Vísir - 12.12.1945, Síða 2
2
V I S I R
Miðvikudaginn 12, desember 1945
íslenzk kona í ógnum styrja!darinnar
|?rú Katrín Mixa er nýlega komin hingað til lancls
með sex ára gamlan son sinn, en frúin hefir dvahð
í Austurríki um sjö ára skeið. Frúin heíir ratað í alls-
konar mannraunfr og erfiðleika þar ytra, m. a. var
húsið sem hún bjó í skotið í rúst, og þegar Rússar
réðust mn í Austurríki, varð hún að flýja í skyndi
yfir til Þýzkalands.
Fréttamaður frá Vísi hefir
innt frú Mixa eftir því helzta
sem á daga hennar hefir drif-
ið, einkum um það leyti er að
stríðslokum leið,
— Hvenær fóruð’ þér
utan?
— Eg fór með manni mín-
um til Graz i Austurríki
1938, en hann stjórnaði
óperuskólanum þar þangað
til hann var kallaður í her-
inn í apríl 1943.
— Hvað varð þá um
yður?
— Eg var áfram í Graz
þangað til í janúar í fyrra.
Þá var gefin út fyrirskipun
um það að konur með börn,
sem með nokkru móti kæm-
ust burtu, skyldu yfirgefa
borgir vegna loftárásar-
Iiættu.
— Hvert fóruð þér þá?
— Eg fór til Vínarborgar
og bjó í einu úthverfi henn-
ar. Þar var ekki talin mikil
hætta á loftárásum, enda
þótt iðulegá væru gerðar
loftárásir á sjálfa aðalborg-
ina. Þetta fór samt á allt
annan veg.
— Hvernig?
— Við bjuggum fimm
lconur með 4 börn í tveggja
hæða húsi. Og eitt sinn cr
við sátum í dagstofun'ni, og
vorum að hlusta á útvarp,
vissum við ekki fyrr en allt
ætlaði um koll að keyra.
Sprengikúla féll á- húsið og
það hrundi í rúst, nema
þetta eina horn sem við sát-
um í. Hefðum við verið ein-
hversstaðar annarsstaðar í
húsinu hefðum við ólijá-
kvæmilega farizt eða stór-
slasast. En þarna fékk eklc-
ert okkar svo mikið sem
skrámu, hvað þá meira. Það
var eins og að forsjónin
liéldi yfir okkur hlífiskildi.
1 næsta húsi voru 14 lík
grafin undan rústunum.
— Hvað tókuð þið til
bragðs ?
— Lánið var að það var
stutt til dyranna úr þessu
Katrín Mixa.
horrii, sem við sátum í og
við gátum komist út. Ann-
ars skeði svo margt á þessu
augnabliki að það var ekki
gott að átta sig á neinu sér-
stöku. Loftþrýstingurinn var
ægilegur, og í drykklanga
stund gripum við andann á
lofti. Það er algengt að loft-
þrýstingurinn verði fólki að
bana, lungun rifna í því. Og
þarna var þrýstingurinn svo
mikill að járngirðing, sem
var umhverfis húsið hentist
(marga metra burtu.
Að koma út var blátt á-
í'ram ægilegt. öll gatan var
ekkert annað en samfelld
röð af sprengigígum, húsin
í rústum og lik og limlest
fólk hvarvetna. Rétt við liús-
ið okkar var gömul náma,
einskonar hellir og þangað
flýðum við á meðan mestu
ólætin dundu yfir. Þegar við
komum út aftur var verið
að grafa og róta til í rústun-
um að húsinu okkar. Fóllc
hélt að við hefðum farizt.
— Hvert fóruð þér svo?
— Eg hélt áfram að búa
í úthverl'um Vínar og varð
ekki fyrir loftárásum eftir
þetta.
— Ríkti ekki mikill ótti i
borginni við Rússana?
— Nei, borgarbúar riggðu
ekki að sér. Þeim var talin
trú um að Rússar kæmust
aldrei^fir landamærin, og að
öllu væri óhætt.l byrjun apríl
varð uppi fótur og fit í borg-
inni, og hvarvetna heyrðist
sagt, „Rússarnir koma! Rúss-
arnir koma!“ Og þá voru
þeir komnir að borgarhlið-
unum.
