Vísir - 17.07.1946, Síða 2

Vísir - 17.07.1946, Síða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 17. júlí 1946 Jónas Kristjánsson segir f rá Svíþjóöarf ör, sem fiann fór til að kynna sér kenningu Waerlands. Jónas Eristjánsson læknir, er fyrir skemmstu kominn úr för tii útlanda. Hafði tíðindamaður Vís's tal af honum nýlega og spurði hann frétta af förinni, en samtal þeirra fer hér á eftir: Þú spyrð um fréttir. Eg ei hræddur um að lesendur Vísis hafi meira gaman af annarskonar fréttum en þeim sem eg liefi að .segja, segir Jónas. Ilvert var tilefni ferðar- jnnar? Það var kynningarför. Þetta var 9. ferð mín til útlanda, gerð í því skyni að kynnast nýjungúm á sviði lækninga, sérstaklega á sviði heilsuverndar. Mér er fyrir löngu ljóst að heilsufar vort, eins og annara þjóða, er mikhi lakara en þörf er á að það væri. Að menn eru heflir fjötrum hleypidóma og vanþekkingar, liæði and- lega og iíkamlega. ' Tæknin hefir þó tekið framförum á þessu sviði. Já, hin andlausa tækni. Hinsvegar hefir þekkingin á sjálfum sér ekki vaxið, og heldur ekki skilningur á mannlífinu og tilgangi þess. Urn það bera heimsstyrjald- irnar gleggstan vott. Þær eru vottur þess, að hin einhliða, skefjalausa efnishyggja mannsins ræður rneira en nokkuð annað í heiminum, og að þar sem hún er, þar er orsakanna til styrjaldar og ófriða að leita. En ennþá er ekki málfrelsi í heiminum, svo að bezt er að tala var- lega. — Þú flaugst út. Var það ekki skenuntilggt? Eg varð þar fyrir von- brigðum. Að vísu tók flugið stutta stund, eina 7 tíma til Stokkhólms. En þokan, ský- in huldu haf og hauðir, svo að elckert sást annað. Við flugum yfir skýjunum. Mér datt í hug skýjaþykknið og vanþekking, cr hylur mann- lcyninu að það er sífelt að berjast um fánýta hluti, en sér ekki það, sem mest er um vert. En það er andlegur og líkamlegur þroski. SkS’ja- þykknið minnir á efnishyggj- una og haráttu um f jármuni, um auð og yfirráð. 1 gegnum hergnýinn og hörmungaóp deyjandi manna hafði til Islands stranda hor- izt ómur af annarskonar stríði í þeim löndum, sem voru utan við sjálft verald- arstríðið. Það vom Svíþjóð og Svissland. Það var þessi hernaður, sem eg vildi kynna mér. Svíþjóð, þetta hlutlausa land, fór ekki alveg á mis við stríð. Þar herjaði einn nýr og nýmóðins víkingur, Are Waerlnnd. Hemaður hans var annnrs eðlis en manndráp. Þessi nýmóðins víkingur herjaði á þá van- þekkingu og hleypidóma og heimsku, sem á mesta sök á vanheilsu, sjúkdómum og vansælu mannkynsins. Hann hefir með sínu hvassa and- ans sverði höggvið djarft á hendur tvær, svo að allt hef- ir orðið undan að lála. Forsaga þessa víkings er sú, að tveir bræður, vel- gerðamenn, berjast við van- hcilsu. Sú viðureign endar með því, að annar fellur í valinii. Hinn liggur eftir í (vaÍnUin óvígur og sleppur aðeins Iifandi, en lamaður maðui*. Ilann hafði tekið stúdentspróf, þó lasinn væri, og lagt stund á heimspeki | sem aðalfag. En svo fékk hann botnlangabólgu. Botn- | langinn sprakk og Waerland i lá lengi, svo að enginn hugði honum líf. Loks gróf ígerð sig út. En Waerland var andlega og líkamlega lamað- ! ur maður. Þetta verður til | ’ þess að Waerhpid fer til Eng- lands og leggur þar fyrir sig 'að lesa læknisfræði. Hann vill um fram allt komast fyr- ir orsakir þeirra