Vísir - 12.05.1947, Síða 4

Vísir - 12.05.1947, Síða 4
V I S I R Mánudaginn 12. maí 1947 VÍSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAtTTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Veitíðarlok. Iokadagurinn var í gær og heitir þá, að vetrarvertíð ljúki á Suðurlandi en vor\ærtíð hefjist í dag. Þetta eni forn takmörk, sem þó eru i hávegum höfð að mörgu levti enn í dag, þótt veiðar allar sé nú frábrugðnar því, sem áður var. Sú vertíð, sem nú er að verða lokið, hefur að mörgu leyti verið með merkilegri vertíðum, hér sunnanlands að minnsta kosti. Hún byrjaði eins og flestar aðrar með því að veður var talsvert stormasamt í janúar, en.hatnaði í febrúarbyrjun, þegar flestir bátanna tóku að róa, svo að annar eins gæftakafli hefur ekki komið i ómun;atíð. Hægt var að róa dag eftir dag vikum saman eða nærri því í tvo mánuði óslitið. Þótt afli væri ekki með neinum af- hrigðum hér á flóanum i hverjum róðri, liafði það þó sitt að segja, að um landlegur var ekki að ræða, nema þegar bilanir urðu á ljátum, í tvo mánuði. Suður með sjó réri að minnsta kosti einn bátur 50 róðra í röð án þess að dagur félli úr. Hér í Reykjavík mun enginn bátur hafa j'óið svo oft, en þó vantar ekki mikið upp á þá róðratölu. Eins og sagt hefur verið var afli ekkert einstakur, þótt gæftir væri með eindæmum. Annars staðar var afli þó ágætur, eins og til dæmis við Vestmannaeyjar, þar sem landburður var um tíma. En gæftirnar gerðu það að verk- um, að í lok marzmánaðar var mun meiri fiskur kominn á land hér en á sama tíma árið áður. Frystihúsin gátu víða ekki tekið við meiri fiski og þá var gripið til þess ráðs að salta aflann, eins og gert var fyrir stríð en lítið síðan. I apríl skipti aftur um og má segja, að botninn hafi dottið úr vertíðinni í þeim mánuði. Ógæftir gerðu aflur vart við sig, landlegur urðu tíðar og afli var rýr. Hvað aflabrögð snertir hér í Reykjavík, hefir sú vertíð, sem nú er á enda, verið heldur lakari en í fyrra. Þó er ekki einhlítt að dæina vertíð af aflanum einum, þótl það sé oft- ast gert. Margt fleira kemur til greina. Því fylgdi vitanlega, þegar gæftirnar voru sém beztar, að tjón varð ekki á veiðarfærum og mun okkert slíkt tjón hafa orðið á vertíðinni hér við flóann. Það er algert einsdæmi, svo er hilt og mjög sjaldgæft, að mannskaðar verði eins litlir og að þessu sinni. A hverri vertíð hefir íslenzka þjóðin orðið að sjá á bak mörgum vöskum sjó- manni, en eftir hafa oft setið aldraðir foreldrar, kona og Iiörn, slegin sárri sorg. Til allrai^hamingju hefir slíkt ver- ið næsta fátítt á þeirri vertíð, sem nú cr um garð gengin. Að því leyti mun lnin hafa verið happadrýgsta vertíð, sem menn rekur minni til og hin bezta. Það er rétt að reikna ckki síður út frá þeim forsendum en miklum al'Ia, því að minnsta kosti í hinu íslenzka þjóðfélagi er mannslífið meira virði en nokkur hlunnindi eða'landsgæði, hvort sem þau fóst úr hafinu eða af landinu sjálfu. Beztu gestirnii. Jeimafólk í Múlakoti mun aldrei hafa tekið eins glað- lega á móti neinum gestum og félöguin úr Litla ferða- félaginu, sem.