1 annað skipti var fólki
boðið að flýja og voru konur
með ung börn ævinlega látn-
ar ganga fyrir.
— Hvernig gekk flóttinn?
— Eg lagði af stað með
báða drengina mína, annan
sex ára og'hinn hálfs annars
árs, þann 3. apríl. Við fór-
um til Rayern með járn-
brautarlest, 4 sólarhringa á
leiðinni, sem undir venju-
legum kringumstæðum tekur
um eitt dægur. Þetta voru
hryllilegir dagar. Fyrsta dag-
inn gekk allt þolanlega, og
þá var okkur séð fyrir mat,
en úr því ekki. Eina næring-
in okkar var það litla sem,
við gátum haft meðferðis. I
Tvær nætur urðum við að
liggja úti undir berum himni
i nístandi kulda. Stundum
urðum við að fara út úr lest-
inni og fela okkur í skógi
vegna loftárásarhættu. Járn-
brautarkerfið var allt kom-
ið í öngþveiti og þegar skipta
varð um lest vissi maður
aldrei hvenær næsta lest
kæmi. Þetta ferðalag okkar
var þó hátíð hjá því sem
síðar varð, ]>ví að þá gat
það tekið allt að hálfum
mánuði að komast þessa
sömu léið.
— Hvar lentuð þér svo?
— Á bóndabæ í Bayern,
Konunum var ráðstafað á
bæi eftir því sem við varð
komið. Bændurnir voru yfir-
leitt óánægðir með þessar
ráðstafanir og litu gesti sína
illu auga. Eg varð samt
heppin og komst á góðan
stað. Bóndinn var að vísu
hálf kuldalegur fyrst í stað,
og afsagði að láta oklcur fá
annað en mjólk og kartöflur.
Von bráðar rættist samt úr
honum, hann bauð okkur þá
að borða með sér og eftir
það leið okkur vel. Þarna
voru allsnægtir af mat, enda
fitnaði eg um 20 pund þann
stutta tíma sem eg dvaldi á
bænum. En þar varð eg fyrir
þeirri sorg að missa yngri
drenginn minn.
— Urðuð þér ekki varar
við stríðið og ógnir þess á
meðan þér dvölduð á sveita-
heimilinu ?
— Eiginlega ekki neitt.
Bayern varð ekki eins illa
úti í styrjöldinni og önnur
Frh. á 4. síðu.
Bókin sem menn hafa beðið eftir
Út er komin heildarútgáfa af öllum ljóðum og vísum
JKristgúms Æ. '
(K-
Heitir bók þessi
JPrófessor Mtichartl Æicck
hefir gefið bókina út og skrifað ítarlegan formála
um skáldiS og skýringar meS kvæSunum.
Mtaralctur Sif/atar. prestur
hefir einnig skrifaS endurmmningar sínar um K. N.
í bókina.
ÞaS er óþarfi aS kynna K. N. fyrir íslendingum, því aS vísur hans
hafa árum saman veriS hér á hvers manns vörum, og hefir þaS því
, þótt mikill skaSi, aS ljóS hans hafi hvergi veriS til í heild. ÞaS ætti
því aS vera öllum, sem unna græskulausum gamanljóSum og góS-
um kveSskap, mikiS fagnaSarefni, aS nú hefir veriS ráSizt í aS
" saína öllum þessum ljóSum og lausavísum saman í eina veglega bók.
Mjög heíir venS til bókarmnar vandaS hvaS ytn frágang snertir,
svo óhætt mun aS fullyrSa, aS pappír og band sé meS ágætum. —
Ljóðabók K. IM. verður því vafalaust jólabókin í ár.
I. ‘i 7) í'J Jj íIJ A
1 ,.i£
fllííl
í 1 ö 1
' 'Ji
;>:tf I y rr , rij jpV ti 'V
iij'JÍ i\ ni i'lál í: i/J. Ó/.'il'tö' n h
r ú/l ')fl iö'iiv 38)(] 'i j il ji! iíj n< A
■') 11 S*" tp
fíókfellsútgdfan-
wz' m*vmmm-
Blsaíhi ir o ij-jijilijorj p j -j.nroJ Ine
tr1 u"jT j, ;) 1 ),i"r ......................