Vísir


Vísir - 15.11.1945, Qupperneq 2

Vísir - 15.11.1945, Qupperneq 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 15. nóvember 1945 > isSegidingur byggir fyrstu „klinikina6* í Winnipegborg. Vioíal við Eggert Steinþórsson læknir Eggert Steinþórsson — læknir kom nýlega heim frá Ameríku ásamt frú smm, GerSi Jónasdóttur og syni þeirra hjóna. Hefir Eggert stundað framhalds-[ nám í Winmpeg og New York síSan í ársbyrjun 1941. Vísir hefir liaft tal af | Eggert og innt hann eftir dvöl hans og námi vestan- hafs og ennfremur ýmsu viö- vikjandi löndum i Kanada og Bandaríkjunum. Við skurðlæknisnám í Winnipeg og New York. — Eg fór héðan til fram- haldsnóms til Winnipeg, scgir Eggert, i ársbyrjun 1941. Fór eg áð nokkuru leyti á vegum Iiins kunna ís- lendings, dr. Brandson í Winnipeg, sem margir munu kannast við hér lieima. Dvaldi eg i Winnipeg þang- að til í ársbyrjun' 1945. Fór eg þá til New York og var þar þangað til eg hélt hingað lleim. Hvernig var störfum yðar þáttað í Winnipeg? Eg vann á Winnipeg Gene- ral Hospital, en fiað er stærsta sjúkrahús borgarinnar með um 700 rúmum. Er það kennsluspitali Manitoba há- skólans jafnframt því að vera bæjars,pí tali. Vóruð þér við skurðlækn- ingar allan tímann? — Já, nema lívað eg starf- aði í 4 mánuði við rannsókn- arstofnun spitalans fyrst eftir' að eg kom vestur, um hauslið 1941. Byrjaði eg að vinna með dr. Thorlakson, en hann er einhver þekktasli íæknir YVinnipegborgar og vann eg með honum þar til i árslok 1944. Dr. Thorlakson er af ís- lenzkum ættum ? — Jú, en fæddur vestan hafs. Hann er um fimmtugt, mjög fjörugur og duglegur maður og hefir nú um noklc- ur ár verið jnófessor við há- skólann í YVinnipeg. Meðan eg var vestur frá byggði hann YVinnipeg Clinic. Er það all- stór stofnun, sem 12—14 læknar starfa við og sú fyrsta af því tagi i Yrestur-Kanada. Klínikin er eingöngu rann- sóknarstofnun þar sem sjúkl- ingar eru skoðaðir og rann- sakaðir. Þeir sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda eru sendir ó YYhnnipeg General Hospital. Klínikin er opin frá kl. 9 á morgnana og til 6 á kvöldin, svo að sjúldingar geti komið á öllum tímum dags til rannsóknar. Flestir læknar sem slarfa við klinik- ina eru sérfræðingar svo í stað þess að þurfa að senda sjúklinga til sérfræðinga úl í bæ voru þeir þarna á sYaðnum. Þelta kiinik-fyr- irkomulag er nú mjög al- gengt í Bandaríkjunum. Sú þekktasta þar xhun vera Mayo Clinic, sem sumir hér munu kannast við? Unnuð þér við Winnipeg- klínikina? — Já eg vann þar frá kl. 2—6 siðustu 2 árin sem eg var i Winnipeg. Hvernig var slarfi yðar hállað á spítalanum? -— Eg vann þar frá Id. 8—2 að mestu við uppskurði, ennfremur fór eg þangað i sjúkravitjanir eftir kl. 6 daglega. Auk þess kynnti eg mér nokkuð sjúkdóma í nýr- um og þvagfærum og fékkst eingöngu við það meðan eg dvaldi i New Yórk. IJvað getið þér sagl mér meira af starfi yðar með dr. Thorlakson ? — Dr. Thorlakson er það sem kallað er almennur skurðlæknir en sérstaklega er liann þekktur fyrir upp- skurði á maga og þörmum. Stai'fsþi’ek hans er geysimik- ið. Yranalega gerði hann 4 uppskurði að morgni og ein- staka sinnum allt að 10—12 og voru ixiargl stórar að- gerðir. Siðustu 214 árin vann ég með honum sein fyrsti að- stoðarlæknir hans. Yrar mjög mikið að. gera því ungu læknarnir voru