ófara, sem þeir bræður urðu fyrir. Hann stundar læknisfræði af kappi í 35 ár undir tilsögn hinna færustu manna, hæði þeirra 1 Sir Arhutnal Lane og Sir Ar- 1 thur Keith, í Frakldandi, Ív Edinborg og víðar. Hann gerir tilraunir með allskonar fæðutegundir og tekst að ná fullri heilsu, eins og hún get- ur bezt orðið. Því næst fer | hann heim til Svíþjóðar og byrjar þar að kenna þjóð 1 sinni. | Aðalinnihald kenninga hans var þetta: Læknisfræð- in á elcki í höggi við sjúk- j dóma, heldur við ranga og óheppilega lifnaðarháttu. 1 Takið burtu og útrýmið þess- um óheppilegu og ónáttúr- legu lifnaðarháttum og sjúk- j dómarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu. ! Sjúkdómar og sjúkleiki, sem við er barizt, cru ekki annað en breytingar á lík- ama manna. Orsakir þeirra eru sjúklegar r.autnir, og þó fyrst og fremst ónáttúrleg og skemmd næringarefni. Þessir rongu og ónáttúr- legu lifnaðarhættir hinna siðmennluðu þjóða eiga sök á andlegri-, og líkamlegri eýmd og vesaldómi fjöldans. Starf læ'knahna fer mest- megnis í þáð að gera við sjúkdómseinkennum og af- leiðinguín oraska, sem þeir þekkja ékki til í'ulls, en or- sakirnar t-ru láinar eiga sig. Gegn hihiVi’ órlhödoxu stefnu og efnislegu einhliða stefnu læknisfræðinnar hefir Are Waerland síðan hafið her- ferð. Hefir hún staðið nú lát- laust í 20 ár. Ferð mín til Svíþjóðar var farin til þess að kynna mer þessa stel'nu belur en hækur geta gert. Yfirleitt hafa læknar, bæði í Svíþjóð og hér á landi, snú- izt gegn þessum kenningum Waerlands. Þeir hafa litið á þær sem árás á læknisfræði þeirra og starf. Þeir hafa hafið persónulegar árásir á manninn, án þess að kryfja sjálft ágreiningsmálið til mergjar. En þeir hafa ekki komið að tómum kofunum hjá Waerland. Hann er hverjum lækni lærðari í líf- eðiisfræði og líffræði (Bio- logi), svo að þar standa þeir honum ekki snúning, og fólkið finnur að hann hefir betri málstað og hlýða á hann og læra af honum. Fjöldi manna, sem áður voru heilsulausir, ná aftur fullri heilsu, eins ög Wa'erland sjálfur. Þessir menn fylkja sér um Waerland og kenn- ingu hans. En ekki aðeins þessir menn, heldur einnig hin lífsglaða, starffúsa, djarf- huga æska hefir fylkt sér um liugsjóriir Waerlands, útrým- ingu hrörnunarsjúkdóma. Æska Svíþjóðar sættir sig ekki við sjúkleika og vaxandi vesaldóm. Hún krefst full- kominnar starfliæfni, og a‘ð komna starfhæfni, og að njóta lifsins í skjóli þessarar fullkomnu heilbrigði. Hún afneitar víni, tóbaki og öðr- um eiturnautnum. Eins og víkingar sem leggja undir sig lönd hefur Are Waerland farið um sitt eigið föðurland vopnaður meiri og fullkomn- ari þekkingu á orsökum sjúk- dóma, en áður hefur þekkst. Hann hefur á síðustu árum heimsótt hverja borg lands- ins og stærri þorp og oft haldið tvo fyrirlestra á dag og að jafnaði talað í tvo kluklcutíma í senn og gefið þjóð sinni bjartar vonir um betri framtíðarheilsu. Þessar kenningar hans hafa þcgar orðið andleg vakning, sem nú nær til allra stéttá. Jafnvel ýmsir læknar af yngri kynslóðinni, sem ekki þegar eru haldnir af hinni orthodoxu kyrrstöðu úreltra kenninga hafa fylkt sér um kenningar Waer- lands. Um þessa stefnu hefur þeg- ar verið stofnaður umfangs- mikill félagsskapur, sem heit- ir Allnordisk Folkhálsa og liefur hann með höndum stórfeldar