Blóðið lagaði úr sári á ennii Mathieus og úr öðru á hrjósti hans. Tvær örvar stóðu út úr brjósti hans við hjartastað og sú þriðja út úr kviðnum. Ilann hóstaði og hlóð gaus út úr honum. Meðan frú de Freneuse virti hann fyrir sér með hryggð og meðaumkun í svip sínum, var henni hrundið óþyrmilega til hliðar. Dótlir malarans, þunglynd, lagleg stúlka, dökk yfir- litum, ýtti henni til hliðar, tók Mathieu í faðm sinn og lagði höfuð hans að harmi sér. Frú de Freneuse liafði aldrei geðjazt að þessari stúlku. Stúlkan tautaði fyrir munni sér í sífellu: „Ástin mín, ástin mín, ástin mín, ástin mín, ástin mín —“ Frú de Ferneuse starði á liana með opinn munn. Mathieu lauk hægt upp augunum. Hann leit á hana. Allt í einu færðist bros yfir varir lians og liann gerði tilraun til að yppta öxlum, er augu þeirra mættust yfir öxl stúlkunnar. Svo fölnaði hann og lokaði augunum. Dótlir malarans þrýsti honum fastar að sér og kyssti hann á munninn. Hún sinnti því ekki, þólt konurnar stseðu allt umhverfis hana og virlu hana fyrir sér, de Villebon stæði í dyr- unum og ‘karlm'ennirnjr byggjust til að hrinda árásúm á sjálft húsið. Hún heyrði ekki ópin og öskrin úti fyrir, sem urðu æ háværari og fyllri af sigurvissu og hún sá ekkert — ekki einu sinni andlit eiginkonunnar, sgin hún liat- aðv. Mathieú dezt ímvnium; heiínarg4 L í ^Frú'íde IFrhnótifee J.tólv'leíUir | því, að Raoul stóð við hlið hennar og átti bágt, með að dylja tilfinningar sínar. Iiann lagði höndina á liand- legg hennar, Hún tók hönd hans af liandlegg sínum og féll á kné. Hinar konurnar fóru að dæmi hcnnar, handléku talnaböndin og störðu framhjá manninum og konunni, sem hélt hon- um í örmum sér, eiginkonunni, sem gerði bæn sina og hlustuðu eftir hávaðanum frá glugga- hlerunum, sem Indíánarnir voru að reyna að hrjóta og verjendurnir reyndu að styrkja eftir mætti. „Við verðum að brjótast út eða vera svæld inni eins og villidýr,1 hrópaði de Villehon. „Ivon- ur og hörn verða að reyna að komast undan á flótta.“ „Enn* er klukkustund til myrkurs,“ sagði frændi Nessamaquij. „Þeir munu hætta árás- inni við sólselur, til þess að eta og drekka og pynda fangana. Þeir liafa tekið fanga í ílag og munu kveikja elda skammt frá húsinu, svo að við getum hæði heyrt og séð það, sem fram fer. Þeir vita, að við gelum ekki komizt undan. Þeir munu þvi verða kærulausir um stund, með- an sólin er að ganga til viðar og þeir eru þreytt- ir. Þá verður rétti tíminn til að reyna að forða sér.“ ÞRfTUGASTI OG FIMMTI KAPITULI. Sólin var að setjast og Iroquoisarnir héldu af stað. Þeir liöfðu komist í vínskemmu malarans og i svínageymslu annars bóndans. Þeir höfðu tekið nokkura menn höndum. Það, scm eflir var, gat beðið. Kvenfólkið o.g börnin, áttu a'ð laumast út um bákdyrnar ásamt Malisitunum, meðan de Ville- hon gerði gagnárásir á Iroquoisana ásamt lier- mönnum sínum. Þau áltu að hlaupa, — hlaupa þangað lil þau voru örugg. „Þið verðið öll að fara um leið og eg gef merkið. Farið á eftir Wohoek. Þið verðið að hlaupa eins liratt og ykkur er mögulegt og þeg'- ar þið farið fram lijá vörðunum, þá skuluð þið hlaupa áfram og lita aldrei til baka.“ Kona malarans vafði handleggjunum ulan um dóttur sína, sem starði út í hornið, þar sem Mathieu de Freneuse lá. „Eg vil ekki fara með henni,“ sagði stúlkan. „Eg ætla að vera hjá ,honum.“ „Uss,“ sögðu konurnar í kringum hana, „börnin eru hér.“ Frú de Freneuse fór til hennar. ,Mér þykir vænt um þetta,“ sagði hún rólega, „þú gerðir liann ánægðan, en þú verður að koma með okkur og vera hugrökk, hans vegna. Við getum ekki skilið þig eftir hér.“ Frá mönnum og merkum atburðum: AKV&lWðKVm 1 Frúin: Nóra, hefir þú sópað á bak við hurðina? Vinnustúlkan: Já, frú mín góS. Eg sópaSi öllu bak viS hurSina. Þegar viSBierum gift vil eg hafa þrjá þjóna. Já, clskan mín, þú skalt fá tuttugu, en bara ekki alla í einu. Jón minn, hvar heldur þú aS guS sé í morg- un? spurSi sunnudagsskólakennari.' 1 baSherberginu okkar. Og hvaS meinar þú með þvi? sagSi kennarinn hissa. í morgun heyrSi ég hann pabba segja viS baS- herbergisdyrnar: GuS minn góSur, hvaS ætlar þú aS vera lengi þarna inni? •v Ungi eiginmaSurinn: ÞaS hlýtur aS vera kom- inn tírni til þess aS fara á fætur. Eiginkonan : Hvers vegna ? EiginmaSurinn: Nú, er ekki barniS sofnaS ? «• MóSirin: Þú ert hreinn í framan, en hversvegna eru hendurnar á þér svona skitugar? Sonurinn: Þær urSu þaS viS aS þvo andlitiS. •*■ Hann: ÞaS eru aSeins fveir menn í heiminum, sent.