allir teknir í lierinn jafnskjótt og þeir út- skrifuðust. Hefir dr. Thorlakson nokkurntíma komið til ís- lands? — Já, hann kom heim 1930 ásamt dr. Brandson og er mjög vinveittur íslend- ingum enda var faðir hans sr. Steingrímur Thorláksson hinn kiínni kirkjuhöfðingi, fæddur og uppalinn lxér heirna, lærði svo guðfræði i Noregi og giftist ágætri norskri konu áður en hann fhxttist vestur. \restan liafs gerðist liann strax prestur íslenzku safnaðanna og voru þau hjónin mjög rnikils virt vestan liafs. Þau áttu 0 böm sem búsett eru í Kanada og Bandaríkjunum og mjög vel Klinik Dr. Þorláksson í Winnipeg. þekkt, en dr. Thorlakson er jxeii'ra kunnastur og nýtiir nijög xxiikils álits i Ivanada. Hann lilaut menntun sina við háskólann i Manitoba en dvaldi síðan alllengi i Eng- f’andi og Frakklandi við fram- haldsnám og er nú talinn mestur skurðlæknir i Yrestui-- Ivanada og keinur fólk víðs- vegar að til hans. Hann hefir síðustu árin verið í nefnd sem stjórn Kanada skipaði til að hafa á hendi rannsóknir í læknavísinduin í jxágu styrj- aldarinnar og ennfremur annari nefnd, sem stjórnir ! Kanada og Bandaríkjanna I skipuðu saxneiginlega i sanxa tilgangi. Til marks um áhuga lians á íslenzkum málum sýnir að liann hefir nýlega gefið mikið fé til væntanlegs kennarastóls í íslenzkum fi'æðum við háskólann í Manitoba. Ilvernig kunnuð lxér við yður i YVinnipeg? — Ágætlega, þar er alltaf gotl að koma fyriríslendinga. Þar eru svo mai’gir Yreslur- íslendingar sem taka nxanni ópnum örmum, að jxað er líkast og að vei’a kominn heim. Þeir segja líka að Winnipeg sé önnur stærsta íslendinga borg í heimi og mun það láta nærri sanni. Er gizkað á að nólega 6 Jxús. Is- lendingar séu búsetlir Jxar. Þér liafið kynnzt mörgum jxeirra? -— Já, fjölniörgunx. Má Jxá fyrslan telja dr. Brandson, sem nú cr nýlátinn. Ilann og konan lians, frú Aðalbjörg Benedildsdóttir frá Stóru- völlum í Bái’ðai’dal tóku á móti okkur lijónunum þegar við komum vestur og við dvöldum á hinu ágæla lieiní- ili þeirra um liríð. Dr. Brandson var að mestu Iiætt- ur störfum syo að Jxví miður sá eg hann aðeins gera fáa uppskurði, en enginn vafi ei', að hann er nafntogaðasti læknir sem verið hefir uppi á sinni tíð meðal íslendinga vestan hafs og lieyrði eg margar sögur sem sanna það. Dr. Brandson er fæddur hér heima? — Já, hann er ættaður úr Dalasýslu en fluttist vest’ii’ aðeins þi’iggja ára með for- eldrum sínum og ólsl upp hjá þeim í N.-Dakota. Að loknu læknanámi fór hann til Yrin ai'borgar til framhaldsnáms i skurðlækningum og árið 1910 hóf hann læknisstörf í Winnipeg. Hann varð fljót- lega pi’ófessor við háskólann og vfirmaður læknadeildar- innar um margra ára skeið, enda var hann ógætui'. kenn- ari og nxargar sögur eru tii um afrek hans sem skurð- læknir. Ennfremur tók hann mjög ákveðinn þátt í félags- málum Y'estur-íslendinga, t. d. í hinu lútherska kirkju- félagi og var forseli Jxess meðan liann lifði. Mei’kileg- asta starf lians í þágu félags- mála Y'estur-íslendinga nxun þó vei'a stofixun hvildarheim-' ilis fyrir aldrað fólk að Gimli við YVinnipegvatn, en hann var, aðalforvigismaður Jxess og læknii’ xneðan Iiann lifði., Þar eiga um G0 „sólseturs- .börn“, ein.s og dr, Brandson ihefindi aJdraða; fól'kiði - á- nóegjulegt ævikvöld í ævin- týralxj.arxna minninga frá gamla landinu. YTar