framkvæmdir, sem ekki er unnt að lýsa hér i stuttu máli. — Er stefnan einungis bundin við endurbætur á næringu og matarliáttum manna? Nei, það er nú ekki. Þetta er ný hugarstefna, ný lífs- skoðun, sem er ekki aðeins kennisetningar, héldur grípur als staðar inn í hið liagræna lif manna. Má sjá þetta af hinum mörgu bókum, sem Are Waerland hefur þegar ritað. Þær bera allar með sér hinn djúprista skilning hans á mannslífinu og tilgangi þess. Waerland lítur á ajlt líf í heimi vorum sem eina sam- runa lífheild þar sem allt starfar að sarria marki og allt er svipuðu eða sama lífs- marki háð. Ef allsherjar næringarlög- mál er brotið veldur það kvilla og hrörnun, hvort heldur er á mönnum cða jurt- um. Vér verðum að hlýða þeim lögum, sem forsjón alls lífs hefur sett. Fæðan verður um fram allt að vera lífræn, eðlileg og sem minnst eldbor- in. • Hugarstefna og lífsskoðun Waerland minnir á Björn Gunnlaugsson og vísu, sem er í Njólu: Lífið öllu langt af ber, lífi duftið þjónar. Lífi birtan lögur er líf sér haminn prjónar. Hugarstefna hans opnar mönnum ný, andleg sjónar- mið, sem benda á, að lífið er andlegt og skapandi eðlis.' Þess vegna verður að skapa því eðlileg kjör og kosti tií fullkomnunar. Ilið fegursta við stefnu og starf Waerlands er það, að hann leggur áherzlu á mildi, mannúð og mannjöfnuð. Þeir sem fylgja stefnu hans fylgja henni ekki með neinni hálf- velgju, lieldur af heilum huga og sannfæringu. I þeim heimi, sem Waerlandistar hafa völd er stríð og ófriður útilokaður. Þeir lita svo á, að maðurinn sé ekki skap- aður sem rándýn eða hrææta, heldur sem jurta- og ávaxta- æta. Hinar lifandi frumur ■ líkamans verða að fá lifandi! fæðu til þess að varðveita I líf sitt svo fullkomið sem! t unnt er. 1 Stokkhólmi og fleiri bæj- um hafa risið upp matstofur, þar sem framreitt er matar- efni eftir fyrirsögn Waer- lands. Þar er útilokaður salf- matur, allur matur úr hvíta- hveiti. hvíthefluðum hrís- grjónum, dauðhreinsuðum hvítasykri og óeðlilegum sæt- indum. Hins vegar eru not- aðir þar náttúrulegir nýjir og þurrkaðir ávextir. Utilok- að er einnig kjöt og fiskur og egg að miklu leyti. Hins vegar er mikið notað af ó- pasteuriseraðri mjólk. Waer- and fordæmir með öllu allar eiturnautnir, svo sem alko- hol, tóbak, kaffi og æsandi drykki eða annars konar eit- urlyf. Enskax snpni. Stórlækkað verð. Skjaldbökusúpa, fugla- súpa og kjötsúpa. Klapparstíg 30. Sími 1884. Gólfteppl Hreinsum gólfteppi og herðum botna. Saumum úr efnum í stofur, stiga og forstofur. Seljum dregla og filt. Sækjum — sendum. BlÓCAMP, Skúlagötu. Sími 73G0. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGUBÞðB Hafnarstræti 4. TELPU- DRAGTIR. VeizL Regio, Laugavegi 11. Húsmæður! SulfutÍMÍim es bominnS Ti*yggið yður góðan ár- angur af fyrirhöfn yðar. Varðveitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það ger- ið þér bezt mcð því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, sultuhleypir. VINEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUR. VINSÝRU. FLÖSKULAKK í plötum. Allt frá rUEMIFU Fæst í öllum matvöru- verzlunum. Um það verður ekki þrátt- að, að Waerland cr braut- ryðjandi, sem hefur þegar hrundið af stað þýðingar- miklu starfi, þjóð sinni til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.