þangað konni fyrir rúmri viku, og er það þó þckkt víða um laríd fyrir gestrisni og góðan beina við ferðamenn. Astæðan var líka sú, að Litla ferðafélagið ætl- aði sér að hjálpa fólkinu í Múlakoti lil jiess að berjast við hinn mesta vágest, sem þar hefir orðið vart um margra aratuga, ef ekki alda skeið — vikur og ösku,-sem lagzt höfðu yfir þar eins og víðar í Fljótslllíðinni og ógna öll- um gróðri. Það voru sannarlega góðir geslir, sem þarna komu og fieiri ættu að feta í íotspor þeirra. Reykvíkingar -— ekki aðeins þeir, sem æltaðir eru frá Rangárvöllum, heldur og allir aðrir, sem tök hafa á — æltu að sýna, að þeir kunna að nieta hinar fögru sveitir þar eystra, að þeir telja þær „einnar messu virði“, eins og allt Frakkland var talið forðum, og hjálpa bændum til þess að skapa þar aftur blómlega bvggð þegar á þessu vori. RANDDLPH CHURCHILL (U.P.) : Stefnufesta Marshalls nýtur mikils fylgis. Georg C. Marsliall, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, hefir að þrennu leyti betri að- stöðu til þess að gera samn- inga við Rússa, en fyrirrenn- ari hans, James S. Byrnes. Hann er í fyrsta lagi stór- brotnari að öllu leyti enda þótt hann skorti snerpu og reynslu Byrnes. Hitt stafar af eðlilegri þróun málanna. Á undanförnum 6 mánuð- um liefir almenningsálitið í Bandaríkjunum þroskazt slórkostlega í tvennum skiln- ingi. í fyrsta lagi liafa Banda- rikjaménn tekið endanlega afs'töðu til Rússa. Nú finnst enginn til þess að veilast að Marsliall, eins og Wallace gerði, er Byrnes var í emb- ætti. Um þetta atriði mætti scgja, að framkoma Wallace hafi eytt öllum misskilningi og valdið liollri og yfirgnæf- andi samúð með stefnu Byrnes um „þolinmæði og festu“, eins og hann orðaði hana. Ilelzti veikleiki lýðræðis- ríkjanna er sá, að leiðtogar þeirra þora oft ekki að gera þá hluti, sem samvizka þeirra býður þeim, af ótta við óljóst almenningsálit. Á þéssu atriði er enginn vafi lengur. Síðasla skoðanakönnun Gallups- stofnunarinnar sýnir, að ein- ungis tuttugasti hluti þjóðar- innar álítur, að Bandaríkin Iiafi gengið of langt við að hindra áform Rússa. Önnur breyting á banda- rískum liugsunarhætti, sem Marshall gæti fært sér í nyt, li.efir ekki að öllu leyti tekið á -sig fasta mynd, en siglir liraðbyri í þá átt. Um nokk- urt skeið hafa Bandaríkja- menn orðið sér þess meðvit- andi, að þjóð þeirra er nú sterkasta heimsveldið. En margir athugendur hafa ver- ið í vafa um, hvort bandar- íska þjóðin óskaði þess, að leiðtogar hennar tækjust á hendur þá ábyrgð, sem er samfara sliku stórveldi. Allar líkur benda þó til þess að svarið vérði játandi. Það er hverjum Breta frjálst að lnyggjast yfir þvi, að brezka stjórnin skyldi hafa sagt af sér forystunni, en það er á liinn bóginn uppörvandi að vita til þess, að Bandaríkin séu með hverjum degi á- kv.eðnari og, þótt séeint sé, reiðubúin að takast á hendur forystuna fyrir frjálsa menn í heiminum. Marsþall sýndi að hann var góður stjórnmáiamaður og góður erindreki, er hann lét bera á gætni og jafnvel svart- sýni, áður en hann lagði af stað til Moskva frá Washing- ton. Ekkert er jafn hættulegt og heimskulegt i fari opin- berra starfsmanna, en að reyna að blekkja og jafn- framt kitla almenning með glæsilegum hugmyndum um árangur þann, sem muni fást á heimsráðstefnum. Það er miklu betra að gera eins og Marshall, að vera ekki um of bjartsýnn. Því, cf allt fer á verri veg, getur enginn kvartað undan þvi, að hann liafi verið blekktur með fölskum loforðum. lif á hinn Áætlaðar Flugferðir frá Reykjavík vikuna 11.