dr. Brandson oiðiiin gamall maður þegar hann dó ? Ilann var aöeins tæp- lega sjötugur, en hafði of- Ixöðið sér með ei’fiðri vinnu i mörg undanfai’in ár. Stjórn ísiantls bauð Jxeim lijónum heim á striðsárunum og cg veit að hann vonaði að gela komið lieim að stríðinu loknu. Síðasl kom hann Iieim 1930 og var þá gerður lieið- ursdoklor við Háskóla ís- lands. íslendingar eru í góðu álili í Kanada? — Já, þeir eru vel virtir enda liefir islenzki kynstofn- inn lagt lil margíi hæfileika- menn á undanförnum áratug- um. Til viðbótar liinum tveim frægu læknum scm eg Iiefi getið má nefna þá ráð- herrana Tómas Johnson, fyi’sta. islenzka ráðherrann vestan liafs, og Jósep Thor- soii ráðherra nú á stríðsárun- um; Hjálmar Bergmann for- scta hæstaréttar Manitoba og forseta liáskólaráðs, sr. Rögn- vald Pétursson mikinn fræði- mann og lengi forseta Unitar- iska kirkjufélagsins og Þjóð- ræknisfélagsixjs. Hann lézl fyrir aðeins fáum árum. Svona mætti lengi telja, skáld, i’ithöfunda og ýmsa atorkumenn, en Jrað yrði of langt mál. Mætur xnaður hefir látið svo mælt. að islenzki kynstofninn hafi lagt til hlutfallslega fleiri at- orkumenn á sviði oþinbei’ra mála í Kanada en nokkur annar. Ferðuðust JiiðeJiaiLið um Ivanada og Bandaríkin ? Já, við.ferðuðumsl bæði til Austur- og Vestur-Kanada og tvisvar til Bandaríkjanna. Á þeásum ferðalögum kom eg m. a. til Rochester í Minne- sota, en Jxar er Mayo-slofnun- in, ein stærsta og fullkomn- asta heilsuverndunarstöð i lieimi. Dvaldi eg Jxar um tíma og kynnti nxér stofnunina. Þar er nú starfandi m. a. læknirinn Kristján Jónsson, Kristjánssonar læknis. Hefir liann dvalið Jxar alllengi á- samt konu sinni. Ennfremur Jxeir Stefán ólafsson Þor- steinssonar læknis og Hannes Þórarinsson Kristjánssonar hafnarstjóra. Síðasta tþmann voruð Jxér i New Ydrk? — Já, við New York spítal- axm, sem er geysistór stofnun og kennsluspítali Cornell há- skólans og rúmar liátt á'ann- að þúsund sjúklinga. Eg vann Jxar frá síðustu áramótum og kynnti mér eingöngu nýrna- og þvagfærasjúkdóma, en Bandarikjamenn standa nijög framarlega í Jxeim gi’einuiii, segir Eggert að lokum. Happdrættismiðar Húsbyggingasjóðs Sjálfstæðisflokksins (vinningur fjögurra herbergja íbúð með öll- um húsgögnum á hitaveitusvæðinu), fást á éftirtöldum stöðum: . Austurbær: Bókavérzlun Lárusar Blöndal, Bókaverzlun Þór B. Þorláksson, Bókaverzlun Helgafells, Laugaveg 100, Verzlun Jóhannesar Jóhannessonar, Grundarstíg 2, Verzlun Rangá, Hverfisgötu 71, Verzlun Varmá, Hverfisgötu 84, Yrcrzhm Þórsmörk, Laufásveg 41, Verzlun Þverá, Bergþórugötu 23, Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, Verzlun Eggerts Jónssonar, öðinsgötu 30, Verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar, Þingholts- stræti 21, Bókaskemma Halldórs Jónassonar, Lauga- veg 20. Miðbær: Bókaverzlun Eymundsen, Bókaverzlun Isafoldar, Stefán A. Pálssyni, Varðarliúsinu, Vesturbær: Verzlunin Baldur, Framnesveg 29, Verzlunin Lögbei'g, Holtsgötu 1, Verzlunin Selfoss, Vesturgötu 42, Verzlun Þórðar Guðmundssonar, Fram- nesveg 3. Uthverfi: Silli & Valdi, Langhollsveg, Pöntunarfél. Grímstaðaholts, Fálkagötu W rzlun Einars Einarssonar, Vegamótum, ' ’Séífjai’harriesí, J " Verzlun Eliasar Jónssonar, Kirkjuteig 5. uiiiiin -.11X1 or gójl/;

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.