^k^^MvÍ'S^VjlJlv _ Hún (kuldalega) : Og hver er hinij ? k flótta frá Þýzkalandí. EFTIR JEAN HÉLION. kunnur. Þessir litu út eins og flestir þeirra, sem eg hafði áður kynzt. Þetta voru ungir piltar, frem- ur glaðlyndir, og ánægðir yfir því, að enginn undir- foringi var nálægt. Eg sá að eins bros. Allir töluðu þeir kurteislega. Þeir ræddu um seinustu kvik- myndir, sem þeir höfðu séð. Þeir sögðu „við“. Nú var eg ekki í gaddavírsgirðingu, reiður og ótta- sleginn, alandi ýmsar grunsemdir. Hafa gaddavírsgirðingar þau áhrif á menn unrt allan licim að þeir verða æstir, hvoru megin girð- ingarinnár sem þeir eru ? Þýzkaland, þegar eg horfði á það innan úr gaddavírsgirðingunni, hafði mér fundizt eins og mynd, sem ckki var úr virkileikanum. Nú virtist það allt öðru vísi, nóg svigrúm, allt svo breytt. Það SQin fyrir augu bar þarna í klefanum — únd- rúmsloftið þar — hafði róandi áhrif á mig. Það' var kyrt og friðsamlegt. Þó var eg dálítið órói” undir niðri, eins og við öllu búinn, ef eitthvað" breyttist skyndilega, en kyrðin í kringum mig hafði. sín áhrif. Ef eg aðeins gæti fcngið eitthvað til að nærast á. Eg kveið fyrir nóttinni. „Piltar“, sagði eg við hermennina. „Eg er dauð- syfjaður. Viljið þið vekja mig þegar eftirlitsmaður- inn kemur. Eg heiti Jósef, og þið verðið víst að: æpa í eyra mér, því eg sef fast“. Þeir hlóu, og eg strauk hár mitt, til þess að' það væri sem líkast því, sem myndin á vegabréfinu sýndi, bretti upp jakkakragann, og hnipraði mig saman í einu horninu. Þegar þeir fóru allir að kalla „Jósef — Jósef“ einum munni varð mér heldur en ekki bilt við. Eg spratt á- fætur. „Tími til að fara á fætur, Jósef“, sögðu þeir, gins og þeir hefðu þekkt mig allt sitt líf. Eg' geispaði, þegar eg leit á farmiðaeftirlitsmanninn, tók upp öll mín skilríki í einu, og rétti þau alveg' að nefinu á honum. Þarna var allt, sem hann þurfti, allt í bezta lagi, cf hann færi ekki að athuga plögg- in vandlega, efzt var vegabréfið sem var bezt, og þar undir mynd af Adolf Hitler. Enginn mundi. hafa getað haldið fram, að myndin af honum hafi verið mislukkað gagn. Myndin á vegabréfinu var ekki af mér, en eg var sígeispandi, og hvernig átti liann þá að geta áttað sig á, að hún var það ekki. Og eg var allt af að reyna að opna augun og með vasaklútinn annað veifið við munn og nef. Og inn- an um hin skilríkin voru myndir af Rosenberg brosandi og Göring sællegum og hýrum, og á mynd- inar var stimpað „Dagur lögreglunnar“. „Agætt“, sagði eftirlitsmaðurinn og fékk mér aftur allan bunkann. Og eg hallaði mér út áf aftur til að sofa — að minnsta kosti þóttist eg sofa. „Ágætt“ bergmálaði í huga mínum — og hjarta. Og eg var svo feginn að eg lagði mér til munns séinustu hrauðsneiðina mína sem eg hafði ætlað að-‘ halda í lengstu lög. Eg var smeykur um, að einhver i hermannanna hefði verið varðmaður, og fengi grun. um allt væri ekki í lagi, er hann sæi sardínurnar tvær á brauðsneiðinni minni, því að þær voru eins og sardínur þær í olíu, sem Franski Rauði kross- inn sendi frönskum föngum í fangabúðum í Þýzka- landi, og varðmennirnir sóttust eftir þeim. Hafði mér ekki verið sagt, að allt bæri að varast, jafnvcl annað eins og þetta? Og hafði Pétur ekki komizt a<£ því að á stöðinni í Stettin, að eg var franskur, af því eg hafði í hugsunarleysi sagt eitt franskt orð? Pétur, blessaður Elsass pilturinn minn, sein hafði vitað allt um áhættuna, en samt lét mig fylgja sér eftir, hýsti mig og fylgdi mér á stöðina — skildi ekki við mig fyrr en á seinustu mínútu, að kalla mætt. Það sem eftir var nætur varð eg enn fyrir út- gjöldum — eg varð að láta af hendi 2 mörk og 50 pfennig. Það leið ekki svo klukkustund, að ekki kæmi nýr lögrcgluþjónn á vcttvang, til þess að vekjá alla og i nafni hinnar dýrlegu lögreglu, sem barðU ist í Rússlandi. ÞetlalvaT allt.af sama leiðinlega,- sönglið — og vakti i|<j)|<kum he^^.er frá|

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.