-17. maí. Sunnud. 11. maí: Til Akureyrar Mánud. 12. maí: Til Akureyrar Þriðjud. 13. maí: Til Akureyrar — Fáskrúðsfjarðar — Kaupmaimahafnar — Prestwick — Reyðarfjarðar Miðvikud. 14. maí: Til Akureyrar — Isafjarðar Fipuntud. 15. maí: Til Akureyrar — Prestwick Föstud, 1(5. maí; Til Akureyrar — Egilsstaða — Neskaupstaðar — Seyðisfjarðar Laugard. 17. maí: Til Akureyrar — Hornafjarðar — Kirkjubæjar- klausturs Nánari upplýsingar í skrifstofum vorum: Á Reykjavíkurflugvelli Sími (5600 (5 línur). I Lækjargötu 4 Símar 6606 og 6608. Flugfélag íslands h.f. bóginn raunverulegur árang- ur næst, mun almenningur, sem ekki liefir vænzt þess, fagna því í enn ríkari mæli. BEKGMAL „Reiður“ skrifar. Einhver, sem nefnir sig ,,Rei5ur“, hefir sent ,,Bergmáli“ bréf, þar sem hann ber þungar sakir á húsmæfiur bæjarins og telur þær beita stúlkur, sem eru í vist hjá þéim, hinum mestu fantatökum og sýni litla kurteisi og tilhliðrunarsemi í viðskiptum sínum vi5 þær. Einsdæmi. Dæmiö, sem bréfritarinn nefnir, viröist „Bergmáli“, aö órannsökuöu máli, hljóta aö vera einsdæmi, frekar en algild regla um sambúS húsmæöra og stúlkua, en vill hins vegar ekki taka afstööu í málinu. Aö sjálf- sögöu ber húsmæörum aö sýna stúlkum sínum fyllstu kurteisi og' sanngirni og þarf ekki aö orölengja það. Bréfið frá „ReiðunV fer hér á eftir, enda leggur hann mikla áherzlu á, að þaö megi koma fyrir augu húsmæðra. „Húsmæður í Hekluskapi“. „Hvern skyldi undra þótt stúlkur vilji ekki ráöa sig til húsmæðra í Hekluskapi ? Eg biö „Bergmál“ að birta þetta, ef ske kynni, að húsmæður lærðu af því og meðhöndluðu ekki stúlkur sínar sem þræla, er allt mætti bjóða, og van- þakka, hversu vel og samvizku- samlega sem unnið væri. — Eitt dæmi knýr mig sérstaklega til þess að koma þessu á prent. óréttlæti. Stúlka, sem réð sig hálfan daginn í vist, frá klukkan 8 að morgni til klukkan 2 e. h., mátti þola hverskonar óréttlæti af hendi húsmóðtir sinnar. Fyrir hvert það verk, sem stúlkan vann, fékk hún hnútur, og vinnuaðferðin varð að vera ná- kvæmlega eftir skapi og dutl- tingum húsmóður hverjtt sinni. Mikil aukavinna. Á stúlkuna var komið marg- víslegri aukavinnu, sent hún varð að vinna utan síns vinnu- tima, án þess aö fá svo mikiö sem þökk fyrir, hvaö þá kaup, en kaupiö var kr. 8.33 á dag auk húsnæðis og fæðis hálfan daginn. Sjaldnast var hún búin með þau verk, sem henni voru ætluð fyrr en kl. 3 og oft síðár. Þoldi háðglósur. Ut'an þessa varð stúlkan oft að þola alls konar háðglósur ttm fólk, sem hún þekktt, Hver haldið þið láti bjóöa sér slíkt nú á dögum? Enginn. — Hús- mæður, litiö í eigin barm, þeg- ar þið segið stúlkum ykkar fyrir verkum. Athugið, aö við lifum ekki á dögttni þrælahalds- ins, heldur á 20. öldinni. ökl mannréttinda og lýðræðis.“ Hér lýkur bréfi . hins reiða manns. „Bergmál" telur, að húsmæður sem þessar geti. sem betur fer, ekki verið al- gengár í Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.